Tíminn - 06.06.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.06.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RITST JÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Símar 2353 o'g 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Slmar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, laugardagmn 6. júni 1942 I 58. blað Framsóknarmenn haía ráðið til lykta öllum iramboðum sínum við kosníngarnar í sumar Jónas Jónsson: Utburður upplausn- arstefnunnar Stjórnarskrá sú, sem nýlega er samþykkt af kommúnistum, Alþýðuflokknum og Sjálfstæð- ismönnum er einskonar útburð- ur. Foreldrar hennar ætluðust ekki til að þetta afkvæmi skyldi lifa. Þeir sendu Ásgeir Ásgeirs- son með það út á hjarn örlag- anna fáum dögum áður en hann varð að vinna sér það til pólitísks gróða í verkamanna- flokknum, að fara berhöfðaður í kröfugöngu við hlið Einars Olgeirssonar og Jóns Rafnsson- ar eftir helztu götum bæjarins 1. maí síðastliðinn. Leiðtogar Alþýðuflokksins bjuggu hina hálfsamþykktu stjórnarskrá til í spaugi yfir sterku kaffi og í vindlingareyk síðdegis eitt kvöld. Það lá á bak við þessa framkvæmd svip- uð andleg átök eins og þegar þreyttir menn raða spilum eft- ir fyrirmælum „kabala“-lög- málsins sér til hressingar cftir erfiðan dag. Forkólfar Alþýðuflokksins hugsuðu þá um þessa stjórnar- skrá eins og hrekk gagnvart Sjálfstæðismönnum. Þeir báru flot og feitt kjöt út á hinar pólitísku krossgötur. Þeir bjugg- ust við, að Sjálfstæðismenn myndu standast raunina, neita öllu þessu góðgæti, til að halda fast við gert samkomulag við Framsóknarmenn um sameig- inleg átök gagnvart dýrtíðinni. Ef svo færi, hugðust alþýðuleið- togarnir að fá gott færi á Sjálf- stæðisflokknum í kosningum þeim, sem fram eiga að fara í júlíbyrjun næstkomandi. Hin varanlega og óafmáan- lega sök Alþýðuflokksins er að hafa tveim sinnum átt upptök að því, að gerbreyta stjórnar- lögum landsins, án sómasam- legs undirbúnings, með ósæmi- legri og óafsakanlegri leynd, og einungis til að þjóna augna- blikshagsmunum í flokkslegu tilliti. í bæði skiptin hafa þeir tekizt að leiða Mbl.flokkinn út á glapstigu með sér. Þegar vel menntir menn í löndum, sem kunna að fara með stjórnfrelsi, vinna að breyting- um á stjórnarlögum landsins, er það ætíð undirbúið með langri og ítarlegri vinnu, og almennum umræðum I þvf skyni, að sem allra flestir borg- arar hafi kynnt sér málið og getað fellt um það rökstuddan dóm. Samkvæmt stjórnarlögum Norðmanna þarf Stórþingið að samþykkja breytinguna tvisvar og lfða mörg ár f milli. Auk þess nægir ekki einfaldur meirihluti til þess að stjórnlagabreyting verði að lögum. Leyndin, hroðvirknip, og hið algerða undirbúningsleysi við stjórnlagabreytingu Alþýðu- flokksins 1931 og 1942 kastar dökkum skugga yfir stjórn- málalíf þjóðarinnar. Við lifum nú hér undir smásjá tveggja stórvelda. Það er lítill vafi á, að sú ófullkomna stjórnarskrá, sem leitazt er við að búa til, og hin ófullkomnu vinnubrögð við breytinguna, verða til að kasta mikilli rýrð á þjóðina í augum vel menntra en hlutlausra á- horfenda. Kjósendur í Alþýðu- og Sjálf- stæðisflokknum geta þvegið (Framh. á 4. siBu) SjálfstæðisSrambjóðendur og tveir Alþýðuflokksframbjóðendur í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu í kvöld er útrimninn frestur sá, sem veittur er til fram- ,boðs við alþingiskosningarnar 5. júlímánaðar í sumar. Höfðu flest framboð verið ráðin í nótt, er blaðið var prentað. Flokkarnir fjórir, Framsóknarflokkurinn, Sjálf- stæðisflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og kommúnista- flokkurinn, hafa að þessu sinni frambjóðendur undan- tekningarlítið í öllum kjördæmum landsins. Þó gengur Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum harla tregt að ráða við sig framboðin í sumum kjördæmunum. Á Snæfellsnesi eru tveir frambjóðendur af hálfu Sjálf- stæðismanna, Ásgeir frá Fróðá og Gunnar Thorodd- sen, og tveir af hálfu Alþýðuflokksins, Alexander Guð- mundsson og Ólafur Friðriksson. Bændaflokkurinn býður líklega hvergi fram. Hins vegar hefir uppvak- izt í Reykjavík nýr „flokkur", Þjóðólfsmenn, auk þess sem nokkrir einstaklingar verða í kjöri. Þessir menn verða i kjöri: Reykjavík: Frá Framsóknarflokknum: Ólafur Jóhannesson, lögfræð- ingur, Framnesveg 17. Eiríkur Hjartarson, kaupm., Laugardal v/Engjaveg. Jóhann Hjörleifsson, verkstj., Vesturvallagötu 10. Guðmundur Ólafsson, bóndi, Tungu. Jón Þórðarson, kennári, Víði- mel 42. Sveinn Gamalíelsson, verkam., Lindargötu 56. Sigurður Sólonsson, sjómað- ur, Bergstaðastræti 46. Jakobína Ásgeirsdóttir, frú, Laugaveg 69. Jón Þórðarson, prentari, Framnesveg 20 A. Guðjón Teitsson, skrifstofu- stjóri, Garðastræti 39. Guðmundur Kr. Guðmunds- son, skrifstofustj., Bergstaða- stræti. 82. Sigurður Kristinsson, forstj., Bárugötu 7. Frá Sjálfstæðisflokknum: Magnús Jónsson, atvinnu- málaráðherra. Jakob Möller, fjármálaráð- hera. Bjarni Benediktsson, borgarr stjóri. Sigurður Kristjánsson al- þingismaður. Guðrún Jónasson, bæjarfull- trúi. Jóhann Möller, alþingism. Guðmundur Ásbjörnsson, kaupmaður. Sigurður Halldórsson, verka- maður. Einar Erlendsson, bygginga- meistari. Sigurður Sigurðsson, skip- stjóri. Halldór Hansen, læknir. Jón Ásbjörnsson, hæstarétt- armálaflutningsmaður. Frá Alþýðuflokknum: Stefán Jóhann Stefánsson, forseti Alþýðuflokksins. Sigurjón Á. Ólafsson, forseti Alþýðusambandsins. Jón Blöndal, hagfræðingur. Guðmundur R. Oddsson, for- stjóri. Jóhanna Egilsdóttir, formað- ur Verkakvennafél. Framsókn. Nikulás Friðriksson, umsjón- armaður. Jón Axel Pétursson, formaður Stýrimannafél. íslands. Runólfur Pétursson, iðnaðar- maður. Tómas Vigfússon, form. Tré- smíðafélags Reykjavíkur. Sigurður Ólafsson, gjaldkeri Sj ómannaf élagsins. Guðgeir Jónsson, form. Bók- bindarafél. Reykjavíkur. Ágúst Jósefsson, heilbrigðis- fulltrúi. Frá kommúnistaflokknum: Einar Olgeirsson, ritstjóri. Brynjólfur Bjarnason, al- þingismaður. Sigfús Sigurhjartarson, rit- stjóri. Sigurður Guðnason, formað- ur Dagsbrúnar. Konráð Gíslason, skrifstofu- maður. Katrín Thoroddsen, læknir. Ársæll Sigurðsson, bæjarfull- trúi. Stefán Ögmundsson, prentari. Sveinbjörn Guðlaugsson, bif- reiðastjóri. Guðmundur Snorri Jónsson, járnsmiður. Björn Bjarnason, bæjarfull- trúi. Halldór Kiljan Laxness, rit- höfundur. Þjóðólfsmenn — „Þjóðveld- ismenn“, er svo kalla sig, — bjóða að sögn svo skipaðan lista: Bjarni Bjarnason, lögfræð- ingur. Frh. á 4. s. Reykjavíkurihaldið vill al- gera breytingu kjördæma- skipunaritmar Næstum allt iulltrúaráð Sjálfstæðísfélag- anna fylgdi Sígurði Kristjánssyni Deilunni milli Björns Ólafsson- Sigurður hlaut hinar beztu ar og Sigurðar Kristjánssonar undirtektir á fundinum. Liðs- um fjórða sætið á lista Sjálf- menn Björns Ólafssonar reynd- stæðisflokksins lauk með alger- ust sárafáir. Umræður urðu um sigri Sigurðar. Björn sá mjög heitar og varð að slíta þann kost vænstan að draga sig fundinum, vegna æsinga, án þess að atkvæðagreiðsla færi fram. í hlé. Hinír gætnari menn Sjálf- stæðisflokksins hafa lengi haft skömm á Sigurði. Jafnframt álitu þeir það vinsælt út um land, ef Sigurði yrði varpað fyrir borð, þar sem hann hefir verið manna opinskáastur um framtíðarfyrirætlanir Sjálf- stæðisflokksins í kjördæma- málinu. Þessir menn höfðu meirihluta í nefndinni, sem réði röðun listans. Þeir tóku Sigurð af listanum og settu Björn í hans stað. Sigurður undi illa þessum málalokum og skaut málinu undir fulltrúaráð Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Hélt það fund síðastliðið þriðjudags- kvöld. Þar tilkynnti Sigurður, að hann myndi bjóða fram sér- stakan lista, ef hann fengi ekki fjórða sætið á íhaldslistanum. Stefnu sinni lýsti hann á þá leið, að hann vildi engin ráð spara til að eyðileggja Fram- sóknarflokkinn, myndi aldrei styðja þjóðstjórn framar og að landinu skyldi skipt í fá, stór kjördæmi. Einkum lagði Sig- urður áherzlu á stefnu sína í kjördæmamálinu, og taldi það fyrirlitlega hræsni hjá Ólafi Thors í útvarpsumræðunum, er hann afneitaði þvl, að Sjálf- stæðisflokkurinn vildi skipta landinu í stór kjördæmi. A. m. k. tveir þingmenn, Jó- hann Jósefsson og Árni Jóns- son, lýstu sig eindregið fylgj- andi Sigurði og stefnu hans. Næsta kvöld var aftur hald- inn fundur í fulltrúaráðinu. Hann var mjög stuttur, því í fundarbyrjun var lesið upp bréf frá Birni, þar sem hann sagðist draga sig til baka. Tjóaði honum heldur ekki annað, þar sem næstum allt fulltrúaráðið fylgdi Sigurði. Þessi átök í Sjálfstæðis- flokknum mættu vera lærdóms- rík, bæði fyrir Framsóknar- flokkinn og kjósendur dreif- býlisins, því að þau lýsa vel hug hinna ráðandl manna hjá Reykjavíkuríhaldinu til þessara aðila. FráSÖGN ÍHALDSBLAÐANNA. Tímanum þykir rétt, til frek- ari staðfestingar á atburði þessum, að birta frásögn íhalds- blaðanna um hann. í Morgunblaðinu í fyrradag sagði á þessa leið: „Formaður flokksins Ólafur Thors tók til máls. Fyrir fund- inum lá tillaga frá kjörnefnd Sjálfstæðisfélaganna um það, hvernig framboðslisti flokskins skyldi vera við í hönd farandi (Framh. á 4. siBu) Framsóknarmenn um land allt! Gætið þess nú þegar, hvort þið eruð á kjörskrá. Kærufrestur er til 13. júní. Framsóknarmenn, sem farið að heiman fyrir kjördag 5. júlí, munið að kjósa áður en þið farið, hjá næsta hreppstjóra eða sýslumanni. Framsóknarmenn, sem eruð fjarverandi og verðið það fram yfir kjördag 5. júlí, munið að kjósa hjá næsta hreppstjóra, sýslumanni eða skipstjóra ykk- ar, svo að atkvæðið komist heim sem allra fyrst eftir 10. júní, en þá hefjast atkvæðagreiðslur utan kjörfunda. Leitið allra upplýsinga og að- stoðar hjá fulltrúum flokksins, kosningamiðstöðvum kjördæm- anna og kosningaskrifstofunni í Reykja- vík, Edduhúsinu, Lindargötu 9 D. Símar: 5099 og 2323. Framsóknarmenn utan af landi, sem eru staddir í Reykja- vík, eru beðnir að koma til við- tals í kosningaskrifstofuna. Framsóknarmenn um land allt! Vinnið ötullega að undir- búningi kosninganna. Gerið sigur Framsóknarflokksins glæsilegan. Framboð „Aíþvðu- flokksmannsíns" Sigurðar Jónassonar Stefán Jóhann óttast gamla prinsinn Sigurður Jónasson, forstjóri, hefir ákveðið að hafa sérstak- an lista við alþingiskosningarn- ar í Reykjavík. Verður hann sjáífur efstur. í tilefni af þessu býr Alþýðu- blaðið til þá furðulegu sögu, að Sigurður sé sérstaklega boðinn fram af Hermanni Jónassyni til höfuðs lista Framsóknarflokks- ins, sem aðallega sé studdur af Jónasi Jónssyni! Þetta er vit- anlega uppspuni frá rótum. Framsóknarmenn í Reykjavík standa einhuga um lista sinn, og það var sérstaklega fyrir orð Hermanns Jónassonar, að Ólaf- ur Jóhannesson gaf kost á sér sem efsti maður listans. En fyrst minnst er á þessa ósmekklegu lygasögu Alþýðu- blaðsins, er rétt að rekja or- sakir hennar. Sigurður Jónas- son hefir alltaf notið nokkurra vinsælda í Alþýðuflokknum og nýtur enn. Hann og Héðinn Valdimarsson hafa verið mestu athafnamennirnir, sem flokk- urinn hefir átt, þótt mörg verk þeirra orki tvímælis. Um all- langt skeið, þegar Jón Bald- vinsson vár flokksforingi, var litið á“ þá Héðin og Sigurð sem prinsana í flokknum, en eng- um kom til hugar, að Stefán Jóhann gæti orðið eftirmaður Jóns. En svo missti flokkurinn báða prinsana og Stefán Jó- hann hlaut formannssætið, því að það þótti ekki lengur eftir- sóknarvert. Þegar Sigurður fór úr Fram- sóknarflokknum í vetur, reyndi Alþýðuflokkurinn að ná í hann og bauð honum framboð í Suð- ur-Þingeyjarsýslu og fyrsta sæti á landlista flokksins. Blöð A víðavangi TVÍSÖNGUR ALÞÝÐUBLAÐSINS. Alþýðublaðið fjargviðrast út af því, að nokkrar hömlur séu lagðar á helgidagavinnu og eft- irvinnu hjá setuliðinu og seg- ir, að verkamönnum þyki hart að geta ekki setið við þann eld- inn, sem bezt brennur um vinnu. Jafnframt kemur fram mikill ótti og vandlæting í dálkum blaðsins yfir kviksögu um það, að Mjólkurbú Flóamanna ætli að selja setuliðinu alla mjólkur- framleiðslu sína, svo að Reyk- víkingar yrðu því nær mjólkur- lausir. Er auðséð, að blaðið er reiðu- búið til að lýsa slíka verzlun næsta óþegnlega, ef nokkur fót- ur væri fyrir henni. Þarna stangar Alþbl. sjálft sig, sem oftar. Það spillir á all- an hátt fyrir, að vinnukraftur fáist til framleiðslustarfa. — Verkamenn eiga alltaf að vera falir hæstbjóðanda. En blaðið telur sjáanlega óheimilt fyrir bændur að selja hæstbjóðanda sína framleiðslu. Þetta „tvenns konar réttlæti“ auðkennir mjög hugsunarhátt leiðtoga Alþýðuflokksins. En blaðið verður að gera sér ljóst, að eigi Reykjavík ekki að verða mjólkurlaus með haust- inu, verður að stuðla að því, að vinnukraftur fáist til fram- leiðslunnar. „MOSASKEGGUR“ HRÓSAR SIGRI. Sjálfstæðismenn uppskáru fellibyl þann, er Morgunblaðið sáði, á Varðarfundi sl. miðviku- dagskvöld. Reyndist lið Sigurð- ar Kristjánssonar svo harð- snúið, að fylking Bjarnar Ól- afssonar riðlaðist með öllu. Lét hann þá undan síga, en Sigurð- ur settist í sæti hans. ■ Vísir segir frá þessum at- burði og fær lítt dulið harm sinn. Kemst blaðið svo að orði í forustugrein dáginn eítir fundinn: „Ekki ber að dyljast þess, að nokkur ágreiningur hefir orðið um val frambjóð- anda, sem þó hjaðnaði niður, sökum drenglyndis og þegn- skapar þess mannsins, sem af mörgum mun talinn einhver heppilegasti þingfulltrúi íyrir þennan bæ, en kaus að víkja af lista flokksins, til þess eins að forða vandræðum.“ Sjást hér gjörla merki þess, er Hermann Jónasson nefndi I útvarpsræðu á dögunum: „Sjálfstæðisflokkurinn er að leysast upp innan frá.“ Flátt- skapur flokksins í kjördæma- málinu mun flýta fyrir þeirri upplausn. „EITURHYLKIN“. Nýlega var á það drepið hér í blaðinu, að þeir Ásgeir og Gísli Sveinsson hefðu gripið til þess að nota kommana sem eins- konar „eiturhylki“ til að koma „stj órnarskrá upplausnarinnar" í framkvæmd. Væri því hugsan- legt, að með varúð mætti nota „eiturhylkin" í gagnlegum til- gangi, er burgeisarnir í Reykja- vík hefðu hreiðrað um sig með „hlutfallsþingmennina" að líf- verði. Kommar eru mjög uppveðr- aðir yfir þessu og tala af mikl- um fjálgleik um þetta hlut- skipti sitt sem „notkun eitur- lyfja.“ „Mín verður þá getið að ein- hverju“, sagði strákurinn. flokksins skrifuðu mjög vin- gjarnlega um hann. T. d. birti Skutull, blað Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, þannig orð um Sigurð: „Sigurður var, allt frá því hann var skólapiltur í Reykja- vík, Alþýðuflokksmaður, en fór úr flokknum fyrir fáum árum (Framh. á 4. siBu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.