Tíminn - 26.05.1942, Blaðsíða 4
204
52. blað
TlMCVIV, þrigjmlagiim 26. maí 1942
Ondvegisþjódír lýdrædisins
(Framh. af 1. siOu)
þangað, sem afkomumöguleik-
arnir eru þegar fullnýttir. Hin-
ir miklu afkomumöguleikar,
sem bíða ónotaðir í dreifbýl-
inu, fara forgörðum, en margs-
kyns vandræði, atvinnuleysi og
fleira, skapast sökum ofmikils
fjölmennis í þéttbýlinu.
Margar lýðræðisþjóðir aðrar
en Bretar og Bandaríkjamenn
hafa því hafnað höfðatöluregl-
unni, þótt þær hafi aðhyllst
hlutfallskosningar í einni eða
annarri mynd. Þannig er það
t. d. með tvær helztu frænd-
þjóðir okkar, Dani og Norð-
menn. Danir hafa einskonar
hlutfallskosningar í stórum
kjördæmum, en miðað við fólks-
fjölda, senda t. d. sum kjördæm-
in á Jótlandi helmingi fleiri
fulltrúa á þing en Kaupmanna-
höfn. Þannig takmarka Danir
rétt höfuðborgar sinnar. Norð-
menn, sem einnig hafa hlut-
fallskosningar í allstórum kjör-
dæmum, ganga þó enn lengra í
þessum efnum. Samkvæmt
hinni frægu bændagrein í
norsku stjórnarskránni, mega
kaupstaðirnir aldrei fá meira en
y3 hluta þingsætanna. Þetta
hefir þær afleiðingar, að bak
við hvert þingsæti í afskekkt-
ustu kjördæmunum eru sexfalt
færri kjósendur en á bak við
þingsæti höfuðborgarinnar.
Hinn aukni réttur dreifbýlis-
ins í þessum efnum, er auk hins
framansagða, rökstuddur með
því, að þéttbýlið hefir ýmsan
annan rétt umfram dreifbýlið,
t. d. aðsetur þings og stjórnar
og allra helztu stofnana í þjóð-
félaginu. Dreifbýlið verður að
hafa aukin réttindi á öðrum
sviðum til að vega á móti þess-
um réttindum þéttbýlisins.
Stefna
Framsóknarflokksins.
Stefna Framsóknarflokksins
hefir alltaf verið og er í sam-
ræmi við reynslu þeirra tveggja
öndvegisþjóða lýðræðisins, sem
hér hafa verið aðallega nefnd-
ar. Framsóknarflokkurinn hafn-
ar bæði hlutfallsreglunni og
höfðatölureglunni, og telur
æskilegast, að þingmenn séu
kosnir í einmenningskjördæm-
um. Þannig veljast þjóðinni
betri þingmenn, flokksvaldinu
er haldið bezt í skefjum, smá-
flokkar útilokaðir 1 og mestir
möguleikar skapaðir fyrir starf-
hæfan þingmeirihluta.
Andstæðingarnir mótmæla
skírskotun Framsóknarmanna
til kosningatilhögunar Breta og
Bandaríkjanna með því, að eigi
beri að flana eftir erlendum
fyrirmyndum. En stefna Fram-
sóknarflokksins er einmitt hin
eina íslenzka stefna í þessum
málum. Einmenningskjördæm-
in hafa alltaf verið hornsteinn
íslenzks þingræðis. Fram til
þessa árs hefir tvímennings-
kjördæmi alltaf verið skipt, en
aldrei tekin upp hlutfallskosn-
ing, ef breyting hefir verið gerð.
Skaftafellssýslum hefir verið
skipt, Þingeyjarsýslum, ísa-
fjarðarsýslum ogHúnavatnssýsl-
um. í stað hlutfallskosningar
hefir líka Akureyri verið skilin
frá Eyjafjarðarsýslu, ísafjörð-
ur frá ísafjarðarsýslum og
Hafnarfjörður frá Gullbringu-
og Kjóssgt^tílft. Hin íslenzka
stefna er, að fjölga einmenn-
ingskjördæmunum, ef þurft
hefir að leiðrétta kjördæma-
skipunina.
Frá sjónarmiði Framsóknar-
manna er uppbótarfyrirkomu-
lagið, sem tekið var upp 1933,
lítt viðunandi. Það ginnir
flokkana til að vera tvískipta
í kosningum og eykur þannig
sviksemi, glundroða og ringul-
reið. Það eflir flokksvaldið, þar
sem flokkarnir telja uppbótar-
sætin eign sína. Það fleytir
ruslmennum inn í þingið og
dregur þannig niður virðingu
þess.
Tilfærsla fólks í landinú hlýt-
ur vitanlega að valda þvi, að
sama kjördæmaskipun getur
ekki staðið um aldur og æfi.
Hún þarf sínar breytingar og
umbætur, eins og hin stöðuga
framsókn lífsins krefst á öllum
sviðum. Framsóknarflokknum
kemur því ekki til hugar, að
núverandi kjördæmaskipun eigi
að vera óhagganleg. Hann hefir
líka boðið hinum flokkunum að
vinna að endurskoðun hennar.
En vitanlega mun Framsóknar-
flokkurinn leggja áherzlu á, að
kjördæmaskipunin verði, þótt
ýmsar breytingar séu nauðsyn-
legar, jafnan byggð á þeim höf-
uðsjónarmiðum, sem reynzt
hafa vel helztu lýðræðisþjóðun-
um og rakin hafa verið hér að
framan.
Það skal enginn halda, að bar-
áttan um stjórnarskrárbreyt-
inguna nú, sé neinn lokaþáttur
í kjördæmamálinu. Þótt hún nái
samþykki, mun ekki líða lang-
ur tími þangað til fylgismenn
hlutfalls- og höfðatölureglunn-
ar hefja nýja sókn. Framsókn-
armenn munu þá mæta með á-
kveðnari tillög'ur en nú. Þeirra
stefna nú var að láta taka mál-
ið til rækilegrar, friðsamlegrar
athugunar. Þeir vildu ekki gera
það að æsingamáli. Það mun
ltka sannast, að meðan þannig
er að málinu staðið, verður það
aldrei heppilega leyst.
Framsóknarflokkurinn álítur,
að fleira þurfi að athuga í
stjórnarfari okkar en kjör-
dæmaskipunina eina og sam-
ræma það þeim viðhorfum, sem
vaxa munu úr umróti núver-
andi styrjaldar. Þess vegna vildi
hann fresta öllum stjórnar-
skrárbreytingum til styrjaldar-
loka. Hinir flokkarnir virðast
loka augum fyrir þessu. Þeir sjá
hvergi þörf umbóta, nema á
kjördæmaskipuninni. Reyslan
mun sýna það i styrjaldarlokin,
hvprt ekki hefði verið æsklegra
að hafa þessi mál vandlega
rannsökuð og undirbúin í stað
þeirra ótímabæru og háskasam-
legu æsinga, sem nú eru vakin
um einn þátt stjórnarskrárinn-
ar.
Meginverkefni
komandi ára.
Þeir segja það, andstæðingar
okkar Framsóknarmanna, að
við séum fjandsamlegir lýðræð-
inu, vegna afstöðu okkar í
stjórnarskrármálinu. Okkar af-
staða er hin sama og afstaða
þeirra lýðræðisþjóða, sem djarf-
legast berjast fyrir lýðræðið í
heiminum. Okkur má því liggja
í léttu rúmi, þótt litlir karlar
eins og Ólafur Thors og Stefán
Jóhann séu að reyna að setja
á okkur einræðisstimpilinn.
Og Ólafi Thors og hans fylgis-
mönnum má vera hollt að hug-
leiða þetta: Þjóðverjar og Rúss-
ar leyfa ekki neinum mönnum
eða ættum að hagnast á hörm-
ungum þeirrar baráttu, sem nú
er háð um örlög mannkynsins.
Menn, sem reyna slíkt hjá þess-
um þjóðum, fara annað hvort
leið Thyssens eða Rússakeisara.
Lýðræðisþjóðirnar taka að
vísu vægara á slíkum mönnum,
en eigi að síður eru þeir taldir
vargar í véum og munu verða
„utangarðsmenn“ þeirrar
stjórnarhátta, er skapast munu
hjá þessum þjóðum að lokinni
styrjöldinni, ef þær bera hærra
hlut. í þessum löndum. er ekki
minnst á breytta kjördæma-
skipun, en kröfurnar um auð-
jöfnuð, útrýmingu stéttarmis-
munar, fátækar og atvinnuleys-
is eflast með hverjum degi. Auð-
jöfnunin og markvissari skipu-
lagning atvinnuháttanna er
boðorð hins nýja tíma hjá þess-
um þjóðum, en kosningaskipun-
in mun haldast með svipuðum
hætti. Þetta verður einnig boð-
orð hins nýja tíma, hinnar
komandi framsóknar á íslandi.
Þ. Þ.
Hryllilegur glæpur
(Framh. af 1. siOu)
hann, lét hann afskiptalausan,
en aðrir hermenn komu, breiddu
teppi yfir líkið og báru það inn
í herstöðina.
Því verður ekki neitað, að
drengurinn virðist hafa sýnt
hermanninum óþarfa glettni og
verður það aldrei nógsamlega
brýnt fyrir fólki, jafnt eldra og
yngra, að hafa engin skipti af
herliðinu umfram brýnustu
nauðsyn. Glettni drengsins rétt-
lætir samt á engan hátt þann
voðalega verknað, sem framinn
var. Hér var um barn að ræða,
og til þess bar að taka fullt til-
lit.
Amerísku hernaðaryfirvöldin
skýrðu blöðunum frá því í vet-
ur, að þeir ætluðu ekki að láta
herlið sitt dvelja í bænum, en
innan þess virðast óvandaðri og
ógætnari menn en í brezka
setuliðinu, þótt sambúðin við
meginþorra þess hafi gengið að
óskum. Dvöl ameríska liðsins í
bænum hlýtur því að vera
skyndiráðstöfun og ætti þessi
atburður að vera hernaðaryfir-
völdunum hvatning til þess að
514 Victor Hugo:
heyrði fanginn aðeins rödd fanga-
varðarins, er raulaði lagstúf fyrir
munni- sér.
Konungurinn hélt aftur til herbergis
síns, án þess að mæla orð frá vörum á
leiðinni. Fylgdarlið hans kom í humátt
á eftri. Öllum voru andvörp fangans
rík í minni.
Skyndilega sneri hans hátign sér að
umsjónarmanni Bastillunnar.
— Heyrið mig! mælti hann. — Var
ekki maður í búrinu?
— Jú, óneitanlega, herra! svaraði
umsjónarmaðurinn, undrandi yfir
spurningu þessari.
' — Hver þá?
— Erkibiskupinn af Verdun!
Konungurinn vissi eins vel og föru-
nautar hans, hver maðurinn var, en
honum þótti gaman að því að látast
vera ókunnugt um, hver átt hefði hlut
að máli. ^
— Ó! mælti hann, eins og hann
myndi nú eftir þessu. — Vilhjálmur de
Harancourt, vinur Balue kardínála. Það
er sannnefndur djöfull af biskupi að
vera!
Mennirnir, sem á var minnzt í upp-
hafi þessa kafla, gengu inn í herberg-
ið. Dyrnar luktust að baki þeim, þeir
tóku sér hina fyrri stöðu.
Meðan konungurinn var í burtu,
Esmeralda 515
höfðu nokkur bréf verið lögð á borð-
ið. Hann tók þau, og braut sjálfur inn-
siglin. Því næst hóf hann að lesa þau,
eitt af öðru. Hann gaf meistara Oliv-
ier, sem virtist gegna störfum sem
einkaritari hans, merki um að taka
pennann. Án þess að minnast einu orði
á efni bréfanna, hóf hann að lesa hon-
um svarbréfin fyrir, er Olivier ritaði
liggjandi á hnjánum. — Vilhjálmur
Rym gaf öllu, sem fram fór, nánar
gætur.
Konungurinn talaði svo lágri röddu,
að flæmsku sendimennirnir greindu
ekki orð hans nema endrum og sinn-
um. Þó heyrðu þeir orð og setningar
sem þessar: Notið hina frjósömu staði
tií verzlunar en hina ófrjósömu til
verksmiðjureksturs og iðnaðar. Látið
Englendingana kynnast fallbyssum vor-
um. Það er stórskotaliðinu að þakka,
að styrjöldin hefir breytt um svip. Til
herra Brensurire, vinar vors. Það er
ekki unnt að halda hernum uppi, nema
með auknum skattaálögum.
Öðru hvoru brýndi hann röddina.
— Þetta er illt að sjá. Sikileyjarkon-
ungur innsiglar bréf sín með gulu vaxi
eins og vér. Ef til vill er það óráðiegt
af okkur að láta það óátalið. Hann er
haldinn af stolti ættar sinnar.
Láttu þessa getið, meistari Olivier!
flytja herliðið sem fyrst úr bæn-
um.
Amerísku hernaðaryfirvöldin
og ameríski sendiherrann hafa
þegar lýst hryggð sinni yfir
þessum verknaði. Enginn dreg-
ur í efa, að þessir aðilar vilji
ekki gera sitt bezta til þess að
sambúðin verði árekstralaus og
þeir sýna það vafalaust í verki,
með því að hafa ekki herlið sitt
innanbæjar.
„Hjúin gera gardinn
frægan“
(Framh. af 3. síOu)
vel fyrir þá að hafa í vasanum,
þegar burt er farið. Frh.
______GAJJLA BfÖ ____
HEITT BLÓÐ
(UNTAMED)
Amerisk kvikmynd í^eðli-
legum litum, sem gerist í
stórfenglegu skóga- ^ og
fjallalandslagi Kanada.
Aðalhlutverkin leika:
RAY MILLARD,
PATRICIA MORISON,
AKIM TAMIROFF.
Sýnd kL 7 og 9.
-------KÝJA Htó-—-----
BLÓD <Mp SANDIJB
(Blood and Sand)
Amerísk stórmynd gerð
eftir samnefndri skáld-
skögu eftir Vincente Blas-
co Ibaner. r yndin er tek-
in í eðlileg n litum.
Aðalhlutv .-kin leika:
TYRONE i’OWER,
LINDA D RNELL.
RITA HA :WORTH.
Sýnd kl. I, 6.30 og 9.
Börn innan 12 ára fá ekki
aðgang.
Tilkynning ká ríkísstjórninni
í því skyni að ameríkska hernum megi takast að verja ísland og draga sem mest úr áhættu
landsmanna, er aðeins takmörkuð umferð leyfð um svæði það á Reykjanesi, sem sýnt er á hér
birtum uppdrætti.
Á Reykjanesi norðvestanverðu allt það svæði, sem afmarkast af línu dreginni yfir nesið, og
liggur hún þannig: hefst í Litlu-Sandvík og liggur þaðan austur á við h. u. b. 6,3 km. til staðar,
sem liggur um 1 km. í suður frá Sandfellshæð, þaðan í norðaustlæga átt h. u. b. 13 km. vega-
lengd upp á brún hæðar þeirrar, er nefnist Litla-Skógfell, þaðan í norðurátt h. u. b. 6,3 km.
vegalengd til strandarinnar skammt innan við Grímshól á Vogastapa.
Land það, sem aðeins takmörkuð umferð er leyfð um, skal ekki taka yfir Innri Njarðvík,
Ytri Njarðvík, Keflavík, Leiru, Garð, Sandgerði, Hvalsnes, Stafnes, Hafnir, né heldur tiltekin
landsvæði ræktuð eða umbætt og eru þau sýnd utan rnerkjalínu greinds svæðis á áðurgreindum
uppdrætti.
Auk þess eru neðangreindir vegir innan svæðis umferðatakmörkunarinnar undanskildir
takmörkuninni, svo sem sýnt er á uppdrættinum, sem hér er prentaður með:
1. Vegurinn um Njarðvíkur, Keflavík, Leiru, Garð, Sandgerði og Stafnes.
2. Vegurinn frá Innri Njarðvík til Hafna.
3. Vegurinn til Grindavíkur.
Landamerki þessara kauptúna og svæða verða auðkennd með staurum máluðum rauðum og
hvítum. .
Bannsvæði.
Allir þeir staðir, þar sem tæki eru sett upp, mannvirki reist eða hernaðarstörf framkvæmd,
innan þess svæðis, sem aðeins takmörkuð umferð er leyfð, um, eða eru afgirðir og merktir sem
slíkir, eru bannsvæði.
íslendingar mega ekki fara inn á áðurnefnd svæði, sem bönnuð eruð eða aðeins leyíð tak-
mörkuð umferð um, nema þeir hafi í höndum tilhlýðileg vegabréf. Vegabréf samþykkt af íslenzku
ríkisstjórninni fást, þegar um þau er beðið hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði og lögreglustjóranum
í Keflavík, og munu þeir leiðbeina umsækjanda til hlutaðeigandi ameríksks starfsmanns. Umsókn-
inni skulu fylgja tvær myndir af umsækjanda, 5X5 cm. á stærð. Umsóknin skal tilgreina þann
sérstaka hluta takmarkaðs eða bannaðs svæðis, sem umsækjandinn óskar að fara um, og sömu-
leiðis á hvaða tíma eða tímum og í hverjum tilgangi hann hyggst að fara þar um. Sá, sem fer um
takmarkaða eða bannaða svæðið, skal ávallt beraá sér vegabréf sitt.
Engar ljósmyndavélar eða myndatökuáhöld má fara með inn á takmarkað eða bannað svæði,
né geyma þar. •
Vegabréf þurfa íslendingar ekki til þess að ferðast um neðangreinda vegi:
1. Veginn um Njarðvík, Keflavík, Leiru, Garð, Sandgerði og Stafnes.
2. Veginn frá Innri Njarðvík til Hafna.
3. Veginn til Grindavíkur.
Þar sem vegir þessir liggja um þau svæði, sem umferð er takmörkuð um, er frjálst að fara
um veginn, en hvorki má farartæki né maður staðnæmast þar né dvelja.
íslenzkar flugvélar mega ekki fljúga yfir áðurnefnd svæði, sem umferð er takmörkuð um, og
eigi nær þeim en í 24 km. fjarlægð.
Reykjavík, 18. maí 1942.