Tíminn - 29.12.1942, Page 1

Tíminn - 29.12.1942, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. PORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN. RITST JÓRASKRIPSTOFUR: EDDUIIÚSI, Llndargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEI-.ITA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOPA: EDDUHÚSI, iindargötu 9 A. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 39 og 3720. 26. ár. Reykjavík, þrfðjudagmn 29. des./1942 153. blað Tillaga Framsóknarilokksinsi Rannsókn nýrra starfshátta við vega- og símalagningu 'jgímtnrt Næsta blað Tímans kemur ekki út fyr en eítir áramót. Laugarneskirkjan er í smíðum Þær aðferðír, sem hafðar eru nú, eru orðnar úreltar og óhagkvæmar Fimm þingmenn Framsóknarflokksins, Gísli Guð- mundsson, Páll Zóphóníasson, Helgi Jónasson, Skúli Guðmundsson og Páll Þorsteinsson, flytja í neðri deild svohljóðandi tillögu til þingsályktunar um rannsókn nýrra vinnuaðferða í vegagerð og símalagningu: „Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta rannsaka möguleika til: 1. Að auka vélanotkun í vegagerð hér á landi; 2. Að vegagerð ríkisins verði a. m. k. að einhverju leyti fram- kvæmd í ákvæðisvinnu; 3. Að símalínur, einkum til afskekktra staða, verði lagðar með minna tilkostnaði en nú tíðkast.“ Blaðamönnum var íyrir fám dögum boðið að skoða hina veg- legu kirkju, sem í smíðum er á Kirkjubólstúni í Lauganeshverfi. Sýndi formaður sóknarnefnd- arinnar, Jón Ólafsson, og prest- úr Lauganessafnaðar, séra Garðar Svavarsson, gestunum hið nýja guðshús. Kirkj ubyggingin er þegar komin vel á veg, þótt vitanlega eigi hún langt í land að vera fullbúin til messugerðar. Verð- ur mjög til hennar vandað, bæði að utan og innan. Hún er reist á einum þeim stað, sem ákjós- anlegastur er fyrir stórbygg- ingu í öllum bænum. Utan af Engeyjarsundi blasir kirkjan við og verður því eitt þeirra mannvirkja, er fyrst vekur at- hygli þeirra, sem af hafi koma. Umhverfis kirkjuna verður all- stórt autt svæði, sem síðar meir verður prýtt trjám, runnum og skrautblómum. Gert er ráð fyrir, að kirkjan muni taka 300—400 manns í sæti. Talið er, að hún muni kosta nær 400 þúsund krónur. Þorlákur Ófeigsson húsa- meistari, hefir haft umsjón með kirkjusmíðinni, en Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkis- ins, gerði teikninguna. Hefir mynd af kirkj ulíkaninu birzt hér í blaðinu fyrir nokkru. Eldsvoði af völdum kerfis Snemma á jóladagsmorgun kom eldu^ upp í húsinu nr. 11 við Blómvallagötu. Er þetta stórhýsi, fimm hæðir, ef þak- hæð og kjallari eru meðtalin. Eldurinn kom upp í herbergi í vesturenda þakhæðarinnar. Hafði stúlka sofnað þar út frá kerti. Brann allur vesturendi þakhæðarinnar, sem voru fjög- ur einstaklingsherbergi og geymslurúm, áður en slökkvi- liðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins. Eldurinn læsti sig einn- ig um austurenda þakhæðar- innar. Eyðilögðust öll húsgögn þar af eldi og vatni. Skemmdir urðu nokkrar af vatni á öðrum hæðum hússins. Valdímar Björnsson komínn fíl Islands Valdlmar Björnsson, sonur Gunnars Björnssonar 1 Minnea- polis, er kominn hingað til lands. Valdimar er liðsforingi í sjó- hernum. Hann er 36 ára gam- all. Mun hann starfá hér sem blaðafulltrúi hersins. Vestra hefir hann stundað blaða- mennsku og getið sér góðan orðstír. Hann hefir áður komið hingað. í greinargerðinni segir: „Vinnuaðferðir við oplnberar framkvæmdir (og raunar víðar) hér á landi munu vera orðnar talsvert á eftir tímanum, sam- anborið við þau lönd, sem fremst standa I verklegri tækni. Það vat t. d. staðfest af vita- málastjóra í umræðum á Al- þingi um dýpkunarskip fyrir nokkrum dögum, að tæki þau, sem notuð eru til hafnargerða, væru algerlega ófullnægjandi, og vinnubrögð úrelt, svo að á- berandi væri, samanborið við tilsvarandi framkvæmdir er- lendra manna. En það, sem þarna var sagt um úreltar aðferðir í hafnar- gerð, mun eiga víðar við. Veld- ur því sjálfsagt að miklu féleysi þjóðarinnar og þar af leiðandi vanmáttur til að eignast dýrar vélar og tæki, og hins vegar þess e. t. v. ekki gætt nægilega að veita íslenzkum mönnum að- stöðu til að fylgjast með verk- legum framförum erlendis. Vélanotkun við vegagerð hér á landi hefir fram að þessu verið lítil. Fyrir utan bifreiðar til malarflutnings eru hér að verki síðustu árin nokkrir veg- heflar, sem gert hafa mikið gagn og þyrftu að vera fleiri, en þá má líka heita upp talið. En það dylst ekki þeim, er séð hafa vinnubrögð ameríska setu- liðsins hér í vegagerð, að vélar geta unnið stórvirki í þessum framkvæmdum. Það mætti hugsa sér, að notkun slíkra vinnuvéla hér mundi geta skap- að hliðstæða möguleika í vega- gerðinni og dráttarvélar og ný- tízku áhöld hafa þegar gert í jarðræktinni. Verkefni þjóðar- innar í vegagerð eru hins veg- ar svo stórkostleg, að seint mun þar sjá fyrir endann, ef manns- höndin og rekan eiga þar að vera að verki einar eða aðallegá. En nú er einmitt rétti tíminn til að hefjast handa um að hag- nýta sér þá möguleika, sem fyr- ir hendi kunna að vera. Það er margra mál, að það mundi verða notadrýgra á ýms- an hátt, ef vegagerð væri fram- kvæmd í ákvæðisvinnu. Þetta hefir verið reynt t. d. í Þing- vallaveginum um 1930, og mun hafa gefizt vel og verið vinsælt hjá verkamönnum. Er og auð- sætt, að það getur verið hent- ugt, svo misviðrasamt sem hér er, að vegavinnumenn geti sjálfir ráðið, hvenær þeir eru að verki og njóti þess, sem þeir vilja á sig leggja. En I þessu sambandi þarf m. a. að rann- saka, með hverjum hætti eftir- lit hins opinbera með slíkri vegavinnu þyrfti að vera, svo að í lagi væri. Þriðji liður tillögunnar fjallar j um rannsókn á möguleikum til að leggja símalínur með minna tilkostnaði en nú tíðkast. Það er hverjum auðsætt, að staura- línur eins og þær, sem tíðkazt hafa, eru mjög dýrar, einkum þar sem flutningur er erfiðast- ur. Flm. er kunnugt, að í Vest- urheimi hafa verið gerðar at- hyglisverðar tilraunir til að leggja símalínur án staura um strjálbýl svæði en einangrun og vernd línunnar þarf þá auðvit- að að vera með þeim hætti, að ódýrara sé en staurarnir. Væri æskilegt, að þessi möguleiki væri rannsakaður til hlítar.“ Kaupþingið tekið til starfa Kaupþing Landsbanka ís- lands var sett síðastliðinn þriðjudag í afgreiðslusal bank- ans af Jóni Árnasyni formanni bankaráðs. Margir gestir voru viðstaddir þennan sögulega at- burð. Eins og áður hefir verið sagt, mega aðeins þeir aðilar, sem bankinn samþykkir, taka þátt í þinginu. Nefnast þeir kaup- þingsfélagar. Eftirtaldir aðilar hafa hlotið þessa viðurkenn- ingu: Brunabótafélag íslands, Bún- aðarbankinn, Eggert Claessen & Einar Ásmundsson, Einar B. Guðmundsson & Guðlaugur Þorláksson, Garðar Þorsteins- son, Jón Ásbjörnsson, Svein- björn Jónsson & Gunnar Þor- steinsson, Kauphöllin, Lands- bankinn (verðbréfadeild), Lár- us Fjeldsted, Lárus Jóhannes- son, Samband ísl. samvinnu- félaga, Sparisjóður Reykjavík- ur og nágrennis, Stefán Jóh. Stefánsson & Guðm. í. Guð- mundsson, Söfnunarsjóður. Eftir að setningu þingsins lauk hófust viðskipti. Voru alls seld verðbréf fyrir 373 þús kr. þennan fyrsta dag kaupþings- ins. Konur týnast Um jólin auglýsti lögreglan í Reykjavík eftir tveim konum í útvarpinu, fimmtán ára telpu og gamalli konu. Þær eru nú báðar fundnar. Mál stúlkunnar, sem var búin að vera lengi að heiman, er í rannsókn hjá lög- reglunni. Erlent yflrlit 29. des.: Vetrarsokn Rn^a Sókn Breta í Tripolitanfu. — Rernaðurmn í Tunis — Morð Darlans. — Sókn Breta í Burma. — Loftsókn Bandamanna. Vetrarsókn Rússa virðist nú langtum stórfeldari en í fyrra. Má marka það jafnt á hernað- artilkynningum þeirra og Þjóð- verja. Rússar segja nú stöðugt frá því, að þeir taki margt fanga og mikið herfang, en í fyrra gátu þeir þess sjaldan. Fram- sókn þeirra er líka miklu hrað- ari nú en þá. Þjóðverjar segja nú daglega frá því, að þeir eigi í harðri varnarbaráttu víða á víglínunni, en í fyrra gerðu þeir jafnan lítið úr sókn Rússa og sögðust aðeins færa sig undan „samkvæmt áætlun" til að stytta víglínuna. Vetrarsókn Rússa nú má þeg- ar skipta í fleiri þætti. Fyrsti þátturinn var sóknin við Stalingrad, sem beindist að því áð innikróa her Þjóðverja þar. Hún bar mikinn árangur. Þjðverjar virtust ekki undir hana búnir, misstu fjölda her- manna og gnótt hergagna. Þeim virðist þó hafa tekizt að koma í veg fyrir algera innikróun Stalingradhersins, en eiga mjög örðugt með flutninga til hans. Gagnsóknir þeirra á þessum slóðum virðast hafa misheppn- azt að mestu. Annar þátturinn var sóknin á Velikiye Luki-Rzhev-Vyasma- svæðinu. Þar hafa Rússar náð talsverðum árangri, en þó minni en við Stalingrad. Bendir margt til, að Þjóðverjar hafi búizt við sókn Rússa á þessum slóðum. Þriðji þátturinn er sóknin á Donsvæðinu miðja vegu milli Voronesh og Stalingrad. Hún hófst fyrir hálfri annarri viku síðan og hefir borið mestan árangur af þessum sóknarlot- um Rússa. Her þeirra hefir brotizt vestur yfir Don á breiðu svæði og er víða kominn inn í Ukrainu og Donetshéröðin. Sumsstaðar hefir hann sótt fram yfir 200 km. Rússar telja sig þegar hafa tekið um 60 þús. fanga í þessari sókn og mikið hergagna, m. a. 300 flugvélar á einum stað. Segja þeir undan- hald Þjóðverja svo hratt, að þeir gefi sér ekki tíma til að eyði- leggja þau hergögn, er þeir verða að skilja eftir. Mannfall Þjóðverja telja þeir mikið. Fjórði þátturinn er sóknin i Mið-Kákasíu, er hófst fyrir fám dögum. Þar hafa Rússar sums- staðar sótt fram nokkra tugi km. og unnið Þjóðverjum veru- legt tjón. Þar sem Rússar hafa hafið sókn á mörgum stöðum, virðist það meira tilgangur þeirra að vinna þýzka hernum sem mest tjón en að heyja stórsókn til að hrekja Þjóðverja af ákveðnu svæði, er þeir þyrftu síðar að eyða miklum kröftum til að verja. Þeir munu ekki enn telja sig undir það búna að hefja að- alsóknina á hendur Þjóðverj- um, enda mun henni ætlað að fara saman við sókn Banda- manna að vestan. Það gerir Þjóðverjum vitan- lega erfiðara fyrir en í fyrra, að víglínan í Rússlandi er nú mun lengri en þá og að hernaðurinn í Afríku krefst nú miklu meiri liðsafla, einkum flugliðs, en þá. f Tripolitaniu hafa Bretar átt sigri að fagna í fyrsta sinn í þessari styrjöld. Áttunda hern- um tókst með leiftursókn að hrekja Þjóðverja frá E1 Agheila og er nú búinn að hrekja þá alla leið vestur fyrir Sirte. Er ekki búist við, að Þjóðverjar veiti mótspyrnu fyrr en við Mis- urata. Frá E1 Agheila til Mis- urata- er óslitin eyðimörk, vatns- laus að kalla og ógreið yfirferð- ar. Við Misurata verður landið gróðursælla og vatn er þar nóg. Mun það vafalaust reynast Bretum erfitt að koma nægu liði og vistum þessa leið. Rommel hefir ekki unnizt nægur tími til að búast um við E1 Agheila. Hann mun heldur ekki hafa fengið þann liðs- auka og hergagnakost, sem hon- um var lofaður. Honum mun hafa tekizt að koma liði sínu að mestu óskertu frá E1 Agheila. í Tunis hafa engar stórorust- ur orðið. Báðir aðilar draga að sér liðsafla og halda uppi harð- skeyttum lofthernaði. Banda- menn telja að flugvélar og kaf- bátar þeirra nái alltaf meiri og mejri yfirráðum yfir siglinga- leiðinni milli Sikileyjar og Tun- is og séu því liðflutningar Þjóð- verja þangað erfiðir. Öxulríkin segja hins vegar, að þau valdi skipaflota Bandamanna á Mið- jarðarhafi miklu tjóni. Darlan var myrtur á aðfanga- daginn. Réðist maður á hann og skaut hann mörgum skotum. Maður þessi hefir verið tekinn af lifi, en nafn hans og þjóð- erni hefir enn ekki verið til- greint. Frjálsir Frakkar og Bretar munu hafa búist við því, að morð Darlans leiddi til þess, að Norður-Afríka kæmist undir stjórn Frjálsra Frakka, sem Bretar hafa stutt til valda. En Bandaríkjamenn virðast telja vænlegast, að láta völdin vera áfram i höndum hinnar fyrri nýlendustjórnar Frakka. Hefir hún kjörið Giraud hershöfð- ingja eftirmann Darlans og Bandaríkjamenn viðurkennt stjórn hans. Þjóðverjar reyna að nota morð Darlans til áróðurs gegn Frjáls- um Frökkum og Bretum. í Burma hafa Bretar hafið sókn og tekið nokkra hafnar- bæi, sem næst liggja Indlandi. Japanir hafa yfirleitt hörfað undan, án þess að veita mót- spyrnu. Tæpast mun hér um stórsókn að ræða, heldur und- irbúning slíkrar sóknar. Telja Bandamenn, að Kínverjum verði eigi veitt veruleg hjálp, nema þeir nái Burma aftur. Margir herfræðingar telja, að Japani sé bezt að sækja heim frá Kína. Loftárásir Bandamanna á herstöðvar á meginlandi Evrópu hafa verið með meira móti, þeg- ar miðað er við veðráttu. Hafa þær náð til Þýzkalands, Ítalíu og herteknu landanna. Yfir- maður ameríska flughersins í Bretlandi hefir lýst yfir því, að undirbúningi þess, að Banda- ríkjamenn geti tekið veigamik- inn þátt i loftsókninni gegn Þjóðverjum, sé nú að verða lokið. Frá Noregi Washington — Tíu lögreglu- þjónar í Oslo hafa verið sendir í fangabúðir nazista í Noregi fyrir að neita að heilsa stuðn- ingsmönnum Quislings I lög- regluliðinu með nazistakveðju, er sagt frá í grein í sænska dag- blaðinu Aftontidningen, sem upplýsingaskrifstofu stjórnar- innar barst í dag. Dagblaðið segir frá því, að margir lög- regluþjónar í Oslo hafi reynt að fá lausn úr lögregluliði nazista, en nazistar taka ekki á móti lausnarbeiðnunum. Þess vegna bera lögregluþjónarnir á sér af- Hallgrímskirkja Til nánari skýringar á mynd þeirri, sem birtist framan á jólablaði Tímans, skal þess get- ið, eftir upplýsingum frá Frey- móði Jóhannssyni listmálara, að mynd hans er gerð sem per- spektív-teikning í litum, sam- kvæmt uppdráttum og skipu- lagshugmynd húsameistara rík- isins, Guðjóns Samúelssonar. Líkan af kirkjunni og væntan- legum byggingum á Skólavörðu- hæð hefir Axel Helgason gert. Á víðavangi SKÁLDSKAPUR OG TÖLUVÍSI. Halldór Kiljan hefir löngum Dótzt bera of lítið úr býtum fyr- ir skáldskap sinn, bæði í vin- sældum og fjármunum. Nú hefir þetta þingsmanns- efni sósíalista því tekið að gefa sig við töluvísi og hyggur sjá- anlega til allmikils frama á þeim vettvangi. í Þjóðviljanum frá 13. þ. m. er grein eftir Kiljan, þar sem hann ætlar að sanna það með tölum, að íslenzkir bændur séu okrarar, auk þess sem þeir eru ölmusumenn og ræflar á alla lund, að dómi skáldsins. „Almennt neyzlukjöt kostar í Reykjavík kr. 6.40 á heildsölu- verði. í New York kostar al- mennt neyzlukjöt (fyrsta flokks nautakjöt — sauðakjöt er litið eitt ódýrara) kr. 2.00 kílóið“. Svo kveður skáldið í þessari ritsmíð sinni. Gallinn er aðeins sá, að tölur hans koma lítt heim við veruleikann, því að samkvæmt verðlagsskýrslum fyrir sept—okt. s.l., kostaði nautakjöt í New York kr. 4.15— 6.65 kg. í útsölu. Annað tveggja er álagningin því svo mikil ,að hún nemur yf- ir 100% svo að bændur eru fé- flettir, eða þá hitt, sem mun sönnu nær, að Skáldinu hafi fatazt í töluvísinni og ruglazt á pundi og kílógrammi Heild- söluverð á lambakjöti, sem Skáldið telur þó „lítið eitt ó- dýrara", var sem sé kr. 3.60— 4.15 kg. í sept.—okt. í þeirri á- gætu borg New York. Og í smá- sölu kostaði læri 5.30, rifjasteik 6.85 og spjaldhryggur 7.44 kr. hvert kg. Það hefir því farið líkt fyrir Kiljan og karlinum, sem mundi ekkí „hvort það var tvær merk- ur eða pund“, sem hann hafði meðferðis. ÞEGAR MOGGI VAR BRENNDUR. Morgunblaðið gerir sér mjög tiðrætt um það áö undanförnu, að nokkur hálfprentuð blöð af Tímanum hafi verið eyðilögð. Þetta getur komið fyrir á „beztu bæjum“. Það ætti Mogg- inn að muna. Eða hvernig var það hér um árið, þegar Moggi „falleraði" á samræðum tveggja hárra persóna úti í Danmörku? Fór Mogginn þá ekki fullprent- aður í eldinn? Og urðu þá ekki flestir kaupendur blaðsins að drekka morgunkaffið sitt Möggalausir? STÓRU BRANDAJÓL. Áður voru jólin talin þríhei- lög, þ. e. jóladagarnir voru þrír. Stóru brandajól voru þá kölluð, þegar jóladag bar upp á fimmtu- dag, svo að fjórir helgidagar fóru saman. Ef aðfangadag bar upp á sunnudag voru helgidag- arnir líka fjórir í röð, en þá voru þó kölluð brandajól minni. Stði’u brandajól þóttu boða mikil tíðindi og ill, konunga- dauða, harðindi eða óáran. Litlu brandajól þóttu hins veg- ar boða fremur gott árferði. rit af lausnarbeiðnum sinum, sem þeir sýna löndum sínum. Verðir eru stöðugt hafðir við heimili lögreglustjóra Quislings (Frá ameríska blaðafulltrúan- um). I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.