Tíminn - 10.05.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.05.1942, Blaðsíða 2
174 TfimM, smtmidaglim 10. maí 1942 45. Jííað Jónas Jónsson: Aldagamlir brennuneistar ‘gímirtn Sunnudag 10. maí Hið gula sjónarmíð Blöð Sj álfstæðisflokksins hafa harðlega fordæmt lævísi og fláttskap Japana, er þeir létu fulltrúa sinn halda uppi vin- mælum við Bandaríkjastjórn meðan þeir undirbjuggu grimmilega skyndiárás á flota- stöðina á Sandvikureyjum. Hvernig svo sem sá almanna- rómur er til orðinn, að guli lit- urinn tákni fals og fláttskap, þá er hitt víst, að hinir gulu Ibúar Japanseyja líta svo á, að þeim sé sjálfsagt og slðferðilega leyfilegt að brjóta gerðan samning, ef þeir hafi hag af þvi. Þetta er hið gula sjónarmið i samskiptum og siðferði. Það er leitt að verða að gera sér ljóst, að atburðir þeir, sem nú eru að gerast í stjórnmál- um okkar, eiga of mikið skylt við hið gula siðferði, eru sprottnir af því sjónarmiði, að leyfilegt sé að ganga á gerða samninga til að afla sér stundargengis. Það var grundvöllur þjóð- stjórnarinnar, að öll deilumál, sem ættu djúpar rætur í flokka- skiptingu í landinu skyldu lögð á hilluna meðan samstarf gæti tekizt um úrlausn og af- greíðslu annarra vandamála. Hið sama gilti vitanlega, þeg- ar samstarf ennverandi stjórn- arflokka hófst, enda mun sér- staklega hafa veríð að því vikið. Meðan Framsóknar- og Al- þýðuflokkurinn fóru með ríkis- stjórn, gilti vitanlega hið sama. Og það er skylt að viðurkenna það, að Alþýðuflokkurinn lét ekki freistast til samningsrofa þótt Sjálfstæðlsflokkurinn hampaðl óspart kjördæmamál- inu sem tálbeitu. Að þessu leyti var stjórnmálasiðferði hans traustara, og skal þó slzt dregið úr þeirri ábyrgð, sem Alþýðufl. hefir á margan hátt bakað sér siðan hann rauf samstarf í þjóðstjórninni. Sjálfstæðisflokkurinn hefir nú ginið við flugu Alþýðu- flokksins eins og „þorskur“ við öngli. Hann hefir markað stefnu sina eftir hinu gula sjónarmiði. Framsóknarmenn um land allt munu fordæma þessi ó- drengilegu samvinnuslit. Hið sama gera íjöldamargir flokks- menn Sjálfstæðisfl. bæði hér í höfuðborginni og þá ekki síður úti í sveitum og sjávarbyggð- um. Þeir munu snúast hart til varnar og andstöðu gegn hinni nýju breiðfylkingu, þar sem „breiðfylking allra íslendinga" frá síðustu kosningum kemur með kratana i eftirdragi. Þeir munu berjast gegn hinu gula sjónarmiði af fullri hörku en með fullum drengskap. Þeir munu minnast þess, að lang- vinnar og harðsnúnar deilur geta nú, fremur en nokkru sinni fyrr, orðið til þess að svipta þjóðina sjálfstæði sínu og baka okkur varanlega óvirðing ann- arra þjóða, sem okkur er full þörf á að virði okkur meira en höfðatalan gefur tilefni til. — Hin lævísu „gulu rök“, sem andstæðingar okkar bera fyrir sig, eru í því fólgin, að vald héraðanna verði ekki skert með hlutfallskosningu 1 tvimenn- ingskjördæmum. Flestir munu þegar sjá I gegnum þessi fals- rök. Eitt einfalt dæmi skal bent á að þessu sinni: Mjólkurlögin hafa bjargað bændum í Ámes- og Rangár- vallasýslu frá fjárhagslegu hruni. Framsóknarfl. hefir beitt sér fyrir þessum lögum. Varið þau með oddi og egg, hlotið rógburð, fjandskap og æru- meiðandi illyrði úr garði and- stæðinganna, einkum Sjálf- stæðismanna. Þessi héröð leggja nú til 4 harðsnúna þingmenn til varnar í þessu máli. Yfirgnæfandi meiri hluti sýslubúa fylgir þeim að málum. Þeir vita hvað 1 húfi er. Þeir muna hug Sjálfstæðisflokksins og fjandskap. Nú eiga þessar sýslur að fá að leggja til 2 liðsmenn með mjólkurlögunum. En móti þeim I. Mannkynið hefir frá upphafi vega skorið úr ágreiningsefnum sínum með átökum og baráttu. Einhver mlkilvægasti þáttur i siðmenningunni var það, þeg- ar baráttumennirnir höfðu fengið það vald yfir lund sinni, að þeir létu sér nægja að oerj- ast við sína jafningja, við menn, sem voru týgjaðir til sóknar og varnar, en létu vera að ráðast á konur og börn, til framdráttar í baráttu sinni. Fornsögur íslendinga sýna, að meðan þjóðin virti lög og rétt, var þessi regla í heiðri höfð. En með siðleysi Sturlungaald- arinnar hrukku vígamennirnir margar aldir til baka. í einni fyrstu glæpabrennu þeirrar aldar lýsti faðir því yfir, að hann létl það ekki standa í vegi, þótt hann yrði að brenna dóttur sína inni, ef hann gæti með því móti fullnægt skapi slnu gagnvart öðrum andstæð- ing. Og þegar verið var að undirbúa síðustu stórbrennu Sturlungaaldarinnar, sátu að- komumenn, sem vissu*að litlu síðar myndi bærinn brenndur, að veizlu þar og minntust við varnarlausa heimamenn, sem innan stundar voru orðnir að ösku undirbrunarústunum.Eyði- leggingarandi Sturlungaaldar- innar kom hvergi ljóslegar fram heldur en í því að baráttu- mennirnir voru svp gagnteknir af mannlundarleysi, að þeir létu það ekki standa fyrir, þótt vegið væri að konu, ef talið var að þá næðust betri höggstaðir á andstæðingum. n. Því fer betur, að hér er engin Sturlungaöld. Menn berjast með öðrum hætti en fyrir sjö öldum. Langoftast telja íslendingar nú á dögum rangt að vega að kon- um, vegna vandamanna sinna. Þó hefir það borið til, og það alveg nýverið. Talsmaður kom- múnistaflokksins um andleg málefni, er sérfræðingur í sögu Sturlungaaldarinnar. Ég veit ekki hvort það er af lærdómi hans, eða af veilum í skapgerð hans, að hann hefir talið svo mikils við þurfa í sókn sinni, að taka upp í nútíma hernað margra alda gamlar brennu- mannavenjur. m. í átökum þeim, sem nú gerast í landlnu um það, hvort listir og bókmenntir elgi fremur að beinast að leit eftir bvi, sem er ljótt, eða fegurð, hefir Sigurður Nordal, af illrl tilviljun, orðið höfuðsmaður í liðsafla úrkynjunarstefnunnar. Það verður þess vegna ekki komlzt hjá, vegna þess málefn- is, sem um er deilt, að skýra aðstöðu hans til málsins, og þau atvik, sem liggja til þess, á mlnni hlutinn að fá að senda aðra 2 liðsmenn til að rífa nið- ur jöfnum höndum það, sem er lífsskilyrði héraðanna. Tveir móti tveimur, er sá liðs- kostur, sem þessar sýslur fá að senda á þing til áhrifa á lands- mál og til varnar lífsafkomu sinni. Hver eru þá áhrif þessara héraða orðin? Hvar kemur lýðræðisvilji þeirra fram? Hvergi. Hann er af þeim tekinn með gulum svikum. Yfirgnæfandi meiri hluti Sjálfstæðismanna 1 þessum sýslum á vitanlega samleið með Framsóknarmönnum i þessu máli. Þeim hefir verið rótt með- an leikurinn var góður og öllu óhætt. Nú reynir á manndóm þelrra og þroska. Þelr eiga bráðum að svara því, hvort þeir hylli hið gula siðferði eða vilja brjóta það á bak aftur. Allir drenglyndir og vitrir menn í landinu munu í vor gera sitt til að stöðva gula siðferðið í landsmálum. Takist það ekkl þá, verður það um seinan. + að hann hefir gersamlega villst af þeirri braut, sem hann átti að fylgja, sökum meðfæddra hæfileika, náms og embættis- skyldu. Þegar Björn Ólsen féll frá, var það sammæli manna, að Sigurður Nordal væri sjálfsagð- ur eftirmaður hans, sem kenn- ari í íslenzkum bókmenntum við hinn nýstofnaða og van- máttuga háskóla í Reykjavik. Sigurður var efnilegur maður. Hann hafði Verið eftirlætisbarn á heimili sínu, í sveit sinni, í menntaskólanum, og í hópi is- lenzkra námsmanna erlendis. Kennarar hans gerðu sér góðar vonir um að hann yrði þýöing- armikill bólcmenntafræðingur. Hann fékkst nokkuð við skáld- skap, bæði ljóða- og sagnagerð. Til þess hafði hann marga kosti, en vantaði hinn skapandi neista, það, sem kalla mætti „náðargjöf“ skáldsins. Það urðu fyrstu meiriháttar von- brigði í lífi Slgurðar Nordals, þegar honum var ljóst, að hann hafði misskilið eðli sitt, og að hohum' var varnað að verða listamaður. íslenzka þjóð- in lét sér fátt um finnast þenn- an árekstur. Hún vildi, að Nor- dal yrði bókmenntafræðingur, og bauð honum það bezta, sem hún átti til í þeim efnum, fræðimannsstöðuna í bók- menntum við háskólann í Reykjavík. IV. Víð háskólann skiptir mjög í tvö horn. Sumir kennararnir luku af daglegum skyldustörf- um, en sýndu engan lit á að gerast fræðimenn. Aðrir kenn- arar, t. d. Einar Arnórsson og Páll Eggert Ólason gerðust at- hafnamiklir fræðimenn í lög- fræði og sögu. Þeir sýndu, að prófessor í íslenzkum fræðum við háskólann hafði aðstöðu til að vinna þar þjóðnýt verk í bókfræði. En með Sigurð Nor- dal fór allt á annan veg. Að vísu kom út eftir hann mjög snotur bók um Snorra Sturlu- son, skömmu eftir að hann gerðist prófessor. En síðan varð að kalla má steinhljóð í hans garði. Á rúmum tuttugu árum hefir ekki orðið eðlilegt áfram- hald á störfum hans. Þjóðin á enga bókmenntasögu handa æsku landsins í skólunum, enn síður nokkra yfirgripsmikla bókmenntasögu handa þjóðinni í heild sinni. Nordal hefir ekk- ert gert til að bæta úr þessari þörf. Hann hefir heldur ekki fengist við að skýra nútíma bókmenntir, nema ef talin er ritgerð, er hann samdi nýlega, fyrir útgáfu kommúnista um Stephan G. Stephansson. Enn síður hefir orðið gagn að Sig- urði Nordal sem réttlátum og þroskuðum dómara um nútíma bókagerð i landinu. Framan af árum var hann í þessu efni at- hafnalaus og hin síðari ár bein- línis þjóðhættulegur maður, því að undir verndarvæng hans hefir byrjað grófgerð og sið- laus úrkynjunarstefna í ís- lenzkum bókmenntum og list- um. V. Sigurður Nordal var eft- irlætisbarn í æsku og langt fram á manndómsár. Það átti vel við hann að njóta aðdáun- ar annarra, án þess að reyna verulega á krafta sína. Hann langaði til að sitja í gullstól og vera borinn í gullstól. Og hann varð meira en lítið hissa sjálf- ur, þegar hann komst að raun um, að gullstóll er eitthvert ó- þægilegasta áhald, sem nokkur maður getur eignazt. Þeir, sem setjast í gullstól, halda, að þeir þurfi ekki að vinna, og aö líf þeirri eigi að vera samfelld, gleðiblandin fagnaðarvíma. Dvölín í gullstól, einkanlega ef hann er að mestu leyti verk í- myndunarinnar, gerir manninn lingerðan, vægan I kröfum við sjálfan sig, en harðan í kröfum til annarra. Eftir nokkur ár taldi Sig- urður Nordal sér ófært að lifa af launum þeim, sem islenzka ríkið borgaði honum, og gerði ráðstaffinir til að fara til Nor- egs, þar sem honum buðust hærri laun og betri lífskjör. Hann gaf enga skýringu á þess- ari ráðabreytni sinni aðra en þá, að hann vildi fá meiri pen- inga. Það var þvert á móti kunnugt öllum, sem til þekktu, að hann kveið fyrir burtförinni og hlaut að líta á það sem út- legð og eyðileggingu á lífsstarfi sínu, sem hann hafði tekið að sér í fyrstu. Í.Noregi átti hann að tala og rita á framandi máli, smámáli eins og íslenzku, en með minna gildi í heimi tungu- málanna. í Noregi hlutu að bíða hans norsk viðfangsefni, og að sumu leytl ætlast til andstöðu gegn málefnum fslendinga. Nordal stóð til boða æfilöng út- legð, en meiri peningar. Á- kvörðun hans var tekin og hann gat ekki snúið til baka, nema ytri atvik yrðu honum til bjarg- ar. Og þessi atvik komu. Sig- urður Nordal fékk meiri laun á íslandi og bjargaðist frá útlegð í Noregi. VI. í nokkrum greinarköflum I Mbl., sem Nordal ritar fyrir út- gáfufyrirtæki kommúnista, hef- ir hann varið allmiklum tíma til að lýsa því, hve ófullkomin manneskja ég væri. Þykir hon- um þar fara mjög saman litlir hæfileikar, vond skapgerð, ó- fullkomið uppeldi og alveg frá- leit notkun á þessum litla per- sónulega höfuðstól. Ég mun ef til vill síðar í vor gera einhverj- ar athugasemdir við þennan kafla í ritsmíð hans, en að þessu sinni er það efni ekki til um- ræðu. Hér skal aðeins bent á, að atvikin hafa hagað þvi svo til, að þrátt fyrir hið stórfellda getuleysi mitt, sem Nordal lýsir með sterkum orðum, hefi ég svo sem af tilviljun orðið til að skapa Sigurði Nordal örlög, þar sem hann stóð ráðvilltur og einkis megnandi. Sennilega hefir mér auðnazt að gera þetta átak, af því að ég hefi aldrei setið í gullstól og aldrei óskað eftir því. Þegar Nordal hafði verzlað með sig og framtíð sína við Norðmenn, þótti mér það illa farið. Ég áleit, að hinum van- burða háskóla væri skaði að missa hann frá störfum, og á- setti mér að reyna að freista þess, að Alþingi bætti kjör hans, í kapp við Norðmenn, svo að lít- ið hallaði á. En hár var við ramman reip að draga. Ég var minnihlutamaður á þíngi. Mesti valdamaður ríkisstjórnarinnar, Jón Þorláksson, var einlægur samkeppnismaður og mótfall- inn því, sem hann kallaði ó- þarfa ríkisrekstur. Honum þóttí sjálfsagt, að Nordal færi til Noregs, úr því að honum voru boðin þar bezt fjárhagsskilyrði. Nordal telur lítils virði þá vinnu, sem þingmenn leggja fram til að afla málum fylgis. Þetta var þó ekki létt verk. Sú vinna, sem til þess þurfti, hvíldi að mestu leytí á mér. Ef ég hefði verið sammála J óni Þorlákssyni, myndi Nordal nú hafa verið bú- inn að dvelja í útlegð í ein fimmtán ár. Guðm. heitinn Ól- afsson í Ási var tregur til fylgis við málið, en sagði brosandi við mig eftir á, að rök mín hefðu sannfært sig. Ég hefi mjög sjaldan orðið fyrir þeim heiðri endranær, og mun Nordal trúa bví, eftir þeim ömurlegu lýs- ingum á hæfileikum mínum, sem koma fram í skrifum hans. Nordal hélt áfram að vera ís- lendingur á íslandi, ekki fyrir tilverknað sjálfs sín, heldur sökum athafnasemi annarra. Hann hélt áfram að starfa eins og aðrir kennarar háskólans í afar þröngum og ófullkomnum húsakynnum í neðri hæð þing- hússins. Aðstaða nemenda og kennara var hin ömurlegasta. Fordyri þinghússins var sam- komustaður og hátíðasalur stúdenta. í sumum kennslustof- unum voru ekki borð eða stól- ar fyrir alla nemendur, svo að beir urðu að sitja í gluggakist- unum. Mér þótti minkuhn að því fyrir þingið og háskólann, að hafa þetta ófrægilega tvíbýli i þinghúsinu. Skömmu eftir að ég tók sæti I landsstjórninni byrjaði ég að undirbúa bygging- armál háskólans. Ég flutti um málið frv. á þinginu 1930, 1931 og 1932 og náði málið þá fram að ganga. Með samstarfi við Zimsen borgarstjóra, tókst að fá víðáttumikla landeign hjá bænum, undir háskólahverfi. Stúdentagarðurinn var fluttur úr þrengslum á Skólavörðuholt- inu, þar sem búið var að leggja 20 þús. kr. í að sprengja fyrir grunni. Eftir hinn mikla kosn- ingasigur Framsóknarmanna 1931, gerðum við Guðjón Samú- elsson bandalag um að hrinda húsbyggingu háskólans í fram- kvæmd. Löngu áður hafði ég gert samskonar. bandalag við Indriða Einarsson um Þjóðleik- hússjóðinn, og leikhúsbygging- una. Við Guðjón skiptum með okkur verkum. Hann tók að sér að ýta á Alexander Jóhannes- son, rektor háskólans, að beitá sér fyrír að háskólinn bæði Al- þingi um happdrætti vegna byggingarinnar. Ég fékk það hlutskipti að koma málinu gegn um þingið og sjá um, að féð yrði ekki notað til annars. Al- exander viðurkenndi í kaffi- gildi á Hótel Borg, sama dag- inn og Dungal og Nordal múr- uðu ósannindi um háskólabygg- inguna í hornstein hennar, að Guðjón Samúelsson hefði svo að segja knúð hann til að biðja þingið um happdrættið. Vitaskuld var ég ekki að vinna persónulega fyrir forn- kunningja minn I gullstólnum, með því að bæta kjör hans við háskólann, og enn síður með því að hrinda byggingarmálum háskólans í framkvæmd. Hvort tveggja var þjóðmálafram- kvæmd. Hvort tveggja var rétt- mæt framkvæmd. En hvort tveggja myndi enn ógert nema fyrir vissa tegund andlegrar vinnu, sem enginn af starfs- mönnum háskólans tók að sér að inna af hendi. VII. Það er verkefni fyrir sálar- fræðinga að skýra þá gátu, hvers vegna Nordal og ýmsir honum minni menn við há- skólann, svo sem Alexander og Dungal, hafa talið sér nauðsyn- legt að reyna að dylja þá stað- reynd, að það væru ekki þeir, sem leystu byggingarmál há- skólans. Þeir og þeirra fé- lagar höfðu sofið rólega frá því 1911 og þar til málið var tekið til meðferðar í rík- isstjórn og Alþingi, án þeirra tilverknaðar. Vansæld Nordals í þessu efni, og beizkja við mig kemur af því, að hann finnur óþarfan sársauka, og algerlega tilbúinn í hans gullstól, út af því að ég skuli með almennum landsmálaaðgerðum, og alger- lega ópersónulega, hafa leyst vandamál, sem hann hafði eng- an þrótt til að fást við. / VIII. Sú framkvæmd, að bæta kjör Nordals við háskólann, varð vínsæl af öllum almenningi, en óvinsæl hjá ýmsum stéttar- bræðrum hans og mörgum meiriháttar Mbl.mönnum. Bók- hneigðir menn í landinu þráðu að fá íslenzka bókmenntasögu og ritgerðir um einstaka kafla í þeím fræðum. Þessir menn töldu sjálfsagt, að nú myndi Nordal hefjast handa. Hann var bæði prófessor í bókmenntum og með sérstakri „fyrirfram- greiðslu" frá Alþingi til slíkrar vinnu. En úr gullstól Nordals heyrðist hvorki hósti né stuna. Einstöku slnnum birtust smá- greinar eftir hann í Mbl, ein- mitt því blaði, sem stutt hafði að útlegð hans. Þótti kenna lít- illar skapfestu, er hann sýndi bví blaði stöðuga tryggð. Þó kom brátt skýring á þessu fyrir- brigði. Hann ætlaði að fara úr landi, fyrir fé. Hann skrifaði í blað, sem hvar honum óvinveitt á örlagastund æfi hans — líka fyrir fé. IX. Nordal hafði á æskuárum ritað tímaritsgrein um að vel færi á að ríkið efldi íslenzkt fyrirtæki til að þýða á íslenzku merkar erlendar bækur til menningarauka fyrir þjóðina. Ekki sinnti hann þessu máli frekar og engir urðu til áð koma hugmynd þessari I fram- kvæmd, fyrr en menningarsjóð- ur var stofnaður 1928. Nordal var þar trúað fyrir miklum vanda. Hann var formaður menntamálaráðs út kjörtíma- bilið, og auk þess mesti ráða- maður í bókadeildinni. Hafði ég þar reynt á dugnað sér- fræðinganna og fengið lögfest, að tveir prófessorar við háskól- ann og íslenzkukennarinn við kennaraskólann skyldu vera sjálfkjörnir í útgáfustjórn. Nú fékk Nordal vald og peninga tíl að framkvæma hugsjón sína um bókagerðina. En þar fór allt á annan veg en vera skyldi. Hann hafð i ekkert skipulag, hvorki á útgáfunni eða sölunni. Bækurnar voru valdar af handahófi, og margar nálega ó- seljanlegar eins og rit Þorbergs Þórðarsonar um Esperantó. Eftir nokkur ár var útgáfan gjaldþrota, með 25 þús. kr. prentsmiðjuskuld. Nokkru bet- ur gekk Nordal með stjóm náttúrufræðl- og listadeildar, ef til vill af því, að þar var hann ekki sérfróður. Mennta- málaráð keypti af nálega öll- um, sem fengust við listir og myndagerð, þar á meðal frá mörgum lítið skólagengnum málurum, sem klessugerðar- menn Mbl. vilja nú kasta i yztu myrkur. Öll framkvæmd Nor- dals um myndakaup var gegn- sýrð af anda kunningsskapar- ins. Þannig keypti hann af skáldi nokkru marmaramynd, sem kannske er eftir Thorvald- sen, eða þá eftirstæling, fyrir 4000 kr. með rétti fyrir skáld- ið að taka myndina aftur og skila peningunum. Öðrú sinni keypti hann af Einari Bene- diktssyni málverk eftir Kjarval, en á kvittuninni er tekið fram, að andvirði myndarinnar skuli greiða tilteknum málfærslu- manni I Reykjavík upp í van- greidda veðskuld fyrir eyðijörð- ina Krísuvík. Þá mátti það kall- ast furðulegt, að Nordal bar ekki við að senda reikninga meninngarsjóðs til endurskoð- unar öll þau ár, sem hann var formaður menntamálaráðs. X. Sennilega er það einn af þeim mörgu göllum, sem Nordal finnur í fari mínu, að mér þyk- ir sjálfsagt að leita til annarra manna um aðstoð við vanda- söm mál, sem þeir kunna á betri skil en ég. Um sama leyti og menntamálaráð var stofnað, fékk ég Nordal til að hafa for- göngu um að lögskipuð væri á- kveðin stafsetning í landinu, og létt af langvarandi glundroða i þeim efnum. Upp úr þessu kom hin lögbundna stafsetning, sem er aðallega byggð á rannsókn- um Jóns Sigurðssonar. Var þessari nýjung vel tekið af skynbærum mönnum. En skömmu eftir að ég fór úr rík- isstjórninni, fékk Helgi Hjörvar Þorstein Briem kennslumála- ráðherra til að heimlla, að börn gætu fengið undanþágu frá hinni lögboðnu réttritun. Var þetta gert. Er nú tvenns konar stafsetning heimiluð í landinu. Önnur fyrir börn, hin fyrir full- orðna. Erfitt er að hugsa sér heimskulegra fyrirkomulag. Það var skylda Nordals að mótmæla bessum aðförum, sem móður- málskennari við háskólann. En hann þagði. Ef til vill hefir honum ekki þótt fýsilegt að eyða orku sinni í óborgaða sjálf- boðavinnu, til að styrkia skyn- samlegt fyrirkomulag um stafsetningu, sem hann hafðl átt góðan þátt I að koma i framkvæmd. XI. Eínar Olgeirsson og félagar hans hafa um allmörg ár stund- að hér mikla útgáfústarfsemi til framdráttar stjórnarstefnu Rússa. Við athugun kom í Ijós, að til eins af þessum áróðurs- fyrirtækjum höfðu Rússar á liðlega ári greitt um 160 þús. krónur. Má af því gizka á, að ekki sé sparaður sklldingur, þar sem mikils þykir við þurfa. Eft- ir að menntamáleráð fór að undirbúa stórfellda o~ skipu- lega útgáfustarfsemi, tóku kom- múnistar að verða uggandi um sinn hag. Leituðu þeir þá til Nordals og buðu honurn margra ára starf með góðum launum við að vera einskonar ritstjóri að tilteknu útgáfufyrirtækl, sem átti að sýna þjóðrækni kommúnista, svo að borgara- legir lesendur vildu fremur sýna (Framh, á 3. siOu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.