Tíminn - 28.07.1942, Síða 4

Tíminn - 28.07.1942, Síða 4
328 T01ITV\. liriðjudaginii 28. jnlí 1942 83. blað Rikisstjornin leiðlr atUygli almcnnings að eftirfarandi: 1. Samkvæmt ákvörðun amerísku herstjómarinn- ar er almenningur bannaður aðgangur inn í herbúðir nema með sérstöku vegabréfi eða sér- stöku leyfi yfirmannsins. Til að koma í veg fyrir að menn óafvitandi fari inn á svæði þessi eru þau afgirt og eru merkt með spjöldum með eft- iríarandi áletrun á ensku og íslenzku: Keep out ....... Aðgangur bannaður. Military property. . Hernaðar útbúnaður. Armed guards .... Varðmenn með byssur. 2. Inngangar inn í herbúðir eru lokaðir með hlið- um á meðan dimmt er, og erú varðmenn með byssur á verði við inngangana. Þeir, sem fara inn á bannsvæði þessi án sérstaks leyfis, gera það á eigin ábyrgð. 3. Sérstök vegabréf til umferðar um herbúðir og bannsvæði í nágrenni Reykjavíkur geta menn, sem á því þurfa að halda, fengið hjá hernaðar- yfirvöldunum, með milligöngu hlutaðseigandi íslenzks yfirvalds. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 24. júlí 1942. Kaupum tómar flöskur þessa viku. Hækkað verð Áfengisverzlun ríkisins tíR BÆNUM Haraldur Guðmundsson alþm. átti fimmtugsafmæli síðast- liðinn sunnudag. Haraldur hefir um langt skeið verið einn bezti forustu- maður Alþ-'ðuflokksins og gegnt mörg- um trúnaðarstörfum í þágu hans. Hann átti sæti í ríkisstjóm Pram- sóknarflokksins og Alþýðuflokksins 1934—1938. Skráning húsnæðislausra manna í Reykjavík er nú lokið. Stóð hún í sex daga. Alls gáfu sig fram við skráninguna 852 einhleypingar og fjöl- skyldumenn. Frá skrifstofu ríkisstjóra: Ríkisstjórinn er kominn aftur úr ferð sinni um Suðurland. Pór hann alla leið austur að Kálfafelli. Á heim- leiðinni kom hann meðal annars að Sámsstöðum í Fljótshlíð og skoðaði þar tún, akra og önnur mannvirki við leiðsögn Klemensar Kristjáns- sonar. Gerðardómslögín . . (Framh. af 1. síðu) ekki sér um kennt, hvernig komið er. Frá sjónarmiði Framsóknar- manna voru gerðardómslögin réttmæt og sjálfsögð lög á sín- um tíma. En framkvæmd þeirra hefir verið spillt og þau eyði- lögð af getulausri og giftu- snauðri stjórn og ábyrgðar- lausum stuðningsmönnum hennar, stríðsgróðamönnunum og kommúnistum. Nú þýðir ekki annað en að viðurkenna, hvern- ig komið er og miða viðreisnar- baráttuna við það ástand, sem er orðið. Nú þarf önnur tök en um síðastliðin áramót. Það sést á sumarþinginu, hvort unnt verður að byrja þessa nýju við- reisnarbaráttu strax eða hvort óaldaröflin verða enn sterkari og steypa þjöðinni út í upp- lausn og öngþveiti nýrrar kosn- ingabaráttu. Um víða veröld (Framh. af 2. síOu) 45 ára, sem vinna á gistihúsum, verða að víkja úr störfum sín- um og taka konur við þeim. Hætt hefir verið í bili við vinnu- skyldu fyrir konur, en í þess stað horfið að því ráði að láta þær taka við störfum sem flestra karlmanna. Rússneskir fangar eru látnir taka við af konum í fiskiðnaðarverksmiðjunum, en karlmenn allir settir í virkja- gerð Þjóðverja. Er talið, að síðar í sumar verði vinnuskyldan látin ná til enn fleiri Norðmanna, ef til vill ekki færri en 45000 rnanna. Hversvegna orð . . . (Framh. af 2. síöu) ar hafa gert glappaskot. Þeir hafa gleymt öðru aðalatriði þess, sem skipað hefir íslenzk- um bókmenntum í fremstu röð heimsbókmenntanna. Auk þess að vera vel skrifaðar, hafa einkunnarorð þeirra verið um aldaraðir: „Skylt er að hafa það, er sannara reynist“. Kjartan Jóhannesson. Skipulagning . . . (Framh. af 2. slðu) svo að ekki þeytist ofan í mann úr þeim eins og rykmökkurinn gerir, ef vindur blæs til muna. En það er versti skollinn við forina, að við getur það borið, að þú fáir gusu úr henni yfir þig allan, þegar bíll fer framhjá, og fundust mér margir bílstjórar tiltakanlega óprúttnir í þeim sökum. Sumstaðar eru gang- stéttir svo mjóar, að ekki verður mætst á þeim, og verður þá annarhvor að stíga ofan í for- ina, og er það undir heppni komið, hvað mikið stendur upp úr vilpunni! En svo er það líka á nokkrum stöðum, að gang- stéttin er bara engin, og verða þá allir jafnt, sem um þá staði fara, að vaða forina, — og finnst mér þó nokkur jafnaðar- mennska í því! En er þurrkar hafa gengið um tíma og forih þornað, má mað- ur búast við að fá vitin full af þessu sælgæti, ef nokkur gola er, svo að ég tali nú ekki um það, þegar veður er hvasst, því að þá standa rykstólparnir margoft hærra en húsin, og verður manni það til i bylj- unum að snúa sér undan og bregða lófanum fyrir vitin. ... Götur og gangstéttir í Reykja- vík eru með ótal ókostum. Einn með þeim verstu er sá, að gata og gangstétt liggja saman án nokkurs millibils, svo sem hér tíðkast með fimm eða tíu feta breiðum geira til hlífðar ryki og sléttum fyrir heimilin og gang- andi fólk; geirar þessir eru einn- ig til hinnar mestu prýði, ef vel er frá þeim gengið, og þeir eru grasi grónir; ég tala nú ekki um það, ef gróðursett væru tré í þessar ræmur, hvað það prýddi mikið göturnar og umhverfi heimilana, en það er ekki; kem- ur það enn í ljós, að skipulag bæjarins er eldgamalt og úrelt. Er það sannarlega illa farið, því að bærinn hlýtur að búa að því, og getur aldrei orðið fallegur, sem hann hefði haft möguleika til — og eins fyrir það, þótt byggð verði þar fögur hús, sem ég efast eki um að verði gert í framtíðinni. Þá er annað sem setur mjög svip á bæinn: Afleitur umgang- ur kringum sum heimilanna; er hann stórum lakari í höfuðstað landsins en í sumum af smærri bæjunum, svo sem Akureyri. Þar virðist þrifnaður utan húss vera kominn í vel viðunanlegt horf, en þó geta Akureyringar bætt sig enn, og gera það von- andi, því að mikill myndar- og þrifnaðarbragur er á mörgu hjá þeim. Þó má ekki skilja mig svo, að ekki séu fjölda mörg heimili í Reykjavík, er gæta fullkom- ins þrifnaðar og sýna smekk- vísi í umgengni utan húss. Og enn er það eitt, sem ég vil minnast á, er óprýðir bæinn mikið: Maður sér víða á götun- um, og jafnvel á gangstéttun- • um, sem hafa verið lagðar fyrir löngu, að verkið hefir ekki verið alveg klárað; sumstaðar lá efn- ið í haug enn, sem átti að fara til þess, en í öðrum stöðum, þar sem verkinu var lokið, lá af- gangur efnisins á veginum, malarhaugar og hnullungsstein- ar, afgangar af gangstéttar- kömbum. Gaf það götunum svip hirðuleysis, að verkið hafði ekk;i verið klárað, og efni það, sem afgangs var, ekki verið hirt. Götur Reykjavíkur voru í sér- staklega slæmu ástandi, eins og í sárum, því að þær höfðu verið grafnar upp fyrir hita- veitunni, en ekki hægt að ganga frá henni, þar sem píp- urnar fengust ekki.enda var það ekki tiltökumál, þótt þar væri ófært bæði mönnum og skepn- um. En það voru einmitt götur þær, sem ekkert hafði verið hreyft við, sem þannig litu út, sem ég hefi verið að lýsa. Ég tel, að bæjarstjórn Reykjavíkur þurfi að lita betur eftir þessu, og hafa meira hönd í bagga með götugerðarmönnum sínum, og þeim, sem hafa aðalumsjón með þeim verkum, því að þetta verk- lag er höfuðstaðnum alls ekki samboðið. Og það er annað verra, sem af þessu leiðir, að þegar bæjarstjórnin sjálf sýnir sóðaskap um lagningu gatna og gangstétta, þá má við því búast, að það hafi þau áhrif á fólkið, sem býr við þessar götur, að það verði hirðulaust um útlit og umgengni heimila sinna utan- húss. Sá ég þess allvíða glögg merki, en ekki skal ég segja, hvort það var bæjarstjórnin, sem apaði það eftir fólkinu, eða fólkið eftir bæjarstjórninni. 100 ára ... (Framh. af 1. síöu) steins timburmanns Þorsteins- sonar í Tunguseli. Þar kynntist hún frænda sínum, Jóhanni Árnasyni, fóstursyni Þorsteins, og giftist honum skömmu síðar. Vorið 1880 fluttust þau hjónin búferlum með Þorsteini austur í Miðfjarðarnessel á Lánganes- strönd og hefir Halldóra dvalið þar síðan. Son eignaðist hún áður en hún giftist, Karl H. Bjarnarson, sem nú er dyra- vörður í Arnarhváli í Reykjavík, en með Jóhanni manni sínum eignaðist hún tvo sonu, dó ann- ar ungur, en hinn, Benedikt, lif- ir og býr nú í Miðfjarðarnesseli, ásamt konu sinni Margréti Jón- asdóttur frá Gunnarsstöðum í sömu sveit, sem Halldóra .tók til fósturs unga mjög. Nýtur hún nú umönnunar og ástríkis þeirra, sonar síns og fósturdótt- ur og dætra þeirra. Jóhann mann sinn missti hún fyrir mörgum árum, en bjó áfram með Benedikt syni sínum þar til hann giftist og hefir síðan dvalið hjá þeim hjónum, eins og áður er sagt, Haldóra var fríð kona sýnum og vel á sig komin, góðum gáfum gædd, en átti lítinn kost menntunar, sem þá var titt. Samt var hún bók- hneigð, þótt oftast yrði hún að láta bókalestur sitja á hakanum fyrir striti og stríði dagsins. Hún kunni mjög mikið af vísum og ljóðum alls konar, enda var hún stálminnug og er það enn. Mjög þyjúr henni gaman að ættfræði og þykir gott að tala um þau efni. Barngóð og barnelsk var hún og er með afbrigðum . og dýravinur mikill. Nú hefir Halldóra legið í kör í 16 ár og blind nokkuð mörg síð- ustu árin, en hefir enn nokkra heyrn og er glögg á að þekkja menn af málrómi. Vafalaust munu vinir og kunningjar, og þeir eru margir, senda henni hlýjar kveðjur á þessuip. merki- legu tímamótum, sem svo fáum auðnast að ná. Guð blessi æfi- kvöld hennar! Vinur. 620 Victor Hugo: ekki haft hirðu á að ræna slíku af lík- inu. Hin beinagrindin — handleggir henn- ar vafðir utan um þessa — var af karl- manni, sem bersýnilega hafði verið krypplingur. Höfuðið hafði setið djúpt niðri á milli axlanna og annar fóturinn verið mun styttri en hinn. Þess sáust þó engin merki, að hann hefði endað líf sitt í snörunni. Þessi maður hlaut að hafa komizt lífs inn í grafhvelfinguna og dáið þar. Þegar menn ætluðu að aðskilja beinagrindurnar, brustu hold- tægjurnar, er haldið höfðu beinunum saman til þessa. Pétur Gringoire hafði tekið geitina að sér og annaðist hana sem hann kunni. Hann stundaði stjörnufræði, heimspeki, byggingarlist, gullgerðarlist og fleiri merkilegar fræðigreinar til skiptis. Að lokum skrifaði hann harmleik mikinn, og það var sýnu verst af þessu öllu. En nafnið var gott. Sjálfur nefndi hann leikinn: „Að hljóta sorgleg endalok.“ Já, og Föbus de Chateaupers hlaut einnig sorgleg endalok, — hann kvong- aðist. E n d i r . EFTIRMÁLI. Hinni frægu skáldsögu Victors Hugo, Esmeralda 621 Esmeröldu — eða Notre Dame, eins og hún er nefnd í sumum útgáfum — er birzt hefir sem neðanmálssaga í Tím- anum seinustu fimmtán mánuðina, lýkur í dag. Var þó við þýðingu bókar- innar fylgt útgáfu, er stytt var til veru- legra muna, þótt þar væri vitanlega í engu vikið frá söguþræðinum né heldur orðalagi höfundar þar sem annars var kostur. JCann að vera að sumum þyki það ekki svo lítill ágalli að fá söguna ekki í heilu lagi frá orði til orðs eins og hún kom frá hendi höfundar, en vegna þess, hve langdregin hún hefði orðið sem neðanmálssaga var þó horf- ið að hinu ráðinu. En þess má geta, að útgáfan, sem fylgt var, er mjög vönduð, þótt stytt væri, enda höfð hliðsjón af fleirum, eins og getið var í blaðinu, er sagan hófst. Aðrir eru svö þeir — og sá hópur les- enda er sennilega fjölmennur — sem láta sig það engu skipta, þótt sum- staðar séu felldir úr kaflar eða löngu máli vikið til styttra, þegar það er auð- gert, án þess að heildarsvipurinn rask- ist, en telja hins vegar, að slík saga sem Esmeralda sé ekki nógu spennandi, þ. e. frásögnin sé nógu hröð og æsandi at- burðir, sem tvísýnt sé, hvernig lykti, reki ekki hver annan nógu rækilega. En þegar um það var að velja, að þýða ,-ri r-rlTtM rrrrrr. ÆFINTÝRl í KYETV- ARGENTÍM SKÖRUTVGUREYTV (They Met in Argentina) (The Lady from Chyenne) Amerísk dans og söng- mynd. Skemmtileg og spennandi MAUREEN O. HARA, amerisk stórmynd. JAMES ELLISON. LORETTA YOUNG, AUKAMYND: ROBERT PRESTON, Stríðsfréttamynd EDWARD ARNOLD, Börn innan 12 ára fá ekki GLADYS GEORGE. aðgang. • Aðgm. seldir frá kl. 1. Sýnd kl. 7 og 9. t Bróðir minn Magnús Stefánsson, (Örn Arnarson) skáld andaðist á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði laugardaginn 25. þessa mánaðar. Jarðarförin verður ákveðin síðar. Fyrir mína hönd og f jarstaddra systra og annarra vanda- manna, Stefanía Stefánsdóttir. Maðurinn minn Eiríkur Gíslason, trésmiður andaðist að heimili sínu, Gunnarshólma, Eyrarbakka, 24. þessa mánaðar. Fyrir mína hönd, barna minna og annarra vandamanna, Guðrún Ásmundsdóttir. SAVON de PARÍS mýkir húðina og styrkir. Gefur henni yndisfagran lit- blæ og ver hana kvillum. >' • * AOTIÐ SAVON hmnumtuum»?i»tiiimi:m»h:mi»«;»mn?m:m»mi»i»i»»ttituimmiiiit»i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.