Tíminn - 16.03.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.03.1943, Blaðsíða 3
31. blað TtMlM, þriðjndaglnn 16. marz 1943 123 Fimmtngir: Tveir bræður Hinn 16. marz 1893 eignuðust hjónin á Fagurhólsmýri í Ör- æium, Ari og Guðrún, tvo drengi .Það eru bræðurnir Helgi á Fagurhólsmýri og Hálfdán bóndi á Bakka í Mýrahreppi, sem eru t'immtugir í dag. Þeir ólust upp viö ástriki íor- eldra slnna og í glöðum hópi góðra sys.tkina á ágætu heim- Ui, en í afskekktri sveit og án auðsældar. Snemma urðu þeir samrýmdir og sviplíkir um margt. Það kom brátt í ljós, að þeír voru gæddir hugkvæmni og hagleik. Vinnan á heimilinu veltti þeim i'jölbreytt viðfangs- efni, en umhverfið að öðru leyti íullt næði til eigin at- hugunar. Náttúruskilyrði eru þar á ýmsan hátt erfið og sveit- in einangruð. Búskapurfnn krefst árvekni, elju og útsjónar. Vegna staðhátta hefir íólkið | orð'ið að treysta mjög á heima- j fenginn forða og breyta honum í nothæfa liluti með eigin ! höndum. Við þessa aðstöðu ól- ust bræðurnir upp, eins og þúsundir annarra alþýð'umanna á íslandi. Þetta uppeldi var þeirra eini skóli. Þegar tímar liðu, skildu leið'ir bræðranna. Hálfdán flutti af föðurleifð sinni, kvæntist á- gætri konu og reisti bú í öðrum hreppi í sýslunni. Þar hafa þau hjónin búið síðan og njóta nú hjálpar margra mannvænlegra barna. Hálfdán er hagur vel og lætur nágranna sína njóta þess. Nýtur hann og einhuga t.rausts og virðingar sveitunga sinna. Helgi fór líka að heiman um stund, vann um skeið á véla- verkstæði á Seyðisfirði og víðar. Þegar því starfi lauk, stóð hann á vegamótum. Hann gat reist heimili einhvérs staðar í kaup- stað og unnið að vélsmíðum einungis e'ða annarri iðn arð- vænlegri. Af því mátti hann vænta nokkurs frama og eflaust meiri auðsældar en Öræfin veita. En hann tók þann kost- inn að koma heim. Maður með slíka hæfileika og Helgi hlaut að reisa sér óbrotgjarnan minn- isvarða með verkum sínum. Það sýndi sig og brátt, að í vögg- unnar landi skyldi sá varði standa. Hann veitti bæjarlæknum heima hjá sér að nokkru í nýj- an farveg, reisti þar í einu raf- stöð fyrir bæinn og dálitla vél- smiðju. Hann keypti til þess nokkra nauðsynlega hluti, en gerði sumt að nýju án nokk- urrar verkfræðilegrar aðstoðar. Nú tóku ýmsir, bæði í sveit- inni og utan hennar, að leita hjálpar hans til sams konar framkvæmda. Gekk Helgi að því með áhuga og ósérplægni og varði allri orku til að bæta sem bezt úr þörfum annarra i þessu efni. Ef einhver vél eða viðtæki bil- ar þar heima í sveitinni, er Helgi að jafnaði kvaddur til. Gengur hann þá greitt að verki. Umbætur, uppbygging og al- menn þægindi er Helga aðalat- riðíð. Eigin laun svo miklð aukaatriði, að aldrei er eftir þeim gengið eð'a um þau spurt, látið ráðast, hvort nokkuð er greitt eða ekki. Meðan völ er slikra manna í sveitum lands- ins, þarf enginn að örvænta um framtlð þeirra. Á þessum afmælisdegi bræðr- anna vilja vlnlr þeirra og sam- starfsmenn votta þeim árnað- aröskir, virðlngu og þökk. P. Þ. IÓNAS J6NSSOK Verndun heimila - upplausn heímila Frá Noregi StjórnarskipuniiK Frá Stokk- liólmi hefir borizt fregn þess efnis, að Qvislingar hefðu 1 hyggju að gerbreyta stjórnar- lari í Noregi og skuli hin nýja stjórnskípun ganga í gildi á næsta þjöðhátiðardegi Norð- rnanna, 17. maí. „Ríkisþing" skal sett á laggirnar, er verði „æðsta fulltrúaráð norsku þjóðarinnar“. Eigi skulu um ræður leyfðar á „rikisþingi“ þessu! Sæti eiga þar stjórn málamenn og þeim til aðstoðar fulltrúar frá stofnunum, sem Qvisiing hefir i hyggju að koma á fót og nefnlr „atrinnuþlng' Bæði verkamannablöðin í Reykjavik liafa sent mér skeyti fyrir það að ég átti nokkurn þátt í að stöðva í efri deild lög- gjafaratriði, sem var eitri blandin árás á íslenzk heimili. Tvær stefnur komu til greina í þessum efnum. Kommúnistar vilja aí stefnuástæðum leysa upp heimilin, til að geta þvi auðveldlegar leyst upp þjóðfé- lagið og komið á sameignar- flatsænginni. Ég hefi leyft mér að hafa gagnstæða skoðun. Ég trúi á mátt heimila, sem eru friðheilög uppeldisstöð barna og griðastaður staríandi fólks. Þegar ég hóf baráttuna fyrir , Byggingar- og landnámssjóði 1925 var stefnt að því að gera þúsundum manna í landinu kleift að eignast betri heimili heldur en annars var kostur á. Byggingar- og landnámssjóður fæddi af sér hina skipulegu og vel gerðu verkamannabú- staði. Hvar sem farið er um landið sjást merki -um gifturík áhrif þessara aðgerða. Þúsund- ir manna í kaupstöðum og sveitum eiga nú íegurri, heilsu- samlegri og farsælli heimili fyr- ir það að stefna sú. er ég hóf í byggingarmálum landsmanna hefir sigrað í landinu. Það er aúðséð, að verkamenn Reykja- víkur kunna að meta þessa að- stöðu, því að þeir þverneituðu að leyfa að byggt væri á sumri komandi þriðja hæðin ofan á hús þeirra, til að auka með þeim hætti húsakost verka- mannastéttarinnar í bænum. Var þetta þó langauðveldasta byggingarumbót. sem hægt var að gera í Reykjavík, til að fjölga íbúðum. Ég get með mikilli ánægju horft til baka' á þá þróun bygg- ingarmálanna og eflingu ís- lenzkra heimila, sem leitt hefir af frv. því um auknar húsabæt- ur, sem ég bar fram 1925, í mik- illi óþökk margra samlanda minna. Engan getur þess vegna furðað á því þó að ég hafi, með fleiri þingmönnum reynt að af- stýra því, að kommúnista- flokknum tækist að vinna for- dæmalaust hermdarverk á sjálfstæði íslenzkra heimila. Kommúnistar hafa leynt og ljóst unnið að því að lögfest yrði, að í hverjum kaupstað landsins mætti eftir geðþótta og dutlungum meira hluta bæjar- stjórna, rjúfa grið heimilanna, og skipa fólkinu sem þar býr, að opna, með þriggja daga fyr- irvara, hús sín fyrir hvaða að- komumanni, sem hentugt þætti að setja þangað inn um stund- arsakir. Oft yrði hér um heið- virt fólk að ræða. En með þess- um hætti mætti líka senda drykkjumenn, þjófa, spilafals- ara, fjársvikara, smyglara, launbruggara, og fólk hlaðið háskalegum sjúkdómum inn á hvaða heimili, sem var, í fullri óþökk þeirra, sem höfðu skap- að sér sitt eigið heimili. Við umræðurnar í efri deild, sem snerust aðallega um hús- næðileysi .fólks í Reykjavík, sagði ég, að ef til vill mætti aí- saka háskalegar aðgerðir í hús- næðismálum höfuðstaðarins, ef þrjú skilyrði væru fyrir hendi: 1. Ef Reykjavik væri langör- uggasti dvalarstaður fyrir ís- lendinga meðan heimsstyrjöld- in varir. 2. Ef Reykjavík væri, að skoð- un lækna, lang öruggasti staður með atvlnnu fyrir allan þorra islenzku þjóðarinnar. • 3. Ef svo vel væri séð fyrir vinnuafli við framleiðsluna í sveitum og kauptúnum, að rétt væri af þeim ástæðum að soga sem allra flest fólk til höfuð staðarins. Kommúnistar í efrl deild ját- uðu sig strax yfirunna gagn- vart þessum röksemdum með auðmjúkri þögn. Jafnvel kom- múnista vantar þá ósvifni sem þarí með til að halda því fram, að öryggi íslendinga gegn loft- hernaði, sé mest í Reykjavik, eða að þar sé glæsilegt útlit með atvinnu, eða lientugt sé að sópa fólkinu úr byggðum og kauptún- um frá framleiðslunni til höfuð- staðarins. Öllum, sem hugsa af skyn- semi um málið er ljóst, að af styrjaldarástæðum ætti að fá sem allra flest fólk til að flytja úr Reykjavík meðan stríðið stendur. Skal aðeins bent á eina minniháttar ástæðu, að mikill hiuAi bæjarins er úr timbri og gæti i loftárás brunnið til kaldra kola á örstuttri stund. Öllum er líka ljóst, að innan skamms skapast gifurlegra atvinnuleysi ít Reykjavík heldur en nokkurn tíma hefir þekkst hér á landi, um leið og hin óvænta og ó- venjulega atvinna í sambandi við dvöl setuliðsins hverfur að mestu eða öllu. Þá vofir ekki aðeins húsleysi yfir mörgum manni í Reykjavík, heldur al- ger vöntun lifrænna atvinnu. í þriðja lagi er nú, sökum hins óeðlilega og skaðlega aðstreym- is til Reykjavíkur síðustu miss- erin, svo fátt fólk við fram- leiðslustörfin hvarvetna út um land, að heilsu og þoli fólksins er ofboðið’. Gott dæmi um á- standið er það, að á einu nafn- kunnu stórbýli sunnan lands eru nú í vetur þrjár maneskjur, hjón um áttrætt og miðaldra sonur. Konan hefir um mörg ár þjáðst af varanlegu heilsu- leysi. En eins og nú hagar til, verður áttræður öldungurinn og sonur hans að bjarga öllum heimilisstörfum og framleiðsl- unni. Sjá allir, hve auðvelt það er. Engir nema blindir postular uppiausnarinnar geta haldið því fram, að nú eigi að halda þúsundum karla og kvenna við fánýta og oft skaðlega dvöl í Reykjavík undir verndarvæng ástandsins, en láta þúsundir heimila í byggðum og kauptún- um vera hálf auð af fólki, vegna þrásetu þess á stöðum, þar sem þess er minna en engin þörf. og „menníngarþing“. Sagt er ennfremur, að ríkisþing þetta muni koma saman 1 konungs- höllinni, þvi að i Stórþings- húsinu situr Terboven land- stjóri. Það eru nú nálega 20 ár, síð- an Bernhað Stefánsson bar fram frimivarp um byggðar- leyfi, til að jafna straumi fólks- flutninganna innan iands. Skammsýnir andstæðingar Framsóknarmanna á Alþingi eyddu því máli. Siöan tók ég sömu hugmynd- upp i bæjar- stjórn Reykjavíkur. Málinu var þá eytt með sömu skammsýni og á Alþingi. Nú sýpur þjóðin seyöiö af glapráðum fyrri ára. Nú vofir yfir Reykjavik hinn hörmulegasti timi, þar sem at- vinnubætur og helzta úrræði margra forsjámanna verður, að láta þá, sem ekki geta fram- leitt, lifa á fyrri framleiðslu bæjarbúa og landsmanna yfir- leitt. Samhliða þessu brotna at- vinnuvegir fólksins í dreifbýl- inu niður fyrir vöntun á starfs- afli, og húsakynnum ekki hald- ið við af því að þau standa hálíauð, eítir burtflutning fólks frá atvinnu byggða og kaup- túna. Þörí þjóöarinnar krefur, að fólkið dreiíi sér úr húsaskorti og atvinnuleysi Reykjavikur til þeirra staða, þar sem nóg er um jhúsnæði, atvinnu og lifvænlega I framtíð. Þar, sem einstaklingar vilja vinna og vera sjálfbjarga, á við að halda áfram skynsam- iegri heimilamyndun á grund- : velli þeim, sem lagður er með I byggingar- og landnámssjóði j og löggjöfinni um verkamanna- bústaði. Þá er fjölgað sterkum, hollum og íriðhelgum heimil- um, en unnið á móti upplausn og úrkynjun. Mér finnst rétt að unna kom- múnistum nokkurrar viðurkenn- ingar fyrir elju og lægni viö aö koma upplausnarmáli heim- | ilanna umræöu- og athuga- semdalitið gegnum aðra þing- deildina. En að lokum verða kommúnistar að reyna, að i þetta sinn sem endranær má treysta á spakmælið: „Upp komast svik um síðir“. Nú standa upphafsmenn innbrota- frumvarpsins aíhjúpaðir fyrir alþjóö manna. Nú sjá allir, að þeir unnu hið þjóhættulegasta verk með þvi að soga fólk frá I framleiðsiu dreifbýlisins til Reykjavíkur, i mesta hættu- stað landsins í sambandi við loíthernað, og hið stórfeldasta ! atvinnúleysi, þegar ástandinu lýkur. Til íramdráttar þessari óíremdarsteínu haía þeir lagt (Framh. á 4. tiOu) Dr. Helgi Pjeturas; Athugasemd við fyrirburðasögu Jóns frá Starmýri Aðsókn sú, spm Jón frá Star- mýri segir frá i Tímanum í dag, virðist benda til þess, að íram- liðnum hafi verið mikill hugur á að ná sambandi við hann, og er ekki ósennilegt, að frá fróð- legri tiðmdum hefði verið að segja, ef öðruvísi hefði verið við snúizt. Hið rétta hefði verið, ef tök hefðu verið á, t. d. næsta kvöld, að skjóta á fundi (eins og spíritistar segja) og freista, hvort ekki mætti komast að vitneskju um, hvers vegna vera þessi birtist, eða verur. Og jafn- vel þó að ekki hefði tekizt að fá neitt sagt, þá hefði mátt verða einhvers vísari með því að gefa gætur að þvi, sem kom i huga þeirra, sem voru að leit- ast við að taka undir þessa sambandstilraun, sem virðist verið hafa. Einnig mætti gera ráð fyrir, að þátttakendum kynni að geta borið eitthvað fróðlegt í drauma nóttina eftir. Tilgangurinn með slíkri sambandstilraun „handanað“, getur stundum verið löngun til að afstýra yfirvofandi háska, en stundum aðeins löngun til að geta sagt fréttir af sér og „ó- kunna Iandinu“. Bezt er að vera ekki hræddur, meðan ekki virðist brýn ástæða til, eins og Jón kveðst heldur ekki hafa verið. Betra er að tveir en einn taki þátt í slíkri tilraun, hérna megin, og því meiri árangurs von, sem fleiri eru, ef um næg- an samhug er að ræða. Marg- föld reynsla sýnir, að árangurs getur verið að vænta af slikri tilraun, ef oftar er reynt, þó að ekki takist undir eins. Tilraun- ín mun takast betur, ef gert er ráð fyrir, að ekki sé um neitt yfirnáttúrlegt að rteða, og ekkl samband við anda og anda- heim. Góður undirbúningur undir fróðlegt framhald, er að spyrja þann, senr sýnir sig, hvar hann eigi nu heima. Mundi ehi- hver, sem barizt hefði góðri bar- áttu hér á íslandi, eins og ekki er óliklegt að þessi framliðni vinur J. frá Stm. hafi gert, geta sagt margt íróðlegt frá íslandi, eða tilsvörun íslands, á ein- hverri annarri .jarðstjörnu, sem a. m. k. öðrumegin, væri-stórum betri en þessi jarðstjarna, sem vér eigum heima á nú. Og hins vegar mundi sá, sem misendis- maöur hefði verið, geta sagt tíðindi aí verra íslandi en hér á jörðu er. Því að svo virðist sem vanalegt sé, að framliðnir eigi a. m. k. fyrst í stað heima í iandi, sem líkist því, er þeir lifðu á hér á jörðu, en á betri eða verri veg, eftir því, hvernig hér hefir verið lifað. Mér kom til hugar áðan, er ég var að lesa hina merkilegu einyrkjasögu Hákonar Finns- sonar ,að það mundi verða mjög skemmtileg íslenzk sveit, sem hann flytur i, þegar „yfirum“ kemur. Mun Hákon þá verða stórvirkur og hagvirkur þeim mun fram yfir það, sem hann hefir verið hér á jörðu — og hefir þó verið með ólíkindum — sem ástæður verða betrí. Og ekki þykir mér ólíklegt, að hon- um mundi verða talsverður hugur á, að geta fært oss hérna fréttir af íslenzkri sveit á ann- arri stjörnu, þar sem ærið margt væri til að undrast og gleðjast yfir, og íslendingum frumlífsins gæti orðið til fyrir- myndar. 9. marz 1943. Helgl PjeturM. Sumbund isí. suinvinnuféluya. . * I ■\ Kaupfélög gætið þess að hafa vörubirgðir yðar I nægilega vátryggðar. Blautsápa frá sápuvorksmiðjuimi Sjofn er almennt við- iirkennd fyrir gæði. Flestar hnsmæður nota Sjainar-blautsápu Fryst Dílkakjðt úrvals dilkakjöl úr öllum beztu f járhéruðum landsimt. Aðeins selt í heilum stookkum. Frystihúsið Herðubreið Fríklrkjuvei$i 7. Síml 2S78. Tilkyiiiiiug frá Tiinaiiuni. Askrlftargjald Timaus heflr verlS ákveðið sem hér segir: I Reykjavík og Hafnarfirðl: kr. 4.00 á mánuðl fyrst um slun frá 1. aprfl n. k. að telja. IJtan Reykjavfkur og Hafuarf jarðar kr. 30.00 árgangurinn 1943. Tilkynning frá skriistofu leigumáladeildar Bandaríkjahersíns. Bandarfkjaherlnn mun hafa fulltrúa í Hafnarstræti 21, Reykjavfk, til aðstoðar Islendlngum f málum sem lúta að leigu á fasteignum tll Bandaríkjaherslns. Kem- ur þetta til framkvæmda mánudaginn 15. marz 1943, og verður sfðan alla vlrka daga frá kl. 9 til 16. — Simanúmerlð er 5937. Framsóknarmenn í Reykjavík Afgreiðsla Tímans biður ykkur vinsamleg- ast um aðstoð við að útvega börn eða unglinga til að bera blaðið til kaupenda f bænum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.