Tíminn - 11.08.1942, Blaðsíða 4
344
TÍMIM, þriðjudagiim 11. ágúst 1942
87. blað
lln iiíís verðlit
Smíði herskipa í Bandaríkj-
unum.
Washington: Flotamálanefnd
fulltrúadeildarinnar hefir til-
kynnt, að bygging á skipum í
flotann hafi aukizt um 300% á
síðastliðnu ári og flugher flot-
ans, sem mun veita Bandaríkj-
unum mestan sóknarkraft í
sögu flotans, hefir einnig
stækkað mikið.
í yfirliti um framkvæmdir á
áætlunum flotans um skipa-
byggingar, sagði nefndin, að
ameríski iðnaðurinn smíðaði
skip fljótar heldur en búist hafi
verið við og nýjar og fullkomn-
ari gerð af öllum tegundum
hafi verið framleiddar.
Skýrslan sagði frá því, að
3,230 herskip, hjálparskip, eft-
irlitsskip og tundurduflaslæð-
arar hafi verið í byggingu 30.
júní 1942, en sama dag fyrir
ári síðan voru þau aðeins 697.
í nánari skýringum á áætlun-
inni um skipasmíðar 1941, segir,
að þá hafi smíði 60 skipa verið
lokið, en búizt var við að þau
yrðu aðeins 48.
Svo hratt hafa skipasmíðar
aukizt að áður tók 42 mánuði
að smíða orustuskip en nú 36
mánuði; flugvélamóðurskip áð-
ur 45 mán., nú 17,3 mán; stór
beitiskip áður 36,4 mátn., nú
22,7 mán.; lítil beitiskip 38,8
mán., nú 22,3 mán.; tundur-
spilla 27,2 mán., nú 11,6 mán,
og kafbáta 21,2 mán., nú 11,5
mánuði. (Frá ameríska blaða-
fulltrúanum).
Framleiðsla kaupskipa
í Bandaríkjunum.
Washington: Amerískar skipa-
smíðastöðvar settu nýtt heims-
met í júlí. Sjötíu og eitt skip,
samtals 790,300 smálestir voru
afhent, tilkynnti ' Emory Land
aþmíráll, formaður siglinga-
nefndarinnar.
Mánaðarframleiðsla er eins
og hér segir: Janúar: sextán
skip; Febrúar tuttugu og sex;
Marz: tuttugu og sex; Apríl:
þrjátíu og sex; Maí. fimmtíu og
sjö; Júní: sextíu og sjö. Sam-'
tals hafa á þessu ári verið fram-
leidd tvöhundruð níutíu og níu
skip eða 3 milljónir 338 þús.
515 smálestir.
Odd Nansen.
Washington 6. ágúst: Norska
sendiráðið hefir tilkynnt, að
Odd Nansen, sonur þins fræga
landkönnuðar, Friðþjófs Nan-
sen, sé í varðhaldi í myrkva-
stofu 1 herbúðafangelsi Naz-
ista í Grini.
Sendiráðið segir, að nazistar
hafi ekki gefið upp neina á-
stæðu fyrir pyntingum þessum.
Áður vann Nansen með öðrum
föngum að hleðslu í þýzkum
kolaskipum í höfninni í Oslo.
Sendiráðið segir, að móðir
hans hafi skrifað Quisling
gremjulegt bréf, og neitað fram-
burði Quislings um að maður
hennar, ef hann væri lifandi,
myndi styðja núverandi naz-
istastjórn.
„Ég óska þess; að þér héðan
í frá munið ekki nota nafn
Nansens", skrifaði kona land-
könnuðarins. „Ég er sannfærð
um .að hanmhefði ekki verið á
sama máli og þér í stjórnmál-
um.“ (Frá ameríska blaðafull-
trúanum).
Þrettán á móti einni.
Washington: Flotastjórnin
hefir tilkynnt, að deild flug-
manna flotans, sem bæði tók
þátt í orustunni á Coralhafi og
í Midwayorustunni, hafi skotið
niður 13 japanskar flugvélar
fyrir hverja eina, sem þeir
höfðu misst.
Deild þessi missti fjórar flug-
vélar, tvær voru skotnar niður
en tvær urðu að' lenda vegna
benzinskorts. Deildin hafði
heiðurinn af að eyðileggja 54
japanskar flugvélar og 18 eru ef
til vill eyðilagðar. (Frá ame-
ríska blaðafulltrúanum).
Flótti norskra sjómanna.
Stokkhólmi: — Sjómenn á
norskum skipum, sem sigla með
ströndum Svíþjóðar, kasta sér
fyrir borð og synda í land. Eru
þetta orðnir nær daglegir at-
burðir. Einn sjómaður synti
nýlega 5500 m. langa leið, en
félagi hans gafst upp á leiðinni
og drukknaði. (Frá norska
blaðafulltrúanum).
1j R BÆNUM
Stúdentar fara til
Þingvalla.
Á laugardaginn var efndu stúdent-
ar til ferðar til Þingvalla. Fararstjóri
var dr. juris Björn Þórðarson lög-
maður. Lagt var af stað kl. 3 síðdegis
og ekið í bifreiðum að Valhöll. Kl. 6
gengu stúdentar undir fána sínum og
íslenzka fánanum til Lögbergs. Þar
ávarpaði fararstjóri stúdenta og for-
seti sameinaðs Alþingis flutti þar
einnig ræðu. TJm kvöldið var svo
borðhald í Valhöll. Voru þar fluttar
ræður og þeir Ágúst Bjarnason og
Jakob Hafstein skemmtu með tvísöng.
Auk þess skemmti Sigfús Halldórs-
son með söng. Að loknu borðhaldi var
dansað fram á nótt.
Götuóeirðir.
Á fimmtudagskvöldið í síðustu viku
lenti í ryskingum milli amerizkra her-
manna og íslendinga, fyrir framan
húsið nr. 15 á Laugavegi. Fyrst börð-
ust hermaður og einn íslendingur, en
síðar tóku fleiri af báðum aðilum þátt
í óspektunum. Var barizt með hnúf-
um og hnífum er deilan harðnaði. Einn
íslendingur hlaut 10 cm. langan
hnífskurð á hökuna og 5 cm. langan
skurð hægra megin á hálsinn. íslenzk
og amerísk lögregla kom von bráðar
á vettvang og stillti til friðar.
Tvö umferðaslys.
Á föstudaginn var urðu tvö um-
ferðaslys hér í bænum. Annað varð
kl. rúmlega 8 um morguninn. Maður
að nafni Skúli Gíslason, Laufásveg 77,
varð fyrir brezkri bifreið á Lækjar-
götu og hlaut mikil meiðsl á höfði.
Skúli lézt af þeim meiðslum kl. 1,30
á laugardaginn. Hitt slysið varð kl.
10,30 f. h. á föstudaginn. Varð það
með þeim hætti, að maður að nafni
Jóhann Sigurðsson, Klapparstíg 27,
var að taka varning af sendisveina-
hjóli í Austurstræti. íslenzk vörubif-
reið ók þar framhjá og rákust skófl-
ur, sem voru á flutningapalli bifreiö-
arinnar, í aðra öxl Jóhanns og meiddu
hann all mikið.
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberað trúlofun sína
ungfrú Guðfinna Sigurdórsdóttir, Götu
í Hrunamannahreppi og Karl Eiríks-
son starfsmaður við Kaupfélag Ár-
nesinga, Selfossi.
GÆSAVEIÐAR.
Stúlkur
óskast til fiskflökunar í haust og í vetur. — Hátt kaup og frítt
húsnæði.
Einar SigurðsMin,
V estmannaey j um.
Innflutnlngur erl.
fóðurvara
(Framh. af 1. slðu)
Auk þess verða svín og hænsni
ekki fóðruð svo vel sé, nema
mais eða annað svipað kjarn-
fóður sé notað í fóður þirra.
Þótt ekki verði hér nefndar
neinar tölur um, hver maisþörf
landsmanna muni verða, mun
Búnaðarfélag íslands fljótlega
geta gefið ríkisstjórninni upp-
lýsingar, er á megi byggja, um
það maismagn, er inn þurfi
að flytja, og er ætlazt til þess,
að ríkisstjórnin geri þegar ráð-
stafanir til að tryggja skiprúm
og flutning þess til landsins. Er
nauðsynlegt, að það verði gert
svo snemma, að bændur geti
dregið kjarnfóðrið að búum
sínum, áður en snjór lokar
flutningaleiðum, og tekið tillit
til þess, hvað þeir fá af því,
þegar þeir setja á fóðurforða
sinn og ákveða, hvað þeir geti
sett á vetur af búfé sínu.
Fullvíst má telja, að þegar
um það tvennt er að velja, inn-
flutning kjarnfóðurs eða fækk-
un búpenings í landinu, þá verði
skiprúm það, er landsmenn
hafa til umráða, með engu móti
betur notað til þess að tryggja
matvæli handa landsmönnum
en einmitt með því að flytja
fóðurbæti til landsins.“
Á víðavangi.
1
I il IlÍB
Jtts. Bs|a
austur um til Siglufjarðar
seinni hluta þessarar viku.
Flutningi á hafnir sunnan
Langaness veitt. móttaka í dag,
þriðjudag, eftir því sem rúm
leyfir. Pantaðir farseðlar ósk-
ast sóttir á miðvikudag.
GAMLA BÍÓ-
Sigur ástarinnar
(Victory)
FREDRICH MARCH
BETTY FIELD.
Sýnd kl. 7 og 9.
Bannað börnum innan
16 ára.
Framh.sýning kl. 3%—6Yz
Sumarjól
(Christmas in July)
Eellen Drew og Dick Powell
-NÝJA BÍÓ
Bniðarkjóllinn
The Home of New Orleans
Amerísk stórmynd gerð
undirstjórn franska kvik-
myndameistarans RENE
CLAIR.
Aðalhlutverkin leika:
MARLENE DIETRICH,
BRUCE CABOT,
ROLAND YOUNG,
MICHA AUER,
ANDY DEVINE.
Sýnd í dag kl. 5, 7 og 9
Öllum þeim, sem á einn eða annan hátt heiðr-
uðu mig á sextugs afmœli mínu, sendi ég mínar
beztu þakkir og kærar kveðjur.
Jón Helgi Þorbergsson,
Laxamýri.
Skrifstofu
og verkstæðum vorum
verður lokað í dag, þriðjudaginn 11. þ. m., vegna jarðarfarar.
I
Eanclssmiðjan.
Níld til söin
Um 20 þúsund tunnur saltsíldar frá 1940, að mestu leyti
á Siglufirði, eign sænska ríkisins, sem það getur ekki flutt
heim vegna stríðsins, er til sölu.
Skrifleg tilboð sendist Sænska sendiráðinu, Fjólugötu 9,
Reykjavík, sírni 3216.
Þjóð í neyð, — en þrír á reið,
þvert á leiðir okkar,
álpast greiðir gönuskeið
gæsaveiðiflokkar.
íhald styður öngþveitið,
opnar hlið að prangi.
Á innra sviði og út á við
allt er á niðurgangi.
Framsóknarmaður.
Öngþveiti
atvinnulífsiiis
(Framh. af 1. síöu)
gerðunum fyrst og fremst. Á að
vera hægt að hafa nokkurn
hemil á erfiðleikum þeim, sem
að framan er lýst, með eftirfar-
andi aðgerðum:
1. Að hafa eftirlit með út-
lánsstarfsemi bankanna, með
það fyrir augum, að fyrirbygja
lánveitingar til óhagrænna
framkvæmda.
2. Að koma á skyldusparnaði
meðal almennings og taka með
því peninga úr umferð.
3. Að lagður verði söluskattur
á br^askverð fasteigna og skipa.
4. Að allar húsbyggingar,
stofnun nýrra iðnaðarfyrir-
tækja, verzlana, veitingahúsa
og hverra annarra nýrra fyrir-
tækja, sé háð leyfum sérstaks
ráðuneytis eða stjórnarstofn-
unar, og séu slík leyfi ekki veitt
nema brýna nauðsyn beri til,
vegna hagsmuna alþjóðar.
5. Að komið verði á þegn-
skylduvinnu (vinnuskyldu)
allra karla og kvenna á aldrin-
um 16—60 ára.
Ef þessar aðgerðir komast í
framkvæmd og er framfylgt
með festu og fullum þegnskap,
hygg ég að auðvelt muni reyn-
ast að hlúa svo að höfuðat-
vinnuvegum vorum, að þeim
þurfi ekki að vera hætta búin,
og þá jafnframt að hafa hemil
á verðhækkunaröldu þeirri, sem
nú flæðir yfir landið.
Og ég er alveg viss um það,
að almenningur þráir það að
eitthvað sé gert, sem lagfærir
það öngþveiti, sem nú er ríkj-
andi í atvinnulífi og fjármálum
þjóðarinnar. Vari þetta ástand
lengi, rekur að því áður en var-
ir, að fólk stendur hér með fulla
vasa af peningum, en fær ekki
keyptar fyrir þá brýnustu lífs-
nauðsynjar, af því þjóðin hefir
átt svo annríkt við að græða
peninga, að hún hefir vanrækt
að afla lífsnauðsynja.
5. ág. 1942.
Jón Árnason.
(Framh. af 1. slðu)
að gegna gagnvart þjóðinni síð-
ar á þinginu, ef hann telur að
flokkslega komi það honum bet-
ur, að beita sér gegn hagsmun-
/um almennings. Þetta sýnir hið
rétta innræti flokksins. Um
hann sagði einn af núverandi
ráðherrum, að slíkur óaldar-
flokkur hefði ekki þekkzt í land-
inu síðan á Sturlungaöld. Er
ekki kominn tími til að brjóta
áhrifavald hans á bak aftur, og
gefa honum þess engan kost, að
hefjast til frekari valda að
nýju? Samvinna um kjördæma-
málið tryggir þá landhreinsun
í einum áfanga. Méð því er
bjargað þjóðarhagsmununum,
sem þessi flokkur er ávallt
reiðubúinn til að rísa í gegn, en
fórnað því einu, sem ekki á
rétt á sér í íslenzfcu stjórn-
málalífi.“
Kveðið við flatsæng
íhalds og krata.
Hjónaband er háska-garn, —
hæpið lán og gaman
þeim, sem óvart áttu barn
og urðu að taka saman.
að gæfan fylgir trúlofunar
hringunum frá SIGURÞÓR.
Sent gegn póstkröfu.
Scndi'ð nákvæmt mál.
Rangæíngar
eru vinsamlega beðnir að veita
athygli jarpskjóttri hryssu 2. v.
Mark: Hófbiti a. bæði.
Sást fara austur yfir Þjórsá
á Nautavaði í júní s. I.
Þeir, sem kynnu að verða
hennar varir eru beðnir að láta
símastöðina á Hæli vita.
EINAR GESTSSON
Éthlutnn
bifreiðanna
(Framh. af 1. síðu)
Helzt virðast þó líkur til þess, að
nokkrir menn saman gætu vald-
ið þessu verkefni, og er því lagt
til í þessari þingsályktunartil-
lögu, að í því skyni verði kosn-
ir þrír menn hlutfallskosningu
af Alþingi.
Kaupum
hreinar tuskur.
HÚSGAGNAVINNUSTOFAN,
BALDURSGÖTU 30.
Sími 2292.
Vinnið ötuUega fyrir
Tímann.
Auglýsið í Tímanum!
v
Allar góðar húsmæður
þekkja hinar ágætu
SJAFNAR-vörur
Þvottaduftið
PERLA
ræstiduftið
OPAL
krístalsápu og
stangasápu
Þúsundlr vita
Reykjavík. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélag.
Reykhús. — Frystihús.
IViðursuðuverksmiðJa. — Bjúgnagerð.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður-
soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls-
konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði.
Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir
fyllstu nútímakröfum.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar
um allt land.
Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur.
S A V O N
de
P A R I S
varðveita hörund yðar
— gera það mjúkt og
heilbrigt og verja það
öllum kvillum. SAVON de PARIS
er mjúk sem rjómi og hefir
yndislegan hressandi rósailm. —
Notið beztu ofi vönduðustu sápuna!
- 1Xotið SAVOn de PARIS -