Tíminn - 25.11.1942, Síða 4

Tíminn - 25.11.1942, Síða 4
560 TÍMPTCV, miðvikmlagiim 25. nóv. 1942 141. blað ÚR BÆNV!H Þingi Sósíalistaflokksins, sem staðið hefir hér í bænum, er nú lokið. Einar Olgeirsson var end- urkosinn formaður flokksins og Brynj- ólfur Bjarnason endurkosinn formað- ur flokksstjórnar. Varaformenn eru Sigfús Sigurhjartarson og Steingrím- ur Guðmundsson. Auk þess eru í mið- stjórn flokksins i Reykjavík: Jón Rafnsson, Ársæll Sigurðsson, • Petrína Jakobsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Arn- finnur Jónsson, Eggert Þorbjamarson, Sigurður Guðnason, Ólafur H. Guð- mundsson, Kristján Eyfjörð, Stef- án Ögmundsson. Auk þessara manna skipa miðstjórnin nokkrir fulltrúar úti á landi, sem ekki geta sótt fundi hennar að staðaldri. Þingi Alþýðuflokksins, sem staðið hefir hér í bænum, er nú lokið. Stefán Jóhann Stefánsson var endurkosinn formaður flokksins og Haraldur Guðmundsson varaformaður. Jón Blöndal var kosinn ritari flokks- ins í stað Jónasar Guðmundssonar.' Önnur breyting á stjóminni varð sú, að Gylfi Þ. Gíslason og Arngrímur Kristjánsson vom kosnir í stað Guðm. I. Guðmundssonar og Ásgeirs Ásgeirs- sonar. Aðrir meðlimir miðstjórnarinn- ar í Reykjavík em: Sigurjón Ólafsson, Ingimar Jónsson, Guðmundur R. Odds- son, Soffía Ingvarsdóttir, Emil Jóns- son og Kjartan Ólafsson. Auk þess eru nokkrir miðstjórnarmenn búsettir ut- an Reykjavíkur. Rannveig Kristjánsdóttir, dóttir Kristjáns Sigurðssonar kenn- ara á Akureyri, er nýkomin hingað frá Svíþjóð. Hefir hún stundað þar nám við húsmæðrakennaraskóla í Uppsöl- um og Socialpolitisk Institut i Stokk- hólmi. Hún mun taka við kennslu í Húsmæðraskólanum hér. Tímarit Verkfræðingafélags íslands, 1. og 2. hefti 1942, em komin út. í báðum heftum eru greinar eftir Þor- kel Þorkelsson er hann nefnir „Enn um hverarrannsóknir mínar“, þá eru i heftunum greinar um félagsmál. Merkílegt fyrirbrígðí í Hánaþingi Rétt fyrir haustkosningar gerðist það merkilega fyrirbrigði í Húnaþingi, að á bæjum sýsl- unnar tók að rigna dreifibréf- um frá Páli Kolku, lækni á Blönduósi. Kemur blessaður læknirinn þar grátbólginn og kjökrandi fram fyrir sveitunga sína og biður þá ásjár. Bless- aður drengurinn, hann hafði orðið fyrir einhverri áreitni frá nábúa sínum, Hannesi á Und- irfelli. Engan skal undra, þó öðrum eins einlægum friðarvini sárn- aði. Sérstaklega biður hann á- takanlega, til þeirra, er hann hefir vakið upp frá dauðum, að leggja sér lið við kosningar þær, er í hönd fari og kjósa ekki Hannes á þing. Líklegt þykir, að svo átakanlegt andvarp læknisins hafi runnið mörgum til rifja. Einum, er bréf þetta las, varð að orði: Klagar sáran, Kolka skinn kjökrar grár í skapi. Hýrnar brá, ef Hannes minn hörfar frá með tapi. 15. okt. Norðlendingur. Starfsskrá Framsóknarflokksíns (Framh. af 1. síðu) annist þau mál, er varða sambúð þjóðarinnar og setuliðsins í landinu. Verði jöfnum höndum lögð áherzla á verndun þjóð- iegra verðmæta og að kynna setuliðinu íslenzka menningu. íþróttasjóður verði efldur, stutt að því að reist verði hentug samkomuhús fyrir æskulýð Reykjavíkur og ungt fólk úr öðrum héruðum, sem í höfuðstaðnum dvelur, og skipulagðar, undir eftirliti fræðslumálastjórnarinnar, sýningar og útbreiðsla menn- ingarkvikmynda í kauptúnum og sveitum. Fræðslulögin verði tekin til endurskoðunar, m. a. í því skyni að auka kennslu í móðurmálinu, skrift, reikningi, íþróttum og verklegum greinum. Gerðar verði ítrustu ráðstafanir til að greiða fyrir heimkomu íslenzks námsfólks, er dvelur á meginlandi Evrópu, og lokið hefir námi. Undirbúnlngur framkvæmda. 18. Alþingi kjósi nefnd, er geri áætlanir og tillögur um fram- kvæmdir í landinu, þegar stríðinu lýkur og herinn hverfur á brott. í tillögunum verði að því stefnt, að þær framkvæmdir, sem veita skulu atvinnu fyrst í stað, verði jafnframt undirstaða að aukn- ingu atvinnureksturs og framleiðslu í landinu. Nefndin skal ennfremur gera tillögur um fyrirkomulag á stór- atvinnurekstri í landinu. Lögð verði sérstök áherzla á að at- vinnureksturinn sé skipulagður á samvinnugrundvelli, svo að þeir, sem að honum vinna, beri úr býtum endurgjald fyrir störf sín i samræmi við afkomu atvinnurekstursins. Alpingf i: Neíndarkosning- ar í deíldum Nefndarkosningar í neðri deild Alþingis fóru á þessa leið: Fjárhagsnefnd: Af A-lista: Einar Olgeirsson og Ásgeir Ás- geirsson. Af B-lista: Skúli Guð- mundsson. Af C-lista: Jón Pálmason og Ingólfur Jónsson. Samgöngumálanefnd: Af A- lista: Þóroddur Guðmundsson og Barði Guðmundsson. Af B- lista: Sveinbjörn Högnason. Af C-lista: Gísli Sveinsson og Sig- urður Bjarnason. Landbúnaðarnefnd: Af A- lista: Sigurður Guðnason og Emil Jónsson. Af B-lista: Bjarni Ásgeirsson. Af C-lista: Jón Sig- urðsson og Jón Pálmason. Sjávarútvegsnefnd: Af A- lista: Lúðvík Jósefsson og Finn- ur Jónsson. Af B-lista: Gísli Guðmundsson. Af C-lista: Sig- urður Kristjánsson og Sigurður Bjarnason. Iðnaðarnefnd: Af A-lista: Sigurður Thoroddsen og Emil Jónsson. Af B-lista: Sigurður Þórðarson. Af C-lista: Sigurður Hlíðar og Ingólfur Jónsson. Menntamálanefnd: Af A- lista: Sigfús Sigurhjartarson og Barði Guðmundsson. Af B- lista: Páll Þorsteinsson. Af C- lista: Gísli Sveinsson og Jón Sigurðsson. Allsherjarnefnd: Af A-lista: Áki Jakobsson og Stefán Jóh. Stefánsson. Af B-lista: Jörund- ur Brynjólfsson. Af C-lista: Garðar Þorsteinsson og Gunn- ar Thoroddsen. í efri deild fóru nefndar- kosningar þannig: Allar góðar hásmæður þekkja hinar ágætu SJAFNAR-vörur Þvottaduftið PERLA ræstiduftið OPAL •^VsSí kristalsápu stangasápu Fjárhagsnefnd: Af A-lista: Haraldur Guðmundsson og Steingrímur Aðalsteinsson. Af B-lista: Bernharð Stefánsson. Af C-lista: Pétur Magnússon og Lárus Jóhannesson. Samgöngumálanefnd: Af A- lista: Brynjólfur Bjarnason. Af B-lista: Ingvar Pálmason. Af C- lista: Gísli Jónsson. Landbúnaðarnefnd: Af A- lista: Kristinn E. Andrésson og Haraldur Guðmundsson. Af B- lista: Páll Hermannsson. Af C-lista: Þorsteinn Þorsteinsson og Eiríkur Einarsson. Sjávarútvegsnefnd: Af A- lista: Guðmundur I. Guðmunds- son. Af B-lista: Ingvar Pálma- son. Af C-lista: Gísli Jónsson. Menntamálanefnd: Af A- lista: Kristinn Andrésson. Af B- lista: Jónas Jónsson. Af C- lista: Eiríkur Einarsson. Allsherjarnefnd: Af A-lista: Guðmundur I. Guðmundsson og Brynjólfur Bjarnason. Af B- lista: Hermann Jónasson. Af C- lista: Bjarni Benediktsson og Lárus Jóhannesson. Bóndl — Kaupir |>ú bítnaðarblaðið FREY? Landkönnuðir mínn- asf Islands Félag landkönnuða, sem 1 eru margir af helztu landkönnuð- um, ferðalöngum og mennta- mönnum Bandaríkjanna, sam- þykkti í dag ákvörðun um að minnast fullveldisdags íslend- inga 1. desember. „Meðan íslenzka stjórnin og þjóðin búa sig undir að halda daginn hátíðlegan, er það okk- ur gleðiefni að senda systurríki okkar innilegar heillaóskir og árnaðaróskir um frið og velmeg- un í framtíðinni“, segir í ákvörð- uninni. Margir meðlimir þessa félags, sem eru ferðalangar og hafa farið um heim allan, hafa komið til íslands og eiga þar marga góða vini. Við gerum okkur hið sameiginlega takmark landanna vel ljóst. Það gleður okkur að sjá vináttu og aukinn áhuga íslands og Bandaríkjanna hvort á öðru á þessum stríðstímum. Það er von okkar að hin tvö lýðveldi okkar muni ekki aðeins viðhalda þjóðfrelsinu, heldur muni og sanna heiminum eftir stríðið, að sterkasta afl hverr- ar þjóðar, stórrar eða smárrar, sé frelsi hennar og viðurkenning hennar á frelsi annarra þjóða.“ Meðal meðlima félagsins eru Roosevelt forseti, Richard Byrd, aðmiráll, Sir Hubert Wilkins, Rockwell Kent, Lincoln Ells- worth og Theodore Roosevelt offursti. Eftirfarandi meðlimir félagsins hafa komið til íslands: Vilhjálmur Stefánsson, Emile Walters, Reginald Orcutt, Bob Bartlett höfuðsmaður, Dr. K. K. Newcomb, Thor Solberg, J. H. Greaves, R. A. Logan, H. Scudder jr., Earl P. Hanson, D. Paine, L. N. Coilow offursti, N. A. Perkins og C. L. Fisher. (Frá ameríska blaðafulltr.). W $ SPIL ÁRNI JÓNSSON Hafnarstræti 5. Sími 5805. Þúsaiidii* vita að gæfan íylgir trúlofunar- hringunum frá SIGURÞÓR. Sent gegn póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Tökum framvegis á móti pöntunum á Smurðu brauði Matsalan Gullfoss Sími 5343. Það er fljótlegt að matreiða „Freía“ fískfai*s, auk þess er það hollur, ó- dýr og góður matur. ræklfærisRiafir, í góðu úrvali. Trúlofimarbringar, Sent gegn póstkröfu. Guðm. Andrésson gullsmiður. Laugavegi 50. — Sími 3769. Stöðvun frystihúsanna (Framh. af 1. slðu) að gera tilraunir til að fá verð frystivaranna hækkað og jafn- framt var stjórn S. H., ásamt nefnd 3ja manna, sem kosin var á fundinum, falið að eiga tal við Alþingi og ríkisstjórn um málið. Jafnframt var og sent bréf til Alþingis til að lýsa við- horfinu. Nálega öll hraðfrysti- húsin hafa neyðzt til að stöðva rekstur sinn. Aðeins örfá halda áfram rekstri næstu vikur. ]\jleð stöðvun á rekstri frysti- húsanna tapast mikil atvinna og í þorpum og smærri ver- stöðvum, þar sem ísfisktökuskip koma, til að kaupa nýjan fisk, er útlit fyrir að útgerðin stöðvist að meira eða minna leyti. Viðunandi úrræði til umbóta taldi fundurinn aðeins tvö: 1. Hækkað söluverð afurð- anna. 2. Lækkun á verðlagi og kaup- gjaldi innanlands og lækkun tolla á aðkeyptum efnivörum og útflutningsgj aldi. Þriðju leiðina, sem máske mætti nefna, ríkisstyrk til þessa atvinnuvegar, taldi fundurinn einróma, algerlega óviðunandi. Vinnið ötullega fgrir Tímann. GAMLA BÍÓ Broadway lokkar! LANA TURNER, (Two Girls on Broadway). JOAN BLONDELL, GEORGE MURPHY. Sýnd kl. 7 og 9. Kl. 31/2—6%: „FÁLKINS" Á VEIÐUM. með George Sonders. Börn fá ekki aðgang. -NÝJA BÍÓ . Sléttu- rænmgj ar nir. (Western Union) Stórmynd í eðlilegum lit- um. Aðalhlutv. leika: ROBERT YOUNG, RANDOLPH SCOTT, VIRGINIA GILMORE. Börn yngri en 16 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Framhald almennra bólusetnínga. í dag (miðvikud. 25. nóv.) verður haldið áfram al- mennri bólusetningu í Templarasundi 3 (Ungbarna- verndin). — Kl. 9,30—11 skal færa þangað börn af Berg- þórugötu, Njálsgötu og Grettisgötu ofanverðri milli Frakkastígs og Barónsstígs. Kl. 13—14,30 skal færa þang- að börn af Grettisgötu neðanverðri og Laugavegi. milli Frakkastígs og Barónsstígs. Kl. 15—16 skal færa þangað börn af Hverfisgötu og svæðinu þaðan til sjávar, milli Frakkastígs og Barónsstígs. Síðar verður auglýst bólusetning barna innan Baróns- stígs og vestan Laugarnesskólahverfis. Föstudaginn 27. p. m. verða bólusett 1 Laugarnesbarna- skóla, börn úr því skólahverfi. Kl. 13,30—15 skal færa þangað börn sem heima eiga vestan Laugarnesvegar. Kl. 15,30—16,30 skal færa þangað börn annarsstað- ar úr því skólahverfi. Bóluskoðun verður á sömu stöðum og tíma, viku síðar. Skyldug til bólusetningar eru öll börn 2ja ára og eldri, ef þau hafa ekki haft bólusótt eða verið bólusett með fullum árangri eða þrisvar án árangurs. Skyldug til bólusetningar eru öll börn, sem á þessu ári verða fullra 13 ára eða eru eldri, ef þau ekki eftir að þau voru fullra 8 ára. hafa haft bólusótt eða verið bólusett með fullum árangri eða þrisvar án árangurs. að gefnu tilefni skal enn einu sinni brýnt fyrir fólki að MJÖG ÁRÍÐANDI er að ekki komi börn af öðrum göt- um en þeim, sem hér eru ákveðnar. Héraðslæknirinn í Reykjavík, 23. nóv. 1942. MAGNÚS PÉTURSSON. F ramsóknarmenn í Reykjavík Afgreiðsla Tímans biðiir yltkur vinsamleg- ast um aðstoð við að útvega börn eða unglinga til að bera blaðið til kaupenda í bænum. oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooos The Woríd’s News Seen Through The Christian Science Monitor An lnternational Daily Newsþaþer ú Truthful—Constructive—Unbiased—Free from Sensational- ism — Editorials Are Timely and Instructive and Its Daily Features, Together with the Weekly Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Price $ 12.00 Yearly, or jSl.OO a Month. Saturday Issue, including Magazine Section, $2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 25 Cents. Nmh- Aahireas- SAMPLB COPY ON REQUEST ►oooooooooooooooooooooooooooooooooooot Kaupendur Tímans utan Rcykjavíkur cru minntir á, að gjalddagi 26. árgangs var 1. júlí síðastl. Eru beir því vinsamlcga beðnir að greiða ársgjaldið, kr. 15.00, scm fyrst, til inn- hcimtumanns blaðsins, eða beint til afgrciðsl- nnnar, Lindargötu 9A, Rcykjavík.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.