Tíminn - 05.11.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.11.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTOW'P’a^ttit. FR AMSÓKNARFLOKKURINN. RITST JÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGA'SKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, fimmtudagiim 5. nóv. 1942 132. blað Viðræður um stjórnarmyndun heíjast: Erlent yfirlit 5. nóvember A víðavangi Ólafur Thors hröklast frá vöfdum strax í þingbyrjun Bátur ferst Fullvíst er nú talið, að vél- báturinn Vignir frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, sem fór á veið- ar s. 1. laugardag, hafi farizt, sennilega á tundurdufli. Bátur, sem var að veiðum á þessum slóðum, heyrði mikla sprengingu og sá mikinn strók á sjónum. Annar bátur fann á sunnu- daginn brak úr vélbát. Þrír menn voru á bátnum, Magnús Jónsson, bóndi á Vatt- arnesi, 39 ára, lætur eftir sig konu og 5 börn, þar af 4 í ó- megð, Lúðvík Sigurjónsson, bóndi, Vattarnesi, 36 ára, lætur eftir sig konu og 4 börn, og Jón Austmann Jónsson, 32 ára, ó- kvæntur. Dýrtíðarráðstafanir í Svíþjóð Tímanum hefir borizt eftlr- farandi fregn frá sænska sendi- ráðinu: Allan októbermánuð hafa samningar staðið yfir milli sænsku stjórnarinnar og fé- laga þeirra innan framleiðsl- unnar, sem með starfsemi sinni hafa áhrif á verðmyndun i landinu. Samningar þessir voru hafnir eftir tilmælum stjórn- arinnar, og er árangur þeirra væntanlegur einhvern næstu daga. Byrjað var á samningun- um 1 þeim tilgangi að skapa möguleika til almennrar skipu- lagningar á vöruverði og vinnu- launum og þannig koma i veg fyrir verðbólgu. (Framh. A 4. sltuj Seinustu afrek stjórnarínnar eru þau, að gera Jón Sveinsson að skattdómara og kveðja ekki saman þíngíð fyrr en Möller hefir úthlutað bílunum Ólafur Thors tilkynnti ríkisstjóra í fyrradag, að ráðu- neyti hans myndi biðjast lausnar strax og Alþingi kæmi saman. Stjórnin hefir þannig séð þann kost vænstan að hrökklast strax frá völdum, en bíða ekki eftir van- trausti. Er þetta eitt af fáum tilfellum, þar sem hún hefir valið sér rétt hlutskipti. Þjóðinni mun áreiðanlega létta við þær fregnir, að þessi aumasta og giftuminnsta ríkis- stjórn, sem verið hefir á íslandi, skuli nú hröklast frá völdum. Undir handleiðslu þessarar stjórnar hefir dýrtíðin tvöfald- azt og rekstrarkostnaður fram- leiðslunnar aukizt að sama skapi. Útlit er fyrir,. að margt nauðsynlegustu fyrirtækja, eins og t. d. frystihúsin, verði nú þegar að stöðva rekstur sinn af þessum ástæðum. Svipað er að segja um stóran hluta út- gerðarinnar. Annar atVinnu- rekstur kemur svo bráðlega á eftir. Verkafólksskortur land- búnaðarins hefir aldrei verið meiri og útvegun aðalfóðurbæt- isins, síldarmjölsins, hefir verið í fullkomnasta ólagi. Síðast, en ekki sízt, ber að nefna óstjórn innflutnings- málanna, þar sem dýrmætum skipakosti og gjaldeyri er eytt til að fylla landið af glysvarn- ingi og luxusvörum. Hefir þessi óstjórn m. a. leitt til þess, að Ameríkumenn hafa svipt okkur Frá Vestur-Islendingum Viðtal við Hjálmar Björnsson Hjálmar Björnsson, viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórnar hér á landi, er nýlega kominn heim úr feröalagi til Bandaríkjanna. Hjálmar fór vestur til að ræða um viðskiptamál íslands og Bandaríkjanna við stjórnina í Washington. Rétt áður en hann fór í þessa ferð fór hann svipaðra erinda til Englands. Hjálmar hefir víða komið við á ferðalagi sínu. „Ég fór sömu leið vestur og Leifur heppnl, þegar hann fann Ameríku,“ sagði Hjálmar, er tíð- indamaður blaðsins hitti hann snöggvast að máli í gær. „En ég var þó nokkru fljót- arl í förum,“ heldur Hjálmar áfram, „því að ferð mín til Washington tók aðeins sólar- hring, með viðdvöl í Grænlandi. Ég kom til Kanada. Þar hitti ég Jósef Thorson, ráðherra. Hann var fyrir skömmu skipað- ur i hæstaréttardómarastöðu, sem er lífsstarf og jafnframt mjög mikil virðingarstaða. Mun þetta vera hæsta virðingarstaða, sem nokkur Vestur-íslendingur hefir hlotið. Thorson sagði, að sig langaði mjög til að koma hingað heim og jafnframt bað han nmig að skila hingað alúð- arkveðju. Ég hitti einnig fjölmarga aðra Vestur-íslendinga, bæði i Kanada og í Bandarikjunum. Líður þeim öllum vel i báðum löndunum. Áhuginn fýrir ís- landi og íslenzkum málefnum er mjög mikill vestra. Margir höfðu alrangar skoðanir um land og þjóð eða þá að þeir vissu blátt áfram ekki neitt um hvorugt fyrir stríð. Síðan sam- bandið milli íslands og Banda- ríkjanna varð nánara og Banda- ríkjamenn komust að raun um, að hér býr gömul menningar- þjóð, með þúsund ára lýðræðis- skipulag, hefir áhuginn fyrir íslandi og íslendingum farið hraðvaxandi vestra. Meðan ég var heima, átti fað- ir minn 70 ára afmæli. íslenzkir námsmenn.sem eru allfjölmenn- ir í Minnesota, komu þá heim til foreldra minna. Einn stúdent, sem er við myndlistarnám þar við háskólann, teiknaði mjög góða mynd af föður mínum við þetta tækifæri. Ég held, að Is- lenzkum námsmönnum líði öll- um vel og þeir hafa áreiðan- lega verið landi sínu og þjóð til sóma með iðni sinni og góðri framkomu í hvívetna." Hjálmar tekur nú aftur við störfum, sem forstöðumaður skrifstofu sinnar hér. Seinna má gera ráð fyrir, að hann segi blöðunum eitthvað frá erindis- rekstri sinum vestan "hafs. meira en helmingi þess skipa- kosts, sem þeir hafa lánað okk- ur til vöruflutninga. Réttarlmeykslm og lilutdrægnm. Þetta gildir aðeins atvinnu- og verzlunarmálin. En sagan er hin sama annars staðar. Réttarbrotin, ofbeldishneigðin og hlutdrægnin hafa þar ein- kennt feril stj órnarinnar. Næg- ir þar að minna á, hversu fjár- málaráðherra hefír traðkað þingviljann og þverbrotið allar heiðarlegar og sanngjarnar út- hlutunarreglur í bifreiðamál- inu. Svo mikil er ofbeldishneigðin i þessu máli, að samkvaðning þingsins hefir beinlínis verið dregin til þess að stjórnin gæti úthlutað öllum bílunum. Ef stjórnin hefði viljað hraða þinghaldinu, hefði það hæglega getað komið saman 1. nóv. En alveg nýlega eru 80—90 fólks- bílar komnir til landsins og var enginn kostur að afhenda þá fyrir þann tíma. Þess vegna er þinghaldið dregið, svo að þingið geti ekkert um málið sagt fyrr en bílarnir eru komnir út um hvippinn og hvappinn. Til frekari sönnunar um rang- indin og hlutdrægnina, mætti nefna tilraun kennslumálaráð hérra til að flæma Pálma Hann- esson frá embætti, skipun for- manna skólanefnda o. fl. Þjónustan við stríðs- gróðavaldið. En þótt stjórnin hafi gætt þjóðarhagsmunanna jafn hörmulega og raun er á, hefir hún ekki gleymt hagsmunum stríðsgróðamannanna. Hún hóf feril sinn með því, að leyfa stór- útgerðarmönnum að flytja all an stríðsgróðann inn í landið, í stað þess að setja hæfilegan hluta hans á biðreikning er lendis. Þetta hefir aukið veru legá braskið og verðbólguna. Hún lét ekki skammta bygging arefni, svo stríðsgróðamenn- irnir gátu fengið það í luxus- byggingar sínar. Hún vék rösk um manni, Baldvin Jónssyni, úr embætti skattadómara, og hefir nú kórónað þjónustu sína við stríðsgróðamennina með þvi að setja Jón Sveinsson, fyrv. bæj arfógeta á Akureyri, í þetta embætti. Stríðsgróðamennirnir þurfa sannarlega ekki að ótt- ast skattadómaraembættið með- an það er þannig skipað. Gagnrýni Tímans. Það hefir verið sagt, að Tlm- (Framh. á 4. slOu) Herstfórn Rússa Skyldusparnaður lögboðinn í Kanada Boris Mikhailavits Shaposh- nikoff er eini liðsforinginn úr rússneska keisarahernum, sem hefir komizt til hárra metorða í rauða hernum. Hann er nú hermálaráðherra Rússlands og formaður herforingj aráðsins. Hann gengur þvi raunverulega næst Stalin að völdum. Shaposhnikoff er sextugur að aldri. Hann fékk ungur full- komna hernaðarmenntun og barðist sem liðsforingi í rúss- neska keisarahernum á heims- styrjaldarárunum. Hann var einn þeirra fáu liðsforingja, sem strax gekk í lið byltingar- mannanna 1917. Tign hans í keisarahernum stóð honum þó lengi fyrir þrifum. Hann komst þó svo langt að verða forstöðu- maður hernaðarháskólans í Moskvu. Þegar Þjóðverjar réð- ust á Rússa, gerði Stalin hann að varahermálaráðherra. Fyrir nokkrum vikum síðan lagði Stalin niður embætti hermála- ráðherra og fól Shaposhnikoff það. Sýnir það, að Stalin treystir honum fullkomlega, enda hefir hann verið nánasti ráðunautur Stalins síðan styrj- öldin hófst. Er talið, að Shapo- shnikoff hafi ráðið meiru um vörn Rússa en nokkur maður annar. Er það almannarómur, að hann sé ráðsnjallastur og framsýnastur allra herfræðinga Rússa. Shaposhnikoff hefir aldrei gefið sig að stjórnmálum og aldrei látið mikið á sér bera. Hann hefir bundið starfsvið sitt vjjð hernaðarmálin. Fimmtugur í dag á Arreboe Clausen, bif- reiðastjóri hjá stjórnarráðinu, 50 ára afmæli. Hann er fæddur 5. nóvember 1892 í Stykkishólmi. Hann lauk námi við verzlunarskólann, en hugur hans hneigðist á unga aldri meira að öðrum viðfangs- efnum en verzlunarstörfum. Hann er mikill unnandi tónlist- ar og annarra fagurra llsta. Sjálfur er hann málari og tón- skáld í tómstundum sínum. Hefir hann samið allmörg lög og málað fjölda mynda en fáir aðrir en vinir hans vita um af- köst hans á þessu sviði. í kunn- ingjahópi er Arboe hrókur alls fagnaðar og þar njóta þeir eig- inleikar hans sín bezt, sem hafa unnið honum vináttu svo margra manna. í sex ár hefir Arreboe Clausen verið einkabifreiðastjóri æðstu valdamanna landsins. Hann hefir í því starfi unnið sér mik- ið traust og vináttu yfirmanna sinna fyrir dugnað í erfiðum langferðum og sífellda glað- værð á hverju sem gengið hefir. í dag munu margir senda Arre- boe Clausen sínar beztu árnað- aróskir og minnast hans með þakklæti fyrir skemmtilegar samverustundir. Shaposhnikoff Nokkru eftir að Shaposhnl- koff varð hermálaráðherra, var öllum hinum pólítisku fulltrú- um, sem Kommúnistaflokkur- inn hafði í hernum, vikið frá störfum. Herforingjarnir hafa löngum talið þá vera sér til trafala. Eigi verður sagt, hvort þetta muni hafa pólitíska þýð- ingu í framtíðinni, en herinn verður þó við þetta óháðari kommúnistiskri leiðsögu og andrúmslofti en hann hefir verið hingað til. Það mun styrkja aðstöðu Shaposhnikoff, að margir læri- sveinar hans frá hernaðarhá- skólanum í Moskva eru nú orðnir háttsettir foringjar í hernum. Meðal þeirra er Alex- ander Rodimtseff, sem hefir stjórnað vörn Stalingrad. Hann er aðeins 36 ára gamall. Hann var sjálfboðaliði Spánarstyrj- öldinni og gat sér þá frægð fyrir hugrekki, því að það féll oft í hlut hans að stjórna handsprengjuárásum og byssu- stingjaáhlaupum á stöðvar fas- ista. Hugrekki hans þykir þó hafa komið enn betur í ljós undanfarnar vikur. Jafnframt hefir hann sýnt, að hann er frábær herstjórnandi. Hann hefir, eins og Shaposhnikoff, lítið skipt sér af stjórnmálum, en helgað sig þeim mun meir hermálunum. Skyldusparnaður hefir verið lögleiddur í Kanada. Byrjaði innheimta hans í september- mánuði síðastliðnum. í Kanada er skattur greiddur daglega, vikulega eða'mánaðar- lega eftir því, hvaða vinnu skattgreiðandi stundar. Til dæmis má nefna það, að af 200 dollara skattskyldum mánaðartekjum eru 49 dollarar greiddlr í skatt til ríkisins og 14 dollarar í sparnaðarskatt. Auk þess eru svo fylkisskattur og sveitagjöld. Seinustu fréttir eru þessar: Rússar hafa sótt á í Stalin- grad. Hefir dregið úr sókn Þjóð- verja þar, a. m. k. í bili. Þjóðverjar hafa tekið Nal- chik í Mið-Kákasus, en þaðan liggur allgóður vegur suður yfir Kákasusfjöll. Ástralíumenn hafa tekið Ko- koda á Nýju-Guineu, en þar höfðu Japanir búið allvel um sig. í Egiptalandi geisar nú hörð skriðdrekaorusta. Telja Banda- menn, að þeir hafi innikróað fjölmennt lið öxulríkjanna. Kosningar fóru fram 1 Banda- ríkjunum á þriðjudaginn í full- trúadeild þingsins, i/3-hluta öldungadeildarinnar og nokkr- um ríkisstjórum. Republikanar hafa unnið á. Úrslitanna verður getið nánar síðar. VALTÝR KEMUR TIL „SPURNINGANNA". í síðasta blaði Tímans voru lagðar nokkrar einfaidar spurn- ingar fyrir Moggann. Á sunnu- daginn var kemur svo Valtýr sjálfur „til spurninganna", en kann illa og er næsta úrillur. Segir að sá vondi maður, Jón Eyþórsson, sé enn að kvelja sig. Gerir hinn ljóngáfaði ritstjóri fljótt út af við Jón með þvi að kalla hann fífl, og mun engan undra þótt Valtýr geti úr flokki svarað, þegar rætt er um vits- muni, sannsögli og ráðvendni. Honum til frekari hugarléttis skal þess þó getið, að Jón hefir engar spurningar fyrir Mogg- ann lagt að þessu sinni. En hér fara á eftir svör Val- týs, og geta þá lesendur sjálfir dæmt um frammistöðu „spurn- ingabarnsins": „5 spurningar. Jón Eyþórsson aðstoðarrit- stjóri Tímans varpar fram 5 spurningum í dálki sínum í dag, út af forystugrein Morgunblaðs- ins á föstudag og gerir sig nú að meira fífli en hann í raun og veru er. Þó hér hafi ekki verið lögð stund á að elta ólar við illkvitni og munnfleipur Jóns í víða- vangsdálki hans, sem oftast nær, eins og nafnið bendir til, er út í loftið, er rétt að svara þessum spurningum hans. Hann spyr, því ekki hafi mátt minnast á fréttina um sam- kvæmísfötin. Enginn hefir lagt bann við henni. En það er víta- vert að falsa staðreyndir, eins og Tíminn gerir, og áður hefir verið sýnt fram á. Þá spyr Jón um húsrúm I Menntaskólanum, sem afsökun á því, að flokkur hans hefir viljað þrengja aðgang að stúd- entsmenntun. Eins og miða eigi menntaþörf almennings við gólfpláss í 100 ára gömlu húsi, meðan hægt var að byggja skóla eftir vild, en heimta að hús- næði Menntaskólans verði auk- ið einmitt nú.þegar ekki er hægt að byggja vegna efnisskorts. Svo spyr Jón, því Magnús Jónsson hafi ekki víkkað kennslustofur skólans í haust? En Magnús gerði það sem jafn- gilti þeim rýmindum með því að veita Verzlunarskólanum leyfi til að brautskrá stúdenta. Morgunblaðið hefir ekki hall- mælt Framsóknarstúdentum þó þeir séu í kosningabandalagi við kommúnista, eins og Jón vill vera láta, en hefir bent á, hve óheillavænlegt það er fyrir hina ungu menntamenn, að byggja bandalag sitt á beinum lygum og blekkingum. Að síðustu spyr Jón, sem þyk- ist vita ennþá minna en hann veit, hvaða ofbeldi eða rang- sleitni Framsóknarmenn hafi beitt í Menntamálaráði. Svar við þessari spurningu hans er að finna í greinum Sig- urðar Nordal prófessors, er birzt hafa hér í blaðinu.“ Við þessi svör Valtýs þykir rétt að gera þessar athuga- semdir: 1. Tíminn hefir engar stað- reyndir falsað, fremur en Morg- unblaðið, um það, að glysgirni og spjátrungsháttur sumra ís- lendinga er hafður að skopi í Bandaríkjunum. 2. Ef menntaskólinn i Rvík er of litill til að taka við eins mörgum nemendum og þangað sækja, hvers vegna hafa Sjálf- stæðismenn aldrei hreyft því að auka húsakost hans, þótt þeir hafi farið með stjórn landsins? Hvers vegna barðist Morgun- blaðið og íhaldsflokkurinn gegn menntaskóla á Akureyri, ef þessum aðilum er áhugamál að fjölga stúdentum? 3. Valtýr segir, að stúdentar í háskólanum byggl „bandalag sitt á beinum lygum og blekk- ingum.“ (Frh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.