Tíminn - 07.06.1942, Side 3
59. blað
TfMIMV. snimndagiim 7. inní 1942
231
Kappreiðar og hestasýning
í Borgaríirði
Sunnudaginn 14. júní n. k. er
ákveðið að halda héraðssýn-
ingu, fyrir Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu, að Ferjukoti. Mæta
þar aðeins 1. flokks hrossin af
hreppasýningum, sem þegar
hafa farið fram í hverri sveit.
Gera má ráð fyrir, að þarna
komi saman allt að 20 úrvals
stóðhestar á ýmsum aldri og
40—50 hryssur.
Hestarnir eru margir eign
hrossaræktarfélaganna og
hreppanna og hinir völdustu
gripir, eins og vænta má. Þá
eru og margir eign einstakra
manna. Þetta er í fyrsta skipti
hér á landi, sem héraðssýning
er haldin að undangengnu vali
og er einnig ætlazt til, að á-
horfendur geti betur skoðað
hrossin og metið hver fyrir sig,
en áður hefir verið. Þá má ætla
að auki á ánægjuna og sam-
keppnina, að eigandi bezta
hestsinfe fær í heiðursverðlaun
fagran áletraðan silfurbikar,
gefinn af alþingismönnunum
Pétri Ottesen og Bjarna Ás-
geirssyni. Þá fær og eigandi
beztu hryssunnar ekki ómerk-
ari bikar, er Kaupfélag Borg-
firðinga hefir gefið.
Það er ekki kunnugt um, að
íslenzka hestinum hafi fyrr ver-
ið sýndur sá sómi, að sæma
hann minjagripum í viðurkenn-
ingarskyni. •
Að aflokinni sýningunni kl.
4 s. d. fara fram hinar árlegu
kappreiðar hestamannafélags-
ins Faxi. Virðist fara vel á því,
að fella þetta tvennt saman.
Faxi var stofnaður fyrir Mýra-
og Borgarfjarðarsýslu fyrir tæp-
um tíu árum síðan og haidið
einar kappreiðar á ári og eru
þessar þær tíundu í röðinni.
Þær hafa orðið mjög vinsælar
og vel sóttar og jafnan pótt
takast vel. Vonast ég til að það
verði ekki síður í þetta sinn.
Hvað eftir annað hafa komið
fram ungir hestar á kappreið-
unum hér, sem hafa skarað
fram úr á kappreiðunum í
Reykjavík, sem líta má á sem
landsmót veðhlaupahesta. Er
skemmst að minnast Borg-
fjörðs frá Hömrum í Reykholts-
dal, sem hljóp hér í fyrra sem
óþekktur foli, en tók nú nýlega
1. verðlaun á tveimur hlaupum
í Reykjavík í einu. Það gerði og
Geysir frá Fossatúni fyrir fá-
um árum og varð þjóðkunnur
af, enda áberandi gripur og dá-
góður reiðhestur. E. t. v. kemur
nú enn einn eða fleiri slíkir
folar nýir á þessar kappreiðar.
í skýrslu þeirri, sem Einar E.
Sæmundsson birti nýlega í Les-
bók Morgunblaðsins, kom í ljós,
að hestar úr Borgarfjarðar-
sýslu sköruðu fram úr á kapp-
reiðum Fáks fyrstu tíu árin.
Má í því sambandi minna á
Sörla frá Geldingaá, Dreyra frá
Kalastaðakoti, Brún úr Hvítár-
ósi, Móðni frá Deildartungu,
sem jafnframt var afburða reið-
hestur, o. fl.
Þá hefir og Mýrasýsla lagt
drjúgan hlut til kappreiða Fáks,
þó ekki verði nefndur hér nema
Neisti frá Hjarðarholti, sem
bæði tók 1. verðlaun á kapp-
reiðunum í sambandi við al-
þingishátíðina og setti nýtt met
á 350 m. réttu ári síðar.
Borgfirðingar hafa áhuga
fyrir, ekki einungis að halda við
því sem til er, heldur og að
bæta.
Væntum vér, að þessi ný-
breytni megi verða til að auka
áhuga og skilning á útliti hesta,
byggingu og starfshæfni, svo
og .að auka metnað og sam-
keppni. Ari Guðmundsson.
Samband ísl. samvinnufélaga.
Að gefnu tilefni tilkynnist hér með, að starfs-
menn á skrifstofu vorri i New York taka ckki
á móti neinskonar beiðnum um vörukaup, nema
leyfi vort komi til.
Þrír Srambjóðcndur
(Framh. af 2. siðu)
sakir langvarandi heilsubrests,
þá lagði hann áherzlu á, að
Steingrímur búnaðarmálastjóri
gerðist frambjóðandi í sýslunni
í hans stað. Steingrímur varð
við þeirri ósk í samráði við
flokksbræður sína. Framsókn-
armenn vilja ekki láta stefnu
Einars Jónassonar verða í ann-
að sinn ráðandi í félagsmálum
Barðstrendinga. Þeim finnst að
sýsla, sem hefir svo mörg nátt-
úruskilyrði til lands og sjávar,
megi njóta óslitinna framfara
meira en tíu ár 1 einu. Stein-
grímur Steinþórsson er manna
bezt fallinn til að vera forvígis-
maður héraðs, þar sem mikið
þarf að gera til að bæta úr
langri vanrækslu.
Þriðji þingmaður Framsókn-
arflokksins, sem leggur út í
barátu í nýju kjördæmi, til að
afla flokknum stöðvunarvalds á
næsta þingi, er sr. Sveinbjörn
Högnason. Hann er Vestur-
Skaftfellingur og fæddur upp
hjá hinum kunna héraðshöfð-
ingja í Mýrdalnum, Eyjólfi
bónda á Hvoli. Sveinbjörn þótti
snemma bera af flestum sinum
jafnöldrum, bæði að gáfum og
harðfylgi. Hann gekk í mennta-
skólann og lagði síðan stund á
vísindalega guðfræði við Kaup-
mannahafnarháskóla. Ætlaðist
Haraldur Níelsson til, að hann
yrði kennari við Háskóla ís-
HÍIGLmdAR
milli Bretlands og íslands halda áfram,
eins og að^ undanfömu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
& Clark Ltd.
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD.
lands. Hefir sr. Sveinbjörn betri
og meiri undirbúning í þessu
skyni heldur en nokkur annar
núlifandi guðfræðingur á ís-
landi. Við fráfall sr. Haralds
var sjálfsögð skylda guðfræði-
deildar að sækjast eftir slíkum
starfsmanni. En svo var ekki.
í stað þess gerðu starfsmenn
deildarinnar samtök um að
koma einum klíkubróður slnum
þar að starfi, án þess að hann
hefði til þess hæfileika eður
viðunandi undirbúning.
Þessi framkoma guðfræði-
deildar varð til ómetanlegs tjóns
fyrir guðfræðideildina og til
ómetanlegs gagns fyrir stjórn-
málalífið í landinu. Sr. Svein-
björn varð prestur á Breiða-
bólsstað í Fljótshlíð. Hann var
þá ungur og efnalítill maður.
Flestir ungir prestar, sem fá
slík brauð nú á dögum, gefast
upp fyrir hinum margháttuðu
erfiðleikum. Sr. Sveinbjörn fór
aðra leið. Hann kom upp stór-
búi á Breiðabólsstað og fylgdi í
því efni fornu fordæmi sköru-
legra embættismanna. En sr.
Sveinbjörn lætur ekki hinn
myndarlega búskap sinn draga
sig um of frá prestsstaríinu.
Hann er mikill prédikari, leið-
togi og vinur sóknarbarna
Einn kommúnisti hefir meira að
segja skrifað mér bréf, þar sem
hann tjáir mér, að ég sé „mjög
óheppilegur maður“ til þess að
standa fyrir þessari fjársöfnun,
af því að ég hafi staðið fyrir
Finnlandssöfnuninni. En svo
kom rúsínan. Kommúnistar láta
formenn nokkurra verklýðsfé-
laga, þar sem þeir hafa meiri-
hluta í stjórn, skrifa Norræna
félaginu bréf, þar sem þess er
krafizt, að Norræna félagið beiti
sér fyrir fjársöfnun til styrkt-
ar Sovétþjóðunum; ef félagið
geri það, skuli þeir styrkja Nor-
egssöfnunina, en annars muni
þeir fara aðrar leiðir. En þannig
er þetta orðað í þessu fræga
bréfi: „Því viljum vér beina
því til yðar, aö jafnframt því
að hafin verði söfnun til styrkt-
ar Norðmönnum í baráttu
þeirra fyrir frelsi sínu, verði
einnig á yðar vegum hafin söfn-
un til styrktar Sovétþjóðun-
um....“, og í niðurlagi bréfs-
ins: „Fari svo að þér sjáið yður
ekki fært að verða við tilmælum
vorum, sem hér hafa verið sett
fram, munum vér reyna að
koma þeim í framkvæmd eftir
öðrum leiðum, en heitum yður
hins vegar þeim stuðningi, sem
vér megum, við söfnun, sem
fram fari á þeim grundvelli, er
vér hér höfum lagt til.“
Tilgangurinn með þessu bréfi
er auðsær. Hann getur ekki
hafa verið annar en sá að reyna
að spilla fyrir söfnuninni, þvi að
svo mikið vita sjálfsagt bréfrit-
ararnir, að verksvið Norræna
félagsins er, eins og nafnið ber
með sér, Norðurlöndin. Og það
mun þeim þó kunnugt, aö Rúss-
land tilheyrir ekki Norðurlönd-
unum. En hvers vegna sneru
þeir sér ekki til Sovétvinafé-
lagsins? Þar hafa líklega verið
„heppilegri“ menn til þess að
standa fyrir fjársöfnun eftir
þeirra skoðun en í stjórn
Norræna félagsins. Annars geri
ég ráð fyrir því, að flestum ís-
lendingum, hvaða óskir sem
þeir bera í brjósti um sigur
Sovétþjóðanna, mundi þykja
það harla hjákátlegt, að við
þessir fáu íslendingar, ættum
að fara að safna fé til hjálpar
mestu stórveldum heimsins. Og
ef við færum að safna handa
Rússum, geri ég ráð fyrir, að
mörgum fyndist ekki minni á-
stæða til þess að safna fyrir
Breta og Bandaríkjamenn.
En kommúnistar hafa með
þessu brölti sínu sýnt sitt inn-
ræti, og að tilgangurinn getur
ekki hafa verið annar en sá, að
spilla fyrir söfnuninni, ef með
því mætti takast að varpa rýrð
á Norræna félagið eða okkur,
sem í stjórn þess erum, og þá
langar til þess að hefna sln á
okkur vegna Finnlandssöfnun-
arinnar. En kommúnistum tekst
ekki að spilla fyrir Noregssöfn-
uninni. Hún mun verða sú
mesta fjársöfnun, seip hér hef-
ir verið háð, þrátt fyrri fjand-
skap þeirra.
En eins verðum við íslending-
ar að minnast, að þessi hjálp
okkar má ekki verða nafnið eitt,
ekki smávægileg syndakvittun
til þess að friða samvizku okk-
ar. Þetta verður að vera mynd-
arleg gjöf, sem sýnir, að við
viljum einhvern þátt taka í
raunum þessarar bræðraþjóðar,
hjálp, sem sýnir, að. við viljum
að minnsta kosti neita okkur
um einhver smávægileg stund-
argæði, ef vér getum með því
stytt eða linað þjáningar, þótt
ekki væri nema nokkur hundr-
uð þjakaðra og hrjáðra fjöl-
skyldna.
Ef þátttakan í fjárframlög-
unum verður eins almenn og
merkjakaupin 17. maí, þuríum
vér ekki að kvíða því, að við
verðum okkur til minnkunar.
Ef hvert heimili á landinu legði
fram, þótt ekki væri nema- 20—
30 krónur, sem engu heimili
ætti að vera ofraun, .eins og
kjörum okkar er nú háttað,
ætti á þennan hátt að aflast á-
litleg upphæð. Ef fyrirtæki
og bæjarfélög koma svo til við-
bótar með rausnarlegar gjafir,
held ég að við ættum að geta
afhent frændþjóð okkar mynd-
arlega upphæð, sem vér þurf-
um ekki að bera kinnroða fyr-
ir, og orðið þar með allmörg-
um norskum nauðstöddum fjöl-
skyldum til bjargar á stund
neyðarinnar.
Alþingismennirnir, 36 að tölu,
hafa feefið þjóðinni gott for-
dæmi með því að gefa vikukaup
sitt. Slíkt hið sama gætu fjöl-
margir gert án þess að taka of
nærri sér. Þá mundu og allir
standa jafnréttir, þótt þeir
gæfu ein daglaun, það geta þó
allir gert, sem vilja, og sumir
hafa þegar gert það. Þá er mér
kunnugt um menn, sem hafa á-
kveðið að leggja eitthvað mán-
(Framh. á 4. slOu)
sinna, jafnt pólitískra andstæð-
inga eins og samherjanna.
Sr. Sveinbjörn var kosinn í
fyrsta sinni til þings fyrir
Rangæinga sama vorið og
Steingrímur búnaðarmálastjóri.
Sú alda, sem sjálfbjargarstarf-
semi sveitafólksins vakti í
þetta sinn, gerði þessa tvo efn-
ismenn samtímis að áhrifa-
miklum forustumönnum i 1-and-
inu.
Kreppan var þá að skella yf-
ir landið, samhliða þeim far-
aldi, sem stafaði af pólitísku
valdabraski Ásgeirs Ásgeirsson-
ar. Á næstu árum var aðstaða
bændanna fullkomlega hallær-
iskennd. Dilkur í Rangárvalla-
sýslu gerði stundum ekki meira
en 5 krónur í sláturtíðinni.
Mjólkurframleiðslan á Suðvest-
urlandi var ekki skipulögð, og
Rangæingum varð lítil tekjubót
að kúabúum sínum.
Jón Árnason í Sambandinu og
kaupfélagsstjórar landsins
lögðu þá með mikilli vinnu
grundvöll að löggjöf um sölu á
kjöti og mjólk innanlands.
Kosningarnar 1934 snerust að
miklu leyti um efni þessarar
löggjafar. Hér var yfirleitt um
að ræða líf eða dauða sveit-
anna. Lífsvonin sigraði. Eins
og sr. Sveinbjörn var kosinn á
þing 1931 til að hrinda sókn
spekulanta í kaupstöðum á
sjálfstæði íslendinga,- þannig
var hann 1934 kosinn til að
bjarga héraði því, þar sem hann
átti nú heima, frá algerðu fjár-
(Framh. á 4. siSu)
Auglýsing
um skoðun bifreiða og biihjóla í
Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafn-
arf jai ðarkaupstað.
Samkvæmt bifrelðalögunum tilkyimist hér
með, að hin árlcga skoðun bifreiða og bif-
hjóla fer á þessu ári fram sem hér segir:
1 KEFLAVfK
mánudaginn 8. júní og þriðjudaginn 9.
júní kl. 10—12 árdegis og 1—6 síðdegis
báða dagana. — Skulu þá allar bifreiðar
og bifhjól úr Keflavíkur-, Hafna-, Mið-
ness- og Gerðahreppum koma til skoð-
unar að húsi Einars G. Sigurðssonar
skipstjóra, Tjarnargötu 3, Keflavík.
t GREVDAVÍK
Miðvikudaginn 10. júní kl. 1—3 síðdegis,
við verzlun Einars í Garðhúsum. — Skulu
þar koma til skoðunar allar bifreiðar
og bifhjól úr Grindavík.
t HAFNARFIRÐI
Fimmtudaginn 11. júní og föstudaginn
12. júní og mánudaginn 15. júní og
þriðjudaginn 16. júní kl. 10-12 árdcgis
og 1-6 síðdegis. — Fer skoðun fram við
Strandgötu 50 og skulu þangað koma
til skoðunar allar bifreiðar og bifhjól
úr Hafnarfirði, Vatnsleysustrandar-,
Garða- og Ressastaðahreppum. Rifrcið-
ar úr Mosfells- og Kjósarhreppi skulu
koma mánudaginn 15. júní.
I»eir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreið-
ar, skulu koma með þau til skoðunar ásamt
bifreiðum sínum.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni eða
bifhjóli til skoðunar, verður hann látinn sæta
ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum.
Rifreiðaskattur, sem fellur í gjalddaga 1.
júlí n. k. (skattárið frá 1. júlí 1941 til 1. júlí
1942), skoðunargjald og iðgjöld fyrir vá-
tryjígiiigH ökumanns, verður innheimt um ieið
og skoðun fer fram. Sýna ber skilríki fyrir
því, að lögboðin vátrygging fýrir hverja bif-
reið sé í lagi.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu
og basjarfógetinn í Hafnurfirði, 3. jtmí 1942.
Jób. Gunnar Ólafsson
settur.
♦ ÚTBREIÐIÐ TÍMANN^
544
Victor Hugo:
Esmeralda
541
inn heiftúðugur. Gætið þessa manns,
Tristan.
Olivier kraup á kné og mælti hirðu-
leyislega:
— Herra! Galdrakvendi var dæmt til
dauða á dómþingi yðar. Henni tókst að
flýja í Frúarkirkjuna. Fólkið vill hrífa
hana þaðan með valdi. Hershöfðinginn
og varðliðsforinginn komu hingað beint
frá uppþotinu og geta sagt mig lygara,
ef ég hefi sagt yður ósatt. Fólkið hefir
sezt um Frúarkirkjuna.
— Einmitt, sagði konungur hóglát-
lega. Hann var fölur ásýndum og harmi
lostinn. Frúarkirkjan. Þeir sitja um
Frúarkirkjuna, og þar er heilög jómfrú
María, verndardýrðingur minn, í sinni
eigin kirkju. Standið á fætur, Olivier!
Þér hafið ekki logið. Ég veiti yður em-
bætti Simonar Radins. Þér sögðuð sa,tt.
Nú er vopnunum beint að mér. Galdra-
nornin nýtur verndar í hinni heilögu
kirkju. Kirkjan er í vernd minni. Ég
hélt, að öllu uppþotinu væri stefnt gegn
yfirdómaranum. Nei, en það er ég sjálf-
ur, konungurinn, sem að er veitzt.
Hann gekk fram og aftur um gólfið
og virtist yngjast stórum við reiðina.
Honum var nær um megn að tala. Var-
ir hans krepptust í krampakenndum
flogum.
og herforingi, sem klappar á hálsinn á
stríðshesti sínum.
— Sei — sei —'nei, sagði hann. Bast-
illan mín hrynur ekki, þótt gusti. Hafið
þér séð uppreisn, meistari Jakob? bætti
hann við og sneri sér að hinum kot-
roskna sendimanni frá Flæmingjalandi.
— Ég hefi tekið þátt í uppreisn, sagði
vefarinn.
— Hvernig er farið að því að koma
af stað uppreisn? spurði konungurinn.
— Það er ekki erfið þraut, svaraði
Coppenole. Til þess eru ótal leiðir. En
meginskilyrðið er megn óánægja. Og
óánægja er næsta títt fyrirbrigði. Geðs-
lag fólksins er og þýðingarmikið atriði.
Fólkinu í Gent er alls ekki ósýnt um
uppreisnir. Því gezt ávallt vel að
syni furstans, en furstann sjálfan hata
þeir meira en myrkrahöfðingjann.
Jæja — hugsum okkur, að maður komi
komi inn í búð mína og segi: Coppen-
ole! Þetta eða hitt amar að. Flæmingja-
land verður að sjá erindrekum sínum
borgið. Yfirdómarinn hefir komið fram
með nýjar kröfur — eða eitthvað á þá
leið. Þá hverf ég frá vinnu minni, yf-
irgef vefnaðarbúðina og þramma út á
götu og hrópa: Til vopna! Þarna liggur
einhvers staðar kassi. Ég stíg upp á
hann og öskra það, sem mér er í hug,
og þeim, sem lifa og hrærast meðal al-