Tíminn - 26.05.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.05.1942, Blaðsíða 3
52. blað TÓ11TV\. |»riðjmlaglim 26. maí 1942 203 A N N A L L Dánardægur. Eymundur Jóhannsson bóndi að Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði andaðist 25. jan. síðastliðinn eftir stutta legu í sjúkrahúsi Sauðárkróks, og var banameinið hjartabilun af völdum uppskurðar. — Hann var fæddur að Þorsteinsstaða- koti í Tungusveit 8. ágúst 1892, en fluttist barnungur með for- eldrum sínum að Saurbæ og átti þar heima æ síðan til dauðadags. Eymundur heitinn var meðal- maður á vöxt og vel farinn um allt, hóglátur og háttprúður svo að af bar, gleðimaður við hóf í hópi vina sinna, trygg- lyndur og traustur flestum öðr- um fremur, en heldur hlédræg- ur að eðlisfari og óhlutdeilinn um annarra mál, hinn mætasti drengur. — Árið 1921 kvæntist hann eft- irlifandi konu sinni, Ástríði Árnadóttur frá Krithóli, og hóf búskap að Saurbæ við heldur lítil efni, eins og títt er um syni barnmargra bænda. En búið blómgaðist með árum, og var hann kominn í röð fremstu bænda sveitar sinnar, er hann lézt fyrir aldur fram. Jörð sína ræktaði hann og hýsti, og bera öll verk hans órækan vott um þá alúð, notinvirkni og snyrti- mennsku, sem honum var eðlis- gróin. Við Eymundur heitinn vorum nágrannar í æsku, og taldi ég hann ætíð síðan í hópi beztu vina minna, enda var hann þeim mannkostum búinn, sem hlutu að laða að honum alla þá, sem kynntust honum til nokk- urrar hlítar. — Veit ég, að ég mæli það fyrir munn allra okk- ar, æskuvina hans og sveitunga, að við munum jafnan geyma minningu hans í hlýjum og þakklátum huga. Pálmi Hannesson. Stefán Ólafsson bóndi að Hvalskeri í Rauðasandshreppi andaðist 3. þ. m. Banamein hans var krabbamein. Stefán var fæddur að Króki á Rauðasandi 10. jan. 1891. Faðir hans, Ólafur Jónsson frá Sjö- undá er enn á lífi, háaldraður, og dvelur á Hvalskeri, en móðir hans, kona Ólafs, Guðbjörg Árnadóttir Thóroddsen, er löngu látin. Systkini Stefáns sál. eru þau frú Ólafía í Stakkahlíð í Loðmundarfirði, Sigurjón al- þingismaður og frú Sigríður, búsett í Reykjavík. Stefán stundaði á yngri ár- um nám í Flensborgarskólan- um í Hafnarfirði. Kona hans er þeim, er einhverra hluta vegna eru ekki í starfi, er miklu minna um lasleika meðal fanganna. Sé fangi raunverulega veikur, er honum mikið betra að hafa klefa sinn lokaðar, vegna þess ónæðis, sem hann verður annars fyrir af samföngum sínum. Og svo mikið er víst, að lasinn fangi kvartar aldrei undan þessari reglu. Aftur á móti er hún illa séð af þeim, sem hafa ríka tilhneigingu til að skrópa frá starfi sínu. í hverjum klefa er hringing- artæki, er liggur til varðstofu, þar sem fangavörður er dag og nótt. Verði fangi veikur eða þurfi einhvers með, getur hann hringt á fangavörðinn, sem er á verði. Hver fangi hefir útvarp frá tæki hælisins. Það er látið ganga til dagskrárloka á hverju kvöldi. Sýni fangi óhlýðni eða annað refsivert athæfi, er hann lokað- ur-inni í klefa sínum og frá hon- um tekið útvarpstæki hans og tóbak. Hann fær ekki heldur að taka á móti heimsóknargestum. Innilokunartími hans fer eftir þvi, hve brot hans er stórt. IV. Dagskrá Vinnuhælisins er þessi: Kl. 7,30 eru klefar opnaðir og morgunmatur borðaður. Kl. 8 er hringt til vinnu, fara þá allir fangar í starf, sem heil- brigðir eru, en þeir lokaðir inni, sem lasnir eru eða þykjast vera það. Kl. 9,30 drukkið kaffi með brauði, kaffið hafa allir með sér Valborg Pétursdóttir frá Stokk- um, hin ágætasta kona. Keyptu þau jörðina Hvalsker og reistu þar bú vorið 1920. Eignuðust þau fimm börn, sem öll eru á lífi, hin mannvænlegustu:’ Þór- ir, Guðbjörg, Pálína og Arn- fríður. Stefán sál. var maður vin- sæll og vel látinn. Hann' var maður ágætlega greindur, las ávallt mikið og fylgdist af á- huga með málefnum og viðburð- um. Hann var ræðinn maður og skemmtinn, vel að sér, stór mað- ur vexti og hinn gjörfulegasti, félagsmaður ágætur og hið mesta prúðmenni. Voru þau hjón samhent mjög og áttu sameiginleg áhugamál, hefir einatt verið gestkvæmt á heim- ili þeirra, sem er í þjóðbraut, og ánægja gestum þar að koma. Stefán sál. hafði á hendi vöruafgreiðslu kaupfélagsins og gegndi því starfi, sem öðru, með lipurð og ósérplægni. Var hann öllum hjálpfús og greiðvikinn og reyndi oft á það. Það er jafnan mikill sjónar- sviftir að hverjum góðum dreng, sem vel hefir skipað sitt sæti, og skarð fyrir skildi, er slíkir menn hverfa á burt, og mikil eftirsjá vinum og ástvinum. X. Skipan raforkumála. . (Framh. af 2. síðu) um með litlum breytingum. Hitt var frumvarp til laga um orku- ráð, sem einnig var borið fram á Alþingi, en ekki hefir náð samþykki þingsins. Þegar litið er yfir sögu þess- ara rannsókna, virðast þær hafa verið ófullnægjandi og komið að minna gagni en æski- legt hefði verið, og er það sakir þess, hversu óskipulagsbundnar rannsóknirnar voru. Þó byrjað hafi verið á rannsóknum í þessu máli í ýmsum héruðum lands- ins, hefir þeim jafnan verið fljótlega hætt aftur. Aðrar þjóðir létu þegar snemma á þessari öld fram fara skipulagsbundnar rannsóknir á því, hvernig hagnýta mætti orkulindir landsins í þágu landsmanna. í Noregi starfaði sérstök nefnd, „den kongelige Elektricitetsforsynings Kom- mission“, á árunum 1919—23 og skilaði heildaráætlun .um raf- orkuvirkjun í landinu (svo- nefnd Heggstadsáætlun). í Svíþjóð og Bretlandi og . víðar voru á sínum tíma sams konar nefndir starfandi. Þó að slík heildaráætlun sé gerð, þá er hún að sjálfsögðu ekki bindandi um aldur og æfi. Frá henni yrði breytt eftir því, er reynslan síðar bendir til, að betur mætti fara. En hún hefir á hitabrúsum. Kl. 12 er hádegis- matur. Kl. 3,30 er drukkið kaffi með brauði. Einsog að morgninum er kaffið haft með í vinnuna á hitabrúsum. Kl. 7 er hætt vinnu og borð- aður kvöldverður. Þá eru fangar frjálsir ferða sinna innan húss til kl. 9, en þá er klefum lokað, en Ijós slökkt kl. 10. Starfsmenn og fangar borða sama mat, en sitt í hvorri borð- stofu. Venjulega eru tveir fangar til aðstoðar bryta hælisins við eld- hússtörf. Brytinn er lærður mat- sveinn og mjög vel fær í sínu starfi. Þá er alltaf einn fangi í því starfi að halda húsinu hreinu Hann þvær 'stiga og ganga og kyndir miðstöð hússins. Klefa sína ber föngunum sjálf- um að ræsta, umgengni þeirra er ákaflega misjöfn. Sumir fang- anna láta sitt litla herbergi líta mjög þokkalega út, aðrir eru sóð- ar, sem verður að reka til að þvo gólfið í klefa sínum. Flestir sækjast eftir þvi að skreyta veggina fneð myndum. Bað með heitu og köldu vatni er ávallt í góðu lagi og til afnota fyrir fangana. Á sunnu- dögum að vorinu og sumrinu í heitu veðri er föngunum gefin kostur á sjóböðum. Einstaka fangi tekur ekki bað af sjálfsdáðum. Láta þá fanga- verðirnir slíka menn baða sig hæfilega oft. Fangarnir eru látnir vinna hin algengu störf á bújörð, eftir því sem við verður komið. Þægileg- Tilkynningf frá Viðskiptanefnd. Vegna þess að manilakaðlar eru nú ófáanlegir frá Banda- ríkjunum venjulegar verzlunarleiðir, mun Viðskiptanefndin leitast við að útvega þessa vöru. Tilkynnist því innflytj endum, að þeir verða að hafa sent pantanir sínar til nefndarinnar, eigi síðar en 30. þ. m. Eins og áður hefir verið auglýst, verður hver pöntun að sendast í þríriti. Engin pöntun verður tekin til greina nema gjaldeyrisleyfi og bankatrygging fyrir andvirðinu sé fyrir hendi. Minnsta pöntun,sem veitt verður móttaka, er 50 tonn. Vlðskfptanefndm. engu að síður sína miklu þýð- ingu. Það yrði langt mál, ef gera ætti fulla grein fyrir því, hvaða verkefni, rannsóknir og skipu- lagningar á þessu sviði eru enn óleyst hér á landi. En nokkur atriði skal drepið á. Rannsókn sjálfra orkulinda landsins, svo sem fallvatna, og virkjunarskilyrða þeirra er enn skammt á veg komin. Vatns- magnsmælingar, sem telja verð- ur grundvöll þeirra rannsókna, höfum við vanrækt mjög. Stöndum við í þeim efnum langt að baki annarra menn- ingarþjóða. Þannig hafa t. d. Norðmenn og Svíar síðan um aldamót látið fram fara stöð- ugar og kerfisbundnar mæling- ar á vatnsmagni í öllum þorra fallvatna þeirra landa. Gefið árlega út skýrslur um þær og á tíu ára fresti ýtarlegt yfirlit, en í Svíþjóð hefir um nokkurra ára bil verið gefið út á ári hverju rit um vatnsrennslis- horfur næsta árs („Vandstands- prognoser“). Vatnsrennslismæl- ingum þurfum við nú þegar að koma í viðunandi horf. Nokkrir stærstu kaupstaðir landsins hafa látið fram fara á undanförnum árum ýtarlegar rannsóknir á skilyrðum til vatnsaflsvirkjana og orku- vinnslu fyrir sig og eru við því búnir að bæta úr vaxandi orku- þörf íbúanna um margra ára skeið. Aðrir kaupstaðir og fjöldi kauptúnanna hafa enn ekki leyst þetta mikilsverða vanda- mál og liggja til þess ýmsar á- stæður. Eins og að framan er getið, hafa farið fram rannsóknir og áætlanir verið gerðar um raf- orkuveitur um sveitir sumra stærstu og fjölmennustu hér- aða landsins, en þá rannsókn má þó telja of einhliða og ó- fullkomna, ef ekki eru til sam- anburðar einnig athuguð skil- yrði til orkuvinnslu úr nærtæk- ari orkulindum. Má í því sam- bandi benda á það, að til mála virðist geta komið, að jafnvel þar, sem ráðgert yrði að síðar kæmi sameiginleg raforkuveita um heilt hérað, væru í fyrstu gerðar minni raforkuveitur um einstök hverfi út frá smáum orkuverum, ef löng bið yrði talin kunna verða á því, að héraðsveita kæmist upp, en hinar smáu orkuveitur yrðu síðar hlutar hennar. Augljóst er, að svo umfangs- miklar rannsóknir og áætlana- gerðir sem hér ræðir um, muni verða allkostnaðarsamar, taka langan tíma og binda all- mikla stárfskrafta, ef þær eiga að vera svo ýtarlegar, að þær nái tilgangi sínum. Að sjálf- sögðu verða þó talsverð not að þeim rannsóknum og áætlun- um, sem þegar hafa verið gerð- ar, en þeim áætlunum þarf að safna saman, samræma þær og fella inn í heildarverk alls landsins. Og þó að stofnað sé til nokkurra gjalda með þess- um rannsóknum, þá er hér um svo þýðingarmikið þjóðnytja- mál að ræða, að við teljum það með öllu óverjandi, ef ekki verður nú þegar hafizt handa um þessar rannsóknir og undir- búning, svo að jafnskjótt og nokkrir möguleikar verða fyrir hendi, verði unnt að hefjast handa um stórfelldar fram- kvæmdir í orkuverabyggingum og rafleiðslum víðsvegar um byggðir landsins.“ ast er að hafa þau vinnubrögð með höndum, að sem flestir geti unnið í hóp, því fangar eru ekki látnir vinna einir sér heldur í umsjá verkstjóra eða gæzlu- manns. Að vorinu er unnið mikið að garðrækt, kartöflur og gulrófur eru aðallega ræktaðar, en þari notaður til áburðar. Garðlönd Vinnuhælisins eru óðum að myldast og batna af því frjó- magni, sem þarinn færir jarð- veginum. Á síðustu árum hefir óhemju- mikill þari verið fluttur á tún og garða. Líggja miklir ræktun- armöguleikar í þaranáminu, sem einnig verður að teljast mjög heppileg vinna fyrir fang- ana. Þarinn er aðallega fluttur á hestum og vögnum. Um sláttinn stunda allir þeir fangar, sem í útivinnu eru, hey- skapinn. Afköst þeirra eru mis- jöfn, því sumir þeirra hafa aldr- ei séð heyskaparverkfæri fyrr. En það safnast þegar saman kemur, og undanfarin þrjú ár hafa heyjazt nærfellt þrjú þús. hestburðir á sumri. Þegar slætti lýkur, gefa garð- arnir aftur verkefni við upp- tekt kartaflanna, og fá fang- arnir þá „premiu“ á hvern kart- öflupoka, sem þeir taka upp, ef þeir ná upp fimm pokum á dag eða meir. Með kartöflu„-premíunni“ og eftirvinnu, sem ekki verður hjá komizt við heyhirðingar um sláttinn, vinna fangarnir sér dálítinn skilding, sem kemur sér (Framh. á 4. slðu) Menntaskólínn og Skálholt (Framh. af 2. siðu) Árið 1920 eru skólamálin enn sem oftar til umræðu. Var þá samþykkt tillaga, þar sem skor- að var á stjórnina að taka til athugunar og rannsóknar, hvort menntaskólinn mundi ekki betur settur utan Reykja- víkur. Vonandi kemst nú rekspölur á þetta mál. Er athugun um það eigi að óþörfu — þó fyrri hefði verið. Kristinn Guðlaugsson. Samband ísl. samvinnufélaga. Hafið eftirfarandi í huga: Tekjuafgangi kaupfélags er úthlutað til félags- manna í hlutfalli við viðskipti þeirra. ^IGLIMAR milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Tilkynniug frá Viðskiptanefnd. Eins og áður hefir verið auglýst, fást skrifstofuvélar frá Ameríku nú eingöngu fyrir milligöngu Viðskiptanefndar. Þeir, sem hafa í hyggju að panta skrifstofuvélar á þessu ári, sendi pantanir sínar í þríriti, eigi síðar en 6. júní næstkomandi. Pantanir verða ekki teknar til greina, nema gjaldeyrisleyfi og bankatrygging fyrir andvirðinu sé fyrir hendi. Yiðskiptancfudin. Tflkyiiiiiiig frá Viðskiptanefud. Þeir sem þurfa að panta: 1) Koparvír 2) Vélafiétti úr gúmmí frá Ameríku, eru beðnir að senda pantanir sinar til Viðskipta- nefndar ekki síðar en 6. júní næstkomandi. Pantanir verða að sendast í þríriti. Pantanir verða ekki teknar til greina, nema gjaldeyrisleyfi og bankatrygging fyrir andvirðinu sé fyrir hendi. Viðskiptanefndin. 516 Viitor Hugo: EsmeraXda 513 Skömmu síðar hélt hann áfram: —Ó, ó! Slæmar fréttir. Hvers krefst bróðir vor, keisarinn? Hann renndi augum yfir bréfin og gerði athugasemdir sínar. — Rétt! Þjóðverjar eru svo mátt- ugir og voldugir, að það virðist næstum því ótrúlegt. En það er til forn máls- háttur, er hljóðar þannig: Fegursta greifadæmið er Flandern, fegursta her- togadæmið er Majland og fegursta kon- ungsríkið er Frakkland. — Ekki satt, flæmsku vinir? Að þessu sinni hneigðu þeir sig báðir Koppenole og Vilhjálmur Rym. Föður- landsást vefarans átti hér hlut að máli. Síðasta bréfið olli því, að Lúðvík hinn ellefti hrukkaði ennið. — Hvað er þetta‘ hrópaði hann. — Umkvartanir og kærur yfir setuliði voru í Pikardiu! — Olivier! Skrifið mar- skálkinum af Rounault í skyndi, að heraganum sé stórum ábótavant og að vopnuðu lögreglusveitirnar, svissnesku herirnir og aðallinn, þjái borgarana á ýmsar lundir. Að hermaðurinn sé ekki ánægður yfir því, sem hann finni í býli bóndans en neyði hann með barsmíð, til þess að fara til borgarinnar og kaupa vín, fisk, kryddvörur og aðra verðmikla muni. Að konunginum sé allt þetta kunnugt. Að við höfum í hyggju að í rökkrinu. Mennirnir litu hver á ann- an og fölnuðu við. — í fjórtán ár! andvarpaði fanginn. — Já, í fjórtán ár herra! Frá því í apríl 1469. — Hlustið á mig í Jesú nafni, herra! Alla þennan tíma hafið þér notið sólskinsins. Ég, sem er veikbyggður og farinn, fæ aldrei að sjá til sólar. Misk- unn, herra! Verið miskunnsamir! Mildi er konungleg dyggð, sem lægir storm reiðinnar. Trúið því, yðar hátign, að á banastund má það vera góðum kon- ungi huggun að hafa jafnan gert skyldu sína. Það er ekki ég, sem hefi brotið gegn yður. Ég hefi verið yður dyggur þegn. Hví er ég látinn dvelja hér I hlekkjum? Ó, herra. Hafið meðaumkun með mér! — Olivier! mælti konungurinn og hristi höfuðið. — Ég hefi orðið þess var, að kolatunna er hér reiknuð á tuttugu súa verði, en mér er kunnugt um það, að hún kostar aðeins tólf súur. Þér verðið að leiðrétta þennan reikning. Hann sneri baki að búrinu og hugðist að halda á braut. Þegar fanginn varð þess var, að kyndlarnir og háreystið fjarlægðist, vissi hann, að konungurinn myndi á förum. Hann hrópaði því í örvæntingu: — Herra! Herra! Dyrunum var lokað. Eftir þetta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.