Tíminn - 29.09.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.09.1942, Blaðsíða 2
426 TfMlNN, þrlgjudagiim 29. sept. 1942 108. blað "gtmirm Þriðjudag 29. sept. Starfsskrá Fram- sóknarilokksins Á öðrum stað í blaðinu er birt ályktun aðalfundar miðstjórn- ar flokksins, sem haldinn var í febrúarmánuði síðastl. vetur. í ályktun þessari er lagður grundvöllurinn að starfi Fram- sóknarflokksins á komandi ár- um. Þar eru talin þau megin- verkefni, sem flokkurinn mun beita sér fyrir á næsta kjör- tímabili. Nokkrum þeim málum, sem þarna er minnst á, hefir flokk- urinn þegar komið talsvert á- leiðis. Þannig fékk hann þvi til leiðar komið á vetrarþinginu, að skattar á hátekjum voru verulega auknir, þótt nauðsyn- legt muni reynast að ganga lengra i þá átt. Hann fékk það einnig samþykkt, að stofnaður var framkvæmdasjóður ríkisins, sem lagðar hafa verið í 8 milj. kr. af tekjuafgangi ríkisins 1941 og lagðir verða í % hlutar af tekjuafgangi rikisins á þessu ári. Fé framkvæmdasjóðs verður notað til margvíslegra framkvæmda eftir styrjöldina til að sporna gegn atvinnuleysi þá. Flokkurinn fékk því og framgengt á sumarþinginu, að skipuð var milliþinganefnd til að taka rafmagnsmál dreifbýl- isins til vandlegrar athugunar og úrlausnar. Framsóknarflokkurinn lagði þennan grundvöll fyrir framtíð- arstarf sitt, sem í ályktuninni felst, löngu áður en kosninga- baráttan hófst, og h^nn hefir þegar sýnt í verki, að honum er full alvara, að koma þessum málum i framkvæmd. Tveir aðrir flokkar, Sósíal- istaflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn, hafa alveg nýlega birt einskonar starfsskrár, þar sem heita má, að tekin séu upp flest sömu atriðin og felast í álykt- unum Framsóknarflokksins. Má t. d. nefna festingu og sam- ræmingu verðlags og kaup- gjalds, skipulagningu vinnu- aflsins, skyldusparnað og hækk- un skatta á hátekjum. En það brestur á hjá þessum flokkum, að þeir hafa ekkl sýnt neina viðleitni i verki til að fram- kvæma þessa stefnu, heldur barizt á móti sumum þessara ráðstafana fram tll seinustu stundar. En vel er það, ef þeir hafa nú séð, að þar hafi þeir rangt gert og hafi því ákveðið að breyta um stefnu. Um Sjálfstæðisflokkinn er það að segja, að honum finnst bezt að vera stefnulaus í þess- um kosningum, eins og endra- nær. Hvernig á líka „flokkur allra stétta" að haga sér öðru- vísi. Eina tillagan, sem frá hon- um hefir heyrzt, er sú, að flokk- arnir eigi' nú að skipa sameig- inlega nefnd til að athuga dýr- tiðarmálið! í ályktun miðstjórnarinnar er visað til samþykktar flokks- þings Framsóknarmanna 1941 um starfsgrundvöll flokksins. Þar segir svo i upphafi: „Framsóknarflokkurinn lítur svo á, að andlegt og efnahags- legt frelsi sérhvers manns sé hollust undirstaða íslenzks þjóð- félags. Þess vegna m. a. vill flokkurinn styrkja þá atvinnu- háttu, sem að þessu miða. Tel- ur flokkurinn það eitt megin- skilyrði heilbrigðrar þjóðféiags- þróunar, að sem fiestir Iands- menn séu beinir þátttakendur í framleiðslunni til lands og sjávar og að afkoma sem flestra sé i beinu hlutfalli við gengi hennar. Flokkurinn er því mótfall- inh, að völd og auður, sem og umráð framleiðslutækja, safn- ist í hendur fárra manna. Hann er mótfallinn ríkisrekstri í framleiðslu og verzlun, nema að slíkt megi teljast nauðsynlegt til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð, svo og til að koma í veg fyrir ó- eðlilega auðsöfnun eða til að af- létta neyðarástandinu hjá al- menningi.“ Þar sem stórrekstrar er þörf, telur flokkurinn, að hann eigi Um úthlutun bifreiða Hvernig Jakob Möller beitti FREKJUNNI gegn iyrirmælum Alþingis Skýrsla meira hluta bifreiðaneindar, Stefáns Jónssonar og Jóns Sigurðssonar áður gerðri úthlutun af þar til nefndum mönnum í desember s. 1., sem einnig á sínum tíma hlaut staðfestingu núverandi fjármálaráðherra og þáverandi viðskiptamálaráðherra. Á þessum fundi létu tveir nefndarmennirnir (Jón og Ste- fán) bóka, að þeir teldu sig ó- bundna í sambandi við tilnefn- ingu ráðherra á formanni og varaformanni. Sameinað Alþingi gerði eftirfarandi samþykkt um úthlutun bifreiða, 1. sept. 1942: „Alþingi ályktar að kjósa þriggja manna nefnd (til tveggja ára og þrjá til vara), er hafi með höndum úthlutun bifreiða þeirra, sem eru fluttar inn af Bifreiðaeinkasölu ríkisins, enda sé einkasölunni óheimilt að láta af hendi bifreiðar, nema eftir á- kvörðun nefndarinnar, en leita skal nefndin tillagna forstjóra einkasölunnar um úthlutunina. Nefndin ákveður og, hverjir öðlast leyfi til innflutnings bif- reiða, ef þær eru ekki fluttar inn af bifreiðaeinkasölunni. Ákvæði þessi ná til allra bifreiða, sem keyptar eru og fluttar verða inn hér eftir, svo og þeirra bifreiða, er einkasalan hefir þegar keypt og eru í eigu hennar hér eða erlendis. Skal nefndin haga úthlutun bifreiðanna með hliðsjón af þörf almennings óg atvinnuveganna, og er henni skylt að gefa Alþingi skýrslu um störf sín. Nefndin skal fylgja þeirri reglu við úthlutun fólksbif- reiða, að allt að tveir þriðju þeirra bifreiða, sem inn eru fluttar árlega, fari til atvinnubifreiðastjóra og bifreiðastöðva. Nefndinni er heimilt að ákveða, að þeir, sem bifreiðar fá til endurnýjunar, skuli afhenda bifreiðaeinkasölunni eldri bifreið- ar sínar fyrir verð, sem ákveðið sé af tveimur dómkvöddum mönnum. Ennfremur getur nefndin ákveðið, að Bifreiðaeinka- sala. ríkisins hafi forkaupsrétt að þeim bifreiðum, er hún selur fyrir kostnaðarverð, að frá dreginni fyrningu eftir mati tveggja dómkvaddra manna. Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist af Bifreiðaeinkasölu ríkisins." Kosning í nefndina, sam- kvæmt tillögunni, fór fram 8. september sama ár, og hlutu þessir menn kosninu: Sem aðalmenn: Gísli Jónsson, forstjóri, Báru- götu 2, Reykjavík. Jón Sigurðsson, framkvæmd- arstjóri Alþýðusamb. íslands. Stefán Jónsson, skrifstofu- stjóri, Hávallag. 5, Reykjavík. Sem varamenn: Jóhann G. Möller, bókari, Klapparstíg 29, Reykjavík. Pelix Guðmundsson, fram- kvæmdarstjóri, Freyjugötu 30, Reykjavík. Kristjón Kristjónsson, c/o Samband ísl. samvinnufélaga. Af framangreindri þingsá- lyktun er ljóst, að Alþingi tek- ur mál það, er þingsályktunin fjallar um úr höndum ríkis- stjórnarinnar og fær það þing- kjörinni nefnd, sem samkvæmt þingsályktuninni er ábyrg gagn- vart Alþingi og á að gera grein fyrir sínum störfum, en öðrum ekki. Mál það, er hér um ræðir var áður en nefndin tók til herra, og sannar það, ásamt for- sögu málsins og því, er fram kom í umræðum um málið á Alþingi, að sú ákvörðun þings- ins er í þingsályktuninni felzt, er fyrst og fremst sú að taka málið úr höndum ráðherrans. Mánudaginn 14. sept. 1942 eða áður en að nefndin tók til starfa boðaði fjármálaráðherra nefndarmennina á sinn fund, og gerðu í það minnsta sumir nefndarmennirnir ráð fyrir að tilefni fundarins, af hálfu ráð- herrans, væri að skila af sér til nefndarinnar, þar sem hann einn hafði um all langan tíma haft bifreiðaúthlutunarvaldið í sinni hendi. að vera í höndum samvinnufé- laga. Verzlun með nauðsynja- vörur og framleiðslu telur hann einnig bezt fyrir komið í hönd- um slíkra félaga. Þessi yfirlýsing um afstöðu Framsóknarflokksins ætti að taka af öll tvímæli um það, hvort Framsóknarflokkinn sé að finna við hlið stórgróða- mannanna eða meðal vinnandi stétta landsins. Flokkurinn er mótfallinn mikilli auðsöfnun og atvinnuyfirráðum einstakra manna. Hann vill í stað þess gera almenning bjargálna og þátttakandi i framleiðslunni. Helztu einkenni þessara tíma er söfnun mikils auðs og at- vinnuyfirráða í fárra manna hendur. Það bendir Framsókn- armönnum á eitt stærsta verk- efni þeirra á komandi árum. Þ. Þ. Er á fundinn kom var ljóst, að þetta var ekki aðalefni fund- arins, heldur annað, sem sé, að fá skorið úr tveim eftirgreind^ um atriðum: 1. Hvort nefndin myndi sætta sig við að hann (ráðherrann) skipaði formann og varafor- mann nefndarinnar. 2. Hvort nefndin væri ekki sammála um, að fullnægja öll- um loforðum um afhendingu bifreiða, sem hann (ráðherr- ann) hefði gefið. Sem svar við fyrra atriðinu tóku tveir nefndarmennirnir (Jón og Stefán) strax fram, að þeir teldu, að nefndin hefði sjálf rétt til þess að kjósa sér formann og varaformann, þar sem ekkert væri tekið fram um slíkt i þingsályktuninni og tækju þeir því um þetta atriði enga endanlega afstöðu fyrr en á fyrsta fundi nefndarinnar. Jafnframt tóku þeir fram að þeir litu svo á, ef ráðherra skip- aði nú formann og varafor- mann, að slíkt væri bráða- byrgðaráðstöfun, enda frá þeirra sjónarmiði ekkert atriði, hver kveddi nefndina til fyrsta fundar. Einn nefndarmaðurinn (Gísli) virtist líta svo á, að ráð- herra hefði rétt til þess að skipa formann, þar sem þing- ályktunin gæfi engin fyrirmæli um slíkt. Strax og þetta kom i ljós, að nefndarmenn voru skiptir um þetta atriði, tók einn nefndar- manna (Stefán) það fram, að hann vildi til samkomulags leggja til, að nefndin frestaði formannskosningu, en feli í þess stað forstjóra Bifreiða- einkasölunnar, að kalla sam- an fundi fyrst um sinn og stjórna þeim, eða þar til nefndin kysi sér sjálf for- mann og varaformann. Þessu neitaði einn nefndarmaðurinn (Gísli) strax. Að þessum um- ræðum loknum tilnefndi fjár- málaráðherra Gísla Jónsson, sem formann og Stefán Jónsson sem varaformann. Tveir nefnd- armennirnir (Jón og Stefán) litu svo á, samkvæmt framan- sögðu, að þessi tilnefning væri aðeins til bráðabirgða, eða þar til nefndin sjálf kysi sér for- mann og varaformann, enda tfl- nefningin sem ákvörðun til frambúðar ,að þeirra áliti, í fyrsta lagi röng og í öðru lagi óformleg, þar sem enginn fund- ur var settur og engin bókun gerð. Um síðara atriðið urðu all- miklar umræður. Benti for- stjóri Bifreiðaeinkasölunnar á, að miklu máli skipti í þessu sambandi, I hvaða formi hans loforð hefðu verið gefin, hvort þau lægju fyrir skriflega I Bif- reiðaeinkasölunni frá þeim tíma að úthlutunin var í hans höndum, eða hvort þau væru látin í té af honum nú, sem staðfesting á áður gefnum munnlegum loforðum. í framhaldi af þessu bentu tveir nefndarmenn (Jón og Stefán) ráðherranum á, að, ef nefndin lofaði að fullnægja öll- um hans loforðum, sem viður- kennd væru af honum eftir á, þá væri úthlutunin alls ekki í höndum nefndarinnar, heldur hans eftir sem áður, því að hann gæti hæglega eftir á við- urkennt jafn mörg loforð og bifreiðarnar væru, sem nú væru til ráðstöfunar. Einnig gáfu sömu nefndarmenn ráðherran- um í skyn, að þeir teldu að þingsályktunin, eins og hún væri orðuð, leysti hann og Bif- reiðaeinkasöluna frá öllum lof- orðum í þessu niáli, í það minnsta munnlegum loforðum, enda gæti þingsályktunin orðið með öllu þýðingarlaus, ef hægt væri að setja t. d. löghald á bifreiðirnar samkvæmt munn- legum loforðum hans og Bif- reiðaeinkasölunnar — loforðum, sem enginn stafur væri fyrir á annan hátt en þann, að loforð- in væru viðurkennd eftir á af þessum aðilum. Að loknum þessum umræðum tóku sömu nefndarmenn fram, að þeir gæfu engin fyrirheit og tækju enga afstöðu viðkomandi um- ræddum loforðum fyrr en upp- lýsingar lægju fyrir um, hver og hve mörg þau væru. Einn nefndarmaðurinn (Gísli) tók fram í þessum umræðum, að hann teidi að ráðherra gæti með ýmsum aðférðum og hefði heimild til, jafnt fyrir þings- ályktunina, að ráða ölíu, sem hann vildi ráða, um úthlutun bifreiða, því að þingsályktunin kæmi í bága við lögin um Bif- reiðaeinkasölu ríkisins' frá 1935. Einn nefndarmanna (Stefán) gerði fyrirspurn til ráðherra um, hvenær hans „loforðalisti“ yrði tilbúinn. Taldi ráðherrann það verða þá um kvöldið. Að þessum umræðum loknum hurfu nefndarmenn úr ráðu- neytinu, en áður en þeir skildu komu þeir sér saman um, að hafa fund í nefndinni kl. 2 þann sama dag. A fundi þessum, sem haldinn var á þeim tíma, er ákveðinn var, urðu allmiklar umræður um þau atriði, er rædd voru um morguninn á fundinum í stjórn arráðinu. Að þeim umræðum ioknum varð öll nefndin sam- mála um eftirfarandi bókun: „Fundurinn tók til meðferða þingsályktunartillöguna, eins og hún var endanlega sam- þykkt á Alþingi, og voru allir nefndarmennirnir sammála um, að tillagan bæri það méð sér að það væri vilji meirihluta A1 þingis að nefndin hefði ein fullt vald til að ráðstafa til úthlut unar öllum þeim bifreiðum, sem nú eru í eign Bifreiðaeinkasöl- unnar og óafgreiddar eru, svo og öllum bifreiðum, er innflutt- ar kunna að verða á starfstíma nefndarinnar.“ Til þess að undirstrika, sem sameiginlega ályktun nefndar innar til að starfa eftir, varð nefndin einnig sammála um að bóka eftirfarandi: „Með tilvísun til þessa, ákvað nefndin að afgreiðsla á bifreið- um skyldi þegar stöðvuð, nema með hennar samþykki." Tók nefndin þessa ákvörðun til þess að stöðva afhendingu, (ef einhver væri), samkvæmt áður gefnum fyrirmælum fjár- málaráðherra og • samkvæmt Á næsta fundi nefndarinnar, sem haldinn var daginn eftir, 15/9. 1942, fór fram kosning á formanni og varaformanni, samkvæmt tillögu Jóns Sígurðs- sonar þar um. Kosningu hlaut Stefán Jónsson, sem form. og Jón Sigurðsson, sem varafor- maður. Varð um kosningu þessa all mikill ágreiningur innan nefndarinnar, eins og sjá má af fundargerð þessa fundar. Rök- studdi meiri hlutinn (Jón og Stefán) sína afstöðu með þvi að nefndin væri óháð ráðherran- um og hefði því sem nefnd kjör- in af Alþingi, rétt til þess að velja sér formann og varafor- mann, en minnihlutinn (Gísli) mótmælti rétti nefndarinnar til þess að velja sér formann, og tók jafnframt fram að þótt svo hefði verið að Alþingi hefði á- kveðið nefndinni þennan rétt, þá gæti það ekki í þessu né öðru er viðkæmi störfum nefndarinn- ar tekið valdið af ráðherra með einfaldri þingsályktun. Að aflokinni bókun varðandi kosningu formanns, sleit Gísli Jónsson fundi og tilkynnti að hann áfrýjaði þessum ágreiningi til fjármálaráðherra. Hinn kosni formaður, Stefán Jónsson, setti samstundis fund að nýju, þrátt fyrir mótmæli Gísia Jóns- sonar. Allir nefndarmennirnir, þar með G. J. sátu samt þann fund eins og fundargerðin ber með sér. Fundur var haldinn daginn eftir, 16. september (sem boðað- ur var af tveim formönnum). Á fundinum lagði Gísli Jónsson fram svohljóðandi bréf til nefnd- arinnar frá fjármálaráðuneýt- inu, dagsett þann sama dag: „Á fundi, sem fjármálaráð- herra átti með bifreiðaúthlut- unarnefndinni, mánudaginn 14. þ. m., tilkynnti ráðherra nefnd- inni, að hann skipaði Gísla Jónsson, alþingismann, formann nefndarinnar og Stefán Jónsson varaformann, en í þingsálykt- uninni um skipun nefndarinnar er ekkert ákveðið um verka- skiftingu innan nefndarinnar. Nú hefir hinn skipaði nefndar formaður tjáð ráðuneytinu, að tveir nefndarmennirnir hafi á nefndarfundi lýst því yfir, að þeir vildu ekki hlíta þessari ráð- stöfun ráðherra, og tilnefndi annan formann og varaformann en skipaðir voru. Út af þessu til- kynnistr nefndinni, að ráðuneyt ið verður að líta svo á, að af þessu sé bert, að af hálfu þess ara tveggja nefndarmanna, skorti svo á um nauðsynlegan samstarfsvilja bæði innan nefndarinnar og við ráðuneytið, að ekki verði við það unað, og mun ráðuneytið haga sér eftir því í sínum ráðstöfunum“. Fleíra gerðist ekki á fundin- um. Á næsta fundi, 17. september, mætti Gísli Jónsson ekki, en sendi í stað þess bréf á fundinn, þar sem að hann tók fram, að hann mætti ekki á fundum, sem boðaðir væru af Stefáni Jónssyni, sem formanni. Á fundinum lagði Stefán Jónsson og Jón Sigurðsson fram svo hljóðandi bréf til fjármála- ráðuneytisins: „Sem svar við bréfi hins háa ráðuneytis, dagsettu í gær, vilj- um við undirritaðir, sem kjörn- ir vorum á fundi í sameinuðu Alþingi í nefnd, 8. þ. m., til þess að úthluta bifreiðum, taka fram eftirfarandi: Samkvæmt yfirlýsingu með- nefndarmanns okkar, herra Gísla Jónssonar, mun afrit af fundargerðum nefndarinnar (3ja funda) frá 14. og 15. þ. fn. vera í vörslu ráðuneytisins. Við vís um tll þessara fundargerða um afstöðu okkar, sem nefndar- manna, varðandi val á formanni nefndarinnar, ásamt varafor- manni, enda var þargreindur skilningur okkar á þessu atriði aegar af okkur skýrt fram tek- inn er hæstv. fjármálaráðherra tilnefndi — til bráðab. að okkar áliti — formann og varafor- mann, hinn 14. þ. m. Við komumst ekki hjá að mót- mæla því, að af okkar hálfu „skorti á um nauðsynlegan sam- starfsvilja“ innan nefndarinnar, og viljum við í tilefni af þessari ályktun ráðuneytisins lýsa því hér með yfir, að við vorum strax í byrjun og erum enn reiðubún- ir til að gera okkar til þess að samstarfið í nefndinni geti orðið sem bezt, en hisvegar fór fyrsti fundur nefndarinnar, því miður, þannig fram undir stjórn hins tilnefnda formanns ÍG. J.), að við höfðum ástæðu til þess að óttast, þá þegar, að af hans hálfu væri ekki æskilegur sam- starfsvilji fyrir hendi, og má vel vera að einmitt þetta hafi haft nokkur áhrif á nefnda kosningu og kosningaúrslit inn- an nefndarinnar. Á fundinum var tekin ákvörð- un um að heimila Bifreiða- einkasölunni að afgreiða þær eftirstöðvar, sem enn voru ó- afgreiddar af „desemberúthlut- uninni", og á sínum tíma hefðu hlotið staðfestingu þáverandi fjármálaráðherra og viðskipta- málaráðherra. Samþykkt var þess utan að úthluta tveimur bifreiðum. 19. september var fundur haldinn í nefndinni. Allir nefnd- armennirnir mættu á þeim fundi. Áður en nefndarmenn komu á fundinn, sendi Gísli Jónsson samnefndarmönnum sínum afrit af svo hljóðandi bréfi frá fjármálaráðuneytinu til Bifreiðaeinkasölunnar: „Ráðuneytið staðfestir hér með að það hefir skipað Gísla Jónsson, alþingismann, for- mann og Stefán Jónsson, vara- formann úthlutunarnefndar bif- reiða, sem kosin var á Alþingi, samkvæmt þar um gerðri sam- þykkt þingsins. Um leið skal það tekið fram, að ráðuneytið getur því aðeins tekið til greina á- kvarðanir nefndarinnar um út- hlutun bifreiða, að fullt sam- komulag sé innan nefndarinnar um þær ákvarðanir, og ber Bif- reiðaeinkasölunni að haga sér samkvæmt því“. Á fundinum var tekin fyrir deilan um formannskjörið. Lagði Stefán Jónsson fram sömu til- löguna og á fundinum í Stjórn- arráðinu, áður en nefndin hóf starf sitt, um að fela for- stjóra Bifreiðaeinkasölunnar fyrst um sinn að kalla saman fundi og stjórna þeim. Jafn- framt gat hann þess, að þetta væri eina samkomulagið sem hann myndi bjóða fram I þess- ari deilu. Ef fallist yrði á þetta yrði deilunni frestað, hinsvegar liti hann á sig sem rétt kjþrinn formann jafnt fyrir þetta. Til- lögu þessari hafði áður verið harð neitað af Gísla Jósssyni, en nú samþykkti hann hana. Jón Sigurðsson var henni einnig samþykkur til bráðab., en tók jafnframt fram að hann viður- kenndi ekki til frambúðar neinn annan formann og varaformann en þá er nefndin hefði kosið. — Á fundinum samþykkti Gísli Jónsson gjörðir meirihlutans á fundinum 17. september, en á þeim fundi mætti hann ekki eins og áður segir. Fundir voru haldnir í nefnd- inni 21. og 22. september. Rætt var um á þeim fundum, hvernig skyldi ganga frá sölusamning- um um sölu bifreiðanna til þess að tryggja það að bifreiðarnar kæmu að sem beztum notum í því starfi, sem þeim væri ætlað að leysa af hendi í hinum ýmsu héröðum. Voru allir samála um að áskilja Bifreiðaeinkasölunni forkaupsrétt á öllum bifreiðum er hún afhenti á starfstíma nefndarinnar, sem vseri næstu tvö ár. Tillaga kom fram frá Gísla Jónssyni um að bæta í sölusamningana eftirfarandi: „Fyrst um sínn eða þar til öðru-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.