Tíminn - 26.05.1942, Page 2

Tíminn - 26.05.1942, Page 2
202 TÓyrVlY, þrlgjndagiim 26. maa 1942 52. blað m*sts ■gíminn Þriðjudag 26. maí Jainrétti og réttlætí Þegar Þjóðabandalagið var stofnað, var ein af grundvallar- reglum þess á þá leið, að öll ríki í bandalaginu skyldu hafa jafn- an rétt, hvort sem þau væru stór eða smá. Ekkert ríki skyldi hafa yfir þrjá fulltrúa og ekki nema eitt atkvæði um úrslit mála. Með þessu var lýst yfir því, að ríkin skyldu ekki metast eftir höfða- tölu. Það var viðurkenning þess, að hinum smærri ríkjum væri betur til trúandi að gæta rétt- lætis og sanngirni í öllum við- skiptum en hinum voldugu, sem telja tugi miljóna. Það var gagnráðstöfun gegn því, að hin- ir voldugu og fjölmennu fái ráð- ið öllu og borið hag hinna 'fá- mennari fyrir borð. Með margráðnum hug var þetta tilraun til að verja hinar „dreifbýlu“ þjóðir gegn ágangi hinna „þéttbýlu." Þjóðabandalagið var til þess stofnað að gæta friðar og rétt- lætis í heiminum. Það hefir ekki tekizt, en vissulega er það ekki sök hinna smærri og dreifbýlli þjóða. Það er sök þeirra þjóða, sem vildu miða rétt sinn við höfðatölu og hernaðarafl. Þær heimtuðu „réttlæti“ sér til handa og tröðkuðu jafnrétti og rétti hinna fámennari. Það sem þeir kölluðu „rétt- læti“ var í raun réttri vald og ofbeldi. í flestum félagsskap er venj- an sú, að hver einstaklingur eða hópur hafi jafnan rétt og at- kvæði þeirra hafa sama gildi, hvort sem þeir eru vitrir eða ó- vitrir, ríkir eða fátækir. Þegar rithöfundar skrifa Al- þingi um áhugamál sín, eru þeir metnir alveg jafnt til undir- skrifta Davíð Stefánsson og Kristján Guðlaugsson. Kristján er líka „rithöfundur“. Hann hefir sem sé gefið út ljóðabók. En á afköstum og verkum þess- ara tveggja rithöfunda er, að öðru leyti, eins mikill munur á sinn hátt og á íbúatölu Reykja- víkur og Skipaskaga. Er þetta sagt að Kristjáni og Skipaskaga alveg ólöstuðum. — En Reykja- vík á að fá 8 þingmenn og Skipaskagi engan — nema brot úr Pétri Ottesen. Þarna vill ekki „jafnréttið“ falla í farveg með „réttlætinu." Löggjafarvald okkar er byggt á vilja og skoðunum kjósenda í kjördæmum landsins. Banda- ríki N.-Ameríku eru byggð úr smáríkjum. Hvert þeirra sendir tvo fulltrúa í öldungadeild þjóð- þingsins. Þó eru stærstu ríkin meira en 100-föld áð fólksfjölda móts við hin smæstu. Kjördæmin okkar eru misjöfn að stærð og fólksfjölda. íbúa- talan er breytingum háð, sums staðar stendur hún í stað, sums staðar hnappast fólkið saman. Við þéssu hefir verið séð að undanförnu með því að fjölga smám saman fulltrúum í hinum fjölmennari eða stofna ný kjör- dæmi þar, sem mikil byggð hefir risið upp. Sumum stærri kjör- dæmum hefir verið skipt. ísa- fjarðarsýslu, Húnavatnssýslu og Þingeyjarsýslu hefir verið skipt. En grundvöllurinn að kjör- dæmaskipun okkar er einmenn- ingskjördæmi. Sýslurnar og kaupstaðirnir eru steinarnir, sem þjóðfélag okkar er byggt úr. Þessar eining- ar eiga að hafa sem jafnastan rétt um löggjöfina án þess að miða þar allt við höfðatölu. Það væri eðlilegt að halda á- fram á þeirri braut, sem áður hefir verið farin og skipta hin- um stærri kjördæmum, sem nú hafa tvo eða fleiri fulitrúa í einmenningskjördæmi. — Allir kaupstaðir ættu að hafa rétt til að eiga fulltrúa á þingi. Þeir eiga ekki að fá kaupstaðarétt- indi fyrr en þeir eru svo fjöl- mennir, að það sé réttmætt. Reykjavík má vel skipta í einmenningskjördæmi engu síð- ur en öðrum fjölmennum eða víðlendum kjördæmum. Með því að draga allt vald um löggjöf þjóðarinnar í hendur þéttbýlisins, er stefnt að því að Tillaga um að rafmagnseftírliii ríkisins sé falið að gera vandvirka athngun og undirbúning Tveir þingmenn Framsóknarflokksins, Jörundur Brynjólfsson og Bjarni Bjarnason, hafa flutt tvö frum- vorp og eina þingsályktunartillögu um rafmagnsmál á þingi í vetur. Frumvörpin hafa bæði verið samþykkt. Er annað þeirra um rafveitur ríkisins, en hitt um sérleyfi til að veita raforku frá Sogsvirkjuninni til kauptún- anna í Árnessýslu. Þingsályktunartillagan hefir hins vegar dagað uppi, en reynt verður að koma henni frám á næsta þingi. Fjallar hún um skipan raforkumála í byggðum landsins og er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram, undir umsjón rafmagnseftirlits ríkisins, ítarlega at- hugun á því, á hvern hátt auðveldast verði að koma raf- magni til sem flestra byggðra býla landsins, og hvernig tryggja megi, að framkvæmd í því efni verði sem allra fyrst. Við rannsóknina skal sérstaklega athuga: 1. Um skilyrði til vatnsaflsvirkjunar í þorra fallvatna hér á landi til raforkuvinnslu handa heilum landshlutum, einstökum sveitum eða bæjarhverfum og einstökum býlum. 2. Á hvern hátt hyggilegast er að fullnægja raforkuþörf landsmanna hvarvetna á landinu, sérstaklega það, hvort hagkvæmara er á hverjum stað að vinna orkuna í smáu orkuveri í námunda við notkunarstaðinn eða taka hann úr sameiginlegri orkuveitu, sem lögð yrði frá stærra orkuveri um byggðarhverfi, sveit eða heilan landshluta, svo og hvernig hagkvæmast er að afla þeim býlum raf- orku, sem þannig eru sett, að ekki er talinn kostur að afla þeim raforku frá vatnsaflsstöð. 3. Hvernig taka beri upp skipulega framkvæmd þess að afla öllum landsmönnum nægrar raforku, en þó sér- staklega þeim, sem enn njóta einskis rafmagns.“ Orð í tíma töluð - Pistlar og bréf til Tímans - í greinargerð tillögunnar seg- ir: „Hér á landi munu nú um 80,000 manns hafa rafmagn, en heita má þó, að það séu nær eingöngu þeir, sem í kaupstöð- um og kauptúnum búa, sem rafmagns njóta, til sveita naumast fleiri en rúmlega 5000 manns. Afl allra rafstöðva gera þéttbýlið þéttara og dreif- býlið ennþá dreifðara. Leitin að réttlætinu verður til þess að traðka jafnréttinu. Fulltrúar þéttbýlisins hér á landi vilja nú auka vald sitt til stórra muna. Ekki svo mjög í taili. En jafnframt játa hinir bersöglari þeirra, að þetta sé aðeins fyrsta skrefið. Þeir ætla að gera allt landið að einu kjördæmi með þriðjung þingmanna beint úr Reykjavík. Slíkt ójafnrétti og ranglæti á sér hvergi fordæmi í lýðfrjálsu landi. + landsins er þó enn ekki nema um 20000 kw. í mörgum kaup- stöðum og kauptúnum hafa menn raforku aðeins til Ijósa, og hvarvetna er nú hinn til- finnanlegasti skortur á raf- orku. Fullvíst má telja, að vinnsla og notkun raforku muni vaxa ört hér eftir sem hingað til, og þó væntanlega í enn stærri stíl. Um raforkuvinnslu og raf- orkunotkun stöndum við enn að baki margra annarra Evrópu- landa. Má þar til nefna Noreg, Sviss, Svíþjóð, Bretland, Þýzka- land, Belgíu. T. d. hefir Noregur um það bil fjórum til fimm sinnum meira. Á undanförnum árum og ára- tugum hafa fram farið margar einstakar athuganir og rann- sóknir virkjunarskilyrða. Að sjálfsögðu hafa þær vatnsafls- virkjanir og raforkuveitur, sem þegar eru gerðar, verið undir- búnar með athugunum og á- ætlunum. Fjöldi annarra athug- ana hefir einnig verið gerður, fyrst og fremst í þágu kaup- staða og kauptúna, en einnig á vegum sveitabyggða og ein- stakra býla. Á árunum 1921— 1923 voru gerðar áætlanir um virkjun Andakílsfossa og raf- orkuveitu um sveitir Borgar- fjarðar. Gerði Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri þær á- ætlanir. Siðan hefir bæði vega- málaskrifstofan, rafmagnseft- irlit ríkisins, einstakir verk- fræðingar, raffræðingar og rafvirkjameistarar eftir beiðni víðsvegar að, gert áætlanir um virkjanir og orkuveitur. Skrá rafmagnseftirlitsins yfir þenn- an hluta af starfsemi þess tel- ur þegar yfir 80 mál. Á árunum 1930—32 starfaði hin fyrri raforkumálanefnd, skipuð af þáverandi atvinnu- málaráðherra, Tryggva Þór- hallssyni, en í henni áttu sæti Geir Zoéga vegamálastj., Stein- grímur Jónsson, rafmagnsstj. og Jakob Gíslason, rafmagns- verkfr. Hún skilaði á þingi 1930 „Bráðabyrgðaskýrslu um rann- sókn á raforkuveitum utan kaupstaða" (þingskjal 558, Nd. 1930). Síðar skilaði hún ann- arri skýrslu um raforkuveitur um Suðvesturland. Voru þar m. a. gerðar lauslegar kostnaðar- áætlanir um raforkuveitur, sem næðu til allflestra býla í Rang- árvalla-, Árnes-, Gullbringu- og Kjósarsýslum. Alþingi 1932 samþykkti lög um undirbúning á raforkuveit- um til almeninngsþarfa (nr. 28 23. júní 1932). En þau lög urðu til þess, að raforkumálanefndin eldri hætti störfum, og frekari rannsókn um rafveitur þessar voru ekki gerðar fyrr en Ljósa- foss í Sogi var virkjaður fyrir Reykjavíkurbæ. Um áramótin 1936—37 skip- aði atvinnumálaráðherra fimm manna nefnd. Hún var skipuð fulltrúum frá þingflokkum og skrifstofustjóra atvinnumála- ráðuneytisins, auk Steingrims Jónssonar rafmagnsstjóra, en verkfræðingar ríkisins skyldu vera henni til aðstoðar. Sú nefnd skilaði löngu og merki- legu áliti í marz 1938, og fylgdu því tvö lagafrumvörp. Annað þeirra var frumvarp til laga um rafveitur ríkisins, sem borið hefir verið fram á mörgum þingum síðan og Alþingi það, er nú starfar, hefir gert að lög- (Framh. á 3. slðu) Bréí úr Rangár- vallasýslu Úr Rangárvallasýslu er skrif- að 17. maí 1942: Mér verður fyrst að minnast veðráttunnar. Hún snertir okk- ur, sem útistörfin stundum, svo mikið, því að ég er bóndi og allt mitt á undir sól og regni, eins og skáldið kvað. Tíð hefir verið fremur góð það sem af er þessu sumri, þó fremur köld. Samt er jörð orðin nokkuð græn, og er það mikið að þakka því, að klakalaust mátti teljast í vetr- arlok. Er það sjaldgæft. Nokk- uð var veturinn samt heyja- frekur, vegna mjög mikilla hrakviðra, en fénaður mun í góðu lagi, það ég veit, enda eru flestir þeirrar skoðunar, að bezt borgi sig að fóðra vel, til þess að fá góðan arð, og þess þurfa allir. Það horfir heldur illa við með afkomu sveitanna, ef fátt fólk fæst til heyskaparins, og þar að auki svo dýrt, að langt er frá að framleiðslan þoli slíkt. Þá er nú almennt óttast, að afurðir landbúnaðarins muni heldur falla í verði en hækka, og fáir bændur til sveita búast við bættum kjörum frá hinni nýju ríkisstjórn íhalds, sósíalista og kommúnista, sem alltaf þykja afurðir okkar bændanna of hátt borgaðar. Annars er fátt rætt eins mik- ið nú og stjórnarskrárbreyting- in og kjördæmamálið, og virð- ast flestir á einu máli, hvaða flokki sem þeir annars fylgja, um það, að aldrei muni annað eins ábyrgðarleysi hafa átt sér stað á Alþingi íslendinga eins og að ýta nú þjóðinni nauð- ugri út í tvennar kosningar á þessum alvöru- og hættutímum, sem vitanlega hafa í för með sér flokkadrætti, æsingar og sundrung. Ég hefði tæplega getað trúað því, að hinir gætn- ari menn úr Sjálfstæðisflokkn- um gætu aðhyllzt slíkt, og get nú strikað undir það, sem gam- all og greinagóður bóndi hér í sýslu sagði í vetur: „Ég er nógu lengi búinn að fylgja Sjálf- stæðisflokknum mér til skaða og skammar, og skal aldrei gera það framar.“ Og þetta er hugs- un margra nú. Þegar ég heyrði, að Magnús Jónsson væri orðinn ráðherra, minntist ég þess, að í fyrra flutti hann þátt „um daginn og veginn“. Var hann þá meðal | annars að vorkenna ráðherrum, jafnvel flest sem þeir hafa að gera, en þó sérstaklega kvöld- veizlurnar. Ja, aumingja mað- urinn, hugsaði ég, nú fer hann að kveljast í kvöldboðunum. En hvers vegna neitaði hann ekki að verða ráðherra? Það hefði tæplega getað orðið skaði fyrir sveitirnar eða landið í heild, þótt hann hefði aldrei í það sæti komið. Sveitamenn búast sízt við, að þeirra hagur batni við ráðherraskiptin, heldur þvert á móti. Kjósandi. Menntaskólínn og Skálholt Þegar ég heyrði um þings- ályktunartillögu rektors Pálma Hannessonar um það, að Al- þingi og ríkisstjórn láti undir- búa og leggja fyrir næsta reglu- legt Alþingi, tillögur um fram- tíðarhúsakost og hentugan stað fyrir menntaskólann í Reykja- vík og rannsaki, hvort ekki sé tiltækilegt að flytja skólann að Skálholti, þá rifjaðist upp fyrir mér 30 ára gömul tillaga frá þing- og héraðsmálafundi Vest- ur-ísfirðinga. Þessir fundir hafa, eins og kunnugt er, því nær árlega ver- ið haldnir, síðan 1893, af kjörn- um fulltrúum úr öllum hrepp- um Vestur-ísafjarðarsýslu. Fer fulltrúakosning, fundahöld og annað er þar að lýtur, fram eftir föstum reglum, er settar vóru á fyrstu árum fundanna. Þarna eru árlega rædd bæði lands- og héraðsmál. Kennir margra grasa í fundargérðun- um, sem til eru í einni heild, síðan 1902. Það var á fundinum árið 1912, að rætt var, af miklum móð, um skólamál. Var þá eftirfarandi tillaga samþykkt „með öllum greiddúm atkvæðum“: „Fundurinn telur varhuga- verða þá stefnu, sem mjög hefir bólað á hér á landi, að draga menntastofnanirnar sem mest til kaupstaðanna. Þess vegna telur fundurinn það æskilegt, að þing og stjórn vinni að því í framtíðinni, að ýmsir þeir skól- ar, sem nú eru í kaupstööum, verði fluttir á hentuga staði til sveita. Leyfir hann sér, í þessu sambandi, að benda á, að Al- menni menntaskólinn yrði fluttur að Skálholti, Kennara- skólinn að Bessastöðum og kvennaskólinn að Þingvöllum." (Framh. á 3. síðu) Teitur Eyjólfsson, fangavörður: ,Hjúin gera garðinn frægan‘ i. Fulltrúar kommúnista hafa komið fram á Alþingi með árásir á vinnuhælið á Litla-Hrauni. Byrjuðu árásir þessar á vetr- arþinginu 1941 eftir að fjórir kommúnistar, sem dæmdir voru fyrir undirróður meðal brezkra hermanna (dreifibréfið), höfðu verið fluttir hingað. Þá hafa tveir af þessum dreifi- bréfsmönnum eftir að'þeir fengu „reynslulausn“, skrifað í komm- únistablaðið um veru sína hér á Litla-Hrauni og vanþakkað mjög framfærslu sína í þá átta mán- uði, er þeir dvöldu hér. í greinum þessum hafa þeir leitazt mjög við að ófrægja mig og samstarfsmenn mína, og sömuleiðis héraðslækninn Lúð- vik D. Nordahl, sem er læknir vinnuhælisins. Skrifum þ^ssum höfum við látið ósvarað, vegna þess að við teljum ekki tilhlíðilegt að skatt- yrðast við fanga, og þá alveg sérstaklega þessa tvo menn, sem ekki virtust eiga neitt ærlegt til fari sínu. Með greinarkorni þessu er ekki verið að svara kommúnistum hvorki innan þings né utan, en hitt tel ég rétt, að nokkuð sé sagt frá heimilisháttum og við- fangsefnum þessa sérstæða heimilis í landinu. II. Vinnuhælið á Litla-Hrauni er aðalfangelsi landsins. Þangað éru sendir dómfelldir menn hvaðanæva að af landinu til að taka út dóma sína fyrir margs- konar afbrot. Það verður því mjög sundur- leitur hópur manna, sem vinnu- hælið fær til meðferðar, og mikl- um erfiðleikum bundið, að finna þessum mönnum hæfileg verk- efni, sérstaklega að vetrarlagi, en þá er fangatala venjulega mun hærri en að sumrinu. Oft koma fangarnir beint af refilstigum langvarandi undir- heimalífs, í drykkjuskap og ann- ari óreiðu, heimilislausir and- legir og líkamlegir aumingjar, og svo fatalausir, að þeir eru varla nema hálfklæddir, þó þeir klæð- ist hverri þeirri spjör, sem þeir hafa í fórum sínum. Þessir menn eru illa vinnu- færir. En þeir eru furðanlega fljótir að jafna sig, er þeir fara að lifa reglubundnu lífi og fá gott viðurværi. Þá er alltaf nokkur hluti þess- ara óreglumanna, iðjuleysingj- ar, sem ekki vinna þegar þeir eru frjálsir menn, enda iðju- leysi oft undirrót þeirra afbrota, er bakað hafa þeim fangelsis- vist. En meðal fanganna er alltaf eitthvað af háttprúðum og vinnufúsum mönnum.Venjulega eru þeir í það miklum minni- hluta, að meira fer fyrir hinum, sem margháttaðir skapgerðar- gallar hafa markað í framkomu. Með stofnun vinnuhælisins á Litla-Hrauni var stefnt að því marki, að fangar væru látnir vinna, í stað þess að sita inni- lokaðir í klefum sínum eins og varð að vera í Hegningarhúsinu í Reykjavík. En um leið skapaðist það við- fangsefni, að koma þessum mönnum til að vinna, sem í frjálsu lífi voru vinnunni svo frábitnir, að þeir kusu heldur áhættusamlegar og óleyfilegar leiðir til fjáröflunar, en að neyta brauðs í sveita síns andlitis. Af háttsemi þessara manna fékk vinnuhælið á fyrstu árum sínum nafnbótina „letigarður“. III. Þegar komið er með fanga að Litla-Hrauni, eru þeir einangr- aðir í þrjá sólarhringa. Á þriðja degi skoðar læknir vinnuhælis- ins fangana. Sóttkvíin getur orðið nokkru lengri, því að læknirinn verður að genga kalli dag og nótt í stóru og mannmörgu héraði, J en reynslan hefir sýnt, að varúðar- ráðstöfun þessi er nauðsynleg. Við læknisskoðun kemur það oft í ljós, að fangarnir eru haldnir af ýmsum smitandi krankleika. Lús, kláða og kyn- sjúkdóma hafa fangarnir ekki ósjaldan, og mundi sá ófögnuð- ur fljótt breiðast út meðal þeirra, sem fyrir eru ef ekki væri gætt hinnar ítrustu varúðar. Fangi, sem er með óþrif eða smitandi sjúkdóm, fær ekki sam- félag við aðra fanga fyr en hann hefir verið læknaður. Það er auðvelt með strangri reglusemi og góðri samvinnu við lækninn að útrýma þeim líkamlegu óþrif- um, sem þessir menn eru haldnir af, og eins að hindra að þau berist á aðra. En það er erfiðara að losa menn við þau andlegu óþrif, sem eru fylgifiskar margra þeirra, sem hingað eru sendir. Það. er því ekkert undarlegt, þó andlegar vanmetakindur, sem hér hafa verið, launi góðan við- urgerning hér, sem annarsstað- ar, með vanþakklæti fyrir mat og drykk, og ófrægi það heimili, sem hefir neytt þá til að lifa heilbrigðu og reglubundnu lífi, þvert ofan í venjur þeirra og til- hneigingar. Þegar fangi hefir verið skoð- aður af lækni og ekkert hefir fundizt saknæmt við heilsufar hans, er hann látinn búa sig undir að fara í þau vinnubrögð, sem eru höfð með höndum á hverjum tíma. Allir fangar eru vinnuskyldir undir eins og læknir hefir skoð- að þá og úrskurðað þá heilbrigða og vinnufæra. Sé fanginn fatalítill eða fata- laus eins og oft vill vera, er hann látinn hafa nauðsynleg vinnu- föt, ásamt vatnskápu og gúmmí- stígvélum. Hver fangi hefir sinn við- skiptareikning, þar sem vinnu- laun hans eru færð honum til tekna, en til gjalda það, sem honum er nauðsynlegt að fá af fötum og skófatnaði, auk hins reglubundna skammts af tóbaki, er hver fangi fær vikulega. Þó daglaun fanganna séu ekki nema 1—2 kr., safnar sparneyt- inn maður það saman, að hann fer með dálitla upphæð í vasan- um eftir nokkra mánaða dvöl hér. Hjá sumum þessara manna verða það stærstu upphæðirnar, sem þeir hafa handa á milli í einu. Slíkir menn eru einnig fljótir að eyða þeim, þegar þeir eru komnir út í frelsið. Laun fanganna eru miðuð við það, að þau hrökkvi fyrir nauð- synlegustu þörfum þeirra í fatn- aði og nokkru tóbaki. Eftirvinna á sér ekki stað nema náuðsyn krefji.Þá er föng- unum borguð tímavinna, og er þá borgað sama kaup um tím- ann og fanginn fær í daglaun. Launagreiðslur til fanganna hafa numið síðustu tvö árin um tíu þúsund krónur hvort ár. Þegar fangi neitar að vinna það, sem fyrir hann er lagt, er hann lokaður inni í klefa sín- um, þar til hann hefir áttað sig á þvi sjálfur, að í vinnunni felst sú blessun, er gerir fangelsis- vist hans miklu léttbærari en ella. Sú regla er viðhöfð, að þeir fangar, sem eru lasnir eða veikir eru einnig innilokaðir, því það vildi mjög við brenna, að fangar gerðu sér upp lasleika,þegar fara átti út til vinnu, en færðu sig síðan saman og sátu við spila- mennsku á meðan aðrir fangar, er sýndu meiri þegnskap, unnu sín verk. En síðan þessi regla var upp- tekin að hafa lokaðar dyr hjá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.