Tíminn - 13.08.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.08.1942, Blaðsíða 4
348 TÍMINTC, fimmtiiclagimi 13. ágiist 1943 88. blaft Þingmál: Skipakostar til strandferda Fimm þingmenn Framsókn- arflokksins, Eysteinn Jónsson, Ingvar Pálmason, Páll Her- mansson, Páll Þorsteinsson og Páll Zóphóníasson, flytja svo- hljóðandi tillögu til þingsálykt- unar: „Sameinað Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að taka i þjónustu ríkisins fullnægjandi báta- og skipakost til þess að annast vöru- og farþegaflutn- inga með ströndum fram. Jafn- framt beinir Alþingi því til rík- isstjórnarinnar að afla sér sér- stakrar lagaheimildar til þess að leysa þessi mál, ef eigi er unnt að leysa það á fullnægj- andi hátt eða nógu skjótt með öðru móti.“ í greinargerð tillögunnar seg- ir: „Skipakostur sá, sem ríkið hefir yfir að ráða til vöru- og farþegaflutninga með strönd- um fram, nægir alls ekki til þess að fullnægja þörfinni. Stafa af þessu hin mestu vand- ræði um gervallt land utan Reykjavíkur. Ef eigi verður aukinn til muna sá skipakostur, sem ríkið notar í þessu skyni, er augljóst, að ástandið hlýtur að fara stórum versnandi, þeg- ar vöruflutningaþörfin eykst með haustinu. Hér verða eigi raktar ítarlega ástæðurnar til þess, hvernig þessum málum er komið, en það hefir orsakazt jöfnum höndum af því, að millilandaskipin dreifa vörunum minna út um landið en áður og strandferða- skip ríkisins notast verr nú en áður, af ástæðum, sem öllum eru kunnar og' landsmönnwm eru óviðráðanlegar. Það er augljóst mál, að lands- menn eiga nú nægan skipa- og bátakost til þess að fullnægja flutningaþörfinni, en skipakost- urinn er hins vegar notaður til annars. Samgöngurnar eru undir- staða alls atvinnurekstrar, og verður að telja brýnustu þjóð- arnauðsyn, að séð sé fyrir hæfi- legum skipa- og bátakosti til þes's að halda þeim uppi svo fullnægjandi sé. Það er hugs- anlegt, að eigi verði unnt með frjálsum samningum að afla skipa og báta í þessu skyni sVo sem þarf. Er þá ekki annað fyr- ir hendi en að Alþingi geri ráð- stafanir til að leysa þetta vand- kvæði með sérstakri löggjöf. En áður en til þess er gripið, vilja flm. tillögunnar, að reynt sé að leysa málið með frjálsum samn- ingum.“ VatnsveitMr í kauptúnazn Bjarni Bjarnason flytur svo- hljóðandi tillögu til þingsálykt- unar um rannsókh á því, á hvern hátt bæta megi úr neyzluvatnsskorti í ýmsum kauptúnum landsins: „Sameinað Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera ráð- stafanir til, að rannsakað verði, á hvern hátt hentast muni að bæta úr neyzluvatnsskorti ým- issa kauptúna landsins. Skal einkum athuga, hvað kosta muni að leiða vatn frá næsta nothæfu vatnsbóli og mögu- leika fyrir því að bora eftir neyzluvatni. Rannsókn þessi skal gerð með það fyrir augum, að ríkið veiti síðan hlutaðeig- andi hreppsfélögum hagkvæma aðstoð við væntanlegar vatns- veitur.“ í greinargerð tillögunnar segir: „Svo mikil brögð eru að vatns- leysi í sumum kauptúnum landsins, að til stórvandræða má telja. Á sumum stöðum er ástandið svo í þurrkatíð, að sækja verður neyzluvatn á bif- reiðum til matargerðarinnar, og má þá geta nærri um vöntun vatns til hreinlætis og þæginda. Slíkt ástand er ekki einungis bagalegt ,heldur stórhættulegt og stríðir gegn sanngjörnum og eðlilegum kröfum nútímans. Hins vegar hafa hlutaðeigandi hreppsfélög tæplega fjárhags- legan möguleika til að koma þessu nauðsynjamáli í fram- kvæmd, enda eðlilegt og rétt, ÚR BÆNUM Séra Sveinbjörn Högnason heflr höfðað refsimál gegn Morgun- blaðinu, Alþýðublaöinu og Þjóðólfi fyrir þjófnaðaraðdróttanir þessara blaða í hans garð sem formanns Mjólk- ursölunefndar. Hreinlætisvika svokölluö hefst hér á sunnudaginn. Lögreglan stendm’ fyrir henni. Lög- reglan hefir vald til að fyrirskipa ýmsa hreinlætisumgengni samkvæmt lögreglusamþykktinni og mun ætlunin að framfylgja þessu betur en verið hefir. t Þýzk flugvél flaug yfir Vestfjörðum að kvöldi hins 11. ágústs. Loftvarnamerki var gefið á Akureyri, en flugvélarinnar varð þó ekki vart þar. — Loftvarna- merkið, sem var geíið hér þá um kvöldið, var í sambandi við loftvarna- æfingu. að hið opinbera sé vakandi og reiðubúið til að hvetja og styrkja hreppsfélög og einstak- linga til íramkvæmda, menn- ingarlegra og fjárhagslegra. í- búarnir í mörgum kauptúnum þessa lands munu líða stórlega vegna vatnsskorts, þrátt fyrir það, þótt ætla megi, að með borun mætti fá nóg vatn ná- lægt eða jafnvel í sjálfu kaup- túninu. Nóg gott vatn er efa- laust eitt aðalskilyrðið fyrir hollustu og heilbrigði manna, auk þess sem það er frumskil- yrði þess, að hægt sé að full- nægja daglegum nauðsynjum.“ Vegagerðir á Snæieiisnesi Bjarni Bjarnason flytur svo- hljóðandi tillögu til þingsálykt- unar um vegagerð á Snæfells- nesi: „Sameinað Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að leggja fram fé á næsta hausti til vega- gerða á Snæfellsnesi svo sem hér segir: a. Til vegar frá Hellissandi á leið til Bervíkur, allt að 20 þús. kr. b. Til vegar frá Skógarströnd fyrir Álftafjörð á leið til Stykkishólms, allt að 30 þúsund kr.“ í greinargerð tillögunnar segir: „Fyrir um áratug var byrjað á vegagerð frá Hellissandi vestur hraunið. Mun þetta hafa verið byrjun að vegi, sem á- hugamenn hugsuðu sér, að lagður yrði fyrir sunnan Snæ- fellsjökul til Breiðuvíkur. Þessi tíu ára gamla undirstaða, sem er nokkur hundruð metrar á lengd, er enn í fullu gildi. Er næsta einkennilegt, að þetta nauðsynjaverk skyldi stöðvast. Með a-lið tillögu þessarar legg ég til, að nú verði hafizt handa á ný. Ætlast ég til, að byrjað verði á þeim köflum milli Sands og Bervíkur, sem ekki eru öku- færir frá náttúrunar hendi. Á löngum köflum þarf ekki annað en raka eða tína vikursteina úr götu, þar sem vikursandur er undir, á öðrum stöðum þarf að stinga hálfa til eina skóflu- stungu af moldarlagi ofan af vikursandinum. í Bervík eru nokkur býli, þar er sérlega líf- vænlegt, gott fjárland og fisk- ur við landsteinana, en hvorki bílfær vegur né sími. Ég er þeirrar skoðunar, að slík byggð eigi ekki að leggjast niður, þvert á móti séu þarna skilyrði til vaxandi byggðar, en þó með því eina móti, að vegur og sími komi sem allra fyrst; mundi það gefa fólkinu, sem þarna býr, nýjar lífsvonir á þessum stað, ef sýnd væri viðleitni í þá átt að bæta samgöngur við Hellis- sand til að byrja með. Síðar mun vegur þessi tengdur við veginn, sem nú er verið að leggja hjá Hamraendum. B-liður tillögunar fjallar um veg, sem tengja á Skógarströnd við Stykkishólm. Þess munu fá dæmi, að jafn búsældarleg sveit og Skógarströndin er, sé með öllu útilokuð frá bílvega- sambandi. Mér er ekki Ijóst, hvernig stendur á því, að slíkt framkvæmdaleysi hefir verið þolað. Ég tel, að óhjákvæmilegt sé að koma Skógarströndinni í vegasamband við Stykkishólm fyrir Álftafjörð. Ég vona, að Alþingi sjái, að hér er um að ræða sanngjarnar tillögur og nauðsynlegar. Þess má geta, að á báðum stöðum mun vera nægilegur vinnukraftur til þessara framkvæmda, þegar líður að sláttarlokum." Hjól upplausnarinaar (Framh. a( 1. síðu) hófst gegn gerðardómnum frá hálfu aðstandenda Vísis og verkálýðsleiðtoganna, keyrði fyrst um þvert bak. Hvert skyndiverkfallið hefir rekið annað. Fyrir skömmu heimtuðu undirmenn á millilandaskipun- um 60 kr. á dag í áhættu- þóknun. Yfirmenn skipanna sögðust þá heimta hækkun. Þeir vildu ekki sitja við sama hættuborð og undirmenn þeirra Rétt fyrir síðustu helgi ætluðu yfirmenn á millilanda- skipunum að stöðva siglingar, ef þóknun þeirra hvers um sig yrði ekki 100 kr. á dag. Þeir fengu sitt fram. Nú er búizt við, að undirmenn þeirra muni heilsa upp á mannfélagið næstu daga. Siglingar stöðvast, eða látið verður undan kröfunum. Þá hækka yfirmenn skipanna kröfur sínar að nýju. Þannig gengUr kapphlaupið með sí- felldum sigurvinningum. Menn, sem vinna að uppskip- un í Reykjavík hafa ekki vilj- að dragast aftur út í keppninni. Þeir eru nú að hækka dagkaup sitt úr rúmlega 40 í 60 kr. Stjórn Eimskipafélagsins hef- ir lýst yfir, að hún verði að stórhækka farmgjöldin, líklega um 50%. Að sama skapi hækka vörurnar, vísitalan og kaup manna í landi. Þúsundkróna seðlarnir byrja að heimsækja gamla og nýja öreiga. Gamla hættan um skipin er byrjuð að gera vart við sig, sú hætta, að hin fáu og dýrmætu íslenzku skip verði í fram- kvæmdinni ónothæf fyrir þjóð- ina sjálfa. Ef íslendingar geta ekki unnið á landi og sjó, með svipuðum kjörum og annað fólk, þá missa þeir af sínum strætisvagni, og hætta að verða eigendur og notendur þeirra gæða, sem landið hefir boðið forfeðrunum í þúsund ár. Kapphlaúpið um stríðsgróð- ann hefir staðið með sjúkum ákafa síðan í nóvember 1939. Allir hafa ætlað að verða ríkir. Allir hafa ætlað að stjórna. Þeir, sem hafa átt að stjórna, hafa löngum riðað í sessi. En eftir því sem lengra líður, ger- ist vél dýrtíðarinnar æsilegri og óviðráðanlegri. Meðan kapphlaupið stefnir að því að fella íslenzka peninga í verði, eyða sjóðum og saman- spöruðu fé fyrri og seinni tíma, standa margir menn í þeirri skelfilegu bjánatrú, að þeir séu að verða ríkari og ríkari með degi hverjum. í stað þess eru allir að verða snauðir. Atvinnu- vegirnir eru að grotna niður. Matvælaframleiðslan minnkar. Siglingar til útlanda fará minnkandi. Sú stund sýnist ekki fjarlæg, að íslendingar neita algerlega að nota sín eig- in skip. Menn tala um að þjóðin þurfi betri stjórn á verkamálunum og framleiðslunni, betra þing og b.etri ríkisstjórn. Sjálfsagt er allt þetta nauðsynlegt. En með- an borgarar landsins taka þátt í blindri og hlífðarlausri keppni um ímynduð auðæfi, er óhugs- andi að þjóðin fái forustu, sem breyti gangi málanna. Ef til vill þurfa að gerast ytri tákn, svo sem það, að millilandaskipin liggi aðgerðarlaus, en þjóðin svelti í landi, til þess að lands- menn láti ekki töfraspegil stríðsgróðans villa sér sýn, og skilji, að þjóðin er nú i meiri hættu á marga vegu heldur en nokkurntíma fyrr í tíð núlif- andi manna. J. J. Dæmalaust hirðuleysi ríkisstfórnarinnar (Framh. af 1. slðu) föstudag hefir verlð hrein ó- sannindi. Ríkisstjórnin reynir að bjarga sér með þeim í lengstu lög. En aðgerðaleysi stjórnarinn- ar í þessum málum er eitt versta dæmið um hirðuleysi hennar og trassaskap. Fáar vörur eru okkur nauðsynlegri en fóðurvörurnar, því að þær eru ein helzta undirstaða mjólk- urframleiðslunnar. Ef fóður- vörurnar fást ekki, hlýtur mat- vælaframleiðslan í landinu enn að minnka stórlega. ttbreMð Tímaim! Kartðllur ný og gömul uppskera. NýU grænmeti Gulrætur. Tómatar. Hvítkál. Gulrófur. Næpur. Rabarbari. Gengislækkin (Framh. af 3. síðu) við áramót, hrúgast upp í hærri krónu-upphæð, en ella hefði verið. Um miðflokkinn er það að segja., að hann hvorki græðir né skaðazt, því innlegg hans og úttekt stenzt á. Þriðji flokkurinn — gróðamennirnir — geta hrúgað upp fleiri verð- lægri krórium en áður, en það verður þeim þó aðeins gróði, ef svo ólíklega skyldi bera til, að krórian stigi aftur í verði. En öfugt mun flestum góð- gjörnum mönnum finnast það, ef nú skal taka að hefja gróða- menn til meiri vegs og auðs á kostnaö fátækra, og meö því að ræna þörfustu og spar- neytnustu menn þjóðarinnar réttmætum eignum. 4. Vaxtagreiðendur lánsfjár. Því verður ekki neitað, að þeir framleiðendur til sjávar og sveita, • sem skulda bönkum og öðrum lánsstofnúnum háar fjárhæðir og bera þungar vaxtabyrðar á herðum sér, þurfa hjálpar við, er greiði þeim leið út úr ógöngunum. í þessu efni einu virðist gengislækkun þelzt geta komið að liði. Þó væri gengislækkun hér einnig hinn mesti óvitaskapur og gerði þjóð vorri óþarft tjón. Ég vil benda hér á annað ráð. Það kemur hart niður á einum flokki manna, þó ekki harðara en gengislækkun, nema síður sé. Á hinn bóginn er sá munurinn, að þetta ráð mundi verða örugg hjálp ríki, útgerð og landbúnaði til viðréttingar, í stað þess að sýnt hefir verið fram á, að gengislækkun verð- ur engum að liði. Þótt búið sé að láta sparifjáreigendum blæða áður, þá legg ég þó til, að svo sé enn þá gert. Þeir verða að hjálpa, sem helzt geta. — Ég legg þá til, að sparisjóðs- innlánsvextir séu niður felldir, t. d. um helming, % hluta eða þá allir, ef þurfa þykir, um nokkur næstu ár, og ekki greidd- ir eigendum fjárins. Þessu fé sé síðan skipt milli ríkis og fram- leiðenda til sjávar og sveita, sem þung vaxtabyrði hvílir á. Þetta ætti að verða til þess, að ríkið og fyrrtaldir menn gætu fljótlega grynnt það á skuldum sínum, ef þeir viðhefðu aðra forsjálni, að aftur mætti fara að greiða sparifjáreigöndum smáhækkandi vexti af inneign- um sínum. Sé sparisjóðsfé ís- lendinga orðið um 60—70 milj- ónir kr., er ég þó veit ekki fulla vissu á, verður séð, hve hér er um geysimikið fé að ræða. En nú þykist ég sjá, hvaða andæfing muni helzt færð gegn þessari tillögu minni, nefni- lega sú, að þetta sé ekki lögmæt aðferð. Þessa aðferð mundu þó vitrir sparifjáreigendur fremur kjósa, því þetta yrði minna eignanám fyrir þá en gengis- lækkun, a. m. k. styttra. Lík leið hefir og verið farin áður. Þjóð vor fékk Eimskipafélaginu allmikið fé til að ávaxta. Að- alfundur félagsins svifti fjár- eigendur vöxtum í nokkur ár; þjóðin lét sér það lynda og þagði, Sparifjáreigendur! Land vort er í kröggum. Nú verður hver þjóðrækinn maður og drengur góður að hjálpa því í neyð. Færið fúsir fórn sem fyrri. Með samheldni, dugnaði og vitur- legum ráðum, kemst fjárhagur vor á nokkrum árum í lag á ný. Vörumst á hinn bóginn að grípa til nokkurra vanhugsaðra ráða, er vekja mundu síðar heilaga gremju. Skagafirði ár 1939. Hallgr. Thorlacius. f - GAMLA BÍÓ• i Drengjaborgin (Boys Town) Amerísk stórmynd. Aðalhlutverkin leika: SPENCER TRACY, MICKEY ROONEY. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Framh.sýning kl. 3*4—6V2 Sumarjól Eellen Drew og Dick Powell (Christmas in July) r———-NÝJA bíó .—-----— i Brúðarkjóllinn The Home of NewOrleans Amerisk stórmynd gerð undirstjórn franska kvik- myndameistarans RENE CLAIR. Aðalhlutverkin leika: * MARLENE DIETRICH, BRUCE CABOT, ROLAND YOUNG, MICHA AUER, ANDY DEVINE. Sýnd í dag kl. 5, 7 og 9 Tilkynning um hættu a! skotæfingum. Á skotæfingasvæðum Bandaríkjahersins og á gömlum æfingasvæðum brezka hersins finnast oft „Duds“. „Duds“ eru ósprungnar stórskotaliðssprengjur, sem vegna bilaðra kveikjuþráðp eða annarra orsaka vegna hafa ekki sprung- ið við niðurkomu. Allt er gert til þess að hafa uppi á og eyðileggja slík skeyti. En þrátt fyrir ítarlega leit eru samt sem áður sum sem ekki finnast. Skeyti þessi, eða „Duds“, geta verið stórhættuleg ef þau eru ekki rétt með farin, og „Duds“ geta jafnvel verið hættuleg árum saman. Undir engum kringumstæðum skyldi. fólk snerta þau, hreyfa þau eða flytja þau úr stað. Snerting eða flutningur getur verk- áð á kveikjuna svo að sprengjan springi og valdi stórslys- um og eyðileggingu. 12. ágúst 1943. Stúlku yantar í eldhús Landsspítalans. Upplýsmgar hjá matrádskonusmi. The World’s New« Seen Through The Christian Science Monitor Ah Internutional Daily Newspaper ia Truthful—Constructive—Unbiund—Free frosn Seusatioual- isœ — Edttorials Are Ttojeiy and Iustructsve and Its Doily Features, Togetker with die Weeldy Magazine Sectton, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. The Christian Scienoe Publishing Society One, Nerway Screet, Boston, Massachusetts Price $12.00 Yearly, or $1.00 a Month. Sacurday Issue, including Megazine Section, $2.60 a Year. Introductory OðFer, 6 Issues 25 Cents. SAMPLE OOPY ON RBQUHST Xl'OSOOO’OCOC'g Sjálfstfleðisbarátta . . . (Framh. af 1. siðu) ar halda Kákasusfjallgarðinum og siglingaleiðinni um Volgu, er aðstaða þeirra hvergi nærri vonlaus. Sambandið milli herja þeirra er þá órofið og þeir ráða þá enn yfir stærstu olíulindun- um. Hins vegar hafa sigrar Þjóð- verja í sumar valdið þeim mikl- um erfiðleikum, og þá einkum missir landbúnaðarhéraðanna. Mun reynast erfitt að brauð- fæða íbúa iðnaðarborganna og herinn þar næsta vetur. Þótt alvarlega horfi í Rúss- landi mun orustan á Atlants- hafinu sízt vera Bandamönnum minna áhyggjuefni. Skipatjón- ið er enn mikið og vafasamt hvort nýbyggingar skipa vinni það upp, þótt þær aukist stöð- ugt í Bandaríkjunum. Skipatjónið hefir ýtt undir þá stefnu að auka smíði stórra flugbáta. Hefir Bandaríkja- stjórn nýlega afráðið smíði 500 slíkra flugbáta, sem geta flutt um 70 smál. eða 150 fullbúna hermenn yfir Atlantshaf. Hraði þessara báta er 300 mílur á klst. Undirbúniyr^ur er jafnframt hafinn að byggingu flugbáta, sem geta flutt 200 smál. Tillögur hafa komið fram um það, að Bandaríkin auki svo flugbátagerð sína, að þeir geti flutt 500 þús. hermanna yfir At- lantshafið á einum degi. Þá hafa komið fram tillögur um smíði neðansjávarflutninga- skipa, sem geti flutt 3000 smál. . Frá þessu ráði hefir þó verið horfið, þar sem seinlegt er að smíða slík skip. Harðar orustur eru háðar um Salomonseyjar, sem eru á valdi Japana. Hefir Bandaríkjaher gert árás á eyjarnar og sett þar lið á land. Eyjarnar hafa mikla hernaðarlega þýðingu, sökum legu sinnar, því að nálægt þeim liggur bezta siglingaleiðin. frá Bandaríkjunum til Ástralíu. Fregnir af þessari viðureign eru enn óljósar, en henni er mikil athygli veitt, því að hún er fyrsta landvinningatilraun Bandaríkjanna í styrjöldinni. William Craigie (Framh. af 1. siðu) rannsókn íslenzkra rúna eftir því sem honum hefir unnizt tími til. Fyrir nokkrum árum hélt hann fyrirlestur við Ox- fordháskóla um íslenzkan skáldskap. Hefir hann birzt á íslenzku undir nafninu Skáld- skaparlistin á íslandi. Vinnið ötullega fgrir Títnunn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.