Tíminn - 22.10.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.10.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. PORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. 26. ár. Reykjavík, fimmtndaglim 22. okt. 1942 126. blað KOSNINGAÚRSLITIN Stríðsgróðaherrarnir minna á sig á SnæieOsnesi Leidréiting í grein Jónasar Jónssonar: „Nauðsynleg og ónauðsynleg kynni við setuliðið", í síðasta blaði Tímans, hefir orðið mein- leg prentvilla í síðara hluta greinarinnar á öftustu síðu. Er sá kafli greinarinnar prentaður hér upp, eins og hann átti að vera: í fyrsta lagi að hafa frá hálfu þjóðfélagsins aukið eftirlit með kynnum milli íslendinga og setuliðsins, sem eru til leiðinda fyrir báða. í öðru lagi að gera ráðstafanir til, eftir því sem við á og óskað er eftir, að íslenzkir ræðumenn haldi fyrirlestra á ensku og norsku um landið og þjóðina og sýni jafnframt skuggamyndir og kvikmyndir til skýringar. í þriðja lagi, að menn úr hernum, sem stunda norræna málfræði eða bók- menntir, geti átt kost á hent- ugri kennslu í þeim fræðum í háskólanum. Og í fjórða lagi, að freistað sé að koma á skipulegri kynningu í sambandi við éin- falda og yfirlætislausa risnu af landsins hálfu, milli manna úr setuliðinu og íslendinga, þann- i’g, að saman nái til viðtals og kynningar, verkfræðingar, hag- fræðingar og bændur, skip- stjórnarmenn, læknar, kennar- ar, blaðamenn, guðfræðingar o. s. frv. í gær lauk talningu atkvæða í sjö kjördæmum. í dag fer fram talning á nokkrum stöðum, en fullra úrslita er þó ekki að .vænta fyrr en á laugardag. Athyglisverðustu ú,rslitin, sem kunn urðu í gær, voru á Snæfellsnesi. Stríðsgróðaklíkan hafði beitt þar öll- um hugsanlegum klækjum og aðferðum, en líklegt þótti samt, að Snæfellingar myndu ekki láta hana véla sig. Raunin var önnur. Einn mikilhæfasti þingmaðurinn féll fyrir óreyndum piltungi úr Reykjavík. Slík úrslit eru talandi tákn um nauðsýn þess, að valdi stríðsgróða- herranna verði settar þær skorður, að svipuð óhæfuverk geti ekki endurtekizt. Úrslitin, sem urðu kunn í gær, fara hér á eftir: Erlciít yfirlit 22. október: Helja Japanir senn innrás í Indland? Geta Rússar halslið nppi vetrarsókn? Fleipri Sveins Ben. svarað Sveinn Benediktsson bætlr við nýjum ósannindum um síld- armjölsmálið í Mbl. í gær. Sveinn semur um það langan reifara, að hann hafi átt upp- tökin að því, að síldarmjöls- birgðir voru hafðar í landinu síðastliðinn vetur. Til þess að örðugra verði að hrekja lyga- þvætting hans, vitnar hann í dauðann mann. Annars kemur það engum á óvart, sem hefir reynt drengskap Sveins, þótt hann reyni að eigna sér ann- arra verk. í þessu tilfelli reynir hann að eigna sér verk Her- manns Jónassonar. Þá ber Sveinn á móti því, að hann hafi reynt að koma í veg fyrir, að bændum yrði selt síld- armjöl með vægu verði í fyrra. , Jafnvel Ólafi Thors blöskrar þá svo framkoma Sveins, að hann fékk samþykki Hermanns Jón- assonar fyrir að víkja verk- smiðjustjórninni frá, ef hún beygði sig ekki skilyrðislaust fyrir ákvörðunum ríkisstjórn- arinnar i þessum efnum. Sveinn er að heita ritstjóra Tímans verðlaunum, ef hann útvegi vottorð um hin ýmsu smánarverk, sem Sveinn hefir unnið. Ritstjóra Tímans finnst Sveinn svo smá og ómerkileg persóna, að ekki sé hægt að taka á móti verðlaunum frá honum. Þess vegna kýs hann að verða af þessum verðlaunum, þótt auðvelt væri að vinna til þelrra. Vestur-Skaftafellssýsla: Kosinn var Sveinbjörn Högna- son (F) 437 (460), Gísli Sveins- son (S) 410 (378), Runólfur Björnsson (Sós.) 38 (H. S. 21). Landlisti Alþfl. 3 (G. B. B. 13). Rangárvallasýsla: Kosnir voru Helgi Jónasson (F) og Ingólfur Jónsson (S). A-listi fékk 9 (16), B-listi 839 (971), C-listi 27 (8), D-listi 778 (820). Gullbringu- og Kjósarsýsla: Kosinn var Ólafur Thors (S) 1266 (1247), Þórarinn Þórarins- son (F) 349 (334), Guðm. I. Guðmundsson (A.) 577 (548), Guðjón Benediktsson (Sós.) 280 (215). Snæfellsness- og Hnappadalss.: Kosinn var Gunnar Thorodd- sen (S) ' 762 (578), Bjarni Bjarnason (F) 726 (648), Guðm. Vigfússon (Sós.) 86 (60), Ólaf- ur Friðriksson (A) 81 (158). Strandasýsla: Koslnn var Hermann Jónas- son (F) 569 (526), Pétur Guð- mundsson (S) 185 (210), Björn Kristmundsson (Sós.) 92 (58). Landlisti Alþfl. 0 (9). V estur -Húnavatnssýsla: Kosinn var Skúli Guðmunds- son (F) 348 (415), Guðbrandur ísberg (S) 215 (246), Skúli Magnússon (Sós.) 69 (E. E. 54). Landlisti Alþfl. 20 (A.K. 26). Vestur-ísaf jarðarsýsla: Kosinn var Ásgeir Ásgeirsson (A) 384 (460, Halldór Krist- jánsson (F) 351 (345), Torfi Hjartarson (S) 350 (B. J. 197), Guðm. Össurarson (Sós.) 20. Landlisti Sós. 10. Forsætisráðherrann braut kosníngalögin í kosningalögunum er bann- að að hafa auglýsingar eða á- skoranir, sem feli í sér áróður, á kjörstað eða í næsta nágrenni hans. Þetta ákvæði var brotið af forsætisráðherranum á flest- um eða öllum kjörstöðum í kjördæmi hans. Á öllum kosn- ingabílum hans var borði með áletruninni: Kjósið Ólaf Thors. Það er ekki óglæsilegt fyrir þjóðina að hafa íorsætisráð- herra, sem á þennan og annan líkan hátt heldur lögin í heiðri. í boði hjá hershöíðingja Bandaríkjanna Hér birtist mynd, er tekin var af blaðamönnum í boði hjá C. H. Bonesteel, hershöfðingja Bandaríkjahersins á íslandi, þann 8. þ. m. Mennirnir á myndinni, talið frá vinstri, eru: Kristján Guðlaugsson, ritstj., Einar Olgeirsson, ritstj., Valtýr Stefánsson, ritstj., Colonel Jones, Benedikt S. Gröndal, blaða- maður, Arnaldur Jónsson, blaðamaður, C. H. Bonesteel, hers- höfðingi, Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri, fvar Guðmunds- son blaðamaður, Mr. Porter McKeever, blaðafulltrúi. Orrustan um Stalingrad geis- ar enn. Þjóðverjar vinna á hægt og bítandi og hafa m. a. náð allstóru landsvæði meðfram Volgu. Mikill hluti borgarinnar er þó enn á valdi Rússa og vörn þeirra e þar enn hin harðvítug- asta. Það er því enn ekki séð, hvort þeir verða hraktir þaðan fyrir veturinn. í Kákasus heldur styrjpldin áfram, án stórbreytinga. Þjóð- verjar vinna hægt á, en engu þýðingarmeiri sigra hafa þeir unnið þar um alllangt skeið. í ræðu, sem Hitler flutti ný- lega, gaf hann til kynna, að Stalingrad væri lokamark sum- arsóknarinnar hjá Þjóðverjum. Ummæli hans mátti helzt skilja á þann veg, að hann teldi Rússa sama og úr leik eftir að Stal- ingrad væri fallin og samband- ið milli suðurherja og norður- herja Rússa rofið. En víða annars staðar er þetta mjög dregið í efa, m. a. í tyrkneskum blöðum. Þau varpa fram þeirri spurningu, hvort það megi ekki raunverulega teljast ósigur hjá Þjóðverjum, ef þeir ná ekki meiri árangri af sumarsókninni en að taka Stal- ingrad. Þeir verði þá að búa sig undir nýtt. vetrarstríð og nýja sumarsókn í Rússlandi. En á meðan eflast óvinir þéirra í vestri jafnt og þétt. Hefja Rússar sókn i vetur, líkt og seinasta vetur, ef árang- urinn af sumarsókn Þjóðverja verður ekki öllu meiri en þegar er orðið? Þetta er spurning, sem allmikið er nú rædd í erlendum blöðum. Ýmsir telja að varaliðið, sem Vorosiloff marskálkur hafi verið að æfa, sé enn ekki komið til sögunnar. Rússar ætli sér að beita þessu liði í vetrarsókn. Aðrir telja vetrarsókn hjá Rússum ólíklega. Þjóðverjar hafa nú miklu traustari varnar- línur en síðastl. vetur. Rúss- neski herinn hefir goldið mikið afhroð síðan þá. Skortur á ýms- um nauðsynjum verður miklu tilfinnanlegri hjá Rússum í vet- ur en síðastl. vetur. í sumar hafa þeir misst sum frjósöm- ustu landbúnaðarhéruðin. Vetr- arsókn Rússa er því ekki senni- leg. Hins vegar má telja víst, að nábúar Rússa, Japanir, séu nú í miklum sóknarhug. Þeir hafa lagt innrás í Síberíu á hilluna. Það virðist .óhikað benda til þess, að Indland sé næsta tak- mark þeirra. Á sumrin blása þar stöðugir suðvestan vindar, sem torvelda hernaðaraðgerðir. Sá tími fer nú 1 hönd, að vindstað- an breytist og skapast þá betri sóknarskilyrði fyrir Japani. Þess vegna er ekki ólíklega til- getið, að brátt muni berast auk- in tíðindi frá þessum stöðum. Andstaða Indverja gegn Bret- um, er Japönum áreiðanlega aukin hvatning til að freista innrásar i Indland. Það þykir sýnt, að Japanir ætli að stjórna hinum her- numdu þjóðum hyggilegar en Þjóðverjar. Þeir veita þeim meira frjálsræði, enda eiga þeir ólíkt betri aðstöðu, þar sem þessar þjóðir voru undirokaðar áður og Japanir þurfa ekkl að veita þeim mikið frelsi til þess að geta sýnt þeim, að þær hafi verið leystar úr fjötrum. Það er harmsaga, sem þó verður að viðurkennast, að Japanir virð- ast hafa styrkt aðstöðu sína meðal hinna hernumdu þjóða með því að sýna þeim meiri til- litssemi á ýmsan hátt en þær voru vanar af fyrri húsbændum sínum. Sá áróður Japana, að þeir hafi frelsað þær undan oki hvíta mannsins, fær góðan hljómgrunn. Helzt munu þó Filippseyingar vera undantekn- ing í þessum efnum, en á Mal- ajaskaganum og í Burma, þar sem Bretar réðu, virðast íbú- arnir frekar orðið fylgja Japön- um en Bandamönnum að mál- um. . I A Salomonseyjum virðist draga til stórtíðinda. Japanir hafa sent mikinn flota til Guadal- canaleyjarinnar, þar sem er bezti flugvöllur eyjanna. Hafa þeir sett þar lið á land, en ekki hefir enn komið til landbardaga milli þess og Bandaríkjamanna. Hvernig líður ióiki í Danmörku? Ummæli Christmas-Möllers. (Grein þessi er úr danska blaðinu Frit Danmark, 30. júlí s.l., en það er gefið út í Lun- dúnum.) Ég hefi oft verið spurður að þvi, hvort fólk ætti við hungur og kulda að búa í Danmörku. Því má svara ákveðið neit- andi. Fátæklingar eiga jafnan því erfiðara, sem dýrtíð er meiri, en það er gert mikið tll þess að létta undir með þeim, sem verst eru settir. Fólk, með miðlungs- tekjur kemst af, svo að það getur borðað nægju sína, en fæðið er lélegra en áður. Smjör- og sykurskammtur er nægileg- ur, brauðið er I knappara lagi, einkum fyrir erflðismenn og drengi, sem eru að vaxa. Það fæst nóg af mat. Hitt er vafasamara, hvort tekjur fjöl- skyldunnar hrökkva fyrir út gjöidunum. Og því er haldið fram, að dagsfæði almennings hafi rýrnað um h. u. b. 10 hita einingar frá því, sem áður var, en þá vaf það líka yfirfljót anlegt. Enginn efi er á þvi, að al- menningur í Danmörku á við betri kjör að búa en í nokkru öðru landi, sem Þjóðverjar hafa þertekið. Eldsneyti er af skornum skammti. Hver fjölskylda í bæjunum fær að minnsta kosti 20 hektólítra af innfluttu elds- neyti á mánuði. Til sveita verð ur að komast af með heima- fengið eldsneyti (brenni og mó) þrátt fyrir frosthörkur I fyrra vetur, er varla ástæða til að segja, að fólk hafi liðið vegna kulda. En í þessu efni má búast við mun lakari afkomu í vetur. Gas verður skammtað, meðal ann- ars, og bendir það eindregið á erfiðleika Þjóðverja um fluttn inga og kolaframleiðslu. New York, 20. október — Finn ar hafa verið sviptir öllum að dráttarmöguleikum sínum, seg ir 1 frétt frá Helsinki, sem kom hingað frá Sviss í dag. Finnski iðnaðurinn hefir lamast vegna tjóns þess, sem Finnar hafa beðið og vegna þess að fleiri og fleiri menn konur og börn hafa verið köll uð til herþjónustu síðastliðið ár, segir í fréttinni. Skortur er á matvælum, og skófatnað e alls ekki hægt að fá. Leigubíl ar og vörubílar eru fyrirbrlgði fortíðarinnar. Fréttir frá Stokkhólmi herma, Á víðavangi „SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN BER í SÉR DAUÐAMEIN . . . Þetta er dómur Árna frá Múla, i síðasta blaði Þjóðólfs, um hið hrynjandi hús Sjálfstæðis- flokksins, sem hann bjargaði sér úr á elleftu stundu. Árni gerir „stjórnarbylting- inguna“ í Morgunblaðinu að umtalsefni, þegar nokkrir harð- hentir fésýslumenn hnoðuðu Valtý skinninu upp í horn og gerðu hann að pólitískum nið- ursetningi í sínu eigin blaði. Hér í blaðinu hefir áður ver- ið sagt greinilega frá „Morgun- blaðsplönum“ Sveins í Völundi. Sjálfstæðisblöðin hafa aldrei minnzt á þetta einu orði, en nú staðfestir Árni í Múla frásögn Tímans, enda má hann gleggst um vita. Kemst hann svo að orði í Þjóðólfsgrein sinni: „Sjálfstæðisfiokkurinn ber í sér dauðamein hverskonar ó- heilinda. Mörg undanfarin ár hefir verið mesti reipdráttur milli heildsalavaldsins annars vegar og útgerðarvaldsins hins vegar. Útgefendur Morg'unblaðs- ins hafa verið sáróánægðir með alla pólitík Ólafs Thors og Ja- kobs Möllers. Sveinn Sveinsson, sem er einarðlegur maður og talsvert íhlutunarsamur um starf flokksins, taldi sig hafa fengið aðstöðu til að beina mál- efnum hans til heilbrigðara horfs, eftir að " hann ásamt nokkrum öðrum valdamestu mönnum verzlunarstéttarinnar hafi náð fullum umráðum yfir Morgunblaðinu. Enginn hefir séð neinn árang- ur af þessum miklu áformum. Eigendurnir hafa daglega hitzt, ákaflega íbyggnir og haldið að þeir væru að rækja fyllstu þegnskaparskyldu sína við land og þjóð með því að nudda tím- unum saman um það, hvað málgagn þeirra væri lélegt.“ Þannig stangast heildsala- og útgerðarvaldið í Sjálfstæðis- flokknum. — Að öðru leyti er þar „stétt með stétt!“ EKKI ..KLOFNING“, \ HELDUR „GLIÐNUN.“ Vísir er ekki vel ánægður með heimilishætti á kærleiksheimili íhaldsins. Segir blaðið svo í for- ustugrein sinni í gær: „Þótt ekki sé um klofning að ræða, er augljóst, að alvarlega horf- ir, ef ekki verður á breyting til batnaðar á næstu árum. Flokk- urinn má ekki við fylgistapi hér í höfuðstaðnum, ef hann á að halda meirihluta og ráða sem fyrr mestu um stjórn bæjar- málefnanna". Loks huggar blaðið sig með því, að „takist vel til um flokks- stjórnina og verði öll sundur- þykkja niður kveðin“, þá muni flokkurinn ekki klofna. — Þetta er víst líka rétt hjá blaðinu. Sjálfstæðisflokkurinn er of inn- viðaveikur til að klofna, — hann gliðnar bara og koðnar niður smátt og smátt. S T Ö K U R . Bændur marga færa fórn, fárra gæða njóta. Ráðalaus er ríkisstjórn, reynir ei neitt til bóta. Á því kann hún engin skil, er það þjóðarhneisa. Skortir vit og vilja til vandamál að leysa. að Svíar hafi verið beðnir um a greiða ennþá meir fyrir flutn ingum þýzkra hermanna ur landið, ef til kæmi að Banda menn gerðu árás á Noreg. Brezka fréttastofan skýrí frá því, að greinina í blaðinu Stokkhólmi hafi Georg Brant ing, sonur fyrrv. forsætisráð herra skrifað. Branting sagc enn fremur, að „fyrirspurnl hafi komið frá vissum stöðum, (Framh. á 4. stöu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.