Tíminn - 10.05.1942, Blaðsíða 1
RITSTJORI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON:
$ FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKN ARFLOKKURINN.
RITSTJÓRN ARSKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargfitu B A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHETMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
\ Siml 2323.
\ PRENTSMLÐJAN EDDA hS.
) Simar 3948 og 3720.
26. 6r.
Reykjavík, suunudagiim 10. mai 1942
45. blað
Stjórnarskrárírumv. Alþýðnflokksms er óundírbúið og
vanhugsað og leysir enga ágalla kosningaskipulagsins
Það væri þjóðarógæfa, ef samheldni landsmanna og lausn aðkallandi mála
yrðu að víkja fyrir þessum óskapnaði
- Álit minníhluta stjórnarskrárneindar í neðri deild -
Eins og áður hefir verið skýrt frá klofnaði stjórnarskrárnefnd neðri deildar
um stjórnarskrárfrumvarp Alþýðuflokksins. Báðir nefndarhlutarnir hafa nú skilað
áliti, og mun frumvarpið koma til umræðu strax eftir helgina. Meirihlutinn, þ. e.
fulltrúar Alþýðuflokksins, Kommúnistaflokksins og Sjálfstæðisflokksins, leggja til
að frumvarpið verði samþykkt með lítilsháttar breytingum, en minnihlutinn, þ. e.
fulltrúar Framsóknarflokksins, leggur til að frumvarpinu verði vísað frá með rök-
studdri dagskrá. Gera þeir grein fyrir því í nefndarálitinu, að Framsóknarflokk-
urinn telji þessa fyrirhuguðu kákbreytingu á stjórnarskránni svo vanhugsaða og
óiullnægjandi og jafnframt þvílíkt ófriðarefni á hinum mestu háskatímum, að
hann vilji enga ábyrgð bera á stjórn landsins, ef hún eigi fram að ganga.
Hin rökstudda dagskrá er svohljóðandi:
„Með því að með frumvarpi þessu er stofnað til vanhugs-
aðrar, óundirbúinnar og ófullnægjandi breytingar á stjórnskipun
rikisins og þjóðinni þannig hrundið út í tvennar alþingiskosn-
ingar, með stuttu millibili, um viðkvæmt deilumál, á hinum mestu
háska- og alvörutímum, þegar brýn nauðsyn er á einingu og
samstarfi, telur deildin rétt, að hafizt verði handa um ýtarlegan
undirbúning vandaðrar endurskoðunar á stjórnskipun ríkisins,
sem leiða megi til varanlegrar stjórnárskrár, er fullnægi óskum
þjóðarinnar um fullvalda lýðveldi, á traustum lýðræðis- og þing-
ræðisgrundvelli, og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá.“
Álit minnihluta stjóinarskrárnefndar fer hér á eftir í heilu
lagi:
Nefndin hefir klofnað í mál
inu. Fjórir nefndarmenn (Ás-
geir Ásgeirsson, Einar Olgeirs-
son, Garðar Þorsteinsson og
Sigurður Kristjánsson) eru
frumvarpinu fylgjandi. Einn
nefndarmanna (Gísli Sveins-
son) sat hjá, þegar greidd voru
atkvæði um frumvarpið í
nefndinni. En undirritaðir
nefndarmenn greiddu atkvæði
gegn því að mæla með fram-
gangi frumvarpsins á Alþingi.
Atkvæðagreiðslan í nefndinni
fór fram 13. apríl, en þeir
nefndarmenn, sem frv. fylgja,
virðast ekki hafa séð sér fært
að skila nefndaráliti fyrr en
nú, að útgáfa þess var boðuð á
fundi stjórnarskrárnefndar í
morgun. Hins vegar vorum vér
þegar eftir atkvæðagreiðsluna
13. apríl reiðubúnir til að skila
nefndaráliti af vorri hálfu, en
höfum samkvæmt venju beðið
eftir áliti þeirra, er málinu
tjáðu sig fylgjandi.
Ef frumvarp þetta yrði sam-
þykkt, mundi það hafa í för
með sér tvennar almennar
kosningar til Alþingis, e. t. v.
með fárra mánaða millibili.
Þegar af þeirri ástæðu teljum
vér ófært að samþykkja það. Þar
að auki erum vér ósamþykkir
efni frumvarpsins.
Ennfremur ber á það að líta,
að nú stendur fyrir dyrum end-
urskoðun stjórnarskrárinnar
sakir þeirrar breytingar, er orðið
hefir á æðstu stjórn landsins,
meðferð utanríkismála o. fl.
Vér teljum, að þegar stjórn-
arskránni verður breytt, komi
ekki annað til mála en að þau
atriði stjórnarskrárinnar, er
fjalla um þetta efni, verði tekin
til meðferðar fyrst og fremst,
og vandað verði til þeirrar
breytingar eftir því, sem mögu-
legt er.
En verði nú á þessu þingi
horfið að þvi að breyta stjórn-
arskránni, getur sú breyting, er
gerð verður, aldrei orðið annað
en lcák eitt og aðeins skyndiráð-
stöfun meira eða minna van-
hugsuð, og er frmuvarp það, er
fyrir liggur um þetta efni, glögg-
ur vottur þess. Eru slík vinnu-
brögð ekki vanzalaus fyrir Al-
þingi.
Þegar um breytingu á stjórn-
arskrá ríkisins er að ræða, má
ekki hrapa að því verki. Það
getur hvorki álitizt hollt né
hyggilegt að hringla til og frá
með stjórnskipunarlög landsins á
fárra ára fresti, undirbúnings-
laust.
Þegar stjórnarskránni var
breytt síðast (1933), hafði mál-
ið verið rækilega undirbúið, og
stóð sá undirbúningur yfir í
nærri tvö ár. Milliþinganefnd
hafði málið til meðferðar og
rannsakaði það mjög ýtarlega.
Eftir það urðu stjórnarskipti, og
tók sérstök samsteypustjórn að
sér lausn málsins og mun hafa
lagt í það mikla vinnu. — Var
þetta eitt af aðalmálum fjög-
urra þinga, 1931, 1932 og
(tveggja þinga) 1933.
Með stjórnarskrárbreyting-
unni 1933 var þingmönnum
fjölgað um 7 (úr 42 í 49).
Landskjörið var lagt niður (6
þingmenn). í Reykjavík var
þingmönnum fjölgað um 2 (úr
4 í 6). Þingflokkum skyldi út-
hluta allt að 11 uppbótarsætum.
Þingmenn urðu samkvæmt
þessu 49, eins og áður er sagt,
38 kjördæmakjörnir og 11 upp-
bótarþingmenn. Sá möguleiki
er að vísu til, að ekki þurfi að
úthluta 11 uppbótarsætum, en
svo hefur þó orðið við kosning-
arnar 1934 og 1937.
Með þessum uppbótarsætum
til þingflokka var vikið frá þeirri
reglu, er ætið hafði áður gilt um
val Alþingis.
Alþýðuflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn höfðu um
nokkurt skeið haft fleiri kjós-
endur að meðaltali bak við
hvern þingmann en Framsókn-
arflokkurinn og töldu sig illa
haldna. Af þeirri ástæðu voru
þessi 11 uppbótarþingsæti á-
kveðin.
Um lausn málsins var að
kalla samkomulag i þinginu, og
bar þá ekki á, að þeir væru til
muna óánægðir, sem fyrir
breytlngum stóðu, enda tví-
mælalaust langt gengið í þá átt
að mæta kröfum þeirra.
U ppbótarþingmenn
eru eign flokksins.
Yfirleitt mun það álit manna,
er til þekkja, að sízt hafi þetta
uppbótarfyrirkomulag orðið til
bóta á vinnubrögðum Alþingis.
Ber margt til þess. Uppbótar-
þingmennirnir eru ekki á sama
hátt komnir inn í þingið og kjör-
dæmakosnir þingmenn. Uppbót-
arþingmennirnir eiga þing-
mennsku sína undir kjósenda-
tölu alls flokksins við þingkosn-
ingarnar, jafnvel meira en tölu
kjósendanna í kjördæminu, þar
sem þeir kunna að vera í kjöri.
— Þessir þingmenn eru því
miklu háðari flokkavaldinu en
kjördæmakjörnir þingmenn,
enda hefir það þegar sýnt sig,
að sumir þeirra flokka, er hafa
fengið uppbótarþingmenn, telja
að alþingismenn hafi tvenns
konar rétt, eftir því, hvort um
er að ræða kjördæmakjörna
þingmenn eða uppbótarþing-
menn. Kjördæmakjörinn þing-
maður hafi rétt til að fara eftir
sínu eigin höfði, þegar svo ber
undir, án þess að flokkurinn
geti við það ráðið eða aðhafzt
nokkuð gagnvart þingmannin-
um, meðan kjörtímabil hans
varir. En slíkan rétt hafi upp-
bótarþingmenn (landskjörnir)
ekki, heldur sé þeim skylt að
fara í einu og öllu um afstöðu
til mála eftir fyrirskipunum
flokksins. Uppbótarþingsætið sé
eign flokksins. Eftir þessari
skoðun eru uppbótarþingmenn-
irnir ófrjálsir athafna sinna í
afstöðu til þingmála. Má í þessu
sambandi minna á atburð, sem
gerðist á Alþingi fyrir nokkrum
árum. Landskjörnum þing-
manni (uppbótarþingmanni)
samdi ekki við flokk sinn út af
afgreiðslu þingmála og sagði sig
úr flokknum. Vildi flokkurinn
þá gera hann þingrækan, og tók
annar þingflokkur undir þá
kröfu og greiddi atkvæði með
því, að þingmanninum væri
vikið af þingi og að annar upp-
bótarþingmaður, sem flokknum
vildi fylgja, tæki sæti hans. Var
því beinlínis haldið fram við
umræður um málið, að flokk-
urinn ætti þingsæti hans. Af
þessu er það bert, að ef þessi
skilningur verður ráðandi á Al-
þingi, eins og Bændaflokkurinn
og Sjálfstæðisflokkurinn hafa
haldið fram í þinginu, eru upp-
bótarþingmennirnir algerlega
ófrjálsir menn um framkomu
sina í þingmálum. Þeir eiga að
fara eftir fyrirmælum flokk-
anna, og verði þeim ekki vært
í flokki, svo að þeir segi sig úr
honum eða séu reknir úr flokki,
eru þeir um leið þingrækir. Með
þessari undarlegu skoðun, sem
mótast af einsýnni flokksræðis-
hugsun, er gengið í berhögg við
43. gr. stjórnarskrárinnar, sem
mælir svo fyrir, að þingmenn
séu eingöngu bundnir við sann-
færingu sína. En einmitt í þessu
ákvæði stjórnarskrárinnar kem-
ur fram hin sanna hugsjón
frjálshuga lýðræðis- og þing-
ræðissinna.
Þrátt fyrir þá reynslu, sem
fengin er í þessu efni, byggir
þetta frumvarp á óbreytanleika
flokkanna og gengur enn lengra
en núgildandi stjórnarskrá í því
að auka flokkavaldið. Með slíku
háttalagi er verið að rýra þann
rétt, sem kjósendur hafa nú til
að velja sér þá fulltrúa til Al-
þingis, sem þeir hafa persónu-
legt traust á, en val alþingis-
manna meir og meir reyrt í
flokksviðjar og klíkuskap háð.
Er slíkt með öllu óþolandi hjá
þjóð, sem hefir unnað frelsi og
látið sér annt um persónulegt
sjálfstæði þegna sinna.
Brcytiiigarnar.
Breytingar þær, sem farið er
fram á í frumvarpi því, sem nú
liggur fyrir, eru þessar:
1. Að taka upp hlutfallskosn-
íngar i tvímenningskjördæmum
landsins.
2. Að fjölga þingmönnum
Reykjavíkur um tvo.
3. Að stofna þrjú ný ein-
menningskjördæmi, á Akranesi,
Siglufirði og Norðfirði.
Ennfremur skal samkvæmt
frumvarpinu val uppbótar-
manna hvers flokks fara ein-
göngu eftir ákvörðun flokksins,
en ekki fylgi í kjördæmunum.
Þannig á að fjölga þing-
mönnum um 5, úr 49 í 54. Telja
þeir, er að þéssum breytingum
standa, að þær séu nauðsyn-
legar til að jafna þingmanna-
tölunni milli flokkanna eftir
heildaratkvæðamagni þeirra. Ef
betur er athugað, kemur þó í
ljós, að tillögur þessar eru eng-
an veginn til þess fallnar að
mæta til frambúðar kröfum
flutningsmanna í þessum efn-
um, heldur eru þær miðaðar við
það eitt, hversu nú er ástatt um
þingmannatölu og heildarat-
kvæðamagn flokkanna sam-
kvæmt úrslitum kosninganna
1937. Er eins og fylgjendur
frumvarpsins gangi út frá því,
að styrkleiki flokkanna á hverj-
um stað haldist óbreyttur eins
og hann var þá, eða að kjós-
endur flokkanna á árinu 1937
séu óumbreytanleg eign þeirra.
Engu nær jöfnuði.
Skal þetta atriði nú nánar
rakið.
Hlutfallskosningar í tvímenn-
ingskjördæmum geta ekki jafn-
að hlutfallið milli flokkanna,
nema gengið sé út frá, að þeir
flokkar, sem mest atkvæðamagn
hafa í þéttbýlinu á hverjum
tíma, hljóti ávallt að vera
minnihlutaflokkar í meiri hluta
tvímenningsk;jördæmnana, þvi
að ella yrði hlutfallskosning í
þeim beinlinis til að auka hlut-
fallsmismuninn milli kjósenda-
fjölda og þingmannatölu flokk-
anna.
Er þvi sýnilega litið svo á af
þeim, er þessar tillögur flytja,
að flokkar þeir, sem aðalfylgi
sitt hafa í þéttbýlinu, geti aldrei
sinnt svo málefnum sv^ita og
þorpa í dreifbýlinu, að líklegt
sé,eða jafnvel hugsanlegt.aðþeir
vinni þar meirihluta kjósenda.
Þótt líklegt megi að visu telj-
ast, að þetta sé réttmætur dón}-
ur og í %lla staði eðlilega álykt-
un um flokka þá, sem nú eiga
hlut að máli, þá er hitt þó eigi
að síður fráleitt, að grundvalla
breytingu á stjórnarskrá lands-
ins á slíkum niðurstöðum. En
með þessu er þá einnig sýnt,
hver tilgangurinn er. Með hjálp
minnihlutanna í tvímennings-
kjördæmunum á að fá þing-
menn til stuðnings þeim bæjar-
flokkum, sem ekki er líklegt, að
notið geti traust meirihluta
kjósenda í þessum kjördæmum.
Er því beinlínis að því stefnt
að gera kjördæmi þessi áhrifa-
laus um þjóðmál, þar á meðal
mál, er þau sjálf varðar miklu,
með því að veita minnihluta
þeim, sem í þessum kjördæm-
um styður flokka þá, er einhliða
rækja málefni þéttbýlisins,
fyllri rétt en meirihlutanum og
gera að engu áhrif meirihlut-
ans um meginmálefni sín á Al-
þingi. Hér er því ekki tryggð
nein jöfnun milli flokka, held-
ur að því stefnt fyrst og fremst
að draga úr eða ónýta áhrifa-
vald þeirra kjördæma, sem hér
er um að ræða, og fela það í
hendur flokkum, sem lítt mundu
skeyta um málefni þessara hér-
aða, þegar svo væri komið.
Þá er ætlazt til að auka þing-
mannatölu þéttbýlisins um
fimm þingmenn. Þessi breyting
tryggir ekki heldur jöfnun milli
flokka og getur jafnvel í ýms-
um tilfellum aukið þann hlut-
fallsmismun, sem nú er. Ætlazt
er til, að þrjú ný kjördæmi séu
stofnuð, sem hafa frá 653—1548
kjósendur hvert, en hins vegar
hafa sum núverandi einmenn-
ingskjördæmi 2000—4000 kjós-
endur og fá enga viðbót, eins
og t. d. Gullbringu- og Kjósar-
sýsla, Suður-Þingeyjarsýsla,
Akureyri, Hafnarfjörður o. fl.
Er því sjáanlegt, að svo fremi,
að aðrir flokkar en þeir, sem
flest hafa atkvæði í fjölmenn-
ustu kjördæmunum, vinni þessi
nýju þingsæti, sem til er stofn-
að, þá eykur það hlutfallsmis-
mun þann, sem nú er milli þing-
mannatölu og atkvæðamagns
flokkanna, en minnkar hann
ekki, eins og til er ætlazt.
Þessí breyting er því, eins og
hlutfallskosningin í tvímenn-
ingskjördæmum, sjáanlega að-
eins miðuð við niðurstöðu kosn-
inganna 1937. Er hér aðeins um
að ræða tilboð um pólitískan
verzlunarsamning milli flokka,
sem flest hafa uppbótarsætin á
þingi nú. Segir það sig sjálft,
hve réttlátur grundvöllur slíkt
er undir nýja stjórnarskrá.
Með stofnun hinna nýju kjör-
dæma er í raun og veru viður-
kennt réttmæti hinnar gömlu
kjördæmaskipunar með því að
láta hvert lögsagnarumdæmi
vera kjördæmi fyrir sig. En um
leið er gengið alveg þvert á
þann tilgang, sem sagt er, að
frumvarpið eigi að hafa, að
skapa jöfnuð milli flokka. í því
sambandi er eftirfarandi sam-
anburður fróðlegur til athug-
unar:
Hin nýju kjördæmi höfðu ár-
ið 1937 kjósendatölu sem hér
segir:
Siglufjarðarkaupst.. . 1548 kjós.
Neskaupstaður .... 653 —
Akranes ............. 961 —
Fámennustu einmenn-
ingskjördæmin voru þá:
Seyðisfjarðarkaupst. 574 —
Austur-Skaftafellss.. 703 —
Dalasýsla ........... 912 —
En fjölmennustu einm.
kjördæmin voru þá:
Akureyri ........... 2850 —
Suður-Þingeyjars. . . 2396 —
Gullbr. og Kjósars. . . 2809 —
Hafnarfjarðark.st. . . 2144 —
Ný smá kj örd æmi
jafna ekki metin.
Með því nú að stofna hin nýju
kjördæmi er núverandi kjör-
dæmum skípt á þessa leið:
Borgarfjarðarsýslu með 1751
kjósanda í 2 kjördæmi, Akranes
með 961 kjósanda og Borgar-
fjarðarsýslu með 790 kjósend-
um. Er þvi allra fámennustu
kjördæmunum, sem mestum
mismun valda um atkvæðamagn
flokka, fjölgað um tvö á þenn-
an veg.
Suður-Múlasýslu með 3661
kjósanda er skipt í Neskaup-
stað með 653 kjósendur og Suð-
ur-Múlasýslu, tvímenningskjör-
dæmi, með 2408 kjósendum, og
þannig stofnað tíl tveggja kjör-
dæma, annars með 1204 kjós-
endur á þingmann og hins með
653 kjósendur. Yrðu þau því
einnig meðal hinna fámenn-
ustu og mundu því geta verkað
sömu leiö á heildarjöfnuðinn,
að draga hann niður eða auka
mismuninn.
Loks er svo Eyjafjarðarsýsla
með 4573 kjósendur, sem skipt
er í tvö kjördæmi, Siglufjarðar-
kaupstað með 1548 kjósendur
og Eyjafjarðarsýslu með 3025
kjósendur sem tvímennings-
kjördæmi, eða 1512i/2 kjósanda
á þingmann.
Séu nú þessi kjördæmi, sem
þingmönnum er fjölgað í um 3,
tekin sem heild, hafa þau sam-
tals 9805 kjósendur og fimm
þingmenn eins og nú er, eða
1877 kjósendur á þingmann. En
fái þau hins vegar þrjá þing-
menn í viðbót, verður það 177
kjósendur á þingmann, sem er
langt neðan við það meðaltals-
atkvæðamagn, sem nú er á bak
við hvern þingmgnn. Er þetta
út af fyrir sig sízt til þess fallið
að draga úr kröfunni til upp-
bótarsæta.
Með því að skapa mjög fá-
menn kjördæmi og útvega
minnihlutaþíngmenn handa
þeim flokki, sem nú keppir að-
allega við Alþýðuflokkinn um
uppbótarsætin, hyggst Alþýðu-
flokkurinn í svip að létta af sér
samkeppninni um uppbótar-
sætin og fá þannig fleiri af þeim
sér til handa.
(Framh. á 4. sUSu)
Sveinn Björnsson
endurkosínn ríkis-
stjóri
Kosning ríkisstjóra til eins
árs fór fram í sameinuðu Al-
þingi í gærdag. Var Sveinn
Björnsson endurkosinn með 38
atkvæðum. Fjórir seðlar voru
auðir.