Tíminn - 11.08.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.08.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ; ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. , FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: i JÓNAS JÓNSSON. \ ÚTGEFANDI: FRÁMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓ^ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. J Símar 2353 og 4373. AFGREIDSLA, INNHEIMTA ’ OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: S EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. \ Síml 2323. \ PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Slmar 3948 og 3720. \ 26. ár. Rcykjavík, þriðjudagiuu 11. ágúst 1942 87. blað Kák stjórnleysisms PiD, sei sijirnin Inrlisklpn Innflutningur erl. fóðurvara Þing s ályktunartillaga frá Framsóknar- mönnum Fjórir þingmenn Framsókn- arflokksins, Páll Zóphóníasson, Eysteinn Jónsson, Jörundur Brynjólfsson og Einar Árna- son, flytja svohljóðandi tillögu um innflutning á erlendum fóð- urvörum: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni, í samráði við inn- flytjendur fóðurvara, að sjá um, að flutt verði til landsins á þessu sumri nægjanlega mikið af erlendu kjarnfóðri, og skal hún leita um það tillagna Bún- aðarfélags íslands, hvaða teg- undir og hve mikið magn skuli innflutt." í greinargerð tillögunnar segir: „Þótt enn verði ekki séð að fullu, hver heyfengur lands- manna reynist á þessu sumri að magni og gæðum, er hitt þó vitað, að miklum mun færra fólk vinnur að öflun heyja nú en venja er til. Er því fullvíst, að mikil þövf verður fyrir kjarnfóður á kom- andi • vetri, ef bústofn lands- manna á ekki að minnka veru- lega. Sjálfsagt er að nota til heysparnaðar innlent kjarn- fóður — síldarmjöl — að því leyti, sem það fullnægir þörf- inni. En síldarmjölsgjöf kemur ekki að gagni handa mjólkur- kúm, svo nokkru nemi, nema þeim sé jafnframt gefinn kol- vetnisríkur fóðurbætir, svo sem mais. Nú þyrfti mjólkurframleiðsla landsmanna frekar að aukast en minnka, og er því fyllsta nauðsyn að tryggja fullnægj- andi fóður handa kúastofnin- um. (Framh. á 4. slðuj jgimimi Tíminn hefir fengið merkan bónda á Norðurlandi til að skrifa öðru hvoru þætti í blaðið um viðhorf sveitamanna til ýmsra þeirra mála, sem efst eru á baugi Munu þættir þessir birtast undir fyrirsögninni: Pistlar að norðap. Einn slíkur þáttur birtist í blaðinu í dag, en einn hefir birzt áður. Úlflutningfsgjaldid á ísfískinum er glöggt dœmi um vinnubrögð sljórn arinnar Frá umræðum í sameinuðu þingi um síldar- mjölssöluna innanlands Tillaga forsætisráðherra um að selja síldarmjöl innan- lands sama verði og síðastl. ár, var rædd í sameinuðu þingi síðastl. föstudag, ásamt þeirri tilkynningu ráð- herrans, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að standast kostn- aðinn af þessari ráðstöfun með 10% útflutningsgjaldi á útfluttan ísfisk. Við umræðurnar upplýstist það, að þetta gjald væri svo tilfinnanlegt fyrir skipin, sem kaupa fiskinn af smáútvegsmönnum, en veiða hann ekki sjálf eins og togararnir, að þau myndu verða að hætta sigling- um, ef gjaldinu yrði ekki aflétt. Ríkisstjórnin hefir því séð sér vænna að aflétta þessu gjáldi. Hér í blaðinu hefjast í dag stuttar æfisögur, sem ameríski rithöfundurinn N. Carnigie hefir skráð. Mun ein slík saga birtast í hverju blaði á næst- unni, í stað neðanmálssögunn- ar. Carnigie er mjög þekktur rit- höfundur. Ein bók hans, How to win Friends, hefir verið sölu- metsbók i Bandaríkjunum. í þessum æfisögum sínum dregur hann fram mörg sér- einkenni þeirra manna, sem hann ræðir um, og segir frá ýmsum athyglisverðum atburð- um í lífi þeirra, en rúmið leyfir hins vegar ekki, að æfistarfi þeirra sé alltaf gerð ítarleg skil. Forsætisráðherra talaði fyrstur og upplýsti, að bændur þyrftu sennilega að kaupa helmningi meira síldarmjöl í sumar en venjulega, sökum fólksleysis við framleiðsluría. Hann taldi, að það myndi kosta ríkissjóð um iy2 miljón kr. að tryggja bændum síldarmjöl með sama verði og í fyrra. Hann upplýsti, að ríkis- stjórnin hefði ákveðið að nota heimild dýrtíðarlaganna til að leggja 10% útflutningsgjald á útfluttan ísfisk og yrði því fé, sem þannig aflaðist, varið til áðurgreindrar ráðstöfunar. Páll Zophóníasson upplýsti, að útflutningsgjald þetta kæmi mjög hart niður á smáútgerð- inni. Skip, sem keyptu fiskinn af henni til útflutnings, teldu það ekki borga sig að sigla með hann, þegar búið væri að leggja þetta gjald á, og væru þau því að hætta siglingum. Gæti þetta leitt til þess, að útgerðin stöðv- aðist viða um laríd. Hins vegar virtist þetta gjald sanngjarnt á togaraútflutning- inn, því að togararnir veiddu fiskinn sjálfir og stæðu því allt öðruvísi og betur að vígi. Hermann Jónasson sagði, að það væri athyglisverð upplýs- ing hjá forsætisráöherranum, að bændur þyrftu nú að kaupa helmingi meira sildarmjöl en venjulega, sökum fólksleysis. þetta væri afleiðing þess, að hinar miklu luxusbyggingar, sem hefðu sogað til sín vinnu- aflið, hefðu ekki verið stöðvað- ar. Vegna þess hefði landbún- aðurinn ekki fengið vinnuafl Jog framkvæmd dýrtíðarlaganna lent í handaskolum. Helming- ur kostnaðarins af þessum stuðningi við síldarm j ölskaup bænda stafaði þannig af því, að I luxusf ramkvæmdirnar hefðu ekki verið stöðvaðar. Þetta væru fyrstu útgjöldin, sem kæmu á ríkið, vegna þess að sú ráðstöf- un var látin ógerð. En þau myndu koma fleiri og stærri síðar. Hann sagði, að þessi ráð- stöfun væri sjálfsögð og beint framhald þeirrar stefnu, sem var mörkuð, þegar ákveðið var síðastl. vor, að bændur skyldu fá erlenda áburðinn á sama verði og í fyrra. Hann sagði, að raun- verulega væri ekki rétt að kalla þetta hjálp til bænda, því að það væri nauðsyn þjóðarinnar allrar, að landbúnaðarfram- leiðslan drægist ekki saman, og þetta væri ekki sízt stuðningur við neytendur, því að • ef þetta væri ekki gert, hefði verðlag landbúnaðarafurðanna orðið að hækka. Þá sagði hann, að þetta væri ekki einhlýt ráðstöfun. Það yrði einnig að tryggja erlendan fóð- urbæti með skaplegu verði, því að sildarmjöl væri ekki hægt að nota handa kúm, nema með öðrum fóðurbæti. Framsóknar- flokkurinn flytti þvi sérstaka tillögu í þessu augnamiði. Forsætisráðherra talaði aft- ur og lofaði að athuga, hvort útflutningsgjaldið kæmi hart við smáútgerðina. Hefir þetta nú borið þann árangur, að stjórnin hefir nú auglýst, að hún hafi frestað innheimtu gjaldsins fyrst um sinn, því að hún þurfi að athuga máliðl. Meðferð 'stjórnarinnar á út- flutningsgjaldinu er ljóst dæmi um vinnubrögð hennar yfir- leitt. Dýrtfðarlögin heimila stjórninni aðeins að leggja út- flutningsgjald á þær afurðir, sem eru seldar með hagnaði. Samkvæmt þessu mun stjórn- inni vafalaust hafa verið óheim ilt að leggja þetta gjald á ís- fisksútflutning þeirra skipa, sem kaupa fiskinn á höfnum hér við land. Afkoma þessara skipa er nú allt önnur og miklu lakari en togaranna, sem veiða fiskinn sjálfir. Þetta athugar stjórnin ekki, heldur skellir gjaldinu á öll skipin, sem sigla, án nokkurrar undangenginnar rannsóknar á afkomu þeirra. Hún veit alls ekkert um, hvern- ig þessi mál standa, fyrr en andstæðingar hennar upplýsa það í þinginu. Þá neyðist hún til þess að afturkalla hina fyrri fyrirskipun sína með þeirri for- sendu, að hún þurfi að rann- saka málið betur! Þannig eru öll vinnubrögð þessarar stjórnar. Yfirlýsingar, sem ekki er hægt að standa við, fljótfærni, gapaskapur og athugunarleysi, enda eru þetta mest áberandi eiginleikar þess manns, er veitir stjórninni for- stöðu. Annars er þetta líka ljóst dæmi um það, hvernig forráða- menn Sjálfstæðisflokksins, og þó einkum formaður hans, miða allt við stórútgerðina. Vegna þess, að hún gat borið þetta gjald, var því skellt á alla út- gerðina, án minnsta tillits til smáútgerðarinnar. Og vegna þess að létta þarf gjaldinu af smáútgerðinni, muni eiga að létta því af stórútgerðinni. Smá- útgerðin getur bezt á þessu séð, að hún hefir ekki málsvara, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Úthlutun bif reiðanna Tíllaga frá Framsóknarflokknum Fjórir þingmenn Framsókn- ’ arflokksins, Helgi Jónasson, Pálmi Hannesson, Bjarni Ás- geirsson og Páll Hermannsson, flytja í sameinuðu þingi svo- hljóðandi tillögu um úthlutun bifreiða: „Alþingi ályktar að kjósa þriggja manna nefnd, er hafi með höndum úthlutun bifreiða þeirra, sem inn eru fluttar af Bifreiðaeinkasölu ríkisins, enda sé einkasölunni óheimilt að láta af hendi bifreiðar, nema eftir ákvörðunum nefndarinnar, en leita skal nefndin tillagna for- stjóra . einkasölunnar .um út- hlutunina. Nefndin ákveður og, hverjir öðlast leyfi til innflutnings bif- reiða, ef þær eru ekki fluttar inn af bifreiðaeinkasölunni. Ákvæði þessi ná til allra bif- reiða, sem keyptar eru og flutt- ar verða inn hér eftir, svo og þeirra bifreiða, er einkasalan hefir þegar keypt og eru í eigu hennar hér eða erlendis. Skal nefndin haga úthlutun bifreið- anna með hliðsjón af þörf al- mennings og atvinnuveganna, og er henni skylt að gefa Al- þingi skýrslu um störf sin. Nefndinni er heimilt að á- kveða, að þeir, sem bifreiðar fá til endurnýjunar, skuli afhenda bifreiðaeinkasölunni eldri bif- reiðar sínar fyrir verð, sem á- kveðið sé af tveimur dómkvödd- um mönnum. Enn fremur getur nefndin ákveðið, að Bifreiða- einkasala ríkisins hafi for- kaupsrétt að þeim bifreiðum, er hún selur fyrir kostnaðarverð, að frá dreginni fyrningu eftir mati tveggja dómkvaddra manna. Kostnaður við störf nefndar- innar greiðist af Bifreiðaeinka- sölu ríkisins“. í greinargerðinni segir: „Öllum er kunnugt um, að undanfarið hefir eftirspurn eftir bifreiðum verið miklum mun meiri en framboðið. Á síð- ast liðnu ári hefir bifreiða- éinkasalan þó flutt inn talsvert af bifreiðum. Verður . hér ekki rakin til fulls sú saga, en látið nægja að drepa á nokkur aðal- atriði um innflutning og út- hlutun vörubifreiða. Sýnir það ljóslega, hvert stefnt hefir í þessum málum, og að því fer fjarri, að ótímabært geti talizt, að Alþingi geri ráðstafanir til þess að breytt verði um. Síðast liðið haust voru flutt- ar inn 250 vörubifreiðar. Eftir- Fyrítspurnír til rík- isstjórnarínnar frá Eysteini Jónssyni Eysteinn Jónsson flytur í neðri deild svohljóðandi fyrir- spurn til dómsmálaráðherra um skipun- lögfræðings til þess að rannsaka skattamál: „Hvernig stendur á því, að núverandi ríkisstjórn hefir eigi enn skipað lögfræðing til þess að hafa með höndum rannsókn skattamála, svo sem fyrir er mælt í 11. gr. laga nr. 20 1942, um breyting á lögur nr. 6, 9. jan. 1935, um tekju- skatt og eignarskatt?" Eysteinn flytur ennfremur svohljóðandi fyrirspurn til at- viimumálaráðherra um fram- kvæmd dýrtíðarlaganna frá 1941: „Ver ríkisstjórnin fé úr rík- issjóði til þess að halda niðri verði einstakra vörutegunda í innanlandsverzlun? Sé svo, til hvaða vörutegunda ná fram- lögin og hve miklu nema þau?“ spurnin var margfallt meiri en framboðið og því fyrirsjáanlega vandaverk mikið að skera úr því, hverjir eiga skyldu kost kaupanna. Til þess að leysa þennan vanda, voru settir af ríkisstjórnarinnar hálfu tveir menn með forstjóra einkasöl- unnar og síðar raunar þeim þriðja bætt í hópinn. Þessir menn rannsökuðu allar um- sóknir og gerðu tillögur um út- hlutun bifreiðanna. Var þeim tillögum fylgt í framkvæmdinni nær undantekningarlaust. Þegar dró að áramótum, átti einkasalan orðið von á rúmlega 300 vörubifreiðum snemma á árinu 1942. Settust þá hinir sömu menn á rökstóla sam- kvæmt ráðstöfun fyrrverandi ríkisstjórnar. Luku þeir störf- um fyrir áramót. Snemma á þessu ári var síðan ákveðið af fjármálaráðherra í samráði við þáverandi viðskiptamálaráð- herra, að farið skyldi eftir þess- um tillögum, með örfáum und- antekningum. Var þetta til- kynnt hlutaðeigendum, • ýmist munnlega eða skriflega, og bjuggust menn nú við efndum á þessu, sem von var. Hér skip- aðist þó nokkuð á annan veg. Þegar bifreiðasendingar fóru að koma, tók fjármálaráðu- neytið að ráðstafa bifreiðum til manna, sejn trúnaðarmennirn- ir höfðu eigi lagt til, að fengju bifreiðar, og án þess að trún- aðarmennirnir eða forráðamenn einkasölunnar væru til kvadd- ir. Höfðu trúnaðarmenn stjórn- arinnar þó sérstaklega verið beðnir um að athuga kvartanir, sem fram höfðu komið út af út- hlutunartillögum þeirra, og einkum óskað, að þeir bentu á, hverja þeir teldu hafa mesta þörf fyrir nýjar vörubifreiðar af þeim, sem þeir ekki höfðu tekið með í úthlutunartillög- um sínum. Var þetta vafalaust gert með það fyrir augum, að leyst yrði úr málum þessara manna, ef til landsins næðust fleiri en þær rúmlega 300 bif- reiðar, sem þá hafði verið lof- að — í aðalatriðum í samræmi við tillögur nefndarinnar. Verða hér ekki rakin afskipti fjármálaráðuneytisins af mál- um þessum í einstökum atrið- um. Aðalatriðið er það, að ráð- stafað hefir verið mörgum tug- um bifreiða, án þess að þörf þeirra, sem þær hafa fengið, hafi verið metin af öðrum en ráðuneytinu, og þessar bifreið- ar hafa verið afhentir á sama tíma og fjölmargir þeirra, sem loforð höfðu fengið um bifreið- ar, samkvæmt því, er að fram- an segir, hafa enga úrlausn fengið. Út af þessu hefir risið megn óánægja, sem vonlegt er. Það er einnig með öllu óhugsandi, að fjármálaráðuneytið geti annað því feikna verki, sem út- hlutuninni er samfara, eins og nú er komið, ef úthlutunin á ekki að verða handahófsverk. Menn hafa lagt leið sína hundr- uðum saman í ráðuneytið; til þess að ræða umsóknir sínar um bifreiðar. Þar að auki hafa nokkur hundruð manna átt þangað íeið, til þess að reyna að hafa áhrif á, hvort þeir fái bifreið sína úr þessari sending- unni eða hinni, hvort þeir fái bifreið með húsi eða húslausa o. s. frv. Allt virðist þetta vera mál, sem ekki snerta fjármála- ráðuneyti landsins. Það hljóta allir að vera sam- mála um, að þetta fyrirkomu- lag, sem nú er haft, sé óviðun- andi með öllu. Eins og nú standa sakir, er erfitt verk að úthluta bifreið- um þeim, sem flytjast, bæði vöru- og farþegabifreiðum. (Framh. á 4. síðuj Á víðavangi FRIÐARSKILMÁLAR SJÁLFSTÆÐISMANNA SÍÐASTL. VOR. Mbl. er með þær bollalegg- ingar í seinasta Reykjavíkur- bréfi sínu, að stjórnleysi það, sem nú sé orðið í landinu, sé Framsóknarflokknum að kenna. Stjórnin hefði getað ráðið fram úr vandamálunum, ef Framsóknarmenn hefðu viljað styðja hana. Það hefði þeim staðið til boða, ef þeir hefðu fallizt á kjördæmamálið. Nú vita það allir, að ekki hóf Framsóknarflokkurinn barátt- una í kjördæmamálinu, en það mál orsakaði friðslitin milli flokkanha. Til hvers var kjördæmamálið knúið 'fram? Því svaraði Jakob Möller fjármálaráðherra í . vantrausts- umræðunum 21. maí síðastl. á þennan hátt: „Ég skal játa það, að ég hefi verið einn þeirra mörgu manna í landinu, sem hafa litið svo á, að það væri glapræði að hrinda þjóðinni nú út í harðvítuga kosningabaráttu. Hins vegar er mér nú alveg að snúast hugur í því efni. Ég er að komast að þeirri niðurstöðu, að nú ríði þjóðinni fyrst og fremst á því, að kosningar verði látnar fara fram, sem allra fyrst. Ekki ein- ar kosningar, heldur tvennar kosningar, já, þrennar kosning- ar, ef þess þyrfti með, til þess að hnekkja veldi þessa ábyrgð- arlausasta flokks, sem nokkru sinni hefir verið uppi á landi hér, að minnsta kosti síðan á Sturlungaöld.“ Enn segir hann: „Það á ekki að vekja upp slíkt deilumál, sem kjördæma- málið á slíkum hættutímum, sagði 1. ,þm. Sunnmýlinga í gær. Og hann spurði, hvað rek- ið hefði á eftir því, að breyta kjördæmaskipuninni. nú á ó- friðartímum. Ég skal svara þeirri spurningu: Slíkur flokkur, sem Fram- sóknarflokkurinn er, undir for- ystu þeirra hv. 1. þm. Sunnmýl- inga og hv. þm. Strandamanna, er, ef þeir meina það, sem þeir segja, svo þjóðhættulegur of- stopaflokkur, að það verður tafarlaust að marka honum bás.“ Þetta voru þá kveðjurnar, sem Framsóknarflokknum voru sendar síðastl. vor. Slík voru friðartilboðin þá. Framsóknar- flokkurinn hefði kannske af sérstakri náð fengið að vera í stjórn méð Ólafi og Möller, ef hann hefði viljað fallast á mál, sem samkvæmt þeirra eigin yfirlýsingum' átti fyrst og fremst að ríða Framsóknar- flokknum aö fullu. Var það ekki dæmalaust á- byrgðarlaust og óviturlegt af Framsóknarflokknum að ganga ekki bljúgur og auðmjúkur undir fallöxi Kveldúlfs og heild- salanna? Þjóðin á vafalaust auðvelt með að dæma um það, .hvorir friðslitunum urðu valdir, þeir, sem settu þessa skilmála, eða hinir, sem áttu ekki annars kost en fallast á þá eða hafna þeim. KVEÐJURNAR FRÁ HEILDSÖLUNUM. Á kosningafundum í sveitun- um voru ýmsir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins látnir halda því fram, að samvinna Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins væri þjóðarnauðsyn. En i blaði heildsalanna í Reykjavík eru Framsóknar- flokknum nú daglega sendar slíkar kveðjur og sú, sem hér fer á eftir og er niðurlagið á forustugrein Vísis á fimmtu-i daginn: „Þess er ekki að, vænta, að Framsóknarflokkurinn sinni þeim skyldum, sem hann hefir (Framh. á 4. slðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.