Tíminn - 10.05.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.05.1942, Blaðsíða 4
176 TlMDfiy, smimndagimi 10. mai 1642 45. bla» Stjórnarskrárfrumv. Alþýðufl. er óundírbú- ið og vanhugsað og leysir enga ágalla kosníngaskipulagsins Stöðvunarval d Alþbl. segir, að Sjálfstæðis- menn, Alþfl., Bændaflokkurinn og kommúnistar hafi myndað bandalag til að koma á stjórn- arskiptum, kosningum í vor, sumarþingi, kosningum í haust og öðru þingi fyrir jól. Alþfl., sem til skamms tíma hefir ekki átt nógu ill orð til um Sjálf- stæðismenn og leiðtoga þeirra, segjist nú ætla að styðja ráðu- neyti Sjálfstæðismanna, og bætir við, að kommúnistar verði að gera það líka. Kommúnist- ar segja í sínu blaði, að nú sé vel farið. Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn skilji, og ekki með sérstakri vinsemd. Stjórn- in verði veik og vanmáttug. Það er auðséð, að kommún- istar búast við góðu, vaxandi upplausn í landinu, hraðvax- andi dýrtíð, verðfalli peninga, hruni atvinnufyrirtækja og stórfelldu atvinnuleysi. Tveir stærstu flokkar þings- ins höfðu gert með sér sátt- mála um að verjast gegn dýr- tíðinni. Gerðardómurinn hefir stöðvað hækkun vísitölunnar. Skattalög, ' sem núverandi stjórnarflokkar standa saman um, tryggja þjóðfélaginu mikl- ar tekjur af stríðsgróðanum til viðréttingar atvinnulifinu. Alþýðufl. bauð nú Sjálfstæð- isflokknum góð boð. Sex kjör- dæmi skyldu tekin með laga- breytingu af Framsóknarmönn- um og gefin Sjálfstæðisflokkn- um. Héðinn Valdimarsson ætl- aði eitt sinn að leggja Kveldúlf að velli með alþingisdómi. Sú framkvæmd var stöðvuð í það sinn af Framsóknarmönnum. En Alþfl. selur kjördæmin dýrt. Sjálfstæðisflokkurinn verðúr að ganga úr stjórnarsamvinnunni, standa einn síns liðs með stjórn landsins, og tvo mjög ótrygga og ófriðarfíkna stuðningsflokka sér við hlið. Meginhluti þjóð- arinnar er algerlega mótfallinn öllu brölti með stjórnarlög landsins. Þjóðin vill samstarf allra ábyrgra manna í landinu, sterka stjórn og samhenta. Enn má rétta málið við. Kjós- endur geta borið vit fyrir þeim, sem standa að sundrung þings og þjóðar. Það má stöðva upp- lausnina í landinu með því að Framsóknarflokkurinn fái stöðvunarvald á Alþingi í sum- ar. Framsóknarmenn eru nú 19 á þingi. Ef þeir hafa 24 þing- menn, þá verður stjórnarskrár- breytingin felld. Þjóðin hefir þá kveðið upp sinn dóm. Aðalflokk- ar Iandsins myndu þá taka upp samstarf að nýju. Kommúnist- um yrði ekki að von sinni, um vaxandi upplausn, aukna dýr- tíð, verðfall peninganna o. s. frv. Næstu vikur hafa borgarar landsins gott tóm til að velja milli stjórnlaga Ásgeirs Ás- geirssonar eins og þau eru úr garði gerð, — eða samstarfs og viðreisnar í landinu. J. J. tn BÆNUM * Skotæfingar. Setuliðsstjórnin tilkynnir: Skotæf- ingar fara fram nálægt daglega kl. 8—16, 10. maí — 16. maí. Ferðafélagið efnir til farar suður á Reykjanes í dag. Farið verður kl. 9 f. h. frá af- greiðslu Sameinaða. Farið verður alla leið út að Reykjanesvita. Útsýni úr vitanum er mjög fagurt og á leiðinni suðureftír gefur að líta stórbrotið og facrurt landslag með hrikalegum hell- um og giósandi hverum. Brimið við Reykjanes er annálað fyrir stórfeng- leik og fegurð. Snæfellingafélagið hélt skemmtifund í Oddfellowhúsinu í fyrrakvöld. Var það síðasti skemmti- fundur félagsins á árinu. Meðal skemmtiatriða var, að I. O. G. T. kór- inn ,sem er blandaður kór, söng und- ir stjórn Jóhanns Tryggvasonar. Róbert Abraham aðstoðaði með undirleik í nokkrum lögum. Kórinn söng mörg lög og vakti mikla hrifningu samkomu- gestanna. Eftir að kórinn lauk söng sínum vár dans stíginn langt fram á nótt. Knattspyrnumótin í sumar. Þessi knattspyrnumót hafa verið ákveðin í Reykjavik á sumrinu: 3. fl. mót hefst 18. maí. 2. fl. mót hefst 26. maí. 1. fl. mót hefst 10. júní. Reykja- vikurmót (meistaraflokkur) hefst 6. ágúst. 4. fl. mót hefst 30. ágúst. Walterskeppnin hefst 6. september. Sfcrifstofa Framsóknarflokksins er á Llndargötu 9A (Framh. af 1. siBu) En sé gengið inn á slíka braut, er hér raunverulega ekki um kosninga- eða kjördæmaskipun að ræða, heldur pólitiska verzl- un milli flokka í hvert sinn að afstöðnum kosningum, þar sem sérstök fríðindi eru boðin öðr- um flokknum gegn von hins um ríflegan skerf af uppbótarsæt- um. Er hér sýnilega stefnt til upplausnar á allri kjördæma- skipun landsins og varanlegri ójafnaðar milli flokka en áður hefir þekkzt. Getur þetta á- stand leitt til þess, að litlu máli skipti að vinna meirihluta í kjördæmum, heldur aðallega hitt, að vinna sem flest atkvæði, hvar sem er, til að geta stundað slíka verzlun með sæmilegum árangri. Er þá gildi kjördæm- anna þurrkað út. Þar sem at- kvæðamagnið eitt ræður í slíkri verzlun, og það breytist frá ein- um kosningum til annarra, verður jafnan möguleiki til slíkra samninga um breytingar á stjórnarskrá ríkisins að hverj- um kosningum afstöðnum. Má það vera öllum augljóst, hver upplausn og spilling stafar af slíku fyrirkomulagi á einu við- kvsemasta atriði stjórnarskrár- innar. Eftir að þetta er samið, hefir komið 1 ljós, að aðstandendur frv. hafa hætt við að stofna ný kjördæmi á Akranesi og í Nes- kaupstað. Ber það vitni um, að jafnvel þeim hefir skilizt, að þau rök, sem felast í gagnrýn- inni á frv. hér að framan, eru óvéfengjanleg. Hitt hefir þó ef til vill ráðið meir, að þeir hafa séð flokkum sínum litils ávinn- ings von við stofnun þessara tveggja kjördæma, þar eð mikl- ar líkur voru til, að Framsókn- arflokkurinn gæti þá unnið Borgarfjarðarsýslu og bæði sæt- in í Suður-Múlasýslu, þrátt fyr- ir hlutfallskosningu í síðar- nefnda kjördæminu. Fyrir þeim rökum mun meirihlutinn haga beygt sig. En það sýnir þá jafn- framt, hversu mjög þetta frum- varp er miðað við augnabliks- ástand og togstreituna milli flokka. Fleirí smáflokkar. Á það er einnig rétt að benda hér, að ef þessi breyting á stjórnarskránni nær fram aö ganga, eru mjög auknir mögu- leikar til að stofna nýja smá- flokka og ýta undir hvers kon- ar spákaupmennsku í sambandi við kosningar til Alþingis. Hægt væri t. d. fyrir þá flokka, sem leggja einhliða rækt við að fá kjósendafylgi í þéttbýlinu, að stofna sérstakan flokk eða bjóða fram utanflokka í tví- menningskjördæmunum, og f& þannig stuðning sinn frá minni hluta dreifbýlisins, án þess að það dragi neitt frá atkvæða- magni þeirra í þéttbýlinu og rétti til uppbótarsæta. Er þá opin leið fyrir þéttbýlisflokk- ana til að nota minnihluta- stuðning sinn í dreifbýlinu til að fá þar þingmenn kosna með minna atkvæðamagni en aðal- dreifb'ýlisflokkurinn hefir eða kann að hafa á hvern kosinn þingmann sinn og þá jafn- framt til að hlaða undir kröf- una um auknar uppbætur fyrir þéttbýlið. Hægt er að koma þingmanni að og mynda þann- ig þingflokk án þess að ná meirihlutakosningu í nokkru kjördæmi landsins. Er augljóst, hve mjög slíkt hvetur til nýrr- ar flokkamyndunar í landinu. Flokkur, sem fær y3 hluta at- kvæða, eða jafnvel mun minna, í einu tvímenningkjördæmanna, er þar með orðinn þingflokkur, og hlýtur það að lækka mjög hlutfallstölu kosninganna frá því, sem nú er. Reynsla er fengin fyrir því erlendis, að fátt er styrkleika lýðræðisins jafnhættulegt eins og mjög margir þingflokkar. Má þar vitna til Þýzkalands, þar sem smáflokkar þutu upp í kjöl- far hlutfallskosninganna, en stjórnarfar þess lands og fleiri slíkra segir til um það, hve hollt þetta reyndist lýðræði og mann- réttindum. Hins vegar standa England og Bandaríki Norður-Ameríku nú í fylkingarbrjósti þeirra þjóða, sem enn þá verja og vernda lýðræðið og hvers kon- ar mannréttindi, en þau hafa aldrei tekið upp hlutfallskosn- ingar eða uppbótarfyrirkomu- lag í stjórnarskrá sina eða kosningalög, og hafa þar af leiðandi fáa þingflokka. Hefndarverk Alþýðuflokksins. Þá er ekki síður athyglisvert, hvernig frumvarp þetta er fram komið. Alþýðuflokkurinn, sem ber það fram, hefir svo að segja óslitið staðið að stjórn lands- ins frá 1934, þegar siðasta kjör- dæmabreyting kom til fram- kvæmda. Á þeim tíma hefir hann aldrei lagt neina áherzlu á það, að nauðsyn væri breyt- ingar á kjördæmaskipun lands- ins. En nú í vetur, er hann taldi sér heppilegt við bæjarstjórn- arkoshingar þær, er fram fóru, að vera laus við stjórnarábyrgð, setur hann þessar breytingar fram á kosningadegi, að þvi er virðist með öllu óathugað og ó- undirbúið. Jafnframt mun hafa verið svo til ætlazt, að þetta mál mætti nota til að rjúfa stjórnarsamvinnu þá, sem nú er, og kippa þannig fótunum undan framkvæmd dýrtíðar- málanna, sem samkomulag hafði náðst um milli núverandi stjórnarflokka. Öll nauðsynleg og aðkallandi mál eiga að víkja og bíða úr- lausnar á þessum hættulegu tímum fyrir þessum óskapnaði, sem allir viðurkenna, að sé eng- in framtíðarlausn, og margir telja, að sé spor aftur á bak um réttláta skipun kosninga til Al- þingis. Er undarlegt, ef Sjálf- stæðisflokkurinn, sem ekki hef- ir, fremur en Alþýðuflokkurinn, krafizt breytinga þegar hægt var um vik, tekur þátt í frum- hlaupi þessu. Af því, sem þegar er sagt, er það ljóst, að frumvarp þetta er mjög vanhugsað, eða þá vill- andi sagt til um tilgang þess, enda, eins og fyrr var sagt, und- irbúningur þess lítill sem eng- inn. HluÉfallskosningar í tvímeiiningskjördæm- um gera áhrif þeirra að engu. Hlutfallskosningar í tví- menningskjördæmum skapa á- kaflega fráleitar niðurstöður, þegar margir flokkar keppa um aðeins tvö þingsæti. Munu þess heldur engin dæmi í neinu iandi, að hlutfallskosning til löggjafarþings sé viðhöfð í tví- menningskjördæmi. En það veikir eða jafnvel eyðir áhrif- um kjósenda þessara kjördæma, eða meirihluta þeirra, til að ráða lausn ágreiningsmála á þingi, og flokkarnir einir fá þar öll tök. Léttir þetta mjög undir myndun smáflokka, eins og þeg- ar er að vikið. Strjálbýlið fær að vísu að halda sinum þingmönnum flest- um að nafni til, en séð verður fyrir þvi um leið, að svo fjöl- mennur og sterkur meirihluti myndist gegn þeim, að þau verði áhrifalaus eða áhrifalítil. Það á að auka áhrif þéttbýlis- ins eða flokka þess með þvi að tryggja þeim, sem leiðitamastir eru í dreifbýlinu, meiri rétt en hinum, sem vilja styðja flokk og samtök dreifbýlisins og vinna sérstaklega að málum þess. Hér getur enginn villzt um tilganginn, sóknina á hendur dreifbýlinu. Einn af þingmönn- um Reykjavíkur lét svo um mælt við 1. umræðu þessa máls, að fé ríkissjóðs væri notað til að afla kjörfylgis í sveitakjör- dæmum, með framlögum og styrkjum til ýmisskonar fram- kvæmda í dreifbýlinu. Virtist hann gera sér vonir um, að með frumvarpinu yrði bót á þessu ráðin, frá hans sjónarmiði. Er hér gefin eigi ófróðleg bending um það, sem koma skal. Minnir þetta glögglega á ummæli sumra Reykjavíkurblaðanna ár- ið 1931 um það, sem þau köll- uðu óhæfilegan fjáraustur í þágu hinna dreifðu byggða landsins. Hér að framan hafa verið raktir nokkrir höfuðgallar þeirra breytinga á kjördæma- skipuninni, sem í frumvarpinu felast. Slíkum breytingum get- um vér ekki mælt með. En jafn- vel þótt gallarnir hefðu ekki verið svo augljósir og áberandi sem raun ber vitni, mundum vér eigi að síður hafa verið mót- fallnir hvers konar breytingu á stjórnarskrá ríkisins, eins og nú er ástatt. Af þeirri ástæðu út af fyrir sig, og alveg sérstak- lega, hljótum vér að mæla gegn því, að þetta frumvarp nái fram að ganga á Alþingi. Hringlið með sífóriinrskrána. Eins og áður var fram tekið, stendur fyrir dyrum að breyta stjórnarskránni af ástæðum, sem þessu frumvarpi eru óvið- komandi (þ. e. vegna utanrikis- mála, æðstu stjórnar ríkisins o. fl.). Breytingar þær, sem þar er um að ræða, eru enn engan veginn svo undirbúnar sem þarf, enda samráð manna.að rétt væri að fresta þeim fyrst um sinn. Virðist þá einsætt að hrófla ekki við stjórnarskránni fyrr en að því kemur, heldur sameina það tvennt, að gera þessa óhjá- kvæmilegu breytingu og taka upp þau önnur nýmæli, sem þjóðin kynni að hafa hug á, t. d. breytingu á skipan Alþingis og kosningum til þess. Hitt nær engri átt, að rótað sé við grund- velli stjórnskipulagsins sí og æ með fárra ára millibili, og ætti Alþingi ekki að leyfa slík vinnu- brögð. Enn fremur skal á ný á það minnzt, að breyting sú, sem hér er farið fram á, myndi hafa i för með sér tvennar kosningar, enda beinlínis ákveðið í frum- varpinu, að svo skuli vera. Skal nú að því atriði málsins nánar vikið. Kosniiijgafrestim í fyrra. — Tvennar kosningar í sumar. í fyrravor samþykkti Alþingi, með tilliti til hins alvarlega út- lits af völdum styrjaldarinnar, að fresta almennum kosning- um til Alþingis, sem fram áttu að fara á árinu 1941. Var þá gert ráð fyrir, að kosningar færu ekki fram fyrr en eitthvað drægi úr þeim hættum, sem yfir þjóð- inni vofðu vegna ríkjandi á- stands í heiminum. Slík kosn- ingafrestun átti sér ekki for- dæmi í sögu landsins, en nauð- syn hennar var almennt viður- kennd, og hún reyndist fram- kvæmanleg vegna þess, að allur þorri alþingismanna stóð sam- an um þessa ráðstöfun og studdi þá ríkisstjórn, sem tókst á hendur að láta niður falla boð- un kosninganna. Nú eru þeir möguleikar til kosningafrestun- ar, sem þá var um að ræða, að vísu ekki lengur fyrir hendi. Þau skilyrði, sem nauðsynleg voru til áframhaldandi kosn- ingafrestunar, voru ekki haldin, svo sem þurfti. Um það náðist ekki samkomulag, að „friðar- kosning" færi fram í kjördæm- um, sem urðu þingmannslaus. Varð þá annaðhvort að stofna til kosningabaráttu milli aðal- flokka eða láta viðkomandi hér- öð vera án fulltrúa, og var sú leið valin, en eigi getur svo lengi staðið. Eftir þetta voru kosn- ingar til bæjarstjórna og hreppsnefnda í kauptúnum látnar fara fram. Þá hefir nú sú breyting á orðið, að ekki er lengur „þjóðstjórn“ í landinu og rofnað hefir sú samvinna, er áður var milli aðalþingflokk- anna þriggja, og sýnt, að nú eru margir alþingísmenn frekari -----OAMTJ> BtO ---i Smith hjónin (Mr. & Mrs. Smith) CAROLE LOMBARD ROBERT MONTGOMERY Sýnd kl. 5, 7 og 9. (Barnasýning kl. 3) Gulliver í Putalandi sýningunum seldir frá kl. 11 f. h. tJA mtó. Karlmenni Og kvennatöfrar (This Woman is mine). Aðalhlutv. leika: FRANCHOT TONE, JOHN CARROLL, CAROL BRUCE. Sýnd kL 5, 7 og 9. Börn innan 16 ára fá ekkí aðgang. Barnasýning kl. 3 ARGEINTÍSKAR NÆTUR með Ritz bræðrum og Andrews systrum. The World’s News Seen Through The Christian Science Monitor An Intemational Daily Newsþaþer ú Trutbful—Coxutrtictivc—Unbúutd—Frm fron SenMtional* urn — EditoriaLs Are Timely and In.truotíve euad Iu Daily Features, Together with the Weeltly Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. The Ghristian Science Publishing Sociecy One, Nerway Streec, Boston, Massachusetts Price Í12.00 Yearly, or #1.00 a Month. Saturday Issue, induding Magaztne Sechon, #2.60 a Year. Incroductory Offer, 6 Issues 23 Cents. SAMPLB COPY ON RHQUBST kosningafrestun mótfallnir. Enda virðist nú almennt gert ráð fyrir kosningum á næsta sumri. En þótt möguleikarnir til kosningafrestunar séu eigi fyrir hendi nú, má fullyrða; að þörfin fyrir hana sé hin sama nú og i fyrra, svo að ekki sé meira sagt. Af því leiðir aftur, að óverjandi má telja að stofna til fleiri kosninga en nauðsyn- legt er, meðan ástandið ekki þreytist. Þó að það reynist nú óhjákvæmilegt að stofna til kosninga á þessu sumri, til að koma umboðum alþingismanna á venjulegan grundvöll, nær hitt engri átt, að knýja fram við- bótarkosningar eftír nokkra mánuði og ætla ríkisstjórn, þingmönnum og alþjóð manna að eyða kröf-tum til slíkra átaka, til að koma fram stjórnarskrár- breytingum, sem ekki styðja þjóðina á neinn hátt í erfið- leikum yfirstandandi tíma og ekki geta verið til frambúðar. En það hyggjum vér almennt viðurkennt, jafnvel af fylgjend- um frumvarpsins, að kjördæma- skipun sú, sem þar er gert ráð fyrir, mundi eigi eiga sér lang- an aldur. Vér getum heldur ekki komizt hjá að benda á það, að kosn- ingabaráttan á næsta sumri hlýtur að verða með allt öðrum hætti, ef frumvarp þetta verð- ur samþykkt, en hún ella mundi verða. Ef deilan um kjprdæma- skipunina verður aðalmál kosn- inganna, hlýtur það að leiða til mjög harðra átaka milli flokk- anna, sem þar standa á önd- verðum meið, og milli hags- muna dreifbýlisins og þéttbýl- isins í landinu. Þessu til sönn- unar nægir að benda á kosn- ingabaráttuna 1931, eins og réttilega var minnt á af Jakobi Möller fjármálaráðherra við 1. umræðu þessa máls. Það er allt annað að ganga til kosninga í sumar um hin almennu við- fangsefni, sem nú eru til úr- lausnar, eða hitt, að láta kosn- ingar aðallega snúast um hið viðkvæmasta allra þjóðmála, réttinn til áhrifa á skipan Al- þingis. Vanhugsað glapræði. Vér getum ekki komizt hjá að lýsa undrun vorri yfir því, ef verulegur hluti þingmanna hugsar til þess, að vel athug- uðu máli, að knýja þetta frum- varp fram á Alþingi. Vér vilj- um minna á það, sem fyrr var nefnt, að málið virðist fram borið af stjórnarandstæðingum til pólitísks stundarávinnings fyrst og fremst. Frumvarpið var birt opinberlega daginn sem kosning til bæjarstjórnar fór fram í Reykjavík. En hart er það, ef stuðningsmenn rikis- stjórnarinnar gera þann óvina- fagnað að láta það verða til að torvelda störf stjórnarinnar að hinum þýðingarmestu viðfangs- efnum og gína við því, sem er tálbeita ein. Þær liklegu und- irtektir, sem frumvarp þetta hefir hlotið hjá mörgum stuðn- ingsmönnum ríkisstjórnarinn- ar, m. a. í stjórnarskrárnefnd- inni, hefir þegar seinkað störf- um Alþingis og teflt í tvísýnu framgangi sumra mikilvægra mála, sem þurftu bráðrar úr- lausnar. Hyggjum vér mál til komið, að hér verði reynt að snúa til betri vegar. Þrátt fyrir atkvæðagreiðslu þá, sem fram hefir farið í stjórnarskrárnefnd, viljum vér ekki trúa því fyrr en i lengstu lög, að meirihluti Alþingis ger- ist svo sljóskyggn á skyldur sin- ar og alvöru komandi tíma, að hann hætti því samstarfi, sem verið hefir á þingi og í rikis- stjórn, og þeim málum, sem þjóðinni eru mikilsverðust, til þess að gera ónauðsynlega, óat- hugaða bráðabirgðabreytingu á stjórnarskrá ríkisins, og vinni það til ofan á allt annað að hrinda þjóðinni út í tvennar kosningar í stað einna, og þá sérstaklega með það í huga, að þessar tvennar kosningar muriu, ef þannig er til stofnað, verða til óvenjumikillar sundrungar með þjóðinni, og það út af máli, sem ekki getur talizt sérstak- lega aðkallandi einmitt nú, heldur þvert á móti. En ef svo ólíklega fer, munium vér, og Framsóknarflokkurinn í heild, frábiðja oss alla ábyrgð á því- líkum tiltektum. Á það má benda, að þing- meirihluti sá, sem skapast mundi um framkvæmd þessa máls og eðlilega færi með stjórn landsins fyrst um sinn, hlyti, ef af líkum ræður, að verða næsta ósamstæður í flestum öðrum málum, og er þá auð- sætt, hversu stefnir um úrræði af ríkisvaldsins hálfu. Framsóknarflokkurinn mun, með tilvísun til þess, sem að framan er sagt, flytja á Alþingi tillögu til þingsályktunar um kosningu milliþinganefndar til að endurskoða stjórnarskrá ríkisins. Jafnframt leggjum vér til, að þetta frumvarp verði af- greitt með svo hljóðandi rök- studdri dagsskrá: Með því að með frumvarpi þessu er stofnað til vanhugs- aðrar, óundirbúinnar og ófull- nægjandi breytingar á stjórn- skipun ríkisins og þjóðinni þannig hrundið út í tvennar al- þingiskosningar, með stuttu millibili, um viðkvæmt deilu- mál, á hinum mestu háska- og alvörutímum, þegar brýn nauð- syn er á einingu og samstarfi, telur deildin rétt, að hafizt verði handa um ítarlegan und- irbúning vandaðrar endurskoð- unar á stjórnskipun ríkisins, sem leiða megi til varanlegrar stjórnarskrár, er fullnægi ósk- um þjóðarinnar um fullvalda lýðveldi, á traustum lýðræðis- og þingræðisgrundvelli, og tek- ur því fyrir næsta mál á dag- ksrá. Alþingi, 8. maí 1942. Sveinbjörn Högnason, frsm. Gísli Guðmundsson, Jörundur Brynjólfsson, Bergur Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.