Tíminn - 15.09.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.09.1942, Blaðsíða 3
102. blað TÍMIM, smutBdagmm 13. sept. 1942 403 A N N A L L Afmæli. Sigmundur Jónsson, bóndi að Hamraendum í Breiðuvíkur- hreppi í Snæfellsnessýslu, átti sjötugsafmæli þann 13. þessa mánaðar. Hann fæddist 13. september 1872, að Breiðuhlíð í Mýrdal, sonur hjónanna Ingi- bjargar Einarsdóttur og Jóns bónda Jónssonar í Breiðuhlíð, Sigurðssonar prests að Stóru- Heiði í Mýrdal, en hann var sonarsonur séra Högna presta- föður að Breiðabólstað í Fljóts- hlíð. Ingibjörg, móðir Sigmund- ar, var dóttir Guðlaugar Jóns- dóttur, Magnússonar klaustur- haldara að Kirkjubæjarklaustri. Að Sigmundi standa þannig hinar beztu ættir. Sigmundur ólzst upp hjá for- eldrum sínum að Breiðuhlíð og dvaldi hjá þeim til 22 ára ald- urs, að hann kvæntist þann 28. júni 1895 Margréti Jónsdóttur, ættaðri undan Eyjafjöllum, hinni ágætustu konu, gáfaðri og dugmikilli. Þau hjónin bjuggu í tvö ár að Breiðuhlíð, en fluttu þaðan árið 1897, að Skammárdal í sömu sveit og bjuggu þau eitt ár eða til vorsins 1898, að þau fluttu vorið 1899 að Hamraendum og hafa búið þar síðan eða í 43 ár. Sigmundur byrjaði búskap að Hamraendum við mjög lítil efni og tók við jörðinni, sem þá var talin rýrðarkot, í mjög slæmu ásigkomulagi, bæði hvað húsa- kost og aðra umhirðu snertir, enda hafði jörðin verið í eyði um nokkurt skeið, áður en Sig- mundur flutti þangað, að und- anteknum tveimur árum, sem fyrirrennari Sigmundar bjó þar, en hann mun hafa flutt þaðan vegna þess að honum þótti ekki lífvænlegt að búa þar. En með mikilli elju og dugnaði tókst Sigmundi furðu fljótt, þrátt fyrir mikla ómegð, að verða bjargálna og býr nú hinu mesta rausnarbúi. Hann hefir bætt jörðina mjög og ennfremur aukið hana með því, að leggja undir hana tvö eyðikot, Faxa- staði og Hnausa. Aðal jarðrækt- ar- og byggingarframkvæmdir Sigmundar eru þessar: Hann hefir sléttað allt túnið, um 7 hektara, girt allt túnið góðri girðingu, girt allt engi jarðar- innar með stórgripaheldri girð- ingu um 4000 metra á lengd, gert ágæt peningshús, heyhlöð- ur yfir 700 hesta, áburðarhús og safnþró og er meirihluti þessara húsa úr steinsteypu. Þá hefir hann og byggt stórt og vandað íbúðarhús úr stein- steypu, sem er með glæsilegustu íbúðarhúsum í sveit, og komið upp rafstöð til ljósa, suðu og hitunar. Hann hefir þannig verið mjög framkvæmdarsamur í búskap sínum og umgengni öll, utan húss og innan, er með ágætum. Hann hlaut og verð- laun fyrir byggingarfram- kvæmdir úr sjóði Kristjáns IX., árið 1934. Sigmundur hefir gegnt ýms- um trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, svo sem verið í hrepps- nefnd, sýslunefnd og formaður fræðslunefndar. Hann var einn af stofnendum Búnaðarfélags Breiðuvíkurhrepps, sem var stofnað árið 1904 og í stjórn þess frá byrjun, en formaður félagsins hefir hann verið ó- slitið frá því árið 1925 og full- trúi þess á fundum Búnaðar- sambands Dala- og Snæfells- ness. Hefir hann gegnt því starfi af miklum áhuga og framtakssemi og hvatt sveit- unga sína til jarðyrkjufram- kvæmda og notkunar nýtízku áhalda við jarðrækt og hey- vinnu. Enda hafa jarðræktar- framkvæmdir aukizt mjög í hreppnum á vegum Búnaðarfé- lagsins í formannstíð Sigmund- ar. Á árunum frá 1925 til 1936, voru unnin 19,083 dagsverk og veittur út á þau jarðræktar- styrkur, að upphæð samtals kr. 17,903,16, en á árunum 1904 til 1924 voru unnin á vegum félagsins aðeins 4246 dagsverk. Um framkvædir búnaðarfélags- ins síðan 1936 hefi ég ekki skýrslur, en mér er kunnugt um, að þær hafa einnig verið miklar á því tímabili. Það er vafalaust, að hinn mikli fram- fara- og framkvæmdahugur Sigmundar á Hamraendum hef- ir átt mikinn þátt í þessum miklu framkvæmdum félagsins og félagsmanna, þótt fleiri hafi auðvitað átt þar hlut að máli. Þau Sigmundur og kona hans eignuðust 11 börn og eru 9 þeirra á lífi. Misstu þau einn son á þriðja ári og ein dóttir þeirra, Kristín, gift Jóhannesi Albertssyni, lögregluþjóni í Vestmanaeyjum, lézt árið 1936. Á lífi eru 5 synir og 4 dætur: Margrét, gift Sigurgeir Alberts- syni, trésmið í Reykjavík, Sig- ríður, gift Magnúsi Þórðarsyni, Reykjavík, Guðlaug og Lára, ógiftar heima í föðurgarði, Kristinn, bóndi að Eyri í Breiðu- víkurhreppi, Ingibergur, búsett- ur í Sandgerði, Sigurjón, bú- settur i Keflavík, Einar, búandi (Framh. á 4. síðu) á Norðurlandi, er víst, að nú finnast hvalbein, og gátu þau naumast borizt þangað nema í hinu sama flóði.“ Höf. telur víst, að stórir menn eða tröll hafi átt hér heima á fyrri öldum, svo sem Grettir, sem var hraustasta heljarmenni sinnar tíðar og haldið er að hafi verið átta álna hár „en hans líka og stærri menn hefir land vort litið ein- hvern tíma í fyrndinni.“ Ekki er höfundur trúaður á að slík tröll séu enn á lífi og kveðst ekki hirða um að rann- saka það, þótt að vísu sé furðu- legum fjölda fjár, og það þús- undum saman, rænt frá lands- mönnum, og finnst ekki svo mikið eftir af þeim sem ræfl- arnir og beinin, nema þá í haugum saman í afskekktum hellum, rétt eins og þeim væri hrúgað saman af manna hönd- um. Höfundur lýkur að lokum miklu lofsorði á gáfur íslend- inga og hagleik.' „Svo er Guði fyrir þakkandi, að land þetta elur menn, sem eigi aðeins að líkamskröftum og vexti eru mjög líkir hinum bezt limuðu þjóðum, heldur einnig nokkra, sem eru framúr skarandi glæsi- legir á vöxt, sterkir, ágætlega hæfir, tilvaldir og vanir erfiði, svo að furðu sætir, framúr skar- andi í menntun og auk þess hafa liprustu gáfur til nálega allra lista, bæði bóklegum og verklegum“. Nefnir hann dæmi um afburða sláttumenn og ræðara, einnig mikla hagleiks- menn. Einn hafði brugðið vængjum undir sig og flogið erfiðislaust yfir Hvítá í Borgar- firði. Ekki gleymir hann heldur kvenfólkinu. „Ekki er laust við að undrum sæti, að til er hjá oss kvenfólk, sem er svo frá- bærlega hreinlíft, að í landinu er fjöldi guðhræddra meyja, sem aldrei hafa tekið í mál að giftast, heldur staðráðið að vera meyjar af tómri siðsemi. En svo eru aðrar svo afar frjósamar, að þær verða vanfærar í hrumri elli, allt til fimmtugs og sumar yfir sextugt." Svo mörg eru þau orð. Þessi sýnishorn ættu að nægja til að gefa hugmynd um, hve margra grasa kennir í þessu gamla og gleymda riti hins margvísa kirkjuhöfðingja. Bæði þýðandi og útgefandi hafa unnið ágætt verk með því að draga það fram úr fylgsni sínu og koma því fyrir almenn- ings sjónir. Öll bókin er aðeins 135 bls. í átta blaða broti. Hún er látlaus en snotur að prentun og öllum frágangi. J. Ey. A inlmv Carne^ie Hann varð auðugasti maður heimsins á sínum tíma. Þegar Andrew Carnegie fæddist naut hvorki læknis né ljós- móður við, sökum þess, að foreldrar hans höfðu eigi efni á slíku. Hann hóf að vinna fyrir sér gegn tveggja centa launum um klukkustund— og honum græddust fjögur hundruð miljónir dollara. Ég heimsótti einu sinni hreysið í Dunfermline í Skotlandi, þar sem hann fæddist. Það voru aðeins tvö herbergi í húsinu. Faðir hans fékkst við vefnað á neðri hæðinni, og fjölskyldan matreiddi, snæddi og naut svefns í litlu, skuggalegu þakherbergi. Þegar Carnegie-fjölskyldan kom til Ameríku, bjó faðir Andrews til borðdúka c|g seldi þá manna á milli. Móðir hans burstaði og gerði við stigvél fyrir skósmið nokkurn. Andrew átti aðeins eina skyrtu, svo að móðir hans varð að þvo hana og líndraga þegar hann var genginn til náða. Hún vann um sextán eða átján stunda skeið á degi hverjum, og Andrew unni henni mjög. Þegar hann var tuttugu og tveggja ára að aldri hét hann henni því að kvæn- ast eigi, meðan hún væri á lífi og hann efndi heit sitt. Hann kvæntist ekki fyrr en móðir hans lézt að þrjátíu árum liðnum. Hann var fimmtíu og tveggja ára gamall, er hann kvæntist, og sextíu og tveggja, er fyrsta barn hans, er jafnframt varð einka- barn hans, fæddist. Er hann var lítill drengur mælti hann löngum við móður sína: — Mamma, einhvern tíma ætla ég að verða ríkur, svo að þú getir eignazt silkikjóla, haft þjóna um þig og ekið í vagni sjálfrar þín. Hann lét þess oft getið síðar, að ástin og umhyggjan fyrir móður hans væri orsök að árangri þeim, er hann náði. Þegar hún dó var harmur hans slíkur, að hann gat ekki nefnt nafn hennar um fimmtán ára skeið, án þess að tárast. Hann greiddi einu sinni veð af húsi gamallar konu í Skotlandi, sökum þess, að hún líktist móður hans í sjón. Andrew Carnegie var víðfrægur sem stálkóngur. Þó var hann harla fáfróður um stálframleiðslu. Hann hafði hundruð jafnvel þúsundir manna í þjónustu sinni, sem báru meira skyn á stál en hann. En hann kunni að umgangast fólk — og þess vegna varð hann auðugur. Ungur að aldri sýndi hann það, að hann var gæddur skipulagshæfileikum, hneigð til þess að hafa forustu með höndum og láta aðra vinna fyrir sig. Þegar hann var drengur heima í Skotlandi náði hann eitt sinn kanínu. Það leið ekki á löngu, unzt hann hafði eignazt hóp af kanínunungum — en skorti fóður handa þeim. En hann fékk brátt frábæra hugmynd. Hann sagði drengjun- um í grendinni, að ef þeir söfnuðu nægilega miklu af smára og fiflum handa kanínunuungunum, þá skyldi hann skira þá í höf- uðið á þeim í virðingarskyni við þá. Árangurinn af boði þessu varð undraverður. Síðar hagnýtti Carnegie sér hina sömu sálarfræði á vettvangi viðskiptannna. Einu sinni þurfti hann til dæmis að selja járn- brautarsambandinu i Pennsylvaníu stálteina. Herra J. Edgar Thompson var þá forseti járnbrautarsambandsins. Andrew Carnegie lét reisá geysistóra stálverksmiðju í Pittsburgh • og nefndi hana „J. Edgar Thomsons Stálverksmiðjan." Thomson var frá sér numinn, og það var engum erfiðleikum bundið að fá hann til þess að fe;sta kaup á stálteinum frá fyrirtækinu, er bar nafn hans. Carnegie hlaut starf sem símaþjónn í Pittsburgh. Launin voru fimmtíu cent á dag. Hamingjan virtist leika við hann. Hann var framandi í borginni. Hann óttaðist að honum myndi verða sagt upp stöðunni, sökum þess, að hann var næsta ókunnugur. Hann valdi því þann kostinn að skrifa hjá sér nöfn og aðsetursstaði allra fyrirtækja borgarinnar. Hann þráði að verða símritari. Hann nam því ritsímafræði á kvöldin og fór inn í skrifstofuna árla á morgnana, til þess að æfa sig á lyklunum. Dag nokkurn bárust ótal fréttir símleiðis. Philadelphia kallaði á Pittsburgh í sífellu. Það var hins vegar enginn símritari við- staddur. Andrew Cárnegie gekk þá að ritsímanum, tók á móti hverju hraðskeytinu af öðru og skrifaði þau upp. Hann var þegar ráðinn símritari, og laun hans hækkuðu um helming. Ötulleiki hans og framaþrá vakti athygli og aðdáun. Járn- brautarsambandið í Pennsylvaníu hafði komið sér upp sérstakri símalínu milli stöðvanna. Andrew Carnegie var ráðinn símritari og síðar einkaritari forstöðumanns einnar deildarinnar. En dag nokkurn gerðist atburður með óvæntum hætti, sem olli straumhvörfum i lífi Carnegies. Hugvitsmaður nokkur kom og settist við hlið hans í járnbrautarlest og sýndi honum líkan af nýjum svefnvagni, sem hann hafði fundið upp. Um þessar mundir var eigi um sérstaka svefnvagna að ræða. Rekkjur voru þá að- eins hengdar upp meðfram flutningavögnum. Þessari nýju upp- götvun svipaði helzt til Pullmanvagnanna nú á dögum. Carne- gie var hin skozka slægð í blóð borin. Hann sá, að uppgötvun þessi gat haft mikla þýðingu — geysimikla þýðingu. Hann tók fé að láni og keypti hugmyndina. Svefnvagninn vakti óskipta hrifni, og þegar Andrew Carnegie var tuttugu og fimm ára að aidri, nam gróði hans af nýjung þessari fimm þúsund dollurum á ári. Einhverju sinni brann trébrú á járnbrautarleið, og öll umferð stöðvaðist um nokkurra daga skeið. Andrew Carnegie var þá for- stjóri einnar deildarinnar. Trébrýr hlutu að vera úr sögunni. Hann sá það í hendi sér. Járnið var það, sem koma skyldi. Hann tók fé að láni, stofnaði félag og hóf að láta smíða járnbrýr. Ágóð- inn varð svo mikill, að undrum sætti. Þessi vefarasonur virtist fæddur undir hamingjustjörnu. Gæf- an virtist hafa verið valin hönum að vöggugjöf. Hann festi kaup á sveitasetri á olíusvæðinu í Vestur-Pennsylvaníu, ásamt nokkr- um vina sinna fyrir fjörutíu þúsund dollara — og græddi miljón dollara á því á einu ári. Þegar ungi Skotinn var tuttugu og sjö ára gamall, námu vikutekjur hans þúsund dollurum. Fimmtán árum áður hafði hann unnið fyrir tuttugu centa daglaunum. Það var árið 1862. Abraham Lincoln hafði aðsetur í Hvíta hús- inu. Borgarastyrjöldin var í algleymingi. Verðlag allt fór úr hófi fram. Miklir atburðir gerðust. Orrustur voru háðar víðs vegar um landið. Eyðihéröð Vesturlandsins voru lögð undir fót. Járnbrautir voru lagðar í skyndi um gervallt meginlandið. Borgir voru reist- ar í skyndi. Ameríka var stödd á þrepskildi nýrrar aldar. Það var unnið án afláts í stálverksmiðjum Andrew Carnegies og honum safnaðist meiri auður en áður hafði getið í sögu mann- kynsins. Þó lagði hann aldrei hart að sér sjálfur. Hann undi sér löngum við leiki. Hann kvaðst hafa um sig hirð aðstoðarmanna, sem bæru sér meira skynbragð á atvinnuveg sinn. Hann lét þá græða miljónirnar fyrir sig. Hann var að sönnu Skoti, en hann var óvenjulegur Skoti. Hann lét samstarfsmenn sína fá hlutdeild í gróða sínum. Þó varð hann auðugasti maður heimsins á sinum tíma. Hann naut aðeins skólamenntunar um fjögurra ára skeið. Eigi að síður ritaði hann átta bækur. Hann ritaði ferðasögur, ævi- sögu sína, ritgerðasafn og þjóðmálaþætti. Hann gaf sextíu milj- Samband ísl. satnvinnufélaga, •f Kaupfélög! Kýnnið ykkur reglugerð Lífeyris- sjóðs S.Í.S. Nokkur félög hafa þegar tryggt starfsmenn sína. NldLIMCÍAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Cullíford’s Associated Líncs, Ltd. 26 LONDON STREET, FLEETWOOD. Atlmgið! Mikið. úrval af ljósakrónum, veggljósum, borðlömp- um, skrifborðslömpum, pergamennt-skermum, kúl- um á stöng og í bað, ofnar margar tegundir, vindla- kveikjarar, rafmagns-rakvélar og vekjaraklukkur. RAFVIRKINN S/F., Skólavörðustíg 22... Adstoðarráðskonur vantar á Landspítalann, Vífilstaðahælið og Kleppsspítalann. Upplýsing- ar á skrifstofu ríkisspítalanna, Arnarhváli. Sími 1765. The World’s News Seen Through The Christian Science Monitor An International Dail-y Newsþaþer is Truthful—Constructive—Unbiased—Free from Sensational- - Hditorials Are Timely and Instructive and Its Daily Features, Together with the Weekly Magazine Section, Make tfie Monitor an Ideal Newspaper for the Home. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Price $ 12.00 Yearly, or $ 1.00 a Month. Saturday Issue, including Magazine Section, $2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 25 Cents. Address . SAMPLB <30PY ON REQUEST Opal rœstiduft — TSotffi O P A L rœstiduft er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, enda vel til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. ónir dollara til opinberra bókasafna og sjötíu og átta miljónir til aukinnar alþýðufræðslu. Hann kunni öll kvæði Boþbie Burns og gat endursagt Mac- beth, Hamlet, Lear konung, Romeo og Julíu og Kaupmanninn í Feneyjum. Hann taldist eigi til neinnar kirkju, en hann gaf yfir þrjú þús- und hljóðfæri til kirkna. Hann gaf þrjú hundruð sextíu og fimm miljónir dollara. Hann gaf með öðrum orðum eina miljón fyrir hvern dag ársins. Hann birti auglýsingar í blöðunum, þar sem hann hét þeim verðlaun- um, er gætu vísað sér á bágstatt fólk og hjálparþurfa. Hann taldi það ósæmilegt aö andast auðugur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.