Tíminn - 11.08.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.08.1942, Blaðsíða 3
87. blað TÍMINN, þriðjndagiim 18. ágúst 1943 343 öngfþveítí atvínnulífsins (Framh. af 2. siðu) heldur líka allt það hann hefir fengið greitt upp í gamlar skuldir. Búnaðarbanki íslands hefir fylgt sömu stefnu og aukið útlán sín á sama tímabili úr 14 milj. kr. í 19 milj. kr., eða um 34%. Það liggur í augum uppi, að þessi lánsfjáraustur úr tveim- ur áðurnefndum bönkum, á sinn mikla þátt í því að skapa verð- bólgu í landinu. — Enga vitn- eskju hefi ég getað fengið um það, til hvers þessi stórauknu útlán hafa gengið. Ólíklegt þyk- ir mér þó, að aukningin hafi gengið til nýrra lána handa sjávarútvegi og landbúnaði, því báðar þessar höfuðatvinnu- greinar þjóðarinnar munu hafa greitt skuldir á áðurnefndu tímabili, og lítt stofnað til nýrra skulda. Eg hefi hér að framan bent á það, að óhyggileg notkun fjár- muna og óheilbrigð eftirspurn eftir vinnukrafti hafi orsakað stórhættulegan grundroða í at- vinnulífi þjóðarinnar, sem einkum ógni landbúnaðinum, en sé líka orðinn fiskveiðum landsmanna fullhættulegur. Þá er hinn stórkostlegi og eftir- litslausi peningastraumur á góðri leið með að reisa hér dýr- tíðaröldu, sem vér ekki fáum við ráðið, ef allt verður látið reka á reiðanum hér eftir sem hingað til. Höfuðorsakir þessara tveggja meinsemda, glundroðans í at- vinnulífinu og verðbólgunnar, tel ég fyrst og fremst: 1. Óhæfilega marga íslenzka verkamenn í setuliðsvinnu. 2. Þarflausar og dýrar bygg- ingar í Reykjavík og nokkrum hinna stærri kaupstaða. 3. Óhæfileg og þarflaus aukn- ing kaupsýslustéttarinnar og gersamlega þýðingarlausra veitingastaða og iðnaðarfyrir- tækja, sem soga til sín vinnu- aflið. 4. Iðjuleysi. 5. Óhyggileg fjármálastefna bankanna (Útvegsbankans og Búnaðarbarikans). Hér er bent á, í stórum dráttum, það sem mér virðist hættulegast fyrir atvinnulíf og fjárhagslíf þjóðarinnar í nútíð og nánustu framtíð. Ég veit, að fleiri en ég sjá þetta og leit- að hefir verið úrræða til að hamla á móti ófarnaðinum, en ég er þeirrar skoðunar, :— og hefi verið það lengi —, að þau ráð, sem á hefir verið bent til leiðréttingar, hafi annaðhvort verið gagnslítil, eða náð svo skammt, að þau gátu enga veru- lega bót ráðið á ófarnaðinum, án annarra aðgerða. Helztu úrræðin, sem reynd hafa verið, til að bæta úr ágöll- fé, sém | um þeim, sem ég hefi bent hér á, eru þessi: 1. Stríðsgróðaskattur: Hann kemur að mjög litlum notum, þar sem hann tekur ekki úr um- ferð, nema efsta kúfinn af stór- tekjum fyrirtækja og einstakl- inga, og vinnur því lítið á móti verðbólgunni, þar sem stríðs- gróðaskatturinn lætur óhreyfð- ar allar tekjur undir 50 þús- undum króna. 2. Samningur um takmörkun íslenzkra verkamanna í sptu- liðsvinnu: Þessir samningar hafa komið að litlu haldi. í fyrsta lagi er fækkun verka- manna í setuliðsvinnu allt of lítil, og í öðru lagi hefir ekkert verið gert til þess að koma því til vegar, að þeir verkamenn, sem hverfa úr setuliðsvinnu, gangi í þjónustu landbúnaðar og fisfcveiða, sem mest þurfa vinnuaflsins við. 3. Lögbinding kaupgjalds og afurðaverðs — eða gerðardóm- ur í kaupgjalds- og verðlags- málum: Ég hefi aldrei haft verulega trú á þessum leiðum einum saman. Ég benti á það strax, þegar fyrst var minnst á að fastbinda kaupgjald og verð landbúnaðarvara með lögum, að slík ráðstöfun mundi aðeins verða á pappírnum, en ekki valda neinum verulegum bót- um á þeim erfiðleikum, sem verið var að glíma við. Það væri bersýnilegt, að tilgangs- laust væri að lögfesta kaup- gjald, meðan eftirspurn eftir vinnu væri meiri en hægt væri að fullnægja. Kaupið mundi því hækka í einhverri mynd. Hins vegar mundi lögbinding á verðlagi þeirra landbúnaðar vara, sem mestu máli skifta, mjólkur og kjöts, rígbinda verð- lagið, meðan framboð þessara vara væri meira en eftirspurn- in. ----— Það er ekkert ósanngjarnt, þó farið væri fram á það við mig og aðra, sem illa una núverandi ástandi í atvinnu- og fjármála- lífi þjóðarinnar og telja þær ráðstafanir gagnslitlar, sem hingað til hafa verið reynöar, þó þeir hinir sömu bentu á ein hver ráð til umbóta. Ég tel mér skylt að gera það, þó mér sé ljóst, að mikið muni á skorta, að ég geti bent á ráð sem reyn- ast einhlít. Undirrót glundroðans í at vinnulífinu og verðhækkunar- öldu þeirrar, sem nú rís og virð- ist munu valda varanlegum meinsemdum, álít ég fyrst og fremst þann mikla fjárstraum, er óhindrað . og eftirlitslaust flæðir um hendur almeninngs hér á landi. Að þessum fjár straum þarf því að beina að- (Framh. á 4. siðu) um landsins vegalaus að miklu veginn vantar. Nýræktin krefst leyti, þótt sumsstaðar sé rutt erlends áburðar, búfjárræktin og sléttað svo að fært sé um ' fóðurbætis, steinbyggingar hásumarið. Og vegagerljum , heimta timbur, járn og sement miðar afar hægt. Víða mun það ( símalagnir vírs og staura. Unga taka 20—50 ár að vega sveit- fólkið unir ekki nema það geti ina með sama áframhaldi og nú er. En miklar líkur eru til, að eftir þann tíma verði vegurinn óþarfur. Sveit, sem skortir sam- band við umheiminn, fer í auðn lík-t og limur, sem ekki nýtur blóðrásar, visnar og deyr. Nýir vegir, nýjar byggðir. Sléttur Ameríku byggðust út frá járnbrautum. Ef við ættum að nema land okkar á ný, verð- um við að byggja út frá veg- unum. Allt annað er þýðing- ar]£,ust fum og fálm. Vegurinn á undan öllu öðru í hverri sveit, vegur um alla sveitina. Hin næstu sumur verður að marg- falda vegaféð til framleiðslu- veganna um endilangar sveitir að viðskiptamiðstöðvum. Ég þekki dæmi, þar sem nýleg steinhús standa auð, víðáttu- mikil tún falla úr byggð, og rafstöðvarnar eru lagðar niður, af því að örðugt var um sam- göngur, þó að bitist sé um hvern landskika í þéttbyggðri, vel vegaðri sveit, en afskekkt stórbýli fara í eyði. Þetta voru ekki dutlungar úr fólkinu. Það er staðreynd, að búskapur get- ur aðeins keppt við aðrar at- vinnugreinar, að nýrri tækni verða við komið, og náð verði í góðan markað. En allt slíkt er örðugt og stundum ókleift, ef notið ferðalaga og skemmtana Nýrækt, bætt fóðrun, vinnu- vélar, nýbyggingar, sími og út varp eru undirstaða þess, að lifað verði nýtízku lífi í sveit- um, björtu, vorglöðu lífi, sem e'kki lætur sér bregða við þoku- brælur sumarsins, vetrarbylj eða vorhret, heldur sigrast á öllum dutlungum óblíðrar nátt- úru. En öllu framar byggist nú- tíma búskapur á góðum sam göngum vetur og sumar. Vegur inn er undirstaða alls annars Nú flæðir allt í seðlum Skæðadrífa hinna rauðu seðla hleðst upp í miljónaskafla, í garðshornum einstaklinga og ríkisins. Byggð eru stórhýsi, úr erlendu efni fyrir miljónir af almanna fé, stórhýsi, sem ekki miða að framleiðslu auðæfa heldur hið gagnstæða. Fyrir verð eins slíks stórhýsis mætti byggja margar stórbrýr, eða leggja vegi um fjölmenn héröð skapa nýjar byggðir við nýja vegi. Fé til vegagerða í sveitum vantar ekki, heldur skilning valdhafanna á því, að vegirnir eru frumskilyrði þess, að byggð haldist í sveitum, og að nýbýli verði reist, skilyrði þess, að mat væli verði framleidd i landinu skæði og klæði, og að hin sér stæða, íslenzka menning morkni ekki eða þorni á mal bikuðum strætum. N. N, Enrico Carnso Hann var af bændafólki kominn en var frægasti söngvari heimsins. Þegar Enrico Caruso lézt, 1921, á 48. audursári, voru þjóðir hins menntaða heims harmi lostnar, þvi að fegursta röddin, sem ómað hafði í manna minnum, var hljóðnuð hinzta sinni. Caruso var hrifinn úr tölu lifenda, þegar hann var á hátndi frægðar sinnar. Hann veiktist sökum ofreynslu og háði baráttu við dauðann um sex mánaða skeið, meðan unnéndur hans, er skiptu miljónum, báðu alföður þess, að honum yrði lifs auðið. Hin dásamlega rödd Carusos var ekki aðeins guðsgjöf. Hún •— ar ávöxtur margra ára þrotlauss starfs — látlausra æfinga og óvenjulegrar skapfestu. Fyrst í stað var rödd hans svo veik og tilkomulítil, að einn kennaranna mælti við hann: — Þú getur ekki sungið. Þú ert gersamlega raddlaus. Rödd þín líkist því helzt, er vipdur gnauð- ar við glugga. Árum saman brast rödd hans, er hann hugðist að brýna, hana. Árangur hans var slíkur, að hann var hrópaður niður, er hann söng fyrsta sinni opinberlega. Fáum hefir reynzt örðugra að vinna sér frama en Caruso, þeirra, sem séð hafa vonir sínar um listasigra rætast. Þegar hann hafði hlotið heimsfrægð, gat hann ekki tára bundizt við umhugsunina um þrautir þær, er hann hafði orðið að mæta í upphafi. Móðir Caruso lézt, er hann var fimmtán ára að aldri. Ævi- langt hafði hann mynd hennar með sér, hvert sem hann lagði leið sina. Hún hafði alið tuttugu og eitt barn. Átján þeirra dóu æsku. Aðeins þrem þeirra varð aldurs auðið. Hún var aðeins óbreytt bóndakona og hafði mest af hrakningum og harmi að segja. Eigi að síður hafði hún sannfærzt um það, að sonur hennar væri frábærum hæfileikum gæddur. Henni fannst engin fórn of mikil, sem hún færði í því skyni, að þeir mættu njóta sín. Caruso mælti jafnan: — Móðir mín neitaði sér um skó, til ?ess að ég gæti orðið söngvari. Hann viknaði löngum við þau orð sín. Þegar hann var tíu ára gamall, tók faðir hans hann úr skóla og réði hann í vinnu í verksmiðju nokkurri. Á hverju kvöldi, að loknum önnum dagsins, nam Caruso söng. Hann gat þó ekki sagt skilið við verksmiðjuna, fyrr en tuttugu og eins árs að aldri. Um þær mundir gerðist hann söngvari við veitingahús í grenndinni. Hann söng þá stundum af tilviljun neðan við glugga hefðarkonu nokkurrar. Meðan elskhugi hennar tjáði henni ást sína í mánaskininu, söng Caruso lög sín sem Apollo væri. Þegar honum gafst þess loksins kostur að leika í söngleik, var hann svo taugaóstyrkur, að rödd hans brast, Hann gerði hverja tilraunina af annarri, en ávallt árangurslaust. Að lokum brast hann í grát og flýði á braut. Þegar hann kom raunverulega fram í söngleik fyrsta sinni, var hann ölvaður. Hann var svo ölvaður, að áheyrendurnir gerðu hróp að honum. En kvöid nokkurt bar svo við, að einsöngvarinn, sem lék aðal- hlutverkið, veiktist með óvæntum hætti. Caruso var fjarverandi Sendiboðar voru gerðir aö leita hans. Að lokum fannst hann inni í drykkjukrá á síðustu stundu. Hann hljóp til leikhússins sem fætur toguðu. Hann var hylltur ákaft að loknum söng sínum. — Daginn eftir þótti honum svo mjög fyrir því, hvernig hann hefði hagað sér, að hann ákvað að fremja sjálfsmorð. Aleiga hans var ein líra. — Fyrir hana gat hann þó keypt flösku af víni. Hann bragðaði ekki mat allan daginn. Þegar hann drakk vín sitt og íhugaði, hvernig bezt myndi á því fara, að hann svipti sig lífinu, var hurðinni hrundið upp og inn óð sendiboði sendiboði frá leikhúsinu. — Caruso! hrópaði hann. — Caruso, komdu! Fólkið vill ekki hlusta á hinn söngvarann. Það hrópaði hann niður. Það kallar á þig í sífellu! Á þig! — Á mig! varð Caruso að orði. — Það getur ekki verið. Það veit ekki einu sinni, hvað ég heiti. — Auðvitað veit það ekki hvað þú heitir, mælti sendiboðinn og lét móðan mása. — En það kallar á þig eigi að síður. Það kall- ar á „drykkjurútinn“. Þegar Enrico Caruso lézt, var hann miljónamæringur. Hon um voru greiddar tvær miljónir fyrir það eitt að syngja inn á hljómplötur. En svo mikil áhrif hafði skorturinn, er hann bjó við i æsku, á hann haft, að hann hélt jafnan skrá yfir tekjur sínar og gjöld og skildi þá ekkert undan. Honum var hjátrú hinnar ítölsku bændastéttar í blóð borin Hann var haldinn henrii til hinztu stundar. Hann sigldi aldrei svo milli landa, að hann ráðgaðist ekki við stjörnuspámenn áður. Hann gekk aldrei undir stiga né klæddist nýjum fötum á föstudegi. Aldrei kom það fyrir, að hann legði í langferð né réð ist í stórræði á þriðjudegi né föstudegi. Caruso var mjög þrifinn maður og snyrtilegur. Hann hafði stundum fataskipti oft á dag. Rödd hans var hin fegursta og þróttmesta í víðri veröld. Þó reykti hann í búningsherberginu, áður en hann kom fram á leiksviðið. Væri hann spurður þess, hvort reykingarnar kynnu ekki að vera skaðlegar rödd hans, hló hann aðeins. Hann hædd ist að hófsemi og drakk jafnan áður en sýning hófst staup af whisky og sódavatni til þess að hreinsa kverkarnar. Hann hætti skólanámi tíu ára gamall og leit sjaldan í bók Hann sagði oft við konu sína: — Hvers vegna ætti ég að lesa? Ég læri af lífinu. í stað þess að lesa, undi hann sér löngum við frímerkjasafn sitt og myntasafn. Hann hafði hið mesta yndi af skopmyndum og birti skopmynd vikulega í ítölsku tímariti. Hann þjáðist af höfuðverk árum saman. Er hann tók að eldast, þurru kraftar hans óðum. Hann dvaldi þá löngum inni skrifstofu sinni og lét sér fátt til um hylli fjöldans. Hann safn aði úrklippum úr blöðum og tímaritum og festi þær vendilega inn í bækur, sem voru til þess gerðar. Hann fæddist í Neapel. En þegar hann söng fyrsta sinni ættborg sinni, gagnrýndu blöðin hann, og áheyrendurnir tóku honum fálega. Þetta þótti Caruso og gleymdi því aldrei. Síðar er hann háfði getið sér heimsfrægð, kom hann oft til Neapel, en neitaði því ávallt eindregið að syngja þar öðru sinni. Ef til vill hefir það verið mikilfenglegasta og hamingjurík ásta stund lífs hans, er dóttir hans, Gloría, lá í faðmi hans Hann sagði hvað eftir annað, að hann biði aðeins þeirrar stundar, þegar hún væri orðin nógu stór til þess að geta hlaupið eftir ganginum og opnað dyrnar að skrifstofu sinni. Dag nokk urn heima í Ítalíu, er Caruso stóð við slaghörpuna, gerðist þetta Hann tók litlu stúlkuna á arm sér. Tár blikuðu í augum hans er hann mælti við konu sína: — Mannstu, að ég beið þessarar stundar? Að viku liðinni var hann dáinn. + ÚTBREIÐIÐ TÍMANN4 Samhand ísl. samvinnufélaga. Samvinnumenn! Markmið samvinnufélaga er að sporna við skuldaverzlun og óreiðu í viðskiptum. “•í Tilkynniiig um skotæfingar Setulið Bandaríkjanna mun halda skotæfingar í nágrenni Reykjavíkur og verður skotið á skotmörk sem dregin verða á sjónum. Æfingarnar munu byrja kl. 9 á morgnana. Hættusvæðin og dagarnir sem æfingarnar verða, munu verða eins og að neðan greinir: flættnsræði Dagar 11. ág. ’42 12. ág. ’42 13. ág. ’42 14. ág. ’42 15. ág. ’42 16. ág. ’42 17. ág. ’42 18. ág. ’42 Vinstri takmörk Hægri takmörk Vestlæg lengd Norðlæg breidd Vestlæg lengd Norðlæg breidd (1) 22° 1,9' 64° 10,4' (3) 21° 58,9' 64° 10,4' (2) 22° 5,15' 64° 12,25' (4) 21° 57,25' 64° 12,25' (1) 22° 10,6' 64° 2,86' (3) 22° 6.55' 64° 5,78' (■2) 22° 3,8' 64° 3,5' (4) 22° 2,32' 64° 4,55' (1) 21° 59,25' 64° 15,92' (3) 21° 56,5' 64° 17.74' (2) 21° 44,7' 64° 16,27' (4) 21° 53,18' 64° 17,09' (1) 22° 51,2' 64° 18,76' (3) 21° 44,92' 64° 20,75' (2) 21° ,47' 64° 19,32' (4) 21° 44,8' 64° ,20' (1) 22° 5,2' 64° 13,13' (3) 21° 57,35' 64° 11,75' (2) 22° 2,4' 64° 11,34' (4) 21° 58,7' 64° 10,43' (1) 22° 10,6' 64° 2,86' (3) 22° 6,55' 64° 5,78' (2) 22° 3,8' 64° 3,5' (4) 22° 2,32' 64° 4,55' (1) 22° 2,95' 64° 11,15' (3) 21° ,56' 64° 14,16' (2) 21° 57,25' 64° 10,67' (4) 21° 55,7' 64° 11,4' (1) 22° 1,7' 64° 15,73' (3) 21° 56,5' 64° 17,75' (2) 21° 57,25' 64° 16,07' (4) 21° 55,9' 64° 17,09' Tilkynning Til leiðbeiningar fyrri borgarana um hin ýmsu landssvæði, sem setulið Bandaríkjanna notar fyrir skotæfingar með fót- gönguliðs- og stórskotaliðsvopnum, verða hér upptalin æfingar- svæðin: f stöðugri notkun Tcgund vopna Sandskeið og Mosfellsheiði ... Fallbyssur, rifflar og vélbyssur Svæðið fyrir norðaustan Brautarholt Rifflar og vélbyssur Austanvert við Kollafjörð .... Rifflar og vélbyssur Æsustaðafjall ................ Rifflar og vélbyssur Grafarheiði .................. Rifflar og vélbyssur Svæðið vestur af Reykjaborg í Borg- ardal ...................... Rifflar og vélbyssur Svæðið suður af Borgardal .... Rifflar og vélbyssur Svæðið fyrir vestan og sunnan Vatnsendahvarf ............. Rifflar og vélbyssur Hvaleyri ..................... Rifflar og vélbyssur Svæði í Hvaleyrarhrauni ...... Rifflar og vélbyssur Svæði austur af Kaldaðarnesi við Ölfusá ....................... Rifflar og vélbyssur Eftlrfarandi svæði eru notuð við og við: Svæðið fyrir norðaustan Kleifarvatn Rifflar og vélbyssur Svæðið suður af Pálshúsum í Garða- hverfi .................... Rifflar og vélbyssur Malargryfjan við Hálogaland .. Rifflar og skammbyssur Malargryfjan við Ártún ....... Rifflar og vélbyssur Svæðið fyrir norðan Lágafellshamra Rifflar og vélbyssur Svæðið norður af Helgafelli nálægt herspítalanum .............. Rifflar og vélbyssur Svæðið í gljúfrinu nálægt herbúðun- um við Saurbæ .............■. Fallbyssur og minni byssur Svæði í suðvesturhlíð Akrafjalls .... Rifflar og vélbyssur Svæði við Langá nálægt veginum milli Borgarness og Stykkishólms Fallbyssur Önnur landssvæði eru notuð við og við, ef þurfa þykir. Alltaf þegar landssvæði er tekið til skotæfinga erú verðir settir við vegi sem liggja að svæðinu. Merki eru sett upp til að vara fólk við hættusvæðinu og rauð flögg eða dulur, til þess að gefa til kynna hvaðan skotið er. Stundum er skotið á fljótandi skotmörk og verða slíkar skotæfingar ávallt auglýstar fyrirfram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.