Tíminn - 29.09.1942, Page 3

Tíminn - 29.09.1942, Page 3
108. blað TtMCVN, þriðjndaginn 20. sept. 1942 427 vísi kann a6 verða ákveðið má kaupandi ekki leigja eða nota bifreið sína utan þess umdæmis er hún er skráð í nema með leyfi nefndarinnar. Beiðni um slíkt leyfi skal fylgja meðmæli hreppsnefnda eða bæjarstjórna viðkomandi umdæmis“. Allir voru efnislega samniála um þessa tillögu. Ákveðið var að leita álits lög- fræðinga um þetta atriði og samningsuppkastið í heild. Samþykkt var að úthluta þremur bifreiðum. Á fundi nefndarinnar 23. september lagði forstjóri Bif- reiðaeinkasölunnar fram svo hljóðandi bréf frá fjármála- ráðuneytinu til Bifreiðaeinka- sölunnar ,dags. 17. september: „Ráðuneytið hefir, eins og Bifreiðaeinkasölunni er kunn- ugt, gefið ýmsum aðilum fyrir- heit um að gefa þeim kost á að fá bifreiðar keyptar úr bifreiða- sendingu þeirri, sem nú er kom- in til landsins, og verður að sjálfsögðu að fullnægja þvi. Mun ráðuneytið fljótlega gera einkasölunni fullnaðar grein fyrir þeim loforðum, sem þann- ig hafa verið gefin, en aðkall- andi er að láta bifreiðar í té eft- irtöldum aðilum.“ Sömuleiðis lagði hann fram á sama fundi lista tilheyrandi bréfinu, dags. 22. sept., með svohljóðandi yfirskrift: „Bifreiðar, sem lofað hefir verið af fjármálaráðherra, auk þeirra, sem taldar eru í bréfi ráðuneytisins dags. 17. sept. (1942): (Nafnalisti). Samkvæmt lista þessum og bréfi, virtist ráðuneytið hafa lofað fleiri vörubifreiðum en til voru óráðstafaðar í eigu einka sölunnar. í bréfinu er tekið fram að ráðuneytið muni „fljótlega gera einkasölunni fullnaöar- grein fyrir þeim loforðum, sem þannig hafa verið gefin“, en er það sendir lista skömmu síðar yfir viðbótarloforð, ber hann ekki með sér að hann sé fulln- aðarskilgrein yfir hin gefnu lof- orð. Enda virðist ólíklegt að svo sé, þar sem „sérleyfisleiðirnar' eru vart meðtaldar og engir um sækjendur um fólksflutningsbif- reiðar. Á fundinum urðu allmiklar umræður um loforðalista þenn- an, sem stóðu þennan fund og hinn næsta, sem haldinn var daginn eftir. f lok þessa fundar lagði Jón Sigurðsson og Stefán Jónsson fram svohljóðandi til laga: „Með tilvísun til fyrstu fund- argerðar nefndarinnar, þar sem nefndin ákvað að stöðvuð skyldi afhending bifreiða nema með hennar samþykki, telur nefndin forstjóra bifreiðaeinkasölunnar óheimilt, að afgreiða bifreiðir, samkvæmt listum þeim, er fjár- málaráðherra hefir sent B. R., þar til samþykki nefndarinnar liggur fyrir, um afgreiðslu sam- kvæmt þeim listum.“ Tillagan var samþykkt með atkvæðum flutningsmanna, gegn atkvæði G. J., sem óskar í sam- bandi við tillöguna eftirfarandi bókað: „Þegar ég á fyrsta fundi nefndarinnar samþykkti, að af greiðsla bifreiða skyldi stöðvuð: var það fyrst og fremst gert til þess að tryggja, að eigi væru af greiddar neinar bifreiðar fyr en vitað yrði, hvaða skuldbindandi loforð ráðuneytið hefði gefið í því máli. Með því að ég er þeirr- ar skoðunar, að þeir aðiljar, sem fengið hafa þessi loforð hjá ráðuneytinu, eigi kröfu til efnda loforðanna, get ég ekki fallizt á tillöguna, eins og hún liggur fyrir.“ Y F IR L I T. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum voru í eigu Bif- reiðaeinkasölunnar um það leyti, er nefndin tók til starfa 147 vörubifreiðar af venjulegri stærð og 20 % tonns bifreiðar eða samtals 167 bifreiðar. Síðan nefndin tók til starfa hefir hún einróma samþykkt að úthluta skuli og afgreiða samkv. „desemberúthlutun inni“, 51 bifreið af venjulegri stærð og 7 af stærðinni % tonns, eða samtals 58 bifreiðar Þess utan hefir nefndin ein róma samþykkt að úthluta og afhenda 4 bifreiðar af venju legri stærð og 2 bifreiðar af stærðinni % tonns. Alls hefir því nefndin samþykkt úthlutun og afhendingu á 64 bifreiðum Eftlr er þvl I dag af óráðstöf- uðum vörubifrelðum 92 stk. af venjulegri stærð og 11 stk. af stærðinni % tonns, eða sam- tals 103 bifreiðir. Á fundi nefndarinnar 23. þ. m. lagði Bifreiðaeinkasalan fram bréf frá fjármálaráðu- neytinu, dags. 17. þ. m., og lista dags. 22. þ.m. yfir þá umsækj- endur, er fjármálaráðuneytið telur sig hafa gefið „fyrirheit um“ að fá keyptar vörubifreið- ar. í þessu bréfi ásamt tilheyr- andi lista, telur ráðuneytið sig hafa gefið „fyrirheit", eða lof- orð, um 101 vörubeifreið, auk 7 vegna vegagerðar ríkisins, eða samtals 108 bifreiðum af þeirri bifreiðasendingu, sem nú er til ráðstöfunar. Af þessum aðilum hafa ,3 þegar fengið afhentar bifreiðar samkvæmt ákvörðun nefndarinnar. Óafgreitt er því nú samkvæmt nefndu bréfi og lista 95 bifreiðar af venjulegri stærð og 10 af stærðinni % tonn, eða samtals 105 bifreiðir. í nefndu bréfi ráðuneytisins er ekkert tekið fram um hvort ,fyrirheit“ ráðuneytisins í þessu efni séu þar öll talin. Verði þvl fleiri tilkynnt síðar, þá bætast 3au við þessa tölu. Sama er að segja um þau „fyrirheit“ er Bif- reiðaeinkasalan mun hafa gefið á sama hátt og ráðuneytið. Fyrir nefndinni liggja nú um- sóknir á um 1.558 vörubifreiðar af venjulegri stærð og 104 af stærðinni y2—1 tonn, eða sam tals 1.662 umsóknir um vörubif reiðar. Samkvæmt upplýsingum frá Bifreiðaeinkasölunni, mun ráðu- neytið ekki hafa kynnt sér al- mennt þær umsóknir, sem fyrir liggja, áður en það samdi og sendi nefnt bréf, heldur byggt sín gefnu „fyrirheit" á upplýs ingum frá mönnum, er komið hafa í ráðuneytið til viðtals um Dessi mál. Forstjóri Bifreiðaeinkasölunn- ar telur að nú ríki algjör óvissa um hvort takast muni að fá keyptar og fluttar til landsins í náinni framtið nokkrar vörubif reiðar til viðbótar þeim, sem hér eru nú í eigu Bifreiðaeinkasöl unnar, samkv. framansögðu. Áður nefnt bréf ráðuneytisins, ásamt tilheyrandi lista, er stílað til Bifreiðaeinkasölunnar, en ekki til nefndarinnar. Bréfið, ásamt listanum, er fyrst lagt fram í nefndinni eftir að liðin er 1 vika frá því að hún byrjaði að starfa. í bréfinu kemur engin ósk fram um það að Bifreiða- einkasalan leiti samþykkis nefndarinnar um afhendingu bifreiða til þeirra aðila, er þar eru nefndir. Ekkert er tekið fram um hvenær hin gefnu fyrirheit" séu gefin, t. d. að þau séu gefin áður en að Alþingi tók málið úr höndum ráðuneytisins, Bréfið ber heldur ekki með sér í hvaða formi hin gefnu „fyrir- heit“ séu gefin, né hvort ráðu- neytið telur þau öll bindandi eins og þessum málum hefir nú verið ráðstafað. f tilefni af þessu hefir forstjóri Bifreiðaeinkasöl- unnar, aðspurður, upplýst, að í Bifreiðaeinkasölunni liggi engin bréfleg fyrirmæli frá ráðuneyt inu, frá þeim tíma að málið var í þess höndum, um að uppfylla slík gefin „fyrirheit“. Þingsályktunin, sem nefnd- inni ber að starfa samkvæmt er mjög ákveðið orðuð. Sam- kvæmt henni er nefndin háð Al- þingi einu, en öðrum ekki, og á að gera því einu grein fyrir sin- um störfum. Með samþykkt hennar virð- ist Alþingi ,taka á sig þá ábyrgð, sem því kann að fylgja, að leysa fjármálaráðherra og Bifreiðaeinkasöluna frá þeim „fyrirheitum“, er þær stofnan- ir kunna að hafa gefið. Nefnd in hefir fyrir sitt leyti, með yf irlýsingu á fyrsta fundi sínum ásamt banni um afhendingu bifreiða nema með sínu sam- þykki, staðfest þetta. í gær er Bifreiðaeinkasalan lögð niður. Á síðasta Alþingi kom fram frumvarp um að gera þetta. Alþingi sagði nei. Á sama Alþingi kom fram krafa um að taka bifreiðaúthlutunina úr höndum fjármálaráðherra og fela nefnd, kjörinni af Alþingi að annast þetta, og skyldi hún ábyrg gagnvart Alþingi, en ekki öðrum. Alþingi svaraði með þyí að segja já. Er nefndin byrjaði að starfa, vill fjármálaráðherra (Framh. i 4. stSu/ H. G. Wells Hefði hann ekki fótbrotnað, væri hann enn starfsmaður vefnaðarvöruverzlunar. Fyrir sextíu árum var drengjahópur að leikjum á stræti í ein- hverri undirborga Lundúna, er slys skeði skyndilega. Stærsti strákurinn þreif til lítils hnokka, er nefndist Bertie Wells, og kastaði honum hátt í loft upp. En í stað þess að grípa Bertie, er hann kom niður aftur, missti stóri strákurinn hann, enda fór aannig, að Bertie fótbrotnaði. Mánuðum saman lá Bertie litli rúmfastur með reifaðan fót- legg. En beinið greri ekki eins og til var ætlazt. Það varð að brjóta það upp að nýju. Það var þungbær raun. Bertie litli bar sig mjög aumlega. Þetta virðist vera hin mesta raunasaga, en Bertie er á annarri skoðun. Hann er nú einhver frægasti rithöfundur veraldar. Þú kannast þó eigi við hann sem Bertie heldur sem Herbert George Wells. Þú hefir efalaust lesið einhverjar bóka hans. Hann hefir fært sjötíu og fimm bindi í letur, og hann kveður það hafa reynzt sér mjög til heilla að hafa fótbrotnað. Hvernig má það vera? Fótbrotið olli því, að hann varð að dvelja innan dyra ár- langt. Hann las allar þær bækur, er hann til náði, sökum þess að hann gat ekki haft annað fyrir stafni. Það fór þannig, að hann fékk áhuga fyrir og festi ást á bókmenntum. Hann varð altekinn eldmóði. Hann ákvað að geta sér orðstír, sem lengi yrði í minnum hafður. — Fótbrotið olli straumhvörfum í lífi hans. Á vorum dögum er H. G. Wells einhver tekjuhæsti rithöfundur heimi. Hann hefir ef til vill aflað sér miljóna dollara. Þó ólst hann upp í sárri fátækt. Faðir hans Var atvinnumaður í horna- boltaleik og rak dálitla leirvöruverzlun. Eldhúsið var niðri í kjallara. Það var skuggaleg og óvistleg kompa. Wells minnist 3ess gerla, er hann sat inni í hálfrökkri eldhússins og horfði á fætur vegfarendanna gegnum járngrindagluggann, sem var fyrir komið í gangstéttinni. Mörgum árum síðar ritaði hann um þessa fætur og lýsti því, hvernig honum hefði lærzt að skilgreina fólk á skóm þeim, er það bar. Það fór þannig að lokum, að leirvöruverzlun föður hans varð gjaldþrota, enda hafði það lengi legið við. Fjölskyldan átti eigi annarra kosta völ en skilja samvistum. Móðir H. G. Wells réðist 3Ví sem ráðskona að stóru búi i Sussex. Hún bjó með vinnu- fólkinu sem gefur að skilja, og H. G. Wells kom oft í heimsókn til hennar. Þar komst hann fyrsta sinni að raun um það, hvað ajóðfélagið raunverulega væri. Þá vitneskju átti hann þjónun- um að þakka. Hinn verðandi höfundur bókarinnar The Outline of History (Mannkynssögunnar) réðist sem starfsmaður í vefnaðarvöru- verzlun þrettán ára gamall. Hann varð að rísa úr rekkju klukkan fimm á hverjum morgni, sópa gervalla verzlunina, kveikja upp eld og vinna baki brotnu um fjórtán klukkustunda skeið. Þetta var þrældómur, sem H. G. Wells hafði hina mestu vanþóknun á. Einhverju sinni um mánaðamót fékk hann ávítur hjá yfirboðara sinum fyrir það að vera tötralegur, óþrifinn og hvimleiður. Þessu næst gerðist hann starfsmaður í lyfjabúð nokkurri. Öðru sinni var honum sagt upp starfinu að fyrsta mánuðinum liðnum. Loksins fékk hann atvinnu 1 annarri vefnaðarvöruverzlun. Hann varð að afla sér nauðþurfta og hélzt því dálítið lengur i vistinni. En þegar yfirmaðurinn vék sér frá, laumaðist H. G. Wells afsíðis til þess að lesa i ritum Herberts Spencers. En að tveim árum liðnum var þolinmæði hans þrotin. Hann reis þá úr rekkju einhverju sinni árla á sunnudagsmorgni. Hann beið eftir morgunverðinum en lagði fimmtán mílur undir fót til þess að ná fundi móður sinnar. Hann var óður og uppvægur Hann flutti mál sitt af ofurkappi. Hann gat ekki tára bundizt. Hann kvaðst mundu fremja sjálfsmorð, ef hann ætti að halda áfram í vefnaðarvöruverzluninni. Wells settist niður og skrifaði gamla. skólastjóranum sínum langt og viðkvæmt bréf. Hann kvaðst vera vesall og vonsvikinn maður — og þreyttur á lífinu. Skólastjórinn skrifaði Wells aftur, honum til mikillar undrun ar, og bauð honum stöðu sem kennara. Nýr þáttur í lífi H. G. Wells var hafinn. Eigi að síður mun H. G. Wells skýra þér frá því með hinni hvellu rödd sinni, að erfiðisárin, er hann vann í vefnaðarvöru- verzluninni hafi reynzt honum til heilla. Hann var auðvitað latur og hæggerður, en hann lærði að vinna í vefnaðarvöruverzl- uninni. Nokkrum árum eftir að H. G. Wells hóf kennslustörfin varð hann fyrir alvarlegu slysi. Það atvikaðist þannig: Hann var að knattspyrnuleik. En þegar keppnin stóð sem hæst, var hann felldur um koll og fótum troðinn, svo að hann var nær dauða en lífi. Hann hafði særzt alvarlega á nýra og hægra lunga Honum hafði blætt svo mjög, að hann var fölur sem nár. Lækn arnir gáfu upp alla von, og mánuðum saman var Wells í hinni mestu lífshættu. Hann var sjúklingur um tólf ára skeið, en þessi ár bjó hann sig eigi að síður undir að drýgja dáðir, sem gerðu hann frægan um gervallan hinn menntaða heim. Hann fékkst við ritstörf af miklu kappi í fimm ár. Skáldsög- urnar, greinarnar og smásögurnar, sem hann færði i letur, voru fjörlausar og viðvaningslegar. En H. G. Wells var gæddur nægi legri sjálfsgagnrýni til þess að gera sér þetta ljóst. Hann brenndi flestu því, sem hann ritaði. Þar kom að lokum, að hann hóf kennslustörf að nýju, enda þótt því færi fjarri, að hann væri kominn til fullrar heilsu. Það var fríð stúlka í bekknum, sem hann kenndi líffræði. Hún hét Katrín Robbins. H. G. Wells komst brátt að raun um það, að honum þótti mun meira til 'um Katrínu en líffræðina. Hún var óhraust og veikluleg. Það var hann einnig. Þau þráðu að njóta hamingjunnar, meðan þessi væri kostur. Þau gengu því í heilagt hjónaband. Þetta var fyrir fjörutíu árum. En í stað þess að deyja komst Wells til heilsu að nýju. Hann hefir hlotið frábært starfsþrek og sent frá sér tvær bækur á ári hverju, og fyrir bækur þær hefir hann getið sér orðstír, sem aldrei mun fyrnast. Wells er gæddur óvenjulegri hugmyndaauðgi. Hann fer jafn vel á fætur um miðjar nætur til þess að hripa hugmyndir sínar niður. Þessi lati piltur, sem einu sinni var rekinn úr vist sem starfsmaður vefnaðarvöruverzlunar sökum óhæfni, kveðst nú hafa næg efni í bækur, sem myndi taka hann hálfa aðra öld að færa í letur. Hann getur fengízt við ritstörfin, hvar sem er — I vinnustofu sinni í Lundúnum, í járnbrautarklefa eða undir sólhlíf á strönd hins fagurbláa Miðjarðarhafs. Hann hefir tvö sumarhús á leigu í Riviera í Frakklandi. Annað þeirra er vinnustofa, en hitt er ætlað gestum. Hann situr við skriftir daglangt en ræðir aðeins við gesti sína á kvöldin. Ef hann getur ekki farið til járnbrautar stöðvarinnar til þess að taka á móti þeim, sendir hann bifreið sína eftir þeim ásamt lykli að vínkjallara sínum, sem hefir jafnan miklar birgðir að geyma. Gestir Wells eru ávallt í sólskinsskapi er hann kemur loksins til móts vlð þá. Satnband ísl. samvinnufélaga. BRÉFASKÓLl S. í. S. íslenzk réttritun Bókfærsla I Bókfærsla II Enska Búreikningar Fundarstjórn og fundarreglur Skipulag og starfshættir sam- vínnufélaga. HIGLIIVGAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliford’s Associated Línes, Ltd. 26 LONDON STREET, FLEETWOOD. iVV BOK: VERONIKt afarspennandi skáldsaga eftir CHARLES GARVICE, er nýútkomin. FÆST HJA BÓKSÖLFM. Saltkj öt Innan skanuns fáum vér spaðkjöt í mörgum tunnustærðum. Tökum á mófti pönftunum í síma 1080 alla virka daga og gerum ráð fyrir að geta hafið afgreiðslu kjötsins eftir miðjan október. Samband ísl. samvinnufélaga. Auglýiing um skotæfingar. Stórskotaliðsæfingar verða haldnar á æfingasvæðinu við Keflavík á hverj- um miðvikudegi kl. 8—17, þar til ann- að verður auglýst. F y r r i auglýsing um æfingar á þriðjudögum, er hérmeð úr gildi. Gleymið ekki að borga Tí m a nn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.