Tíminn - 16.03.1943, Page 1

Tíminn - 16.03.1943, Page 1
' RXTSTJÓRI: j ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. I FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: j JÓNAS JÓNSSON j ÚTOEFFANDI: ! FR AMSÓKN ARFLOKKURINN 27. árg. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. j j ' Sími 2323. ; PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Simar 3948 og 3720. Reykjavik, þrfðjudagiim 16. marz 1943 31. blatf Merkileg p'ngsályktunartillaga: iéritaknr itraiidferda bátnr fyrir Auitnrland Árgjald T í m a n s Á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, sem haldinn var nú fyrir skömmu, voru m. a. tekn- ar ákvarðanir um verð Tímans á þessu ári, og hafði fjárhags- og blað- nefnd miðstjórnarinnar áður kynnt sér ítarlega fjárhagsafkomu og rekst- ur blaðsins undanfarin ár. Niðurstaðan varð sú, að áskriftargjaldið í Reykja- vík og Hafnarfirði skyldi vera 4 krónur á mánuði fyrst um sinn, en 30 krón- ur árgangurinn annars staðar á landinu. í þessu sambandi er al- veg nauðsynlegt að kaup- endur blaðsins geri sér ljóst, að þótt hér sé um töluverða hækkun að ræða á blaðgjöldunum, þá hefir útgáfukostnaðurinn hækkað ennþá meira hlut- fallslega síðan 1939, eins og sjá má á því, að út- gjöldin hafa nál. fjórfald- azt, en hins vegar hafa blaðatgjöldin verið ákveð- in aðeins þrisvar sinnum hærri en þá var. M. ö. o.: Árgangurinn 1943 hefði átt að kosta allt að kr. 40.00 utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, ef ein- göngu hefði verið miðað við hækkun á útgáfukostn- aði síðan 1939. Að öllu athuguðu taldi þó miðstjórnin ekki rétt að setja verð blaðsins hærra en 30 krónur fyrir þetta ár, og var m. a. á það bent, að á undan- förnum árum hefði ekki nálægt því allir áskrifend- ur blaðsins greitt það (sennilega í mörgum til- fellum getuleysi), en aft- ur á móti mundi nú mega vænta betri skila en nokkru sinni fyrr, þar eð fjárhagsástæður manna væri yfirleitt ágætar. Þarf ekki annað en að athuga hækkun á afurðaverði og kaupgjaldi síðustu árin til að sannfærast um, að kostnaðurinn við blaðið hefir þrátt fyrir allt hækk- að minna en ætla mætti miðað við margt annað og þá jafnframt, að geta al- mennings til að greiða andvirði þess, eins og það hefir nú verið ákveðið, er meiri en áður, þegar blað- ið kostaði 10 krónur. Með því að stilla áskrift- argjaldi Tímans svo í hóf, sem að framan greinir, hefir miðstjórn Framsókn- arflokksins sýnt, að hún ber það traust til kaup- enda hans, að þeir bregð- ist nú ALLIR vel við og greiði áskriftargjöld sín skilvíslega, og verður ekki í efa drégið að óreyndu, að sú skoðun sé réttmæt. „Hvassafell” Áður hefir verið skýrt frá því, að Samband ísl. samvinnufé- laga hafi gefið kr. 10.000,00 til Stúdentagarðsins. Hefir nú stjórn S. í. S. ákveðið, að her- bergi þetta skuli vera til minn- ingar um Hallgrím Kristinsson forstjóra, og verður herbergið nefnt „Hvassafell". Stjórn Sam- bandsins ræður hvaða stúdent fái dvöl í þessu herbergi. Tillagan er komin frá fundi sýslu- manna og bæjarfógeta austanlands Þingmenn af Austurlandi hafa lagt fram í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar þess efnis, að ríkisstjórn- inni sé heimilt að láta smíða eða kaupa vandaðan 100 smál. strandferðabát fyrir Austurland, sem ríkið reki í sambandi við strandferðaskip ríkisins. Eysteinn Jóns- son er aðalflutningsmaður tillögunnar. í greinargerðinni er skýrt frá því, að snemma í janúarmán- uði síðastliðnum hafi sýslumenn Múlasýslna og bæjarstjórar Neskaupstaðar og Seyðisfjarð- arkaupstaðar komið saman til fundar á Seyðisfirði til þess að ræða um samgöngumál Aust- fjarða. Fundur þessi var hald- inn í samráði við þingmenn af Austurlandi. Á fundi þessum var samþykkt þessi ályktun: „Ályktun fundar sýslumanna Múlasýs.lna og bæjarstjóra Nes- og Seyðisfjarðarkaupstaða um samgöngumál. a) Fundurinn telur nauðsyn- legt að komið verði á hálfsmán- aðarlegum stöðugum ferðum Esju frá Reykjavík austur um land til Akureyrar og sömu leið til baka. b) Fundurinn telur eðlilegt, að í sambandi við ferðir Esju verði áætlunarferðir fjarða- báts, er gangi frá Hornafirði til Þórshafnar. c) Fundurinn telur, að sam- vinnu þessara skipa beri að haga þannig, að Esja verði ekki látin annast vöruflutninga á örðugustu afgreiðsluhafnir. Flytji Esja vörur til þessara hafn^ á einhverja hinna stærri og öruggari hafna, en þar taki fjarðabáturinn þær og flytji á ákvörðunarstað. d) Fundurinn ’telur, að auk hinna stærri hafná og þeirra, sem um ræðir hér að framan, geti fjarðabáturinn komið við á afskekktari byggðarlögum við ströndina. e) Fundurinn telur, að fjarðabáturinn þurfi að geta lestað um 40 smálestir af vör- um, og hafa svefnrúm fyrir 10 menn og setsal fyrir 20. Skipið þarf að vera svo hraðskreitt, að það geti farið allt að 10 mílur á klukkustund." í greinargerð fundarins fyrir tillögum þess segir m. a.: „Fyrir atvinnulíf í fjórðungn- um mundi fjarðabáturinn hafa mikla þýðingu. Má til dæmis um það nefna nauðsynina á ferð- um til Hornafjarðar á vetrar- vertíð og ferðir allt til Raufar- hafnar á sumrum, þar sem bát- ar af suðurfjörðunum hafa að undanförnu stundað fiskveiðar á Vopnafirði, Þórshöfn og Rauf- arhöfn. Á sumrum hafa oft ver- ið mikil vandræði að fá beitu frá síldveiðisvæðunum til smærri og stærri verstöðva austan lands. Gæti fjarðabát- urinn í strandferðum sínum greitt mikið fyrir flutn- ingi á þeirri nauðsynjavöru. Mundi þetta eitt út af fyrir sig geta orðið til þess, að kostnað- ur við fjarðabátinn fengizt greiddur á óbeinan hátt. Einsætt má telja, að Skipa- útgerð ríkisins eigi að hafa með höndum útgerð fjarðabátsins og setja honum áætlun í samræmi við ferðir strandferðaskipsins Verður einlægast, að bæði skip- in verði gerð út á kostnað sama aðilja, þar sem sennilegt má telja, að hagnaður verði á rekstri stranðferðaskipsins, en halli á rekstri fjarðabátsins, og hann sparar stranðferðaskipinu mikinn kostnað með því að losa það við tafir á örðugustu höfn- unum.“ Fundurinn sendi þingirrönn- um af Austurlandi tillögur sín- ar og voru þær þegar í stað lagð- ar fyrir samvinnunefnd sam- göngumála Alþingis. ' Fékk nefndin m. a. álit Pálma Lofts- sonar um tillögurnar, sem lýsti sig þeim eindregið fylgjandi. Þingmennirnir telja málið nú orðið það undirbúið, að rétt sé að leggja það fyrir Alþingi á þeim grundvelli, sem þings- ályktunartillagan fjallar um. Verði tillaga þessi samþykkt, hefir raunverulega verið mót- uð ný stefna í strandferðamál- unum. Stór skip verða látin annast ferðir til aðalhafnanna, en smærri skip frá þeim til minni hafnanna. Strahdferða- bátarnir verða reknir í beinu sambandi við strandferðaskip- in og af sama aðila. Hingað til hefir lítið samband verið milli strandferðaskipanna og ein- stakra tetrandferðabáta, sem reknir hafa verið af ýmsum að- ilum. Rekstur bátanna hefir líka verið svo óviss, að strand- ferðaskipin hafa eftir sem áð- ur orðið að koma á smáhafn- irnar. Þetta nýja fyrirkomulag ætti því að gera rekstur strand- ferðaskipanna ódýrari og tryggja þannig hinum dreifðu höfnum betri samgöngur, án þess að heildarkostnaðurinn við strandferðirnar aukist. Skipulagníng vínnu- aflsíns - vinnumiðlun Sérstakri milliþinganefnð falið að undirbúa tillögur. Samkvæmt þingsályktunar- tillögu, er samþykkt var á sum- arþinginu, hefir hver þing- flokkur tilnefnt mann frá sér í nefnd til að gera tillögur um skipulagningu vinnuaflsins, vinnumiðlun o. fl. í nefndinni eru Eysteinn Jónsson, Sigurjón Á. Ólafsson, Brynjólfur Bjarna- son og Sigurður Kristjánsson. Nefndinni er ætlað að gera tillögur um þesi mál: 1. Skipulagningu vinnuaflsins og vinnumiðlun, er byggist á rannsókn á því, hve margir vinnufærir karlar og konur eru í landinu og hvernig vinnuafl þeirra sé hagnýtt, ennfremur á rannsókn á vinnuþörf atvinnu- veganna. Skulu tillögurnar miða að því, að unnt verði að vinna nauðsynleg framleiðslustörf, verklegar framkvæmdir og gera öryggisráðstafanir sakir ófrið- arins, — eftir þvi sem vinnu- aflið endist til, og leitað um þær samkomulags við verkalýðsfé- lögin. 2. Tillögur um samninga milli ríkisstjórnarinnar og verka- lýðssamtakanna um samræm- ingu á kaupi og kjörum og vinnutíma í þeirri vinnu, er rík- (Framh. á 4. síOu) Erlent yfirlll 16. marz: Hætta Bretar ínnflutningí á landbúnaðarvörum? Röksemdír landbúnaðarsinna í Bretlandi Síðan styrjöldin hófst hefir brezki landbúnaðurinn verið stóraukinn og er framleiðsla hans nú miklu meiri en í styrj- aldarbyrjun. Er nú mjög um það rætt þar í landi, hvort halda beri þessu starfi áfram eftir styrjöldina eða hverfa aftur til gamla tímans, vanrækja land- búnaðinn og kaupa matvæli í stórum stíl frá öðrum löndum. Einn af talsmönnum landbún- aðarstefnunnar, George P. Po- litt, hefir nýlega ritað um þetta grein, þar sem hann dregur saman helztu rök hennar. Verð- ur sagt frá aðalatriðum þessar- ar greinar hér á eftir: Árið 1938 framleiddu Bret- ar sjálfir þriðjung þeirra land- búnaðarvara, er þeir neyttu. Hitt var innflutt. Það þarf því að þrefalda landbúnaðarfram- leiðsluna frá þessum tíma, ef fullnægja á öllum þörfum þjóð- arinnar, án innflutnings. Þetta er geysilegt verkefni, en er þó ekki eins erfitt þg margur hyggur. í fyrsta lagi þarf að taka allt ræktanlegt land til hotkunar. í öðru lagi þarf með bættri ræktun að fá meiri meðalupp- skeru af hverri ekru lands en nú. Aliir viðurkenna að það fyrrnefnda sé . hægt, en sumir draga það síðara í efa. Reynsl- an sýnir, að það sé mögulegt. Fyrir styrjöldina var meðal- uppskeru aJ hveiti 18.1 cwt. á ekru, en þar sem ræktunin var bezt fengust 40 cwt. Til þess að fullnægja allri hveitineyzlu Breta þyrfti að fá 25 cwt. til jafnaðar af hverri ekru, sem væri ætiuð til hveitiræktar. Bretar hafa lítið af ræktanlegu landi, sem ekki myndi gefa þessa uppskeru, ef það nyti full- kominnar framræslu og rækt- unar. Landið hefir þannig þau skil- yrði að bjóða, að brezka þjóðin getur framleitt allar landbún- aðarvörur, sem hún þarfnazt. En það tekur nokkur ár að koma því í kring, þó ekki öllu meira en 5—6 ár. Heildarkostn- aðurinn við þessa framleiðslu myndi verða svipaður og sú upphæð, sem þjóðin notaði til kaupa á landbúnaðarvörum 1939, þegar y3 hluti þeirra var framleiddur innan lands og % hlutar þeirra innfluttir. M. ö. o. landbúnaðarvörurnar myndu ekki verða dýrari, þótt þær væru allar framleiddar innan lands. Myndu skattar til ríkis- ins aukast til muna, ef öllu því fé, sem þjóðin ver til matvæla- kaupa, væri varið til innlendrar framleiðslu. Bretar þyrftu þá heldur ekki að lána stórfé til landbúnaðar annars staðar. Bretar hafa flutt inn land- búnaðarvörur i trausti þess, að þær fengjust ódýrari með þeim hætti. Því hefir verið haldlð fram, að þeir þyrftu þessar ó- dýru landbúnaðarvara til þess að launin gætu verið lág við iðnaðarframieiðsluna, sem þeir þyrftu að selja á erlendum mgrkaði. Bretar hafa þó ekki verið heppnir í þessum mat- vælakaupum sínum, þótt verð- ið hafi oft verið lágt, þegar á allt er litið. Það hefir verið lán- að stórfé til landbúnaðarfram- leiðslunnar í Kanada, Ástralíu cf Nýja-Sjálandi, sem hvorki hefir svarað rentum eða verið endurgreitt. Þessum fjárhæðum má bæta við verð innfluttu landbúnaðarvaranna, þegar allt er tekið með í reikninginn. Annað atriði er ekki síður at- hugavert í þessu sambandi. Það er hið mikla tjón mannslífa og skipa, sem innflutningur land- búnaðarvara hefir kostað brezku þjóðina bæði í heims- styrjöldinni 1914—18 og í nú- verandi heimsstyrjöld. Aðrar ástæður, sem hvetja Breta til að auka landbúnaðar- framleiðsluna, eru þessar: a) Flestar landbúnaðarþjóð- irnar eru að koma sér upp iðn- aði, sem meira eða minna full- nægir þörfum þeirra. Þær munu því ekki kaupa af Bretum eins mikið af iðnaðarvörum og áður. b) Kaupgjald fer hækkandi í þeim löndum, þar sem Bretar hafa keypt hinar „ódýru“ land- búnaðarvörur. Hinn þrautpíndi, láglaunaði vinnulýður í Argen- tínu, Kína og Vestur-Indíum mun fara að gera vaxandi kröf- ur til lífsins. Landbúnaðarvörur þessara landa hljóta þvi að hækka í verði. c) Sum þeirra landa, sem hafa selt Bretum hinar „ódýru“ landbúnaðarvörur, hafa verið rányrkt, t. d. Kanada og Banda- ríkin. Framleiðendur þessara landa verða því að verja meira fé tii ræktunarinnar í fram- tíðinni, ef landið á að bera nægjanlegan ávöxt. Þetta mun gera framleiðsluna dýrari þar. Þá er enn ein mikilvæg á- stæða: Þegar styrjöldinni lýkur, munu miljónir manna, jafnt karla og kvenna, sem nú eru í hernum eða vinna við hernað- arframleiðsluna, missa at- vinnuna. Mörg næstu árin verð- ur ekki hægt að tryggja öllu þessu fólki atvinnu við fram- leiðslu útflutningsvara, því að markaðirnir fyrir þær munu ekki komast í sámt lag um lang- an tima. Væri hins vegar á reið- um höndum vel undirbúnar á- ætlanir um eflingu landbúnað- arins, væri hægt að tryggja þessu fólki vinnu, hvað sem liði hinum erlendu mörkuðum. En voldugir aðilar myndu rísa gegn þeirri fyrirætlun, að þjóð- in framleiði sjálf þær landbún- aðarvörur, sem hún þarfnast, í stað þess að kaupa þær frá öðr- um löndum. Þar ber fyrst og fremst að nefna auðkóngana í City of London. Peningamenn- irnir, sem lána fé til iðnaðar- fyrirtækja, iðnaðarkóngarnir, sem framleiða vörur til útflutn- ings, skipafélögin, tryggingarfé- lögin o. s. frv. — allir þessir aðilar, sem miða fjárhagsrekst- urinn við mikla utanríkisverzl- un, munu rísa á afturfæturna gegn eflingu landbúnaðarins. Þessir menn hafa jafnan ráðið miklu um fjármálastefnu brezku þjöðarinnar. Þeir réðu til skamms tíma þeirri stefnu, sem dæmdi miljónir manna til atvinnuleysis, miljónir manna til að búa í hryllilegum fá- tækrahverfum o. s. frv. Nú virð- ast allir á einu máli um það, að atvinnuleysinu beri að útrýma og fátækrahverfin beri að rífa niður. Efling landbúnaðarins (Framh. á 4. síSu) Seínustu iréttir Þjóðverjar hafa tekið Khark- ov eftir harða bardaga. — Sökn Rússa suður og vestur af Wy- asma heldur áfram. Hörðustu loftárásir Breta hafa að undanförnu beinst gegn Essen, Stuttgart og Na- pólí. Eden er kominn til Banda- ríkjanna til viðræðna við stjórn- málamenn þar. Á víðavangi „STRAUMHVÖRF“. Svo nefnist nýtt tímarit „um þjóðfélags og menningarmál“. Standa að því nokkrir ungir menntamenn, þar á meðal Klemens Tryggvason hagfræð- ingur og dr. Broddi Jóhannes- son. í formálsorðum ritsins segir, að útgefendurnir séu „ekki háðir neinum stjórnmála- flokki eða hagsmunasambönd- um, og þvi treysti þeir því, að þeim auðnist að stunda efnis- trúa könnun og opinskáa kynn- ingu nokkurra þeirra málefna, er þjóðina varða.“ Ekki verður sagt, að hin „op- inskáa kynning“ sigli háan byr í þessu fyrsta hefti. Ber þar einna mest á almennri fordæm- ingu á sundrungu, deilum og flokkadráttum með þjóðinni. Skortir mjög á „opinskáa kynn- ingu“ á orsökum þess öngþveit- iS, sem nú er ríkjandi í stjórn- arfari landsins. Það er þýðing- arlítið að bannsyngja alla flokka jafnt í öllum málum. Þeir geta allir átt sínar syndir, en það verkar ekki sannfær- andi á nokkurn mann, að allir stjórnmálaflokkar hafi alltaf rangt fyrir sér í öllum málum. Slíkt er og verður jafnan nei- kvæð gagnrýni. Hún getur ekki stefnt að annarri úrlausn en af- námi stjórnmálaflokka ' með valdi og stofnun flokks allra flokka, einræðisflokks. RÉTTMÆTI STRÍÐSGRÓÐANS. Eina greinin í Straumhvörf- um, sem kemur við jörðina og stundar „opinskáa kynningu" á skoðun höfundarins, er grein Klemensar Tryggvasonar um réttmæti stríðsgróðans. Höf. segir þar skýrar og með þyngri rökum en áður hafa komið fram opinberlega, að stríðs- gróði eigi ekki að falla í hlut einstakra manna né stétta, heldur þjóðfélagsins í heild. „Stríðsgróði í einkaeigu getur ekki samrímst lýðfrelsi og mann réttindum.-------Það er ekki til neitt sjálfsagðara en stríðs- gróðinn renni til hins opin- bera, sem fulltrúa þjóðarheild- arinnar, og hann á að fara þangað óskertur. —*----Gróð- ann á síðar meir að festa í framleiðslutækjum. Það ætti ekki að nota nema lítinn hluta hans til kjarabóta nú, svo að hann geti síðar farið til þess að koma fjárhagsafkomu þjóðar- innar varanlega á traustan grundvöll. — — — Það, sem sagt hefi verið um stríðsgróð- ann, má orði til orðs heimfæra upp á allar forréttindaaðstöður. -------Ríkisvaldið hefir brugð- izt þeirri skyldu að koma í veg fyrir, að forréttindaöflin hefðu sitt fram.“ Þetta eru nokkrar niðurstöð- ur úr grein Klemens Tryggva- sonar. Sumir stjórnmálaflokk- ar mundu geta tekið undir þær orði til orðs. í öðrum flokk- um munu þær sæta hörðustu andstöðu, ef ekki í orði, þá í verki. FLOKKAR GETA RIÐLAZT. Það er efamál hvort hinir ungu og gáfuðu menn, sem kvðja sér hljóðs í Straumhvörf- um.gætu ekki betur neytt krafta sinna með því að skipa sér í virka baráttu innan þeirra stjórnmálaflokka, er þeir standa næstir í skoðunum. — Flokkar mótast á hverjum tíma af þeim mönnum, sem í þeim starfa. Ýmislegt bendir til að stefnur flokkanna hafi ekki kjörfylgi í fullu samræmi yið það fylgi, sem stefnur þeirra eiga í raun og veru að fagna meðal þjóðar- inni. — Þetta kemur m. a. fram í þeirri staðreynd, að þegar yf- irgnæfandi meiri hluti þjóðar- innar vill friðsamlegt samstarf um verðlags-, atvinnu- og fjár- mál ríkisins, þá er styrkleika ' (Framh. á 4. síOu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.