Tíminn - 12.09.1942, Qupperneq 4

Tíminn - 12.09.1942, Qupperneq 4
400 TtMlNN, laugardaginii 12. sept. 1943 101. blaO tJR BÆNUM Bifrelðaárekstur. Á fimmtudagsmorguninn var rákust tvœr bifreiðar á skammt frá Hafnar- firði. Báðar bifreiðarnar eyðilögðust og þrír menn slösuðust alvarlega. Tveír af mönnimum, sem slösuðust voru Bandaríkjamenn, en éinn þeirra var íslendingur. Menntamál, janúar—ágúst hefti er nýlega komið út. Efni þessa heftis er meðal annars: Jakob Kristinsson frœðslumálastjóri sextugur með mynd, eftir G. M. M. Ávarp til norskra kennara, Handíða- skólinn, Eru landsprófin að spilla lestrarkunnáttimni eftir Hannes J. Magnússon og Með lögum skal land byggja eftir sama. Fjölda margar aðrar greinar eru í þessu hefti. Skinfaxi, Tímarit U. M. F. í. 1. hefti þessa árs er fyrir skömmu komið út. í þetta hefti ritar Einar Jónsson myndhöggv- ari grein, er hann nefnir „Til œsk- unnnar", og próf. Richard Beck „Ætt- jörð vor og menningararfur". Ýmsar fleiri greinar eru í blaðinu m. a. fróð- legir íþróttaþættir. með 10 myndum, eftír Þorstein Einarsson íþróttafull- trúa. í heild er þetta hefti Skinfaxa hið læsilegasta og skemmtilegt að frá- gangi. Læknablaðið, 2. tbl. 28. árg. er nýlega komið út. Auk margra fróðlegra greina um læknisfræðileg efni, flytur blaðið frétt- ir af læknanemur erlendis og fundar- gerð frá 3. fundi Læknafélags Vest- fjarða. Bókaútsala hefir verið opnuð á Laugaveg 12, sbr. augl. hér í blaðinu s. 1. fimmtudag. — Verða þar einkum seldar ýmsar góðar bækur, sem gefnar hafa verið út að undanförnu, en eru nú að hverfa úr bókaverzlunum bæjarins. Bækur selj- ast oft upp hér í bænum, þótt nokkur eintök séu tii af þeim á smærri út- sölustöðum, en bækurnar, sem þama eru seldar, munu vera þaðan fengnar. í næsta blaði birtist grein eftir Guðjón F. Teitsson um úthlutun bifreiða og bifreiða- einkasöluna. Skjölin á borðið (Framh. af 1. síðu) samkvæmt frásögn Péturs Otte- sen, er ástæðulaus. Með þessu atferli sínu getur ríkisstjórnin unnið þjóðhættu- legt verk. Sú krafa hefir komið fram, bæði á Alþingi og í blaðinu Vísi, að öll skjöl og skilríki um þessi mál verði birt. Tíminn tekur eindregið undir þá kröfu. Þjóðin verður að fá að vita það, sem í þessum málum hefir gerzt. Hún verður að fá að vita, hvort undanhaldið stafar frek- ar af beinum ógnunum erlends valds, eins og ríkisstjórniri vill vera láta, eða af manndóms- leysi stjórnarforustunnar, eins og skilja má af ummælum Pét- urs Ottesens. Ríkisstjórnin má ekki láta það ráða í þessu máli, hvort henjii sé heppilegra að dylgja með „óvænt viðhorf" en að leggja skjölin á borðið. Hún verður að láta stjórnast af því einu, að tortryggni skapist ekki í garð vinveitts stórveldis, vegna dularfullna dylgna hennar. Frá GrímsTÖtxmm (Framh. af 3. síðu) verðri, skammt þar frá, sem gigurinn var (vestri gígurinn) 1934, er auður kafli meðfram landinu og virðist töluverður jarðhiti vera þar. Leggur þar upp gufu frá vatnsborðinu með landinu og gufu leggur upp um sprungurnar í skriðjöklinum þar suður af. Við suðurbrún dalsins sýnd- ist okkur tilsýndar svo sem gufu legði upp á einum stað. Brenni- steinsfýla fannst dauf frá tjaldstaðnum stöku sinnum í norðanátt. Þýzk loftárás á Austurland Herstjórn Bandaríkjanna á íslandi tilkynnti á fimmtudag- inn, að þýzk flugvél hefði flog- ið yfir austurströnd íslands þá um morguninn. Flugmennirnir skutu af vélbyssum á tvo staði,< en vörpuðu engum sprengjum. Síðan beindu þeir fluginu austur til hafs og skutu þar enn af vélbyssum á tvö íslenzk skip, en eigl vörpuðu þeir heldur sprengjum á þau. Ekkert tjón varð að þessum árásum. Mál, sem var lagt á hilluna ... (Framh. af 1. siðu) ers-fiokkurinn, Mbl. og Vísir, voru á valdi þeirra, sem um fram allt vildu sundra þjóð- stjórninni og leika áhættuspil um stríösgróðann — hringiðu trylltrar verðbólgu. Framsóknarmenn ráðlögðu fyrir sitt leyti að halda fast við baráttuna gegn dýrtíðinni, og varnir fyrir gildi peninganna. Þeir ráðlögðu eins og þá stóð á, að halda friði — inn á við og út á við. En þessi ráð voru að engu höfð. Drekasæði Ásgeirs Ásgeirssonar og hinna ábyrgð- arlausu forvígismanna upp- lausnarinnar féll i góðan jarð- veg í sálum lítt þroskaðra manna, sem væntu sér augna- bliks hlunninda af almennri fjármálaupplausn. Stjórnar flokkarnir gerðu þrennt í einu. Þeir brutu niður allar skorður gegn dýrtíð og verðbólgu. Þeir hófu grimman og ótakmarkaðan pólitískan hernað gegn Framsóknar- flokknum. Og þeir lýstu yfir, að það væri ásetningur þeirra að framkvæma í sumar og haust pólitískan aðskilnað íslands og Danmerkur og stofna lýðveldi. Hinir grunnfærari menn, svo sem Ingólfur uppbótarþingmað- ur úr Rangárvallasýslu, • sagði að fáni hins endurreista lýð- veldis myndi á miðju sumri blakta yfir íslandi. Sjaldan hefir slysalegri ráða- gerð verið háfin í sjálfstæðis- máli nokkurrar þjóðar, heldur en sú, sem Ásgeir Ásgeirsson lagði til, og fékk framgengt af annarlegum ástæðum. Að hefja fyrst illvígan innanlandsófrið, og leggja síðan út í baráttu um lokaþátt í sjálfstæðisbaráttu fámennrar en frelsi kærrar þjóðar. Stjórnarflokkarnir kusu nefnd til að undirbúa stjórnarlög hins nýja lýðveldis. Þeir buðu Fram- sóknarmönnum þátttöku í nefndinni — samfara hinum illvíga hernaði á hendur flokkn- um. Við Hermann Jónasson fórum af hálfu Framsóknar- manna í ncfndina. Við vildum bjarga því sem bjargað yrði, ef til átaka kæmi um lýðveldis- stofnun. Við bókuðum varlegar athugasemdir á fyrsta fundi nefndarinnar. Síðar tókum við fram mjög greinilega stuðning okkar við skilnaðarmálið, ef til átaka kæmi í sumar eða haust. Eftir að hið nýkosna þing kom saman, vissum við H. J. að all- ur þingflokkur Framsóknar- manna myndi styðja stjórnina til lýðveldismyndunar í sumar, þrátt fyrir hina óvenjulegu, ó- hyggilegu og ódrengilegu að- ferð, sem beitt hafði verið við flokkinn. Framsóknarmenn vildu þá sem pndranær lyfta frelsismálinu yfir allan sárs- auka innanlandsátakanna. Eh frv. um lýðveldismyndunina kom aldrei fram. Ytri og innri hættur steðjuðu að. Þær tvær stórþjóðir, sem hafa nú heri sína hér á landi og flota á haf- inu við landið, ráðlögðu, með nokkru millibili, að fresta breytingum á skipun hinnar æðstu stjórnar, vegna ríkjandi ástands. Um sama leyti sendu um 50 mikilsmegandi Mbl.menn og um 10 menn úr öðrum flokk- um þingi og stjórn kveðju sína í sömu átt og Stauning hafði sagt um íslendinga, að þeir kærðu sig ekki um „den fulde frihed.“ Stjórnin var í tangar- sókn milli aðhalds frá útlend- um og innlendum aðilum. Stuðningur ' sá, sem hún fékk frá heildsölum sínum, krötum og kommúnistum var lítill þeg- ar á reyndi. Drekasæði upp- lausnaririnar bar illan og óheil- næman ávöxt. Pétur Ottesen viðurkenndi, að lýðveldismyndun væri lögð á hilluna — um stund. Fram- sóknarmenn erp á sömu skoð- un. Þess vegna sátu þeir hjá við hina dapurlegu atkvæðagreiðslu málsins. En í hugum Framsókn- armanna er málið lagt á hill- una — en aðeins um stund. Framsóknarmenn viðurkenna, að þjóðin hefir beðið ósigur í þessu máli. Þeir skilja ástæð- una. fslendingar ná aldrei fullu frelsi, ef fyrsti þáttur átakanna er ranglát innanlandsstyrjöld. Útbrefðíð Tímann! „Víð stígum nú hik- laust seinasta skrefið í sjál£stæðismálínu“ (Framh. af 1. síðu) mitt nú á að leysa það mál og hvergi hika.“ Þann 20. júní birtir Mbl. for- ustugrein um sjálfstæðismálið, þar sem segir á þessa leið: „Framsóknarflokkurinn biður kjósendur landsins um nægi- legt fylgi til þess að hann fái stöðvunarvald á sumarþinginu. Þetta stöðvunarvald segist flokkurinn ætla að nota til þess að koma stjórnarskrárbreyting- unni um kjördæmamálið fyrir kattarnef. En hafa kjósendurnir athug- að það, að ef þeir verða við á- skorun Framsóknarflokksins og veita flokknum umbeðið stöðv- unarvald, þá eru þeir um leið að bregfða fæti fyrir sjálfstæð- ismálið? Er nokkur sá kjósandi til í þessu landi, sem vill taka á sig ábyrgðina af þeim verkn- aði? Fái Framsóknarflokkurinn stöðvunarvald á sumarþinginu, þá verður sjálfstæðismálið ekki leyst á þessu ári. Það verður lagt á hilluna — fyrst um sinn til stríðsloka. Vissan um þetta ætti vissulega að opna augu kjósendanna. Hver sá kjósandi, sem kýs nú með Framsóknarflokknum, bregst skyldunni i sjálfstæðis- málinu.“ í seinustu útvarpsumræðum fyrir kosningarnar endurtóku fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þessar yfirlýsingar. Sigurður Kristjánsson komst m. a. svo að orði (sjá Mbl. 4. júlí): „Það er ákveðið af öllum flokkum þingsiris, nema Fram- sóknarflokknum, að áður en þessu ári lýkur skuli ísland verða lýðveldi, fullvalda og ó- háð öðrum ríkjum. Þetta verð- ur framkvæmt, hvort sem Framsókn líkar betur eða vex, og hvað sem í hennar tálknum syngur.“ Kóróna allra þesara yfirlýs- inga er svo forsíöumyndin, sem Morgunblaðið birti á kosninga- daginn. Þar er reynt að túlka lýðveldisstofnunina sem aðal- mál Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. Því er skipaður enn hærri sess en kjördæma- málinu. Sýnir það gleggst, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að draga úr óvinsældum kjördæmamálsins með því að skáka lýðveldismálinu fram fyrir það. Hér hefir þá í stuttu máli verið rakið helzta loforð Sjálf- stæðisflokksins í kosningunum — loforð, sem varð þess vald- andi, að flokknum tókst að koma kjördæmamálinu fram. Efndirnar hafa svo orðið þær, að allt hefir verið svikið, þjóð- in er blekkt og vonsvikin og útlendingar líta til okkar með fyrirlitningu fyrir undanhald- ið í frelsismálunum. Þjóðin er sannarlega dauð úr öllum æð- um, ef hún refsar ekki stjórn- arflokkunum, og þó einkum Sjálfstæðisflokknum, fyrir svik- in, vonbrigðin og fyrirlitning- una, sem þetta framferði hefir valdið. 4 víðavangi. * (Framh. af 1. síðu) Það situr sízt á þesum dýrtíð- arpostulum að vera með úlfúð í garð bænda og framleiðenda. Þeir hafa byrjað frumhlaup sitt í skjóli erlendra vinnuveitenda. Það skjól hefir brugðizt í bili og þeir hafa með heimsku sinni stefnt íslenzkum verkamönnum í vinnuleysi, þegar komið er að haustnóttum. Þeir ættu að hafa vit á að þegja. KOMMARNIR KASTA ÚT MÖRSIÐRI! Þegar kjósa skyldi i Mennta- málaráð síðasta dag þingsins, lögðu sósíalistar fram lista með nafni Sigurðar Nordals efst á blaði. Voru þeir hróðugir á svip eins og þeir vildu segja: „Býð- ur nokkur betur?“ En listinn fékk samt ekki nema 7 atkvæði. Daginn eftir upplýsti Þjóð- viljinn, að þetta hefði verið hin mesta heppni, því að S. N. vildi alls, ekki vera í menntamála- ráði. Vatns- og skolpveíta í Keilavík Undanfarið hefir verið unnið að undirbúningi á því að leggja vatns- og skolpleiðslur í Kefla- vík. Vatn hefir undanfarið ver- ið tekið úr brunnum í kaup- túninu en er nú orðið mjög ó- fullnægjandi. Allmargir hafa leitt vatnið heim til sín úr brunnum þessum og dælt því með rafmagnsdælum, en vatns- magnið er orðið of lítið vegna aukins fólksfjölda og meiri vatnsnotkunar. Auk þess er vatnið misjafnt að gæðum í brunnum þessum. Skolpleiðsla hefir engin ver- ið, nema frá nokkrum húsum, sem einstaklingar hafa lagt. Margir hafa rotþrær við hús sín, eða aðrar gryfjur, sem skólp er látið renna í og er að því vafasamur þrifnaður.. í fyrrasumar skipaði hrepps- nefndin nefnd til að athuga möguleika á að léggja vatns- og skólpleiðslur í kauptúnið. Nefndin hefir látið bora eftir vatni í nágrénni þorpsins. Var fenginn á leigu bor frá Reykja- víkurbæ nú í sumar og boraðar tvær holur, 33 metra og 25 metra á dýpt. Fengust úr holum þess- um 21/2 og 3i/2 eða samtals 6 lítrar af vatni á sek. Er það talið nægilegt til að fram- kvæmdir geti hafizt. Auk þess er þessi árangur sönnun fyrir því, að nægilegt vatn er í jörð- inni svo að auka megi við með fleiri holum eftir því .sem þörf- in eykst. Er í ráði að byggja vatnsgeymi á hæð nokkurri skammt frá holunum og dæla í hann úr þeim, og láta síðan renria úr geyminum í væntan- legt vatnsleiðslukerfi. Þá hefir nefndin látið steypa skólprör nú í sumar og verður því haldið áfram í vetur. Hefir Sveinbjörn Gíslason, múrara- meistari tekið að sér að steypa pípurnar. Hreppsnefndin hefir lagt til þessara framkvæmda úr hreppsjóði 50 þús. kr. á þessu ári, en í ráði er að boðið verði út skuldabréfalán innan skamms til að hrinda þessu máli áleiðis. Finnbogi R. Þorvaldsson, verkfræðingur hefir yfirumsjón með þesum framkvæmdum, en í nefndinni eru Guðni Magnús- son, málari, Ólafur E. Einars- son, kaupmaður og Stefán Franklin, útgerðarmaður. Er Pétur Ottesen svíkari í sjálf- stæðismálínu? Morgunblaðið skrifar nú dag- lega um það, að Framsóknar- menn hafi svikið Sjálfstæðis- málið með því að greiða ekki atkvæði um stjórnarskráró- myndina, sem það er að kalla sjálfstæðismál. En mætti spyrja í þessu sam- bandi: Er þá ekki Pétur Ottesen líka svikari? — Hann hafði ná- kvæmlega sömu afstöðu til frv. og Framsóknarmenn. Hann sat hjá við atkvæðagreiðsluna eins og þeir. Pétur áleit, að úr því sem komið væri, ætti að stíga spor- ið til fulls. Tilmæli Bandaríkj- anna hindruðu það ekki á neinn hátt. Pétur áleit, að allt annað væri kák og óþarfi. Um frv. sjálft fór hann þeim orðum, að ef til vill greiddi það fyrir lausn málsins síðar, en að öðru leyti fælist ekkert annað í frúmvarp- inu en að leggja lýðveldismálið á hilluna. Framsóknarmenn geta vel unað því', að þeir skuli stimpl- aðir svikarar við frelsi þjóðar- innar fyrir það, að hafa sömu afstöðu til þessa seinasta stjórnarskrárskrípis Ólafs Thors og Pétur Ottesen. Það er á allra vitorði, að hann er öruggasti Sjálfstæðismaðurinn í Sjálf- stæðisflokknum og því alger mótsetning við hinn hálfdanska heigul, sem situr í formanns- sætinu og stjórnað hefir ó- frægilegasta undanhaldi ís- landssögunnar. Auglýsið í Tímannm! GAMLA BÍÓ ------ Æskan á leiksviðinu (Babes in Arms) Metro-Goldwln-Mayer- söngvamynd. Aðalhlutverkin leika: MICKEY ROONEY og JUDY GARLAND. Sýnd í dag kl. 7 og 9. Framhaldssýning 3y2-6y2: Fálkinn Leynilögreglumynd. —-nýja bíó --------- Fnlton hugvitsmaðnr (Little Old New York) Söguleg stórmynd um fyrsta gufuskipið og höf- und þess. Aðalhlutv. leika: RICHARD GREEN, ALICE FAYE, FRED MAC MURRAY. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Innilegar þakkir til héraðsbúa Dalasýslu og annarra okkar mörgu vina fyrir samúð og hluttekningu við and- lát og janðarför Bjarna hreppstjóra Jenssonar í Ásgarði. YANDAMENN. Tilkynning frá dómsmálaráðuneytinu. Athygli almennings er hér með vakin á cftirfarandi: 1) I»að varðar sektum eða varðhaldi eða hvorn tveggja að eiga skipti um vörur, sem hermenn, sem tilheyra herflokkum, sem hér eru, bjóða fram eða |»eir hafa undir höndum, og að taka við slíkum vörum að gjöf frá |»eim, svo og að taka að sér að selja slíkar vörur fyrir þá, enda liggi ekki fyrir, er viðskiptin fara fram eða gjöfin þegin, fnllar saimanir fyrir J»ví, að aðflutningsgjöld hafi verið greidd af vöriumm og fullnægt hafi verið öðrum al- mennum innflutningsskilyrðum, sbr. 1. gr. íaga nr. 13, 5. maí 1941. Auk ]»ess mega l»eir, er taka við slíkuni vörum húast við að þurfa að afhenda þær aftur endurgjaldslaust. 2) Samkvæmt yfirlýsingu herstjórnar- innar er setuliðsmönnum ófrjálst, að láta af hcndi eða selja varning tillieyrandi birgðum eða búnaði hersins, og getur það því, auk þess, sem að framan greinir, varðað við hin al- mennu hegningarlög að kaupa eða taka við slíkum varningi. Nokkrir refsidómar hafa þegar verið felldir í slíkum málum. V ) j Dómsmálaráðuncytið, 11. sept. 1942. f Reykjavík. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frystihús. Mðursuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg frá Eggjasölnsamlagi Reykjavíkur. Innheimtumenn Tímans um land allt! Vinnið eftir fremsta megni að innheimtu Tím- ans. — Gjalddaginn var 1. júlí. DíMEIMTA TÍMAKS.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.