Tíminn - 24.11.1942, Side 3

Tíminn - 24.11.1942, Side 3
140. blað TfMINrc, lirlðjudagimi 24. nóv. 1942 555 4 IV IV A l L Dánardægnr. Magnús Jónsson, vinnumaður að Efri-Fljótum í Meðallandi, lézt að Vífilsstöðum hinn 7. sept. síðastliðinn, eftir allmikla van- heilsu. Hann var fæddur að Efri-Steinsmýri 16. sept. 1879 og var því tæpra 63 ára að aldri. Foreldrar hans voru Jón Há- varðsson og Halldóra Magnús- dóttir og er nú Hávarður, bóndi að Efri-Fljótum, einn á lífi af börnum þeirra. Magnús fluttist á öðru ári með foreldrum sínum að Syðri- Steinsmýri og missti þar föður sinn mislingaárið 1882. Ólst hann svo upp með móður sinni á Syðri-Steinsmýri og dvaldi þar fram til ársins 1907, en þá reisti Hávarður bróðir hans bú að Efri-Fljótum og fluttist þá fjölskyldan þangað. Var Magn- ús svo vinnumaður hjá bróður sínum á Efri-Fljótum til æfi- loka. Eins og af þessu má ráða, var æfi Magnúsar ekki margbrotin eða fjölþætt. Heima á Efri- Fljótum stundaði hann hvers konar heimilisstörf á meðan hann hafði þrek og heilsu. Víir hann mjög verklaginn og smið- ur góður og má segja, að flest léki í höndum hans. Á vetrum hafði hann fjárhirðinguna á hendi og fórst það vel, enda var hann glöggur á fé og átti all- margt af því sjálfur. Leituðu ýmsir til hans um lán og fóru víst fæstir erindisleysu í þeim efnum, þótt sumir þeirra hefðu litla tryggingu að setja. Hann var bæði greiðvikinn og hjálp- fús og nutu þess bæði skyldir og vandalausir, því að hann gerði sér engan mannamun. Öll sín störf stundaði hann með skyldu- rækni, trúmennsku og um- hyggjusemi og gott var að hafa hann í ráðum með sér. í dag- legri framkomu var hann jafn- an stilltur og prúður, ljúfmann- legur og umgengnisgóður. í kringum hann var jafnan kyrrð og friður og ógætileg orð heyrð- ust aldrei af hans munni. Hann var hugljúfi þeirra, er þekktu hann og andúðarmenn mun hann enga hafa átt. Ég, sem þetta rita, þekkti hann persónu- lega ekki mikið, því að jafnan var langt á milli okkar. Ég sá hann stundum, er ég kom að Efri-Fljótum við húsvitjun, og einu sinni gisti hann þar, sem ég átti heima. En alltaf, er ég sá hann, var hann eins. Hann var eins og ljósið, stilltur og bjartur, með tryggðina skínandi úr augum. Manni varð það ó- sjálfrátt að líta til hans og íá traust og mætur á honum. Bros hans var blítt og ljúft og góð- mennskuna bar hann með sér. Án efa hafði hann góðan mann að geyma. Hans er minnst moð þakklæti og virðingu af ætt- ingjum og vinum fyrir það, sem hann var þeim og gerði fyrir þá. Drottinn blessi þeim minningu hans. Valgeir Helgason. Styrktar- og sjúkra- sjóður verzlunar- manna 75 ára í dag eru liðin 75 ár frá því að nokkrir kaupmenn í Reykja- vík stofnuðu vísi að sjóði til „styrktar verzlunarmönnum eða munaðarleysingjum þeirra, sem óverðskuldað eru sviptir at- vinnuveg sínum, annað hvort sökum veikinda eða annarra ó- happa, er að kunna að bera og fljótrar hjálpar þarf.“ Reglugerðin var samin á dönsku og flest eru nöfnin dönsk, sem undir eru rituð. Kaupmannafélagið í Reykjavík hét þá Handelsforeningen. Fyrstu stjórn sjóðsins skipuðu H. Th. A. Thomsen, Hannes St. Johnsen og Hans A. Sívertsen. Stofnendur sjóðsins voru 21 og skyldu þeir greiða 6 marka inntökugjald, 16 marka árs- gjald, og auk þess skyldu renna í sjóðinn sektir fyrir vanræksl- ur í félaginu, tíund af spila- gróða á fundum félagsins, ágóði af hlutaveltu o. þ. h. Sjóðurinn var 1633 kr. í lok fyrsta starfsárs, en var orðinn rúm 207 þús. kr. í árslok 1941. Á þessu tímabili hafa alls verið veittir 784 styrkir úr sjóðnum, að upphæð samtals rúmlega 155 þús. kr. Sjóðurinn hefir nú gefið út mjög snoturt rit um stofnun og störf sjóðsins. Er þar á fáum blöðum mikill fróðleikur um hina gömlu Reykjavík og hálf- dönsku Reykvíkinga. En stofn- un styrktarsjóðsins og margt annað bendir ótvírætt til, að þeir hafi sízt látið sér minna annt um hag bæjarins en af- komendur þeirra gera nú. Þeir gáfu hús til fyrsta barnaskóla bæjarins 1860, og þeir gáfu sjúkrahús 1865. í heftinu eru margar myndir af stjórnendum sjóðsins og enn fremur myndir frá Reykjavík árið 1867. Vilhjálmur Þ. Gíslason skóla- stjóri hefir skrifað þetta minn- ingarrit. un Evrópu“ með Þjóðverja sem viðurkennda yfirþjóð, og út- rýmingu bolshevisma og lýð'- ræðis úr vegi nazismans. Japan hefir gert hið sama með víg- orðinu: „Asía fyrir Asíumenn", og ennfremur með fyrirætlun- um sínum um „hagsmunasvæði Austurlanda“, þar sem Japanar drottni sem öndvegisþjóð. Stríðsmarkmið Bandamanna er að komast í fastara horf, ef marka má nýlega fram komin ummæli Staffords Cripps og Edens og Lytteltons í Bretlandi og yfirlýsingar Wallace, Milo og Perkins í Bandaríkjunum. En þau mættu verða skilmerkilegri og skýrari. í þessu efni er eng- an veginn nauðsynlegt að tala beinlínis um byltingu eða fullnaðarframkvæmd hennar. En það er nauðsynlegt að taka hana og fylgifiska hennar með í reikninginn. Ef það er viðurkennt, að bylting sé að einhverju leyti nauðsynleg, og að bezt sé að framkvæma hana á lýðræðis- legan hátt, er fyrsta sporið stigið. Næst liggur fyrir að gera sér ljós hin óhjákvæmilegu stefnuatriði, og geta skilgreint stefnu og aðferðir lýðræðisins í samræmi við þær breytingar, sem breytt viðhorf krefjast. Með því móti fást ekki aðeins fastar kennisetningar til að styðjast við, heldur og föst tak- mörk til leiðbeiningar. Það er næsta merkilegt, hve mikill stuðningur er að slíkri stefnuskrá og markmiðum í öllu því, er lýtur að afkomu- öryggi, framkomu gegn minni- máttar þjóðum, hlutverki lista í þjóðfélaginu, verzlunarskipt- um þjóða á milli og óteljandi öðrum málum. Enn fremur get- ur það haft mikla þýðingu til að forðast misskilning á sögu- legri þróun, misbeitingu á lýð- ræði til að hrinda fram mál- um, sem geta virzt ágæt í fljótu bragði, en eiga ekki næg ítök hjá þeim, sem eiga að njóta þeirra, misnotkun náttúrugæða í gróðaskyni og hvers konar þjóðargorgeir. Bezta aðferðin til að ráða þessum málum til lykta, kynni að vera að lýsa yfir sáttmálum, sem væru í aðalatriðum byggðir á Atlantshafssáttmálanum, en víðtækari og nákvæmari í ein- stökum atriðum. Væru þessir sáttmálar staðfestir af eins mörgum bandalagsþjóðum og unnt væri, yrði ekki frá þeim horfið. Samtímis væru sérfræð- ingar látnir vinna að áætlun- um um einstök atriði, sem kæmu til framkvæmda eftir (FramlL. á 4. síOuJ Orville Wright Hann miklaðist ekki af afreki sínu. Fyrir um fjörutíu og fimm árum gerðist hversdagslegur at- burður í Ohio. Hann virtist að minnsta kosti vera harla hvers- dagslegur þá, en okkur er nú um það kunnugt, að atburður þessi hefir haft áhrif á líf okkar og mun þó hafa enn mikilvægari og margþættari áhrif á líf barna okkar og barnabarna. Dag þennan lagði Orville Wright leið sína inn í bókasafn i Dayton í Ohio og fékk sér bók að lesa. Bók sú greindi frá Þjóð- verja, Lilienthal að nafni, sem gat flogið í svifflugu eða stóru loftfari. Lilienthal notaðist ekki við vél, en gat flogið eigi að síð- ur. Orville Wright gekk síðla til náða þetta kvöld. Sagan um þetta undraverða afreksverk hélt fyrir honum vöku. Hann vakti einnig áhuga Wilburs bróður síns fyrir máli þessu. Wright- bræðurnir hófust handa um að inna þrekvirki af höndum. Fóru leikar þannig að lokum, að tilraun þeirra lauk með uppgötvun flugvélarinnar, sem olli því, að nöfn þeirra verða ófyrnanleg í mannkynssögunni. Hvorugur þeirra hafði notið mikillar menntunar. Þeir útskrif- uöust aldrei úr æðri skóla. En þeim hlotnaðist annað mun mik- ilvægara en prófskírteini við háskóla. Þeir voru gæddir fram- takssemi og framaþrá. Mörgum árum áður, er þeir voru enn á bernskuskeiði, höfðu þeir tekizt för á hendur upp í sveit, tínt þar bein dauðra kúa og hesta og selt þau áburðarsmiðju nokk- urri. Þeir tíndu einnig járnarusl, sem þeir og seldu. Síðar stofn- uðu þeir prentsmiðju og freistuðu þess að hefja útgáfu dag- blaðs, en sú tilraun þeirra misheppnaðist. Þá opnuðu þeir verzl- un, þar sem þeir seldu og gerðu við hjólhesta. En hvaða starfa, sem þeir lögðu fyrir sig, dreymdi þá jafnan um það að fljúga. Á sunnudagskvöldum lágu þeir í makindum á sólvermdri hæð og virtu fyrir sér íuglana, er flugu yfir höfðum þeirra. Þeir höfðu hið mesta yndi af því að leika sér að flugdrekum og hófu nú tilraunir sinar i þágu íluglistarinnar fyrir alvöru. Þar kom aö lokum, að þeir smíðuðu loftfar eða svifflugu og fóru með hana til Kitty Hawk í Norður-Karolinu. Þangað lögðu þeir leið sína sökum þess, að svalur saltvindur blæs þar jafnan af hafi, og jarðvegurinn er mjúkur, þar sem hann myndast af öldóttum sandflæmum. Árum saman gerðu þeir tilraunir með svifflugur sínar. Þar kom, að þeir settu í eina þeirra vél, er þeir höfðu sjálfir búið til, og breyttu henni í flugvél. Seytjánda dag desembermánaðar árið 1903 unnu þeir þá merku dáð, að takast fyrstu flugferðina á hendur, svo að vitað sé. Þeir vörpuðu hlutkesti um það, hvor þeirra ætti fyrr að fljúga. Orville varð fyrir valinu. Dag þennan var svalt í veðri og sólar naut eigi. Stormurinn hrannaði ís- jaka við strönd Kitty Hawks. Fimm menn bisuðu við flugvélina og áttu fullt í fangi með það að halda á sér hita. En þótt kalt væri, bar Orville ekki einu sinni yfirfrakka, er hann steig upp í flugvélina, til þess að hún væri sem léttust. Þegar klukkan var nákvæmlega þrjátíu og fimm mínútur yfir tíu, settist Orville við stýrið og setti vélina í gang. Þetta furðu- lega farartæki hóf sig til flugs með háreysti miklu, og stóð log- inn út úr því. Vélin barst fram og aftur um tólf sekúndna skeið og lenti þá hundrað fet þaðan, sem hún hafði hafið sig til flugs. Þetta var stórviðburður. Það var brotið blað í sögu menningar- innar. Loksins hafði hinn mikli draumur kynslóðanna rætzt. Fyrsta sinni hafði maðurinn hrist af sér fjötra jarðarinnar og lagt leið sína um viðáttu geimsins. En Orville Wright hélt skapstillingu sinni fullkomlega, þrátt fyrir afrek þetta. Hann kvaðst hafa haft áhuga fyrir því að koma máli þessu 'í framkvæmd og því hafizt handa. Hann lét þess getið, að hann hefði aldrei látið áhugann fyrir fluglistinni halda fyrir sér vöku nema einu sinni, er hann var drengur og varð um það hugsað, hvort mönnunum myndi nokkru sinni auðn- ast að fljúga. Þótt undarlegt kunni að virðast, hefir Orville Wright, fyrsti maðurinn, sem flaug flugvél, ekki komið upp í flugvél frá því árið 1918 og aldrei stjórnað flugvél frá því árið 1914. Hvernig er því varið? Árið 1908 flaug hann flugvél yfir Fort Myers í Virginiu. Þá fór eitthvað úr lagi. Flugvélin steyptist til jarðar. Wright komst nauðulega lífs af. Upp frá þessu eru honum öll ferðalög hin mesta þraut. Hann getur að sönnu ferðazt fót- gangandi, en hinn minnsta hristing þolir hann ekki. Hann er hæglátur maður og unir kyrrðinni bezt. Allt há- reysti og uppnám er honum hvimleitt. Honum kemur ekki til hugar að skrifa ævisögu sína. Honum er það á móti skapi, að myndir séu teknar af sér og fréttaritarar ónáði sig. Wilbur bróðir hans, sem lézt árið 1912, komst einhverju sinni þannig að orði: — Páfagaukarnir eru einu fuglarnir, sem tala, og þeir fljúga ekki heldur sérstaklega hátt. Báðir Wrightbræðurnir voru hæglátir menn og alþýðlegir. Dag nokkurn hugðist Wilbur að taka fram vasaklút. Þá féll rauður borði úr vasa hans á gólfið. Systir hans spurði hann, hvað þetta væri, og hann svaraði: — Ó, þetta. Ég gleymdi að segja þér frá þvi. Þetta er borði heiðursfylkingarinnar, sem franska stjórnin sæmdi mig í gær. Orville og Wilbur Wright fengust aldrei til þess að fljúga á sunnudögum. Einhverju sinni bað Spánarkonungur þá að fljúga með sig á sunnudegi, en þeir brugðu eigi af vana sínum og neit- uðu hans hátign þessa. Hvorugur Wright-bræðranna kvæntist. Faðir þeirra lét ein- hverju sinni svo um mælt, að þeir gætu ekki bæði séð fyrir kon- um og flugvélinni. Þeir völdu því flugvélina. Vatnsdœlingum og öörum vinum fjœr og nœr, sem sýndu mér og konu minni margháttaða vinsemd meö samsæti, símskeytum og gjöfum á 80. afmœl- isdegi mínum 14. okt. s. I., votta ég okkar innileg- asta þakklœti. Dagur þessi mun verða okkur hjón- um ógleymanlegur fyrir þá hlýju vinsemd, sem mœtti okkur úr öllum áttum. Þórormstunga, 20. okt. 1942, Jón Hannesson Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Vinnið að útbreiðslu tímaritsins Samvinnunnar. Nmásöluverl) á vindlingum. Útsöluverð á enskum vindlingum má eigi vera hærra en hér segir: Players N/C med. . .. . 20 stk. pk. . .. ... kr. 2.50 pakkinn May Blossom . 20 — — .. .... — 2.25 — De Reszke, Virginia . . 20 — — .. . ... — 1.90 — Commander . 20 — — . . . ... — 1.90 — De Reszke, tyrkn. ... . 20 — — . . .... — 2.00 — Teofani . 20 . . . . — 2.20 Derby 10 . . . — 1 25 Soussa . 20 . .. . — 2.00 Melachrino nr. 25 ... . 20 . .. . — 2.00 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 3% hærra en að framan greinir, vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala ríkisius. Jörö til sölu. Jörðin Störa-Hvarf í Þorkelshólshreppi í Vestur-Húnavatns- sýslu fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Land jarðar- innar er víðáttumikið og ágætt til sauðfjárbeitar. Tilboð sendist undirrituðum fyrir 15. febrúar næstk. Réttur áskilinn til að hafna öllum tilboðum. Hvammstanga, 13. nóv. 1942. Skúli Gnðnnuidsson. Blómabúðí n Garður li.f. Garðastræti 2. — Sími: 1899. Afskorin blóm, Pottaplöntur, Kransar, Kistu- skreytinfi, KERAMIK. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Ramm- nnjl íslenzk u|||| Árni Jónsson Hafnarstræti 5. Sími 5805. jitúlkur vantar nú þegar í Kleppsspítalann. 48 stunda vinnuvika. IJpplýsingar hjá yfirlijúkrunarkonunni. Sími 2319 eða 2317. Innheímtumenn Tímans uin land aUt! Vinnið eftir fremsta megni að innheimtu Tím- ans. — Gjalddaginn var 1. júlí. rVMlKlMTA TlliMS.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.