Tíminn - 18.07.1942, Page 2
314
80. Mað
TÍMIM, laugardaginn 18. jjiílí 1942
Eysteínn Jónsson:
Blekkingar Sjálfstæðis-
manna um jarðeignamálíð
'gímtnn
Laugardayinn 18. jtclt
Hínn borgaralegí
tónn kommúnista
Ýmsar stjórnmálagreinar, sem
sem birzt hafa í Þjóðviljanum,
blaði kommúnista, seinustu
dagana, munu áreiðanlega hafa
komið mörgum spanskt fyrir
sjónir.
Sigfús og Einar hafa keppzt
við að lýsa kommúnistaflokkn-
um sem umbótaflokki, er starf-
aði á grundvelli þingræðis og
lýðræðis og myndi því fús til
samstarfs við Alþýðuflokkinn
og Framsóknarflokkinn um
hófsamar endurbætur hins
borgaralega þjóðfélags. Þeir
hafa harðlega afneitað bylting-
unni, sem væri fundin upp af
borgarablöðunum og notuð til
að svívirða kommúnistaflokk-
inn. Þannig segir t. d. í rit-
stjórnargrein í Þjóðviljanum 15.
þ. m.:
„Sósíalistar óska þess af heil-
um hug, að þau hamskipti hins
ytra skipulags, sem verða þurfa,
geti farið fram á grundvelli laga
og lýðræðis. Allt skraf þjóð-
stjórnarflokkana ‘ um byltingar-
hug okkar sósíalista er því
fleipur eitt og bull.“
Næsta dag, 16. þ. m., ræðir
blaðið enn um „hamskipti"
þjóðfélagsins, sem framkvæma
megi með „friðsamlegu móti“.
Það segir:
„Að nokkurn lifandi mann,
sósíalista eða aðra, langi frek-
ar til að framkvæma með vopn-
aðri uppreisn hugsjón sína en
með friðsamlegu móti, það er
slík fásinna að ekki ætti að
þurfa að eyða orðum að því.“
Þannig hefir verið blíður og
borgaralegur tónn í Þjóðviljan-
um seinustu dagana. Það hefir
tæpast verið hægt að átta sig á
öðru en að þarna væri á ferð-
inni hæglátur, borgaralega
sinnaður umbótaflokkur. Svo
vandlega hefir öllum einkenn-
um kommúnismans verið
stungið undir stól.
En þetta eru ekki fyrstu
greinarnar, sem forsprakkar
kommúnista hafa skrifað til að
túlka mál sitt.
Það liggur fyrir eldra mat
kommúnistaforingjanna á því,
hvort þeir álíti unnt að breyta
þjóðfélaginu eftir leiðum þing-
ræðis og lýðræðis.
Þannig segir í ávarpi frá
kommúnistaflokki íslands 12.
júní 1931:
„Tilgangur kommúnista með
því að taka þátt í kosningum til
Alþingis og bæjarstjórnar er
ekki fyrst og fremst sá, að koma
fulltrúum inn á þessar sam-
kundur, heldur að boða al-
þýðunni til sjávar og sveitar
stefnu kommúnismans og safna
henni undir merki stéttabar-
áttunnar....
Kommúnistum er það full-
ljóst, að þingið getur aldrei orð-
ið nýtilegt vopn í hendi verka-
lýðsins. Verkalýðurinn verður
að skapa sér sitt eigið ríkisvald
og hann mun ekki gefa arð-
ránsstéttinni, sem hann ætlar
að afnema, neinn þátt í því.“
Einar Olgeirsson segir í Rétti
1933:
„Að prédika yfir verkalýðnum
friðsamlega breytingu auðvalds-
skipulagsins, það er hlutverk
þeirra manna, sem vilja teyma
hann eins og lamb undir fallöxi
fasismans."
Einar segir ennfremur:
„Og þess vegna á sá verkalýð-
ur, sem ætlar að afnema þetta
auðvaldsskipulag, enga aðra
leið en vægðarlausa dægurbar-
áttu fyrir hagsmunum sínum,
háða með verkföllum og hvaða
öðrum ráðum, sem duga, með
rótfestu í þýðingarmestu vinnu-
stöðvum auðvaldsframleiðsl-
unnar og sú verkfallsbarátta
leiðir til sífellt skarpari árekstra
við burgeisastéttina og jríkis-
vald. hennar — og nær að lokum
hámarki sínu í vopnaðri upp-
reisn verkalýðsins gegn her-
væddri yfirstétt fslands.“
Hér er stefna kommúnismans
túlkuð grímulaust. Hér er hik-
laust felldur sá dómur, að bylt-
ing handaflsins og vopnanna sé
Sjálfstæðismönnum er nú
loks að verða það ljóst, að fylgi
þeirra í sveitum landsins er
að þurrkast út — með örfáum
undantekningum, sem eiga sér
annarlegar rætur.
Enda þótt þeir hefðu átt að
sjá það fyrir, að fjandskapur
þeirra við málefni bændastétt-
arinnar hlaut að hafa þessar
afleiðingar, þá verður eigí ann-
að séð en forkólfar þeirra hafi
skyndilega uppgötvað hvernig
komið var — orðið lostnir skelf-
ingu og í fátinu gripið til hinna
auvirðilegustu örþrifaráða, til
þess að bjarga því, sem bjargað
yrði.
Eitt meginúrræðið átti að
vera í því fólgið að breiða út þá
lygasögu, að Framsóknarflokk-
urinn ætlaði sér að taka jarð-
eignir bænda og gera allar jarð-
ir að ríkiseign. Heimildin fyrir
því að þessi væri stefna flokks-
ins átti að vera yfirlýsing af
minni hálfu á Alþingi 1934 í
útvarpsumræðum á eldhúsdegi.
Hefði ég þá lýst því yfir að
Framsóknarflokkurinn hefði
haft það að kosningamáli að
eina leiðin til að koma stefnu
kommúnista í framkvæmd.
Þegar gerður er samanburð-
ur á skrifum kommúnista 1931
og 1933 og greinum Þjóðviljans
seinustu dagana, mun mörgum
verða að spyrja: Getur þetta
verið einn og sami flokkurinn?
Hefir stefna hans breyzt svona
gersaiplega?
Þessar spurningar stafa af ó-
kunnugleika á starfsháttum
kommúnista. Þeim reyndist
vonlaust að afla sér fylgi með
einhliða boðun byltingarstefn-
unnar. Þess vegna breyttu þeir
um starfsháttu. Þeir þóttust
fylgjandi lýðræði. Þeir þóttust
fúsir til samstarfs við frjáls-
lynda álokka. Þessi nýja áróð-
ursaðferð hefir gefizt þeim
miklu betur. Þess vegna er henni
nú fylgt af meira kappi en
nokkuru sinni fyrr. Þess vegna
er Brynjólfur látinn hverfa sem
mest í skuggann, en telft fram
meinlausari manneskjum eins
og Sigfúsi Sigurhjartarsyni,
Katrínu Thoroddsen og Stein-
Kaj Munk prestur og rit-
höfundur er í fremstu röð
þeirra danskra andans
manna, sem berorðastir hafa
verið í garð Þjóðverja síðan
Danmörk var hernumin.
Hefir hann oft vikið djarf-
lega að þeim í stólræðum
sínum. Ein af þessum ræð-
um hans fer hér á eftir.
Teksti dagsins segir frá því,
að liðsmenn Heródesar og Fari-
searnir höfðu myndað eins
konar pólitíska samfylkingu.
Ekki var það margt, sem þessir
tveir andstæðingar áttu sam-
eiginlegt, en eitt af fáu var
hatrið til Krists. Hugleiðið, hve
fullir fláttskapar þeir koma til
hans, því að þetta voru mennt-
aðir menn. „Herra“, segja þeir.
„Við vitum, að þú ert sanntrú-
aður og vísar guðs vegi í sann-
leika og lætur ekkert aftra þér;
þú gerir þér ekki mannamun".
Fallega að orði kveðið! Það
liggur við að maður klökkni.
Það er í rauninni merkilegt,
hvernig svona mönnum getur
farið. Þeir héldu, að þeir væru
að Ijúga, en í rauninni var það
hinn hreini, óvefengjanlegi
sannleikur, er þeim kom af vör-
um. En er þeir þóttust segja satt,
er hægt að reiða sig á, að þeir
hafa logið.
allar jarðir í landinu væri gerð-
ar að ríkiseign.
Sá kafli ræðu minnar við
þetta tækifæri, sem fjallar um
jarðeignamálið, er allur úr lagi
færður, enda þótt yfirsézt hafi
að leiðrétta hann. Liggur það í
augum uppi hverjum manni, er
les hann af gaumgæfni. Ég var
í ræðu þessari að hrinda af
Framsóknarflokknum þeim á-
burði Ólafs Thors, að hann
hefði farið aftan að bændum og
gengið inn á stefnu Alþýðu-
flokksins í jarðeignamálinu —
en Alþýðuflokkurinn vildi gera
allar jarðir að rikiseign.
Ég gerði þetta með því að
sýna fram á, að flokkurinn
hefði ekki farið feti framar í
þessum málum en tilgreint var í
kosningaávarpi flokksins 1934.
í því ávarpi segir svo:
„Koma á löggjöf um erfða-
ábúð á jarðeignum, sem eru í
eigu ríkisins.“
„Stuðla að því, að ríkið eða
sveitarfélög geti eignazt með
hæfilegu verði jarðir þær, sem
einstaklingar eða lánsstofnanir
vilja selja.“
í séinni ræðu minni við sama
þóri Guðmundssyni. Þess vegna
er byltingúnni nú daglega af-
neitað í dálkum Þjóðviljans.
En á bak við tjöldin er það
Brynjólfur, sem öllu ræður. Og
í hjarta sínu eru Brynjólfur,
Einar, Jón Rafnsson og Aðal-
björn gullsmiður enn sömu eld-
heitu kommúnistarnir og 1933.
Tækifærissinnuð vinnubrögð
hafa aðeins neytt þá til að
leyna sínu rétta innræti um
stund.
Frjálslyndir menn mega því
ekki láta blekkjast af hinum
blíða og borgarlega tón Þjóð-
viljans um þessar mundir.
Kommúnistar munu aldrei ljá
hjálp sína til að endurbæta
þjóðfélagið með friðsamlegum
hætti. Fyrir þeim vakir ekkert,
nema bylting. Þeir, sem vilja
breyta þjóðfélaginu á grund-
velli þingræðis ’og lýðræðis, eiga
því enga samleið með kommún-
istum. Þeir eiga heima hjá
Framsóknarflokknum, sem
vinnur að upprætingu íhalds og
kommúnisma með friðsamlegu
umbótastarfi. Þ. Þ.
En með þessu ætluðu þeir að
tæla Jesú í gildru. Þeir ætluðu
að ginna hann til óvarkárni.
Hann hefði að vísu getað vikið
öllum vanda sér af höndum.
Hann hefði getað sagt, að tog-
streita um skatt til keisarans
væri sér óviðkomandi; ég er
ekki konungur yfir auðæfum
þessa heims, gat hann sagt;
mitt ríki er á himni.
Frelsarinn hefði vissulega
getað vikið frá sér öllum spurn-
ingum. Og honum hlýtur að
hafa verið ljós hættan, sem
honum gat af því stafað, að
rísa til andstöðu gegn áhrifa-
mestu flokkum ríkisins.
Hann opnar munninn. Við
bíðum með eftirvæntingu orða
hans. Nú skal það koma á dag-
inn, hvort hann er guðs þjónn
eða óttasleginn garmur. Fyrsta
orð hans er skammaryrði —
kröftugt skammaryrði:
„Þér, hræsnarar“, segir hann.
Þarna er engin blíðmælgi, það
skal öllum ljóst vera. Nú geta
allir séð, hve málum er háttað.
„Sýnið mér skattpeninginn".
Þarna eru engin undanbrögð
eða. loddaraleikur, ekkert hik í
huga. Svarið er reiðubúið á
sömu stundu og spurningin er
lögð fram.
„Hvers mynd og yfirskrift er
þetta?“
„Keisarans“.
tækifæri endurtek ég þessa
málsvörn og tilfæri ég þá orð-
rétt ofangreind ummæli úr
kosningastefnuskrá flokksins.
Enda þótt ummælin í fyrri
ræðunni séu úr lagi færð, getur
enginn heiðvirður maður, sem
þekkir afstöðu flokkanna hér á
landi, fengið út úr þeim annað
en það, að Framsóknarflokkur-
inn hafi ekki farið lengra í
jarðeignamálinu en kosninga-
ávarp flokksins ákvað. Samt
sem áður lúta Sjálfstæðismenn
svo lágt að halda því fram, að
í ræðunni hafi verið fólgið allt
annað. Ef þeir hefðu rétt fyrir
sér, þá hefði ég átt að halda
því fram á Alþingi, að í kosn-
ingaávarpi Framsóknarflokks-
ins 1934 hefði verið lýst yfir
þeirri stefnu, að allar jarðir
væru gerðar að ríkiseign! Þykir
mönnum það ekki trúleg saga?
Þá má svo sem nærri geta,
hvort Ólafur Thors, sem svaraði
mér í þessum umræðum, hefði
ekki þá reynt að gera sér mat
úr slíkri yfirlýsingu af minni
hendi, ef hún hefði komið fram
— eða íhaldsblöðin — en engu
slíku er til að dreifa af þeirri
einföldu ástæðu, að engin slík
yfirlýsing hefir frá mér komið,
hvorki fyr né síðar. Þetta veit
Ólafur Thors og aðrir, sem hafa
haldið á lofti blekkingunum um
stefnu Framsóknarflokksins í
jarðeignamálinu, ofur vel — og
sýnir það vel sjálfsvirðingu
þeirra og málstað, að þeir skuli
ekki skirrast við að grípa til
slíkra aðferða.
Stefna Framsóknarflokksins í
jarðeignamálinu er skýrt mörk-
uð í 'kosningaávarpi flokksins
frá 1934, svo sem að framan
greinir. Henni hefir flokkurinn
fylgt og það er alveg þýðingar-
laust fyrir Sjálfstæðismenn að
reyna að draga athyglina frá
fjandskap þeirra við málefni
bændanna með því að vekja upp
tortryggni í garð Framsóknar-
manna út af afstöðu þeirra í
jarðeignamálinu.
Vekið athygli kunningja yð-
ar á, að hverjum þeim manni,
sem vill fylgjast vel með al-
mennum málum, er nauðsyn-
legt að lésa Tímann.
„Gefið þá keisaranum það,
sem keisarans er, og guði það,
sem guðs er“.
Þessi skyndimynd af Jesú er
ævarandi að gildi. Hún er eilíf
list.
Hættunni er bægt í burtu um
sinn; hér þarf ekkert af að má
og engu við að bæta. En hér er
það svar greitt, sem haldgott er
um allár aldir. Það lýtur engum
lífvana skorðum; það er lífsins
orð, eggjandi og hvasst. Kristn-
um er að skyldu gert að greiða
keisaranum það, sem keisarans
er, og því boði höfum við fylgt.
Við höfum verið þeir löghlýðn-
ustu borgarar, sem hægt er að
hugsa sér. En: Krefðist keisar-
inn meira en hans var, þá var
enginn sá til, er harðari and-
stöðu veitti en við. Ár eftir ár
vorum við ókúganlegir, áratug
eftir áratug, öld eftir öld, þar
til loks við hrósuðum sigri.
Margs gat keisarinn krafizt
af okkur: Fjármuna okkar,
starfsþreks; æskuára okkar, lífs
okkar.
En ef hann heimtaði, að við
lýstum svart hvítt, teldum harð-
stjórn frelsi, lýgina sannleika,
ofbeldi og ránskap réttlæti, þá
svöruðum við: Skrifað stendur:
Þú skalt ekki aðra guði hafa.
Og krefðist hann hins sama
enn á ný, svöruðum við: Enn
stendur skrifað: Þú skalt ekki
leggja nafn guðs þíns við hé-
góma.
Látum hann svo koma með
ljón sín og tígra, gálga sína og
bálkesti. Blóð kristinna manna
er sæði, var sagt í hinni fyrstu
kirkju. Við sigrum með dauða
Dr. Helgí P. Bríem
ræðismaður íslendinga í New
York.
Fyrir skömmu fluttist dr.
Helgi Briem frá Portugal vestur
um haf til að taka þar við ræð-
ismannsstöðunni í New York.
Helgi er sonur Páls Briem amt-
manns og Álfheiðar Helgadótt-
ur Hálfdánarsonar. Á námsár-
um sínum í menntaskólanum
kynntist hann mikið Sigurði
Sigurðssyni búnaðarmálastjóra
og fékk af þeirri kynningu víð-
ari yfirsýn um landhætti heldur
en gerist um námsmenn á hans
aldri. Að loknu stúdentsprófi
stundaði Helgi hagfræðinám í
Kaupmannahöfn, Oxford, Ber-
lín og París. Hlaut hann með
þeim hætti óvenjulega fjöl-
breytta þekkingu á málefnum
forustuþjóðanna í Evrópu. Að
loknu prófi varð hann skatt-
stjóri í Reykjavík og kom á al-
gerðri nýbreytni í því starfi.
Þegar íslandsbanki hætti 1930
og Útvegsbankinn reis á rúst-
um hans, varð Helgi einn af
þrem bankastjórum, með þeim
Jóni Baldvinssyni og Jóni Ól-
afssyni. Tveim árum síðar
skiptust þeir Helgi Guðmundss.
og Helgi Briem á Störfum. Helgi
Briem varð fiskifulltrúi í Barce-
lona, en Helgi Guðmundsson
settist í sæti hans í Útvegsbank-
anum.
Fyrstu misserin, sem Helgi
Briem dvaldi á Spáni, ferðaðist
hann um alt landið, kynntist
sérþörfum manna í öllum
iandshlutum og gaf Fiskifélags-
deildinni á íslandi margar þýð-
ingarmiklar upplýsingar. Hann
átti góðan þátt í að hafin var
sú regla að gera hvern fram-
leiðanda Spánarfisks ábyrgan
um vörugæðum.
Eftir að borgarastyrjöldin
braust út á Spáni flutti Helgi
Briem til Berlín og var verzl-
unarráðunautur við sendisveit
Dana. Fór hann á þeim árum
margar ferðir til Rússlands og
(Framh. á 3. síðu)
okkar. Framar ber að hlýða
guði en mönnum. .
Gefið keisaranum það, sem
keisarans er, guði það, sem guðs
er. Kristinn maður á borgara-
rétt í tveim miklum ríkjum.
Fari svo, að í odda skerist milli
þeirra, veit hann strax hverju
þeirra hann er meir skuldbund-
inn.
Þetta er nú gott og blessað —
en kristindómur á ekki að vera
pólitískur, segjaanenn. En hver
hefir ákveðið það? Enginn sig-
urherra skipar þó kristindómn-
um til sætís.
Jæja. — En segjum samt, að
kristindómurinn sé ópólitískur.
En er hann það þá? Látum það
gott heita. Það getur eins vel
verið rétt sem rangt.
Þú getur verið íhaldsmáður
og sameignarmaður og allt þar
á milli, og þó kristinn maður.
Að því leyti er þetta rétt. Bæði
íhaldsmaður og sameignarmað-
ur getur birt kristindóm sinn í
breytni sinni. En vilji einhver
skilja þetta á þá leið, að krist-
indómurinn eigi ekki að vera
að stinga nefi sínu milli stafs
og hurðar í málefnum þessa
heims, þá er sá maður á villi-
götum.
Leiðum fyrir alla muni
stjórnmálin ekki upp í prédik-
unarstólinn, segja menn. Nóg
er' að heyra fjallað um slíkt í
útvarpi og lesa um það í blöð-
um — forðum okkur frá slíku
í húsi guðs. En hvernig er með
slík mál farið í blöðum og út-
varpi? Er ekki hugsarflegt að á
annan veg yrði um/þessi mál
fjallað í guðs húsi, heldur fólk
Björn Bírnir
fimmtugur
Björn Birnir bóndi i Grafar-
holti í Mosfellssveit er fimmt-
ugur í dag. Hann er fæddur að
Reykjahvoli í Mosfellssveit 18.
júlí 1892, sonur Björns Bjarna-
sonar hreppstj. og fyrrv. al-
j þingismanns í Grafarholti, og
konu' hans Kristrúnar Eyjólfs-
dóttur frá Stuðlum í Reyðar-
firði, og er hún látin fyrir
nokkrum árum.
Björn ólst upp hjá foreldrum
sínum í Grafarholti, við hin
beztu þroskaskilyrði. Hlaut
hann ágæta almenna menntun
bæði í skólum og ekki síður
heima á hinu fjölmenna og
myndarlega heimili með gáfuð-
um og vel menntuðum foreldr-
um og vel gefnum og glæsileg-
um systkinaskara.
Tók hann og þau systkinin
mikinn þátt í störfum ung-
mennafélaganna á æskuárum
sínum, og var. Björn þar jafn-
an leiðandi kraftur bæði í fé-
laginu heima fyrir og sömu-
leiðis í heildarstörfum allsherj-
ar-sambandsins.
Árið 1918 fór hann utan og
dvaldi árlangt við verklegt
búnaðarnám víðsvegar á Norð-
urlöndum, en lengst af í Sví-
þjóð.
Eftir heimkomuna tók hann
við búsforráðum í Grafarholti,
og keypti þá jörð og bú af föð-
ur sínum og hefir búið þar síð-
an.
Fljótlega tóku að hlaðast á
Björn margs konar trúnað-
arstörf fyrir sveit hans, og hef-
ir þeim æ fjölgað eftir því sem
menn hafa fengið meiri reynslu
af starfshæfni hans og trú-
mennsku. Hefir hann nú átt
sæti í hreppsnefnd Mosfells-
hrepps hátt á annan tug ára og
hinn síðari helminginn jafnan
sem oddviti. Við sýslunefndar-
mannsstörfum hefir hann nú
tekið af föður sínum. Auk þess
er hann meira eða minna við
(Framh. á 4. síðu)
er nú vant. Sannarlega! í guðs
húsi skulum við hugleiða það,
er í heiminum gerist, og leggja
á það dóm guðs orða.
í kirkjunni á sem sé að tala
um keisarann og afstöðu keis-
arans til guðs.
Til er fólk, sem vill telja okk-
ur trú um, að kirkjan sé aðeins
griðastaður andans. Kirkjunn-
ar menn skuli ekki fást við
önnur vandamál en þá spurn-
ing'u, hvernig sálir mannanna
verði frelsaðar.
Þetta er prúðbúin trúarhug-
mynd. Ef hann Nonni litli verð-
ur sæll í hjálpræðinu og kemst
í himnaríki, hvað varðar hann
þá um allt vés veraldarinnar?
Allt, sem þessa heims er, má
gjarna fara til'helvítis!
Svona trú er keisaranum að
skapi. Henni veitir hann fús-
lega styrk úr fjárhirzlum sín-
um. Hún þvælist ekki til óþurft-
ar á þeim vegum, sem keisar-
inn ríður. Hún er honum aldrei
til trafala. — Þessi trú hæðir
sjálfan guð.
Kirkjan er þó að minnsta
kosti helgidómur, segir fólk við
mig; þar skal þó ríkja fjálgleg
ró við guðsþjónustur. Jæja!
Verður svo að vera? Ekki þó, ef
sú ró fæst með þögn við röngu
eða boðun lýginnar. Sú prédik-
un, er gengur á svig við sann-
leikann, er djöflaþjónusta. Og
sannleikurinn er ekki þrunginn
ró, hátíðabrag og fjálgleik —
hann særir, brýtur niður og um-
turnar.
Sannleikurinn hentar ekki
varkáru fólki. Það þarf ekki
KAJ MUNKi
Gnð keiNarlnn