Tíminn - 25.11.1942, Blaðsíða 3
141. blað
559
Frú Helga Jónsdóttir
]S1^í fafOPt
Hún bar hið blíða heiti
úr bernskusögum þjóðar,
var hýr sem baldursbráin
og björt — með varir rjóðar,
féll gullbjart hár á herðar,
skein heiðisblámi úr augum,
fól norrænt afl í örmum
og innst í hjartataugum.
Svo varð hún og að vera,
er vildi skáldi fylgja
til nýrrar álfu — og una
sem öðlings möttli sylgja,
sem hjálmur hetjuenni,
sem hendi Draupnir góður,
er gaf sinn höfga í gulli
og geislaði krafti hljóður.
Hún fylgdi upp til fjalla ,
í frelsið vini hraustum
og bar hins sterka byrðar
í böndum ástar traustum.
* Og eitt varð allt, er mæddi
og allt, er vannst í raunum,
og einn varð gleðigeislinn
og gull í sigurlaunum.
— Nú grær um garðinn fræga
hin græna skógarhöllin.
í austri og vestri óma
af óði stórskálds fjöllin.
En hvað veit harður heimur
um hana, er lokkastrengi
á snillings hörpu sneri
og snerti æfilengi? —
Veit ekkert. — Og hún unir
því allra bezt sem fyrri,
að vera lind, sem líður
í laufhlíð unaðskyrri,
— að vera lóan ljúfa,
er lauf und tungu felur
og sínum vildarvini
öll vorsins mæti gelur.
Ég heyrði í vestri vængi
til vorlands grípa tökin
og hugði blítt til hennar,
sem hinztu greiddi rökin,
sem áttatíu ára
var ung og sterk og fögur. —
Svo far vel, Helga frænka!
Ei fyrnast hjartasögur.
Hulda.
Gleymið ekkí að borga
Tí m ann.
sér ólesnar. Hann er vaxandi
kjarngróður í íslenzkum bók-
menntum.
Jón úr Vör: Stund milli
stríða. Ljóð — Reykjavík
1942.
Fyrsta ljóðabók Jóns úr Vör
kom út 1937. Hann kallaði
hana: Ég ber að dyrum. Mörg-
um þótti hann kveðja vel dyr-
anna. Ljóðin voru ekki stór-
brotin, en það var í þeim hlý-
legur og þó æðrulaus grunn-
tónn. Þau voru heldur ekki
saumuð upp úr annara ílikum.
Svo margir urðu til að bjóða
ljóðakveri hans inn, að það
seldist upp á fáeinum vikum og
var prentað aftur á fyrsta ári.
Síðan þetta var, hefir Jón ýtt
úr vör til framandi landa, verið
eitt ár í Svíþjóð og farið skyndi-
för suður í lönd. Svo hefir hann
gerzt ritstjóri Útvarpstíðinda,
en það kvað vera stríðsamt
starf, einkum að herja dag-
skrána út í tæka tíð hjá út-
varpsráði. Þess vegna munu
tómstundir hafa orðið fáar, og
því mun hin nýja ljóðabók hafa
hlotið nafnið Stund milli stríða.
Annars verður höfundurinn að
svara því meö sjálfum sér, hvort
| þetta bókarheiti sé hugsað á
móðurmálinu eða fengið að
i láni og þýtt.
Þessi bók er 78 bls. Kvæðin
eru allmörg en smá, ein vísa á
opnu minnir mig oftast á stök-
una um innihaldið og umbúð-
irnar, lóðið og vættina.
Jón úr Vör virðist vera á
tímamótum í skáldskap sínum.
Fremst í bókinni eru nokkur
kvæði með hans fyrri einkenn-
um. Síöan koma tilraunir, hálf-
kveðnar vísur, jafnvel gervi-
ljóð, órímuð þankakorn. Hann
er trauður til að ráðast í stór
yrkisefni eða hann sleppir af
þeim hendinni, þegar þau fara
að verða erfið viðureignar.
Ég get sagt það, að ég hefði
vænzt heldur meira af Jóni úr
Vör, þegar hann barði að dyr-
um fyrir fimm árum með fyrstu
ljóðabók sína undir hendinni.
En það er sanngjarnt að líta
á þessi ljóð sem áfanga á miðri
leið. „Allt er þegar þrennt er“,
segir máltækið, og mér er nær
að halda ,að Jóni úr Vör sé eng-
inn vanzi að því að hugsa eitt-
hvað svipað og Napoleon gamli:
í næsta áfanga verð ég annað
hvort gamall eða dauður.
TÍMINIV, miðvlkwdagiim 25. núv. 1942
Nizaminn af Hyderabad
Hann á fimm hundruð konur og er þó
auðugasti maður heimsins.
Auðugasti maður heimsins borðar með fingrunum. Hann notar
hvorki hníf, gaffal né skeið. Hann borðar meira að segja súpu
með fingrunum.
Ég á hér ekki við hinn vandfýsna Morgan, hinn hófsama
Rockefeller né hinn önnum kafna Ford.
Nei, auðugasti maður heimsins hefir eigi látið til sín taka á
vettvangi verzlunar né viðskipta. Hann hefir aldrei litið Vegg-
stræti augum, og fæstir Amerikumenn hafa meira að segja heyrt
iians getið.
Hann heitir Osman Ali Khan Bahadur Fateh Jung Asaf Jah.
En venjulega er hann aðeins nefndur Nizaminn af Hyderabad.
Hann er afkomandi hinna gömlu mongólsku herkonunga, sem
iögðu Indland undir sig fyrir mörgum öldum. Hann drottnar
yfir auöugasta íylki Indlands.
Hvað gerir hann við öll auöæfi sín? Þegar svara skal slíkri
spurningu má til dæmis láta þess getið, að hann hefir kvennabúr
með meira en fimm hundruð konum.
Hann ann þó einni þeirra öllum hinum heitar. Hún ekur
i dýrlegum vagni og þess er vandlega gætt, að vegfarendur sjái
ekki ásjónu hennar. Hann lætur sér fátt um hinar fegurðar-
drottningarnar. Sagði ég annars fegurðardrottningar? Það mun
eigi vel að orði komizt, þvi að hann erfði kvennabúrið eftir föður
sinn, sem lézt fyrir þrjátíu árum. Konur þær, er það gista, hafa
því efalaust látið á sjá allan þennan tíma, þótt þær kunni að
hafa verið fagrar i æsku sinni. Þó er Nizaminn svo strangur við
þær, að hann leyfir ekki einu sinni geldingum að fara inn í
kvennabúrið.
Auðugasti maður heimsins rís úr rekkj u - morgun hvern fyrir
dögun. En hann þarf ekki að hafa fyrir þvi að spretta á fætur
og stöðva vekjaraklukkuna, því að hans hátign er vakinn frá
draumum sínum af hljómsveit, sem kemur á fund hans með
söng og hijóðíærasiætti. Þar sem hann er Múhammeðstrúarmað-
ur, rís hann svo ária á fætur, til þess að hann geti horft í áttina
til Mekka og gert Allah bæn sina, er sólin skín yfir Hyderabad-
næðum.
Hann hefir fjóra þjóna, sem hafa það starf eitt með höndum
að klæða hann. Hver þeirra klæðir sérstakan hluta hins hágöfga
iikama. Einn þeirra er til dæmis buxnasérfræðingur. Þegar hann
hefir aöstoðað húsbónda sinn við að fara i buxurnar, getur hann
notið hvíldar þaö, sem eftir er dagsins. ,
Nizaminn er einvaldur og ræður lífi og dauða fimmtán miljóna
manna. Þegnar hans varpa sér iotningarfullir til jarðar, er þeir
verða á vegi hans.
Enda þótt hann baði sig á hverjum morgni, notar hann ekki
sápu. Hann notar trjábörk í hennar stað. Hann snæðir ekki
morgunverö fyrr en fjórum klukkustundum eftir að hann rís úr
rekkju. Þá snæðir hann i senn morgunverð og hádegisverð. Hann
drekkur ekki te né kaffi — aðeins mjólk og vatn.
Hann snæðir morgunverð sinn aí gulldiskum. Það er máls-
verður, sem er í frásögur íærandi. A matborði hans getur að
líta hina ljúfíengustu og girnilegustu rétti.
Venjulega ber hann hvitan silkifrakka, alsettan djásnum.
Hann hefir perlu- og demantsfestar um háls sér. Þó hefir hann
sézt opinberlega i svörtum kyrtli með fitublettum í,
Enda þótt hann haíi rakara í þjónustu sinni, er það alsiða, að
hann gangi um óklipptur og órakaður.
Nizaminn af Hyderabad á stóJ<a, kerrur, vagna og jafnvel fall-
byssu setta gulli, smarögðum og rúbínsteinum. Sem gefur að
skilja er gullfallbyssa þessi ætluð til skrauts en eigi hernaðar-
þarfa.
Hvar hefir Nizaminn hlotið auðæfi sín? Mikill hluti þeirra er
kominn úr Golcondadalnum, þar sem auðugustu demantanámu
heimsins er að finna. Þaðan eru komnir margir írægustu gim-
steinar heimsins, svo sem Kohinoorgimsteinninn, sem Maria
Englandsdrottning bar, Hopegimsteinninn, sem mest óhamingja
fylgdi, og Orloífgimsteinninn, sem Katrin mikla átti.
Nizaminn á þaö til að vera örlátur og gestrisinn. Þess eru
mörg dæmi, aö hann hafi boðið fimm hundruð gestum til mið-
degisverðar.
Hann fer í leiðangra á markaðinn til þess aö afla sér vista
og annars, er hann telur sig þarfnast. Þegar hans hátign óskar
að fá eittiivað, sem á boðstólum er, láta kaupmennirnir það jafn-
an af hendi við hann, án þess að hann þurfi að greiða nokkuð
fyrir það. Hann heldur að þvi búnu aítur til hallar sinnar, og
hersing af þjónum ber körfur fullar af alls konar vörum, sem
hafa ekkert kostað. Stundum sendir hann vinum sinum körfur
þessar og lætur þess þá jafnframt getið, hvað þeim beri að greiða
fyrir þann heiður að fá gjafir þessar.
Fyrir allmörgum árum lét Nizaminn þau boð út ganga, að
hann myndi gefa út bók meö frumsömdum ljóðum. Hvert eintak
bókarinnar átti að kosta sem svarar tuttugu dollurum og auk
þess átti að prenta hluta af upplagi bókarinnar á úrvals pappír
og tölusetja þau eintök, enda skyldu þau kosta sem svarar
hundrað dollurum. Þar sem enginn Hyderabadbúi dirfðist að
neita að kaupa ljóð hans hátignar, gekk söfnun áskrifenda að
bókinni með ágætum. Nú er langt um liðið, en aldrei hefir bókin
komið út, og peningarnir, sem inn komu, hafa aldrei verið end-
urgreiddir.
Nizaminn talar ensku eins og væri hún móðurmál hans. Hann
skýtur tígrisdýr af fílsbaki, ber hringa i eyrum sér, gefur þeirri
konu sinni, er hann ann heitast, sem svarar tvö hundruð doll-
urum í eyðslueyri á mánuði hverjum, og sefur í rekkju, sem engin
dýna er í.
30 °|„
O § T A R
Samband ísl. samvinnufélat/a.
SAMVINNUMENN!
Vinnið að útbreiðslu tímaritsins
Samvinnunnar.
Aðvörun.
Athygli allra kaupgreiðenda hér x bæ, er útsvör 1942 hafa
eigi greitt fyrir starfsfólk sitt, hvort heldur. það er á mánaðar-
eða vikulaunum, eða á livern annan hátt, sem því eru greidd
vinnulaun, er vakin á því, að lögum samkvæmt ber þeim að sjá
um greiðslu útsvaranna.
Verða allir þeir, er vanrækja þetta, gerðir ábyrgir fyrir út-
svarsgreiðslunum.
Húsráðendur bera sömu ábyrgð á útsvörum vinnustúlkna, er
hjá þeim vinna, og að'rir atvinnurekendur á útsvörum stai-fs-
manna sinna.
Skrifstofa borg'arstjóra.
Tökum tau til þvotta.
Upplýsingar í síma 5113.
Sækjum.
ÞVO
Sendum.
TTABJ0RNINN
Afgreiðsla Laugaveg 68. — Sími 5113.
GÓÐ BÚJ0RÐ TIL LEIGU.
Þrastarhóll í Hörgárdal er laus til ábúðar á næsta vori. Jörðin
ber um 200 fjár, 20 nautgripi og 10 hi-oss.
Tún véltækt og nokkuð af engi. Sjálfrennandi vatn í íbúð og
öll peningshús.
Semja ber við undimtaðan eiganda fyrir 10. febr. n. k. Á-
skilinn réttur til að taka hvaða beiðni eða boði sem er, eða
hafna öllum.
Ennfremur get ég selt á komandi vori^sauðfé, kýr og hross.
Athygli skal vakin á því, að sauðfé mitt er SÉRSTAKLEGA
HRAUST og afburða gott.
Þrastarhóli 5./11 1942.
Þórh. Ásgrímssou.
Gráðaosturinn
er komiim aftur.
Fæst í heildsölu aðeins hjjá
Samb. ísl. samvinnuíélaga
Sími 1080
KARLMANNAF0T
Nýkomin sending af enskum karlmannafötum. — Ýmsir litir.
Allar algengar stærðir. — Stakar buxur.
Klæðagerðin ULTIMA,
Skólavörðustíg 19. Sími 3321.
%
Ný sendiug er komin af
Battersby-höttum
frá Akureyri ojaS SauÖárkróki fyrirliggjandi
Amerískar og enskar gerðir í mörgum litum.
Samband ísLsamvinnuíélaga
kaupfélaq
§tnlkn
vantar í eldhúsið á Kleppi nú þegar.
Vefnaöarvörudeild.
IJppl. hjá ráðskonuinni, simi 3099.1 rww
+ ÚTBREIÐIÐ TÍMANNé