Tíminn - 07.05.1942, Blaðsíða 4
168
Tl
mh
V!V, fimmtndajginn 7. mal 1942
43. blað
Yíir landamærín
Pétur aíneitaði sökum hræðslu sin-
um meistara þrem sinnum sömu nótt.
Nordal hefir afneitað sjálfum sér
tvisvar í Mbl. Um næstu helgi bætir
hann væntanlega við þriðju afneitun-
inni. Þá kemur í ljós hvort hann hefir
jafn næma sómatilfinningu og post-
ulinn. Hann grét beizklega yfir mann-
dómsleysi sínu.
Nordal segir, að Ríkarður Jónsson sé
lístamaður, en ekki af guðs náð. Hvaða
önnur ,jiáð“ skapar listamenn? Hvers-
konar „náð“ bjargaði Ríkarði. þegar
Nordal borgaði honum úr menningar-
sjóði fyrirfram 6 ótilteknar og ógerð-
ar myndir? Ef til vill hefði „guðs náð“
fallið í skaut Ríkarðs, ef hann legði í
vana sinn að skrifa undir skjöl Nor-
dals?
Valtýr Stefánsson rómar mjög
sementsmyndir Ásmundar Sveinssonar.
og hvetur Reykjavíkurbúa til að panta
slíkar myndir tU að prýða garða sína.
Hér er vissulega tækifæri fyrir hina
nýju klossagerð. Valtýr ritstjóri á
snotran trjágarð við Laufásveginn. Ef
hann fengi eftirmynd af þvottakon-
unni með balann, og setti í garð sinn,
þá sýndi hann /trú sína í verkinu,
styddi listastefnu, sem hann fylgir,
gæfi garði sínum athyglisverða tU-
breytni og setti tUtekinn svip á suður-
hluta Laufásvegs. Ef Valtýr Stefáns-
son gerði þetta, má búast við að þeir
menn, sem kynnu að líta á hann
sem llstfræðing, fylgdu fordæmi hans.
Sementsmyndirnar í görðum Reykvík-
inga verða mælikvarði á það hver
áhrif Valtýr Stefánsson hefir á list-
rænar aðgerðir í landinu.
Mikil gremja kom fram hjá ýms-
um, sem standa að klessulist, yfir því
að málverk Jóns Stefánssonar af Þor-
geirsbola var tU sýnis á góðum stað í
bænum nokkra daga. Jón Þorleifsson
taldi óleifilegt að sýna bola nema höf-
undur væri í bænum. Valtýr Stefáns-
son og Nordal töluðu um að það væri
„hneyksli" að sýna myndina, en færðu
ekki fram ástæður. Jón Þorleifsson
virtist álíta, að listamenn þurfi jafnan
að standa hjá myndum sínum, líklega
tU að leiðbeina blindingjunum um gildi
listaverksins. Þetta getur skapað ýmsa
erfiðleika í framkvæmd, bæði meðan
listamennirnir lifa, og sérstaklega eft-
ir að þeir eru faUnir frá. Undrun Nor-
dals í þessu efni er furðuleg. Hann
keypti bola og aðra mynd til fyrir
3300 kr. Jón Stefánsson valdi mynd-
ina sjálfur — til að vera ævarandi
eign íslenzku þjóðarinnar. Hann er
sýnilega ekki hræddur við að láta fólk
sjá tarfinn. X+Y.
Tvö bílslys
(Framh. af 1. síBu)
Bifrelðarstjórinn, sem á hann
ók, mun kominn í leitirnar.
Á sunnudagskvöldið varð níu
ára gama.ll drengur í Ólafsvík
undir bifreið. Beið hann þegar
bana.
Var verið að skipa upp vör-
um úr skipi og hljóp drengurinn
á eftir bifreiðinni, er hún hélt
upp af bryggjunni. Féll hann
fyrir afturhjólið, sem rann yfir
brjóst hans.
Drengurinn hét Agnar Rand-
versson og var sonur Gyðu
Gunnarsdóttur, ekkju í Bakka-
bæ í Ólafsvík.
ÚR BÆIVIJM
Ferðafélag' íslands
efndi til íyrstu skemmtiferðarinnar
á sumrinu á sunnudaginn. Var ekið að
Kolviðarhóli og gengið á Hengil og
skoðaðír ýmsir staðar þar og á Hellis-
heiði, m. a. ölkeldumar í Henglinum
og sæluhúsið við gamla Hellisheíðar-
veginn. í því er engin spýta, heldur eru
veggirnir hlaðnir að sér og þakið
myndað á þann veg.
Ráðgert er að næsta skemmtiferð
félagsins verði á sunnudaginn kemur.
Þá á að fara suður á Reykjanes og
ganga á Vogastapa og Þorbjörn.
Siðferðisbrot.
í vetur varð maður nokkur uppvís
að broti gegn 199. grein hegningarlag-
anna, sem fjallar meðal annars um
það, hvaða viðurlög liggi við, ef karl-
maður villir á sér heimildir við konu
og hefir við hana samræði í blóra við
einhvem annan mann. Nýlega kvað
sakadómari upp dóm í máli þessu. Var
sakborningur dæmdur til átta mán-
aða fangelsisvistar. Sakborningur
áfrýjaði dómi þessum til hæstaréttar.
Engtnn félagsmaður . .
(Framh. af 1. síðu)
greiða úr félagssjóði 500 króna
styrk til sundlaugarbyggingar í
Húsavík. Ennfremur var heim-
ilað að veita ótiltekinn styrk til
rjómabússtofnunar í Reykja-
dal.
Úr stjórn félagsins gengu:
Björn Sigtryggsson á Brún og
Páll Jónsson á Grænavatni —
og voru báðir endurkosnir.
Úr varastjórn gengu: Úlfur
Indriðason á Héðinshöfða og
Kristján Jónsson í Fremstafelli
og voru einnig endurkosnir.
Endurskoðandi félagsreikn-
inga, sem lokið hafði kjörtíma,
var einnig endurkosinn: Sigurð-
ur Baldiirsson á Lundarbrekku.
Fulltrúar til að mæta á fund-
um S.Í.S. voru kosnir: Þórhall-
ur Sigtryggsson, framkvæmda-
stjóri, Húsavík, Björn Sigtryggs-
son, bóndi, Brún, og Karl Krist-
jánsson, sparisjóðsstjóri, Húsa-
vík.
Nú eru í K. Þ. 840 félagsmenn.
Hafði þeim fjölgað um 75 á ár-
inu 1941.
Tvö kvöld fundardaganna
fóru fram skemmtanir á kostn-
að félagsins, í samkomuhúsi
Húsavíkur, fyrir fundarmenn og
aðra félagsmenn, eftir því sem
húsrúm leyfði. Var fullt hús
bæði kvöldin. Fyrra kvöldið
skemmti karlakórinn „Þrymir",
söngstjóri Friðrik A. Friðriks-
son, prófastur. Síðara kvöldið
var kvikmyndasýning.
Tvo fundardagana var einn-
ig sameiginleg kaffidrykkja
fyrir alla fulltrúa og fundar-
gesti, og sátu að henni um 140
manns hvorn daginn. Voru ræð-
ur fluttar yfir borðum og sagð-
ur fram kveðskapur, sem hag-
yrðingar höfðu fengið efni í á
fundinum. Hefir það tíðkast allt
frá fyrstu árum félagsins, að
hagyrðingar yrki gamanstökur
um atburði á aðalfundum K. Þ.
Þykir oft góð skemmtun, þegar
stökurnar fjúka. K.K.
Kopar,
aluminlum og fleiri málmar
keyptlr 1 LANDSSMIÐJUNNI.
Forustusveitir Brata
(Framh. af 1. síðu)
Battenberg. Louis prins var son-
ur furstans af Battenberg og
pólskrar aðalskonu. Hann fór
kornungur til Bretlands, gekk
þar í flotann og vann sér slíkt
álit, að hann var æðsti flota-
foringinn, þegar heimsstyrjöld-
in 1914 hófst. Metorð sín átti
hann m. a. því að þakka, að
hann var uppfyndingamaður
mikill. Þegar heimsstyrjöldin
hófst, vakti það mikla tor-
tryggni, að þýzkur maður, þó
að hann væri brezkur ríkisborg-
ari, væri æðsti foringi flotans,
og varð því Churchill að víkja
honum frá starfi, þótt þeir væru
góðir vinir. Louis prins tók
þetta svo nærri sér, að hann var
ekki samur maður á eftir. Tók
hann þá upp nafnið Mount-
batten lávarður, sem sonur
hans ber nú.
Louis prins kvæntist dóttur-
dóttur Victoriu Bretadrottn-
ingar, en faðir hennar var þýzk-
ur fursti. Mountbatten yngri
er' því þýzkur í báðar ættir,
en einnig náfrændi konungs-
fjölskyldunmar. Hefir hann not-
ið mikillar hylli konungsfjöl-
skyldunnar, var t. d. oft í ferða-
lögum með Játvarði VIII. áður
en hann tók við konungdómi.
Mountbatten lávarður yngri
gekk 13 ára gamall í flotann.
Hefir hann notið þar allrar fá-
anlegrar menntunar. En hann
hefir jafnframt aflað sér ann-
arrar hernaðarlegrar þekking-
ar. Hann er hinn lærðasti vél-
fræðingur og hefir ágætt flug-
þróf. Eru fáir menn taldir hon-
um fjöllærðari um hernaðar-
mál, og nær þekking hans jafnt
til sjóhers, landhers og flug-
hers.
Mountbatten lávarður er
sagður maður óvenjulega glögg-
skyggn, skjótráður og hiklaus í
framkvæmdum. Hann er venju-
legast ekki margmáll, en vinn-
ur þeim mun meira. Hann er
glæsimenni í sjón og fram-
göngu. Fáir herforingjar Breta
munu vera meira dáðir af und-
irmönnum sínum en hann.
Hann umgengst þá eins og
jafningja og lætur sér annt um
líðan þeirra. Áður en hann gerð-
ist yfirmaður forustusveitanna
tók hann þátt í öllum æfingum
þeirra. „Það er ekki hægt að
gefa fyrirskipun um það, sem
maður getur ekki sjálfur", hef-
ir iðulega verið orðtak hans.
Mountbatten lávarður hefir
fyrst og fremst helgað flotanum
starf sitt. Hann varð stjórnandi
nýs tundurspillis, „Kelly“, sum-
arið 1939. Honum tókst að gera
„Kelly“ eitt frægasta skip flot-
ans. „Kelly“ var getið i hern-
aðaraðgerðum við Noreg, Brest,
Benghazi og Krít. Við Noreg
varð „Kelly“ fyrir miklum
skemmdum af völdum tundur-
dufls. Var útlit fyrir um skeið,
að skipið myndi sökkva, en
Mountbatten lávarður vildi ekki
yfirgefa það og tókst líka að
koma því til hafnar. En „Kelly“
varð samt ekki forðað. í Krítar-
orrustunni varð „Kelly“, fyrir
Keílvíkingfar lelja . . .
(Iramh. af 3. siBu)
fyrir húsmæðurnar í kauptún-
inu.
Byggmgar.
í sumar verða byggð allmörg
íbúðarhús í Keflavík, bæði
úr timbri og steinsteypu.
Barnaskóli kauptúnsins er orð-
inn allt of lítill og ófullnægj-
andi. Mun vera búið að ganga
frá fjárframlagi til skólans og
senn verður hafizt handa um
byggingu hans.
Allar þær framkvæmdir, sem
hér hefir verið drepið á, velta
á því, hvort nokkurt vinnuafl
fæst til þessara starfa.
Ræktun og raforka.
Aðstaða Keflvíkinga til rækt-
unar má heita góð. Skammt frá
kauptúninu er mikið land-
flæmi, sem í daglegu tali er
kallað „Heiði“. Að vísu er þetta
land nokkuð grýtt, þó ekki svo,
að stórkostlegur bagi sé að.
Hins vegar hafa Keflvíkingar
ógrynni af einhverjum hentug-
asta áburði, sem um er að ræða
til ræktunar, en það er slorið
og fiskúrgangurinn. Land þetta
mun allt vera í einkaeign. Væri
nauðsynlegt, að Keflavíkur-
hreppur keypti landið og skipti
því meðal kauptúnsbúa til
ræktunar. Gæti það verið gott
fyrir Keflvíkinga að geta
stuðst að einhverju leyti við
jarðrækt -jafnframt útgerðinni.
Keflvíkingar fá rafmagn frá
olíuhreyflum. Er það í alla
staði ófullnægjandi fyrir kaup-
túnið. Mikill áhugi er meðal
Keflvíkinga og annarra Suður-
nesjabúa, fyrir að fá rafmagn
frá Sogsvirkjuninni, en fall-
vötn til virkjunar eru engin á
Reykjanesskaga. ,
Keflavík er orðin langstærsta
kauptúnið á Suðurnesjum.
Ennþá eru þar ónotaðir margir
möguleikar. Bætt höfn og aukin
ræktun munu í framtíðinni
gera þessa fornu verstöð að
einhverju glæsilegasta kaup-
túni landsins. A.
tundurskeyti og sökk. Margir
menn fórust af áhöfninni.
Mountbatten varð seinastur af
skipsfjöl. Hann fékk aftur skip
til umráða og lenti í nýjum
svaðilförum. Hann var stjórn-
andi flugvélaskipsins „Illu-
strious“, þegar hann gerðist
yfirmaður forustusveitanna.
Mountbatten er hugvitsmað-
ur eins og faðir hans og hefir
gert nokkrar gagnlegar upp-
götvanir. Hann er enn ekki
nema 41 árs og má því fastlega
búast við, að hann eigi eftir að
koma við sögu, ef líf og heilsa
endist.
Kona hans er ensk auðmanns-
dóttir. Þau eiga tvær dætur.
Hún er nú í fyrirlestraferð á
vegum ameríska Rauða kross-
ins.
482 Victor Hugo:
hans. Hann sá umrenningana steyta
ógnandi hnefana í áttina til kirkjunnar.
Hann öfundaði uglurnar, er svifu burt
á vængjum sínum, fyrir sína hönd og
Esmeröldu. Grjótkast hans reyndist
engan veginn nægilegt til þess að
hrekja árásendurna á braut. Á þessari
hættunnar stund gaf hann tveim þak-
rennum úr steini gætur skammt neð-
an við brjóstriðið,.þar sem hann hafði
búizt um, og beint upp af kirkjudyr-
unum miklu. Að rennum þessum lá
op frá flatþakinu.
Ný hugsun fór um huga hans. Hann
hljóp inn í klukknaklefa sinn og sótti
limbagga, rimla og blýströngla. Þetta
hafði hann alls ekki hagnýtt sér til
þessa. Eftir að hann hafði komið þessu
vendilega fyrir í opinu að þakrennun-
um tveim, bar hann eld að þvi með
Ijóskeri sínu.
Þótt steinarnir héldu áfram að falla
niður án minnsta hlés, hættu umrenn-
ingarnir brátt að líta upp, en flykktust
ásæknir að hurðinni, sem brátt myndi
molast sundur, eins og veiðihundar að
villisvíni í bæli sínu.
Þeir biðu allir í eftirvæntingu höggs-
ins, er myndi ráða úrslitum. Þröngin
var mjög mikil, þar sem allir vildu
verða fyrstir til að ráðast inn 1 hina
auðugu dómkirkju, er hurðin brotnaði.
EsmeralcLa 483
Dómkirkjan var sem sé samastaður
ýmissa gersema, sem hafði tekið þrjár
aldir að safna saman. Þeir hrópuðu
hver til annars glaðir í bragði til þess
að minna á hina fögru silfurkrossa,
höklana setta rósasilki, legsteinana úr
gulli, skraut krossins, hina gljáandi há-
tíðisdaga, ljósadýrð nýársdagsins, fag-
urljóma páskadagsins, öll hátíðabrigð-
in, helgiskrínin, ljósastikurnar og alt-
arið, er sett var gulli og gimsteinum.
Á þessari stundu mun óhætt að full-
yrða, að sérhver umrenninganna hugs-
aði mun meira um að ræna Frúarkirkj-
una en að frelsa Tatarastúlkuna. Mjög
margir þeirra munu hafa litið á björg-
un Esmeröldu sein kærkomna tylli-
ástæðu til þess að ræna kirkjuna.
Umrenningarnir þyrptust saman um
múrbrjótinn. Nú skyldi hurðinni greitt
högg, sem úrslitum réði. En þegar
minnst varði, rak mannfjöldinn upp
hljóð mun , óhugnanlegra því, sem við
kvað, þegar bjálklnn féll.
Þeir, sem ekki hljóðuðu og kveinuðu
og voru enn lífs, skyggndust forviða
umhverfis sig. Tveir straumar af bráðnu
blýi féllu frá kirkjuþakinu niður yfir
mannfjöldann, þar sem hann var þétt-
astur. Mannþyrpingin hrökk saman
undan hinum sjóðandi málmi. Á báð-
um stöðunum, þar sem blýstraumur-
Allt;:iíil YorbreingerniDganna.
(Q) ka u píélacj ió
Dragið ekki lengur að
gerast áskrifendur að
Dvöl, þessu sérstæða
tímariti 1 fslenzkum bókmenntum. •
Ykkur mun þykja vænt um Dvöl, og
því vænna um hana, sem þið kynnist
henni betur.
f------GAMLA BÍO -_____
„Dr. Cyclops**
Amerísk kvikmynd með
ALBERT DEKKER,
JANICE LOGAN.
Aukamynd (fréttamynd):
STRANDHÖGG í NOREGI
Sýnd kl. 7 og 9.
Framhaldssýning 3Va-&Va'-
R E N O
Amerísk kvikmynd með
RICHARD DIX Og
ANITA LOUISE.
NYJA BlO--—~~
RITZ-BRÆÐURNIR
og
ANDREWS-STSTUR
í
Argentínskar
nætur
(Argentine nights).
Amerísk skopmynd,
Sýnd kl. 5. 7 og 9.
Nokkrir duglegir meun
geta fengið atvinnu við að sjá um stærri og minni bú í nágrenni
Reykjavíkur í vor og sumar eða árlangt.
Ennfremur vantar garðyrkjukonur og menn til jarðyrkju-
starfa.
6 menn geta fengið atvinnu sumarlangt við skurðgröft í
Ölfusi.
Ráðningarstofa landbúnaðarins,
i húsi Búnaðarfélags íslands
Lækjargötu 14 B. — Sími 2718.
Anglýsing
um vörukaup Srá Bandaríkjunum.
Með tilvísun til fyrri auglýsinga um vörukaup frá Banda-
nkjunum fyrir milligöngu Viðskiptanefndar, tilkynnist hérmeð,
að ákveðið hefir verið að nefndin sinni ekki pöntunum á járn-
og stálvörum, sem eru minni en 100 tonn.
Þeir, sem ekki geta pantað þetta vörumagn, verða því að
snúa sér til annarra innflytj enda, eða ganga í félagsskap um
kaupin með öðrum sem innflutningsleyfi hafa og þurfa að
njóta aðstoðar nefndarinnar.
Vlðsklptamálaráðiineytið, 5. maí 1943.
SIGUNGAR
milli Bretlands og íslands halda áfram,
eins og að imdanfömu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
Cullilord & Clark Ltd.
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD.
iVotlð beztu og vönduðustu sápuna!
- Notið SÆVOH de PARIS -