Tíminn - 05.11.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.11.1942, Blaðsíða 3
132. blað TÍMIM, fimmtudaginn 5. nóv. 1942 523 Þorsteinn Þorsteinsson hreppstjóri, Daðastöðum Á svölum októberdegi, nú fyr- ir þrem vikum, frétti ég lát Þor- steins Þorsteinssonar á Daða- stöðum í Núpasveit. Ég minnt- ist þess þá, er við skildum síð- ast, og nokkuð dapurlega, því að hann var þá sjúkur maður, þótt eigi yrði af fjörtjón í það sinn. En jafnframt var í huga mér önnur minning jafn rík og þó kærari, um það er ég kom á heimili hans i fyrsta sinn og veitti honum athygli. Þá var sumar yfir Núpasveit, nóttin björt og víðirinn angaði. Ég var á þeim aldri þá, þegar hug- urinn er næmur fyrir áhrifum óvenjulegra manna. Mér þótti hreppstjóri þeirra Núpsveitunga göfugmannlegur ásyndum, svip- urinn heiður og hlýr. Hann hafði það viðmót, sem gott er gestkomandi manni þeim, sem lítils er megandi. Síðar varð með okkur góð kynning og meiri. Og engum skal það til ámælis vera, sem mörgum mun nú þykja, að svipminni sé byggðin, þegar hann er eigi lengur. Hann andaðist 2. okt. s. 1. og var jarðsunginn 14. s. m., að viðstöddu fjölmenni Hann var hinn fimmti Þorsteinn að feðgatali, fæddur á Daðastöð- um 10. maí 1871, og því á öðru ári yfir sjötugt. Faðir hans var Þorsteinn Þorsteinsson, fæddur í Öxarfirði, en lengi bóndi á Daðastöðum og hreppstjóri Presthólahrepps í 15 ár, 1896— 1911, en móðir hans var Kristín Benjamínsdóttir, og eru ættir þeirra mannmargar í sýslunni. Þorsteinn yngri var einn af mörgum ungmennum þar um slóðir, er tilsagnar nutu hjá Guðmundi Hjaltasyni. Var hann við námið tvo vetrarparta, á 19. og 20. ári, en ekki var hann í skóla að öðru leyti. Um alda- mótin, laust fyrir þritugsaldur, gekk hann að eiga Hólmfríði Halldórsdóttur frá Valþjófs- stöðum í Núpasveit, en missti hana eftir stutta sambúð og börn þeirra tvö. Síðar gekk Þorsteinn að eiga Petrínu Þor- grímsdóttur frá Ormarslóni. Hún andaðist árið 1934. Börn þeirra á lífi eru Þorsteinn, sem nú tekur við búi á Daðastöðum, Hólmfríður, Þorgrímur, Kristín og Jósep, og hafa öll dvalið heima lengst af. Son sinn upp- kominn, Stefán að nafni, misstu þau af slysförum. Við lát föður síns 1911 tók Þorsteinn við hreppsstjórn í Presthólahreppi, og gegndi því starfi til æfiloka eða rúmlega þrjá tugi ára. í sýslunefnd Norður-Þingeyjarsýslu sat hann í 17 ár, ennfremur 1 sáttanefnd og skattanefnd sveitarinnar, og var formaður í yfirkjörstjórn sýslunnar. Aðalstörf Þorsteins að opin- berum málum, og þau, er mest tóku hug hans, voru þó störf hans að samvinnumálum Norð- urÞingeyinga vestan heiðar. Hann var snemma félagsmaður 1 Kaupfélagi Norður-Þingey- inga á Kópaskeri, og 1908 var hann kosinn í félagsstjórnina og sat þar síðan til æfiloka. Ár- ið 1916, þegar aðskilin voru störf formanns og fram- kvæmdastjóra, var Þorsteinn kosinn formaður og jafnan end- urkosinn síðan. Þannig annað- ist hann formennskuna í einu myndarlegasta samvinnufélagi landsins meira en aldarfjórð- ung samfleytt, og hafði til þess jafnan, eftir því, sem ég bezt veit, óskipt traust félags- manna. Nokkrum sinnum var hann fulltrúi félagsins á aðal- fundum Sambands ísl. sam- vinnufélaga. Hann hafði brenn- andi áhuga á málefnum félags- ins, og skjótur til andsvara, er hann heyrði á það hallað eða félagsmálastefnu samvinnu- manna. Var hann og áhuga- samur um þjóðfélagsmál al- mennt, heill og einbeittur jafn- an. En í störfum hans og við- ræðum um mál fór saman með ánægjulegum hætti kapp og einurð annars vegar, en hins vegar samvizkusemi og rótgróin óbeit á þvi, að hafa eigi það, er rétt reyndist. Hann var í senn örlyndur og sáttfús. Hiklaust má telja hann til þeirra manna, er I fyrri daga þótti gott að selja sjálfdæmi í málum og kunnu með að fara. Ég hygg, að áhrif hans á félagsmál og félagslund í héraðinu hafi verið mikil og farsæl. En mönnum, sem sú gifta stafar af, verður tæpast of þakkað. Daðastaðaheimilið er, svo sem kunnugir vita, eitt hið myndar- legasta í héraðinu. Vandað í- búðarhús úr steinsteypu var reist þar árið 1937, en bærinn áður raflýstur fyrir löngu. Þorsteinn á Daðastöðum var fríður maður sýnum og vel á sig kominn. Ræðinn var hann og viðtalsgóður og skemmtileg- ur heim að sækja. Gestir voru honum jafnan aufúsugestir. Á síðari árum var heilsa hans mjög tekin að bila. En hugðar- málum sínum sinnti hann af alúð meðan líf entist. Eins og Höfði forðum „drúpa“ nú byggð- irnar við Öxarfjörð yfir mold- um góðs manns. En einnig nú „hlæja hlíðir“ við ungri kyn- slóð, sem hlotið hefir dýran arf og mikil verkefni. G. G. Lærerkursus"), að loknu námi í Askov. Stundaði Símun þar sögu og ensku, en Rasmus stærðfræði og eðlisfræði. Voru þeir að búa sig með þessu und- ír að stofna lýðháskóla í Fær- eyjum. Héldu þeir skólann síð- an á fimmta tug ára, unnu saman og bættu hvor annan upp. Er það starf allt hið merkilegasta. R. R. er vel ern enn, fæddur 13. ágúst 1871. Hann er fyrsta sagnaskáld og helzti náttúrufræðingur Fær- eyja. Kvæntur var hann Önnu Soffíu systur Símunar av Skarði. Skóli þeirra Símunar og Ras- musar, „Föroya Fólkaháskúli“, tók til starfa haustið 1899, og var fyrstu tíu árin í og i grennd við Klakksvík á Borðey. En 1909 var hann fluttur til Þórshafnar og skólahús reist I hlíðinni sunnan við bæinn, með fagurri útsýn yfir höfnina, bæinn og Nolsey. Þar starfar skólinn enn. Var hann einkaskóli þeirra fé- laga, þar til í fyrra, að Lögþing Færeyja tók við honum. Tók þá einnig Jóhannes av Skarði, yngsti sonur Simunar, við skólastjórn af föður sínum. Föroya Fólksháskúli hefir verið meginvígið I þjóðernisbar- áttu Færeyinga frá byrjun til þessa dags. Örðugt er að segja, hve mikið af þeim mörgu sigr- um, sem unnizt hafa, er skól- anum að þakka, beint og óbeint. En fullyrða má það, að þýðing hans og áhrif hafa verið stór- felld. Fyrstu árin var hann eini færeyski skólinn, og sá eini, sem hafði kennslu á móðurmál- og í því. Símun av Skarði kenndi þar alltaf færeysku og sögu Færeyja. Gerðist hann allra manna lærðastur í þeim fræði- greinum. Var kennslan í þeim megin-ævistarf hans, bæði að fyrírferð og þýðingu. Á hann ótrúlega mikinn beinan og ó- beinan þátt í þeirri miklu þró- un, sem orðið hefir siðan um aldamót, að færeyskan, sem var að vísu talmál allrar þjóðarinn- ar, en ritmál sárfárra einstak- linga, hefir bætt því við sig að vera ritmál allra svofað segja, sem penna taka á eyjunum. Og það stórum fullkomnara og fegurra ritmál en áður var. Eigi hefir Símun av Skarði borið auð úr býtum fyrir hið mikla starf sitt í lýðháskólan- um. Skólinn var einkaskóli þeirra félaga og átti stundum undir högg að sækja um styrki, einkum framan af. Lögþing (Framh. A 4. síduj Wendelfjölskyldan Sérkennilegasta auðmannafjölskylda New York-borgar. Mest umrædda hús New Yorkborgar stóð á horni Fimmtu götu og Þrítugasta og níunda strætis. Fyrir aldarfjórðungi var það nefnt Dularfulla húsið manna í millum. Það varð tilefni þess, að leynilögreglusögur, blaðagreinar og leikrit voru samin og jafn- vel kvikmyndir gerðar. Fimmtíu þúsundir manna gengu fram- hjá dyrum þess á degi hverjum árum saman. Þó sá enginn maður merki þess, að fólk byggi bak við lokaða glugga þess. Garðurinn framan við Wendelhúsið var miljónar dollara virði. Þó var hann eigi til annars notaður en að vera leikvangur loð- hunds fjölskyldunnar. Slíkt var vissulega eins dæmi enda mjög á orði haft. Wendelarnir voru einhver auðugasta fjölskylda New York- borgar. Aðeins fasteignir hennar voru einhverju sinni metnar á hundrað miljónir dollara. Þó tömdu þeir sér siðu og háttu for- tíðarinnar. Ókvæntur bróðir og ógiftar systur hans bjuggu í húsi, sem hafði verið byggt, þegar Abraham Lincoln var ennþá málaflutningsmaður í Illinois. Ég var viðstaddur, þegar hús þetta var rifið, og sá verkamenn bera út úr þvi baðker úr sinki og þvottaborð, sem voru frá dögum þrælahaldsins. Wendelarnir notuðu gas til ljósa sökum þess, að þeir voru þeirrar skoðunar, að það fari betur með augun en rafmagnsljós. Þeir kærðu sig ekkert um útvarp, lyftur eða bifreiðar. Hið eina tízkutæki, sem gat að lita í húsi þessu, var siminn. En hann var ekki )agður þangað fyrr en tveim dögum áður en síðasti með- limur ættarinnar féll frá og þá til þess eins, að hjúkrunarkonan gæti hringt eftir lækni. Wendelhúsið var aðeins metið á sex þúsund lollara. Lögfræð- ingur fjölskyldunnar benti henni þó oft á það, að það kostaði hana þúsund dollara á degi hverjum að búa í þessu sex þúsund- dollara húsi. Þetta var sannleikanum samkvæmt í hvivetna, því að lóðin, sem það stóð á, var nær fjögurra miljóna dollara virði. Vextir af upphæð þeirri ásamt virðingarfénu og sköttum nam nær þúsund dollurum á degi hverjum. En þrátt fyrir auðæfi þessi lifði Wendelfjölskyldan eftir siðum og háttum iðinnar aldar. John Gottlieb Wendell lézt árið 1914. Allt til banadægurs lét hann sauma öll föt sín eftir fötum, sem hann hafði fest kaup á í lok borgarastyrjaldarinnar. Föt þessi voru ávallt geymd í sama kassanum og þau höfðu verið afgreidd í fyrir fjörutíu árum. Einu sinni lét hann sauma sér átján föt í einu eftir þeim. Hann vildi ekki bera neinn þann vefnað, sem hafði verið litaður. Þegar hann þurfti á svörtum fötum að halda, fékk hann ullina frá fyrirtæki nokkru í Skotlandi, sem lét honum í té ull, sem hafði verið rúin af svörtum kindum. Hann bar regnhlíf jafnt I regnviðrl sem sólsklni og á sumrum sem vetrum. Hann átti sér stráhatt, sem hann bar ár eftir ár, unz hann féll loksins í sundur. En um hver árstíðarskipti bar hann þó löngum nýjan hatt. Þegar hann bauð vinum sínum til miðdegisverðar, skrlfaði hann þeim boðsbréfin á latínu. Hann lét jafnan sóla skó sína úr togleðri, sem var þumlungur á þykkt, til þess að koma í veg fyrir það, að sýklar af jörðinni næðu til fóta hans, en þannig taldi hann fjölmarga sjúkdóma til komna. John Gottlieb Wendel var um þessar mundir sá maður 1 New York, sem mest landrými átti. Hann varð auðugur á því einu, að sitja auðum höndum og láta borgina stækka umhverfis sig. Wendelsysturnar voru drykkfelldar úr hófi fram. Eigi að síður var sú raunin, að þegar þær voru látnar, fundust vinbirgðir, er voru tíu þúsund dollara virði í kjallara þeirra. Hér var um að ræða whiský og kampavín. Vínbírgðir þessar höfðu legið þarna óratíma. John Gottlieb Wendel átti sjö systur. Hann gerði allt, sem í hans valdi stóð, til þess að koma í veg fyrir það, að þær giftust. Hann óttaðist, að ef þær giftust og eignuðust börn, myndu eigur þeirra brátt ganga til þurrðar. Hann tók því það ráð að telja þeim trú um það, að allir menn væru á hnotskóg eftir peningum þeirra. Þegar biðlar komu á fund þeirra, sagði hann þeim af- dráttarlaust, að þeir færu hina mestu erindisleysu. Aðeins ein systranna, ungfrú Rebekka, giftist. En hún lét ekki af því verða fyrr en hún var sextug orðin. Hinar systurnar urðu konur háaldraðar en eignuðust þó aldrei lífsförunauta. Ævisaga þeirra færir mönnum heim sanninn um það, hversu auðæfin eru raunverulega litils virði. Georgianna, sem var glaðlyndust systranna, barðist gegn þess- ari einangrunarstefnu fjölskyldunnar, unz út í öfgar var komið og hún neyddist til þess að hverfa á brott. Hún dvaldi á hress- ingarhæli um tuttugu ára skeið, og þegar hún lézt árið 1930, hugðu flestir vina hennar hana dána fyrir mörgum árum. Eignir hennar námu fimm miljónum dollara, en þær veittu henni eigi fimm centa virði af hamingju og lífsgleði. Önnur systranna, Josephine að nafni, dvaldi á einu sveitasetri Wendelanna með þjónaliði sínu. Hún átti við það hlutskipti að búa að hana dreymdi það, að húsið væri fullt af börnum, og það var venja hennar að ræða við þau og leika sér við þau. Hún gerði sér einnig í hugarlund, að gestir kæmu til hennar. Hún varð því að hafa í senn með höndum hlutverk húsmóðurinnar og gestanna. Systurnar dóu hver af annarri. Herbergjunum, sem þær höfðu forðum til umráða, var lokað og gluggarnir byrgðir. Loksins var svo komið, að ungfrú Ella' var ein þeirra á lífi. Hún hafði aðeins til umráða svefnherbergi sitt, borðstofuna á neðri hæðinni og stóra herbergið uppi á lofti, þar sem hún og systur hennar höfðu dvalizt á skólaárum þeirra. Árum saman bjó hún í þessu skugga- lega, fjörutíu herbergja húsi ásamt nokkrum trúum aldurhnign- um þjónum og franska loðhundinum sínum, sem nefndur var Tobey. Tobey svaf í herbergi Ellu í litlu rúmi, sem var nákvæm eftir- líking af rúmi húsmóður hans. Og Tobey át hundakexið sitt og kjötið í borðstofunni við dúkað borð gert ’úr látúni. Þegar Ella Wendel lézt, arfleiddi hún Methodistakirkjuna að miljónum dollara, sem verja skyldi til trúboðsstarfsemi. Þó fór fjarri, að hún væri kirkjurækin kona um dagana. Hún dó í þeirri trú, að hún ætti engan ættingja á lífi í heimi þessum. En áður en ár var liðið, höfðu tvö þúsund og þrjú hundr- uð manns, sem töldu sig ættingja hennar, gefið sig fram. Sumt þetta fólk var næsta langt að komið. Tvö hundruð og níutíu manns gaf sig fram í Tennessee og gerðu tilkall til hinna þrjátíu og fimm miljóna, sem hún hafði látið eftir sig. Fjögur hundruð manns af þýzkum ættum, sem taldi sig ættingja Wendelanna, gáfu sig einnig fram, og svipaða sögu var að segja um þá, sem frá Tékkóslóvakíu voru komnir. John Gottlieb Wendel gerði aldrei arfleiðsluskrá. Hann lét þannig um mælt, „að hann kærði sig ekkert um það að einhver lögfræðingur færi að auðgast á eignum sínum.“ Þó fór svo að lokum, að hvorki meira né minna en tvö hundruð og fimmtiu lögfræðingar hlutu álitlega upphæð af miljónum Wendels. Samband ísl. samvinnufélaga. Hvort er rétt, „til hlítar“ eða til „hlýtar“ Séuð þér ekki öruggir í stafsetningu, er nauðsyn að bæta úr því sem fyrst. Béfaflokkurinn — íslenzk réttritun, eftir mag- ister Sveinbjörn Sigurjónsson, er við allra hæfi, og ekki er völ á betri kennslubók í íslenzkri réttritun. x BRÉFASKÓLI S. í. S. Sambandshúsinu, Reykjavík. . Kanp enn! - Kanpfélög! Vegna mikillar eftlrspurnar, óskum vlð eftir, að þær verzl- anir, sem ætla að kaupa snyrtivörukassa (Gjafakassa til jóla- gjafa), komi með pantanir sínar sem fyrst, þvi birgðir eru mjög takmarkaðar að þessu sinni. 6 tegundir verða fyrirliggjandi. HEILDVERZLUN ARM JÓMSSOMR, Hafnarstræti 5. — Sími 5805. VERZLUN H. TOFT -Sft iHt SKÓLAVÖRÐUSTÍG 5 — SÍMI 1035 REYKJAVIK. Kápn- og kjólaefni, ]Væk*fatnaður, Treflar, Slæður, Hauzkar, Belti, Speimur, Regnkápur, Sloppar og alLskonar smávara. VÖRUR SENDAR GEG\ PÓSTKRÖFU. Fyrst um sinn, þar til öðruvísi kann að verða ákveðið, verða samlagsið- gjöld fyrir nóvembermánuð inn- heimt með 8 kr. fyrir hvert samlags- númer. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Independence eldspýtnr sta 12 aura stokkurinn Allar góðar húsmæður þekkja hinar ágætu SJAFNAR-vörur Þvottaduftið’ PERLA ræstiduftið 0PAL kristalsápu og stangasápu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.