Tíminn - 19.01.1943, Qupperneq 4

Tíminn - 19.01.1943, Qupperneq 4
28 TlMEVIV, þriðjmlaginn 19. janúar 1943 7. blað ÚR BÆIVUM Matsölufélag Reykjavíkur hefir lækkað verð á fæði um 10%. Veitingar í veitingahúsum hafa lækk- að um sama hlutfall. Kveldúlfur h. f. hefir gefið 10 þús. kr. tU nýja stú- dentagarðsins, 10 þús. kr. tU vinnu- hælis berklasjúklinga og 10 þús. kr. til iþróttaheimUis íþróttasamband íslands. Póstmannablaðið, desemberhefti 1942, er komið út. Efni er m. a.: Þjóð vor og þegnlyndi, eftir Sv. G. Björnsson. Eftir 35 ár, eftir Þorstein Jónsson. Niðurlag greinar Magnúsar Jochumssonar um 100 ára afmæli frímerkisins. Skrítin saga, eftir O. Henry. Öðru þingi B. S. R. B. ný- lokið. Jólakveðja til póstmeyjanna í Reykjavík frá Árna Helgasyni sýslu- skrifara. Fokdreifar o. fl. — Frágangur blaðsins er hinn prýðilegasti. Samtrygging ísl. botnvörpuskipa hefir í tUefni af 20 ára afmæli sínu efnt tU samkeppni um botnvörpuskip framtðarinnar. Verðlaunin verða þrenn. Auglýsing um samkeppni þessa hefir verið birt hér í blaðinu. Trúlofun. Síðastl. laugardag ouinberuðu trú- lofun sína Kristín Björg Borgþórsdóttir, Mjósundi 2, Hafnarfirði og Sigurjón Marteinn Jónsson, Þrándarstöðum, Kjósarhreppt Bílslys. Síðastl. sunnudagskvöld rakst bif- reið, sem Gunnlaugur Einarsson læknir stýrði, á annarra bifreið rétt hjá Pól- unum. Fóru báðar bifreiðarnar út af veginum. Kastaðist Gunnlaugur út og lenti í skurði, að nokkru leyti undir bifreiðinni. Fékk hann snert af heila- hristing, en ekki er þó talið, að hann hafi meiðst alvarlega. Bifreið hans skemmdist mjög mikið. Hjúskapur. Síðastl. laugardag voru gefin saman í hjónaband á Akureyri af síra Friðrik J. Rafnar. vígslubiskupi, ungfrú Guð- rún Jónsdóttir á Hótel Goðafoss og Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri. Hjónaefni. Trúlofun sína hafa opinberað ung- frú Stefanía Bjarnadóttir (Jónssonar, Galtafelli) og Thor Ó. Thórs (Ólafs. Thors fyrv. forsætisráðherra). Á KROSSG0TDI Nýtt brunaslys af völdum olíu. Síðastliðið föstudagskvöld var ungur maður, Jónatan Jónsson frá Eyrarbakka, staddur í vélar- rúmi bátsins „Stígandi“, sem lá við bryggju i Keflavík. Var hann að hreinsa vélina upp úr steinolíu. Allt í einu kviknaði í olíunni, sennilega frá lampa, sem þarna var, og varð véla- rúmið alelda á svipstundu. Komst Jónatan út með naum- indum, allmikið brenndur. Liggur hann nú á Landspítalan- um. Lík fundið. Nýlega hefir fundizt lík Þórð- ar Helgasonar, sem hvarf í Keflavík fyrir jólin. Fannst 'það við hafnargarðinn þar. % , Alþýðusamband Austfjarða hefir nýlega verið stofnað. Eru í því öll tverkalýðsfélögin á Austfjörðum. Eitt slíkt fjórð- ungssamband hefir starfað undanfarið, á Vestfjörðum. Bílslys á Akureyri. Síðastliðinn föstudag varð 5 ára gamall drengur fyrir bif- reið á Akureyri og meiddist mikið. Mun drengurinn hafa hlaupið fyrir bifreiðina. Hann er sonur Tómasar Jónassonar, Lækjargötu 6 á Akureyri. Meiðyrðasekt. Þóroddur Guðmundsson al- þingismaður hefir verið dæmd- ur í hæstarétti í 1200 kr. sekt fyrir ummæli um síldarútvegs- nefnd. Hann var dæmdur sam- kvæmt 108 gr. hegningarlag- anna. Erlent yfirlit (Framh. aj 1. 'siSu) þetta rökstutt með þvl, að land- búnaðurinn eigi bezt við Hol- lendinga og Þjóðverjar þurfi að fá sem beztan aðgang að Norð- ursjónum, þar sem þeir ætli sér að verða mikil siglingaþjóð eftir styrjöldina. Þá skýra ítalir frá því, að bú- ið sé að ákveða stofnun ítalskr- ar nýlendu í Ukraínu og sé bú- ið að flytja þangað allmarga ít- alska landnema. Ekki er þó víst, að öll þessi áform nái fram- gangi, þar sem Rússar hafa þeg- ar tekið aftur nokkur héröð, sem ítalir áttu að fá. Móðurmálssjóð- urinn Á öndverðu árinu 1913 birt- ist í „ísafold" ávarp tólf manna um stofnun minningarsjóðs um Björn Jónson, ritstjóra og ráð- herra, sem þá var nýlátinn. Safnaðist þá nokkurt fé, sem geymt hefir verið í sparisjóði síðan. Nú um áramótin hefir sjóðseignin verið aukin og jafn- framt ákveðið að skipuleggja sjóðinn og láta hann taka til starfa. Skipulagsskráin er dagsett 14. jan. 1943 og skal leitað ríkis- stjórastaðfestingar á henni. Stofnféð er nú kr. 15.211,08, en gert ráð fyrir, að sjóðurinn geti aukizt með gjöfum og á annan hátt. í skipulagsskránni segir: „Til- gangur sjóðsins er að verðlauna mann, sem hefir aðalstarf sitt við blað eða tímarit og hefir, að dómi sjóðsstjórnarinnar, und- anfarin ár ritað svo góðan stíl og vandað íslenzkt mál, að sér- stakrar viðurkenningar sé vert.“ Verðlaununum skal að jafnaði varið til utanferðar. Til þessa skal varið % vaxta af sjóðnum, er safnast hafa. Landsbanki íslands hefir fjárgæzlu sjóðsins. Fyrsta úthlutun verðlauna úr sjóðnum fer fram á 100 ára fæð- ingardegi Björns Jónssonar, 8. október 1946. Fyrstu sjóðstjórnina skipa, í samræmi við ákvæði skipulags- skrárinnar, þessir menn: Sigurður Nordal, prófessor, formaður, Björn Guðfinnsson, lektor, báðir sjálfkjörnir sam- kvæmt embættisstöðu þeirra, Benedikt Sveinsson, fyrrv. al- þingismaður, skipaður af menntamálaráðherra, Jón Magnússon, fil. kand., kjörinn af Blaðamannafélagi íslands, og Pétur Ólafsson, forstjóri, sonar- sonur Björns Jónssonar. Ef einhverjir kunna að vilja auka sjóðinn með gjöfum, verð- ur slíkum gjöfum fyrst um sinn veitt móttaka í Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8, Reykjavík, og hjá eftirtöldum blöðum: Alþýðublaðinu, Morg- unbláðinu, Tímanum, Vísi, Þjóðólfi og Þjóðviljanum. Vlðskiptaráðsfrv. (Framh. af 1. siðu) ein og án íhlutunar þlngflokk- anna. Brynjólfur Bjarnason lagði þá fram breytingartillögu þess efnis, að hver þingflokkur til- nefndi einn mann í ráðið, en stjórnin skyldi skipa því for- mann. Tillaga þessi fékk at- kvæði sósíalistanna þriggja, aðrir þingmenn annað hvort greiddu atkvæði á móti henni eða sátu hjá. Hins vegar náðist samkomu- lag við ríkisstjórnina um þá breytingu á frv., að sett yrði í það ákvæði þess efnis, að ekki mætti skipa þá menn í ráðið, er talizt gætu fulltrúar félaga eða stétta, sem hefðu sérstakra hagsmuna að gæta í sambandi við störf þess. Þannig breytt var frv. af- greitt frá Alþingi, eins og áður segir. Tlðindi frá Alþingi. (Framh. af 1. síSu) íslands skal skipta styrk þessum milli búnaðarsambanda lands- ins, aðallega með hliðsjón af tölu býla á sambandssvæðun- um. Búnaðarfélag íslands setur nánari reglur um notkun fjár- ins, er ráðherra staðfestir." í umræðunum sýndi Hermann Jónasson fram á, að raunveru- lega væru allir launþegar, sem væru í fastri stöðu, búnir að fá þau réttindi, sem frumvarpið fjallaði um, og í mörgum tilfell- um meiri réttindi. Hins vegar tryggði frumvarpið þeim laun- þegum, sem stunduðu lausa- vinnu, réttindi, sem þeir hefðu ekki nú. En fyrst það spor væri stigið, findist sér rétt* og eðli- legt, að reynt yrði að skapa öllum, sem jafnasta aðstöðú í þessu efni og þess vegna leggði hann fram áðurgreinda tillögu. Ef tillaga þessi yrði ekki sam- þykkt, byggi sveitafólkið orðið Framfaramál dreiíbýlisíns (Framh. af 3. siðu) Mörgum árum síðar brautzt ungur bóndi austur í Skafta- fellssýslu fram úr danskri raf- magnsfræði án þess að hafa nokkru sinni lært dönsku eða annað á skólabekk. Hann hét Bjarni Runólfsson á Hólmi. Eft- ir leiðbeiningu bókar þessarar smíðaði hann að mestu sjálfur rafstöð á bæ sínum, en fór síð- an víða um land og setti upp rafstöðvar fyrir einstaka sveita- bæi, flestar á árunum kringum 1930. Eru stöðvar Bjarna og manna hans víða um land og nægja til ljósa og suðu og hit- unar, en fáar aðrar stöðvar eru í sveitum. Dæmi þessara manna benda á möguleika til þess að færa hverjum manni rafmagn. Ef öllum skildist svo sem þeim, hvers virði rafmagnið er og ynnu að því máli með óeigin- gjörnum dugnaði, mundi næg raforka, ljós og hiti, dreifast að hverju býli á fáum áratugum. VIII. Tvær leiðir. Jóhannes Reykdal og Bjarni frá Hólmi vörðuðu sína leið- in hvor. Það þarf að fara þær báðar. Reisa stórar raf- stöðvar fyrir mörg heimili eða jafnvel mörg héröð, þar sem það hentar bezt, en einnig smáar stöðvar fyrir eitt heimili eða fá saman. Á síðustu árum hefir áhugi löggjafarvaldsins beinzt að raf- orkumálunum, og hefir verið á- kveðið að leggja fram fé að ófriðnum loknum. En hér þarf meira með en fjárloforð. Það þarf rækilega rannsókn á því, hversu hentugt sé að raflýsa hverja sveit landsins. Því fer fjarri, að sjálfsagt sé að veita rafmagni frá stórstöðvum um allar sveitir. Margar stöðvar Bjarna, sem veittu nægilegt ljós og hita, voru svo ódýrar, að rafmagn þeirra er ekki hálfvirði við það ódýrasta, sem stórstöðv- ar selja. Á mörg hundruð bæj- um eru slíkir möguleikar enn ónotaðir, þar sem nægileg raf- stöð yrði jafnvel ódýrari en leiðslan og spennubreytingin heim að bænum. Ég hygg, að víða mundi auðvelt og ódýrara að raflýsa heilar sveitir með smástöðvum en að leiða þang- að rafmagn frá stærri stöð. Aðrar sveitir yrðu óhjákvæmi- lega að fá allt sitt rafmagn frá stærri stöð. Rannsókn þessa máls má ekki dragast. Þegar á næsta sumri verður að byrja af fullum krafti, því áð hér er margra ára verk fyrir hendi. Þar, sem bezt henta smá- stöðvar, veitir raforkusjóður styrk og ódýr lán, en einstak- lingar eiga stöðvarnar. Þar, sem betur henta stærri rafveitur, reisir ríkið þær og selur raf- magnið sama verði og í stærstu kauptún. Raftækjaverzlun rík- sins á að kaupa allar rafmagns- vörur í stórkaupum og selja án álagningar. Allar þær vörur verða að vera tollfrjálsar. N. N. við aðra og verri aðstöðu en launafólkið. Bernharð Stefánsson sagði, að það léki ekki á tveim tung- um, ða sveitafólkið hefði lengri vinnutíma en nokkurt annað fólk hér á landi og þá einkum sveitakonurnar. Þetta fólk hefði þvi vissulega mesta þörf fyrir að njóta orlofs. Þess vegna teldi hann tillögu H. J. enn sjálf- sagðari en sjálft frv. •' Glsli Jónsson og Guðmundur í. Guðmundsson andmæltu heldur tillögu H. J. og töldu, að um þetta atriði bæri að setja sérstök lög. Annarri umr. um frv. er enn ekki lokið, og er því ekki séð, hvaða afgreiðslu þessi tillaga fær. V\ • » < Draglð ekkl lengur að JlIQl gerast áskrifendur að Dvfil, þessu sérstæða tlmariti i islenzkum bókmenntum. — Ykkur mun þykja vænt um Dvfil, og því vænna um hana sem þið kynnizt henni betur. Vinniif ötullega fgrir Tímann. Ilnvífla ueröli) Hambro um friðarmálin. New York. — Dr. C. J. Ham- bro, forseti norska þingsins og fyrverandi forseti Þjóðabanda- lagsins, sagði nýlega í útvarpi til amerísku þjóðarinanr, að lykillinn að heimsfriði lægi í því, hversu mikinn mátt þjóða- handalag það, sem kemur eftir þetta stríð, hefir til þess að halda á friði. Dr. Hambro, sem skrifaði fyr- ir nokkru bókina „Hvernig á að ná friði“, sagði: „Ég álít, að næsta þjóða- bandalag ætti að hafa vald til þess að koma á hvers konar refsiaðgerðum, sem nauðsyn- legar kunna að þykja til þess að hefta glæpaþjóðir, sem ögra mannlegum rétti. Bandalagið á einnig að hafa rétt til þess að ákæra stjórn þá, er fyrir árás- um stendur. Svo ætti þjóðin að vera frjáls um að kjósa þá rík- isstjórn, sem það vill lúta. Þjóð- irnar vita, hverja þær vilja láta stjórna sér, og þeir munu stjórna á komandi árum. Heim- ur öryggis og sérréttinda hinna fáu er jafn dauður og miðald- irnar. Héðan í frá verða allar þjóðir, stórar og smáar, að vinna saman fyrir hagsmunum allra.“ (Frá ameríska blaðafulltr.). Skipasmíðar í Bandaríkjunum. Washington. — Roosevelt for- seti hefir tilkynnt, að 1942 hafi amerískar skipasmíðastöðvar smiðað átta milljónir og 90 þús. smálestir kaupskipa. Áætl- unin fyrir árið var 8 milj. smál. (Frá ameríska blaðafulltr.). Endurreísn bífreíða- eínkasölunnar Frumvarpið um endurreisn bifreiðaeinkasölunnar var til 2. umr. í neðri deild í gær. Fjárhagsnefnd deildarinnar hafði þríklofnað um frv. Skúli Guðmundsson og Ásgeir Ás- geirsson lögðu til að frv. yrði samþykkt óbreytt, Jón Pálma- son og Ingólfur Jónsson lögðu til að það yrði fellt, Einar Ol- geirsson gerði það að skilyrði fyrir fylgi við frv., að úthlutun- arnefnd bifreiða yrði þannig skipuð, að Alþingi tilnefndi tvo fulltrúa, en bifreiðastjórafélög- in í Reykjavík einn. í frv. er lagt til, að Alþingi kjósi alla fulltrúana. Við umr. í gær tók Einar til- lögu sína aftur til 3. umræðu. Var frv. vísað til 3. umr. gegn atkvæðum íhaldsmanna. Víðivangur. (Framh. af 1. slSu) nokkurn hátt hina algerðu stað- hæfingu yðar. En svo þekkið þér „fátækar fjölskyldur, sem höfðu ókeypis gnægtir af þess konar kjöti, sem við nefnum fyrsta flokks mat, en þeir (Bretar) töldu sorp.“ Út af þessum staðhæfingum um hina fátæku kunningja yð- ar, þykir rétt að beina til yðar þeirri spurningu, hvernig kjöt- ið hafi komizt í þeirra hendur: 1. Tóku þeir það af sorp- haugum brezka setuliðsins? 2. Var þeim fært það að gjöf, og af hverjum þá? Úr því að þér hafið tekið yður fyrir hendur, með aðstoð manna, sem ekki verða að þessu sinni nefndir á nafn, að sanna það, að íslenzkt kindakjöt sé „viðbjóður" og „sorp“, munuð þér varla telja eftir yður að gera fulla grein fyrir því, hvern- ig hinir fátæku vinir yðar kom- ust yfir þennan „viðbjóð“, sem þeir lögðu sér til munns. Að öðrum kosti munuð þér varla komast undan þeim dómi allra siðaðra manna, að þessi kjöt- skrif yðar séu það heimskuleg- asta og viðbjóðslegasta, sem birzt hefir í nokkru íslenzku blaði. TILGANGUR KILJANS. Blað sósíalista, Þjóðviljinn, hefir margsinnis farið hjart- næmum orðum um „vinstri samvinnu", þ. e. samvinnu Sós- íalista, Alþýðu- og Framsóknar- flokksins um ríkisstjórn. Ein GAMLA BÍÓ ~.--- Hardy-feðgarnír (Judge Hardy and Son). MICKEY ROONEY, LEWIS STONE, ANN RUTHERFORD. Sýnd kl. 7 og 9. Kl. 3Y2—6%. Rauðskinnarnir koma! -Valley of the Sun). Lucille Ball - James Craig Börn fá ekki aðgang. ----—— NÝJA BÍÓ ,,Penny Serenade“ Stórmynd leikin af: IRENE DUNNE og CARY GRANT. Sýnd kl. 4, 6,30 og 9. Fyrsta flokks minkabúr til sölu fyrir 20 fullorðin dýr og 90 hvolpa, eins og myndin sýnir. Fylgt geta ca. 10 tríó af fyrsta flokks minkum. Tilboð í minkabúrið og minkana, sitt í hvoru lagi, séndist afgreiðslu blaðsins fyrir lok þessa mánaðar auðkennt: XXX. 7 Ennþá nokkrar birgðir af HAMP-FISKILÍNUM, 5 punda, 60 faðma, nótateinum (tjargaður hampur), 1%”, 1%” dragnóta- tóg (sisal), 2%. Aðrar tegundir VEIÐARFÆRA væntanlegar með næstu ferðum. Magni Guðmundsson, heildv. LanjsSavegiur 11. - Sími 1676. Flngferðir Þar til öðruvísi verður ákveðið mun flugferðunum verða hagað svo sem hér segir: Til AKUREYRAR — hvern mánudag, miðvikudag og föstudag. Til HORNAFJARÐAR — annanhvern þriðjudag. Flugfélag tslands h.f. Gasstöð Reykjavíkur óskar eftir tilboði í Gaskolafarm. — Nánarl upplýsingar hjá gasstöðvarstjóranum. höfuðiðja sósíalista er að senda öðrum flokkum tilboð um sam- vinnu við öll möguleg og ó- möguleg tækifæri. Síðan eru „tilboðin“ birt í Þjóðviljanum að því viðbættu, að Framsókn- ar- og Alþýðuflokkurinn vilji ekki samvinnu, hvernig sem sósíalistar leggi sig fram af hjartans innstu alúð og hrein- skilni. Þess vegna sé ekki um •annað að gera en að efla sósí- alista til að koma „íhaldinu“ fyrir kattarnef. Nú hafa Framsóknar- og Al- þýðuflokkurinn látið það eftir sósíalistum að kanna einlægni þeirra og samstarfsvilja. En þá vandast málið. Flestir kjósendur sósíalistaflokksins hafa stutt hann vegna þess, að þeir trúðu á skrafið um „vinstri" samvinnu, og eitthvað af þingmönnum flokksins munu líka hugsa þannig. En gamla kommúnistaklíkan vill enga samvinnu í raun og veru. Þeir gera allt til að hindra hana, þegar á reynir. Einn þessara manna er Kiljan. Þess vegna hugkvæmist honum einmitt nú að skrifa í Þjóðviljann um „viðbjóðinn“ og „sorpið“, sem íslenzkir bændur hafi á boð- stólum handa „fátækum“ vin- um Kiljans. Með því ætlast hann til að reita svo marga af Framsóknarmönnum til reiði og fyrirlitningar, að þeir rísi upp og kveði upp úr með það, að samvinna við slíkan óaldar- lýð komi aldrei til greina. Þann- ig ætla byltingarmennirnir í sósíalistaflokknum að koma á- byrgðinni af sér og hvítþvo sig hjá kjósendum. Þetta er tilgangurinn með þvættingi Kiljans um málefni, sem hann hefir ekki fremur vit á en karlinn í tunglinu. Leidréttlng- ÍSLENDINGASAGA HIN NÝJA. í grein G. G. í 4. tbl. Tímans um íslendingasögu hina nýju, voru þrjár slæmar prentvillur. í upphafi greinarinnar átti að standa: „Bókaútgáfa ríkisins (menntamálaráð og Þjóðvina- félaglð) hefir nú með höndum að efna til nýrrar íslendinga- sögu o. s. frv.“ Þar, sem lýst er II. kafla bókarinnar (17. öld) átti að standa: „Skólahald, trú- mál, fræðimennsku, skáldskap 0. s. frv.“ Seint í greininni, eftir að minnst er á galdrabrennur, átti að standa: „Þá var fyrir skömmu (1564) Stóridómur i lög leiddur o. s. frv.“ Egill Sijjnrgcirsson haa#t;arétta .nálaflutnlngsmaður Austurstræti 3 — Reykjavfk Vinnið ötullega fgrir Tímann.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.