Tíminn - 06.06.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.06.1942, Blaðsíða 2
226 TÍMIM, laiigardaginn 6. júní 1942 58. blað Igíminrt Lmifiardag 6. iúní Egíll í Sígtúnum og Ingólfur yhirðmaður* Það mun ekki leika á tveim tungum, að Egill í Sigtúnum sé meðal harðduglegustu og glögg- skyggnustu fjármálamönnum, sem veita kaupfélagi forstöðu, og eru þó margir afburðamenn í þeirri stétt til samanburðar. Jafnvel fjáraflaklær höfuð- staðarins munu ekki láta sér detta í hug, að níða dugnaðar- orð af Agli, þótt ekki hafi mál- gögn þeirra sparað honum skæting, köpuryrði og uppnefni, svo sem títt er úr þeim herbúð- um. En gull í greipar Egils mun þeim ekki þykja vænlegt að sækja. Egill hefir stjórnað verzlun- armálum bændanna í Árnes- sýslu um undanfarið árabil. Og jafnframt hefir hann verið að- alforstjóri Mjólkurbús Flóa- manna, sem hefir með höndum sölu og vinnslu mjólkur á öllu svæðinu frá Ölfusá austur und- ir Eyjafjöll. . Það lætur því að líkum, að hann sé svo kun'nugur afkomu og efnahag bænda á þessu svæði, sem nokkur getur verið. Hann hefir lifað þá tíma, er bændur voru að verða gjald- þrota, vörur þeirra seldust langt undir framleiðsluverði, en hér- aðsflótti og sveitarauðn stóð fyrir dyrum. Á síðustu árum hefir þetta verið að réttast við. Ekki fyrir höpp né óvæntan stríðsgróða, heldur fyrir þrautseiga og mark- vissa baráttu til viðreisnar. í þeirri baráttu marka afurða- lögin hið þýðingarmesta spor. Mjólkurverð lækkaði á árunum 1930—33 úr 19 aurum í rúma 16 aura, en hefir síðan hækkað jafnt og þétt, þar til er það var komið upp í 30 aura árið 1940. Á sama tíma hafði þó mjólk- urmagn á verðlagssvæðinu þrefaldazt. Með skipulagslausri sölu mundi algert öngþveiti og bú- slit hafa gengið yfir blómleg- ustu héröð landsins. Egill í Sigtúnum hefir átt sinn öfluga þátt í þeirri bar- áttu, sem bændur austan fjalls hafa orðið að heyja fyrir til- veru sinni og afkomu þessi ár. Og við hverja hafa bændurnir þurft að berjast? Hverjir hafa staðið gegn því, að byggð gæti haldizt í þessum héröðum? Hverjir hafa svívirt -alla for- ustumenn bændanna þessi ár og reynt að reita af þeim æru og mannorð? Hverjir hafa bundizt samtökum um að hætta að kaupa mjólk, til þess að brjóta á bak aftur það skipulag, sem bændur höfðu komið á, ekki aðeins til að gæta sinna hagsmuna, heldur og til að geta birgt höfuðstaðarbúa að mjólk? Ætla mætti, að lengi þyrfti að leita slíkra óþurftarmanna. Og satt er það, að eigi hafa þeir borið höfuðið hátt austan fjalls að undanförnu. En nú þykjast þeir geta skákað í hróksvaldi nokkru, og því var það, að nokkrir þeirra voguðu sér á fundinn að Stórólfshvoli á sunnudaginn var. Þeir komu til að flytja Rangæingum þann boðskap Ólafs Thors, „að hann vill vera yðar dróttinn, ef þér viljið vera hans þegnar.“ Og þeir höfðu sinn Álf úr Króki með í förinni. Hann heit- ir í daglegu tali Ingólfur á Hellu. Telst hann kaupfélags- stóri — eins og Egill, en annars virðist fátt líkt með þeim. Ing- ólfur hefir gerzt „hirðmaður" í flokki íhaldsins, en sömu nafn- bót hafa hinir fyrirlitlegustu föðurlandssvikarar í þjónustu Quislings hins norska valið sér. Þessi „hirðmaður" íhaldsins hefir nýlega barið saman grein nokkra í ísafold til að andmæla mjólkurskipulaginu og gera það tortryggilegt. Um þetta þarf ekki að eyða mörgum orðum. Kjarni málsins er þetta: Hvor hefir réttara fyr- ir sér, Egill í Sigtúnum eða Ing- ólfur „hirðmaður"? Hvor er glöggskyggnari fjármálamaður? Þjóðin er ekki svo heillum horfin, að hún megni ekki að stöðva upplausnína Það er sönn þjóðarógæfa að rjúSa fríðinn og fela vanmáttugri minni- hlutastjórn völdín á þessum tíma Ræða séra Sveinbjörns Högnasonar við umræðuna um vantraustið í sameinuðu píngi Herra forseti! Góðir áheyr- endur! Sektar j átning nýju stjórnarinnar. Ég hygg, að mér sé óhætt að segja, að ennþá hafi engir kveðið upp skýrari og alvarlegri áfellisdóm yfir þvJ, sem nú hef- ir gerzt á Alþingi, en sú ríkis- stjórn, sem að þeim atburðum stendur, og munu þó fáir finn- ast meðal þjóðarinnar, sem treystast til að mæla því bót. Umræður þær, sem fram hafa farið undanfarandi kvöld hafa leitt það í ljós, að þeir, sem að hinni nýju ríkisstjórn standa, og hún sjálf fyrst og fremst, kosta alls kapps um það, og það eitt, að koma sökinni yfir á aðra, af því tilræði, sem hér er stofnað til og þeir standa sjálfir að, og hafa myndað rík- isstjórn, til að koma fram. Alsaklausa telja þeir sig af því, að hafa rofið friðinn og sam- starfið, — vissulega vilja þeir ekki flokksstjórn, heldur sam- stjórn, — líta á sína eigin stjórn sem ódæði og ekki eiga þeir sök á því, að þeir neyðast til að taka upp þetta merkilega mál, kjördæmamálið. — Það eru sannarlega aðrir, sem bera á- byrgð á verkum þeirra og at- höfnum. — Þannig geta engir talað, aðrir en þeir, sem eru al- sannfærðir um sekt og svik við þjóð sína, og vita, að verkn- aðurinn er fordæmdur af hverj- um heiðvirðum og hugsandi manni í landinu. — Og þá er karlmennskan eða drengskap- urinn ekki meiri en það, að af- neitað er ábyrgðinni á eigin verkum, og áformin, sem á að framkvæma, eru meira að segja frá öðrum runnin. Þessi berlega .sektaryfirlýsing hinnar nýju ríkisstjórnar kom vel fram í hinu gálausa' og furðulega hjali hins nýja ráð- herra, Magnúsar Jónssonar, hér Hvor hefir meiri kynni af af- komu bænda austan fjalls? Hvor hefir staðið meira í eldin- um til að rétta hlut þeirra? Þessum spurningum verða bændur í Árnes- og Rangár- vallasýslum að svara sjálfir. Það var á fundinum að Stór- ólfshvoli, sem Egill í Sigtúnum hafði orð fyrir bændum og sagði þeim Kveldúlfsmönnum og hirðmanni þeirra, að í sín- um augum hefði Sjálfstæðis- flokkurinn búið þannig að Ár- nes- og Rangárvallasýslum, að fullkomin ósvífni væri af þeirra hálfu, að bjóða þar fram þing- fulltrúa. Það væri vanmat á þroska kjósenda. Það eru þessi orð, sem þeim hirðmönnum íhaldsins hefir sviðið svo undan, að þeir láta Morgunblaðið hrópa upp með það dag eftir -dag, að Egill í Sigtúnum vilji hreint og beint banna þeim að bjóða sig fram þarna eystra. Ber það vott um lélegan málstað og því aumari samvizku, að skrökva slíku upp. En hitt munu þeir vita, að hirðmaður þeirra muni ekki eiga þangað virðulegri för en þá, er Loki fór til Svaðilfara. Mun „gerviþingmaður“ sá, er þeir gera sér vonir um að eign- ast í þessum sýslum, eigi verða meir metinn þar en „fyl eitt grátt“, og eigi til annars bor- inn en að vera til áburðar og reiðar við íhaldshirðina í Reykjavík. -)- í gær um steiktu gæsirnar, sem hafi komið fljúgandi til flokks hans, og hann hafi ekki getað neitað sér um. Þessi furðulega afsökun á slíkum alvörutímum sýnir og sannar berlegar en allt annað, hvaða óhapp hefir hent íslenzku þjóðina nú á þessum tímum, og hver verknaður sá er, sem hinir nýju ráðherrar hafa sezt í valdastól til að framkvæma. Og það er alveg víst, að þeim skjátlast ekki í því, hver dómur alþjóðar er um tilverurétt hennar nú, og verð- ur þó máske enn harðari siðar — sem sé ekki ósvipaður því áliti, sem allir óspilltir borgar- ar hernumdra landa hafa á þeim samlöndum sínum, sem gerast viljalaus verkfæri til að lama viðnámsþrótt og samheldni sinna eigin þjóða, á mestu hættustundum í lífi þeirra, fyr- ir ímyndaðan eigin ávinning og fríðindi. Hclztu rökscmclir brclðfylklngarinnar. Ég skal þá víkja nokkrum orðum að þeim meginatriðum, sem 'fram hafa komið í mál- færslu hinnar nýju breiðfylk- ingar íslenzkra bæjarmanna, þar sem forustan er skipuð 1. og 2. þm. Reykvíkinga, með ættarland Kveldúlfsfjölskyld- unnar í Reykjavík í forsæti. í fyrsta lagi telja þeir: 1. Að sá sé áfellisverður, sem friðslitunum hefir valdið. Eru kommar þar þó undantekning, sem telja friðslitin það helzta, sem ríkisstjórninni nýju beri að þakka. 2. Að hin nýja ríkisstjórn hafi þingstuðning til þess, og þess eins, að knýja fram það mál, sem mestum ágreiningi hefir valdið í íslenzkum stjórn- málum fyrr og síðar. 3. Að flokkarnir einir eigi kjósendafylgi í landinu og per- sónulegt traust kjósenda og þingmanns eigi engan rétt á sér. 4. Að réttlætið, sem þeir kalla svo, í áhrifum kjósenda á lög- gjafarvald landsins, sé falið í höfðatölunni einni, og engu skipti um aðra aðstöðu í því efni. 5. Að sérstakur flokkur, þ. e. Framsóknarflokkurinn, eigi slík sérréttindi tryggð í stjórnar- skrá landsins, að þau verði að afnema. 6. Að óhæfa sé, að nokkur stjórn skapist í landinu, sem ekki hefir meirihluta kjósenda að baki sér. Þessi atriði skulu nú skýrð aðeins lítið eitt, og athugað á hve traustum rökum þau eru reist. Hverjir rufn friðinn? Fyrst er þá, hver á þann á- fellisdóm, sem vissulega er al- mennur, að slíta friðnum í landi voru, eins og nú er ástatt. Ég held, að tilvitnanir þær, sem þm. Straridamanna las hér upp úr blöðum Sjálfstæðisflokksins frá síðastliðnu sumri, þar sem kosningafrestunin er heimtuð afnumin, sanni nægilega, hver á þar upptökin. — Dag eftir dag voru í blöðum þeirra Sjálf- stæðismanna heimtaðar kosn- ingar í N.-ísafjarðarsýslu, sem þá var orðin þingmannslaus, og stundum kosningar um land allt sem fyrst. Var það af því, að Sjálfstæðismenn gerðu sér veika von um að geta unnið N.-ísa- f j arðarsýslu. En aldrei hafði verið minnzt á, að kosningar færu fram á Snæfellsnesi, þótt sýslan þar hefði verið þing- mannslaus í fast að tveim ár- um. Ég minnist varla að hafa séð svæsnari eða rætnari árás- argrein en þá, er Morgunblaðið flutti á fyrv. forsætisráðherra Hermanns Jónassonar, vegna þess að hann stofnaði ekki til kosninga í N.-ísafjarðarsýslu s. 1. sumar, þó að. Alþingi hefði bannað, að kosningar færu fram, og vita þó allir, að ekki er klipið af gífuryrðunum og brigslunum í þvi blaði. — Þá var jafnframt veitzt hatram- lega að jafnaðarmönnum í því sambandi, sagt að þeir hefðu hag af kosningafrestun, væru búnir að missa alla sína kjós- endur, og væru ekki lengur með neinum rétti á Alþingi. En ekki þarf nema meðal greindan mann til að sjá, að væri kosn- ing látin fara fram í einu kjör- dæmi, þá hlaut skriðan að koma á eftir í þeim öllum, þvi að fá- ir þingmenn myndu hafa viljað hindra það, að kosning færi fram í þeirra eigin kjördæmi, þegar búið var að kjósa á cðr- um. Þessari ódrengilegu árás á samkomulagið frá síðasta vetr- arþingi, í blöðum Sjálfstæðis- manna,’ mættu Alþýðufl.menn með því, að heimta almennar kosningar, sem von var til. — En þegar svo var komið, að báð- ir samstarfsflokkar Framsókn- arflokksins höfðu brugðizt því samkomulagi, sem gert var, og þeir voru búnir að gera kosn- ingafrestunina að æsingamáli, og hefja um það baráttu um kjósendur og flokkadeilur, þá lýsti fyrv. forsætisráðherra því yfir um áramót, mörgum mán- uðum síðar, að óhjákvæmilegt myndi að láta kosningar fara fram á vori komanda, því að sjáanlegt var það, að af tvennu illu, var þó betra að stofna til kosninga og fá starfsfrið á eft- ir, heldur en að látlaus æsinga- barátta stæði um það, sem átti að verða til að skapa friðinn um kosningafrestunina. Ég skil ekki, með hverju móti hefði ver- ið hægt að réttlæta slík vinnu- brögð, eða hversu var hægt að framkvæma áfram það sam- komulagsatriði þriggja flokka, sem tveir höfðu svikið, og neit- uðu að hlíta áfram. — Með þessar staðreyndir fyrir augum eiga landsmenn að dæma um það, h'ver friðinn rauf, hvort það voru þeir tveir flokkar, sem heimtuðu fyrst kosningafrest- unina afnumda, eða sá þriðji, sem ekki taldi fært eða ráðlegt, að kúga þá aftur til að éta allt ofan í sig og verða góðu börn- in á ný. Og íslenzkir kjósendur eru áreiðanlega færir um að dæma um þetta atriði, og þótt torskildara væri. Þegar það var þó komið í Ijós, seint á yfirstandandi þingi, að Alþýðuflokkurinn gat hugsað sér að styðja stjórn, sem ætlaði að framkvæma gerðardóminn, og tillaga var komin fram frá einum þingmanni Sjálfstæðis- flokksins um endurnýjun kosn- ingafrestunar og samstarfs- flokkanna, taldi Framsóknar- flokkurinn rétt,að vita hvort al- vara væri að baki, og gekkst fyrir því, að nefnd var kosin til að athuga hvort möguleik- ar væru á, að treysta nýtt sam- starf. Kom þá í Ijós, að hvorugur hinna flokkanna vildi neitt gera til slíks, og að þeir voru ráðnir að hefja ófriðinn, með þetta eina mál á stefnuskrá sinni, sem núverandi ríkisstjórn hefir verið mynduð um. Það má hver, sem vill, lá okk- ur Framsóknarmönnum það, að við gerðum slíka tilraun á síð- ustu stundu til að tryggja frið og samstarf í landinu, eins og nú er ástatt, en ég fyrir mitt leyti geng öruggur til þeirrar baráttu gegn upplausninni, sem framundan er, eftir að ég hefi sjálfur sannfærzt um, á svo áþreifanlegan hátt, að engin samkomulagsleið var lengur til. Tvísöiagur, scm mislieppnaðist. Þessi tilraun hún sýndi það, að Sjálfstæðisflokkurinn hafði ætlað sér fyrir kosningarnar, að semja nýjan tvísöng, sem syngja átti í eyru þjóðarinnar. Þingm. V.-Skaftafellssýslu og nokkrir aðrir, sem átti að fá til að fylgja tillögu hans um kosningafrest- un, átti að lýsa með fögrum orðum samstarfsvilja flokks síns, en aðrir eins og þingm. A.- Húnavatnssýslu, Jón Pálmason, þingm. Vestmannaeyja, Jóhann Jósefsson, 5. þingm. Reykjavík- ur, Sig. Kristjánsson og fleiri, áttu að syngja fyrir þá. sem enga kosningafrestun vildu hafa og óánægðastir voru með allt samstarf og ráðstafanir fráfar- andi samstjórnar. Þessi hljóm- kviða var eyðilögð, þegar Fram- sóknarflokkurinn fékk skipaða nefnd til að athuga samstarfs- vilja flokkanna, enda dró þingm. V.-Skaftfellinga til- lögu sína til baka á eftir, og hefir séð þann kost vænstan, að ganga í lið með þeim, sem ó- friðinn boða, þótt hann hefði í upphafi ætlað sér að spila á allt öðrum nótum fyrir kjósend- um. Siðfræði bófanna. Þetta hygg ég að nægi til að sýna fram á þau heilindi, sem var að baki því friðar- og sam- starfshjali, sem friðrofarnir ætla nú að breiða yfir verknað sinn. Verknað, sem ávallt mun verða minnst í stjórnmálasögu íslendinga, sem eins hins mesta óhappaverks og ófyrirleitnasta, sem hent hefir. Og þeir, sem að því standa, finna sjálfir þunga þessa þjóðardóms hvíla svo fast á sér, að þeir gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að koma ábyrgðinni yfir á aðra. Slík sið- fræði er ekki óþekkt nú á dög- um, að þeir, sem árásina og ó- friðinn hefja, kenna hinum um, ef risið er til varnar. Þannig er bófasiðfræði allra tíma, og hin nýja stjórnmálasiðfræði, sem nú rís hæst í heimi vorum og ógnar víða með brandi og tor- tímingu. Það er gamalt orðtak, að það „sé auðlærð ill danska“, og sama virðist gilda um það, sem spilltast er í nútíma stjórn- málastarfsemi. Enda eiga hélztu forkólfar hinna nýju stjórn- málaaðferða dygga og sanntrú- aða lærisveina innan þessara nýju ófriðarfylkingar á ís- landi. Óhappavcrk, scm cr sannarleg þjjóðar- ógæfa. Þá kem ég að þeirri yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar, að hún hafi þingstuðning til þess eins, að koma fram þessari ófarnað- ar stjórnarskrárbreytingu, hún sé það eina nauðsynlega, og allt annað megi sigla sinri sjó á meðan. Ég vil spyrja: Er hægt að hugsa sér meira ábyrgðarleysi og meiri blindni á þau viðfangs- efni, sem krefjast úrlausnar, og á þær hættur, sem yfir okkur eru alla vegu? Hvar í heiminum myndi slík ríkisstjórn mynduð nú, þegar svartamyrkur og full- komin óvissa og öryggisleysi einnar alvarlegustu styrjaldar og upplausnar, sem þekkzt hef- ir í heiminum, grúfir yfir öll- um þjóðum, og vér vitum ekki einu sinni, hvort þær ráðstaf- anir, sem gerðar eru í dag, eiga við á morgun, hvað þá þegar misseri eða ár eru liðin hér frá? Sjálfir ráðherrar þeirrar rikis- stjórnar, sem eiga að hafa þetta mál eitt með höndum, lýsa því yfir, að fullkomin óvissa sé um það, að hægt verði að kjósa hér á landi til að koma þessu áfram. Samt á þjóðin að vera ómegnug til að snúast gegn öllum slíkum atburðum, sem það gætu hindr- að, vegna sundrunga, deilna og vanmáttugrar stjórnar, sem enginn treystir og allir vita, að hefir ekkert umboð til að taka neinar alvarlegar ákvarðanir, ef vanda ber að höndum. Hvort meta slíkir menn meira, hag og frelsi og öryggi þjóðar sinnar, eða eigin flokkshag og persónu- legan stundarávinning. Um þetta á að dæma nú innan skamms af þjóðinni. Ég fyrir mitt leyti skal játa það hreinskilnislega, að minn stjórnmálaskilningur nær ekki lengra en það, að ég veit satt að segja ekki, hvað þjóðaró- gæfa er, ef ekki það, að fá rík- isstjórn á þessum háskatímum, sem lýsir því yfir sem sínu eina verkefni, að stofna til innan- landsófriðar og langvarandi deilna um eitt mesta ágrein- ingsmál þegnanna, og sem allir vita, að skiptir framtíð, heill, og frelsi þjóðarinnar engu, hvort leyst er árinu fyrr eða síðar. Öimirlcg meðferð sjálfstæðismálsins. Þá er annað atriði í þessu sambandi ekki síður athyglis- vert. Eitt af því, sem talið var til gildis þjóðstjórn á sínum tíma var það, að nauðsyn bæri til að lægja flokkadeilurnar og skapa samhug með þjóðinni áð- ur en það mikilsverða verkefni yrði leyst, að heimta frelsi okk- ar að fuílu í orði og verki, og skapa því þau form, með nýrri og breyttri stjórnarskrá, sem bezt þæfir okkur sem lýðfrjálsri þjóð. Nú er þetta hlutverk, sem öllum sönnum íslendingum er annast um að verði vel leyst af hendi, látið bíða, og það er talið heppilegast, að finna lausn á því, á meðan ein- hver harðvítugasta kosninga- barátta, sem hér hefir þekkzt í landinu, stendur yfir. Er hægt að gera sér vonir um, að þeir, sem til slíkra vinnubragða stofna um þetta meginmál og hjartfólgnasta mál þjóðarinn- ar, þeir séu þar einlægir eða vilji einhverju fórna fyrir far- sæla lausn þess máls? Einnig það er vert fyrir þjóðina að athuga. „Réttlætis- ráðhcrranit(<. Ég kem þá næst að „réttlæt- ismálinu“ svonefnda, sem allur þessi gauragangur er vakinn fyrir. Málinu, sem hinn nýi ráðherra Magnús Jónsson lýsti svo fjálglega í gær hér í um- ræðum, að hefði blásið nýju lífi í sinn fölnandi og hrorn- andi áhuga á stjórnmálum. Vildi hann helzt láta á sér skilja, að þarna væri fyrst sitt rétta köllunarverk komið, sem hann hefði lengi beðið eftir, og það væri að verða aðalfrörnuð- ur réttlætis eða réttlætisráð- herra á íslandi. Hver mundi hafa trúað slíku, sem þekkir af- stöðu þessa manns til réttlætis- mála yfirleitt hér á Alþingi áð- ur. — Hefir þessi maður barizt fyrir réttlæti og jöfnuði í fjár- málum, í lífskjörum og að að- stöðu borgaranna til að lifa undanfarið? Hefir hann viljað fá skatta- löggjöf, sem jafnaði tekjur manna og fjárhagslega að- stöðu? Hefir hann lagt sig fram sérstaklega um að heimta rétt- læti og jöfnuð fyrir þá, sem verst voru staddir og erfiðasta áttu lífsbaráttuna? Hvernig var t. d. með lánstofnun handa landbúnaðinum, eins og aðrir atvinnuvegir höfðu fengið, og hvernig var með skóla og önn- ur menningarmál þeirra, sem utan Rvíkur búa? Árið 1929 beitti hann sér á móti stofnun Búnaðarbankans og átti í deil- (Framh. á 3. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.