Tíminn - 22.10.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.10.1942, Blaðsíða 3
126. blað TÍMIM, fimiiitiidaginn 22. okt. 1942 499 Skíldinganesskólinn Á fundi skólanefndar Skild- inganesskólans þann 10. þ. m. var þetta samþykkt m. a. um skólahaldið í vetur: „Vegna þess að fyrirsjáanlegt þykir, að skólahúsnæði það, sem verið er að innrétta í Grímsby á Grímsstaðaholti fyrir byggð- irnar við Skerjafjörð, muni reynast ófullnægjandi, beinir skólanefnd því til bæjarstjórn- ar, að elzta árgangi skólans verði ætluð kennsla í Miðbæj - arbarnaskólanum í vetur. í því sambandi þykir skólanefnd til- hlýðilegt, að börnunum verði séð fyrir ókeypis fari ^með strætisvögnum, til skóla og frá. Jafnframt verði einum kennara skólans fengið starf við Mið- bæjarskólann. Að leggja til við bæjarstjórn, að börnum á svæðinu innan Þvervegs, Reykjavíkurvegar og Þorragötu, verði veitt ókeypis far með strætisvögnum úr og í skóla og jafnframt, að börnum 1 skólanum á Grímsstaðaholt- inu verði séð fyrir öruggu loft- varnarbyrgi.“ Þá endurtók skólanefndar- fundurinn áskorun um nauðsyn þess, að byggingu hins fyrirhug- aða skólahúss verði hraðað svo sem kostur er á. Deílan nm Aquacide (Framh. af 2. slðu) sléttum 1000 málum meira af síld á sólarhring en S. R. N,- verksmiðjan gerði i sumar og getur nú hver sem vill reiknað dœmið á enda og séð, hve miklu meira af síld S. R. N.-verksmiðj- an á Siglufirði hefði brœtt, ef hún hefði haft Aquacíde-vökv- ann. Við efumst ekki um, að J. G. muni fara enn einu sinni á stúf- ana og reyna að flækja petta mál með blekkjandi tölum og endalausu málþófi. Við styðjum því eindregið þá áskorun Par- manna- og fiskimannasambands íslands til ríkisstjórnarinnar, að skipuð verði nefnd dómbærra manna til að rannsaka rekstur Síldarverksmiðja ríkisins á síð- astliðnu sumri. Reykjavík, 5/10 1942 Þórður Þorhjarnarson Ingi Bjarnason fyndi að hagur hans byggðist á því, að hann ynni störf sín í annarra þágu vel og trúlega. VI. Nýjar vélar. í vesturbrún Vaðiaheiðar ligg- ur þjóðvegurinn framan í brattri brekku og fyllist oft af snjó. Þar hefir margur bíllinn strandað, og mörgu dagverki verið eytt 1 snjómokstur. í sum- ar var fengin amerísk vél, er ruddi úr brekkunni og breikk- aði veginn, svo að þessi farar- tálmi er úr sögunni. Reyndur vegastjóri segir vélina vinna á við tvö hundruð menn. Lengi hefir verið í ráði að ræsa fram Staðarbyggðar mýr- ar, neðan við Vaðlaheiði, en vantaði fé og mannafla. í sumar útvegaði Árni G. Eylands vél, sem er að sínu leyti eins stór- virk við skurðgröft og ruðnings- vélin í heiðarbrúninni. Báðar þessar vélar eru mjög ódýrar í rekstri. Hljótt hefir verið um vélar , þessar og vinnu þeirra. En ef til vill eru þetta mestu tíðindi sumarins. Ekkert bagar sveitirnar meir en vegleysið. Upphlaðinn, mal- borinn vegur heim að hverju býli, hefir verið takmark í óra- fjarlægð, og þó frumskilyrði þess að lifað verði nútíma lífi í sveitum. Hann mundi breyta „dreifbýli í þéttbýli“. Talið er að vélin á Staðarbyggð mundi, með fjórum mönnum, byggja undirlag elns kilómetra vegar á mánuði, eða 5 km. á sumri. Vinnur hún miklu meira en hundrað menn í slælegri tíma- vinnu. Ef sveitarmenn tækju síðan í ákvæðisvinnu að laga undirstöðu og malbera, þegar minnst væri að gera í sveitum, gætu vegirnir komið tífallt fyrr með jöfnum framlögum hins opinbera, ef þær vélar væru fengnar, er bezt henta. (Framh. á 4. síðu) Mark Twain ustu manna heimsins. Hér er getið ýmissa öreiga úr hópi fræg- Ert þú maður skuldugur? Helzt þér illa á fé? Sé sú raunin, getur þú huggazt látið við umhugsunina um það, að margir mik- ilhæfustu menn heimsins hafa reynzt harla ófengsælir á vett- vangi fjármálanna. Tökum Mark Twain sem dæmi. Hann var peim hæfileika gæddur, að hann gat látið gervallan heiminn hlæja — eða gráta. En þegar til þess kom að afla fjár, var hann hvorki mér né þér fremri. Hann tapaði nær hundrað þúsundum dollara á alls konar upp- finningum, svo sem gufuröfulum, sæsíma og ýmsum furðuvélum, sem áttu að valda þáttaskiptum í sögu prentlistarinnar. Það var aðeins ein uppfinning, sem hann taldi óráðlegt að verja fé í. Það var talsíminn. Þannig vísaði hann á bug tækifæri til þess að verða auðkýfingur. í þess stað réðist hann í það að stofna fyrirtæki með ættingja sínum. Það segir ekki af því, að hann tapaði aleigu sinni á skömmum tíma. Vinur hans, H. H. Rogers, forstjóri Standard olíufélagsins, bauðst til þess að greiða skuldir hans gegn fimmtíu centa vöxt- um á dollara, en Mark Twain mátti ekki heyra á það minnzt. Aðdáendur hans hófu þá almenn samskot, og ávísanir bárust brátt hvaðanæva að. En Mark Twain endursendi allar fjárupp- hæðir og kvaðst mundu greiða skuldir sínar sjálfur. Hann hafði vanþóknun á því að halda fyrirlestra. Þó tókst hann för á hend- ur um viða veröld, hélt fyrirlestra og bjó í gistihúsum og þjáð- ist af heimþrá og leiðindum. Hann varði sex árum ævi sinnar til þess að greiða skuldir sínar en tókst það þó að lokum. Grant hershöfðingi bar Lee ofurliði, vann borgarastyrjöidina og varð forseti Bandaríkjanna. En á fjármálasviöinu var hann engan veginn eins skeleggur. Síðustu ár ævi hans komust tveir svikarar í kynni við hann og fengu hann til þess að ganga í félag við þá í fjáröflunarskyni. Menn þessir notuðu nafn Grants á miður viðurkvæmilegan hátt. Þeim auðnaðist áð hafa fé af þjóð- inni, er nam sextán miljónum dollara. Þegar hrunið kom og Grant hugðist að greiða skuldir sínar, varð hann að láta af hendi óðalssetur sitt, hús sín í Philadelphíu og New York og jafnvel sverðin og heiðursmerkin, sem harin hafði hlotið. Hann var blásnauður maður og var að bana kominn af völdum krabbameins. Hann gerði sér það ljóst, að ekkja hans myndi éiga við örbirgð að búa. Hann ákvað því að skrifa endurminningar sínar til þess að firra hana því hlutskipti. Hann las fyrir, unz krabbinn í-hálsi hans varnaði honum máls. Þö lauk hann við bókina, þrátt fyrir óbærilegar þjáningar. Síðustu kaflana ritaði hann með blýanti og lauk þeim þrem dögum fyrir andlátið. Mark Twain gaf bókina út og greiddi ekkju Grants nær hálfa miljón dollara fyrir útgáfuréttinn. Daniel Webster var einhverju sinni lögsóttur fyrir þá sök, að hann átti ógoldinn reikning frá slátraraverzlun nokkurri. Oliver Goldsmith, hinum frábæra skáldsagnahöfundi, er ritaði Aðstoðarprestinn i Wakefield, var einhverju sinni varpað í fangelsi, sökum þess að hann gat ekki greitt húsaleiguna. Balzac, hinn frábæri franski skáldsagnahöfundur, var svo auðugur, að honum var jafnan óljúft að fara til dyra. Charles annar Englandskonungur var svo skuldugur, að hann seldi William Penn allt það landrými, sem nú er ríkið Pennsyl- vanía, fyrir aðeins sjötíu og fimm dollara. Ekkja Abrahams Lincolns varð svo mjög skuldum vafin, að hún neyddist til þess að selja kjóla sína, loðfeldi og skartgripi. Er hún hafði flutt úr Hvíta húsinu, var hag hennar þannig kom- ið, að hún varð jafnvel að selja skyrtur hins látna eiginmanns síns, en fangamark hans var saumað í þær. Whistler, einhver mesti málari Vesturheims, tók fé óspart að láni og veðsetti myndir sínar til þess að greiða skuldir sínar. Þegar skuldheimtumaður hans færði brott stól eða rekkju Whist- lers, málaði Whistler mynd af stólnum eða rekkjunni á gólfið — og lét við það sitja. Þegar fulltrúi lögmanns kom til þess að taka hús Whistlers lögtaki, fékk Whistler hann til þess að klæð- ast sem þjón og bera te á borð fyrir sig og vini sína. Beau Brummel drottnaði í samkvæmislífi Englands fyrir meira en öld. En í fjármálum var hann miður sín. Hann lagði ríkisarf- anum af Wales ráð um klæðaburð hans, en hann gat ekki kennt sjálfum sér að segja skilið við veðreiðarhesta og spil. Þegar skuldheimtumennirnir börðu að dyrum, faldi Beau Brummel sig oft í klæðaskápnum. Þar kom að lokum, að hann var tekinn hönd- um og hnepptur í varðhald fyrir skuldir. Maður þessi, sem einu sinni hafði verið mestur tízkuherra heimsins og er enn í dag talinn tákn glæsileiks og viðhafnar í klæðaburði, varð að lokum svo snauður, að hann bar tötra og varð að þola hæðnisorð þeirra, er höfðu dáð hann fyrrum. Hann lét bugast og lézt að lokum á geðveikrahæli. Þegar Abraham Lincoin var ungur maður, stofnaði hann ný- lenduvöruverzlun i félagi við drykkjurút nokkurn. Verzlunin varð gjaldþrota. Drykkjurúturinn lézt og lét Lincoln eftir að greiða skuldirnar. Lincoln hefði getað komizt hjá því að greiða skuldir þessar. En það var honum eigi að skapi. Hann sparaði fé og neitaði sér um allt nema brýnustu nauðþur^tir, um ellefu ára skeið, unz hann hafði greitt skuldunautum sínum allt það, sem þeim bar. Sókrates er í tölu hinna mestu vitringa, sem veraldarsagan greinir frá. Þó var hann svo snauður maður, að hann varð oft að fá málsverð að láni, ef hann átti eigi að svelta. Þegar Sókrates lá banaleguna, minntist hann þess, að hann hafði fengið kjúkling að láni og átti hann ógoldinn. Síðustu orðin, sem Sókrates mælti, voru þau, að hann bað einn vina sinna að greiða fyrir sig skuld þessa. Dvöl DragiS ekki lengur aS gerast áskrifendur aS Dvöl, þessu sérstæða timariti i íslenzkum bókmenntum. - Ykkur mun þykja vænt um Dvöl, og því vænna um hana sem þiS kynnizt henni betur. . Egill Signrgcirsson hæstarétta málaflutningsmaður Austurstræti 3 — Reykjavík Vtttntð ötullega fgrir Títnann. Samband ísl. satnvinnufélaga. Bréfaskóli S. í. S. er skóli yðar, sem at- vinnu vegna getið eigi sótt aðra skóla. Gerið tómstundirnar ánægjulegar og arð- bærar með því að verja þeim til þess að auka kunnáttu yðar. Leitið upplýsinga hjá Bréfaskólanum, Sambandshúsinu, Reykjavík. immmmm*mfímmv*immmmmmmmmfímmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm : Skinnaverksmiðjan ÍÐUNN framleiðir fjölmargar tcguudir af skóm á karla, konur og börn. Viniiur cnnfrcmur úr Iiúðum, skinn- um og gærum margskonar leöurvörur, s. s. leður til skógerðar, fataskinn, hanzkaskinn, töskuskinn, loð- sútaðar gærur o. m. fl. Skinnavcrksmiðjan Iðunn, er húin nýjustu og full- komnustu tækjum, og hefir á að skipa hóp áf fag- lærðum möimum, sem þegar hafa sýnt, að þeir eru færir um að keppa við útlenda framleiðslu á þessu sviði. i IÐUNNARV0RUR fást hjá kaupfélögum um allt land ogf mörgum kaupmönnum. Iðunnarvörur eru smekklegar, haldgódar, ódýrar Aotið IIUIWAK vöriii* NA? SKOR Kaupendur Tímans utan Rcykjavíkur eru minntir á, að gjalddagi 26. árgangs var 1. júlí síðastl. Eru þcir því vinsamlega bcðnir að greiða ársgjaldlð, kr. 15.00, sem fyrst, til inn- heimtumanns blaðsins, cða beint til afgreiðsl- unnar, Lindargötu 9A, Reykjavik. Gleymið ekki að borga Tímann. jimwwwwipnnmnwmmrr/mmmmwg. heildsölubirgðir: f ÁRNIJÓNSSON | REYKJAVÍK S itt\H Vinnið ötullega fgrir Tímann. Hvammstanga DILKAKJ0T nýslátrað, selt í dag. ©T-l'V, ' Getum saltað í nokkrar tunnur. Frystihúsið Herðubreið Sími 2678.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.