Tíminn - 22.10.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.10.1942, Blaðsíða 2
498 TtMlNN, fimmtndagiim 22. okt. 1942 126. blað 'gímirm Fimmtudan 22, oht. Þrjár stelnur Styrjöldin, sem nú geisar um heim allan, er ávöxtur síngirni og samkeppni. Stefna sam- keppninnar hefir ráðiö mestu um sambúðarhætti einstaklinga og þjóða. Hún hefir kennt þjóð- um og einstaklingum að hugsa fyrst og fremst um sig og hags- muni sína. Ávextirnir eru ó- samlyndi, skipulagsleysi, mis- rétti, öngþveiti. Hámarkinu er náð í styrjöldinni. Augu langflestra þeirra, sem áður dýrkuðu samkeppnina, hafa líka opnazt fyrir göllum hennar. Langflestir afneita þeir henni, bæði í orði og' á borði. Aðeins stórgróðamenn og iðjuhöldar halda enn tryggð við hana. Það gera hagsmunir þeirra. En þótt áhrif þeirra séu enn mikil, er ólíklegt að þeim takist að láta samkeppnisstefn- una móta sambúðarhætti ein- staklinga og þjóða í framtíð- inni. En hver verður þá stefna hins nýja tíma? Verður það kannske sósíalisminn? Sósíalisminn verður ekki framkvæmdur, nema með of- ríki og kúgun. Framkvæmd hans myndi valda slíkri andúð og óánægju, a. m. k. fyrst í stað, að hann myndi ekki komast gegnum eldraun neinna kosn- inga. Þetta gerðu líka fyrstu lærifeður sósíalismans sér ljóst og sögðu hreinlega, að sósíal- isminn yrði ekki framkvæmd- ur, nema með byltingu. S^ðan hafa nokkrir skýjaglópar reynt að afbaka kenningar þeirra og blekkt með þeim möguleika, að sósíalisminn yrði framkvæmd- ur á lýðræðislegan hátt. En þeir hafa hvergi sýnt það í verki og munu aldrei gera það, því að sósíalisminn verður ekki fram- kvæmdur, nema með aðferð Marxs og Lenins. Sósíalisminn kostar því afnám þeirra dýr- mætu réttinda, sem nú er barizt fyrir, skoðanafrelsisins og mál- frelsisins. Hann myndi jafn- framt gera þá, sem nú er at- vinnulega sjálfstæðir, að þjón- um ríkisvaldsins. Þótt benda megi á ýmsa kosti hans, eru ó- kostir hans hins vegar svo mikl- ir, að þeir, sem unna frelsi og vilja vera sjálfum sér ráðandi, geta ekki á hann fallizt Sköpun nýrra og betri sam- búðarhátta er líka vissulega fyrir hendi, þótt sósíalismanum sé hafnað. í fjölmörgum grein- um, sem nú birtast í amerísk- um og enskum blöðum og tíma- ritum, kemur einmitt glögglega fram, að nú er að skapast milli- stefna, sem þræðir milli öfga samkeppninnar og sósíalismans og er líkleg til að verða mikils eða mestu ráðandi eftir styrj- öldina. Boðskapur þessarar stefnu er sá, að auðnum verði að jafna og tryggja beri öllum atvinnu og efnalegt sjálfstæði. Þetta verður ekki gert, nema með víðtækari íhlutun og að- haldi ríkisvaldsins. Sambúðarhættir þessarar nýju stefnu miðast við það, að ríkisvaldið fái íhlutunarrétt innan þeirra takmarka, að það dragi ekki úr eðlilegum sjálfs- bjargarhvötum þegnanna, og einstaklingum fái athafna- frelsi innan þeirra takmarka, að hann gangi ekki á rétt ann- arra. Þannig er siglt framhjá því skeri sósíalismans, að rlkis- valdið verði almáttugt á kostn- að þegnanna, og því skeri sam- keppninnar, að ríkisvaldið verði of veikt til að hindra uppvöðslu- semi vissra einstaklinga, sem skapa misrétti og öngþveiti með framferði sínu. Þetta verður stefna hins nýja tíma. Henni vex nú óðfluga fylgi í enskumælandi löndum. Mesti áhrifamaður þeirra þjóða, Roosevelt forseti, er ákveðinn talsmaður hennar. Hér heima mun þessi stefna einnig setja mark sitt á stjórn- málabaráttu næstu ára. Hún er í fullu samræmi við baráttu Framsóknarflokksins. Hann mun því verða merkisberi hennar hér á landi. Stefnurnar, sem eigast við Deilan um Aquacide vökvann Svar til Jóns Gunnarssonar framkvæmdastjóra Það er auðsætt, eftir lestur | hinnar 9 dálka löngu greinar J. G. í Tímanum frá 29. sept.,1 að hann er bæði illur og hrelld- } ur eftir svargrein okkar í Vísi fá 16. sept., því að i grein J. G. úir og grúir af dylgjum og meið - andi ummælum í okkar garð, sem við höfum neyðst til að stefna honum fyrir. J. G. telur okkur starfsmenn Aquacide-skrifstofunnar og á- lítur afskipti okkar af Aqua- cidemálinu illa geta samrýmst starfi okkar hjá Fiskifélaginu. Nú má mönnum vera ljóst, að starfssvið okkar er fyrst og fremst að fylgjast með nýjung- um á sviði sjávariðnaðarins og greiða fyrir hagnýtingu þeirra með rannsóknum okkar og leiðbeiningum. |Ivað leiðbein- ingum okkar og rannsóknum viðvíkur í sambandi við hag- nýtingu Aquacidevökvans, telj- um við, að við höfum aðeins gert skyldu okkar og séum síð- ur en svo ámælisverðir fyrir að hafa greitt fyrir því, að nýjung þessi verði tekin upp í íslenzk- um síldariðnaði. Nýjung, sem á- reiðanlega á eftir að gefa þjóð- arbúi okkar miljónir króna. Okkur er spurn, hvort J. G. þefi einhvern skyldleika af rök- studdum ummælum okkar um gagnsemi Aquacide-vökvans og hinum einhliða meðmælum hans með Californiupressunni, en J. G. er nú að útvega nokkr- ar pressur af þessari gerð bæði fyrir Ríkisverksmiðjurnar og einkaverksmiðjur. Okkur er spurn, hvort J. G. telji sig starfsmann California Press Manufacturing Company, vegna þessara útréttinga? J. G. virð- ist tamt að álíta, að ekki sé hægt að vinna að hagnýtingu erlendra nýjunga, án þess að gerast um leið starfsmaður hinna erlendu eigenda, en þar erum við á annarri skoðun. J. G. eyðir miklu rúmi í grein hér á landi á næstunni, verða því þrjár: Samkeppnisstefnan, sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyr- ir. Sósíalisminn, sem Sósíalista- flokkurinn berst fyrir. Millistefnan, sem Framsókn- arflokkurinn berst fyrir. Reynslan mun sanna, að millistefnan verður hin sigrandi stefna, bæði hér og annars staðar í heiminum. Þ. Þ. sinni um 20% umboðslaunin, | sem hann raunar hefir nú fært niður í um 13%. En þrátt fyrir það getur hann ekki slitið sig frá þessu hugðarefni sínu, um- boðslaununum. Eða gerir. hann það til þess, að minna rúm verði til þess að ræða um önn- ur 20%, þ. e. 20% afkastaaukn- inguna, er Aquacide-vökvinn hefði átt að skila Ríkisverk- smiðjunum í sumar. Það má vel kalla okkur for- mælendur Aquacidevökvans, og er J. G. fyrir að þakka, að við höfum rætt mál þetta í dag- blöðunum. J. G. hefir fjandskapast á móti Aquacidevökvanum síðan árið 1941. Er það tilviljun, að herferð hans gegn vökvanum hefst sama árið og „nýjung- inni“ um varapressu, — er Hjalteyrarverksmiðjan hefir notað síðan 1938, — skaut upp í hqfði hans. Það er leiðinleg ályktunarvilla, ef J. G. heldur, að Aquacidevökvinn sé í harð- vítugri samkeppni við vara- pressur eða jafnvel Californiu- pressuna. Hvoru tveggja ný- mælin hafa verið notuð jöfnum höndum með ágætum árangri í Hjalteyrarverksmiðjunni, svo að það er ástæðulaus ótti hjá J. G., ef hann heldur' að Aqua- cidevökvinn tefji meir en orðið er hinar hægfara framkvæmd- ir hans á útvegun varapressanna í Síldarverksmiðjur ríkisins. Við undirritaðir höfuð alltaf talið sjálfsagt að nota vara- pressur í verksmiðjum, þótt við kæmum því ekki að í hinu stutta viðtali okkar við Vísi i sumar, er eingöngu fjallaði um Aquacidevökvann. Við minnt- umst heldur ekki, í þessu stutta blaðaviðtali, á aðra möguleika til þess að halda uppi afköst- um í síldarverksmiðjum, eins og t. d. kælingu síldar, en ekki á- telur J. G. okkur fyrir að gleyma kælingunni. En varapressan virðist vera tilfinningamál J. G., og hann telur okkur á „flótta". Er það vegna þess, að við minnumst ekki á þessa nýj- ung, sem hann vill tileinka sér? En hvað sem þessari „nýjung“ líður, þá eru varapressurnar, sem ennþá eru ekki komnar til landsins, léleg afsökun fyrir því að J. G. aflaði Ríkisverksmiðj - unum ekki Aquaciedvökva fyr- ir síðastliðna síldarvertíð. Við útreiknlnga sína á af- köstum síldarverksmiðjanna 1 sumar, styðst J. G. við skýrslur, sem birtar voru yfir afköst þeirra í janúarhefti Ægis frá yfirstandandi ári. Við undir- ritaðir vefengdum þessar skýrslur og birtum í Vísisgrein okkar leiðréttingar frá forráða- mönnum Hjalteyrarverksmiðj- unnar og Rauðku á afköstum þessara verksmiðja, eins og þau eru talin í Ægisskýrslunum. Þetta heitir á máli J. G., að við breytum opinberum skýrslum til þess að geta fengið afköst einkaverksmiðjanna í sumar há, miðað við full afköst þeirra. Hér fer J. G. vísvitandi með ó- sannindi, en ef til vill þykir honum heppilegra að beina þessari aðdróttun til okkar, en að rengja þá Richard Thors og Snorra Stefánsson, sem gerðu þessar leiðréttingar. Við höfum engum tölum breytt, en lítum hins vegar þannig á, að áður nefndar verksmiðjur eigi heit- ingu á, að fá leiðréttar rangar tölur, sem birtar hafa verið um afköst þeirra, jafnvel þótt í op- inberu riti sé. En fyrst J. G. er sannfærður um sannleiksgildi Ægistaln- anna, hví minnist hann þá ekki á hinn ágæta árangur, sem Dagverðareyrarverksmiðj an náði í sumar, séu afköst hennar miðuð við það, er hinar opin- beru skýrslur telja full afköst þeirrar verksmiðju. í Ægi eru full afköst Dagverðareyrar- verksmiðjunnar talin 100 mál á sólarhring. í sumar bræddi þessi verksmíðja hins yegar 1700 mál að meðaltali á sólar- hring, og hefir hún því unnið með 154% meðal-afköstum mið- að við full afköst. Er lítt skilj- anlegt hvers vegna J. G. minn- ist ekki á þetta, því hér er að finna þau beztu meðmæli með Californiupressunum, sem enn- þá hafa verið borin fram, þar sem þessi pressutegund er á Dagverðareyri. Eða efast J. G. um sannleiksgildi Ægistaln- anna hvað snertir umrædda verksmiðju? Þessi útreikningur á afköst- um Dagverðareyarverksmiðj - unnar stingur illa í stúf við það, sem J. G. sjálfur hefir birt um afköstín á Dagverðareyri, en hann telur að þar hafi meðal afköstin ekki farið fram úr 76% miðað við full afköst. Getur nú J. G. átt það við sjálfan sig, hvort hann vill heldur trúa hinum opinberu skýrslum eða sínum eigin útreikningum. J. G. telur bersýnílega, að ekki beri að reikna með af- kastaaukningum, sem gerðar eru á Ríkisverksmiðjunum fyr en búið er að birta þær í opin- berum skýslum, því að öðruvísi er ekki hægt að skilja tregðu hans til að reikna pressunni, sem sett var í S. R. N. verk- smiðjuna í vor, nokkur afköst. í Ægistölunum eru því miður margar skekkjur, enda var upp- runalega stofnað til þeirra til fróðleiks fyrir þá, sem vildu fylgjast með þróun verksmiðj- anna, en það hafði enginn lát- ið sér til hugar koma, að tölum þessum yrði misbeitt á þann hátt, sem J. G. leyfir sér. En J. G. getur reitt sig á það, að Æg- istölurnar verða teknar til gagngerðrar endurskoðunar áð- ur en næsta áramótagrein kem- ur út, og ættu þær því ekki framar að verða honum að fóta- kefli. Við höfum gert okkur far um að komast að hinu sanna um afkastagetu þeirra verksmiðja, sem J. G. fjallar um í saman- burði sínum. Heimildir okkar eru í öllum tilfellum frá forráða- mönnum verksmiðjanna og eru þær því ólíkt betri en heimildir J. G„ því að honum láðist að leita til þessara manna. Ric- hard Thors hefir lýst því yfir, að Hjalteyrarverksmiðjan sé 4800 mála verksmiðja með eina varapressu og Snorri Stefáns- son segir, að full afköst Rauðku séu ekki nema 800—880 mál á sólarhring. J. G. kýs að ganga fram hjá þessum yfirlýsingum og telúr full afköst þessara verk- smiðja eftir sem áður 7200 mál og 1000 mál. Jafnframt hamrar hann á því, að S. R. N. verk- smiðjan á Siglufirði, sé ekki nema 4800 mála verksmiðja og geti ekki haft hærri meðalaf- köst. Við höfum áður fullyrt, að J. G. segði rangt frá um full afköst S. R. N.-verksmiðjunn- ar. Þessa staðhæfingu okkar byggðum við á því, að S. R. N. og Hjalteyrarverksmiðjan eru fyllilega sambærilegar, en eig- endur Hjalteyrarverksmiðjunnar telja full afköst hennar 5500— 5600 mál. Við spurðum Finn Jónsson al- þingismann, sem er í stjórn Ríkisverksmiðjanna, að því, hvort honum væri kunnugt um, að S. R. N.-verksmiðjan hafi einhvern tíma á vinnslutíman- um í sumar unnið meíra en þessi 4800 mál á sólarhring, sem J. G. telur full afköst hennar. Finnur Jónsson svaraði þess- ari fyrirspurn á þá leið, að'hann vildi ekki að óreyndu rengja framkvæmdastjórann um það, að hann segði rétt frá um af- köst verksmiðjanna, en hins- vegar væri sér kunnugt um, að S. R. N.-verksmiðjan hefði vik- una 3/8.—9/8. s. I. hrœtt að með- altali 6100 mál á sólarhring, þrátt fyrir það, að framkvœmda- stjóri teldi ekki full afköst nema 4800 mál. Það er athyglisvert að bera þessi ummæli F. J. saman við það, sem J. G. segir í aukablaði Tímans frá 29. sept. um afkasta- getu S. R. N.-verksmiðjunnar. Birtum vér hér nokkur af um- mælunum, lesendum til fróð- leiks. J. G. segir: „S. R. N.-verksmiðjan hefir alltaf, síðan hún var stækkuð 1938, verið talin 4800 mála verk- smiðja eins og Djúpavíkurverk- smiðjan, en hana vantar bæði raforku, gufu o. s. frv., til þess að hafa hærri meðalafköst. Varapressan, sem síðastliðið vor var sett í verksmiðjuna, var sett' þar svo að hægt væri að halda verksmiðjunni i 4800 mála af- köstum og hefir því þessi verk- smiðja aldrei verið talin nema 4800 mála verksmiðja, hvorki undan eða eftir að varapressan var sett upp.“ Manni verður á að spyrja, hvaðan J. G. hafi komið öll sú „raforka, gufa, o. s. v. frv“, sem þurfti til þess að halda S. R. N,- verksmiðjunni 1 6100 mála með- alafköstum á sólarhring í heila viku, eða nær fimmta hluta vinnslutímans. Hér er ekki um að villast. J. G. fór með stað- leysur, þegar hann segir, að varapressan, sem sett var á S. R. N.-verksmiðjuna í vor hafi ekki aukið afköst hennar. Við fullyrðum, að verksmíðja, sem heldur í heila viku 6100 mála af- köstum við brœðslu jafn feitr- ar sildar og veiddist i sumar, sé meira en 4800 mála verksmiðja. Við höfum einnig spurt eig- endur Hjalteyrarverksmiðjunn- ar, hver hafi verið hæztu meðal- afköst verksmiðjunnar í heila viku í sumar. Svarið, sem við fengum, var á þá leið, að Hjalt- eyrarverksmiðjan hefði aldrei í heila viku samfleytt náð full- um 6200 mála meðalafköstum á sólarhring. Meiru gat verk- smiðjan ekki annað, því að þá stóð á þurrkurum hennar. Hér þarf því ekki fleiri orða- lengingar. verksmiðjur þessar eru jafn stórar og munum við hér eftir telja þær báðar 5600 mála verksmiðjur. Það gerði gæfumunin hjá þessum verksmiðjum, að Hjalt- eyrarverksmiðjan greip til Aqua- cide-vökvans, þegar afköst hennar féll niður fyrir það, sem stjórnendur hennar vildu hafa þau, en S. N. R.-verksmiðjan hafði veiðibönnin ein við að styðjast. Niðurstaðan eftir sum- aríð er líka sú, að þann tíma, sem Hjalteyrarverksmiðjan notaði Aquacide-vökvann, vann hún úr (Framh. i 3. HOuJ Pistlar að norðan Viuna og vélar I. Haust. Haustið líður með öllum þeim veðrum, sem svartsýnn maður getur vænzt: Hríðar, krapaveð- ur, helliregn og ofviðri, élja- garri og grimmdarfrost hafa skipzt á við hita, sólskin og mildan sunnanblæ. í öllum þessum veðrum verða bændur og húsfreyjur að vinna þau störf, sem ekki verður frestað. Hversu sem viðrar, verðum við að vernda heyin, halda við hús- um, fara í göngur og fjárleitir, taka upp úr görðum o. s. frv. Húsfreyjan hefir ekki minna starf, að búa vetrarforða búsins til geymslu, laga föt eftir sum- arið o. fl. Oft eru synir eða dæt- ur í heimanbúnaði. Vinnutím- inn verður að vera langur stundum, oft unnið svo sem kraftarnir leyfa og sofið sem minnst. Á hverju kvöldi heyrum við í útvarpinu, að fullnægt er kröf- um annarra stétta um hækk- andi laun og minnkandi vinnu, átta stunda vinnudag, kaup fyrir vinnustundir, sem ekki eru unnar, og frí með fullu kaupi. II. Taflið. Þrátt fyrir þetta öfundum við ekki verkamennina. Vinnan er góðum bónda engin áþján, held- ur hin mesta sæla. Fullhraust- ur „iðjuleysingi“ leitast jafnan við að skapa sér örðugleika og sigrast á þeim. í þessu eru nær allir leikir fólgnir, taflið, spilin, íþróttir, skemmtiferðir og hvað annað. En allt þetta er fánýt gervigleði hjá hinni djúptæku ánægju, sem sjálft tafl lífsins veitir. Allir, sem tefla eða spila, hafa mesta ánægju af því tafl- inu, þar sem mest er undir lagt. Vinna bóndans er tafl lífsins sjálfs. Þar er allt í húfi. Þess vegna verður honum erfiðið leikur sem aldrei er leiðigjarn. Þessa yndis erfiðisins njóta þeir einir, sem ekki er stjórnað við vinnu sína og bera fulla á- byrgð verka sinna. Vinna hvert handtak með umhyggju þess að fullur árangur náist. Þá verður vinnan sjálf leikur, æðstu laun- in eigi krónur, heldur ánægja yfir unnu tafli, lok vinnudags- ins því aðeins kærkomin, að vel hafi unnizt. III. Ungmennafélög. Eftir aldamótin var æskan djúpt snortin eldi nýrra hug- sjóna. Þjóðinni skyldi lyft úr mið- aldadvala og rökkri í dagsbirtu nútíma menningar. Þessi hreyf- ing fékk fastast form í ung- mennafélögunum. Starf þeirra er táknrænt. Stefna þeirra var að gera háar kröfur til sjálfra sin, en litlar til annarra. Með sjálfsafneitun vörðust ung- mennafélagar nautnasýki, unnu stórvirki í félögum sínum á sunnudögum og kvöldum eftir langan vinnudag. Margur varði frístundum sér til menningar i einhverri grein, svo hann varð fullur jafnoki hinna, sem fóru formlega og faglega skólabraut. Þessi andi, sem ríkti í ung- mennafélögunum, vakti og fjölda til starfa, sem utan við þau stóðu. Æska aldamótanna er nú orðin roskin og lúin, margir fallnir um aldur fram, frá hálfum eða heilum sigri. En hún skilur eftir meira dagsverk í alls konar framförum.atvinnu- vegum og efnahag, byggingum, nýjum fyrirtækjum og hvers konar menningu en nokkur önnur. Allt þetta vannst með þeim eljanþrótti æskunnar, sem hvorki spurði um launa- hæð eða lengd vinnudags, held- ur fann f erfiðinu fyrir hug- sjón sinni æðstu gleði, og mat þau launin mest að ná því verk- marki, er hún setti sér sjálf. IV. „Sellur“. Nú er kommúnisminn með sellur sínar einna fjölþreifnast- ur um hugarfar æskunnar, og hefir áhrif á margt ungmennið, sem ekki játar trú hans. Okkur eldri mönnum finnst skipta mjög 1 tvö horn um verklúnd hinna ungu við það, sem áður var. Óbeit á vinnu, flóttinn frá erfiðinu að léttum, ábyrgðar- lausum störfum, fer hraðvax- andi. Þarna eiga ísl. kommún- istar sinn þátt með öðrum, með einhliða baráttu fyrir styttum vinnudegi, léttari vinnu, hærri launum. Frá fyrirliðunum hljóma allt of aumlegar kvart- anir fyrir hönd þeirra, er vinna, eins og vinnan sjálf sé áþján og kvöl. Ég veit, að margt er vel og margt illa farið um störf Lenins og Stalins. Eitt hið merkilegasta, sem heyrzt hefir frá Rússlandi, er um Stakhon- ow-hreyfinguna til aukinna vinnuafkasta. Sú hreyfing hefir meir en flest annað, hjálpað varnarþrótti Rússa, ekki aðeins með aukinni framleiðslu, held- ur öllu framar með uppeldis- mætti sinum, sem knýr hvern mann til þess að leggja alla hæfileika og þrótt í hvert starf. En um slíkt er ekki talað í kommúnistiskum bókmenntum á íslandi. V. Vinnutími eða vinnu- afköst. Það er að orði haft, að illa sé unnið í opinberi vinnu og hjá setuliðinu. Ég veit dæmi um röska pilta, sem slæpast í tíma- vinnu við vegagerð og vinna þar af barnalegri óhagsýni og á- hugaleysi, af því arinar ber á- byrgð á verki þeirra. í ákvæðis- vinnu lék þessum sömu piltum verk í höndum, þar var um- ræðuefnið helzt, hversu hagan- legast yrði unnið, mest afköst með minnstu erfiði. Kappið var helzt um það hver bezt ynni, yrði drýgstur að afla flokknum tekna. Ekki olli þessari breyt- ingu ágirnd drengjanna heldur heilbrigður metnaður. í tíma- vinnunni urðu piltarnir minni menn af því þeir dróu af sér. Við ákvæðisvinnuna urðu þeir menn að meiri, óx þróttur og mannlund. Áhugaleysi hinna ábyrgðar- lausu ungu verkamanna er al- heimta daglaun fyrir hverja vinnustund að kvöldi, er þjóð- arböl. Það skapar lítil vinnuaf- köst, það gerir æskumennina að litlum körlum og minnkandi, þegar enginn áhugi fylgir vinn- unni, hverfur vinnugleðin, þá leitar æskan sér gleði í nautn- um og leikum. Sveitastörfin veita fulla ábyrgð, allt frá þvi barnið fer fyrst að snúast við skepnur, þar til öldungarnir prjóna hinzta sokkinn. Tíminn við verkið er ekki metinn til verðs, heldur afköstin. Efalaust hefir hin frjálsa, ábyrgðarmikla sveitavinna meiri uppeldismátt en löng skólaganga með iðju- leysi, eða ábyrgðarlausum störf- um í öllum fríum. Alls staðar þar sem unnt er, ætti að borga fyrir vínnuafköst en ekki vinnutíma. Vegamenn ættu að vinna fyrir ákvæðis- verð, hafnarmenn að fá vlst fyrir tonnið, sjómenn ráðnir upp á hlut, verksmiðjufólk upp á arð o. s. frv. Allir mundu hafa hugann viff verkiff. Það yrði þeirra verk. Verkleiðindin, flóttinnfrá erfiðinu, hyrfi. Eft- irsókn skemmtana og nautna minnkaði. Uppeldi við störf kauptúnanna yrði jafngilt og við sveitastörfin, ef hver maður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.