Tíminn - 29.09.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.09.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. 0 ÚTGEFANDI: frÁmsókMarflokkurinn. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Slmar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, þriðjudagmn 29. sept. 1942 108. blað Elnræðisverk ffármálarádherrans: Afnám bifreíðaeínkasölunnar heíir engin áhrif á störf nefndar- ínnar, sem þíngið kaus til að áthluta biíreíðunum * -- ~. — r— Þau tíðindi gerðust skömmu fyrir helgina, að Jakob hvers vegna hann hefir afnum- Möller fjármálaráðherra fyrirskipaði að leggja niður Bif-; “að ^ reiðaeinkasöluna og fól sérstakri skilanefnd að annast muni vera tiigangur hans, að uppgjör hennar. | reyna að ná valdinu yfir út- Það leikur ekki neinn vafi á því, að þessi verknaður blfreiðanna 1 sínar er hið stórfeldasta embættisafbrot. í fyrsta lagi brýtur | En þetta verk færir ráðherr- ráðherran gegn yfirlýstum vilja Alþingis. í Öðru lagi ann ekkert nær því takmarki brýtur hann í bága við hefðbundnar starfsreglur stjórn- ar, sem aðeins starfar til bráðabirgða (fungerandi stjórn). í þingsályktuninni um skip- sjálft að samþykkja afnámlð. un bifreiðanefndar, sem birt; Hann segir svo í greinargerð- er á öðrum stað í blaðinu ogdnni: v samþykkt var af yfirgnæfandi j „Að vísu hefði ríkisstjórnin meirahluta Alþingis, kemur eins ein formlega heimild til að af- glöggt fram og verða má, að meirihluti Alþingis ætlazt til að bifreiðaeinkasalan starfi áfram. Þess vegna veitir það forstjóra hennar tillögurétt um úthlut- unina. Þessi vilji þingsins kom einn- ig fram í því, að frumvarp, sem Bjarni Benediktsson flutti um afnám einkasölunnar, dagaði uppi eftir að flokkar, sem mynduðu meirahluta Alþingis, höfðu lýst sig því andviga. Verk ráðherrans brýtur því algerlega í bága við yfirlýstan vilja meirahluta þingsins. Hér er því raunverulega um full- kominn einræðisverknað að ræða. Þetta brot ráðherrans gegn þinginu, er enn stórfelldara, þegar á það er litið, að þingið var búið að ákveða það og stjórnin sjálf búin að sam- þykkja það, að hún væri bráða- birgðastjórn, sem ekki mætti framkvæma nein pólitísk stefnumál, heldur aðeins vinna óhjákvæmileg dagleg störf. Bjarni Benediktsson, sem var áður lagakennari við Háskól- ann, benti mjög rækilega á þetta atriði í greinargerð sinni fyrir frv. um afnám einkasöl- unnar. Hann segir, að stjórnin hafi að sönnu formlegan rétt til að afnema einkasöluna, en vegna þess, að hún hafi lýst sig bráðabirgðast'jórn, er ekki fram- kvæmi stefnumál, verði Alþingi nema hana (þ. e. einkasöluna), en þar sem þvf er yfirlýst, að hún framkvæmi eigi slík stefnumál, nema með samþykkt Alþingis, sýnist sjálfsagt, að það felli lögin úr gildi.“ Ráðherrann hefir því irieð þessu verki sínu framið tvenns- konar stjórnarfarsleg afglöp. Hann brýtur gegn yfirlýstum þingvilja. Hann brýtur hefð- bundnar venjur um starfssvið bráðabirgðastjórna. Hvort tveggja er fullkominn einræðisverknaður. Frá hvoru sjónarmiðinu, sem litið er, þá er hér um svo stórt afbrot að ræða, að óhjákvæmilegt virðist, að hið nýkjörna Alþingi taki verknað ráðherrans til sér- stakrar íhugunar. Hvcr er tilgangur ráðherrans? Ráðherrann hefir ekki gert neina opinbera grein fyrir því, Eins og þingsályktunin um bif- reiðanefndina ber með sér, hef- ir Alþingi falið henni einni valdið til þess að úthluta öllum bifreiðum, sem voru í umsjá einkasölunnar, og öllum bif- reiðum, sem fluttar verða til landsins, hvort heldur sem þær eru fluttar inn af bifreiða- einkasölunni eða öðrum aðila. Þetta vald getur enginn, nema Alþingi, tekið af nefndinni. Allar tilraunir ráðherrans til að úthluta bifreiðum, nema með samþykki bifreiðanefndarinn- ar, munu því verða dæmdar ó- löglegar og aðeins leiða til þess, að ríkið getur orðið skaðabóta- skylt um tugi eða hundruð þús- unda króna. Nefndin mun líka halda á- fram störfum sínum, eins og ekkert hafi ískorizt, enda er það skylda hennar við Alþingi. Hafi það því verið tilgangur ráðherrans með einræðisbrölt- inu, að ná valdinu yfir bifreið unum, er hann fullkomlega mis- heppnaður. En hins vegar mun árangurinn verða sá, að þjóðin mun læra það enn beturenáður, hversu lítils forvígismenn Sjálf- stæðisflokksins meta sjálfsögð ustu stjórnarfarslegar reglur þjóðarinnar. Tíminn mun halda áfram íFramh. á 4. síðu) .* Höídínglcg gJoí Jakob Möller hefir gefið flokksbróður sínum, Gísla Sveinssyni, mjög höfðing- lega gjöf á vegum ríkis- sjóðs. Gísli fékk nýlega hinn mesta luxusbíl, sem komið hefir til landsins. Til að standast kostnað við þessi bílakaup, hefir ráð- herrann gefið þessum flokksbróður sínum 8000 — átta þúsund krónur. Ráðherrann mun hafa gengið frá þessari rausn- arlegu gjöf skömmu áður en hann lagði einkasöluna niður. v- Aðalsteínn Kristinsson: Morgunblaðið og síldarmjölið í Morgunblaðinu þann 23. þ. m., er frá því skýrt, að síldar- mjölsbirgðir í landinu séu nægi- legar til vetrarins og kvittur sá, sem gengið hefir um það, að hörgull myndi verða á þessari vöru í haust eða vetur, ástæðu- laus. Kveðst blaðið hafa frétt, að Framsóknarmenn víða um land, og þó ekki sízt starfslið kaupfélaganna, hafi reynt að telja bændum trú um þetta. Hafi kveðið svo ramt að þessu, að bændur, sem hafi skipti við kaupfélög fái ekki einn einasta sekk af síldarmjöli, þó vitað væri að í geymslum viðkomandi kaupfélags væru miklar birgðir. Hefði því verið borið við, að ekkert mætti afhenda fyrr en séð væri, hve mikið væri til í landinu til að fullnægja eftir- spurninni. Því næst er þess getið í grein- inni, að til séu í landinu 8,200 smál. af síldarmjöli og 2,000 smál. af fiskimjöli. Spyr blaðið síðan, hvernig standi á því að sá kvittur hafi komið upp, að hörgull væri á þessari vöru. Spurningunni svarar blaðið á þá leið, að eftir því sem það hafi frétt, þá hafi Sambandið pantað hátt upp I það eins mikið af síldarmjöli, eins og viðskiptanefndin ætlaðist til að nægði öllum landsmönnum (þ. e. 6000 smál.) og síðan hafi kaupfélög innan Sambandsins pantað mjöl fyrir sig og pant- anir þannig tvöfaldazt. Segir blaðið, að þessar tvöföldu pant anir hafi verið orðnar það mikl ar, að Síldarverksmiðjurnar hafi ekki átt upp í aðrar pant- anir, sem síðar komu. Að síð ustu segir svo í greininni: „Það, sem gera þarf er einfaldlega þetta, að skammta mjölið, eða dreifa því svo jafnt milli þeirra, sem á því þurfa að halda, að allir fái nóg, en hvorki félög né einstaklingar fái svo miklar birgðir, að endist þeim til fleiri ára — fyrr en þá að tryggt er, að nægur vetrarforði er kominn í hendur allra, sem mjölið þurfa að nota.“ Er þarna all- greinilega gefið í skyn, að Sam- bandið og kaupfélögin hafi keypt síldarmjöl, sem endast muni viðskiptamönnum þeirra í fleiri ár. — Fyrr má nú rota en dauðrota. Árið 1941 keypti Sambandið tæpar 3.300 smál. af síldarmjöli Um síðustu mánaðamót hafði (Framh. á 4. slöu) Starfsskrá Framsóknarflokksins Sampykkt midstjórnar ilokksins á sídastliðnum vetri Á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem haldinn var í Reykjavík í febrúarmánuði síðastl., var sambykkt ítarleg starfsskrá fyrir flokkinn á komandi ár- um. Hefir hún áður verið birt hér í blaðinu, en rétt þykir að birta hana aftur til frekari glöggvunar fyrir kiósendur í kosningum þeim, sem standa fyrir dyrum. í ályktunum miðstjórnarinnar er aðeins minnzt á forystu flokksins í dýrtíðarmálinu, en hún ekki nánar skilgreind. En þessi forusta flokksins beindist að eftir- töldum verkefnum: Festingu á kaupgjaldi og verðlagi innlendra vara, framlögum úr dýrtíðarsjóði til að halda niðri verðlagi innlendra vara, háum skattaálögum á stríðsgróðann, skyldusparnaði og skipulagningu vinnu- aflsins í þágu innlendrar framleiðslu. Þetta voru höfuð- atriðin í tillögum flokksins á haustþinginu 1941. Ályktanir miðstjórnarinnar hljóða þannig: „Um leið og aðalfundur miðstjórnarinnar vísar til ályktana flokksþings Framsóknarmanna 1941 um stefnu flokksins í lands- málum, telur hann rétt að leggja áherzlu á, að nú verði sérstak- lega unnið að framgangi eftirfarandi mála: Miðstjórnin lýsir yfir því, að hún lítur svo á, að Framsókn- arflokkurinn hafi af þjóðarnauðsyn tekið upp baráttuna gegn sívaxandi dýrtíð. Telur hún rétt, að haldið verði uppi sam- vinnu á þingi tíg í ríkisstjórn við aðra lýðæðisflokka, ef þeir vilja í alvöru og með festu vinna að því, að sem beztur árangur náist í þeirri baráttu. Skattalöggjöf landsins verði breytt á þá leið að tryggja rík- inu og bæjar- og sveitafélögum sem mestan hluta hins ó- venjulega stríðsgróða, til að vinna gegn dýrtíðinni og tryggja framtíðina. 3. Lagður sé til hliðar sem mestur hluti hinna óvenjulegu tekna ríkisins, til framkvæmda að styrjöldinni lokinni. Einnig verði komið á almennum skyldusparnaði, er tryggi einstakl- ingum nokkra sjóði til eigin notkunar, þegar að kreppir. 4. Hafizt sé handa um framkvæmd þeirra laga, er sett hafa verið um landnám ríkisins, og sú löggjöf aukin og endur- bætt, svo sem með þarf, til þess að sem mestur og skjótastur árangur náist í því, að fjölga býlum í sveitum landsins handa ungu fólki, er sveitirnar vilja byggja, en ekki á kost viðun- andi jarðnæðis. Verði eindregið að því stefnt, að koma sem mestum jöfnuði á kjör manna um híbýlakost og önnur þæg- indi, hvar sem þeir eru búsettir á landinu, hvort heldur í sveit eða kaupstað. — Til þess að greiða fyrir fjölgun býla, telur fundurinn m. a. nauösynlegt, að ríkið tryggi sér land sem víðast, þar sem skilyrði eru góð um ræktun og sam- göngur. — Þá telur fundurinn nauðsynlegt, að löggjöf verði sett, er tryggi ríkinu forkaupsrétt að jarðhita og jarðhita- svæðum, þegar sala á sér stað, og að heimildir til kaupa á þeim eignum verði notaðar. 5. Haldið sé áfram viðleitni flokksins um að styrkja og auka samvinnu útvegsmanna um viðskiptamál þeirra, svo og end- urnýjun og aukningu skipaflotans og tryggingarmál út- gerðarinnar. Jafnframt séu hafnar- og lendingarbætur í veiðistöðvum styrktar svo sem verða má, enda séu lóðirnar almanna eign, eða það tryggt, að umbæturnar komi al- menningi að notum án óeðlilegrar verðhækkunar aðliggj- andi lóða og landa. Ennfremur sé að því unnið, að koma fé- • lagsmálum útvegs- og fiskimanna í sem fullkomnast horf, með því að endurskipuleggja Fiskifélag íslands á svipaðan hátt og búnaðarfélagsskapinn. 6. Hafinn sé undirbúningur að auknum iðnaði í sveitum og sjávarþorpum, þar sem heppileg skilyrði eru talin til slíkra framkvæmda. Jafnframt sé ungu fólki gefinn kostur á að búa sig undir þau störf, sem aukin iðja í landinu hefir í för með sér. 7. Fundurinn telur það brýna nauðsyn, að framleiðslugetu aðalatvinnuveganna sé haldið óskertri, þrátt fyrir styrjöld- ina, og beri því á allan hátt að vinna að því áfram að tak- marka sem mest þann vinnukraft, sem gengur til erlendrar þjónustu. — Eins og nú standa sakir, munu atvinnuvegir landsmanna sjálfra hafa þörf fyrir allan þann vinnukraft, sem fyrir hendi er, enda munu þeir þurfa að sjá honum farborða, er aftur þrengir að og því aðeins um það færir, að þeir dragist ekki saman nú vegna skorts á vinnuafli. 8. Flokkurinn beiti sér fyrir því, að hafnar verði nú þegar at- huganir og rannsóknir til undirbúnings framkvæmdum, sem í verði ráðizt, þegar efni og vinnuafl verður fyrir hendi, og áætlanir gerðar um þessar framkvæmdir. — f þessu sambandi vill miðstjórnin sérstaklega benda á rafmagn handa sveitum og kauptúnum, ræktun og landnám í sveit og við sjó, byggingar vega og brúargerðir, símalagningar, hafn- arbætur og iðnaðarframkvæmdir, þar sem fyrst og fremst yrði unnið úr innlendum hráefnum. 9. Flokkurinn beiti sér fyrir því á Alþingi, að nú þegar verði hafizt handa um rannsóknir og undirbúning um rafvirkjun í sveitum lándsins og dreifingu rafmagns til einstakra sveita- býla. Við undirbúning málsins sé það sjónarmið ráðandi, að allir þeir, sem búa í sveitum og kauptúnum geta orðið að- njótandi nægilegs rafmagns til heimilisþarfa. 10. Sett verði sérstök stjórn fyrir uppeldis- og fjármál háskól- ans, undir eftirliti kennslumálaráðuneytisins. Hafinn verði (Framh. á 4. siðuj Á víðavangi GLERBROTIÐ Á HAUGNUM. Þjóðvíljanum hefir orðið afar bumbult af greinum Hermanns Jónassonar um afrek sósíalista í dýrtíðarmálinu. Vita þeir, sem er, að launamenn allir og verkamenn sjá nú, að þeir hafa verið gabbaðir með fyrirheitum um „hlutdeild í stríðsgróðan- um.“ Þeir sjá, að hinir fátæku hafa verið gerðir fátækari og þeir ríku ríkari. Þeir sjá, að at- vinna þeirra og aflaföng eru að skolast burtu í dýrtiðarflóðinu. Til þess að svala reiði sinni, hefir Þjóðviljinn fengið glerbrot eitt, sem lengi var að flækjast á sorphaugum borgarinnar við Eyrarsund, til að skrifa níð- klausu í dálka sína um Her- mann Jónasson. Lætur gler- brotið allmikið yfir sér og þyk- ist víst vera orðið eins og heil flaska síðan kommúnistar hirtu það af götu sinni og töldu það borið til mannvirðinga austan fjalls. En glerbrotið verður aldrei annað en glerbrot, og auðnu- leysingi verður jafn auðnu- snauður, þótt hann leggi stund á að ófrægja sér vitrari og giftudrýgri menn. VÍSIR SNOPPUNGAR ÍHALDIÐ. íhaldsmenn í Reykjavík hafa eytt miklu rúmi í blöðum sín- um, til þess að brigzla Fram- sóknarmönnum um, að þeir hafi hindrað innflutning á byggingarefni og hindrað hús- byggingar í Reykjavík fyrir stríðið. Þess vegna er nú húsnæðis- ekla í bænum, segja þeir. En í gær kemst Vísir að þess- ari niðurstöðu í forustugrein: -------er ekki úr vegi að minna á það, sem þó allir Reyk- víkingar vita, að fyrir stríð stóðu mörg stórhýsi auð og fjöldi íbúða, af þeim sökum, að leigjendur fengust ekki. Þótt nýbyggingar væru með minna móti sum árin, var ekki þörf á frekari athöfnum í því efni, með því að húsnæði fullnægði allri eftirspurn og ríflega það. Hvorki Reykjavíkurbær né ein- staklingar hefðu talið það for- svaranlegt, að bærinn réðist í stórfelldar nýbyggingar, meðan sakir stóðu þannig, enda var allt það byggingarefni notað, sem til landsins fluttist, og meira fékkst ekki vegna hafta- fargans þess, sem Framsóknar- menn og Alþýðuflokkurinn héldu uppi og báru ábyrgð á.“ Þarna er játning, sem ekki er um að villast. — Hér var nóg húsnæði fyrir stríðið. Mörg stórhýsi og íbúðir stóðu auð. Leigjendur fengust ekki. Og eftir þessa játningu held- ur Vísir, að hann geti lagt sök- ina einu sinni enn á „hafta- farganið." „Guð varðveiti mig fyrir rit- stjórum mínum", má Sjálf- stæðisflokkurinn segja! GREINDUR MAÐUR GÍSLI! Fyrir síðasta þingi lá frum- varp um lendingarbætur á Skálum á Langanesi. Sjávarút- vegsnefnd e. d. lagði einróma til að frumvarpið yrði samþ. ó- breytt. Viðumræðuna í deildinni fylgdi Gísli Jónsson nefndar- álitinu úr hlaði með þessum orðum: „Ég, sem formaður sjávarút- vegsnefndar er SAMÞYKKUR þessu frumvarpi, en vil hér með VARA háttvirta ríkisstjórn og háttvirt Alþingi við því að (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.