Tíminn - 15.09.1942, Side 4

Tíminn - 15.09.1942, Side 4
404 TÍMIM, þrigjiidagiim 15. sept. 1942 102. blað Smásöluverð á vindlmgum. Útsöluverð á amerískum vindlingum má eigi vera hærra en hér segir: Lucky Strike .. 20 stk. pk. kr. 2.10 pakkinn Raleigh ....... 20 — Old Gold ...... 20 — Kool .......... 20 — Viceroy ....... 20 — Camel ......... 20 — Pall Mall ..... 20 — — 2.10 — 2.10 — 2.10 — 2.10 — 2.10 — 2.40 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 3% hærra en að framan greinir, vegna flutningskostnaðar. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. Avarp til Fram- sóknarmanna (Framh. af 2. síSu) menn eru í minnihluta. Tak- mark flokksins er að vinna sem flest kjördæmi, til að efla sem mest framför lands og þjóðar. Minnihluti í kjördæmi getur ekki orðið meirihluti, ef kjós- endur í minnihluta venja sig á að kasta atkvæðum á keppi- nautana. Hvert atkvæði, sem fellur á Pramsóknarflokkinn, í hvaða kjördæmi sem er, hefir úrslitaþýðingu fyrir frelsi og framför landsins. Framfara og Framsóknar- menn um land allt! Illa og ó- maklega hefir verið að ykkur farið með kjördæmabreytingu og kjördegi, þegar mest er von stórtíðinda. Fylkið samt liði á kjördag. Eflið Framsóknar- flokkinn meir en nokkru sinni fyrr. Með því móti tryggið þið bezt frelsi og framtíð þjóðar- innar. Jónas Jónsson, formaður Framsóknarflokksins. Skapast möguleikar (Framh. af 1. síðu) ef til vill verið til bóta að hafa hann sem spmstarfsflokk um þjóðstjórn. En bændur og verkamenn verðá að gera sér það ljóst fyrst og fremst, að án pólitískra sam- taka þeirra sem aðal uppistöðu, og án forustu Framsóknar- flokksins, verður vandinn tæp- ast leystur, né hjá hruni kom- izt eftir þessar kosningar. \ att í mjólkursigti 120, 140, 170, 180 og 250 mm. JLi i/ p rp a a Lx Röskur piltur á aldrinum 14—16 ára vantar afgreiðslu Tímans. Gott kaup. Upplýsingar hjá TÍMANUM, Edduhúsinu, Lindargötu 9A Yiir landamærín 1. Þegar Framsóknarmenn fluttu sina sigursælu tillögu um rafmagn á hvem bæ vildu kommúnistar gera þaö að skilyrði, að byggðin yrði færð sam- an, þ. e„ að leggja í yrði strjálbýlar sveitir. Mbl. tók undir þetta í rit- stjómargrein. Fróðlegt væri að vita, hvort tilgangurinn er að fórna Land- sveit, Hreppum, Vatnsdal. Mývatns- sveit. Hofsfjöllum, Tíminn mun bráð- lega endurprenta skrá yfir þær sveitir, sem kommúnistar og Mbl. vilja leggja í auðn. 2. Kommúnistar ætluðu að fella Barða Guðmundsson úr Menntamála- ráði og koma Nordal í staðinn. Fengu kommúnistar lánað atkvæði Sigurðar í Vigur sér til framdráttar, en tveir Framsóknarmenn studdu Barða og bar hann sigur frá hólmi. Þá tUkynnti Nordal í blaði kommúnista að hann hefði verið tekinn í óleyfi. En það sýnir bezt hversu mikið vald kommún- istar þykjast hafa yfir Sigurði, að þeir ráðstafa honum eins og væri hann eign byltingarflokksins, er ekki frjáls maður. 3. Ragnar smjörlíkiskarl hefir hald- ið áfram að óvirða íslendingasögur, með þvi að láta Laxness „þýða“ þær á það mál, sem.þeim félögum þykir hæfa. Hafa þeir félagar sent út nýja útgáfu af Hrafnkels sögu Freysgoða í þeim stU, auðsýnilega tU að skapa at- vinnu handa Halldóri við prófarka- lestur og afbökun sögunnar. Sendu þeir kumpánar öllum alþingismönnum ritlinginn með fúkyrðum. Sumir þing- menn endursendu pésann. Aðrir létu hann ganga til miðstöðva á heimilum sínum og í þinghúsinu. Almennt er litið svo á, að Laxness muni eiga von lítúla vinsælda á Alþingi eftir þetta. Brot hans varðar allt að 10 þús. kr. sektum. Halldór Laxness unir því Ula að geta ekki haft atvinnu af því að gera skrUútgáfu af fornbókmenntun- um og hefir hið versta orðbragð um þá þingmenn, sem stöðvuðu athæfi hans með löggjöf fyrir ári síðan. Má segja að Halldór hafi skapað sér Ul forlög með hinni auðkeyptu þjónustu sinni við stefnu Rússa, er hann setur sig sjálfan sem bókmenntamann á bekk með ritstjóra Storms. 4. Mikill ótti hefir gripið marga af forkólfum Mbl., Alþýðuflokksins og kommúnista, er þeir sjá dýrtíðina vaxa með risa skrefum. Loftskeyta- menn geta haft um 40 þús. kr. á ári, blikksmíðir yfir 20 þús. Skipstjórar og ýmsir aðrir sjómenn miklu meira. Sum ir iðnaðarmenn hafa á annað hundrað þús. kr. Árið 1932 voru dilkar úr land- léttum sveitum sunnanlands 5 kr. Nú mun dUkslátur 15 krónur eða meir. Dömurykfrakkar með hettu, Karlmaiina- rykfrakkar margar tegundir, Unglingarykfrakkar, Kven-vetrarkápar (model. Sendum gegn eftirkröfu um allt land. Verzlunin FELL Grettisgötu 57. Sími 2285. Vefnaðarvöru- og skóverzlun. Afmæll. (Framh. af 3. síðu) á nokkrum hluta Hamraenda og Jón, til heimilis hjá foreldrum sínum að Hamraendum. Þá hafa þau hjónin og alið upp tvær stúlkur að mestu. Öll börn þeirra hjóna eru hin mann- vænlegustu. Sigmundur er góðum gáfum gæddur og óbilandi þreki og bjartsýni og þeirri trú á sveita- lífið og mátt íslenzkrar moldar, sem flestum launar að lokum eljusamt starf. En í öllu lífi og starfi Sigmundar hefir kona hans, sem jafnan hafa haldið tryggð við átthagana og æsku- heimilið og jafnan einhver þeirra, eftir því sem þörf hefir verið fyrir, starfað með for- , eldrum sínum að búskapnum ' og að því að gera æskuheimilið ! að því fyrirmyndarbýli, sem raun er á orðin. | Þó æviár Sigmundar séu orð- ! in svona mörg, er hann enn að flestu leyti sem miðaldra mað- ur, ungur í anda og jafnan ' glaður og reyfur. Hann er víð- jsýnn og þroskaður í hugsun og því einlægur samvinnumaður ! og ein af traustustu stoðum I samvinnunnar í héraði sínu. ,Han ner mjög vinsæll, enda ■gestrisinn mjög og greiðvikinn. Það munu því margir heim- !sækja hann á þesum tímamót- ; um í ævi hans og votta honum vináttu og virðingu, en þó færri ; en vildu. En þeir, sem álengdar sitja án þes sað geta komið slíku við, munu senda honum í anda hamingjuóskir og þakk- ir fyrir margar ánægjustundir. 12. sept. 1942, Jón Hallvarðsson. Mikil er sú blessun sem stjórnarskrá upplausnarinnar hefir gefið þjóðinni. Og þó skjálfa Ásgeir Ásgeirsson og aðrir af feðrum upplausnarinnar, af hræðslu við dóm fólksins á kjördegi. Væntanlega mega þeir þá óttast dóm síðari tíma. XxY Samvinnuskólmn verðursetturl.okL Inntökupróiin byrja 25. þ. m. kl. 10 !. h. Skólast) órínn. Þau 7—10 ára börn, sem stunda eiga nám í Laugarnesskólan- um í haust og n. k. vetur, eiga að mæta í skólanum sem hér segir: FIMMTUDAGINN 17. sept., kl. 1—4 e. h. öll 7 ára börn(fædd 1935). FÖSTUDAGINN 18. sept., kl. 10—12, öll börn fædd 1934, 1933 og 1932, sem ekki voru í skólanum síðastliðinn vetur. SAMA DAG kl. 1—2 e. h. mæti öll þau börn 8, 9 og 10 ára (fædd 1934, 1933 og 1932), sem stunduðu nám í skólanum 1941—42. Geti börnin ekki mætt, eru foreldrarnir beðnir að gera grein fyrir fjarveru þeirra. Athygli skal vakin á því, að Höfðaborg og nýja byggðin á tún- unum austan Héðinshöfða eiga skólasókn að Laugarnesskóla og einnig byggð öll við Bústaðaveg austan Mjómýrarvegar. Laugarnesskóla, 12 sept. 1942. SKÓLASTJÓRINN. Verð á sandí, möl og mulningi hjá sandtöku og grjótnámi bæjaríns verður frá 14. september 1942 sem hér segir: Sandur ............. kr. 1,25 pr. hektólftra Möl nr. I..............— 1,45 — — Möl nr. II ........... — 2,80 — — Möl nr. III .......... — 2,00 — — Möl nr. IV .............1,35 — — Óharpað efni ......... — 3,50 — — Salli..................— 4,15 — — Mulningur I .......... — 4,70 — — Mulningur II ......... — 4,70 — — Mulningur III ........ — 3,60 — — Mulningur IV ........ — 3,60 — — --wwb’w - —v. •'■*"*** BÆJ ARV ERFRÆÐIN GUR. Kjörskrá til alþingiskosninga í Reykjavík er gildir fyrir tímabilið 23. jiíní 1942 til 22 júní 1943, liggur frammi almenn- ingi til sýnis í skrifstofu bæjarins, Anstnrstræti 16, frá deginum á morg- un til 26. þ. m. að báðum dögum með- töldum, alla virka daga frá kl. 9 f. h. til 6 e. h. Kærur yfir kjörskránni skulu komnar til borgarstjóra eigi síðar en 26. þessa mánaðar. Borgarstjórinn í Reykjavík 13. sept. 1942. BJARNI BENEDIKTSSON. Nokkrar saumastúlkur og lærlingar geta fengið atvinnu við kápusaum eða líkan sauma- skap, nú þegar eða síðar. Björt og skemmtileg húsakynni. Hátt kaup. F E L D U R H.F. AUSTURSTRÆTI 10, SÍMI 5720. Þúsundir vita að gæfan fylgir trúlofunar- hringunum frá SIGURÞÓR. Sent gegn póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Egill Sigurgcirsson hæstaréttarmálaflutningsmaður Austurstræti 3 — Reykjavík Auglýslð í Tímannm! i GAMLA BÍÓ- Æskan á leiksviðinu (Babes in Arms) Metro-Goldwin-Mayer- söngvamynd. Aðalhlutverkin leika: MICKEY ROONEY og JUDY GARLAND. Sýnd í dag kl. 7 og 9. Framhaldssýning 3t4-8V4: Fálkinn Lsynilögreglumynd. -NÝJA BÍÓ . Fnlton hugvitsmaður (Little Old New York) Söguleg stórmynd um fyrsta gufuskipið og höf- und þess. Aðalhlutv. leika: RICHARD GREEN, ALICE FAYE, FRED MAC MURRAY. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Fjarrekstrar til Reykjavíkur eru hafnir og viðskipti í stórum stíl eiga sér stað milli bænda og borgarbua. Samvinnubændum skal bent á, að Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis er stærsta og fullkomnasta verzlunarfyrirtæki höf- uðborgarinnar, þar sem úrval er mest og vöruverð lægst. lægst. Vér seljum: Matvöru, Vefnaðarvöru, Búsáhöld, Skó, Jarðyrkjuáhöld og önnur verk- færi, Bækur o. m. fl. og getum því verið yður hjálplegir um flest það, sem yður vanhagar um. Verzlanir vorar- eru á eftirtöldum stöðum í bænum: Matvara: Skólavörðustíg 12 Hverfisgötu 52 (verkfæri) Grettisgötu 46 Vesturgötu 33 Ræðraborgarstig 47 Dvervegi 2 (Skerjafirði) Vefnaðarvara: Hverfisgötn 26 Skór og búsáhöld: Rankastræti 2 Bækur: Alþýðuhúsinn fe-.v- SAMVIMAN SKAPAR SAMVVIRDI G^kaupíélaqió Auglýsíng um kennslu og einkaskóla. Berklavarnalögin mæla þannig fyrir samkvæmt 9. gr. þeirra: „Enginn, sem hefir smitandi berklaveiki, má fást við kennslu í skólum, heimiliskennslu né einkakennslu. Engan nemahda með smitandi berklaveiki má taka í skóla, til kennslu á heimili eða til einkakennslu. Engan nemanda má taka til kennslu á heimili, þar sem sjúklingur með smitandi berklaveiki dvelur.“ Allir þeir, sem stunda ætla kennslu á komandi hausti og vetri eru því beðnir um að senda tilskilin vottorð fyrir sig og nemendur sína í skrifstofu mína, hið allra fyrsta, og mega þau ekki vera eldri en mánaðargömul. Þá er ennfremur svo fyrirmælt í ofangreindum lögum: „Enginn má halda einkaskóla, nema hann hafi til þesS skriflegt leyfi lögreglustjóra og skal það leyfi eigi veitt, nema héraðslæknir telji húsnæði og aðbúnað fullnægja heilbrigðis- kröfum, enda liggi tilskilin læknisvottorð um að hvorki kennari eða aðrir á heimilinu né neinn nemandanna séu haldnir smit- andi berklaveiki." 1 Þeir, sem hafa í hyggju að halda einkaskóla, eru áminntir um að senda umsóknir sínar til lögreglustjórans í Reykjavík hið allra fyrsta, ásamt tilskildum vottorðum. Það skal tekið fram, að þetta gildir einnig um þá einka- skóla, smáa sem stóra, er áður hafa starfað í bænum. Umsóknir um slíka einkaskóla utan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, en innan takmarka læknishéraðsins, má senda í skrifstofu mína. Héraðslæknirinn í Reykjavík, 11. sept. 1942. MAGNÚS PÉTURSSON.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.