Tíminn - 10.10.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.10.1942, Blaðsíða 2
462 TÍMIM, langartlagiim 10. okt. 1942 117. blað Sjálfstæðismálíð 1942 tPmirm Laugardag 10. oht. Valdadraumur Thorsaranna Ólafur Thors er mikíll gæfu- maður. Hann er búinn að vinna glæsilegan sigur í sjálfstæðis- málinu, segir Mbl. Hann er líka búinn að finna lausnina í dýr- tíðarmálinu. Morgunblaðið lýsir því hátíðlega yfir síðastl. laug- ardag. Lausn Ólafs er þessi: „Lausn dýrtíðarmálanna verð- ur aðalviðfangsefnið á haust- þinginu. Núverandi ríkisstjórn hefir beint þessum málum inn á nýja braut. Það hefir aldrei tekizt, fyrr en nú, að fá kommúnista til að taka ábyrga afstöðu í kaup- gjaldsmálum. — Þeir hafa alltaf valið þann kostinn að standa utan við þessi mál og verið á- byrgðarlausir. En eins og ástátt er nú í okkar landi, var sllk af- staða fjölmenns stjórnmála- flokks stórhœttuleg fyrir at- vinnulifið í landinu og þjóðar- heildina. Eftir að gerðardómslögin voru sprengd og nýir samningar voru upp teknir i kaupgjaldsmálun- um, fékk núverandi ríkisstjórn þvl til vegar komið, að fulltrúi frá kommúnistum hefir tekið sœti í sáttanefnd þeirri, sem fjallað hefir um kaupgjaldsmál- in. Hér er bent á leiðina, sem verður að fara í lausn dýrtiðar- m&lanna, ef einhver árangur á þar að nást.“ Þarna geta menn séð, hvort það er ekki rétt að Ólafur Thors sé búinn að finna lausn dýrtíð- armálanna. Ekkert annað en að fá kommúnista sem æðsta ráð í kaupgjaldsmálum. Það er leið- in, sem verður að fara. Þá er þrautin leyst. Og Mogginn er alveg sæll í þeirri trú, að þessi lausn sé al- veg örugg. Hann segir seinast í fyrradag: „Allar líkur benda til þess, að foringjar stjórnmálaflokkanna séu nú að komast að þeirri nið- urstöðu, að eina úrrœðið út úr ógöngunum í dýrtíðarmálunum sé leiðin, sem Sjálfstœðismenn lögðu á síðastl. hausti til að farin yrði, sem sé hin frjálsa samningaleið — „frjálsa leiðin“ svonefnda. Hér verður þó að undanskilja Framsóknarflokk- inn. Hann er enn jafn starbllnd- ur og hann hefir alltaf verið, sér ekkert annað en ófram- kvœmanleg þvingunarlög. En foringjar hinna flokkanna tveggja, sem rœður fluttu í út- varpinu á mánudagskvöld, þeir Haraldur ' Guðmundsson og Brynjólfur Bjarnason, voru báð- ir inn á þeirri hugsun, (þ. e. frjálsa leiðin).“ Það er því ekki að efa það, að dýrtíðarmálið er leyst. Alþýðu- flokkurinn verður líka með. En Framsóknarflokurinn verður hafður „utan garðs“. Hann hefir aldrei kunnað við handleiðslu Thorsaranna. Og úrræðið er al- veg einhlítt. Það er hin dásam- lega „frjálsa leið“, sem hefir kynnt síg alveg prýðilega sein- ustu mánuðina. Ef til vill eru ekki allir eins trúaðir á blessun „frjálsu leið- arinnar" og handleiðslu kom- múnista í kaupgjaldsmálunum, og ritstjórar Mbl. þykjast vera. Sennilega verða þeir nokkuð margir, sem trúa því illa, að þetta sé leiðin úr ógöngum dýr- tíðaröngþveitísins. Það mun líka sönnu nær, að með þessu móti eigi Ólafur Thors ekki við lausn dýrtíðarmálanna, heldur leið til að hanga áfram við völd með sama hœtti og undanfarið. Og það, sem þjóðin er líka raunverulega spurð um í kosn- ingum, er þetta: Vill hún efla Sjálfstæðisflokkinn, Alþýðu- flokkinn og Sósialistaflokkinn til að halda áfram sömu stjórn- arstefnu og ríkt hefir hér um skeið undir handleiðslu Ólafs Thors, eða vill hún efla Fram- sóknarflokkinn til þess að hafizt verði handa um raunhæfa lausn dýrtíðarmálanna. Þ. Þ. (Framh. af 1. sUSu) Skilnaðarmálið á hillunni. Eftir átakið 17. maí 1941 og samning þann við Bandaríkin, sem gerður var litlu síðar, mætti kalla, að skilnaðarmálið væri lítt á dagskrá. Einlægustu skilnaðarmál á þingi eins og þingmenn Árnesinga, Pétur Ottesen o. fl. voru búnir að reyna það sem þeir gátu vetur- inn 1940—41, en höfðu þá rekið sig á það, að mikill hluti þings- ins tók tillit til föðurlegra ráða Breta og til vissrar aldeyfu, sem Stauning virtist hafa kynnzt 1939. Sjálfstæðisflokkurinn hafði gert hátíðlegan samning við Framsóknarmenn, að beita sameinuðum kröftum gegn dýr- tíð og verðbólgu. Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins ympruðu ekki á því að taka skilnaðar- málið né kjördæmamálið á dagskrá. Ef þeir hefðu haft á- huga á lausn þeirra mála á út- mánuðum í fyrra, þá hefðu þeir alls ekki heimtað félag við Framsóknarmenn um dýrtíðar- baráttu og gerðardóm. Sú við- leitni var óvinsæl hjá nokkrum hluta flokksins. Það var fjar- stæða fyrir Sjálfstæðismenn að skapa sér óvinsældir með þátt- töku í gerðardómnum, ef þeir hefðu þá ætlað sér að hefja heiftúðuga árás á Framsókn- arflokkinn, en lenda í brjóst- vinafélagi við kommúnista og Alþýðuflokkinn, sem lögðu höfuðáherzlu á að eyðileggja gerðardóminn og höfðu auk þess sýnt Sjálfstæðisflokknum dæmafáa ósanngirni og fólsku í sambandi við blaðaút- gáfu fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar í fyrravetur. Sjálfstæðisflokkurinn var á útmánuðum í fyrra liggjandi á stalli uppi í hlíðinni, eins og mannlaus bíll, sem er skorðað- ur með öflugum hemlum. Þá laumaðist sællegur gam- all drengur af götunni upp í hlíðina, opnar bílinn, fellir nið- ur hemlana og sér verkfærið byrja að vagga óskipulega nið- ur eftir hallanum. Sá, sem lék í þetta sinn hlutverk götu- I. Sumarið. Síðasta vor kalt hér nyrðra, úrillt og hreggsamt. Gras- spretta var lítil, garðávextir vanþroska og fénaður rýr til frálags. Þessu ollu mest vor- kuldarnir, og komu þeir kyrk- ingi í allt, sem taka skyldi sum- arþroska. Heyannir voru erfið- ar, úrkomudagar margir og stórfelldir, en þurrkar oftast ótryggir. Frostnætur komu hvað eftir annað. Hey nýttust þó furðanlega. Síðasta þing mun lengi í minnum, ennþá lengur en veð- urátta sumarsins, þó íll væri. Gróðamenn og launamenn Reykjavíkur komu til þings i þrem fylkingum, sem fljótt riðluðust og bráðnuðu saman í eina skjaldborg um stjórnina, og náðu skjaldborgarmenn ein- ræði um öll mál. Milli Ólafs Thors og Einars Olgeirssonar var eining andans á bandi frið- arins. Þeir virtust aðeins eiga eitt og báðir hið sama áhuga- mál að eyða valdi og áhrifum fulltrúa sveita og kauptúna ut- an af landi. Höfuð-verkefni þingsins var stjórnlagabreyting, drengsins var Ásgeir Ásgelrs-, son. Með einu skaðsemdarverki setti hann hjól dýrtíðarinnar úr skorðum. Það dró Sjálfstæð- isflokkinn með sér ofan brekk- una. Á leiðinni kræktist skiln- aðarmálið í þá undarlegu far- artækjaflækju, sem var þarna á niðurleið. Menn, sem dönsuðu nauðugir. Alþýðuflokkurinn bar fram frumvarp til að sundra sam- starfi Framsóknar- og Sjálf- stæðismanna móti dýrtíðinni. Flokkurinn smurði þykkt ofan á sneiðina til að auka lystina. Það átti að taka sex þingsæti, sem Framsóknarflokkurinn hafði þá, og gefa þau Sjálfstæð- isflokknum. Og það átti að leggja svo mikla áherzlu á þann velgerning, að til þess átti að setja landið allt í uppnám, hafa tvennar kosningar, stjórnar- skipti og illvíga innanlandsbar- áttu meðan heimsþjóðirnar háðu mestu styrjöld, sem sag- an segir frá og landið var her- sett frá tveimur stórveldum, og yfirvofandi árás á landið frá hinni þriðju. Spekúlantar Alþýðuflokksins gerðu ráð fyrir, að Sjálfstæðis- menn hlytu að taka við þessari miklu gjöf. Þeír áttu að fá sex þingsæti með lagabreytingu, sem er svo fáránleg 1 eðli sínu, að engin menntuð þjóð hefir lagt sig niður við jafn mikla rangsleitni. Sjálfstæðisflokkur- inn féll fyrir freistingunni. Hann vildi taka við kjördæm- unum sex, sem honum var lof- að. Til þess varð hann að gera náið bandalag við hina „dyggu“ flokka, kommúnista og jafn- aðarmenn. En um leið urðu Sjálfstæðismenn 'að rjúfa fé- lagsskap og grið við Framsókn- armenn, fórna gerðardómnum, gefast upp í allri baráttu gegn dýrtíðinni og gerast grimmur og ósanngjarn andstæðingur sinna fyrri bandamanna. í stað hins þjóðnýta samstarfs, sem hafið var af þessum tveim flokkum, beitti Sjálfstæðis- flokkurinn sér með allri orku og með stuðningi sinna „dyggu“ sem gefa skyldi höfuðstaðnum einveldi. í byrjun þings var sveitafull- trúum með rangindum bægt frá réttlátri þátttöku í skipun efri deildar og brotnar á þeim jafn- réttis-venjur um forsetakjör. Þessu hélt fram til þingloka, og voru Framsóknarmenn ekki hafðir með í ráðum um hina smánarlegu afgreiðslu sjálf- stæðismálsins. III. Flokkurinn eða þjóðin. Magnús heitir hann og er Jónsson, æðsti vörður laga og réttar á landi voru. Magnús þessi hefir lengi verið kennarl presta, og sagt þeim hvað gott væri og fagurt og hvað hneyksl- anlegt, en prestarnir síðan kennt þjóðinni siðfræði Magn- úsar, öldungum sem fermingar- börnum. Þessi guðsmaður er hrein- skilnastur allra íhaldsmanna. Hann hefir viðurkennt í al- þjóðar áheyrn, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi fallið fyrir þeirri freistingu að setja flókks- hagsmuni ofar þjóðarheill í kjördæmamálinu. Gómsætur biti, steiktar gæslr, barst flokknum. Hann réði ekki við hjálparflokka fyrir því að gera Framsóknarmönnum allt það pólitískt tjón, sem hægt var. Kjördæmamálið með eftirfylgj- andi vetrarkosningum, hefir verið á þessari leið fram til yfirstandandi stundar. Rétt er að taka það fram, að nýtustu menn Sjálfstæðisfl. dönsuðu nauðugir í þessu máli. Þeir vissu að afleiðingarnar myndu verða ægilegar fyrir þjóðina og háska- legar fyrir flokkinn. En þessir menn fengu ekki við neitt ráð- ið. Vonin um allt að sex þing- sætum, rangfengnum að vísu, en þingsætum samt, mátti sín meira hjá meira hluta flokks- leiðtoganna heldur en gætileg íhugun og ráðleggingar heil- brigðrar skynsemi. ÍVii kom skilnaðurinn. Ásgeir Ásgeirsson og „dyggir“ félagsbræður hans sáu, að kjör- dæmamálið þótti illt og óvin- sælt. Hann lagði þess vegna til að dreifa sykri yfir brennda súpu kjördæmamálsins, með því að klestra saman tveim breyting- um á stjórnarskránni á auka- þinginu, og láta skilnaðarmálið koma þar til afgreiðslu. Með þessu var skilnaðarmálið og lýðveldismyndunin dregin eins djúpt niður og hægt var. Hin endanlega lausn frelsismálsins átti að vera eins og þumall á ótútlegum og bandslæmum sjó- vettlingi kjördæmavitleysunn- ar. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins höfðu alls ekki hreyft skilnað- armálinu, fyrr en þeir voru komnir í pólitískt bandalag við sína „dyggu“ vini, Brynjólf, Einar Olgeirsson og Ásgeir. Ef Sj álfstæðismenn hefðu ætlað að hefjast handa með skilnaðar- málið, af innri hvöt, þá hefðu þeir hreyft því við alla flokka þingsins og alveg sérstaklega við Framsóknarmenn, sem voru þá samstarfsmenn þeirra. Þeir áttu að bera slíkt nýmæli upp í utanríkisnefnd, því að sam- kvæmt fyrirlagi Alþingis frá 1937, átti sú nefnd að vera í ráðum með ríkisstjórninni um hendur né varir, greip hnoss- gætið og knúið ráðherra sína til að rjúfa gerða samninga. — Flokkurinn vann það fyrir gæststeikina að hrinda þjóðar- skútunni út í brotsjói haturs og illdeilda tveggja kosninga. Þetta stjórnmálasiðferði ver guðsmaðurinn Magnús Jónsson og telur gott. Kjördæmamálið var knúið fram af því að flokks- heill var sett ofar þjóðarheill. Hin nýja skipan setur flokks- ræði ofar þjóðræði, rétt flokk- anna ofar rétti héraðanna. Er þá síst að undra, að hinn þrí- höfðaði flokkþurs, er óskapn- aðinn fóstraði, og öllu réði á þinginu setti flokkshagsmunina öllu ofar. Aldrei hefir sést gleggri kosningablær á nokkru þingi. Allir flokkar kepptust um fög- ur loforð í tugum miljóna „eft- ir stríðið". En ekki eru þau lof- orð öll „steiktar gæsir“ á borði. Flugfjaðrir sumra þessara lof- orða hafa ekki verið stífðar. — Hver einstakur þingmaður otaði sínum kosningatota: Höfn þar, slldarverksmiðja hér, vegur eða stór rafvirkjun. Og allt var samþykkt. Enginn vildi vera annars eftlrbátur um loforðin. IV. Mikill í orði, lítill á borffi. Forsætisráðherra lýsti því hátíðlega yfir í vor, að hann sjálfur ætlaði að stofna lýöveldi allar aðgerðir i sjálístæðismál- inu. En ekkert af þessu var gert. „Hin giftnsamlega forusta“. Mbl. hefir þau orð um skiln- aðarmálið og meðferð þess, síð- an í vor, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi haft þar „giftusam- lega“ forustu, og að kommún- istar og jafnaðarmenn hafi ver- ið þar „dyggir“ hjálparmenn. Hins vegar hafi Framsóknar- flokkurinn beitt „ósvífinni and- stöðu“. Mbl. telur hér að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi haft alla forustu í málinu, verkamanna- flokkurinn stutt, en Framsókn gert illt eitt. Mbl. segir hér rétt frá áróðri Sjálfstæðismanna um málið. Þeir brugðu fyrst gerðum starfssamningi við Framsóknarmenn, hófu síðan gegn þeim illvígan og tilefnis- lausan ófrið, fengu gamla og nýja fjandmenn sína, eins og kommúnista, í bandalag við sig og hófu eftir þetta skilnaðar- herferðina. Nýstárleg herkænska. • Hlutfallskosning í tvímenn- ingskjördæmum er stjórnar- farslegur óskapnaður, sem hvergi þekkist nema í sex kjör- dæmum á íslandi. Jafn ein- stæð í sinni röð er sú herkænska Sjálfstæðismanna að leggja út í lokabaráttu um skilnaðarmál- ið á erfiðum tímum, og landið tvíhersett, og láta það vera sitt fyrsta verk að sýna stærsta þingflokknum í landinu opin- beran fjandskap og fullkominn illvilja. Leggja síðan út í hern- aðinn með Einar Olgeirsson á aðra hlið en Ásgeir Ásgeirsson á hina, með yfirlæti og drýldni, sem nægt hefði sigursælu stór- veldi í margra ára herferð. Glæsimynd Mbl. Mbl., Vísir og einstakir merk- isgripir, eins og Magnús guð- spjallamaður, héldu sífellt á lofti í allri kosningahríðinni, að forustan í sjálfstæðismálinu væri í þeirra höndum. Hættan fyrir frelsið lægi eingöngu í því, ef Framsóknarmenn fengju ekki nægilega hraklega útreið í kosningunum 5. júlí. í allri með- á íslandi. Sjálfstæðisflokurinn, með hálfdánana tvo, Jensen og Möller í fararbroddi ætlaði nú loks að fara að bera nafn með rentu. Og Morgunblaðið benti á sjálfan kjördaginn með spámannlegri andagift, mynd þessa mikla atburðar, er stóð fyrir dyrum. En hvernig fór? Aldrei hafa litlir menn hófværlegar farið, eða lægra skriðið með jörðu, en Sjálfstæðismenn í sjálfstæðis- málinu nú í haust. Batnandi manni er bezt að lifa. En hrörn- andi manni er hentust hvíldin. Þjóðin ætti að veita Sjálfstæðis- hetjum fulla hvíld frá stjórnar- mennsku og áhyggjum í haust. V. Fögur loforff, litlar efndir. Frostdrómi næturinnar þiðn- aði ekki í dag. Norðan hreggviðri lemur hagli um freðnar stéttir. Kýrnar eru inni í fyrsta sinni og baula yfir tómum fóðurbæt- isdöllum. Hann Ólafur Thors ætlaði að gefa sumarauka. Lofaði öllum bændum nógu af ódýru síldar- mjöll, til þess að bæta fyrir ó- blíðu sumarsins, og annir höí- uðstaðarins, sem kölluðu unga fólkið frá orfi og hrífu. Bílarnir koma daglega hérna í bæinn að sækja sláturfé. Við höfðum ákveðið að láta þá færa Pistlar að norðan ferð blaða og áróðursmanna, var skilnaðarmálið notað til kosningaframdráttar Sjálf- stæðismönnum og til að óvirða Framsóknarmenn og spilla fyr- ir þeim á kjördegi. Þessi áróður náði hámarki sínu í Mbl. á sjálfan kosningadaginn. Á for- síðu blaðsins var stórfengileg mynd, sem táknaði forustu Sjálfstæðisflokksins. Á miðri myndinni var ung hetja, ímynd karlmannlegrar hreysti. Það var Sjálfstæðisflokkurinn á hinni nýbyrjuðu sigurför. Bak við sá- ust hamraveggir Almannagjár. Þar stóðu hinir fornu goðar, klæddir stáli frá hvirfli til ilja. Goðarnir voru alvarlegir og sér meðvitandi um tign og göfgi, eins og hópur nútíma heildsala, sem hafa fengið vöruslatta úr fjarlægu landi og hafa lokið við áð verðleggja hann í sambandi við aukna dýrtíð. Við hlið hinna stálklæddu garpa voru hinir fornu biskupar, sennilega ís- leifur, Gissur og Jón Ögmunds- son. Einn biskupinn undir ka- þólsku ægimitri bar svipmót Magnúsar Jónssonar. Þannig var teiknuð forusta Sjálfstæð- isflokksins í þjóðveldismálinu. Fornöldin bráðnaði saman við nútímann. Kjarrkur, vitsmunir og framsýni hinna fornu skör- unga var eins og endurborin í hinni ungu frelsishetju. Óvart hafði Mbl. í það sinn láðst að minnast hinna dyggu félags- bræðra. Það hefði átt við að sýna Brynjólf í peysu eins og Stalins en Ásgeir þakinn í öll- um sínum krossaskrúða, eins og dvergvaxna hj álparkokka bak við „hina miklu mynd“ frelsis- forustunnar. En jafnvel mitt í hinu dyggðum prýdda tilhugalífi, var Mbl. of þröng-eigingjarnt til að unna sínum litlu félögum nokkurs hróðurs fyrir þátttöku í sameiginlegri baráttu. Krókbekkur í sjálf- stæðiskapellunni. Frá því við samningagerðina 1918 og þar til Ólafur Thors myndaði ráðuneyti sitt á út- mánuðum 1942, hafði sjálfstæð- ismálið ætíð verið haft ofar flokkadeilum. Enginn flokkur hafði þá misnotað aðstöðu sína nema ef vera skyldi hin ó- smekklega meðferð Sjálfstæðis- (Framh. á 3. síOu) okkur síldarmjölið um leið. En þeir koma tómir — allir tóm- ir. — Okkur er sagt að vera ró- legum. Við fáum eitthvað af ó- dýra síldarmjölinu seinna — sennilega þegar heiðin er orðin ófær af snjó. En áreiðanlega veröur flutningurinn þá helm- ingi dýrari. Og kýrnar ná aldrei þeiri vigt sem þær töpuðu af því að fóðurbætirinn vant- aði í fyrstu hausthretunum. Ýmsir byggðu miklar vonir á ódýra síldarmjölinu og hirtu ekki um að taka kaupafólk til að heyja sölnaðar engjar og snöggar. Aðrir sendu menn sína í ver til að afla verðs fyrir það. Nú vitum við ekki í slátur- tíðinni, hvað við megum setja á, hverju þarf að lóga Við fáum ekki það, sem við þurfum, það verður dregið af pöntun. Við vitum það eitt, að lofoið íhalds- ins eru ónýt til ásetnings Þau eru svikulli en hrakin siðslægja. í þetta sinn vildu þeir vel gera íhaldsmenn til þess að fá vel- vilja bænda við kjörborðið. En þá bagaði þekkingarskortur á búnaðarhögun og forsjáleysi. Hvernig munu íhaldsloforðin reynast eftir kjördaglnn, þegar bændavináttan fellur niður að meðalhófi. Svarið má lesa 1 þeim greinum Morgunblaðsins, sem ekki birtast í ísafold,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.