Tíminn - 26.05.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.05.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. PORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITST JÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJT. Símar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 26. maí 1942 52. blað Hverj ber að steSna í kjördæmamilinu? Ondvegísþjóðír lýðræðisíns hafna bæði hlut- fallsreglunní og hðfðatölureglunni Framsóknarflokkurinn vill fylgja þeim fyrir- myndum, sem beztar hafa reynst í umræðum þeim um kjördæmamálið, sem hafa átt sér stað undanfarið í blöðum og á mannfundum, hefir því verið haldið fram, að Framsóknarmenn teldu núverandi kosningatilhögun óaðfinnanlega og vildu því engar breytingar gera á henni. Þessi fullyrðing hefir verið rökstudd með andstöðu flokksins gegn stjórnar- skrárbreytingunni, er gerð var á þinginu. Þetta er vitanlega rangt, því að andstaða flokksins gegn stjórnarskrárbreytingunni byggist engan veginn á því, að hann áliti að engar breytingar eigi að gera á kosningatilhöguninni. Þessi andstaða hans er eingöngu byggð á því, að umræddar breytingar stefni í ranga átt og varast beri á núverandi háskatímum öll ótímabær, viðkvæm deilumál. Afstaða Framsóknarflokksins | Efri málstofan hefir í ýmsum til kosningatilhögunar almennt | tilfellum meiri völd en neðri Störí seinasta Alþingis Það aí^reiddi 57 lög- og 16 þingsályktanir Alþingi lauk störfum síðast- liðinn laugardag. Þingið var þó ekki rofið, heldur var því frset- að þar til kosningar fara fram. Fellur umboð núverandi þing- manna því ekki niður fyrr en á kjördegi. Alls voru. lögð 153 mál fyrir þingið. Af þeim voru afgreidd 57 lög og 16 þingsályktunartil- lögur. Merkustu lögin voru breyting- arnar á skattalögunum, lögin um dómstól í verðlags- og kaup- gjaldsmálum, lögin um fram- kvæmdasjóð ríkisins, lögin um íþróttakennaraskóla ríkisins og lögin um rafveitur ríkisins. Öll þessi lög voru undirbúin og sett fyrir tilverknað Framsóknar- flokksins. Nánari frásögn af störfum þingsins mun birtast síðar hér í blaðinu. Kosningarnar verða 5. júlí. Ákveðið hefir verið, að kosn- ingar til Alþingis fari fram sunnudaginn 5. júlí næstkom- andi. Framboðsfrestur á að vera út- runninn fjórum vikum og þrem dögurp fyrir kjördag. Ætti hann því að vera útrunninn í næstu viku. Heyrzt hefir, að nýja stjórnin ætli að stytta hann, því að ekki sé enn búið að ganga frá samningum um kjósenda- verzlunina. Björgun Esju Viðtal við Pálma Lofts- son forstjóra Strandferðaskipinu Esju, sem strandaði á Hornafirði fyrra sunnudag, var náð út síðastlið- inn laugardagsmorgun og er skipið nú komið til Reykj avíkur. Má óhætt segja, að þetta hafi þótt hin mestu gleðitíðindi um land allt, því að margskonar örðugleikar hefðu hlotizt af því, ef Esja hefði ekki náðst út. Pálmi Loftsson, forstjóri, flaug til Hornafjarðar á fimmtudag- inn og hafði umsjón með björg- uninni. Hefir hann skýrt blað- inu svo frá: — Það er áreiðanlega ekki neinni handvömm að kenna, að Esja strandaði. Innstreymið var óvenjulega mikið og sandurinn óvenjulega laus í botninum, eftir langvarandi stillur svo að akkerið hefir ekki festzt í tæka tíð. Mörg skip háfa strandað þanra og legið þar tímum sam- an. Það er fyrst og fremst að þakka skipshöfninni á Esju, sem vann að björguninni dag og nótt, og hafnsögumanninum á Hornafirði, hversu vel og fljótt tókst að ná Esju út. Flestir munu hafa búizt við, að skipið næðist ekki út fyrr en í fyrsta lagi á næsta stórstreymi. Ég hygg, að Esja sé lítið eða ekkert skemmd eftir strandið, en hún mun samt verða skoðuð í „Slippnum" næstu daga. Von- andi getur hún farið í strand- ferð til' Austurlandsins í bryj- un næsta mánaðar. verður fljótlegast skýrð með því, að rakið sé kosningafyrir- komulag þeirra þjóða, sem hæst bera fána lýðræðis- og þing- ræðis. Þangað vill Framsóknar- flokkurinn sækja sér fyrir- mynd, en forðast fordæmi þeirra þjóða, sem hafa komizt undir járnhæla einræðisins, vegna óheppilegrar kosningatil- högunar. Það leikur ekki á tveimur tungum, að Bretland og Banda- ríkin bera nú fána lýðræðisins hæst á lofti. íslendingum mætti því vera lærdómsríkt að kynna sér kosningatilhögun þessara þjóða. Kosniiigatilhögim Brcta. Hið raunverulega þing Breta, neðri málstofan svokallaða, er skipað 615 mönnum. Megin- þorri þeirra er kosinn i ein- menningskjördæmum. Þó eru nokkur tvímenningskjördæmi, og hljóta þar kosningu þeir tveir frambjóðendyr, sem fá flest at- kvæði. Einmenningskjördæmin eru mjög mismunandi, sum hafa um 30 þús. kjósendur, en önnur um 90 þús., Sveitakjör- dæmin, einkum á Skotlandi, eru yfirleitt miklu fámennari en borgarkj ördæmin.. Þessi kosningatilhögun hlýtur að valda því, að iðulega skap- ast mikið ósamræmi milli þing- mannatölu og atkvæðamagns flokkanna. Seinustu þingkosn- ingar, sem voru 1935, sýna það ljóslegast. Atkvæðamagn og þingmannatala helztu flokk- anna varð þessi: íhaldsm. & ** < 10.488 a ba B A 387 Í3 bB cá fl CO A 27 Social. 8.325 154 54 Frjálsl. óh. 1.377 17 87 Frjálsl., þjóðstj. 866 33 23 Þessar tölur sýna, að ósam- ræmið milli atkvæðamagns og þingmannatölu flokkanna er miklu meira í Bretlandi en hér. Kosiiingatilhögim Bandaríkjaima. Þar er efri málstofan kosin á þann hátt, að hvert sam- bandsríki sendir þangað tvo fulltrúa, án tillits til fólksfjölda, en hann er mjög mismunandi. Stærsta sambandsríkið hefir um 14 milj. íbúa, en minnsta ríkið um 250 þús. íbúa. Fulltrú- ar þessir eru ekki hlutfalls- kjörnir. málstofan. Oll lög verða að samþykkjast af báðum deild- um, en undir efri málstofuna verður ennfremur að bera alla samninga við önnur ríki og all- ar meiriháttar embættaveiting- ar. Fulltrúarnir í neðri deildinni eru kosnir í kjördæmum, sem hafa öll svipaða kjósendatölu, og er þeim breytt í samræmi við fólksfjölda á 10 ára fresti. Meirihlutakosning gildir í öll- um þessum kjördæmum. Forsetakjör fer þannig fram, að kosnir eru kjörmenn, sem síðan velja forsetann. Hvert sambandsríkjanna fær að kjósa jafnmarga kjörmenn og full- trúar þess í báðum þingdeild- um eru. Litlu ríkin fá á þennan an hátt meiri rétt en stóru rík- in, þar sem öll ríkin hafa jafn- marga fulltrúa í efri málstofc- unni. Það forsetaefni, sem fær flest atkvæði í einstöku sam- bandsríki, fær alla kjörmenn- ina þar. Þess vegna fékk Roose- velt 468 kjöripenn af 531 alls í seinustu kosningum, þó að at- kvæðamunurinn milli hans og Wilkies væri engan veginn til- svarandi. Roosevelt fékk 25.9 milj. atkv., en Wilkie 21.6 milj. Það hefir eitt sinn komið fyr- ir í forsetakosningum i Banda- ríkjunum, að forsetaefni, sem hafði 200 þús. atkv. færra en keppinautur hans, náði kosn- ingu. Það var 1876. Öndvegisþjóðii* * lýð- ræðisríkjanna hafna bæði hlutfallsregluuni og höfðatölureglunni. Af framangreindri lýsingu á kosningatilhögun Bretlands og Bandaríkjanna má draga þess- ar ályktanir: • Báðar þessar þjóðir hafna hlutfallsreglunni, sem tryggir flokkunum þingmenn í" sam- ræmi við atkvæðamagn. Þær fylgja hvarvetna meirihluta- reglunni, þ. e. sá flokkur, sem hefir flesta kjósendur á kjör- svæðinu, fær umboð þess óskipt. Báðar þessar þjóðir hafna höfðatölureglunni, scm veitir þéttbýlinu alger umráð yfir dreifbýlinu. Þær veita fámenn- um kjördæmum eða fámennum sambandsríkjum meiri rétt en fjölmennum kjördæmum og sambandsríkjum, ef miðað er við höfðatöluna eina. Þetta tvennt er það, sem mest hefir einkennt stjórnar- hætti umræddra þjóða frá stjórnarháttum þeirra lýðræð- isríkja, sem orðin eru einræðinu að bráð. Þýzka lýðveldið byggði stjórnarkerfi sitt bæði á hlut- fallsreglunni og höfðatöluregl- unni. Harmsaga þess er öllum kunn. llversvegna hafna Bretar og Bandaríkja- mcnn hlutfallsregl- unnl? Ástæðan til þess, að tvær öndvegisþjóðir lýðræðisins hafna hlutfallsreglunni er aðal- lega þessi: Lýðræðisskipulagið getur ekki orðið starfhæft, nema jafnan sé til staðar sæmilega traust- ur þingmeirihluti. Reynslan sýnir, að meirihlutakosningar tryggja þetta miklu betur en hlutfallskosningar. Meirihluta- kosning, einkum í einmenn- ingskjördæmi, útrýmir litlu flokkunum og auðveldar kjós- endunum að fela umboð sitt mönnum, sem má treysta. Fáir, stórir flokkar og mikilhæfir þingmenn tryggja bezt starf- hæft þing og starfhæfa stjórn. Hlutfallskosningar skapa mögu- leika fyrir marga flokka og val þingmanna kemst þá alveg í hendur flokksstjórnunum, sem velja þá eftir þægð, en ekki eft- ir hæfileikum. Niðurstaða hlut- fallskosninga verður því margir, ósamstæðir flokkar, lélegir Sá hryllilegi atburður gerð- ist hér í bænum fyrir hádegi á hvítasunnudag, að 12 ára gamall drengur, Jón Henrik Benediktsson, var skotinn til bana af amerískum hermanni. Félagi Jóns litla, Guðmundur Rafn Guðmundsson, Bókhlöðu- stíg 6 A, 12 ára gamall, hefir skýrt lögreglunni svo frá þess- um atburði: „Fyrir hádegi í dag hitti ég leikbróðir minn, Jón Hinrik Benediktsson. Hann ætlaði að kaupa sér filmu í myndavél og fór ég með honum í lyfjabúð- irnar Ingólfs Apótek, Reykja- víkur Apótek og Laugavegs Apótek, en hvergi var filmu að fá. Þegar við komum úr Lauga- vegs Apóteki gengum við suður Bergstaðastræti og niður Hall- veigarstíg, framhjá herstöðinni, sem er þar norðan megin göt- unnar. Við stönzuðum móts við þingmenn, lítt starfhæf stjórn og jafnvel stjórnleysi. Sá rökstuðningur fylgjenda hlutfallsreglunnar, að minni- hlutinn sé beittur ofbeldi, ef hann fær ekki þingmenn í hlut- falli við atkvæðamagn, er ekki mikilsvirði. Minnihlutinn stend- ur raunar líkt að vígi, hvort hann hefir einum þingmanni fleira eða færra, fyrst hann er í minnihluta á annað borð. Meg- inréttur minnihlutans getur aldrei fólgizt í þingmannatöl- unni, heldur í jafnri aðstöðu við meirahlutann til að sækja sitt mál og vinna sér fylgi kjós- endanna. Réttur hans til að vinna sér meirihlutafylgi er hon um fyrir mestu og meðan hann er ekki skertur þeim rétti, er hann raunar engum órétti beittur. Þess vegna er það lítil- væg röksemd, að meirihluta- kosning skerði nokkur aðalrétt- indi minnihlutans eða brjóti í bága við lýðræðið, meðan báðir aðilar hafa jafna aðstöðu til að vinna sér fylgi. Hversvegna hafna Brctar og Bandaríkja- menn höfðatölu- reglunni? Ástæðan til þess að tvær mestu lýðræðisþjóðir heimsins hafna höfðatölureglunni, þ. e. að þéttbýlið fái hlutfallslega eins marga fulltrúa og dreifbýl- ið, er aðallega þessi: Ef höfðatölureglunni er fylgt til hlítar, þ. e. að kjósendur þéttbýlisins hafa hlutfallslega sama rétt til þingmannatölu og kjósendur dreifbýlisins, leiðir það fljótlega til þess, að hags- munir dreifbýlisins verða fyrir borð bornir. Kjör fólksins verða þá lakari þar en annarsstaðar, það leitar burtu og safnazt (Framh. á 4. síSuJ hermann, sem stóð á verði á Hallveigarstígnum, móts við herbúðirnar. Svo kom hermað- ur og festi upp auglýsingu í varðmannsskýlið. Við Jón fór- um að skýlinu og lásum auglýs- inguna. Svo gengum við niður með girðingunni, niður að Ing- ólfsstræti. Ég var með skamm- byssu, tálgaða úr tré. Jón kippti af mér bysunni og henti henni yfir girðinguna inn á milli her- búðanna. Jón stökk svo aftur upp á móts við varðmanninn og ég sagði honum að ná í byss- una. Um sama leyti tók hermað- ur byssuna og kastaði henni út fyrir girðinguna og greip hana þá lítill strákur, sem var þar fyrir utan. Jón hljóp inn, um hliðið á girðingunni, framhjá varðmanninum. Varðmaðurinn kallaði þá til hans og, að mér skildist, skipaði honum að koma út og hlýddi Jón því strax. Ég var með dolk í slíðri, sem var fest í strenginn á buxunum A víðavangi LAUSAFÉ ÞORSTEINS BRIEMS. Þorsteinn Briem hefir lengi haft orð á sér fyrir að vera sýnt um að ávaxta fé sitt, m. a. með ; arðasölu. En fleiri stoðir renna undir umsýslu Briems en Hrafnagilin. Eftir harða baráttu lenti forust- an yfir leifum Bændaflokksins í höndum Þorsteins. Með þetta flokksbrot verzlar hann síðan sem lausafé sitt. Við síðustu kosningar seldi hann liðsmenn sína á mála hjá Ólafi Thors gegn óvi, að sjálfur fengi hann kjör- fylgi Sjálfstæðismanna í Dala- sýslu. Stefán frá Fagraskógi var ráðinn sem hálfdrættingur á út- gerð Garðars Þorsteinssonar í Eyjafjarðarsýslu Nú býst Þorsteinn enn til verzlunar með lausafé sitt, En gengið hefir lækkað. Nú þorir Sjálfstæðisfiokkurinn ekki að sýna Dalamönnum hina blíðu gloríuásjónu Briems, en Stebbi mun fá að vera hálfdrættingur í Eyjafirði gegn því, að Sjálf- -tæðisflokkurinn fái alla aðra kjósendur Bændaflokksins, hvar sem er á landinu. Við síðari kosningar í sumar verður verzlunin fullgerð með bví, að Briefn fái að verða „hlut- fallsþingmaður“ í einhverju tví- rnenningskjördæmi. Jafnframt skal Sjálfstæðisflokkurinn eign- ast til fulls alla sauði Bænda- flokksins og soramarka sér í hans nafni alla „hlutfallsþing- mennina“, sem eiga að falla honum í skaut við haustkosn- ingarnar. Þér Bændaflokksmenn! Mikið og veglegt hlutskipti er yður bú- ið. Af hinni veglausu eyðimörk mun foringi yðar leiða yður inn í mikla dýrð í „húsi Ólafs Thors“. — En fyrir allt þetta er yður skylt að þjóna honum og veg- sama hann. mínum og tók ég nú dolkinn og fór að kasta honum í ljósastaur, sem stendur skammt frá þeim stað, sem varðmaðurinn stóð á, og var ég að reyna að láta odd- inn stingast í staurinn. Ég lán- aði svo Jóni dolkinn og hann gerði það sama og ég, kastaði honum í staurinn og reyndi að láta oddinn stingast í tréð. Þar næst fór Jón upp 1 lítinn bíl, sem stóð við girðinguna, rétt hjá varðmanninum. Jón fikt- aði við stýrið á bifreiðinni, en gerði ekki annað. Varðmaður- inn kom þá út úr skýlinu og kallaði til Jóns og fór Jón þá niður úr bílnum. Þá vildi ég fara heim, en Jón sagði, að við ’kyldum bíða til kl. 12, því þá mundu hermennirnir gefa okk- ur epli; það væri hátíðisdagur hjá þeim í dag. Ég var til með sð bíða. Við stéðum svo þarna l götunni og töluðum eitthvað saman. Svo fór Jón aftur unp * sama bílinn og áður og fór þá ið „starta“ bílnum. Varðmaður- mn kom þá aftur út úr byrg- 'nu, gekk að bílnum og skip- iði honum út úr bílnum, að því sr mér skildist. Jón hlýddi því hrax og fór út úr bílnum. Jón eór svo upp að girðingunni bak ’úð bílinn og ég kom þangað til hans. Varðmaðurinn var með 'tóra byssu, ég heyrði og sá, að hann spennti byssuna uon. Þá var hann götumegin við bílinn. Svo gekk hann að Jóni og beindi byssuhlaupinu að höfð- inu á honum; svo reið skotið af. Tón féll á götuna og ég sá, að blóð rann úr vitum hans. Varð- maðurinn gekk svo í burtu án hess að hreyfa neitt við Jóni, °n ég hljóp í burtu niður á Tngólfsstræti og svo skemmstu leið heim til mín.“ Aðrir sjónarvottar, sem hafa verið yfirheyrðir, sáú aðeins, þegar drengurinn var skotinn, og að hermaðurinn, sem skaut (Framh. á 4. slSu) Hrvllilegur glæpur Amerískur varð.nadur drepur 12 ára gamlan dreng

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.