Tíminn - 28.07.1942, Page 2

Tíminn - 28.07.1942, Page 2
326 TÍMINTV, þrigjoclaginn 28. jiilí 1942 83. blað Soflonlas Þorkelsson ‘gímirm Þriðjudaginn 28. júlt Jarðránsgrýla Sjálfstæðismanna S j álf stæöisf lokkurinn ætlaði að velja Skagfirðingum þing- mann. Þeir tóku löglærðan pilt af skrifstofu flokksins, settu undir hann bíl og sendu norður. Þeim fannst ekki neinn ljóður á ráði piltsins, þótt hann hefði aldrei í sveit komið, nema sem gestur, hefði aldrei unnið ær- legt handarvik í sveit, og hefði enga þekkingu né reynslu af högum og áhugamálum Skag- firðinga né annarra sveitakjör- dæma. Hitt skipti meira máli, að pilt- urinn hefði góðan bíl til að skjökta í kringum kjósendur í Skagafirði og fullkomið uppeldi til að vera sauðtryggt, hug- kvæmdalaust „íhaldsatkvæði“ á Alþingi. Skagfirðingar voru flestir á öðru máli. Þeir endursendu skrifstofupiltinn, að visu sæl- legan og vel haldinn, en — um- boðslausan. — Þetta er ekki einsdæmi og i sjálfu sér ekki umtals vert, ef pilturinn hefði ekki í málefna- fátækt sinni og barnslegri fá- fræði tekið það óvitaráð að skrökva upp á pVamsóknar- flokkinn alveg ákveðnu stefnu- máli og héldi áfram að vaða um það elginn í Mogganum og ísafold. Pilturlnn tók sér fyrir hendur að fræða Skagfírðinga á því, að Frámsóknarflokkurinn hefði á stefnuskrá sinni, að gera allar jarðir að ríkiseign og taka þær af núverandi eigendum, hvort þeir vildu eða vildu ekki. Þessa fáránlegu staðhæfingu ætlaði pilturinn að sanna með því að vitna í þingræðu Eysteins Jónssonar, þar sem á það er bent, að Framsóknarflokkurinn hafi það á stefnuskrá sinni, að ríkið kaupi jarðir, sem einstakl- ingar vilji selja, ef þær séu vel fallnar til nýbýlastofnunar, og bæjarfélög eða kauptún eignist á sama hátt land, sem þau þurfa tíl ræktunar í nágrenni sínu. Allir viti bornir menn gera sér Ijóst — þótt ekki væri nema af fenginni reynslu — að ann- ars konar jarðakaup koma ekki til greina af hendi hins opin- bera. Enda segir Eysteinn í ræðu sinni, að það væru ekki miklar líkur til þess, að ein- mitt bændurnir mundu sérstak- lega fela Framsóknarflokknum umboð á Alþingl, ef þeir hefðu reynt hann að ásælni eftir óð- ulum þeirra. — Annað hvort eru bændur ekkert á móti því að ríkið eignist mikið af jörðum, — og þá er kosningagrýla íhalds- ins1 þýðingarlaus, — eða þá hitt, að þeir vita að allt tal skrif- stofupiltsins er vesöl og óhönd- ugleg blekking úr gömlum ísa- foldarblöðum. Það sannast hér sem fyrri daginn á þessum pilti, að vitið er ekki meira en guð gaf. Ríkið sækist ekki eftir jarð- eignum og hefir ekki ætlað fé til jarðakaupa, sem nokkru nem- ur. En það hefir þó getað hlaup- ið undir bagga með nokkrum bændum, sem hafa viljað selja jarðir sínar og fá þær síðan til erfðaábúðar. Sumir þessarra manna munu vera meðal þeirra, sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ir velþóknun á. En mesti jarðakaupandi landsins um þessar mundir er Reykjavíkurbær — sjálft höfuð og hjarta Sjálfstæðisflokksins. Hann sækist eftir að kaupa jarðir i fjarlægum sveitum, sem eigandinn vill selja, sækir það svo fast, að hann vill brjóta lög á öðrum og minni sveitafélög- um. Sé þetta jarðrán, er það Sjálf- stæðisflokkurinn, sem stendur fyrir því. Hin einu jarðakaup, sem fram fara um þessar mundir og rétt væri að nefna jarðrán í viðvör- unarskyni, er jarðabrask efn- aðra Reykvíkinga. Þeir bjóða of fjár í jarðir til að eignast þar ítök um veiði og sumardvalir, en láta sig engu skipta margir hverjir, þótt ábúandi hröklist Skipulagning og gatnagerð Reykj avíkurborgar Vestur-íslendingurinn Soffonías Þorkelsson, sem ný- lega var hér á ferðinni og er mörgum góðkunnugur síðan, er nú að birta ferðahugleiðingar sínar í Heims- kringlu. Eru þær hinar skemmtilegustu, því að Soffon- ías er maður athugull og fjölfróður. Tímanum þykir rétt að birta hér einn kaflann úr hugleiðingum hans. Fjallar hann um skipulag og gatnagerð Reykjavíkur- bæjar. Ádeilum á ráðmennsku bæjarvaldanna í þeim efnum hefir oftast verið svarað með því, að þær væru af illgjörnum, pólitískum rótum runnar. Slíku er ekki til að dreifa með Soffonias. Hann kemur hingað sem ferðalangur, er margt hefir séð, og má því telja álit hans eins konar mælikvarða upplýstra aðkomumanna á skipulag og gatnagerð Reykjavíkur. Hefst þá frásögn Soffoniasar: Við erum búnir að sjá margt fallegt í bænum. Þá skulum við líta á það, sem okkur finnst ljótt og aðfinnsluvert, svo að við getum fengið nokkurn veg- inn rétta mynd af höfuðstað landsins. Þá skulum við leggja leið okkar um eldri hluta bæjar- ins; þar munum við mæta því og ef til vill miklu víðar; og hreint ekki svo fáu,- Þá er fyrst að athuga göturn- ar, sem við göngum eftir, því að líkt er um þær og gólf 1 húsum. Ef gólf eru ljót, nýtur það sín ekki, sem í stofunum er, eða stofan sjálf, þó að allt ann- að kunni að vera fallegt. Það nýtur sín heldur ekki, sem við götuna stendur, ef hún er ljót og óhrein. En svo þegar bæði hús og götur eru ljót, þá nær það fyrst hámarki ljótleikans. Og í sumum stöðum blasir þetta við augum vegfarandans. Mætti tilæra nokkra staði í Reykjavík, þessu til sönnunar; en ekki er vert að tefja tímann með því. Þetta blasir hvarvetna við manni í svonefndum „skugga- hverfum“ Reykjavíkur, en þau bera nafnið í annari merkingu en skugghverfi London og New York borgar. í hverfum Reykja- víkur býr heiðarlegt fólk. Hefir burtu, og jörðin sé ekki nytjuð og fari í niðurníðslu. Þetta er jarðrán. Þetta er til niðurdreps fyrir sveitirnar. Þetta ætti að hefta. En vilja Sjálfstæðismenn nokkuð gera til þess? + það valið sér bústað þar fyrir sakir efnaskorts, eri ekki glæpa- hneigðar. Þá er bezt að byrja á byrj- uninni og líta á uppdrátt af bænum; með því fæst dálítið heildaryfirlit yfir legu hans og skipulag. Vekur það mest af öllu undrun manns, hvað göturnar eru óreglulegar og stuttar, lang- flestar þeirra aðeins stubbar. Víða renna þær í odda, aðrar með skábeygjum sitt á hvað, er gerir umferð alla stórhættulega, og tefur hana að miklum mun. Engin regla er sýnileg, hvorki eftir staðháttum, landslagi eða umferðaþörf. Ég hefi aldrei séð uppdrátt af neinum bæ, sem svo er lagður út sem Reykjavík, og aldrei komið í nokkurn bæ, sem svo illt er að rata um sem hann. í fjölmennu borginni New York, getur maður farið ferða sinna og fundið hverja götu, sem maður vill, en það er langt frá því, að ég rataði um Reykjavík eftir dvöl mína þar í níu mánuði; ef ekki sér til sól- ar, verður maður áttavilltur af að hringsnúast um þessa götu- stúfa. Þá er þessi fræga Hringbraut, sem er óvenjulega hlálegt fyrir- brigði í skipulagningu (plann- ing) og ópraktiskt; kemur manni hún svo fyrir, sem börn væru að gera girðingu úr leggj- um kringum völur sínar. Og hvergi gat ég komið auga á það, að gata þessi væri til mikilla umferðabóta, eða, réttara sagt, þeir partar hennar, sem búið var að leggja. Hún er frábrugð- in öðrum götum að því leyti, að hún er geysibreið, með grasflöt- um í miðjunni og akbrautum til beggja handa, — og kemur því vel fyrir; liggur hún í hálfboga kringum bæinn, en sums staðar í gegnum nýju hverin hans, því að byggðin hefir flutzt síðan er braut þessi var mynduð. Báðir endar hennar ná til sjávar, vesturendinn austan við Selja- veginn, en hinn endinn austan við Barónsstíginn. Myndar hún þannig boga um mestan hluta borgarinnar. Mér er með öllu ókunnugt, hver eða hverj ir skipulögðu hinn nýja part bæjarins, en mér fannst skipulag hans óhemju óhentugt og gamaldags. Gamli partur bæjarins er í mesta máta óhentugur fyrir umferð, og er það afsakanlegt; en þrátt fyrir það, vottar þó frekar fyrir hugs- un í skipulagi hans til að mæta umferðaþörfinni, og má þar til nefna Hverfisgötu og Laugaveg, er báðar liggja gegnum bæinn frá Lækjartorgi og austur úr-, en renna saman í odda utan við Hringbrautina. En í Vesturbæn- um, sem er að miklu leyti nýr, er enginn beinn aðalvegur, hvorki í suður eða vestur, nema Vesturgata, en þó með hlykk á. Er mér það ógerningur að sjá, hvað þeir menn höfðu í huga til að mæta umferðarþörfinni, er skipulögðu þessi nýju hverfi. Þá eru göturnar sjálfar. Nokkrar þeirra möl og bik, en flestar aðeins möl; margar eru þær mjóar í gamla parti bæjar- ins, en í hinum nýrri sæmilega breiðar. Undirburðurinn í göt- urnar er brotið grót, og virtist vel frá því gengið; ofan á það kemur svo mölin, en nokkuð leirkennd og því ekki sem bezt til þeirra hluta. En hitt er þó lakara, að möl þessi er lin og mylst í sundur við umferð, verð- ur að mylsnu og ryki; er það mikill bagi að hafa svo haldlít- inn ofaníburð, því að hann fýk- ur geysimikið, en í bleytum myndast forarleðja. Það skiptist venjulega á mold- ryk eða bullandi for eftir tíð- arfarinu, en fyrir mitt leyti vil ég þó heldur forina. Því að þótt vilpurnar séu bæði djúpar og margar, þá geta menn gætt sín, (Framh. á 4. síðu) Úr „Ann&l 19. aldar“ Fyrír íullum hundrað árum Annáll 19. aldar er saman tekinn af Pétri presti Guðmundssyni í Grímsey. Árið 1912 hóf sonur höfundar, Hallgrímur bókbindari á Akureyri að gefa ritið út. Nú hefir bókaútgáfan Edda á Akur- eyri tekið við útgáfunni, og sér Finnur Sigmundsson magister um hana. Hafa alls komið út þrjú bindi af annálnum, 1500 bls. til samans, og nær fram til ársins 1870. í annálnum er margskonar fróðleik safnað á einn stað um hag þjóðarinnar, veðráttu og aðra atburði, sem mestum tíðindum hefir þótt sæta á ári hverju. Hefir höfundur aflað sér heimilda úr prentuðum gögnum og með bréfaskiptum við einstaka menn víðsvegar um landið. Við útgáfuna hefir verið fyllt upp í eyður og margt leiðrétt, eftir heimildum, sem nú eru handbærar. Er því mikill fróðleikur saman kominn í riti þessu, sem hand- hægt er að grípa til. Hér verða teknar nokkrar frásagnir úr annálnum frá árun- um 1840—1843. Frásögnin er óvíða tekin orðrétt, heldur sem sýnishorn þeirra tíðinda og þess „ástands", er þá var í landi. 1840. Tíðarfar var erfitt þetta ár og nýting slæm. „Snjó kyngdi niður á auða jörð um haustið; brá svo aftur til þíðu. Voru öll straumvötn íslaus um jól og mýrar klakalausar sem um hásumar". Hafís kom í marz að Norður- og Austurlandi. Kaupför kom- ust ekki til Akureyrar fyrr en um miðjan ágústmánuð. ísbjörn var unninn á Beru- firði og annar á Vopnafirði. Sagt var, að rostungur hefði gengið á land og lagzt þar til svefns. Verið síðan stunginn með lagjárni og lítið hrært sig við banasárið. Á Snæfjallaströnd rak tvo hvali, er nefndir voru hafur- kelti og laugareyður. — Fuglafli var góður í Drangey. Þá gekk bólusótt um Innnes en dó fátt úr henni. Þar á móti deyddi kvefsýki og kíghósti fjölda barna. Hinn 20. jan. andaðist í Vig- ur Sigurður stúdent Guðlaugs- son. Hann var fæddur á Snæ- fjöllum 1764 og útskrifaður úr Skálholtsskóla 1785. Á skólaár- um hans komst upp kvittur af einhverju litlu galdrakvæði, er þeir Sigurður og Björn Behe- diktsson, síðar prestur í Hítar- dal, höfðu í vörzlum sínum. Urðu þeir fyrir það að víkja úr skóla um hríð. Hinn 24. apríl dó að Vík í Mýrdal Sveinn Pálsson, Sveins- sonar bónda á Steinsstöðum í Tungusveit, fæddur 1762. Stund- aði hann læknisfræði og nátt- úrufræði í Kaupmannahöfn um fjögurra ára skeið, en tók eigi próf. Hann ferðaðist hér um til náttúrurannsókna 1791—1795 að tilhlutun danska náttúru- fræðafélagsins. Var skipaður læknir í Árnes-,Rangárvalla- og Vestm.eyja- og V.-Skaftafells- sýsluhéröðum 1799. Settur land- læknir 25. ág. 1803 — 29. júlí 1804. Fékk lausn 20. nóv. 1833. Kona hans var Þórunn Bjarna- dóttir landlæknis Pálssonar. Hinn 12. maí andaðist Oddur Hjaltalín læknir á 58. ári.---- Svo er Oddi lýst, að hann var fyrirtaks gáfumaður, læknir góður, skáldmæltur vel, fyndinn og gamansamur, drenglyndur og trúrækinn. En mjög hneigðist hann til drykkjar á efri árum. -----Er sú ein saga um glettni hans ,að meðan hann þjónaði landlæknisembættinu 1816— 1820 og sat að Nesi, frétti hann um gamlan mann þar á nesinu, er kynni galdur og heyrði margt sagt af brögðum hans. Oddur komst i kunningsskap við karlinn, lézt hafa hann að trúnaðarmanni sínum og sagði honum ýmislegt af kunnáttu sinni í fornum fræðum. Þótti hinum þá ekki þörf að dyljast lengur fyrir Oddi og sagði hon- um allt af létta um galdra sína. Hrósaði Oddur þá kunnáttu hans og kvaðst vilja nema af Hversvegna orð, sem ekki iá staðizt? Eftir Kjartan Jóliann- esson í nýútkomnu hefti Helgafells er ritdómur um „Sjö töfra- menn“ og einn til (H. K. Lax- ness). Ritdóminn skrifar T. G. (Tómas Guðmundsson skáld). Kemst hann svo að orði: „Er þess skemmst að minnast, að nýlega stóð í blaði einu lýsing á því, hversu yndislegt væri að stranda við sandana í Skafta- fellssýslu. Varð greinin ekki skilin á annan veg en þann, að hvergi væri skip betur komin en þar, að minnsta kosti ekki við hafnargarðana í Reykjavík, og var þetta talin átakanleg sönn- un þess, að H, K. L. væri ómerki- legur rithöfundur." Hér mun vera átt við grein, sem ég skrifaði í Tímann fyrir nokkru síðan, um skipsströnd í Skaftafellssýslum, til að leið- rétta ýmsar firrur, sem H. K. Laxness skrifaði um það efni í Tímarit Máls og menningar. Eftir að hafa bent á ýmsar staðreyndir, komst ég svo að orði: „Sennilega mætti gegja, að hver sá, sem veit hvað gera skal, j geti í hvaða veðri sem er, ef | ekki er aftaka brim, siglt skipi ! sínu upp á sandana í Skafta- fellssýslum næstum jafn örugg- ur um líf sitt eins og að leggja að hafnarbakkanum í Reykja- vík.“ Það eru þessi orð, sem T. G. læzt ekki geta skilið á annað hátt en að ofan greinir. „Næst- um jafn öruggur um líf sitt“ leggur hann út: „Skipið er hvergi betur komið“. Til að tákna „hættulítið“ notar hann orðið „yndislegt“. Enginn skyldi ætla, að skáld- ið Tómas Guðmundsson kunni ekki betri skil á hugtökum ís- lenzkra orða. Hitt er annað mál, að hann mun með þessu hafa viljað hjálpa vini sínum, og er það fallega hugsað. í fyrstunni skrifar H. K. Laxness undir yf- irskini sannleikans og í nafni máls 'og menningar, orð, sem þó eru sannleikanum með öllu ó- skyld, og máli og menningu því algjörlega óviðkomandi. Vegna þess, að leiðréttingar voru birt- ar bæði hér í Tímanum og einn- ig í útvarpinu, finnur T. G. ástæðu til að reyna að rétta við skáldheiður félaga síns. Get ég þó ekki annað séð en síðari vill- an sé jafnvel verri en sú fyrri. Það er sómi hverjum góðum dreng að játa yfirsjónir sínar og biðja á þeim afsökunar, enda séu þær ekki af illvilja sprottn- ar. Þessir tveir þekktu rithöfund- (Framh. á 4. síðu) honum það, er sig brysti. Þótt- ist Oddur vankunnandi í að vekja upp drauga, en hinn lét drjúgt yíir sér. Biður Oddur hann að vekja upp draug fyrir sig og heitir hinn því, en við- búnað þyrfti hann nokkurn að hafa, og skyldi hann láta Odd vita, er hann væri tilbúinn. Nú sem að stefnudeginum kemur, fara þeir Oddur og galdramaðurinn um miðnætti í kirkjugarðinn í Reykjavík. Það var með nýju tungli og veður dimmt, er þeir komu í garðinn. Vísar Oddur galdramanninum á leiði eitt lítið og biður ^aldra- manninn að vekja upp þann, er undir því liggi. Tekur þá galdra- maðurinn til starfa, gengur kringum leiðið nokkrum sinnum, öfugur og rangsælis, með ýmsu kátlegu látbragði. Las hann síðan galdrabænir og særingaþulur yfir leiðinu, en ekki kom draugurinn. Fer þá Oddur að óróast og tekur að á- mæla galdramanninum og seg- ir, að enginn dugur sé í honum til slíkra starfa og skuli hann sjá, hvernig sér gahgi. Oddur hafði staf í hendi, víkur sér frá lítið eitt og keyrir stafinn af , afli í eitt leiðið og segir: „Komdu hér upp, djöfull. Ég skipa þér.“ Óðara en orðinu sleppir, sér galdramaðurinn, hvar upp rís úr leiðinu hjá Oddi vofa ein mikil og ferleg. Heyrir hann Odd segja: „Þarna er maður. Dreptu hann!“ Þykir honum sem draugsi stefni þegar að sér heldur fasmikill, vill víst eigi bíða hans, en tekur á rás og Friðarvinur látinn í fangabúðum. Olaf Kullmann, kunnur norsk- ur sjóliðsforingi, er nýlega lát- inn í fangabúðum í Þýzkalandi. Hann varð sjóliðsforingi 1914, en gerðist yfirréttarlögmaður 1923. Hann gerðist ákafur frið- arsinni fyrir nokkrum árum. Nazistar létu fangelsa hann í fyrrasumar, því að hann hélt áfram friðarprédikunum sínum. Síðar var hann fluttur til Þýzka- lands. Honum var lofuð náðun, ef hann afneitaði fyrri skoðun- um sínum, en því tilboði hafði hann alltaf hafnað. Kúgun norskra kennara. Nokkur hundruð norskra kenn- ara, segir í fréttum norska blaðafulltrúans í Reykjavík, eru nú látnir vinna nauðungar- vinnu í Kirkenes, sem er mik- ilvæg þýzk hafnarstöð rétt við finnsku landamærin. Þeir eru látnir ganga í lélegum fötum og hafa strangan vinnutíma. Þeir verða að ganga fylktu liði til og fá vinnu undir varðgæzlu þýzkra hermanna. Þrátt fyrir þrælkun og ógnir er kjarkur kennaranna í bezta lagi. Vöruskipti Þjóðverja og Japana. Fulltrúi enska stríðsviðskipta- ráðuneytisins hefir viðurkennt, að Þjóðverjar fái nú gúmmí og fleiri hráefni til hernaðar frá Japönum, en Japanir fái ýms- ar vélar í staðinn. Fyrst var haldið, að kafbátar önnuðust þessa flutninga, en nú virðist komið á daginn, að venjuleg skip annist þau og sigli þau ýmist frá Japan suður fyrir Suður-Ameríku eða frá Java suður fyrir Afríku. Um stór- vægilega flutninga getur ekki verið að ræða. Aukakosning í Bretlandi. Seint í fyrra mánuði fór fram aukakosning í kjördæmi einu í Bretlandi. Kosinn var óháður frambjóðandi, Tom Driberg, blaðamaður hjá „The Daily Ex- press“. Þetta er fjórða auka- kosningin, sem gengið hefir þjóðstjórninni brezku í óhag síðan um miðjan aprílmánuð. Þykir þetta lýsa vantrausti á stjórninni. Kiigunaorvinna í Noregi. Samkvæmt fregnum, sem borizt hafa frá Noregi til Lon- don, er gert ráð fyrir, að um 25000 Norðmenn verði neyddir til vinnu við virkjagerð Þjóð- verja í Suður- og Vestur-Noregi í júlímánuði. Nær allir starfsmenn sumra verzlana, 50% af bankastarfs- fólki og allir karlmenn yngri en (Framh< á 4. síSu) leitar útgöngudyra úr garðin- um. Þegar hann kemur að hliðinu, er draugsi kominn á hæla hon- um. Hleypur hann allt hvað af tekur út í myrkrið og þykist eiga fótum fjör að launa, er hann komst heim til sín. Þess þarf eigi að geta, að draugur Odds var maður, er hann lét liggja í leyni í garð- inum við leiði það, er hann sló í staf sínum, og hafði hann hið mesta gaman að leik þessum. 29. júní um morguninn lagði danskur fræðimaður, Schythe, upp frá Þjórsárholti í Gnúp- verjahreppi og ætlaði norður Vatnajökulsveg. Var Sigurður Gunnarsson stúdent, er síðar varð prestur að Desjarmýri og Hallormsstað, í för með honum og tveir menn aðrir og höfðu 17 hesta. Af því að illt var til haga á öræfunum norðan undir Vatnajökli, fluttu þeir með sér 25 fjórðunga af töðu og að öllu voru þeir vel útbúnir. Varð fyrsta dagleiðin upp í Skúms- tungur á afrétti Árnesinga. Annan daginn héldu þeir spöl- korn upp fyrir Dalsá og hinn þriðja undir Arnarfell, en fjórða daginn hvíldu þeir hest- ana, því að þar var hagi góður við rætur fjallsins. Á fimmta degi héldu þeir undan Arnar- felli, norður eftir falljöklinum ’fyrir norðan það, til þess að komast fyrir upptök hinna mörgu kvísla, er undan honum koma. Á jöklinum mátti heita all-fær vegur, því að þótt’ jök- ulsprungur væru margar, voru

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.