Tíminn - 27.02.1943, Page 3

Tíminn - 27.02.1943, Page 3
24. hlað TÍMEVN, laugardagmn 27. fehr. 1943 Jén Jakob Kristinsson: Robert Falcon Scott «1. Dahlmann Ijósmyndari Hann leitaði ieyndardóms heimskautsins. Hann fann leyndardóm guðs. Hinn 14. febrúar síðastliðinn varð Jón J. Dahlmann, ljós- myndari, sjötugur. Er hann fæddur í Vík í Lóni í Austur- Skaftafellssýslu árið 1873. Jón hefir alla ævi verið bók- hneigður og fróðleiksfús og vaknaði snemma hjá honum löngun til þess, að aíla sér menntunar og frama. Hafði hann einkum í hug að komast í Latínuskólann í Reykjavík, én þröngur fjárskortur varð tor- færa á vegi, eins og oft vildi verða í þá daga. En um 1890 var talsvert rætt um það, að gera Möðruvallaskólann að undir- búningsskóla Latínuskólans, og með það íyrir augum, að af þessu yrði, fór Jón í Möðru- vallaskóla haustið 1893 og út- skrifaðist þaðan eftir tveggja vetra nám með hárri 1. eink- unn. En ekki varð af sambandi milli Möðruvallaskóla og Lat- ínuskólans eins og Jón hafði búizt við, og mun það einkum hafa valdið því, að skólanám hans gat ekki orðið lengra. Jón minnist jafnan náms- dvalar sinnar á Möðruvöllum með mikilli ánægju. Þótti hon- um mikið koma til skólastjórn- ar og virðuleika Hjaltalíns skóiastjóra og kennarahæfi- leika, mæisku og glæsimennsku Stefáns kennara. Var þar og þessa vetur margt ágætra gáfu- manna i ílokki skólapilta, eins og oftar, t. d. Ingimar Eydal, ritstjóri, Þóröur Sveinsson, pró- fessor, Karl Finnbogason, skóla- stjóri, o. fl. Munu þeir, er nú voru nefndir, hafa verið efstir í bekknum, en Jón jafnan á næstu grösum við þá og hefir þeim, er þetta ritar, verið tjáð, að hann hafi veriö mestur dönskumaður allra þeirra, er' þá voru i skólanum. Þegar Jóni brugðust allar vonir um það, að geta farið beint úr Möðruvallaskóla í Lat- ínuskólann, tók hann að stunda Ijósmyndanám hjá Eyjólfi Jóns- syni, ljósmyndara á Seyðisfiröi, er síðar varð bankastjóri þar. Lauk hann námi þessu 1897, og varð ljósmyndasmiðin jafnan síðan aðalstarí hans. Var hann vandvirkur mjög og þótti hinn bezti ljósmyndari; starfaði fyrst ianga hríð á Akureyri, en seinna mörg ár í Reykjavik og ávallt viö góðan orðstír. Árið 1897 kvæntist Jón Ingi- björgu Jónsdóttur frá Strönd á Völlum á Fljótsdalshéraði, góðri konu og gjörfilegri. Hún andað- ist 13. júní 1940. Þau Jón og Ingibjörg eignuð- ust sjö börn, og eru fjögur þeirra á lífi: Sigurður, póst- og símastjóri á ísafirði, kvæntur Guðlaugu Jónsdóttur frá Tann- staðabakka í Hrútafirði; Karó- lína, gift Erik Rasmussen, vél- fræðingi í Kaupmannahöfn; Dagmar, ógift, vinnur hjá Sam- bandi íslenzkra samvinnufélaga í Reykjavík; og Ásta, gift Agli Sigurgeirssyni, hæstaréttarlög- manni í Reykjavík. En dáin eru þrjú systkinanna: Jón, andað- ist 1911, Ingibjörg, dáin 1930 og Axel, héraðslæknir á Hest- eyri; hann andaðist 1941. Ekki hefir Jón Dahlmann haft mikil afskipti af opinber- um málum, en mun þó jafnan hafa veitt þeim athygli og venjulega tekið ákveðna af- stöðu til þeirra. Hann hefir helgað börnum sínum, heimili og einkaiðju sinni krafta sína alla, og er það ekki ómætara en hitt, að starfa á opinberum vettvangi. Eins og að líkum læt- ur hefir Jón nú lagt niður starf sitt.1 Dvelur hann á ísafirði hjá Sigurði syni sínum. — Jón Dahlmann er ekki hár maður vexti, en þrekinn og hef- ir orðið holdugur nokkuð með aldri, vel limaður og fríður sýn- um. Hann er greindur vel, minn- ugur og fróður, gamansamur og fyndinn og hinn mesti æringi í vinahóp. Hann er vel hagmælt- ur, og svo var hann hraðkvæð- ur, er hann vildi það við hafa og gállinn var á honum, að hann gat ort langa hríð látlaust af munni fram, hverja vísuna á fætur annarri, án þess að reka nokkurn tíma í vörðurnar. Og oftast nær var eitthvað smell- ið eöa skringilegt í hverri vísu. Bar þá stundum við, að hann ýtti svo undir þá, er við voru staddir, með vísum sínum og gáska, að þeir fóru að freista þess að yrkja líka, og varð af öllu þe§su hin mesta skemmtun og gaman. Hafa vinir Jóns not- ið margra slíkra stunda með honum og munu þeirra lengi minnast. Ekki væri það ólíklegt, að síðastliðin ár og sár ástvina- míssir hefði deprað glaðlyndi Jóns og gert honum stirðara um gamanstefin. En hversu, sem því er nú farið, er hitt víst, að æðrulaust hefir hann mætt elli og þungum harmi og er enn ‘óbeygður, ungur í anda og hinn ernlegasti. Mun og vinum Jóns Dahlmanns torvelt að hugsa sér hann með öðrum hætti. Nokkur tímarit FREYR, mánaðarblað um landbúnað. Febrúar—marz- heftið er komið út. í því er framhald af grein Árna Eylands um framræslu með skurðgröf- um. Er þar sagt frá helztu á- veitufyrirtækjum hér á landi, hvernig verkið hafi unnizt og hver kostnaður hafi orðið. Fylgja greininni margar mynd- ir til skýringar, og er hún bæði fróðleg og læsileg. Framhald hennar mun koma í næsta hefti. Margir bændur og bú- fróðir menn telja skurðgröf-i urnar hina nytsömustu jarð- ræktarvél, sem hér hefir verið reynd á síðari árum. Stórfelld ræktun verður ekki fram- kvæmd með öðru móti en því að þurrka stóra mýrafláka. Má óhikað benda bændum og bændaefnum á að kynna sér þessa grein Árna Eylands ræki- lega. Gunnlaugur Kristmundsson skrifar þarfa hugvekju um Landið og búpeninginn, þar sem hann bendir á þá hættu að of margt fé sé sett á beitilöndin, svo að bæði eyðist gróður og fénaðurinn verði arðlítill. Ýmsar fleiri greinar og fróð- leikur er í heftinu. Freyr er ekki aðeins fróðlegt tímarit og nauðsynlegt þeim, er landtiúnað stunda, heldur og snoturt og læsilegt öllum al- menningi. ÁRSRIT Ræktunarfél. Norð- urlands og skýrslur búnaðar- sambandanna í Norðlendinga- fjórðungi 1941—1942. 38.-39. árgangur. Ræktunarfélag Norðurlands var stofnað af áhugamönnum og Ársrit þess mun hafa vakið meiri áhuga og jafnvel bjart- sýni um garðrækt og trjárækt hér á landi en marga grunar. Á síðari árum hafa sprottið upp allmargar tilraunastöðvar og verkum verið skipt meira en átt gat sér stað um þær mundir sem Gróðrarstöðin á Akureyri hóf starf sitt. Nú eru elztu trén í Gróðrarstöðinni orðin áð „skógi“, sem hefir útrýmt gras- gróðri við rætur sínar og mynd- að „skóglendi". í þessu hefti eru, aúk reikn- inga félagsins, skýrslur Ólafs Jónssonar framkvæmdastjóra um tilraunir hans, sem einkum hafa beinzt að áburðarnotk- un, sáðskiptum og forræktun á nýbrotnu landi. Áburðartil- raunir sýna m. a., að heppi- legast er að bera mykju á að. (Frarríh. á 4. síOu) Ég veit enga sögu hetjulegri, áhrifaríkari né sorglegri en sögu Robert Falcon Scotts, mannsins, sem var annar í röð þeirra, sem komust til Suður-heimskautsins. Frásagan um það, er Scott og tveir félagar hans létu lífið á Ross Ice Barrier, mun seint falla í fyrnsku. Fregnin um fráfall Scotts barst til Englands á góðviðriskvöldi í febrúarmánuði árið 1913. Blóm voru tekin að festa rætur í Regent Park. — Það þyrmdi yfir brezku þjóðina, svo að slíks voru eigi dæmi, frá því að Nelson féll við Trafalgar. Tuttugu og tveim árum síðar stofnaði brezka þjóðin heim- skautasafn til minningar um Scott. — Það var fyrsta heim- skautasafn í heimi. Heimskautafarar hvaðanæva að voru við- staddir vígslu þess. Á framhlið hússins, sem hefir safn þetta að geyma, getur að líta áletrun á latínu, sem þýða mætti á þessa lund: — Hann leitaði leyndardóms heimskautsins. Hann fann ie*yndardóm guðs. Scott lagði upp i heimskautaför sína í Terra Nova, og allt frá því að hann lagði úr höfn var gæfan honum andhverf. Risavaxnar öldur skullu á skipinu. Farm tók út af þilfarinu. Sjórinn fossaði niður í farmrúmið. Eldarnir undir gufukötlunum slokknuðu. Dælurnar stífluðust. Dögum saman hrakti skipið stjórnlaust um hafrótið. En raunum Scotts var ekki þar með lokið. Hann hafði tekið með sér lágvaxna hesta, sem voru vanir kuldum af sléttum Síberíu. En þeir reyndust mun verr en vonir stóðu til. Þeir brutust um í fönnunum og fótbrotnuðu, svo að það varð að bana þeim. Tveir hundar hans ■— sem kynjaðir voru frá Yukon — trylltust og fóru sér að 'voða. Þar kom að lokum, að Scótt og hinir fjórir félagar hans lögðu upp í síðasta áfangann til heimskautsins og höfðu sleða með- ferðis, sem vóg þúsund pund. Dag eftir dag brutust þeir yfir ísauðnirnar. Liðan þeirra félaga getur maður ímyndað sér, þegar að því er gætt, að þeir voru staddir níu þúsund fet yfir sjávarmáli. Þó hraut ekki æðruorð af vörum þeirra. Þegar þessari þrauta- göngu, hinni mestu, sem nokkur maður hafði tekizt á hendur, var lokið, beið sigurinn — heimskautið leyndardómsfulla. Raunir og þrautir fararinnar voru vissulega bættar að fullu, ef leiðar- enda yrði náð. Á fjórtánda degi náðu þeir til heimskautsins — en til þess eins að verða íyrir sárustu vonbrigðum. Þegar þeir nálguðust hið þráða takmark, gat þar að líta stöng, og á henni blakti dula í svalvindinum. — Þetta var fáni — norski fáninn. Norðmaður- inn Roald Amundsen hafði orðið þeim fyrri. Þeim var það ljóst, að erfiði þeirra allt var unnið fyrir gýg og sigurinn genginn þeim úr greipum. Bugaðir menn héldu þeir heim á leið. Barátta þeirra við að hverfa aftur til þess heims, sem þeir voru úr komnir, mun lengi verða í minnum höfð. Hörmungar þær, sem náttúruöflin færðu þeim að höndum, uröu nú meiri en nokkru sinni fyrr. Þeir örmögnuðust óðum, og dauðinn var á næsta leiti. Fyrstur þeirra lét Perry Evans, sem talinn hafði verið hraustastur þeirra félaga, lífið. Skömmu síðar veiktist Oates. Hann hafði kalið á fótum. Hann gat vart gengið. Hann vissi, að hann var félögum sínum til trafala. Þá kaus Oates þann kostinn, sem hann taldi beztan. Hann hvarf á náttarþeli út í hríðina til þess að deyja í því skyni, að félögum.hans mætti verða lífs auðið. Hann mælti aðeins þessi orð til þeirra félaga, áður en hann lagði upp í hinztu för sína: — Ég ætla að bregða mér frá. Ef til vill dvelst mér dálitið. Hann kom aldrei aftur. Lik hans fannst aldrei. En nú hefir verið reistur minnisvarði á stað þeim, sem hann hvarf frá. Á hann eru þessi orð letruð: — Hér lét sann- nefnt göfugmenni lífið. Scott og hinir tveir félagar hans héldu förinni áfram. Allur mannsbragur virtist af þeim horfinn. Nef þeirra, fingur og fætur voru helkalnir. Á nítjánda degi febrúarmánaðar árið 1913, fimm- tíu dögum eftir að þeir lögðu upp frá heimskautinu, tjölduðu þeir í hinzta sinni. Þeir höfðu það mikið af eldsneyti með- ferðis, að þeir gátu hitað te einu sinni enn, og matarforði þeirra mundi endast þeim til tveggja daga. Þeir töldu sig hólpna. Þeir áttu aðeins ellefu mílur ófarnar til forðageymslu sinnar. Þangað áttu þeir að geta náð í einum áfanga. En skyndilega bar slys að höndum: Það skall á stórhríð og hvassviðri. Engri lifandi veru var unnt að leggja út i slíkt fárviðri. Scott og menn hans urðu að hafast við í tjaldinu í ellefu daga, meðan hríðin geisaði. Vistir þeirra voru þrotnar. Þeim var það ljóst, að andlátsstund þeirra var í nánd. Það var aðeins eitt ráð fyrir hendi. — Þeir höfðu gnægðir af ópium meðferðis. Ef þeir neyttu væns skammts af þeim, gátu þeir allir lagzt fyrir og notið dýrlegra drauma og þurftu aldrei að vakna aftur. En þeir hurfu frá þessu ráði. Þeir ákváðu að horfast í augu við dauðann sem sönnum Englendingum sæmdi. Á síðustu stundu ævinnar ritaði Scott herra James Barrie bréf, þar sem hann lýsir lokaþætti lífs þeirra. Vistir þeirra voru þrotn- ar. Þeir voru að bana komnir. Eigi að síður ritar Scott á þessa lund: — Þér myndi hlýna um hjartarætur, ef þú heyrðir til okkar, þar sem við í tjaldinu syngjum fagnaðarsöngva. Átta mánuðum síðar, þegar heimskautasólin sendi ylgeisla sína til jarðar, fann leiðangur, sem gerður hafði verið til þess að leita þeirra, lík Scotts og félaga hans. Þeir hlutu hinztu hvílu á sama stað og þeir létu lífið. Kross gerður úr tveim skíðum var reistur á gröf þeirra. Á hann voru skráð þessi fögru orð Tennysons: One equal temper of heroic hearts Made weak by time and fate but strong in will To strive, to seek, to find, but not to yield. HKinkaskiiiii '.i-i&'.r- ■ 1 ' ’ Þeim, sem eiga minkaskinn og y2—% silfurrefa- skinn, er ráðlagt að koma þeim strax til vor. Söluhorfur, sérstaklega fyrir minkaskinn, hafa stórum batnað. SKINNASALA L. R. í. TÍMIIVX er víðlesnasta auglýsingablaðið! Æ ir i / xi « s Satnband ísl. , Kaupfélög! axidt iaiixljjjJo'iqi i gBO x xaxoxi ■ XJoq oiíij oxiiíioxix 1 .'Uxíioaaiuaja ívxjcX’í,9íí x xiui'aoíal tí uxx xbííoíx .ÍÓUXÍBxíiXJxi Kynnið ykkur reglugerð Lífeyrft§roðS*'íí?1f,11§:?msu'J TTHiá ■ Dmji.LtfOii JiOxU Nokkur félög hafa þegar tryggt starfsmeun sína. ,q ÍÖÍiííí Öi*l9V fíl9ti i iOílLU T tugxiinaoii CVÍO <s 'Uiaiil HIGLINkAR milii Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip i förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culiíford’s Assocíated Lines, Ltd. 26 LONDON STREET, FLJEETWOOD. H ö fi u m opnað nýtízku prentmyndastofu í húsi Ofnasmiðjunnar Einholti 10, undir nafninu: Prentmyndastofan „Lítróí“ Við höfum eingöngu nýtízku tæki og framleiðum ' / Allskonai* myndamót í einum eða fleiri litum, fyrir bækur, tímarit, bókband o. s. frv. Megináherzla lögð á fljóta og góða afgreiðslu. Fymuiidiir Magnússon. Ingimiindur Eyjúlfssuu. Orðiendlng frá Timanum. Innbermiumenn og kaupend- ur TÍMANS eru hér með al- varlega minntir á, að á næst- unni verður hætt að senda blaðíð til peirra, sem ekki hafa greítt árgranginn 1942. IJTSÖLLSTADIK TÍMANS t REYKJAVÍK Verzluninn Vitinn, Lauganesvegi 52 ................ Sími 2260 Þorsteinsbúð, Hringbraut 61,....................... — 2803 Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10 ................... — 5395 Leifskaffi, Skólavörðustíg 3 ...................... — 2139 Bókaskemman, Laugaveg 20 B......................... Bókabúð KRON, Alþýðuhúsinu ........................ — 5325 Söluturninn, Hverfisgötu .......................... — 4175 Sælgætisbúðin Kolasundi ........................... Verzlunin Ægir, Grófinni........................... Bókaverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1 ..... — 1336 Bókastöð Eimreiðarinnar, Aðalstræti 6 ............. — 3158 Ólafur R. Ólafs, Vesturgötu 16 .................... — 1754 Konfektgerðin Fjóla, Vesturgötu 29 ................ — 1916 Jafet Sigurðsson, Bræðraborgarstíg 29 ............. — 4040 Gleymið ekki að borga T í m a n n.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.