Tíminn - 10.05.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.05.1942, Blaðsíða 3
45. blað FlMlTVTV. siinnnclagimi 10. maí 1943 175 Aldagamlir brennuneistar MeíístofeÍesarstefnan Eftlr séra Þorsteln Kristjánsson (Framh. af 2. síðu) þelm tiltrú. í skjóli við þetta fyrirtæki átti síðan að afla fylgis, hjá dómgreindarlitlu fólki, fyrir hin eiginlegu út- breiðslurit bolsévika. í því skyni að dulklæða þetta útgáfutæki sem bezt, var auglýst, að fá- einir aðrir menn myndu skrifa þætti um skógrækt, landbúnað og fiskiveiðar i þetta þjóðlega verk. Einar Olgeirsson lét safna áskrifendum og fyrirfram- greiðslu um nokkurra missira skeið í útgáfu Nordals. Áskrif- endur hafa enn ekki fengið neitt fyrir gjöld sín, og útgáf- an hefir ekki sent þeim greinar- gerð eða reikningsskil. Þegar Nordal gekk með þess- um hætti í opinbera þjónustu íslenzku bolsévikanna, var al- menningi nóg boðið. Allir.vissu, að hann stóð í óbættum sökum við þjóðina fyrir 20 ára at- hafnaleysi við það hlutverk, sem hann áttl að leysa af hönd- um. Ef hann var að lokum að því kominn að rita bók, sem að einhverju leyti snerti andlegt líf á íslandi, þá veitti ekki af, að það kæmi út á vegum háskól- ans. Allra sízt sæmdi móður- málskennaranum við háskól- ann, sem hafði auk þess hlot- ið sérstakan trúnað þjóðfélags- lns I sambandi við ritstörf, að láta verk sín verða að skrum- auglýsingu fyrir eina stjórn- málaflokk, sem starfað hefir á íslandi síðan á Sturlungaöld fyrir útlent fé, og algerlega undir útlendri yfirstjórn. Fram- koma Nordal virtist í fyrstu nálega óskiljanleg, en hann lét ekki lengi dragast, að skýra sjálfur atferli sitt. . XII. í nýprentaðri blaðagrein hef- ir Nordal gefið af sjálfum sér nákvæma mynd, í sambandi við „frelsisher“ Sigurðar Eggerz. Nordal segist hafa gengið 1 þennan flokk, af því að sér hafi þótt nafnið fallegt, verið þar á nokkrum fundum, séð að hann átti ekki erindi í félags- skapinn og horfið skjótlega á braut. Af þessu má sjá, að Nor- dal hefir haft hugboð um, að hann hefði ekki vit á mannfé- lagsmálum. Þrátt fyrir það, skilur hann sjálfan sig svo illa, að hann gengur í ákveðinn pólitískan flokk. Hann tekur ekki þessa ákvörðun af því að þar komi til greina sjálfstæð hugsun, heldur hleypur hann eftir nafninu, líkt og lítið barn, sem verður hrifið af hlutum með sterkum litum. Nordal vissi jafn lítið um tilgang flokksins, eins og sitt eigið eðli, enda fór svo, að hann lét ekki sitja við að ganga úr vist hjá Eggerz, heldur beitti hann sér opinberlega á móti eina stefnu- máli frelsishersins, en það var skilnaður íslendinga við Dani. Við þessa lýsingu Nordals má bæta því, að frelsisherinn er eina flokksstefnan hér á landi síðasta aldarfjórðunginn, sem var bersýnilega andvana fædd. Það þurfti þess vegna óvenju- legan vanþroska á íslenzkum mannfélagsmálum, til að ganga í þennan flokk, og það á þann hátt, sem Nordal hefir sjálfur lýst. En svo lítið skyn bar hann á eðlísvöntun sína, að hann lýs- ir hátíðlega þessari broslegu framkomu sinni, 15 árum eftir að þetta lítilfjörlega atvik kom fyrir. Hann grípur eina tæki- færið, þegar nokkru skipti fyr- ir hann að njóta einhvers trausts til nokkurrar forustu um almenn mál. Einmitt þegar hann var að reyna að hafa á- hrif á Alþingi, og hugsandi menn þjóðfélagsins, tilkynnir hann allri þjóðinni í víðlesnu bJaði, hversu ástatt er og hefir verið frá upphafi um hæfileika Lans til að hafa skynsamleg á- hrif á félagsmál íslendinga. Þegar litið er yfir þroskaár Nordals.er það augljóst,að hann er maður hinna ónotuðu tæki- færa. Hann gat, sökum með- fæddra eiginleika, orðið þýð- ingarmikill bókmenntafræðing- ur, þó að honum væri ekki lán- uð sú náðargáfa, að vera skáld. En litla bókmenntasagan hefir aldrei verið rituð, og enn siður stórverk um það efni. Hann átti að geta leiðbeint kynslóð fálm- ándi höfunda, sém kom fram * ritvöllinn eftir umrót hinnar fyrri styrjaldar. í stað þess gerð- ist hann þjónustumaður giftu- lausrar hnignunarstefnu. Hann hafði ungur séð í anda þörfina til að koma á hér á landi stór- felldri, þjóðlegri bókaútgáfu. Tækifærið var- lagt í hendur hans til að gera þessa hugsjón að veruleika. Hann hóf starfið, en lagði fyrirtækið í rústir í stað þess að láta það blómgast. Við nána athugun kemur í ljós, að tvær orsakir valda giftuleysi hans sem manns og fræðí- manns. Hann skortir nálega til fullnustu hæfileikann til að dæma um mannfélagsmál, eins og raunasaga hans úr „frelsis- hernum“ ber ljósan vott um. í öðru lagi hefir hann algerlega ranga skoðun um gildi peninga. í stað þess að láta peningana vera þjóna, leyfir hann þeim að gerast húsbændur. Gunnar á Hlíðarenda vill heldur deyja á íslandi, en þola útlegðardóm í þrjú ár. Nordal dæmir sig sjálf- an til óhamingju æfilangrar út- legðar fyrir lítilfjörlega hækk- un á mánaðarlaunum. Hann ritar í það blað, sem studdi að útlegð hans, af því að það borg- ar ritlaun. Og að lokum gengur hann í bandalag við flokk, sem vinnur fyrir útlent fé, móti sjálfbjörg íslenzku þjóðarinnar, af því að þar er boðið hátt kaup fyrir „tómstundavinnu" hans. Sigurði Nordal hefir verið fal- ið, af núverandi bandamönnum sínum að sækja að mér. Eitt af' kunnustu skáldunum í liðsveit hans, hefir sagt, að hernaður þeirra félaga ætti að vera fólg- inn í því, að slá fast í andlitið, en láta síðan rökin fylgja. Ég býst við, að Nordal hafi ætlað að hlýða þessari stríðsreglu, er hann tók að vega að guðdóttur sinni, sem dvelur nú í annarri heimsálfu, fyrir þá sök, að hafa veitt mér aðstoð við að safna efni í þann kafla þjóðarsögunn- ar, sem fjallar um ævistarf Jóns Sigurðssonar. Hann þekkir vel hernaðarsiðgæði Sturlungaald- arinnar. Einn af kunnustu brunahöfðingjum þeirra tíma, sagðist ekki hika við að vega að vandabundnum konum, ef hann gæti með því komið fram vilja sínum við andstæðinga- liðið. Ef til vill er arferni ís- lendinga svo sterkt, að neist- arnir frá bálinu í Lönguhlíð séu ekki með öllu útkulnaðir. Það leynist lengi líf með þeim í sál- um manna, ef þeir ætla að sigra á andlegum vígvelli með því „að slá fyrst fast í andlitið, og láta síðan rökin fylgja." J. J. Reikningar Menningarsjóðs Dylgjur „hinna 66“ hraktar Herra ritstjóri! Vegna missagna, sem fram hafa komið i dagblöðum Reykjavíkur um endurskoðun og færslu á reikningum Menn- ingarsjóðs, óskar Menntamála- ráð íslands þess, að þér birtið í heiðruðu blaði yðar eftirfar- andi vottorð, ásamt niðurlags- ákvæði 7. gr. í lögum um Menntamálaráð frá 7. nóv. 1928. Lög um Menntamálaráð frá 7. nóv. 1928. Niðurlagsákvæði 7. gr.: „Endurskoðendur landsreikn- inga skulu árlega endurskoða reiknínga allra deilda sjóðsins, enda séu þeir síðan prentaðir i Stj órnartíðindunum." í Alþýðublaðinu í dag eru þau ummæli höfð eftir Jónl Þor- leifssyni, listmálara, að reikn- ingar Menningarsjóðs hafi ekki verið endurskoðaðir i 8 ár sam- fleytt. Um það óska ég að taka þetta fram: Reikningar Menningarsjóðs hafa verið færðir hér á skrif- stofunni frá ársbyrjun 1935, og ætíð síðan fylgt ríkisreikningn- um til endurskoðunar á ári hverju, en síðast fyrir árið 1940. Ríkisbókhaldið, 18. marz 1942 Magnús Björnsson, ríkisbókari (sign.) Að gefnu tilefni vottum við undirritaðir yfirskoðunarmenn ríkisreikninganna, samkvæmt í hinu heimsfræga leikriti, Faust, eftir Goethe, er kafli um það, hvernig farið er að því að hressa upp á dauflegan fjár- hag ríkisins og landsbúa, með því að gefa út á einni nóttu tugi þúsunda af þúsundkróna seðlum, en baktrygging seðl- anna eru fjársjóðir, sem kunna að vera fólgnir einhversstaðar í jörðu, enginn veit reyndar hvar, eða hvort þeir eru í raun og veru nokkursstaðar til. Það er Mefistofeles, öðru nafni myrkrahöfðinginn, sem leggur á öll ráðin um þetta, en keisari og hirðgæðingar annast um framkvæmdirnar. Meðalið verkar fljótt. Daginn eftir flóir allt I ’seðlum — og velgengni. Allar knæpur eru troðnar af góðglöðum gestum. Allar vændiskonur hafa fullar hendur fjár. Gamlar stórskuld- ir ríkis og einstaklinga eru greiddar upp í topp, fyrirhafn- arlaust, með nýju seðlunum. Allsstaðar er glaumur og gleði og öllum vandkvæðum og mein- um mannfélagsins virðist vera aflétt I einni svipan. n Mefisto- feles brosir flátt og gleitt út að eyrum. Mefistofelesarstefnan er far- in að ráða ískyggilega miklu í fjármálalífi og þjóðlífi lands beiðni Menntamálaráðs, að við höfum fengið til yfirskoðunar reikninga Menningarsjóðs árin 1938, 1939 og 1940, og hefir á þeim árum verið skipt jafnt á milli deilda sjóðsins, listadeild- ar, náttúrufræðideildar og bóka- deildar. Að vísu barst yfirskoðunar- mönnum reikningur sjóðsins fyrir árið 1939 ekki fyrr en þeir voru að ganga frá tillögum sín- um við svörum stjórnarráðs- ins. Reykjavík, 21. apríl 1942. Jörundur Brynjólfsson (sign), Jón Pálmason (sign), Sigurjón Á. Ólafsson (sign). Núverandi endurskoðendur ríkisreikninganna tóku við störfum eftir kosningar 1937 og gefa því vottorð um sinn starfs- tíma. Þess skal ennfremur getið, að samkvæmt skjölum Mennta- málaráðs voru reikningar þess alls ekkl sendir til endurskoð- unar fyrstu þrjú árin. Var það fyrst gert 1931, eftir að Barði Guðmundsson varð formaður Menntamálaráðs. Reykjavík, 7. maí 1942. Pálmi Hannesson (sign.) Barði Guðmundsson (sign.) Jónas Jónsson (sign.) Guðmundur Finnbogason (sign) Árni Pálsson (sign.) vors nú á dögum. Seðlar ríkis- ins flæða um allt, háir í tölum, en lágir í gildi. Þúsundir af ís- lenzku fólki stundar allskonar ófrjófa og óarðbæra „breta- vinnu“, utanhúss og innan, og ber úr býtum troðna vasa af íslenzkum peningaseðlum. Tug- ir miljóna safnazt fyrir 1 ó- greiddum og óíáanlegum inn- stæðum erlendis. Fólk sveitist við að afla seðla o geyða seðlum, bæði fyrir þarft og óþarft. Og það, sem ekki er eytt, það er lagt fyrir 1 bönkum og fengnir vextir af því. Með hverju eru þeir tryggðir, allir þessir seðlar, sem velta fram í miljónum, og sumt fólk á troðna tunnusekki af? Þeir eru aðallega tryggðir með von- inni 1 fólgnum fjársjóðum ó- kominna tíma, einhversstaðar úti í löndum, fjársjóðum, sem enginn veit, hvort til verða, þegar til á að taka. Með þess- arl baktryggingu eru gefnir út seðlar án afláts, — og grelddir af þeim innlánsvextir í bönk- unum. r það ekki líkt og að greiddir væru vextir af þeim skýjum og vindum, sem yfir landið þjóta? Það er gersamlega búið að brengla og rugla öllum hugtök- um um verðmæti. Án alls grein- armunar, og jöfnum höndum er allt greitt með nýjum ísl. seðl- um, hvort heldur það eru þarf- leg störf og gagnleg innlend framleiðsla, ellegar „breta- vinna“ í ýmsum myndum. Jafnvel fataþvottar, bíóferðir og aðrar skemmtanir hermann- anna eru greiddar með seðlum . hins ísl. ríkis. Með þessu er á- byrgðinni á persónulegu eyðslu- fé útlendra hermanna og er- lendum stríðsgróðaskuldum og stríðsframkvæmdum velt yfir á bak islenzkrar alþjóðar. Það er .búið að hræra saman í eina seðlakös raunverulegum fjármunum frá fyrri og seinni árum, sem raunveruleg verð- mæti stóðu á bak við, og strfðs- seðlum, sem eru kaupmáttar- litlir í viðskiptum, og enginn veit, hvort nokkur raunveruleg trygging er á bak við. Það þarf greinilega að aðskilja þá pen- inga, sem tilorðnir eru af raun- verulegum verðmætum, frá hin- um, sem ekki eru annað en innihaldslaus froða, fengin fyr- ir margvíslega en einsklsverða bjónkun við erlend stríðsöfl. Það væri kaldhæðnislegt, sf is- lenzka þjéðin ætti að halda á- fram að leggja útlendum her- mönnum til fé í vasapeninga og' stríðsaðiljunum peninga til þess að borga fólki landsins fyrir það að leggja niður gagnlega vinnu. Vegna flutiiínga verða skrifstof- ur vorar lokaðar dagana 11.-15. maí Bifreíðaeínkasala ríkísins Víðtækjaverzlun ríkisíns. Vppboð verður haldið mánudaginn 11. mal n. k. að Hróarsdal í Mosfells- hreppi og hefst kl. 11/2 e. h. Selt verður: Hestur, vagn, attýgi, valtari, skilvinda, bílmótor, iandbúnaðarverkfæri o. fl. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu, 9. mai 1942. BERGUR JÓIVSSON. Kaupendur Tímans Nokkrir menn í ýmsum hreppum landsins eiga ennþá eftir að greiða Tímann frá síðastliðnu ári, 1941. Það er fastlega skorað á þessa menn, að sýna skilsemi sina sem fyrst með því að greiða blaðið annaðhvort beint til afgreiðsl- unnar í Reykjavík eða til næsta umboðsmanns Timans. kAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAl ♦ ÚTBREIÐID TÍMANN^ w w yr w yr w w w w w w w yr w w w w w w w w w w 'sr w w ■» Sambaiul ísl. samvinnufólaqa. Gefið fóðursalt og fóðurkrít, ef þess gerist þörf að áliti kunnáttumanna. ilGLIWGAR milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að undanfcrnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Kaupmenn og kaupiélag’sstjórar. Við eigum á lager og höfum tryggt okkur í Englandi talsvert af vefnaðarvörum, búsáhöldum, ritföngum, pappírsvörum, leð- arvörum, smávörum o. s. frv. Þessar birgðir verða ef til vill seinustu birgðirnar sem fáanlegar verða frá Englandi, þar eð algert útflutningsbann er þegar komið á fjölda af þeim vöru- tegundum, sem við eigum á lager, eða erum að fá. Við bjóðum yður að tryggja yður hluta af birgðum okkar, gegn hagkvæm- um greiðsluskilmálum éf þér óskið og meðan birgðir okkar endast. Söiumenn okkar og afgreiðslufólk mun aðstoða yður við innkaupin. HeRdverzlmi Guðm. H. Þórðarsonar. SÍMAB: Skrifstofan 5815 — Lager 5369. Erlendir ullarsokkar hafa verið auglýst- ir hér undanfarið af miklu kappi. — Vér höfum ávalt fyrirliggjandi fjöl- breytt úrval af íslenzkum ullarsokkum, sem eru alveg eins fíngerðir og þeir er- lendu, en auk þess mjög hlýir, ódýrir og endingargóðir. — íslenzku sokkarnir eru seldir í verksmiðjuútsölu Iðunnar og Gefjunar I Aðalstræti og ýmsum öðr- um vefnaðarvöruverzlunum í Reykja- vík. Út um land fást sokkarnir hjá flestum kaupfélögum og mörgum kaup- mannaverzlunum. — í heildsölu hjá Sambandi ísl. samvinnufél., Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.