Tíminn - 10.11.1942, Síða 2

Tíminn - 10.11.1942, Síða 2
530 TfMINN, þriðjjiidagtim 10. nóv. 1943 134. blað Á KROSSG0TUM ^ímirrn Þriðjudag 10. nóv. GUNNLAUGURPÉTURSSON í grein þeirri, sem hér fer á eftir, er rætt um íhalds- stefnuna í höfuðstað landsins og hin margháttuðu áhrif hennar þar. Meðal annars er vikið að sérkennilegri hús- gagnasölu, sem hefir átt sér stað að undanförnu, og kröf- um sjúkrasamlagsins um lyfjabúð. Afstaðan til ríkisvaldsins Munur hinna þriggja aöal- stefna, samkeppnisstefnunnar, sósíalismans og millistefnunnar, kemur ljóst fram í afstöðu þeirra til ríkisvaldsins. Samkeppnisstefnan telur það aðalhlutverk ríkisins að gæta hagsmuna hinna fáu útvöldu, sem sigrað hafa í samkeppninni. Ríkið á að halda uppi lögum og lögregiu til*að vernda eignarétt og forréttindaaðstööu þeirra. Umfram það ber ríkinu að hafa sem minnsta íhlutun og umsvif. Ríkið á elcki að beitast fyrir um- bótum og framkvæmdum, því að slíkt getur komið við pyngjur efnamannanna. Ríkið á ekki að gangast fyrir mikilli alþýðu- menntun, því að hún getur orð- ið yfirstéttinni hættuleg. Æðri, menntun skal vera kostnaðar- söm, svo aðeins börn efna- manna geti notið þeirra for- réttinda, sem hún veitir (sbr. baráttuna gegn Akureyrar- skóla). Tekna skal ríkið afla með tollum, því að skattar ganga á hlut efnastéttarinn- ar. Atvinnulífið skal látið af- skiptalaust á venjulegum tímum til þess að efnamenn- irnir geti hagnýtt fjárafla- möguleikana til fulls, en á erfiðum tímum er réttmætt, að ríkið geri ráðstafanir til að koma hallarekstri, sem verða kann hjá efnamönnum, yfir á bak almennings i landinu. Sósíalisminn er vaxinn upp úr minnimáttarkennd þeirra, sem hafa farið mest halloka fyrir hinum sterku, umsvifamiklu einstaklingum. Hann sér ekki annað ráð til að lama yfir- drottnun þeirra en að gera ríkið almáttugt. Það á að eiga allt og annast allan atvinnurekstur. Allir eiga að vera þjónar þess. Það á að skipta jafnt á milli allra. Undir handleiðslu guð- borinna mannvera myndi þetta skipulag kannske heppnazt, en í höndum venjulegra manna er hætt við, að hinn góði tilgang- ur bíði fljótlega skipbrot. Hin eðlilega þrá mannsins til sjálfs- bjargar og nokkurs umráðarétt- ar er bundin í viðjar. í hendur þeirra, sem hlotnast umsjón ríkisvaldsins, fellur meira vald en nokkur af smákóngum sam- keppninnar hafði áður. Slíkt er engum hollt. Þróunin yrði því brátt sú, að völdin öll dræg- ust í hendur örfárra manna eða eins manns, líkt og reyndin hefir orðið í Rússlandi. Hin só- síalistiska tilraun myndi því fljótt enda með einræði og yrði heldur ekki hrundið af stað, nema með meiri harðýðgi og athafnaskerðingu en frjálshuga menn teldu viðunandi. Millistefnan þræðir bil beggja. Hún vill gera ríkisvaldið nógu sterkt til að hindra bolabrögð hinna yfirgangssömu fjárafla- manna. Hún vill að ríkið veiti þeim ekki meiri möguleika til fjáröflunar en að þeir geti orð- ið sæmilega bjargálna. Hún vill enga auðkónga. Hún vill held- ur enga öreiga. Ríkið á að hjálpa þeim, sem lakar eru settir, til aukinnar sjálfsbjarg- ar. Það á að útvega þeim jarð- næði, skip og önnur atvinnu- tæki og styrkja þá til atvinnu- rekstrarins, ef þörf krefur. En ábyrgðin á að vera þeirra. Þann- ig er sjálfsbjargarhvötin efld og aukin. Rikið á að vera hinn sterki aðili í þjóðfélaginu, er jafnar auðinn og aðstöðumun- inn, hindrar gönuhlaup og ó- heilbrigða starfsháttu spekú- lanta og veitir sjálfsbjargarhvöt þeirra, sem verið hafa minni- máttar, tækifæri til að njóta sín. En ríkið á samt ekki að verða hinn allsráðandi og al- máttugi aðili, er kæfir allt frjálsræði í greip sinni. Frelsi og sjálfsbjargarhvöt einstakl- ingsins er tryggt áfram hæfi- legt athafnasvið. Þetta eru hinar þrjár stefn- ur, -sem glíma munu um yfir- ráðin í heiminum á næstu ár- um. Millistefnan mun áreiðan- lega falla frjálshuga, dugandi mönnum bezt í geð. Þ. Þ. I. Reykjavík hefir mjög mikið aðdráttarafl. Þangað vilja allir komast, bæði ungir og gamlir, karlar og konur. Reykjavík er ung og vaxandi, bæjarbúar hafa yfir að ráða miklum dugnaði og miklu á- ræði. Bærinn liggur vel við til sjósóknar og fengsæl fiskimið eru ekki langt undan landi. Jarðhitinn er yfrið nógur á næstu grösum og ef til-vill und- ir bænum sjálfum, ef menn nenna að leita að honum. Útsýn er mikil og fögur og ekki þarf nema skammt að fara inn til landsins, til þess að njóta fjalla- lofts og fjölbreyttrar náttúru- fegurðar. í Reykjavík hefir stjórn landsins aðsetur sitt, þar er Alþingi og æðstu menntastofn- anir. Þar er miðstöð verzlunar og viðskiptalífs og helztu pen- ingastofnanirnar, enda meiri auður þar saman kominn en nokkurs staðar annars staðar á landinu. Byggingar eru marg- ar fagrar og tilkomumiklar. í Reykjavík er flest það, sem gleður líkama og sál, og má þar nefna Sundhöllina og þjóð- leikhúsið, sem útverði, hvert á sínu sviði. Það eru því engin undur, þótt menn og konur fýsi mjög að komast til Reykjavíkur. II. En Reykjavík gengur með — og hefir lengi gengið með — mjög slæman sjúkdóm. Þessi sjúkdómur er, á máli almúgans, nefndur íhald. íhaldið hefir ráðið lögum og lofum í bænum. Það hefir staðið á móti flestum umbótum og tekizt að kyrkja margar í fæðingunni. Vér skulum gera ráð fyrir, að Reykjavík hafi að geyma innri bæ, eins og talað er um „hinn innra mánn“. Hinn innri bær er allur sýktur, fúinn og maðk- smoginn af áhrifum íhaldsins. Bæjarstjórnaríhaldinu hefir .t d. tekizt að gera rafmagns- veitu og gasveitu að gróðafyrir- tækjum, enda þótt starfræksla þessara stofnana sé höfð mjög miklu dýrari en þörf væri, og Japanskt heimili er lokað sérhverjum ókunnugum manni. Óviðkomandi maður getur að- eins staðið úti fyrir og séð skuggann af heimilisfólkinu og börnunum, sem sitja að leikjum á strásessum á gólfinu, leggja á þunnar pappírshlífar renni- hurðarinnar. Þótt regn sé og útihlerunum hafi eigi verið rennt fyrir, fellur enginn dropi á pappírsrúðurnar. Vatnið drýpur niður af þakskegginu, er slútir nokkra þumlunga fram yfir veggina. Inni í hinu lukta húsi, sem í augum vestræns manns er keimlíkast ævintýri, reist af bambus, borðviði og pappa, hljómar rödd í útvarps- tæki: — Morgunverður á mánudegi: Mísósúpa, 191 hitaeiningar: 100 grömm hýdd hrísgrjón, 50 gr. kál, 16 grömm steiktar baunir, 30 grömm Mísó, 3 grömm Níbó- mjöl, 7 grömm olía. Hádegisverður: Sardínubúð- ingur, 202 hitaeiningar: 80 grömm þurrkaðar sardínur, 20 eigi — samkvæmt tilgangi sín- um — að vera rekin með al- menningsheill fyrir augum. En bærinn þarf fé og heildsalar og aðrir gróðamenn og braskarar — höfuðskepnur íhaldsins — þurfa minna útsvar að greiða, ef fátækur almúgi er skatt- lagður rækilega gegn um raf- magns- og gasveitu og önnur lík fyrirtæki. Aðvífandi öflum hefir stund- um tekizt að þvinga bæjar- stjórnaríhaldið í Reykjavík til þess að veita viðtöku ýmsum þörfum umbótum. En í fram- kvæmdinni hefir íhaldið oftast farið um þær sínum frostköldu, líflausu loppum og tekizt að firra þær áhrifum til farsældar og blessunar. Áhrif íhaldsins eru þau sömu í öllum bæjarmálum. Það trúir á ímyndaðan gullkálf og danz- ar kring um hann. Heildverzl- unum fjölgar, allir keppast um hinn auðfengna, fyrirhafnar- litla gróða, en útgerð og önnur nytjastörf ganga jafnótt saman. Reykvíkingar. eru frægir fyrir það að selja hver öðrum sama húsið með ærnum og fyrirhafn- arlausum hagnaði. Einn góðan veðurdag lendir húsið í eigu einhvers viðvanings í listinni. Hann tapar öllu því, sem hon- um hefir auðnazt að safna, oft og einatt með miklu erfiði, við heiðarleg störf. Hann verður gjaldþrota og húsið lendir í ein- hverjum bankanum. Þá koma hinir bezt metnu húsabraskar- ar aftur til skjalanna, kaupa húsið af bankanum og hringrás gróðabrallsins byrjar á ný og heldur áfram, unz hún endar aftur á féflettingu hins fákæna í listinni, sem oft er þjóðfélag- inu nýtari þegn en allir brask- ararnir til samans. III. Reykvíkingar hafa fyrir aug- unum þessa dagana tvö óræk dæmi um þá ógæfu, sem þjóð- inni hlýtur að stafa af ráðleysi íhaldsins. íslenzkir sjómenn leggja lif sitt í hættu til þess að koma fiski til Englands. Þeir fá að vísu feikna hátt kaup, meira en þeir grömm hvítkál, 100 grömm hrísgrjón. Kvöldverður: Poulettesúpa, kryddvöndur, Fúrófúkírætlur, 394 hitaeiningar: 162 grömm hrísgrjón, 100 grömm rætlur. Skugga hinnar japönsku hús- móður ber á pappírsrúðurnar. Hún skrifar — skrifar af mik- illi nákvæmni orð útvarpsþuls- ins. Á þessari stundu — regn- þrungnu sunnudagskvöldi — sitja miljónir japanskra hús- mæðra og skrifa máltíðir næsta dags á minnisblöð sín. Ef að neyð væri í aðsigi, myndu allar konur Japans hlýða þessu kalli. Tadosú Saikí, doktor og pró- fessor og forstöðumaður nær- ingarrannsókna-stofnunarinnar keisarans í Tokíó, kynnir hina nýju rétti, sem. hann hefir fundið upp og sannað með til- raunum sínum, að fullnægja næringarþörf mannsins og efnabrennslu líkamans. Hann býr þjóðina undir stórfenglega byltingu, sem einskis manns blóði verður úthellt fyrir, — hafa ef til vill gott af, sumir hverjir, en lífshættan er sú sama fyrir það. í Englandi fá togaraeigendur og aðrir fisk- braskarar mikið verð fyrir fisk- inn. Fyrir þessa peninga er erf- itt að fá nauðsynjavörur til inn- flutnings, auk þess sem flestar þeirra eru háðar verðlagseftir- liti hér heima. En þar er hægt að fá ýmsan dýrari óþarfavarn- ing, sem heildsalarnir geta grætt á eins og þeim sjálfum sýnist. Og nú nýverið hefir einn af gróðamönnunum fundið upp nýja aðferð, sem sýnir — betur en nokkuð annað, — hvern veg íhaldið ætlazt til að erfiði og á- hætta íslenzkra sjómanna komi þjóðinni að notum. Hann hefir keypt af fornsölum í Englandi gömul húsgögn úr höllum starfsbræðra sinna þarlendra. Húsgögn þessi . eru auðvitað keypt fyrir andvirði fisksins, sem fluttur hefir verið til Eng- lands. Þau eru ákaflega gömul og eiga að sýna hina og þessa „stíla“, sem jafnvel eru kenndir við löngu dána konunga og hljóta því að vera sérstaklega „fínir“. Húsgögnin eru ekki til notkunar fallin, ákaflega ó- hentug og mörg orðin slitin og liðuð. En braskaranum hefir tekizt að setja verðið nógu hátt. Sum húsgögnin kosta aðeins sem svarar fáeinum dilkum, önnur kosta jafn mikið og nokkrir stórgripir eða sæmileg- ur vélbátur. Gróðamaðurinn selur hús- gögn sín í salarkynnum Hótel íslands. Aðsókn er mikil. íhaldið hefir alið bæjarbúa upp í þeim anda, að þeim þykir stór heiður að því að kaupa slíka vöru sem þessa. Hinar pelsklæddu eigin- konur reykvískra kaupmanna og heildsala eru þarna tíðir gestir, enda stríðsgróðastéttin yfirleitt. Hásetar og yfirmenn á íslenzkum fiskiskipum hafa hætt lífi sínu við að afla þess verðmætis, sem fyrir húsgögnin er goldið, og koma því á mark- aðinn. En uppeldi íhaldsins lætur ekki að sér hæða. Eiginkonur þessara sömu sjómanna koma — sumar hverjar — til braskar- ans og kaupa af honum gömul og óhentug húsgögn fyrir það fé, sem eiginmaðurinn fékk í áhættuþóknun,- þegar hann afl- byltingu í mataræði. Með tilstyrk vísindanna ætl- ar hann að kenna þjóð sinpi að neyta heilsusamlegra fæðis en hún hefir áður neytt. Hann ætlar líka að samræma matar- æði hennar þeirri mataröflun, sem henni er handhægust. Og hann vill láta ríkið hafa einka- leyfi til þess að verzla með mat- væli og koma á stofn stórkost- legum mötuneytum. Handa starfsliði í verksmiðjum, nem- endum í skólum, herliði í setu- skálum á að matreiða í einu einasta eldhúsi. Jafnvel íbúar heilla borgarhverfa eiga allir að snæða við sömu langborðin. í Japan skál daglegt fæði ekki kosta nema brot úr því, er við- urværi manna í Vestúrlöndum kostar, og við þetta kostnaðar- litla lífsuppihald eiga launa- greiðslurnar að miðast. Tilraunastöð þessa furðulega prófessors er í senn mjög um- töluð og þó fáum kunn. Þar er safnað saman ýmiskonar mat- vælum. Ef mikil hætta steðjar að Japan, á þessi stofnun að forða þjóðinni frá hungri. Þrátt fyrir mikla þýðingu, sem þessi stofnun getur haft fyrir þjóðina, er húsakostur hennar næsta fátæklegur. Fyrir framan aðaldyrnar er umgirt grenitré helzt til prýði; Híró- hító keisari gróðursetti það til minningar um fyrstu komu sína í stofnunina. f lítilli biðstofu, sem ekki er stærri en biðstofa hjá fátækum sveitalækni, skýrði Saikí keisaranum frá hugmyndum sínum. Einni klukkustund, heilli og óskertri Minningarhátíð Guðbrands biskups að Hólum. Sunnudaginn 1. nóvember var 400 ára minningarhátíð um Guðbrand Hólabiskup Þorláks- son haldin að Hólum í Hjalta- dal. Var það gert að tilhlutan Guðbrandsdeildar presta í Skagafjarðar- og Húnavatns- sýslum og Prestafélags hins forna Hólastiftis. Gengust þess- ir aðilar fyrir því, að stefnt var að Hólum öllum prestum sýsl- unnar, safnaðafulltrúum, sýslu- nefndarmönnum, sýslumanni, héraðslæknum og þingmönnum Skagfirðinga. Minningarhátíðin hófst með því, að gengið var í skrúðgöngu til guðsþjónustu í dómkirkj- unni. Fóru prestar í broddi fylkingar, þá sýslunefnd og al- þingismenn, síðan safnaðar- fulltrúar og loks aðrir kirkju- gestir, er voru allfjölmennir. í dómkirkjunni þjónaði séra Björn Björnsson fyrir altari,- en sr. Guðbr. Björnsson, prófastur, predikaði. Að lokinni guðs- þjónustu flutti séra Helgi Kon- ráðsson á Sauðárkróki erindi um Guðbrand biskup, og Eyþór Stefánsson las kvæði Matthí- asar Jochumssonar: „Guð- brandur Hólabiskup“. aði fiskisins ogf lutti hann út. Þetta er óskaleið íhaldsins. IV. Þá er komið að síðara dæm- inu. Umbótaflokkarnir þvinguðu bæjarstjórnaríhaldið með lög- gjöf til að stofna sjúkrasamlag, til þess að létta fátæklingum byrði heilsuleysisins. Bæjar- stjórnaríhaldinu tókst manna- val til framkvæmdanna og framkvæmdirnar sjálfar á þann veg, sem allir bæjarbúar kann- ast við og óþarft er að lýsa. Bæjarstjórnaríhaldinu hefir ekki tekizt að koma í veg fyrir það, að Sjúkrasamlag Reykja-' víkur hefir orðið mörgum fá- tækum almúgamanni stoð í baráttunni við heilsuleysið. Launakjör samlagslækna á- kváðu þeir sjálfir og verður ekki rætt um þau hér. En lyfsalarnir hafa um áratugi fénazt mjög á heilsuleysi fátæklinganna. Þeir hafa eignazt mörg stórhýsi í bænum og aðrar fasteignir. Bæjarstjórnaríhaldið hefir' um mörg ár — til þess að leggja blessun sína yfir þessa grein af framtaki einstaklingsins — haft á leigu húsnæði fyrir skrifstof- ur bæjarins í húsi eins þeirra, í stað þess að láta bæinn byggja sjálfan yfir þær. (Framh. á 4. síSu) I stund, helgaði hinn guðdómlegi keisari þessum mikla vísinda- frömuði. Dr. Saikí! Milli hárra hlaða af tilraunaskrám og forskriftum, situr hann við skrifborð sitt, sextugur maður með barnsleg augu. Hann talar um mataræði í Japan fyrr á tímum. Japanar hafa ávallt verið á- úyggjufullir vegna matarfram- leiðslu sinnar, allt frá því að viðreisnin hófst 1868. Matvæli í Japan hafa alltaf verið af skornum skammti, svo að þess sjást jafnvel merki á líkams- vexti manna. Árið 1882 kvaddi japanska ríkisstjórnin þýzka lækna og næringarefnafræð- inga til landsins. Eftir margra ára rannsóknir fyrirskipuðu þessir menn meiri notkun gers og feitmetis. Að ráðum þeirra var fæði sjóhersins og landhers- ins bætt til mikilla muna, en það var ógerlegt að sjá bænd- um og búaliði fyrir meiri fiski og grænmeti heldur en þeir áð- ur höfðu. Fjárþröng hindraði framkvæmdir á því sviði. Síðan 1872 hefir íbúatala Japans tvö- faldazt, og þegar líður að lok- um þessarar aldar verður hún sjálfsagt orðin tvöföld við það, sem hún nú er, ef að líkum læt- ur. En Japönum er ógeðfellt að flytjast úr landi, og því verða þeir að grípa til róttækra ráð- stafana til þess að sjá sér far- borða í landi sínu. Japan verð- ur sjálft að sjá fyrir sínu fólki. Dr. Saikí álítur, að flest fólk hagi mataræði sínu á fráleitan hátt. Menn gætu orðið langlíf- ari en þeir eru. Og Japanar ætia Eins og kunnugt er, er Guð- brandur biskup jarðsettur í kór Hólakirkju, og var heiðurs- vörður staðinn við gröf hins mikla kirkjuhöfðingja meðan athöfnin fór fram. Síðan gekk söfnuður og gest- ir til stofu, og var þar setzt að drykkju. Stjórnaði prófastur hófinu. Voru margar ræður fluttar og samþykktar tillögur um dómkirkj uprest að Hólum og endurheimt hinna mörgu og góðu gripa, er teknir hafa verið úr Hólakirkju, og svo og um nefndarkosningu til þess að hafa á hendi undirbúning vegna 400 ára dánarafmælis Jóns biskups Arasonar og sona hans eftir átta ár. Fjárskaðarnir miklu við Djúp. í öndverðum októbermánuði, dagana 6. og 7. þess mánaðar, var einhver sú mesta stórhríð, er menn muna, áf Vestfjörðum norðanverðum. Olli hún stór- miklum fjársköðum norðan ísa- fjarðardjúps, á Snæfjallaströnd og Langadalsströnd. Helgi bóndi Guðmundsson í Unaðsdal á Snæfjallaströnd missti þá rúmlega 120 fjár. Var fé hans flest á túninu eða rétt við það, og hrakti margt af því í sjóinn undan ofviðrinu. Hagar þarna svo til, að örskammt er til sjávar og aflíðandi halli nið- ur í fjöruna. Rak margt af fé því, er þarna fórst, í Strand- seljavík, vestan Djúps. í Bæjum fórust um eða yfir 20 kindur, og frá Lyngholti, grasbýli þar í grennd, fórust 10 kindur af 40. Mest mun þó fjártjónið hafa orðið hjá Þórði oddvita Hall- dórssyni á Laugalandi. Fórust þaðan af heimilinu um 150 fjár. Hrakti margt af því í Selá, vatnsfall mikið, er fellur eftir dálnum, er Langaland stendur í, milli Skjaldfannarfjalls og Hraundalsháls, og kvíslar úr henni. Einnig fennti margt fé, en sumt af því náðist lifandi úr fönninni. Þórður hafði eigi rekið fé sitt til slátrunar. Jón bóndi Fjalldal á Melgras- eyri á Langadalsströnd, missti 40—50 fjár; hrakti flest í sjóinn. Pétur Pálsson í Hafnardal missti um 50 fjár. Sigurður Pálsson á Nauteyri missti um 30. Á ýmsum öðrum bæjum fór- ust innan við 20 kindur í hríð- inni, svb sem að Hamri, Tungu og víðar. Munu þessir fjárskaðar vera einhverjir þeir mestu, sem orð- ið hafa af völdum hríðarveð- urs nú um skeið, og mjög til- finnanlegir þeim, er fyrir hafa orðið. að haga sér eftir kenningu hans. Með vísindalegum og líf- fræðilegum rannsóknum finnur Saikí næringarefnaþörf manna og það fæði, sem nákvæmlega megnar að viðhalda líkaman- um og líkamsorkunni án þess að vera til skaðsemdar. Að áliti Saikí getur Japani lifað fyrir 16 sen á dag og hald- ið fullri orku, líkamlega og andlega. í Vesturlöndum mundi slíkt þykja furðulegt. Og Saikí telur, að japanskur verkamaður, sem kaupir þrjá málsverði á dag fyrir 16 sen, fái betri, fjölbreytt- ari og næringarmeiri fæðu held- ur en verkamenn í Ameríku eða Englandi, sem verða að verja tuttugu sinnum meira fé til matarkaupa. Að því þarf eng- in rök að leiða, hve stórkost- lega þetta bætir aðstöðu Jap- ana í samkeppni við aðrar þjóðir. Saikí hefir gert grein fyrir leyndardómi kenninga sinna. Hvernig hefir hann komizt að raun um, hver sé eðlileg nær- ingarefnaþörf venjulegs Jap- ana? Hvernig hefir hann kom- izt að raun um, að japanskur verkamaður geti lifað á 16 sen- um á dag? Fyrst var að finna orkueyðslu hins hvílandi manns. Það er þegar orðið viðfangsefni vis- indamanna um allan hinn menntaða heim. Saikí gerði margvíslegar til- raunir um margra ára skeið. Þrjár þúsundir manna urðu að liggja tímum og dögum saman í rannsóknarstofu hans — EDGAR LAJTHA: Byltíng í mataræði Á síðari árum hefir mjög verið um það rætt, að bætt og breytt mataræði væri undirstaða aukinnar heilbrigði og hreysti. Engin þjóð mun vera lengra komin með vísindalega athugun mataræðis en Japanar. Veldur því meðal annars það markmið þeirra, að landið geti orðið sjálfbjarga, ef hafnbann ber að höndum. Meðfylgjandi grein, sem að mestu er þýdd úr bók eftir Edgar Lajtha um Japan, gefur nokkra hugmynd um þessar rannsóknir Japana.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.