Tíminn - 15.09.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.09.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEPANDI:" FRAMSÓKNARFLOEKURINN. SIITSTJÓRASKRIPSTOFDR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Simar 2353 og 4373. APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu OA. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA b.1. Símar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 15. sept. 1942 102. blað Níðurlagr af greinaflokkl Hermanns Jónassonar um dýrtiðarmálin Skapast mögulcíkar cftír kosningarnar til að hcija viðnám gegn aukínní dýrtíð og vaxandi upplausn Ráðstafanir, sem gera þurfti. Gerðardómslögin voru fram- kvæmanleg og eina lausnin til að afstýra fjárhagshruni eins og á stóð. Þau höfðu stöðvað dýrtíðina í 183 stigum sein- ustu mánuðina, sem fyrrver- andi ríkisstjórn var við völd. Til þess að framkvæma lög- in þurfti hér eins og allsstaðar annarsstaðar, á það er bent áður, að hefta stríðsgróðann, að takmarka framkvæmdir og hér alveg sérstaklega að semja um takmörkun setuliðsvinn- unnar. — Nýju skattalögin og stríðs- gróðaskatturirin var spor í rétta átt. En það þurfti einnig skyldusparnað. Þessu voru for- vígismenn Sjálfstæðisflokksins andvígir, vegna stríðsgróða- manna, en jafnaðarmenn og1 kommúnistar vegna þess, að mikill laus stríðsgróði jók eftir- spurn eftir vinnuafli og hlaut að eyðileggja framkvæmd gerðardómsins. Samningurinn við setuliðið var svikinn. Samningar um takmörkun setuliðsvinnunnar náðust rétt áður en fyrrverandi ríkisstjórn baðst lausnar. Samningurinn var undirritaður í byrjun maí- mánaðar. í 12. gr. þessa ítar- lega samnings er'. því lofað áf hálfu íslenzku ríkisstjórnarinn- ar, að hún skuli sjá um, eftir því sem verða megi, að vinnu- krafturinn verði notaður til framleiðslustarfa, en nýjar framkvæmdir takmarkaðar eft- ir því sem rikisstjórnin telji nauðsynlegt. Þegar við Framsóknarmenn kröfðust framkvæmdar á þessu atriði samningsins drógu ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins málið á langinn. Tilgangurinn var sá, sem kom á daginn, er þeir tóku við stjórn, eftir nokkra daga, að rjúfa samning- inn, er ríkisstjórnin hefði gert við setuliðið og undirritaður hafði verið rétt áður. Hinn 1. júlí þegar átti sam- kvæmt 10. gr. samningsins að fækka í setuliðsvinnunni niður í 2000 manns, vegna íslenzku framleiðslunnar, sérstaklega landbúnaðarins, spurðist setu- liðsstjórnin fyrir um það, hvort ríkisstjórnin hefði staðið við ákvæði 12. gr. samningsins. Þegar það kom í ljós, að svo var ekki, taldi setuliðið sig ó- bundið af samningnum og fækkaði ekki í vinnunni. Þetta athæfi ríkisstjórnarinnar að rjúfa gerða samninga er bæði fordæmanlegt og hættulegt. Ástæðan til þess er sú, að hún áleit að Sjálfstæðisflokkfarinn mundi tapa fylgi hjá verka- mönnum, sem voru andstæðir takmörkunum á framkvæmd- um og takmörkunum á setu- liðsvinnu, en ríkisstjórnin tók þó fyrst og fremst tillit til stríðsgróðamanna, sem vildu, vegna sérhagsmuna sinna fá að koma peningum sínum í fast- eignir. Þess vegna takmarkaði ríkisstjórnin ekki framkvæmd- ir. Stefna ríkisstjórnar- innar í dýrtíðar- málunum. Ríkisstjórnin gerði því ýmist, Sjálfstæðisfl. er ekki samningshæf ur, undir núverandi forustu sinni Samstarf bænda og verkamanna er líklegast til að ná beztum árangri Hermann Jónasson hefir birt nokkrar greinar, þar sem hann hefir hrakið helztu fullyrðingar Sjálfstæðismanna um gerðardómslögin. Þessar fullyrðingar hafa aðallega verið tvenns konar og stangast herfilega. Önnur þeirra hefir verið sú, að gerðardómslögin hefðu þegar verið óframkvæmanleg á þeim tíma, er Framsóknarmenn áttu fulltrúa í ríkisstjórninni. Hin hefir verið sú, að Framsóknarmenn hafi gert lögin óframkvæmanleg eftir að þeir komu í stjórnarandstöðu. Hermann hefir sýnt greinilega fram á, að lögin voru framkvæmd og gerðu mikið gagn í stjórnartíð Fram- sóknarmanna. Þetta gagn hefðu þau gert. áfram, ef staðið hefði verið að framkvæmd þeirra líkt og í fyrstu. Hermann hefir ennfremur sýnt fram á, að Framsóknarmenn hafi á engan hátt torveldað framkvæmd lag- anna eftir að þeir komu í stjórnarandstöðu. Það eina, sem þeir gerðu, var að reyna að leiða Sjálfstæðis- mönnum fyrir sjónir, að samstarfsrof við Framsóknarmenn og tvennar þingkosningar myndu leiða til þess öngþveitis, sem nú er komið á daginn. í niðurlagi þessa greinaflokks, sem fylgir hér á eftir, sýnir Hermann fram á, hvaða ráðstafanir hefðu þurft að gera til að tryggja viðunandi framkvæmd gerðardómslaganna, hverjar afleiðingarnar séu orðnar, vegna þess að ráðstaf-anir þessar voru látnar ógerðar, og hvaða möguleikar virðast fyrir hendi í þessum málum að kosningunum loknum. » ' með aðgerðaleysi eða beinum aðgerðum, allt sem þurfti til þess að gerðadómslögin ( yrðu ekki framkvæmd. — Hún rauf setuliðssamninginn, hún lét stríðsgróðann leika lausan og hún leyfði ótakmarkaðar fram- kvæmdir. Sú fjármálastefna, sem nú nálgast óðfluga fullkomið hrun og atvinnuleysi er því stefna núverandi ríkisstjórnar — og eiginlega sú eina stefna, sem hún hefir haft og hefir. Þau loforð, sem ríkisstjórnin gaf þjóðinni fyrir kosningar, þrisvar sinnum við þrjú mis- munandi tækifæri, að hún skyldi framkvæma gerðardóms- lögin og stöðva dýrtíðina, virð- ast því hafa verið álíka alvar- lega meint og ýmis önnur af sama tagi. Mbl. og önnur blöð stjórnar- flokkanna éru að lýsa því dag- lega, hvað þessi fjármálastefna sé þjóðhættuleg, enda stefni hún í algera upplausn. Þessi ágætu blöð verða að gera sér það ljóst, að þau eru að deila á þá einu stefnu, sem núverandi ríkisstjórn hefir nokkurntíma haft. Það er næstum fordæmalaust glæfraverk, sem Sjálfstæðis- flokkurinn vann, er hann rauf samstarfið við Pramsóknar- flokkinn um að halda dýrtíð- inni í skefjum, en hefja deilur um það, hvor flokkurinn ætti að hafa 2—3 þingmönnum fleira eða færra. Fyrirsjáanlegt var þó að hvorugur flokkurinn gat náð meirihluta. — Afleið- ingar þessa ólánsverks eru komnar á daginn. og öllum svo ljósar, að þeir sem bera sökina á því hvernig komið er, sjá sér þann kost vænstan, að lýsa upplausninni með sem sterkustum orðum. Með því vilja þeir láta líta svo út fyrir þessar kosningar, sem þeir séu einnig mótfallnir sinni eigin stjórnarstefnu, er þeir tóku upp síðastliðið vor og upplausn- inni veldur.- Það er ekki hægt að semja við Sjálfstæðis- flokkinn meðan hann svíkur alla samninga. Mbl. skrifar um það, að nú þurfi að skipa nefnd til þess að stöðva þessa upplausn og af- stýra hruni, — m. ö. o. reyna að finna leið úr þeim ógöngum, sem stefna ríkisstjórnarinnar hefir komið þjóðinni í. — Það verður að segjast, því það er öllum fyrir beztu, að Sjálf- stæðisflokkurinn viti það nú þegar, að eftir að flokkurinn hefir .rofið samninga um dýr- tíðarmálin sumarið 1940, rofið samkomulag um lögfestingu á haustþinginu 1941, rofið sam- komulag um gerðardóminn, rof- ið loforðin fyrir kosningar, rof- ið samninginn sem gerður var við setuliðið — eftir allt þetta og annað verra, sem ekki skal talið að sinni — hafa margir stjórnmálamenn, jafnvel flest- ir, gert sér það ljóst, að undir núverandi forustu er Sjálfstæð- isflokkurinn ekki samningshæf- ur. Þetta er áreiðanlega grund- vallaratriði, sem óhætt er að ganga út frá þegar rætt verðúr um það, hvernig eða réttara sagt, hvort komizt verði úr þeim ógöngum, sem núverandi ríkisstjórn hefir komið þjóð- inni í. • Afleiðingar. Með því að allir kappkosta svo mjög að lýsa afleiðingum dýrtíðarinnar, eins og nú er komið, get ég verið stuttorður um þær. Á það skal þó bent, að um 4 miljónir, sem ríkissjóður greiðir embættismönnum nú í launabætur — launin, sem ríkissjóður greiðir, verða þá um 19 milj. á ári — eru engar kjarabætur fyrir embættis- mennina. Eftir að vinnulaun hækkuðu um 30% og meira, var auðsætt að lífsnauðsynjar myndu hækka að sama skapi. Til þess að embættismenn rík- isins væru ekki ver settir en þeir voru, fyrir þessar hækkan- ir, varð að hækka hjá þeim. Kjör þeirra voru lík eftir sem áður. Uppbæturnar, sem þarf að greiða bændum úr ríkissjóði á útfluttar vörur, hækka um nokkrar miljónir, en bændur verða ekki betur settir. Þessar hækkanir hverfa aftur úr vös- um þeirra í hækkuðu kaup- gjaldi og öðrum kostnaði, sem hækkar. Eftir að bændur voru sviptir vinnukraftinum í sum- ar, varð ekki hjá því komizt að hækka ekki síldarmjölið. Vegna heyeklu er búizt við, að bænd- ur kaupi um helmingi meira af mjölinu en ella mundi. Þessi auknu kaup kosta ríkissjóð um % úr miljón króna. Þessir pen- ingar eru ekki greiddir til bænda, heldur meðgjöf úr rík- issjóði með of miklum óþörfum framkvæmdum — villu- og stórhýsabyggingum. — Þessar framkvæmdir tóku mikið vinnu- afl, sem átti að nota í fram- leiðslunni. Engum koma þessar, og fleiri, miljónir að gagni, sem mokað er úr ríkissjóði í dýrtíðarfenið. En þessi dýrtíð, sem ríkið neyð- ist þannig til að taka þátt í að auka, verður eða er þegar orð- in svo mikil, að framleiðslan er að stöðvast. Hvergi fæst það verð, sem þarf til að hinn dýri rekstur beri sig. Hjálpa kommúnisar S j álf st æðismönnum til að halda upplausn- inni áfram? Varnir gegn dýrtíðinni hefir ríkisstjórnin nú brotið niður og þetta tímabil, sem var, meðan stefnu fyrrveíandi stjórnar var fylgt, er því lokið. Þjóðin spyr nokkuð almennt, hvað taki við eftir þessar kosn- ingar. Fram yfir þann tíma er mönnum ljóst, að stjórnleysið heldur áfram. Auðsætt er, að enginn einn flokkur getur stjórnað, eftir kosningar frekar en fy'rir þær. Alþýðuflokkurinn og kommún- istaflokkurinn geta ekki stjórn- að saman — enda útilokað, að þeir fái sameiginlega til þess meirihluta í kosningunum. Stjórn Sjálfstæðisflokksins, með kommúnistum og jafnaðar- mönnum, þarf ekki að lýsa. Flestir sjá, að hún stefnir að hruni. En í því sambandi eru kommúnistar og reyndar jafn- aðarmenn nokkur ráðgáta. Vilja kommúnistar nú, eins og þeir lýstu yfir að þeir vildu fyr- ir seinustu kosningar, hafa nógu þróttlausa og ráðþrota ríkisstjórn, sem skapi upplausn — og hrun? Ætla þeir eftir kosningarnar að halda áfram að styðja núverandi stjórn? Mjög margir telja það sennilegt að þeir líti svo á með réttu, að ákjósanlegri stjórn til þess að framkalla fjármálahrun sem fyrst, geti þeir ekki fengið. Þess vegna muni kommúnistar styðja núverandi ríkisstjórn eftir kosningarnar í þeirri von, að þeir séu nógu sterkir til þess að verða ofan á í veltunni, þeg- ar allt hrynur. — Engin nefast um, að ríkisstjórnin myndi sitja meðan sætt væri. Þetta er ráðgáta, sem marg- ir af kjósendum kommúnista, hvað þá aðrir, geta ekki ráðið. Flokksbrot verka- manna þurf a að sam- einast. En ef slík samvinna verður ekki upptekin af Sjálfstæðisfl. og kommúnistum, að halda á- fram núverandi stjórnleysis- stefnu eftir kosningarnar, sem ég hygg að fáir landsmenn kysu, þá er það ljóst, að það er ekki hægt að stjórna nema með því að efla og styrkja Framsóknar- flokkinn. — Hin stóra ógæfa í íslenzkum stjórnmálum er, að verkamenn eru klofnir í tvö að- alflokksbrot, sem eru fjand- samleg innbyrðis og gerir þessa stóru stétt að miklu leyti ó- starfhæfa og óvirka í jákvæð- um, pólitískum vandamálum ís- lenzku þjóðarinnar. Það getur haft — og hefir sennilega mjög örlagaríkar afleiðingar, fyrir íslenzk stjórnmál, ef þessum verkamannakjósendum tekst ekki að kenna foringjum sín- um ný vinnubrögð — þau, að þeir verða, ef ekki á illa að fara, að sameinast í einn á- byrgan stjórnmálaflokk, sem þjóðin veit hvar stendur og þarf ekki að vera að geta sér til um, hvort ætli að styðja ráðlaus- ustu og þróttlausustu stjórn, sem verið hefir í landinu til þess að koma á hruni. Það er þessi klofningur í verkiamanriasamtökunum, sem eyðilagði stjórnarsamvinnu verkamannasamtökunum, sem eftir 1938 og að lokum þjóð- stjórnina 1942. Samstarf milli Fram- sóknarflokksins og verkamannaflokks- ins væri æskilegast. Með sameinuðum og ábyrg- um verkamannaflokki mundi vera auðvelt fyrir frjálslyndan og sterkan flokk eins og Fram- sóknarflokkinn, að vinna. Og sennilega er slík samvinna sú eina, sem með sæmilegu móti getur bjargað út úr núverandi ógöngum. Þeir eru einu aðilj- arnir, sem ættu að geta komið sér saman um að taka stríðs- gróðann og ráðstafa honum og þeir verða með lögum eða frjálsu samkomulagi að koma sér sam- an um hlutfall milli verðlags og kaupgjalds. Önnur leið er ekki til og hefir aldrei verið til, til að stöðva dýrtíðina, en að binda saman kaupgjald og verðlag, svo sem gert var með lögunum um gerðardóm. Ef ekki tekst að sameina flokksbrot verkamanna í einn ábyrgan stjórnmálaflokk eftir kosningar, veldur það áfram- haldandi erfiðleikum í íslenzk- um stjórnmálum. Framsóknar- stjórn, með stuðningi klofins verkamannaflokks yrði ekki sterk. — Þjóðstjórn, sem að standa verkamannaflokksbrot- in og Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokkur, mundi verða enn ósamstæðari og veikari og raun- ar alveg óhugsanleg nema breytt sé um forustu í Sjálf- stæðisflokknum. Verkamenn, sem enn hallast að þessum verkamannaflokks- brotum, þurfa því í þessum kosningum að kenna forvígis- mönnum sínum ný vinnubrögð, að sameinast í ábyrgan flokk, þótt ekki gæti hann tekið for- ustuna í stjórnmálum þjóðar- innar, en getur verið öruggur samstarfsflokkur. En það, sem allra mest á ríð- ur er efling Framsóknarflokks- ins. í þessum kosningum er raunverulega kosið um eflirig FramsóTmarfl. eða áframhald- andi upplausn. Það ætti ekki að geta dulizt neinum kjósenda, sem vill skilja það, að um þetta velur hann með atkvæði sínu við þessar kosningar. Ef Framsóknarflokkurinn kemur ekki sterkur úr þessum kosningum, myndi honum síð- ur heppnast sú forusta, sem þjóðin þarfnast að hann geti innt af höndum. Ef annaðhvort flokksbrot verkamanna efldist í kosningunum, gæti það líka dregið úr vilja þess til samein- ingar við hitt flokksbrotið. Þess vegna er það öruggasta ráð þeirra, sem vilja þá þróun, er hér hefir verið lýst, að fylkja sér um Framsóknarflokkinn. Afstaðan til Sjálf- stæðisflokksins. Ýmsir munu tala um þann möguleika, að Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn vinni saman. Slíkt gæti og talizt eðlilegt, þegar þess er gætt, að margir smærri fram- leiðendur, bændur og smáút- vegsmenn, eru í Sjálfstæðis- flokknum og hafa svipaðra hagsmuna að gæta og fylgis- menn Framsóknarflokksins. En þessir menn hafa engin ráð í Sjálfstæðisflokknum. Þar hefir klíka stríðsgróðamanna, sem hefir gerólíka hagsmuni, hrifs- að til sín völdin og hugsar ekki um annað en verndun stór- gróðans. Þessi klíka hefir líka margsýnt, að hún metur gerða samriinga ög gefin loforð að engu. Meðan Sjálfstæðisflokk- urinn nýtur slíkrar forustu, er hann ekki samstarfshæfur. Réttasta leið smáframleiðend- anna, sem fylgt hafa flokknum, ef þeir vilja láta gæta vel hags- muna sinna, er því að fylkja sér nú jim Framsóknarflokkinn. Ef flokksbrot verkamanna sameinuðust og samstarf mynd- aðist milli hins nýja flokks og Framsóknarflokksins, skiptir ekki miklu máli um Sjálfstæð- isflokkinn. Hann mundi þá — þegar svona er komið, skipta um forustu af sjálfu sér og gæti þá (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.