Tíminn - 01.12.1942, Síða 1

Tíminn - 01.12.1942, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. í FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: < | JdNAS JÓNSSON. \ ■LTG’’ ^ FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. í 26. áp. RITSTJ ÓR ASKRIFSTOFUR; EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. Reykjavík, þriðjudag'iim 1. des. 1942 Blindir fá sýn: Ihaldsmenn viðurkenna að deilumálin beri að Jónas Jónsson: Góð grein eítír heildsaia Björn Ólafsson heildsali ritaði nýiega góða grein í blað sitt Vísi. Hann endurtók það með sínum orðum, sem Tíminn hef- ir fullyrt mánuðum saman, að ekki væri nema um tvennt að gera fyrir íslendinga: Að lækka kaup og verð á innlendum af- urðum eða að láta atvinnuleysið og neyðina bæta verðbólguna, m. a. eta upp allar hinar erlendu innstæður á stuttum tíma. Björn Ólafsson er eini maður- inn í öllum þeim þrem nábúa- flokkum Framsóknarmanna, er stóðu að því að sleppa dýrtíð- inni lausri, sem hefir opinbcr- lega og hreinskilnislega bent á hver sjálfskapaður voði er hér fyrir dyrum. En ein svala skap- ar ekki heilt vor segir erlent máltæki. Hér þarf meira til. Neyðarástandið kemur fyrr en varir, ef samherjar Björns Ól- afssonar láta vera að koma þús- undum saman frá eyðileggjandi þögn um fyrirsjáanleg. hrun og til þeirra, sem vinna að heil- brigðum bjargráðum. * * * Grein Björns Ólafssonar er honum mjög til sóma. Hitt er síður hægt að róma, að hann, sem er aðaleigandi Vísis, hafði á launum í þrjú ár hinn óþarf- asta og óheppilegasta skrifíinn, Árna Jónsson, sem ritaði svo að seg ja daglega í Vísi greinar, sem miðuðu eingöngu að því að koma á illindum með- þeim flokkum, srm unnu saman að bjargráðum landsins. Þó að Árni Jónsson sé raunverulega ekki að neinu hafður af nokkr- um manni, þá veittu eigendur Visis honum aðstöðu til að sá fræum sundrungar og upplausn- ar í hug höfuðstaðarbúa. Nú hef ir illgresið náð að festa rætur. Björn Ólafsson lýsir réttilega og með skilningi þeim akri eins og hann lítur nú út. * * * Hrunið færist nær dag frá degi. Fyrir nokkru var fullyrt í blöðum Reykjavíkur, að þörf væri fyrir atvinnubótavinnu í Hafnarfirði, og að tala hinna atvinnulausu skipti hundruðum. Atvinnuleysi er líka byrjað i Reykjavík, þó að setuliðið hafi enn marga menn í sinni þjón- ustu og vinna sé hafin við hita- veituna. (Framh. á 4. slSu) Nýr sendiherra Breta á Islandí Edward Henry Gerhard Sep- hard hefir verið skipaður sendi- herra Breta á íslandi. E. H. G. Sephard er 56 ára gamall. Hefir hann lengi starf- að í utanríkisþjónustu Breta, t d. í Ameriku, Liberíu, Frakk- landi og Lithauen. Hann var í Danzig seinustu þrjú árin fyrir styrjöldina og í Amsterdam frá ófriðarbyrjun og þar til Hol land féll. Undanfarið hefir hann verið í sérstökum erindagerðum í New York fyrir stjórn sina. leggja til hliðar Þeír viðurkenna eínnig að óstjórn Olais Thórs sé að eyðileggja atvinnuvegina Það hefir alltaf þótt gleðilegt, þegar blindir hafa fengið sýn. Þess vegna er á margan hátt gleðilegt að lesa blöð íhaldsmanna um þessar mundir. Þar er þess nú stöðugt krafizt, að flokkarnir leggi ágreiningsmálin á hilluna og sameinist um lausn brýnustu vandamálanna. Jafnframt er ógnum dýrtíðarinnar lýst með hinum dökkustu orðum og hrun alls atvinnulífs talið á næstu grösum, ef skjótar úrbætur fást ekki. Þetta hvorttveggja stingur legri gullöld og allt skraf um fullkomlega í stúf við það, sem dýrtíð væri út í bláinn. Sama íhaldsblöðin sögðu um þessi mál sagan var endurtekin af íhalds- síðastliðið vor og sumar. Þau gerðu gys að því, þeg- ar Framsóknarmenn reyndu að sameina flokkana í aprilmánuði í vor um lausn dýrtíðarmálsins. Þau gerðu aftur gys að sams konar tilraun Framsóknar- flokksins í ágústmánuði í sum- ar. Það var kallað ofbeldi og óskammfeilni af Framsóknar- flokknum, þegar hann beindi þeim tilmælum til hinna flokk- anna að leggja kjördæmamálið og önnur ótímabær deilumál á hilluna og sameinast um lausn dýrtiðarmálsins í þess stað. Þá gat ekki að lesa í Mbl. um- mæli eins og þessi, er voru í for- ustugrein blaðsins siðastliðinn föstudag: „Flokkarnir verða að leggja sérmál sín á hilluna, en beina öllum kröftum að' úrlausn þeirra verkefna, sem yfirstandandi al- vöru- og hættutímar krefjast. Þetta er það eina sjónarmið, sem flokkarnir eiga að hafa, ef þeir á annað borð eru köiiun sinni trúir.“ Undir þessi ummæli munu Framsóknarmenn taka. Þetta hefir alltaf verið stefna þeirra síðan str-íðið hófst. Dýrtíðin væri nú minni og afkoma at- vinnuveganna betri, ef Sjálf- stæðisflokkurinn hefði haft þetta sjónarmið í vor og sumar, lagt sérmál sitt, kjördæma- breytinguna, til hliðar í bili og staðið áfram að dýrtíðarráð- stöfunum þeim, sem samkomu- lag var orðið um og hafði stöðv- að dýrtíðina í fimm mánuði. áií sjá þeir líka afleið- ingarnar af stjórnar- stefnu Ólafs Tbors. Þá eru lýsingar íhaldsblað- anna nú á ógnum dýrtíðarinn- ar harla ólíkar skrifum sömu blaða um þessi mál í vor og sumar. Allar aðvaranir Fram- sóknarmanna um það, hvernig fara myndi, var kallaður rógur, afbrýðisemi o. s. frv. Málunum var alveg borgið undir hinni traustu forustu Sjálfstæðis- flokksins. Andrúmsloftið var einmitt orðið heilnæmara, lausn málanna greiðari, þar sem Framsóknarmenn voru farnir úr stjórninni. Meira að segja fyrir haust- kosningarnar kepptust íhalds- menn við að predika, að engin hætta væri á ferðum. í útvarps- umræðunum sagði Pétur Magn- ússon, að krónan væri ekki í neinni hættu. Sigurður Krist- jánsson sagði, að þjóðin hefði aldrei lifað meiri og raunveru- mönnum á framboðsfundunum. Þessar gyllingar íhaldsmanna á ástandinu áttu mikinn þátt í að örva það óheilbrigða kapp- hlaup kaupgjalds og verðlags, sem fram fór síðastliðið sumar. Nú er líka annað hljóð í strokknum hjá íhaldsblöðunum. Mbl. segir í forustugrein í Mbl. á laugardaginn: „Ofurþungi dýrtíðarinnar er þegar farinn að koma atvinnu- (Framh á 4. síðu) Erlent yfirlit 1. des.: Styrjöldin og Finnar Sókn Rússa. — Styr jöldin í i\orður-.\fríku. — Mikill eldsvoði. — Ræða Churchills. Um þessar mundir eru þrjú ár liðin síðan Rússar réðust á Finnland og ætluðu að koma þar fótum undir leppstjórn Kuusinen. Síðari atburðir hafa sýnt, að það var einskisverð ástæða hjá Rússum, að þeir þyrftu að ná Kyrjálaeiði og Sallasvæðinu til að tryggja sér betri vígstöðu, ef ráðizt yrði á þá frá Finn- landi. Bæði þessi landsvæði létu þeir af höndum í fyrrasumar og hafa síðan varizt á rússnesku landi og getað stöðvað þar all- ar sóknartilraunir andstæðing- anna. Rússar munu nú orðið sjá eftir hinni tilefnislausu árás á Finnland. Hefðu þeir látið Finna í friði, myndu Finnar nú vera hlutlaus þjóð og Rússar gætu þá sparað sér að mestu allan herafla á þessum slóðum. Með því að neyða Finna til að leita verndar Þjóðverja, hafa Rússar stórspillt vígstöðu sinni, en bætt aðstöðu Þjóðverja. Það mun tæpast rétt að á- saka forráðamenn Rússa ein- göngu um árásina á Finna. Þeir munu mjög hafa farið eftir um- sögn finnskra kommúnista, er töldu þjóðina óska eftir sigri kommúnismans þar í landi. Þetta litla flokksbrot á þannig meginþáttinn í ógæfu Finn- lands. Finnar munu áreiðanlega óska þess, að þeir gætu dregið sig úr styrjöldinni og hafizt handa um endurreisnina, þar sem óvinirnir hafa verið hraktir úr landi. En eins og Rússar neyddu þá upphaflega í styrj- öláina, neyða Þjóðverjar þá nú til að halda styrjöldinni áfram. Engin smáþjóð hefir orðið að leggja meira á sig en Finnar í þessari styrjöld. Skortur mun líka sennilega hvergi meiri. Bar- áttuþróttur og þrautseigja Finna sannar bezt tilverurétt þeirra sem sjálfstæðrar þjóðar. Hvernig, sem hinum miklu hjaðningaleik lýkur, ber að vænta þess, að Finnar haldi og ræki áfram það merkilega fullu frelsi að honum loknum viðreisnarstarf, sem gerði þá víðfræga á árunum 1920—40. Frá Rússlandi berast þær fregnir, að sókn Rússa gangi enn að óskum, bæði á Stalingradvig- stöðvunum og Reshewvígstöðv- unum. Á Stalingradvígstöðvunum er þýzki herinn, sem sat um Stalin- grad að mestu umkringdur. í Stalingrad hafa Þjóðverjar verið hraktir úr nokkrum hverfum. Þjóðverjar hafa enn orðið fyrir miklu manntjóni og hergagna- tjóni. Sóknin hjá Reshew virðist stefna að því, að umkringja þá borg, sem er eitt aðalvígi þjóð- verja á þeim slóðum. Láta Rúss- ar mjög vel yfir sókninni þar. / Túnis er enn ekki komið til verulegra átaka. Bandamenn nálgast óðum borgirnar Túnis og Bizetta og hafa rofið allar landleiðir á milli þeirra. Virðast (Framh. á 4. siðu) Matvöruverzlun með nýju fyrirkomulagi 143. blað Frú Roosevelt talar í útvarp írá Ameríku Frú Eleanor Roosevelt, kona forsetans, mun halda eina af aðalræðunum i sérstakri út- varpssendingu til íslands þann 1. desember, sem verður til heið- urs fullveldisdegi íslands. Auk ræðu frú Roosevelt, munu einnig flytja ræður: Thor Thors, sendiherra íslands í Bandaríkjunum, hinn heims- frægi landkönnuður og rithöf- undur Vilhjálmur Stefánsson, og öldungadeildarþingmaður Elbert Thomas frá Utah, for- maður fræðslu- og atvinnu- nefndar Öldungadeildarinnar. Dagskránni verður útvarpað á stuttbylgjum frá WBOS stöð- inni Boston kl. 6 eftir Reykja- víkurtíma. Reynt verður að endurvarpa dagskránni gegnum ríkisútvarpið hér. Hin nýja verzlunarbúð Kron á Vesturgötu 15. Síðastliðinn sunnudag bauð framkvæmdastjórn Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis fréttamönnum útvarps og blaða að skoða nýja matvöru- og kjötbúð, sem félagið hefir opn- að á Vesturgötu 15 (horni Garðastrætis og Vesturgötu). Búð þessi hefir það sameig- inlegt með öðrum búðum, sem KRON hefir komið á fót, að vera smekkleg og viðfelldin útlits, en það, sem sérstaka athygli vekur þar, er afgreiðslufyrirkomulagið, sem er alger nýjung hér á landi. í stað þess, sem venja er í búðum, að viðskiptamennirnir bíði eftir að vera afgreiddir af búðarfólkinu, afgreiða þeir sig að mestu sjálfir í þessari nýju búð. Vörurnar eru flestar „inn- pakkaðar“ (kornvörur t. d. í pokum af mismunandi þyngd) með verðmiðum hjá, og safna viðskiptamennirnir vörum þeim, er þeir ætla að kaupa, í körfu, sem þeim er fengin að láni um leið og þeir koma inn í búðina. Þegar búið er að velja vörurnar, er farið með þær til gjaldkera búðarinnar, sem hefir bækistöð sína í grennd við búðardyr, en hann reiknar saman hvað þær kosta og tekur við borgun fyrir þær. Það liggur í augum uppi strax við fyrstu sýn, að þetta fyrir- komulag er hentugt að því leyti, að enginn þarf að bíða eftir afgreiðslu og viðskipta- mennirnir eiga mjög auðvelt með að kynna sér hvað til er af vörum og hvernig þær eru útlits. Matvörubúðir af þessu tagi eru algengar í Ameríku, og kynnti framkvæmdarstjóri kaupfélagsins sér tilhögun þeirra s. 1. vetur. Hafa þær náð miklum vinsældum þar og reynst ódýrari í rekstri en aðr- ar búðir, og er það ekki veiga- lítið atriði. KRON hefir undanfarin ár unnið stórvirki í þágu neyt- enda i Reykjavík og nágrenni með áhrifum sínum á vöruverð og margháttuðum framförum í rekstri búða sinna. Nýja búðin við Vesturgötu sýnir, að félagið er vakandi í þeim efnum ekki síður nú en áður. A víðavangi FYRSTI DESEMBER. í dag minnast stúdentar full- veldis landsins, svo sem siður hefir verið á undanförnum ár- um. Að þessu sinni talar einn úr hópi háskólastúdenta af svölum Alþingishússins. Er það Magnús Jónsson, stud. jur. Áður hefir að jafnaði verið til þess kvaddur einhver landskunnur borgari. í kvöld sér Stúdentafélag Reykjavíkur um kvöldvöku i út- varpinu. Flytur Björn Þórðar- son lögmaður erindi um sjálf- stæði íslands. Fyrsti desember er dagur ís- lenzkra stúdenta fyrst og fremst. Er engin ástæða til að breyta því í framtíðinni, þótt flest bendi til að saga hans sem þjóðminningardags sé brátt á enda. Seytjándi júní er hátiðisdag- urinn í meðvitund íslenzku þjóð- arinnar. Ætti Alþingi nú ekki að draga það lengur að lög- helga hann sem þjóðminning- ardag. STJÓRNLEYSIÐ. Gamla rikisstjórnin situr enn. Fulltrúar flokkanna sitja á ráð- stefnu, en ekkert virðist ganga né reka. Landið er í raun og veru itjórnlaust.. Margir eru orðnir langeygðir eftir, að ríkisstjóri feli ákveðn- um mönnum að reyna að mynda stjórn, til þess að hrífa málið út úr þeirri ládeyðu, sem það virðist nú velkjast í. ÞEIR SKENSA SJÁLFA SIG! Það er alkunnugt, að nazist- ar taka sjálfa sig jafnan mjög hátíðlega. Þeir hefja loftárásir á varnarlausa borgara í öðrum löndum og telja það hetjustrið. En jafnskjótt og þeir verða fyr- ir hinu sama, tala þeir um ó- mannúðlega grimmd andstæð- inganna. Ósjálfrátt verður manni að bera þetta saman við skrif Sjálf- stæðisblaðanna þessa dagana, er þau tala með miklum fjálg- leik um, að nú verði allir flokk- ar að taka höndum saman til að stöðva dýrtíðina. Þeir verði að stöðva dýrtíðina. Þeir verði að leggja flokksmál og deilumál á hilluna. Orðrétt segir Morgun- blaðið í forustugrein á laugar- daginn: ....Ekki er minnsti vafi á því, að vilji þjóðarinnar er, að . . flokkarnir leggi sérmál sín og . .deilumál á hilluna, en taki höndum saman í því mikla viðreisnarstarfi, sem nú verð- ur að hefjast, ef þjóðin á að verða efnalega sjálfstæð í framtíðinni. Vissasti vegurinn til þess að stefna öllu í glötun, er vissulega sá, ef flokkarnir fara að draga fram sérmál sín og setja þau sem skilyrði fyrir samstarfi." Þannig skrifar málgagn þess (Framh. á 4. síöu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.