Tíminn - 06.06.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.06.1942, Blaðsíða 3
58. blað TÍMIM, laagardaginm 6. jiiní 1942 227 Þjóðín er ekki svo heillum horfin, að hún megní ekki að stöðva upplausnina (Framh. af 2. slðu) um við Framsóknarflokkinn um það mál. Hvernig var með af- urðasölulögin, sem björguðu mörgum bændum frá að flosna upp? Það væri ekki rétt að segja, að hann hefði sofið í þessum og öðrum réttlætismál- um, nei allsstaðar var hann trúlyndasti og sauðtryggasti þjónn sérhagsmunanna. Aldrei þreyttist hann á verðinum um að varna þess, að hinir minni máttar næðu rétti sínum. Og nú heldur hann máske, að hann sé að uppskera sín laun með því að fá stuðning þeirra, sem telja sig einatt málsvara þeirra, sem verst eru settir í þjóðfélaginu, til að verða rétt- lætisráðherra á íslandi. En væri ekki rétt að líta enn- þá ofurlítið nánar á, hvernig þetta réttlæti er, sem hann boð- ar þjóðinni. Mörgum hefir fundizt talsvert óbragð að rétt- læti hans hingað til, og ætli þetta nýja réttlæti sé með öllu óskylt því, sem á undan er far- ið? Stríðsyfirlýsingiii. Stríðsyfirlýsing réttlætis þessa manns, og ríkisstjórnarinnar, sem hann á nú sæti í, er á þessa leið, — ef hún er sett í einfaldan búning: „Þið íslenzkir kjósendur, sem hættir eruð að treysta mér og flokki mínum til forustu í málum ykkar, en sendið Framsóknarmenn á þing með vaxandi fylgi, —• menn, sem alltaf eru að angra mig, og þá sem ég læt mér annast um, með því að heimta alls- konar umbætur og bætt lífs- skilyrði fyrir ykkur, af þeim ríku og þeim, sem sitja sólar- megin í lífinu, — þið skuluð samt neyddir til að senda menn á þing, sem styðja okkar mál- stað fyrst og fremst, menn sem koma fljúgandi eins og steikt- ar gæsir, handa okkur hér og mínum flokki, — og það gerum við með því að láta okkar menn, sem þið hafið hafnað og fellt í kosningum, fá þingmannaum- boð, sem sé jafngilt og það um- boð, sem meirihluti ykkar veit- ir öðrum mönnum. — Og við þessar 6 steiktu gæsir, sem þannig koma með þingmanns- umboði til okkar, ætlum við að bæta öðrum þremur við í þétt- býlinu. Og þá skuluð þið sjá hvort við þurfum mikið að skeyta dutlungum ykkar, um að vilja hafa menn, sem vinna fyr- ir ykkur, heimta handa ykkur umbætur og betri lífskjör og annað þvíumlíkt". — Þetta er stríðs- og réttlætisyfirlýsing hinnar nýju ríkisstjórnar, án blekkinga og falsana, — og er það þá furða, þótt réttlætis- postulinn frá undanfarandi ár- um á Alþingi, telji si^ sjálf- kjörinn til að taka forustuna um slík réttlætismál? Er furða þótt hann verði óðamála, og það komi vatn upp í munninn á honum, við að sjá hilla undir þessar 9 réttlætisgæsir, — steiktar og matreiddar, — eins og hann nefndi svo smekklega þessa tilvonandi 9 minnihluta- þingmenn, sem hann er með hendina úti til að hremma. — Nei, engan furðar á slíku, þótt þar sé það hin flokkslega mat- arlyst og sári sultur, sem að sverfur, er þar verður þjóðar- heill og þjóðarskyldum yfir- sterkari. Hlutfallskosning í tvímenn- ingskjördæmunum þýðir það, að þeir flokkar, sem þar hafa nú tapað meiri hluta fylgi kjósenda, þeir skuli samt fá jafnan rétt og meirihlutinn til að senda málsvara á þing.— M. ö. o. vilji kjósendanna skal ein- skis metinn, en minnihlutinn fá fyllri rétt en meirihlutinn. í ýmsum tilfellum gæti farið svo, að minni hlutarnir fengju fleiri menn kosna en meirihlutinn — þegar uppbótarsætin koma til. En yfir það ranglæti á hið eina sanna flokkslega réttlæti að breiða. En ef það eitt er rétt- læti, þá sé ég ekki með beztu getu, hver munur er á að af- nema öll hin gömlu kjördæmi og fá hlutfallskosningu I stað- inn, eða að halda áfram á upp- bótarleiðinni, — nema hvað hin síðari leið verður þjóðinni dýr- ari, og kostar ótakmarkaðan fjölda þingmanna. Hvcrjum Ólafinum er bezt að trúa? Nú segja þessir menn, sem þykjast brenna í réttlætinu, að það eitt sé réttlæti, að fullkom- inn jöfnuður fáist milli flokka. Hins vegar er það viðurkei^nt, að breytist afstaða kjósenda í landinu frá 1937 til flokkanna, er hér um enga bót að ræða fyrir slíkt réttlætþ og þó lýsir forsætisráðherra, Ólafur Thors, að aðrar breytingar en þessar komi ekki til mála fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Er, það þá yfirlýsing um, að Sjálfstæðismenn ætli aldrei framvegis að fylgja því, sem þeir telja réttlæti í þessu máli, — bara að þessar kákbreyting- ar fáist, sem geta hæglega far- ið svo, að frekar verði traðkað á því flokkaréttlæti, sem nú er barizt um. — Þeir, sem þekkja þennan mann, orðheldni hans, stjórn- málaferil og traustleika, þeim kemur ekki til hugar að halda slíkt. Árið 1927, þegar Kjósar- sýslu, sem þá var tvímeninngs- kjördæmi, var skipt, taldi Ól. Th. það fjarstæðu að innleiða hlutfallskosningu í tvímenn- ingskjördæmum. Árið 1931 tók þessi sami maður höndum sam- an við Héðin Valdimarsson um að stofna til stórra kjördæma með hlutfallskosningu um allt land. — Og nú, 1942, heimtar hann og myndar ríkisstjórn til að koma á hlutfallskosningu í tvímenningskjördæmum, og bæta 2 þingsætum við Reykja- vík, og afneitar þá öllum frek- ari hlutfallskosningum um alla framtíð. Hverjum Ólafinum frá 1927, frá 1931, eða frá 1942 á bezt að trúa í þessu efni. Ætli það sé trúandi eða treystandi nema þeim eina Ólafi, sem í einu hefir allt af verið sam- kvæmur sjálfum sér, sem ailt af lagar sannfæringu sína i hvert sinn, eftir því hver hagur flokksins er þetta árið eða hitt? Ég trúi í þessu efni betur hv. 5. þm. Rvíkur, Sig. Kristjáns- syni flokksmanni hans, sem lýsti því yfir, að þetta væru að- eins byrjunarbreytingar, svo að hægt væri að fá fram hið fulla réttlæti, sem þeir kalla. Enda er það eitt samboðið manni, sem telur sig vera í þjónustu réttlætisins. Það fer ekki á milli mála hjá öllum fylgjendum þessa frv., hvað þeir telja réttlæti vera, og því skyldu þeir ekki halda áfram að verzla með það sín á milli, á meðan nokkur rytja er ófram- kvæmd af því? Hver efast um, að þeir geri það? Og aðstaðan batnar stöðugt til þess, því fleiri steiktar gæsir, sem fljúga þeim í munn, og auka löngunina og freistinguna um leið. Glcymska Ásgeirs. Þá skal ég rétt nefna til dæm- is eitt atriði úr málaflutningi hv. þingm. V.-ísf, Ásgeirs Ás- geirssonar, þar sem hann vildi leiða mörg vitni, erlend og inn- lend, að ágæti algerra hlutfalls- kosninga. Taldi hann meðal þeirra þjóða, Norðurlönd öll, Belgíu, Holland o. fl. En hann tók aðeins þau atriði úr stjórn- skipunarlögum þessara landa, sem styrktu hans málstað. Hann sagði t. d., að hlutfallskosning væri ákveðin í stjórnarskrá frænda vorra Norðmanna, en hann gleymdi að geta þess, að þar er einnig ákveðið, að Oslo, þar sem einn tíundi hluti þjóð- arinnar býr, megi aldrei hafa meira en 7 þingmenn af 150, sem í þinginu eru, og í stjórnarskrá Norðmanna er skýlaust ákvæði um það, að stærri bæirnir megi aldrei hafa meira en samtals einn þriðja allra þingmanna og dreifbýlið og sveitir og kaup- tún skuli allt af hafa tvo þriðju hluta þingmanna. Ef Ásgeir Ás- geirsson vill taka svipuð ákvæði upp í stjórnarskrá sína, þá horfir hún allt öðru vísi við frá sjónarmiði okkar Framsóknar- manna. Hver eru sérrcttindi Framsóknarflokks- ins? Kem ég þá að því, sem frá- leitast hefir kveðið við í um- ræðum fylgjenda þessa máls. Þeir stagast stöðugt á sérrétt- indum Framsóknarflokksins í stjórnarskrá landsins, að þeim sé tryggt, að koma þingmönn- um á þing með minna atkvæða- magni en aðrir. Hvar eru þessi ákvæði? Ég tel mig læsan og þó finn ég þau hvergi í stjórn- arskránni, og ég sé þau heldur ekki nefnd í stjórnarskrár- breytingunni, sem fyrir liggur. Ég veit ekki betur en öllum flokkum sé tryggður sami rétt- ur í öllum kjördæmum landsins og enginn flokkur eigi nein sér- réttindi í öðru en því, hversu vel honum lánast að vinna traust kjósenda með störfum sínum og hugsjónum. Þau sérréttindi, sem um er að ræða, eru því þau, að í sveit- um landsins hafa kjósendur treyst þessum flokki æ betur, og hafnað öðrum, og því getur ekki verið um annað að ræða, þegar talað er um að afnema sérréttindi Framsóknarflakks- ins, heldur en það að hegna beri sveitunum og héröðunum, sem treysta þeim bezt til for- ustu, og rýra rétt þeirra, sem mest. Þetta bið ég menn að athuga vel, þegar verið er að fullyrða, að síður en svo sé verið að rýra áhrifarétt sveitanna með breytingu þeirri, er fyrir liggur. Hlutfallskosmngarn- ar í Rcykjayík. Að lokum vil ég aðeins benda á þá óhæfu, frá sjónarmiði fylgjenda þessa frumv., að í Reykjavík stjórnar Sjálfstæðis- fiokkurinn bænum með 8 bæj- arfulltrúa af 15, og hefir þó aðeins minni hluta kjósenda, eöa vantar á 6. hundrað atkv. Þessi óhæfa gat komið fyrir, með algerum hlutfallskosning- um milli flokka, og getur ávallt komið fyrir, og sýnir því bezt hvað valt er að treysta algerðu flokksréttlæti í kosningum eða tryggja það. Hví segir bessi rangfengni meirihluti ekki af sér þegar í stað, þegar hann situr í óþökk meiri hluta kjós- enda? Grundvallaratriði lýðræðisins. Nei, það sem máli skiptir, er ekki aðeins það, að atkvæða- magnið sé sem jafnast, heldur að allir hafi sömu möguleika að afla þess, og mismunandi lífs- skilyrði í þjóðfélaginu séu full- ’komlega tekin til greina. Og svo síðast en ekki sízt það, að lýð- ræðið verði eigi þannig, að lög- gjafar- og framkvæmdarvald sé veikt, heldur geti skapazt sterkur og ákveðinn meiri hluti, sem skapar réttar- og athafna- öryggi, hvað sem að höndum ber. Til þessa hafa þær lýðfrjálsu þjóðir, sem nú standa fremst í baráttunni að verja frelsi og mannréttindi, tekið fullkomlega tillit til þessa atriðis, en hinar þjóðirnar flestar, sem eingöngu litu á hlutföllin, þær eru nú margar fremur máttarlitlar í þeirri baráttu, — og flestar í fullri andstöðu. Ég hygg, að ef dæma á eftir reynslu annarra þjóða og lýð- ræðisfyrirkomulagi, þá beri fyrst og fremst að benda til þess, sem staðizt hefir, og breyta eftir því, en ekki til þess, sem hrundi, og raunasögunnar, sem þar átti sér stað. Falsrök og liótanir gagna ckkl í þessu máli. Það mun vera svo, að öfgar séu ávallt háskalegar, engu síð- ur fyrir réttlætið en annað. Með minni beztu getu, er mér ekki einu sinni hægt að fá neina sannfæringu fyrir því, að hér sé um réttlætismál að ræða, hvað þá slíkt mál, að allt annað, — öll þjóðarnauðsyn og þjóðaröryggi — beri að víkja til hliðar fyrir því. Og ég veit, að enginn í þjóðfélaginu htur svo á, eins og nú standa sakir. Jafnvel þeir, sem forustuna um það hafa, eru með sjálfum sér sannfærðir, að það er glapræði, og jafnvel annað miklu verra, sem hér er verið að fremja. — Þess vegna er ég líka sannfærð- ur um það, að þjóðin hrindir þessu tilræði þegar í stað, er hún kveður upp sinn dóm. Hún veit, að nú er teflt um margt það dýrmætasta, sem frelsi hennar og framtíð á að byggj- ast á, — og þess ber að gæta fyrst og fremst. Þjóðin lætur hvorki falsrök né hótanir villa sér þar sýn. Kjósendnrnir munu ckki láta flokks- köndin ráða í næstu kosmngunt. Hinn nýi ráðherra, Magnús Jónsson, taldi, að % hlutar kjósendanna stæðu að þessu máli, — eða að baki því. — Svo gjarnt er honum að hugsa í flokkum, að hann telur víst, að þeir kjósendur, sem fylgdu flokki hans 1937, — þeir séu eign flokksins til hvaða verka, sem flokksstjórnin finnur upp á að gera. Þó veit þessi sami ráðherra, að eitthvað, og það allverulegt, týndist af þessuip kjósendafjölda Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórnarkosn- ingunum í vetur, — og hann hefir það á tilfinningunni ber- sýnilega, að nokkrar þúsundir tapist í þeim kosningum, sem framundan eru. — Og er það ekki nema eðlilegt. Okkur Framsóknarmönnum er það ljóst, að við fáum ekki stöðvað þetta mál, — og beitt kröftum okkar til fullnustu gegn upplausninni og ábyrgðar- leysinu, — nema allmiklu fleiri kjósendur fylgi okkur að mál- um um land allt, en var í síð- ustu kosningum, 1937. — Þess vegna er það alrangt, að þetta verði stöðvað með hluta kjósenda. En við vitum það líka, að í þessu máli, — á þessum tímum, gildir ekkert flokksmark á kjósendum, heldur það, hvora þeir telja í þessu máli beita réttari og þjóðhollari vinnu- brögðum. — Við vitum, að allir þeir, sem áður hafa stutt Fram- sóknarflokkinn vegna málefna hans, þeir gera það nú af meiri festu og meira kappi en nokkru sinni fyrr. En við vitum líka, að þúsundir manna, sem áður hafa fylgt öðrum flokkum, þeir vilja snúast gegn upplausnaröflun- um og ábyrgðarleysinu, sem þar er nú ríkjandi, og kenna sínum eigin forustumönnum, að það hefnir sín ætíð, að setja flokks- og eiginhagsmuni ofar þjóðar- heill og þjóðaröryggi. Til þess styðja þeir a. m. k. nú málstað Framsóknarflokksins. Þegar þeir hafa þannig kennt þeim flokkum, sem þeir ella telja sig eiga skyldastar lífsskoðanir með, kennt þeim hvað hægt er að leyfa sér, og hvað ekki verð- ur þolað á slíkum tímum, sem nú eru, — þá snúa þeir máske aftur til stuðnings þessum fyrri flokkum sínum, ef þeim leikur hugur á. — Nú er barizt um upplausn og yfirgang, um Samband ísl. samvinnufélaqa. Kaupfélög! Munið eftir að senda hagskýrslur yðar við allra fyrsta tækifæri. NIGLI^GAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist • Culliiord & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. margar kosningar og illvígar deilur — eða markvisst, sam- huga starf til þjóðarheilla, og til að verjast þeim háskaleg- ustu áföllum, sem yfir okkur vofa sem þjóð daglega. — í hvora fylkinguna menn eiga að skipa sér, veit ég að enginn þjóðhollur íslendingur er í vafa um. Veiklciki en ekki styrkleiki Sjjálfstæð- isflokksins Iiefir lyft honum til valda. Ég hefi nú að nokkru rakið þann blekkingavef, sem nú er spunninn að kjósendum þessa lands, og ég hygg, að enginn sé í vafa um, hver er undirrót þeirrar stjórnarmyndunar, sem átt hefir sér stað. Það er ljóst, að það er veikleiki en ekki styrkleiki Sjálfstæðisflokksins, sem nú hefir lyft honum til valda. Það hefir verið spilað á alla megingalla hans til að koma honum í þessa aðstöðu. Enda er hún ekki öfundsverð. Það er sundurlyndið í flokkn- um, getuleysið til að taka á raunhæfum verkefnum og vandamálum þjóðarinnar, — hringlandahátturinn og stefnu- leysið og brigðmælgin, enda segja stuðningsflokkar hans til um það. — Öll upplausnaröfl þjóðfélagsins veita honum nú brautargengi til þessa verks. Það má því segja, að margt kynlegt geti hent á styrjaldar- tímum. En það er alveg víst, að sá flokkur, sem á slíkum öflum hossast í valdasess, hann á eftir að fá ýmislegt annaö frá þjóð sinni en eintómar steiktar gæsir, í líki þingmanna, sem flokknum séu þægir og leiði- tamir, — eins og atvinnumála- ráðherra Magnús Jónsson komst svo smekklega að orði. Þjóðin öll bíður þess með ó- þreyju að hrista af sér þá rík- isstjórn, sem er andvana fædd, af veikleika flokks síns, og nýtur einungis stuðnings á Al- þingi til ófriðar og sundrungar, en er vanmáttug til alls, sem styrk þarf til, — einurð, mann- dóm .og festu. Þótt slíkt óhapp hafi hent hér á Alþingi í bili, á þessum tím- um, þá er ég sannfærður um það, að þjóðin er ekki svo heill- um horfin, að hún megni ekki að bæta þar um í tíma og fyrir- skipa önnur og þjóðhollari vinnubrögð á löggjafarþingi sínu, í þeim mestu hættum, sem bjóðin hefir nokkru sinni horfzt í augu við. Framsóknarmcnii nm land allt! Gætið þess nú þegar hvort þér eruð á kjörskrá. Kærufrest- ur er til 13. júní. Þúsundir vita að gæfan fylgir trúlofunar- hringunum frá SIGURÞÓR. Sent gegn póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. 540 Victor Hugo: Meistari Coppenole sannfærir mig um, að svo er eigi. Síðan Iagði konungurinn hönd sína með trúnaðartrausti á öxl Coppenoles og sagði: — Hvað sögðuð þér annars, meistari Jakob? — Ég sagði, konungur, að máske væri það satt, er þér segðuð, að hin rétta stund væri ekki enn upprunnin. Lúðvík XI. leit á hann otureygur. — Hvenær haldið þér, að sú stund renni upp? — Þér munuð lifa þá stund, konung- ur! — Hvernig mun þá umhorfs, má ég spyrja? Coppenole lét sér hvergi bregða. Hann svaraði hinn rólegasti: — Hlustið á orð min, herra. Hér er hallarturn, stormklukka, fallbyssur, borgarar og hermenn. Stormklukkan er tekin að klingja, fallbyssurnar að þruma. Hallarturninn hrynur með miklu buldri og borgarar og hermenn byltast hver um annan þveran, æpandi og öskrandi. Þar vegur hver annan. Þá er fylling tímans komin, er þetta ger- ist. Lúðvík XI. varð þungur á brún. Hann stóð þögull um hríð. Síðan sló hann flötum lófa á þykkan múrvegginn, eins Esmeralda 537 — Já, læknirinn, endurtók Lúðvík XI. furðulega glaðlega. Lætur það ekki að líkum, að læknirinn sé betur settur en þér? Hann hefir farið höndum um alla líkamslimi mína. Þér hafið aðeins strok- ið um hökuna á mér. Vesalings rakar- inn! Þér verðið að sætta yður við hlut- skipti yðar. Hvað yrði um yður, ef ég væri eins og Kilparik konungur, sem aldrei lét raka sig? Flýtið yður nú! Stundið yðar starf af árvekni og kost- gæfni og rakið mig 1 skyndi. Sækið það, sem með þarf! Olivier sá, að konungurinn hafði ein- sett sér að bregða ekki skapi. Það var ógerlegt að reita hann til reiði í þetta skipti. Hann sneri sér að því, er honum var skipað að gera. Konungurinn reis á fætur og gekk að glugganum og hratt honum opnum. Hann klappaði saman lófunum og hróp- aði: — Hví slær roða á himinn yfir mið- borginni? Höll dómforsetans brennur! Það hlýtur að vera hún, sem stendur í ljósum loga. Heyrið þið það, þegnar góðir? Þannig fer um völd þessara smá- fursta, vinir mínir! Síðan vatt hann sér að flæmsku sendimönnunum og mælti: — Sjáið þið, herrar mínir. Er þetta ekki bjarmi frá eldi?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.