Tíminn - 22.08.1942, Page 1

Tíminn - 22.08.1942, Page 1
HITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. 26. ár. Rcykjavík, langardaginn 22. ágúst 1942 92. blað Síefna Framsóknarilokksins: Nýjar síldarverksmiðjur og lýsisherzlustöd á Norðurlandi Ríkið byggi síldarbræðslustöðvar á Sauðárkrók, Húsa- vík, Skagaströnd og Hólmavík og auki við verksmiðjur sínar á Raufarhöfn og Siglufirði. Ríkið reisi undireins og tímabært verður verksmiðju til herzlu síldarlýsis. Jónas Jónsson; Eitt máL Tvær steín- ur. Tveir menn Nýlega hefir aumasta blað á íslandi, sem gefið' er út af aum- ustu mönnum, sem standa að nokkru íslenzku blaði sagt aum- ustu setninguna, sem sögð hef- ir verið á íslandi um margra ára skeið, hin eitri blöndnu orð, AÐ NÚ ÆTTI AÐ FABA AÐ RAFLÝSA FÁTÆKTINA Á ÍS- LANDI. Ástæðan til þess að orðin voru sögð er grein sú, er ég rit- aði í Tímann eftir kosningarn- ar um stórfelt skipulag til að koma raforku til ljósa, hitunar, suðu og iðnaðar heim á hvern bæ á íslandi. Það er enginn vafi á, að hér er um að ræða stærsta efnalegt velferðarmál þjóðar- innar. Það snertir hvert manns- barn í landinu. Framkvæmd þess eftir réttum stefnumiðum er undirstaða þess, að halda við þeirri byggð á íslandi, sem ver- ið hefir í þúsund ár. Það er jafnframt undirstaða þess, að fólkið í þéttbýlinu geti með stuðningi af dreifbýlismenn- ingu og lífsháttum haldið við orku sinni og andlegum mætti. Ég skrifaði grein mína ekki fyrr en eftir kosningar, vegna þess að ég vildi lyfta málinu upp fyrir þras augnabliksbar- áttunnar. Mbl. ritaði þá um málið og benti á, sem rétt er, að Jón heitinn Þorláksson hefði hreyft áður þeirri hugsun, að leiða rafmagn um allt landið. í það sinn varð þó ekki nema umtal. Menn gerðu bráðabirgða- athuganir, og komust fljótt að þeirri niðurstöðu, að rafmagns- kerfi, sem fullnægði allri þjóð- inni myndi kosta marga tugi miljóna. Flestir hikuðu þá. Ein- stöku áhugamenn í dreifbýli landsins, svo sem Skagfirðing- ar, athuguðu skilyrði til að koma rafmagni heim á hvern bæ í héraðinu. Þá kom í ljós, að raforkan var tæplega nógu mikil, og kostnaðurinn fyrir heimilin þeim ofurefli. Svo liðu mörg ár. Menn töluðu um það, sem fjarlægt framtíðarmál, að leiða raforkuna um dreifbýlið. Jón Þorláksson var sam- keppnismaður í anda og sann- leika. Hann trúði á þá stefnu, lifði samkvæmt henni, og átti mestan þátt í að stofna flokk, sem átti að byggja starf sitt á þessari hugsjón. Þegar Jón Þor- láksson hætti að veita fé úr rík- issjóði til listaverkakaupa, þá var það af því að hann taldi, að listamenn ættu að treysta á mátt sinn og megin og lifa af sölu framleiðslu sinnar á hreinum samkeppnisgrundvelli. Hann byggði í rafveitumálun- um á sama grundvelli. Hann átti mikinn þátt í að koma upp rafstöð við Elliðaár fyrir Reykjavík, og þegar hún varð of lítil, gekk hann inn á að virkja nokkuð af Soginu handa höfuðstaðnum. En hann gerði enga tilraun til að knýta dreif- býlið við þessar rafstöðvar. Enn þann dag í dag fær ekki nema eitt sveitaheimili raf- magn frá hinni miklu rafstöð í Árnessýslu. Sú tillaga, sem Framsóknarflokkurinn hefir nú markað afstöðu sína í síld- armálunum á Alþingi. Flokkur- inn vill að ákveðið sé í lögum að reisa eigi minni en 5000 mála ! síldarverksmiðjur á eftirtöldum stöðum: Hólmavík, Húsavík, Sauðárkróki, Skagaströnd. Ennfremur að aukin verði af- köst ríkisverksmiðjanna á Siglufirði um 10.000 mál og á Raufarhöfn um 5000 mál. Þessi nýju lög um verksmiðju- byggingu eiga, að áhti Fram- sóknarmanna, að vera að ýmsu leyti hliðstæð vega- og brúalög- um. Flokkurinn vill nú þegar heimila, að tekið verði innan- landslán til þess að hefja fram- kvæmdir, svo fljótt sem efnis- útvegun leyfir og vinnuafl er fyrir hendi, á þeim stöðum, sem nú þegar hafa hafnarskilyrði til réksturs síldarverksmiðju. í þessu skyni vill flokkurinn jheimila 10 milljón króna lán- i töku innanlands. J Síðar verði ákveðið hvenær ráðizt verður i frekari fram- kvæmdir samkvæmt þeirri I framtíðaráætlun, sem lögin gera ráð fyrir. Framsóknarmenn hafa litið svo á, að einhver allra merk- asta nýjung í síldarmálunum, sem framkvæma þarf, sé bygg- ing verksmiðju til herzlu síldar- lýsis. Flokkurinn vill að Al- þingi ákveði nú að reisa þessa verksmiðju. Það er skoðun flokksins, að slík verksmiðja eigi að vera rekin af ríkinu, til þess að tryggja útgerðarmönn- um og sjómönnum sannvirði vörunar, en fyrir slíku væri engin trygging, ef einstök auð- félög hefðu þessa starfrækslu með höndum. Flokkurinn vill einnig, að þetta verði nánar tryggt með lagaákvæði um það, að ein- staklingar eða félög hafi ekki leyfi til þess að reisa verk- smiðju til herzlu síldarlýsis, nema samþykki Alþingis kæmi til. Það hefir vakið athygli nokkra á Alþingi, í sambandi við þetta mál, að ríkisstjórnin fer sérstaklega fram á, að fá heimild þingsins til þess að taka að láni 25 milljónir í erlendum gjaldeyri. Hvar hafa þeir menn dvalið undanfarið, sem gera slíkar til- lögur á sama tíma og íslend- ingar eiga nú 230 milljónir ísl. króna erlendis í erlendum gjaldeyri! Hvers konar ráðsmennska er þetta í fjármálum þjóðarinnar? Jón Þorláksson kastaði fram um 1930, að leiða rafmagn um allt landið, visnaði í höndum hans og þeirra, sem stóðu hon- um næstir, af því að hún var óframkvæmanleg á samkeppn- isgrundvelli. Reykjavík og Ak- ureyri gátu ekki komið upp sín- um raforkuverum nema með stuðningi allra landsmanna. Dreifbýlið getur alls ekki kom- ið á sínum rafveitum, nema með aðstoð allra samborgara sinna, þó að í öðru formi sé, heldur en sú aðstoð, er veitt hefir verið stærstu kaupstöðum Iandsins. Frh. á 4. s. Sveinbjörn Högnason, alpingismaður Utvarpsræða við 3. umr. um kjördæmamálið í neðri deild Framsóknarflokkurinn ósk- aði eftir, að þessi umræða um kjördæmamálið færi fram í út- varpinu, eftir að séð var, að stjórnarflokkarnir á Alþingi höfðu ekkert lært og engu gleymt, siðan þeir hófu sam- starf um ríkisstjórn, til að stofna til ófriðar og upplausn- ar innan lands á þeim alvöru- tímum, sem nú ganga yfir þjóð vora — eins og allar aðrar þjóð- ir. Við höfðum í einfeldni okkar, það skal játað, búist við því, að kosningar þær, sem nú eru um garð gengnar, afleiðingar þær, sem þegar eru komnar í ljós og eru að skýrast betur og betur með degi hverjum, af þeim á- kvörðunum, sem þeir tóku á síðasta þingi um stjórnarfar og starfshætti í stjórnmálum, — við höfðum búist við, að þing- fulltrúar þessara flokka hefðu áttað sig á því, að þjóðin þarfn- ast ekki fyrst og fremst, eins og nú er komið áframhaldandi innanlandsófriðar og sundrung- ar, ekki meira uppboðs og upp- lausnar í atvinnumálum og fjármálum, ekki ineira kapp- hlaups milli flokka um völd, heldur meiri samhug og sam- starf allra, sem , einhver tök hafa á að veita viðnám hættum og áföllum styrjaldartímanna, meiri skilning á þörfum þjóð- arinnar og meiri manndóm og karlmennsku, til að horfast í augu við veruleikann eins og hann er, og að láta þörf og heiður þjóðarinnar ganga fyrir öllu, hvað sem á milli ber og hefir borið í öðrum málum. í þessu fórum við viltir vega, það skal játað, og þá töldum við rétt, að þjóðin öll gæti gert sér grein fyrir þvi, hvar hún er stödd, hversu högum hennar er háttað, um stjórnarfar, at- vinnu- og fjármál, — hvernig forusta hennar er í þeim mál- um, sem hún á nú að treysta. Ég held satt að segja, að það væri óþarfi fyrir okkur í raun og veru, að taka þátt í þeim umræðum, til að ná þessum árangri. Eg held, að það hafi eitt verið nægilegt, að láta and- stæðingana tala, eins og þeir töluðu hér í gærkvöldi, og sá, er talað hefir í kvöld, til að gera þjóðinni ljóst hvernig stjórn- stjórnmálaforusta hennar er nú í dag, á alvarlegustu tímum, sem yfir hana hafa komið. Ég þekki illa íhugula og greinda menn og konur hér á landi, ef þau hefir ekki sett hljóð við að hlusta á ræður fulltrúa þeirra flokka, sem nú stjórna málefn- um þjóðar okkar. Að heyra það hugarfar taumlauss ofstækis, ásakana og drýldni, — að heyra hversu gersamlega úr- ræðalausir og ráðþrota þeir eru um alt, sem þjóðin ætlast til að þeir geri. Ekkert orð hefir fall- ið um, að þeir hugsi um þau mál, Hið eina, sem þéir sjá og vilja sinna, er hið svokallaða kjördæmamál, sem getur ekki leitt til neins annars, og er ekki fram borið til neins annars, en að rýra eitthvað áhrif þess hluta þjóðarinnar, sem erfið- asta á aðstöðu i hvívetna, en þjóðinni ríður þó mest á af öllu, að geti haldið uppi störf- um sínum og unað sæmilega við sinn hag. Að vísu má þetta ekki teljast svo undarlegt, ef full- trúar þessara flokka hafa trú- að, þótt ekki væri nema nokkru broti af þeim lýsingum, sem þeir gáfu af þessu fólki, bænd- um og sveitafólki og forustu- mönnum þess. Eins og kunnugt er, er mikill meiri hluti þessa fólks í Framsóknarflokknum, hefir byggt hann upp með fórn- um og starfi sínu, sér til vernd- ar. En lýsingarnar voru ekki fagrar, sem fulltrúar bæjar- flokkanna gáfu hér í gærkvöldi á þessu fólki, sem styður Fram- sóknarflokkinn. Aldrei hefði ég trúað, að bóndi, eins og hv. þm. Austur- Húnvetninga er, gæti sokkið svo djúpt að lýsa þannig sveit- ungum sínum og stéttarbræðr- um, þótt þeir hefðu aðra skoðun en hann. Hitt fannst mér ekki Hverjir teija þíngstörfin? í gær var stjórnarskrármálið til fyrstu umræðu í efri deild Al- þingis. Hermann Jónasson kvaddi sér hljóðs og bauð afbrigði frá þingsköpum til að ljúka málinu samdægurs. Stjórparliðið lýsti yfir því, að það væri ekki við því búið að af- greiða málið svo fljótt. í neðri deild Alþingis var afnám gerðardómslaganna til fyrstu umræðu. Eysteinn Jónsson flutti þar hin sömu boð af hálfu Framsóknarflokksins. Pétur Ottesen flutti breytingartillögu þess efnis að fella niður heimildina til að segja upp gildandi vinnusamningum með viku fyrirvara — en þann viðauka við frv. stjórnarinnar hafði efri deild samþykkt. Tillaga P. O. vakti umræður. Einn Framsóknar- maður (Skúli) mælti með tillögunni. Forsætisráðherra, Ólafur Thors, óskaði málinu frestað. Þá reis úr sæti sínu fjármálaráðherrann, Jakob Möller, og jós brigzlyrðum og fúkyrðum yfir Framsóknarflokkinn fyrir að tefja afgreiðslu málsins!! Er Framsóknarmenn vildu kveða sér hljóðs til að mótmæla þessari staðleysu, kröfðust ráðherrarnir, að forseti skæri þegar niður umræður. Jón Pálmason sat i sæti forseta og neitaði hann Framsóknarmönnum um orðið, en það höfðu áhorfendur fyrir satt, að mjög væri honum þá sigið hjarta, enda titruðu hend- urnar. Eysteinn Jónsson kvaddi sér þá hljóðs um þingsköp, en Jón „forseti“ neitaði. — Eysteinn endurtók kröfu sína, og neitaði forseti enn í fáraéði sínu, en lét loks undan að ráði sér reynd- ari manna. Lýsti þá Eysteinn yfir því, um leið og hann mótmælti fár- yrðum og lævísi Jakobs Möllers, að Framsóknarmenn væru enn sem fyrr reiðubúnir til að greiða atkvæði umræðulaust um málið, en því var engu anzað, og fundi skotið á frest. Þessi framkoma öll er aðeins lítil en skýr mynd úr sálarspegli Sjálfstæðisflokksins. En hverjir eru það, sem tefja störf Alþingis? nema að vonum, að sálufélagi hans, Áki Jakobsson, viðhefði þau orð og þær lýsingar, sem algengastar eru í herbúðum kommúnista, og þá sérstaklega þegar vitað er um viðnámsþrótt bændastéttar allra landa gegn hvers konar öfgum og bylting- um, sem þjóðirnar stynja mest undir nú. Þessi sami háttv. þm. sagði við 2. umr. kjördæmamálsins hér í deildinni, „að það mundi vekja almenna reiði hjá öllum bæjarbúum, sérstaklega Reyk- víkingum, ef málið yrði stöðv- ! að“. Hafði honum þá vísa gleymst að halda sér á línunni, eins og kallað er í þeim herbúð- um — þeirri línu, er samherj- arnir halda fram, að málið sé nú sérstaklega framborið af um- hyggju fyrir sveitunum, — og það væri sérstaklega þeirra hagsmunamál. En það er nú svona, að mörgum kommúnista hefir veizt erfitt að halda sér á línunni, þegar þeir vissu að hún var fals og blekkingar ein- ar. En óneitanlega er þessi yf- irlýsing athyglisverð fyrir íbúa sveitanna, sem hafa látið blekkjast af línudansinum hjá sameiningarflokkum bæjanna í þessu máli. Mótsagnirnar, blekkingarnar og hin beinu ósannindi, eru svo mörg og margskonar í mála- flutningi þessara manna, að ekkert nema illur málstaður og ljótur eða óróleg samvizka get- ur þurft slíks með. Það er ekki verið að reyna að verja máls- staðinn, enda sþkt erfitt, en það er ausið botnlausum skömmum, óhróðri og svívirð- ingum um andstæðingana, bæði flokkinn og einstaka menn, sem leyfa sér að lýsa eða minnast á það athæfi, sem nú er í frammi haft í íslenzkum stjórnmálum. Ég hefi í raun og veru alls ekki geð í mér til að fara að svara þeim fúkyrðum og ósannindum orði til orðs, enda hvorki tími né ástæða til að gera það. Svo vel þekki ég dómgreind hugsandi manna hér á landi. Aðeins örfá dæmi skal ég nefna um þennan einstæða málaflutning. Hv. 4. landskj. (Á. J.) sagði, að Framsóknarflokkurinn væri einkum embættismannaflokkur, en jafnframt að hann væri svarnasti óvinur allra launa- manna í landinu. Ef þetta væri rétt, þá undrar mig ekkert á því, sem margir hafa átt erfitt með að skilja, hvers vegna þessi sami hv. þm. styður for- mann Sjálfstæðisfl., Ól. Th., tU að vera forsætisráðhera, einn mesta stríðsgróðamann lands- ins, til þess að gera það, sem hann telur svo bráðnauðsyn- legt, að ná sér eitthvað niðri á stríðsgróðamönnunum. Sami hv. þm. sagðist óttast, að herstjórnin gripi inn í okkar mál, ef alvarlegar vinnu- stöðvanir yrðu. En samhliða segir hann, að við Framsóknar- menn séum að hóta að nota erlent hervald í málum okk- ar innanlands, alveg eins og Framsóknarflokkurinn hvetji mest til verkfalla og vinnu- sCöðvana, og hafi slíkt á valdi sínu. Hverjir beita mest þeim aðferðum á landi hér og nota slíkt sér til framdráttar. Hvaða flokkur og hvaða menn eru það? Það er engu líkara en þessi hv. þm. tali einatt með óráði, eða hann sé farinn að óttast svo Framsóknarflokkinn, að hann sjái hann allsstaðar á vegi sínum, einnig sem keppi- naut í hinni alkunnú sérgrein kommúnista, verkföllum og vinnustöðvunum. Ég held, að þjóðin ætti að hafa shkan draumóramann annars staðar en á Alþingi nú á tímum. Þá töluðu þeir báðir um það, hv. 4. landskj. og hv. þm. A.-Hún., að Framsóknarmenn eyddu svo miklum tíma í að tala um þetta mál, og gerðu allt, sem hugsan- legt væri til að tefja það. Væru þeir þannig sjálfir að seinka kosningum þeim, er þeir hafa ákveðið í haust eða í vetur. Hvað er svo satt í þessu? Ég hefi aflað mér upplýsinga um meðferð og umræður þessa máls frá þeim heimildum, sem fyrir liggja í þinginu, og hún er á þessa leið: Tvisvar hafa verið veitt af- brigði um meðferð þessa máls, með samhljóða atkvæðum. Við 1. umræöu var engra umræðna óskað af okkar hálfu. Við aðra umræðu fluttu stjórnarliðar sjö ræður en við fimm. Afbrigðum hefir verið heitið um alla með- ferð málsins af okkar hálfu, eftir að vitað var að stjórnar- flokkarnir ætla að knýja málið fram, hvað sem öðru líður. Og er því ekkert því til fyrirstöðu frá hálfu Framsóknarflokksins, að máli þessu verði lokið strax á morgun. Og þingi þá lokið. En um meðferð annarra mála er hið sama að segja frá hálfu stjórnarflokkanna. Mál stjórn- arliða, sem ætlað mun að ganga fram, hafa hlotið þessa með- ferð: Frv. um alþýðutryggingar, þar hafa stjórnarflokkarnir flutt 6 ræður. Framsóknarmenn enga. Þingsályktun um bændaskóla, þar hefir Sjálfstæðisflokkurinn flutt 8 ræður, Framsóknarfl. 3. Um afnám gerðardómslaganna, þar hafa stjórnarflokkarnir við 1. umræðu flutt 11 ræður en Framsóknarflokkurinn 1 ræðu. Þannig má þetta lengi rekja, og svo gerast málsvarar þessara flokka svo ósvífnir, að deila á okkur Framsóknarmenn, að við séum að tefja málin. Mun hitt ekki réttara, að ver- ið sé af ásettu ráði að bíða eft- ir aðstoð „konungs vetrar“, til að ná rétti dreifbýlisins, ef annað bregzt. Hv. þm. A.-Hún. fór ennfrem- ur með mörg bein ósannindi, og skal ég aðeins benda á tvö, sem er hægt að sanna með skjallegum heimildum: 1. Hann sagði, að Hermann Jónasson, hv. þm. Stranda- manna hefði sagt um þá á- kvörðun ríkisstjórnarinnar að tryggja bændum síldarmjöl fyrir 32 kr. tunnu, að það væri svo ómerkilegt mál, að það væri varla vert að tala um það. En Hermann Jónasson sagði, að það væri svo sjálfsagt mál, að sig undraði á, að nokkur væri að hrósa sér af því, og hann spurði, hvaða ríkisstjórn myndi ekki hafa gert það sama, eins og nú er ástatt um landbúnað- arframleiðslu, eftir að hefði verið tekið af henni vinnuafl- ið og sett í luxusbyggingar. En einmitt það, að verið væri að hrósa sér af svo sjálfsögðum hlut, sýndi það, að ríkisstjórn- inni hefði jafnvel dottið það í hug að láta þetta ógert. 2. Þá sagði sami hv. þm. enn- fremur, að nefnd væri tekin til starfa til að reyna að semja um kaupgjald og annað við verkamenn. Tækju þátt í henni fulltrúar frá öllum flokkum nema Framsóknarflokknum, þeir væru að tregðast við að leggja mann til í nefndina. En í öðru orðinu sagði hann hins vegar, að Framsóknarflokkur- inn yrði að velja sér betri for- ingja, ef hann ætti að fá að taka þátt í þeim samningaum- (Framh. d 4. slOu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.