Tíminn - 15.09.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.09.1942, Blaðsíða 2
402 TÍMIMV. siiiiiuidagiim 13. Sept. 1042 102. blað ÞriJðjudag 15. sept. Kosningín í Reykjavík í kosningunum 18. október næstkomandijrelja Reykvíking- ar 8 þingmenn í fyrsta sinn. Allir flokkar voru sammála um, ef kjördæmaskipuninni yrði breytt, að þingmönnum Reykja- víkur yrði fjölgað. Framsóknar- flokkurinn hafði aðeins þá sér- stöðu, að uppbótarþingmönnum yrði fækkað að sama skapi, þar sem hann áleit óheppilegt, að fjölga þingmönnunum. Það virðist eðlileg breyting, að þingmönnum Reykjavíkur sé fjölgað en uppbótarsætunum fækkað, þar sem þau reynast mesta vandræðafyrirkomulag. Er það vissulega betra fyrir Reykvíkinga að fá' þingmenn kosna beint en að atkvæðamagn þeirra fari til þess að skola inn á þingið liðléttingum, sem ekki hafa náð kosningu í öðrum kjördæmum. , Fjölgun þingmanna í Reykja- vík skapar betri kosningaað- stöðu fyrir Framsóknarmenn þár. Það þarf nú minna at- kvæðamagn en áður til þess að fá þar mann kjörinn. Framsóknarmenn hafa, líka að öðru leyti stórum betri kosn- ingaaðstöðu í bænum en fyrr. Það var bæði í bæjarstjórnar- kosningunum í vetur og þing- kosningunum í vor, reynt að gera dýrtíðarráðstafanir flokks- ins óvinsælar. Það var sagt, að þeim væri fyrst og fremst beint gegn launastéttunum. Þessi á- róður hefir nú borið þann árangur, að dýrtíðarráðstafan- irnar hafa verið brotnar niður. Launastéttirnar hafa fengið verulegar kaupbætur. En sú spá Framsóknarmanna hefir reynzt rétt, að allir fjölskyldumenn 1 launastétt hafa það lakara en áður. Dýrtíðin hefir aukizt meira en kaupið hefir hækkað. Allír launamenn mega nú harma það, að ekki var fylgt því ráði Framsóknarflokksins í fyrra, að lögfesta bæði kaup- gjaldið og verðlagið., Þó er þetta aðeins byrjunar- erfiðleikarnir, sem af því hljót- ast að dýrtíðinni var aftur gef- inn laus taumurinn. Það mun koma á daginn fyrr en síðar, að atvinnuvegirnir fá ekki ris- ið undir dýrtíðinni. Atvinnu- leysið og öryggisleysið, sem af því leiðir, mun fyrst og fremst bitna á launastéttunum. Launastéttunum má því vera það ljóst, að forráðamenn só- síalista, Alþýðuflokksins og Sjálfsætðisflokksins, hafa leitt þær út í hreinan ófarnað, þeg- ar þeir brutu niður dýrtíðarráð- stafanir Framsóknarflokksins, i án þess að koma með nokkurar úrbætur í staðinn. Með því hafa þeir sannað úrræðaleysi sitt og getuleysi til að gera nokkurar gagnlegar ráðstafanjr í þess- um efnum. Launastétirnar geta því ekki treyst þeim framar. Það er vissulega ekki hægt að hugsa sér neitt aumkunar- verðara en þegar blöð Sósíal- ista og Alþýðuflokksins gera það tvennt í einu, að hrósa sigri yfir gerðardóminum og harma þá miklu dýrtíðaröldu, sem flæðir yfir landið og er ekkert annað en afleiðing af þessum sigri. Framsóknarmenn í Reykja- vík geta því gengið vígreifir til þessara kosninga. Reynzlan hefir sannað, að stefna þeirra var rétt. Flokkur þeirra hefir sýnt, að hann er eini flokkur- inn, sem hefir kjark til að benda á hagnýt úrræði og fylgja þeim fram, þótt þau mæti óvinsæld- um í bili. 'Honum verður því bezt treyst til að fást við þau miklu vandamál, sem bíða framundan. Sigur hans ætti ekki sízt að verða mikill 1 höf- uðstaðnum, ef flokksmennirnir þar liggja ekki á liði sínu. Þ. Þ. Skrifið eða simið til Timans og tilkynnið honum nýja askrif- endur. Sími 2323. Jónas Jónsson, formaður Framsóknarflokksins Ávarp til Framsöknarmanna Kosningar eiga að fara fram eftir rúmlega mánuð, og gilda um- boð þeirra þingmanna að öllu forfallalausu um næstu fjögur ár. Framsóknarmenn hafa sízt af öllu óskað eftir tyennum kosning- um sama árið. Þeir óskuðu eftir góðum friði innanlands, sam- hentri og þróttmikilli ríkisstjórn og þjóðrækinni en kurteislegri framkomu við setulið þeirra tveggja stórþjóða, sem hafa hér lið um stundarsakir. Þessum óskum var ekki sinnt. Þrír landsmála- flokkar komu sér saman um að leysa upp þjóðstjórnina, hefja illvígar innanlandsdeilur um mál, sem engin þjóðarnauðsyn var að glíma við meðan stóð á heimsstyrjöldinni. Þessum ófriði var einhliða beint gegn Framsóknarflokknum. Samhliða hinni miklu upplausn, sem átt hefir sér stað síðan á síðastliðnii vori> lögðu andstæðingar Framsóknarmanna út í baráttu fyrir lýðveldis- stofnun á þessu sumri eða í haust. Ytri ástæður hafa leitt til þess, að ekkert verður úr þeirri ráðagerð að sinni. Lýðveldis- stofnunin er lögð á hilluna í bili. Næsta skrefið í því máli verður að vekja skilning þjóðarinnar á gildi fullkomins sjálfstæðis og löngun borgaranna til að vinna með dirfsku og gætni að því að ná settu marki. Sjaldan í sögu þjóðarinnar hefir legið meira á en nú, að þjóðin fái sem flesta nýta þing- fulltrúa eftir kosningarnar 18. október. Fjármála- og atvinnulíf landsmanna er að hrynja í rústir. Við borð liggur að sam- ansparaðar innieignir í bönk- um og sparisjóðum verði að sama sem engu. Fyrirsjáanlegt er, að eftir styrjöldina, og ef til vill fyr, kemur gífurlegt at- vinnuleysi, fátækt og neyð, ef hjól dýrtíðarinnar veltur ó- hindrað niður brekkuna eins og það hefir gert síðan gerðar- dómurinn var lagður á hilluna. Stærsta verkefnið eftir kosn- ingarnar verður að stöðva skriðu dýrtíðarinnar, vernda gildi krónunnar, bjarga inn- stæðum í bönkum og sparisjóð- um frá að verða að engu, og hindra það að atvinnuleysið sökkvi þjóðarskútunni, þegar friður kemst á. Framsóknar- flokkurinn hóf baráttuna gegn dýrtíðinni. Fyrir ári síðan voru báðir, Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, móti skipulögðum tilraunum til varnar gegn dýrtiðinni. Um síðustu áramót kom Sjálfstæð- isflokkurinn um stund til sam- starfs við Framsóknarmenn og var útlit fyrir verulegan árang- ur. Síðastliðið vor var þessi samvinna rofin. Síðan þá hafa þeir þrír flokkar, sem stóðu saman um kjördæmabreyting- una, líka staðið saman um að opna allar gáttir fyrir vaxandi dýrtíð. Ávextirnir af því sam- starfi skelfa nú alla hugsandi menn í landinu. Af undangenginni reynslu má fullyrða, að annað hvort verður engin viðleitni sýnd til að stöðva fjárhagshrunið, eða þá að forgangan í því máli verður að koma frá Framsókn- arflokknum. Það er líka til- gangur Framsóknarmanna, að einbeita orku flokksins móti dýrtíðinni, móti verðfellingu peninganna, móti komandi at- vinnuleysi, og til varnar inn- stæðum almennings í bönkum og sparisjóöum. Framsóknar- menn munu vinná að þessu tak- marki með öllum löglegum leið- um, og með öllum dugandi mönnum, sem vilja taka með í strenginn, án undirhyggju eða persónulegrar sérdrægni. Fundarsókn verður erfið víða um land vegna fámennis á heimilunum, anna við óhjá- kvæmileg störf og óhentugar árstíðar. Samt er mjög æski- legt, að Framsóknarmenn leit- ist við að sækja fundi, þar sem því verður við komið, og að leggi áherzlu á að skýra fyrir þeim, sem minna vita, þýðingu þess að efla nú Framsóknar- flokkinn sem mest má við þess- ar kosningar, til þess að hann geti átt höfuðþátt í að bjarga þjóðinni frá varanlegu óláni, sem nú er stefnt að. Næst fundarsókn og gagnleg- um rökræðum, er kjörsókn að- alatriði. Framsóknarmenn eru beðnir að skipuleggja kjörsókn- ina með framsyni, flytja gam- alt og lasburða fólk fyrir kjör- dag í nánd við kjörstað, hafa hesta tilbúna þar sem þess þarf með, til mannflutninga í snjó, hjálpa nábúum gagnkvæmt til að annast bústörfin meðan farið er á kjörfund, nota leigu- bíla sem mest fyrri kjördaginn, til að spara óþarfa eyðslu, og hafa samstarf við aðra flokka um leigubíla til fólksflutninga, þar sem því verður með góðu móti við komið. Vetrarkosningar eru hörku- átak fyrir fólkið í dreifbýlinu. Með því að sækja kjörfund bet- ur en höfuðstaðarbúar, sýnir fólk í dreifbýlinu, að það eigi skilið að hafa megináhrif á gang þjóðmála hér á lándi. Ég vií nota tækifærið til að vara bændur og vatneigendur, hvar sem er á landinu, við að láta falar jarðir sínar, hús- eignir eða skóga, fyr en fram úr sér með verðgildi peninganna. Spekulantar munu sækja fast eftir eignum og bjóða mikið fé í krónum augnabliksins. En öll slík boð eru tálgrafir og sjón- hverfing, meðan ekki er völ að stöðva hjól dýrtíðarinnar. Eng- inn hygginn maður á að láta fala fasteign fyrir pappírs- krónur, fyr en Framsóknar- flokkurinn hefir náð að safna nægilegum liðsafla við kosn- ingarnar í haust til að verja verðgildi íslenzkrar krónu og innstæður í bönkum og spari- sjóðum móíi þeirri gereyðingu, sem stafar af ofsa dýrtíðarinn- 1 ar. Framsóknarmenn hugsa um j velferð alls landsins, allra kjör- dæma og allra stétta. Verkin I tala ótvíræðu máli um þessa '' staðreynd. Aðstandendur hinna j flokkanna reyna oft að telja 'mönnum trú um, að tilgangs- laust sé að kjósa frambjóðend- |ur Framsóknar í þeim kjör- dæmum, þar sem flokkurinn er Í enn í sýnilegum minnihluta. ÍVíða, t. d. í Gullbr.- og Kjósar- sýslu, N.- ísafjarðarsýslu, Siglu- firði, Hafnarfirði, ísafirði, Vestmannaeyjum, Seyðisfirði | og Reykjavík, munu keppi- ' nautar Framsóknarflokksins ¦segja við kjósendur: „Það er ! tilgangslaust að kjósa Fram- sóknarframbjóðandann. Hann kemst ekki að, Fylgið, sem jhann fær, verður ónýtt. Kjósið ! aðra flokka, sem hafa von um 1 uppbótarsæti." En reynslan sýnir annað. Framsóknarmenn hafa hrint í framkvæmd ræktunarmálum Seyðisfjarðar og Vestmanna- eyja, stutt upphaf ísfirzkra sam- vinnuflotans, byggingu mestu og fegurstu opinberrar bygg- ingar í Hafnarfirði, hrint í framkvæmd menntáskóla á Ak- ureyri, meðan Líndal, þm. kjör- dæmisins, beitti öllum ráðum til að stöðva framgang máls- ins. Allir þekkja hvaða flokkur skapaði síldariðju ríkisins á Siglufirði og áhrif þeirrar miklu framkvæmdar. Djúpverjar vestanlands mega vel minnast Aístaða Jónasar Jónssonar í stjórnarskrárneíndinni Á öðrum fundi milliþinga- nefndarinnar í stjórnarskrár- málinu, sem haldinn var rétt eftir þing í vor, lét Jónas Jóns- son bóka greinargerð um af- stöðu sína í málinu. Sýnir sú bókun glöggt, hversu hóflega var tekið á ófriði þriggja flokka gegn Framsóknarflokknum, um leið og lagt var út í skilnaðar- málið. Bókun Jónasar var svohljóð- andi: „1. Að hann álítur að Alþingi 1941 hefði átt að undirbúa lög- gjöf um þjóðfund, sem hefði með samkomu á Þingvöllum það sumar, ráðstafað hinu æðsta valdi á íslandi með lýðveldis- myndun. 2. Að hann telur það furðu- legt, að sá þingmeirihluti, sem stendur að stjórnarskrárbreyt- ingu vorið 1942, skuli sam- þykkja stjórnarskrá, þar sem ekki er hróflað við hinum fornu ákvæðum um erfðavald kon- ungs, sem búsettur er í Kaup- þess, að skammt myndi nú komið byggingu menntaseturs í Reykjanesi, og góðri lausn Djúpbátsmálsins, ef Framsókn hefði þar hvergi nærri komið. f Gullbringusýslu vita Grindvík- ingar um starf Framsóknar- manna að því er snertir lend- ingarbætur þar. Keflvíkingar myndu enn vera án hins arð- sama samvinnuskips, Keflvík- ings, og hins góða samkomu- húss í Keflavík, ef ekki hefði notið styrks Framsóknar- manna. Vegakerfið um mikinn hluta Snæfellsness og hinn mikli vegur inn í Dalasýslu úr Norðurárdal eru framkvæmdir, sem Framsóknarmenh komu í verk, þó að þingmenn þessara héraða væru úr andstöðuflokki. í sjálfum höfuðstaðnum bera allar hinar nýju stórbyggingar til almanna 'þarfa, að undan- teknum barnaskóla í austur- bænum, vott um skapandi afl og stórhug Framsóknarmanna. Landspítalamálið var strandað á Alþingi 1923, þegar Framsókn- armenn fundu færa leið. Allir þekkja forgöngu og úrslitaáhrif Framsóknarmanna við að koma upp sundhöll Reykjavíkur, Arnarhvoli, Þjóðleikhúsinu, Landsímahúsinu, útvarpsstöð- inni, Hótel Borg og hinni nýju háskólabyggingu. Menn skulu varast þá fals- kenningu keppinautanna, að Framsókn geti ekki haft áhrif fyrir kjördæmi, þar sem flokks- (Framh. á 4. síðu) mannahöfn, yfir íslenzkum málum. 3. Að hann efast mjög um hagsýni þeirra ráðagerða að lúka málinu um endanlega skilnað íslands og Danmerkur á Alþingi því, sem kann að verða haldið á miðju sumri 1942. 4. Að hann álítur, að svo framarlega sem hallast var að því að framkvæma skilnað ís- lands og Danmerkur vorið eða sumarið 1942, hafi ekki verið um annað að ræða en byggja á uppkasti um þetta efni, sem þjóðstjórnin lét nokkra merka lögfræðinga gera árið 1940. 5. Að hann telur ósennilegt að nefnd önnum kafinna þing- manna og frambjóðenda, sem kosin var í maí 1942, og á að skila áliti snemma í júlí sama ár, um skilnað íslands og Dan- merkur, geti gert nokkuð ann- að en að mæla með frumvarpi því, sem um getur í 4. Iið. 6. Að hann telur að undireins nú í sumar verði að skipa nefnd, sem að líkindum mundi starfa all lengi og með nægilegum hjálparmönnum að því að und- irbúa framtíðarkjördæmaskip- un og stjórnarhætti landsins, eftir að þjóðin hefir endur- ¦ heimt frelsi sitt, og að það verði jöfnum höndum byggt á reynslu íslenzku þjóðarinnar og þeirra erlendra þjóða, þar sem frjálst þjóðlíf er með mestum blóma. 7. Að hann er ekki mótfallinn því, að nefndin ráði til starfs ! lögfróðan mann til að safna heimildum um stjórnarfar í frjálsum löndum, með því að þær heimildir gætu komið að fullum notum fyrir nefnd þá, sem um ræðir í 6. lið. 8. Að hann býst við að verða norður í landi mest allan þann tíma, sem nefnd þessi hefir til • umráða, en vill gjarna, vegna sjálfstæðismálsins og þátttöku ' Eramsóknarflokksins í endan- legri lausn þess, fylgjast með ' aðgerðum þess þingmeirihluta, sem stendur að hinni nýsam- þykktu stjórnarskrárbreytingu." i Þess má geta, að nefndin gerði ekki annað en að mæla I með frv., sem um getur í 3. og 4. lið, ef þingið fellist á að' stofna lýðveldið. Reyndist J. J. því sannspár um starf nefnd- arinnar. Frv. þetta höfðu hæsta- réttardómararnir undirbúið 1940 fyrir atbeina Hermanns Jónassonar, sem áleit rétt að hafa tilbúna lýðveldisstjórnar- skrá, ef óvænta atburði bæri að höndum. B 6 k a rfregn: Ur fornnm fræðum Þorsteinn M. Jónsson á Akureyri hefir nýlega gefið út: fSLENZK ANNÁLSBROT og UNDUR ÍSLANDS eftir Gísla Oddsson biskup í Skálholti (1632—1638). Frumrit biskups á íslenzku að ritum þessum er glatað, en til er latnesk þýðing af þeim, geymd í ensku bókasafni. Jónas Rafnar læknir hefir snúið báðum ritunum úr lat- ínu á íslenzku. Biskup samdi rit þessi í því skyni að fræða útlendinga um sögu íslands og náttúrufræði. Nú, eftir full þrjú hundruð ár, eru rit þessi næsta merki- leg heimild um þekkingu, hugsunarhátt og þjóðtrú fslend- inga um þær mundir, er bau voru skráð. Fara hér á eftir nokkur sýnishorn úr ýmsum köflum bók- arinnar. Annállinn nær frá 1106—1636, en m'jög er hann slitrótur. Er þar sjáanlega mest haldið til haga kynlegum fyrirbrigðum, eðlilegum og yfirnáttúrlegum jöfnum höndum. Ár 1340. Það ár og sex sinnum á þeim tveim næstu brann Heklufjall með hræðilegum gný. Enn fremur fjalið Lóma- gnúpur. Um leið einnig annað fjall, Trölladyngja. Spjó úr sér alt til hafs við sjávarsveit þá, er kölluð er Selvogur. Einnig Reykjaneshöfði eyddist í eldi meira en að hálfu. Sjást merki hans ennþá í rúmsjó, gnæfandi drangar, sem af þessu nefnast Eldeyjar, — eða Driftarsteinn, eins og eldri menn vilja kalla þá. Sömuleiðis Geirfuglasker, þar sem alt til þessa sjást fjöl- margir brunnir steinar. Á sama tíma bran'n einnig fjallið Síðu- jökull á Suðurlandi og mörg önnur fjöll. Eyddu þau heilar sveitir. Stundum sást eldur og bruni í hafi, og brunnin fjöll hrundu úr meginlandinu í sjó út. Svo miklar breytingar sáust þá á íslandi, eynni til óviðjafn- anlegs tjóns, að aldrei bætist fyrir, fyrr né síðar. Ár 1342. Grænlendingar sner- ust af eigin vilja frá sannri trú og kristilegri kenningu, höfn- uðu öllum heiðarlegum siðum og sönnum dyggðum og snerust að háttum Vesturálfu-þjóða. Því að nokkrir telja Grænland mjög nálægt vesturlöndum heims. Af því hefir leitt, að kristnir menn halda sér frá sigl- ingum til Grænlands. Ár 1547 eða um það bil bjuggu hjón á bæ nokkrum norðan lands, Skíðastöðum í Vatnsdal. Þau unnu sér og fjölskyldu sinni jafnt á helgum dögum sem sýknum. Um haustið bar svo við að kvöldi til, á meðan sauðamaður var að reka sauði og stórgripi til beitar, að fjallið þar fyrir ofan rifnaði og kæfði jarðsverði og stórgrýti bæinn sjálfan og það, sem þar hafði saman safnazt, ásamt allri fjöl- skyldunni. Verksummerki eru auðsæ fram á þennan dag. Á flatanum eða í dalnum, sem áin fellur eftir, er jörðin opin inn að iðrum, svo að hún spýr upp miklu vatnsmegni og myndar poll, sem mönnum ber ekki enn saman um, hve djúpur sé. Voru þar áður grösug engi og ár- bakkarnir mjög yndislegir. Ár 1615. í firði nokkrum vest- an lands brotnuðu um vetur- nætur þrjú ræningjaskip i stór- viðri og hafísreki. Af komust 88 menn og rændu þeir um Vestf j arðabyggðir m i k 1 u m fjölda fjár og húsmunum, svo að Ari Magnússon sýslumaður réðist á 31 þeirra með mönnum sínum og drap þá í Æðey skömmu fyrir Jólin. Þeir sem eftir voru, hér um bil 50 að tölu, voru um veturinn og fram á vor í búðum Dana á Vatneyri. Ár 1633. Bæ nokkurn á Vest- urlandi kæfði svo í snjó, að hann kom ekki upp aftur fyrr en sumarið eftir, og voru þá allir heimamenn dauðir. Biskup lýkur við að rita ann- ál sinn 24. júlí 1637, en 18. apríl 1638 byrjar hann að rita „lýs- ingu þeirra undraverðu hluta, sem fyrir koma í föðurlandi mínu". Þessi íslandslýsing er í 40 kapítulum og fjallar um landfræði íslands, eldfjöll, haf- ís, dýralíf, gróður og loks um þjóðina sjálfa. Um hafísinn segir, að hann færi oss mestu ótið í hvert sinn, sem hann leggst að strönd- unum, einkum þeim norðlægu. En það sé alls ekki á hverju ári, heldur á vissum skiptum og millibilum „ákvörðuðum af Guði allsráðanda." Skrýmsíi eru hér ferleg í sjó og vötnum. „Er þar fyrst fræg- an að telj a orm þann eða vatna- slöngu, sem áreiðanlegir menn hafa oft séð í Lagarfljóti, og er afskaplega stór. Hann er svo ó- skaplega stór, lengdin skiptir skeiðrúmum, þótt" ótrúlegt sé. Hefir þessi óskaplegi búkur skotið sér upp úr hyldjúpu vatninu og sýnt sig, en það fyr- irbrigði hefir ævinlega verið löndum vorum fyrirboði ein- hvers, því að menn halda að það boði venjulega hallæri, drep- sótt, dauða höfðingja eða ein- hverju slíku." Um helsingjana segir höf., að menn haldi, að þeir hafi tvö- falda æxlun; fæðist annað kynið af trjáviði nokkrum (sjá Gyðingasögu Josephusar) en hitt komi fram við egg. „Hefir eftir því verið tekið hér á landi, að hið síðar nefnda hendi sjaldan hér, og fullyrða menn því einum munni, að allir hels- ingjar vorir séu karlfuglar." Um farfugla koma fram margar kynlegar hugmyndir. Sumir haldi jafnvel að til séu hér á landi eins konar ódáins- vellir eða Áradalir, þar sem engin vetrarharka nær til, en höf. er þó heldur vantrúaður á þetta. Frábærir hestar eru nú orðnir sjaldgæfir hjá oss, bæði vegna ófrjósemi náttúrunnar og hag- leysis. Kettir og mýs geta ekki lifað í vestara helmingi Hornafjarð- ar og annarri nálægri sveit, sem sé Öræfum. í Vestmannaeyjum „hafa stundum hitzt neðanjarðar- kettir, kallaðir urðarkettir, og eru stærri en almennir kettir og grimmari að ásýnd. Hefi ég með eigin augum séð skinn af einum þeirra, svart að lit. Róf- an var í meðallagi löng og í mjórra lagi, en að öðru leyti var allt eins og á ketti. Sjást þeir fremur sjaldan og eru taldir með dulverum náttúrunnar." í snarbröttu fjalli austan lands sést glöggt einstakt tré í skoru nokkurri og situr hæst í þverhnípi. Er að því dregið nafn fjallsins og bæjarins, er undir stendur, og heitir af því Stafafell, — eins og menn segðu tréfjall. Staðurinn er í hengi- flugi og nálega ókleifur. Höfundur er í vafa um, hvort þarna hafi áður verið miklir skógar „eða hvort ætla megi, að þetta einstaka tré hafi setið þarna allt frá Nóa-flóði, því að þess kyns vitnisburðir eru margir, þar sem á hæstu fjöll- um, eins og, Spákonufellshöfða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.