Alþýðublaðið - 04.06.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.06.1927, Blaðsíða 2
2 ALP. YÐUt5LAt)ÍÐ HlLÞÝBUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin írá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 91/2-101/,, árd. og kl. 8—9 siðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálha. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (i sama húsi, sömu símar). Log nm greiðsln verkakanps. Eitt af fáum nýmælum til hags- bóta íslenzkum verkalýð, sem síð- asta alþingi samþykti, eru lög um viðauka við lög nr. 4 frá 14. febrúar 1902 um greiðslu verka- kaups. Lög þessi voru flutt og undirbúin af fulltrúa alþýðu- fiokksins í neðri deild, Héðni Valdimarssyni, en Ásgeir Ás- geirsson gerðist meðflutnings- maður frumvarpsins. Eins og fyrirsögn laganna ber með sér, eru þau viðauki við lögin um greiðslu verkakaups frá 1902, en þau lög voru flutt og fram borin af Skúla heitnum Thoroddsen, og sýndi Skúli með því eins og mörgu öðru i stjórn- málastarfsemi sinni, aö hann bar hagsmuni verklýðsstéttarinnar og allrar alþýðu mjög fyrir brjósti. Lögin frá 1902 voru því mikifl fengur, þar sem þau fyrirskipuðu, að verkakaup skyldi greitt í pen- ingum, og bönnuðu að greiða paó með skuldajöfnuði. ' Pó að lögin frá 1902 væru þarft bpor i rétta átt, og hafi oft kom- ið að góðum notum, hefir þaö þó komið í ijós, einkum á síð- ustu árum, að þau náðu alt of skamt. Síðan farið var að reka útgerð hér á landi í stórum stíl, hefir það oft við brunnið og þá sérstaklega við síldarútgerðina á Norðurlandi, að margir atvinnu- rekendur ihafa dregið að greiða verkafólkinu kaup sitt til enda vertíðar, en það hefir stundum íeitt til þess, að atvinnurekendur hafa þá ekki getað staðið í skil- um, ef sala afurðanna, einkum síidarinnar, hefir misheppnast. Verkafólkiö hefir þá orðið að krefja þessa atvinnurekendur um greiðslu og oft þurft að leita að- stoðar dómstólanna. En réttarfars- ákvæðum vorum er þannig hátt- að, að málssóknir reynast oft hæði dýrar og séinfærar. Hafa verkamenn þá stundum ekkert haft upp úr slíkum málarekstri nnnað en áhyggjur og aukinn kostnað. Pað var því orðin brýn nauðsyn á því að tryggja verka- fótki öruggari kaupgreiðslu og auðveldari innheimtuaðferð. SpoT í áttirua til þessa eru lögin frá síðasta þingi um greiðslu verkakaups. 1 1- gr. laga þess- irra er svo ákveðið, að verka- fólk, sem vinnur daglaunavinnu í landi við verksmiðjur, verzlun, byggingar, ístöku, útgerð, ferm- ingu og affermingu skipa, skuli fá verkakaup sitt greitt vikulega, nema öðru vísi sé um samið. Petta nær þó ekki til venjulegrar sveitavinnu, þar sem verkafólkið fær húsnæði og fæði sem hluta af verkakáupi. Svipuð ákvæði eru sett um ákvæðisvinnu í 2. gr. laganna. Þetta ákvæði miðar til þess að tryggja það, að atvinnurekend- ur láti ekki kaup verkamanna sinna sitja á hakanum fyrir öðr- mu kostnaði við starfrækslu sína, og á því, ef rétt er á haldið, að verða til mikilla bóta fyrir verka- memi. Skyldu verkamenn og gæta þess vandlega að framfylgja þess- um fyrirmælum og heimta kaup sitt útborgað vikulega. Með því móti ætti það að vera örugt, að þeir töpuðu ekki miklu af kaupi sínu. Þá er mjög merkilegt nýmæli í 3. gr. laganna. Þar er svo ákveðið, að verkafólki sé heimilt að krefj- ast þess, að mál út af greiðsíu verkakaups sæti meðferð einka- lögreglumála. Má þá reka mál í þeirri þinghá, þar sem verk er unnið, og er atvinnurekandi eða umboðsmaður hans þar réttur varnaraðili, þótt ekki eigi þeir þar heimilisvarnarþing. Að lokum er svo fyrir mælt, að réttargjöld skuli ekki greidd í málum þess- um. Eins og fyrr er greint, er með- ferð máLa hér á landi yfirleitt þunglamaieg og oft kostnaðarsöm og seinfær. Sérstaklega er oft erfitt fyrir verkamenn að sækja atvinnurekendur í málum út af kaupgreiðslum, ef atvinnurekand- inn, eins og oft vill verða, á varn- arþing bæði fjarri þeim stað, sem atvinnnan var rekin á, og einnig fjarri heimili verkamannsins. En úr þessu er nú bætt með þvi á- kvæði, að máliö megi reka í þeirri þinghá, jjar sem verkið var unnið. En hitt er þó vafalaust meira hagræði verkamönnum, að mál þessi megi reka að hætti einka- lögreglumála. En eftir þvi geta verkamenn snúið sér beint til dómarans, sem á lögsögu í þing- há þeirri, sem verkið var unnið í, með kröfur sínar, og ber dóm- aranum þá skylda til að semja kæru eða stefnu á skuldunaut eftir þeirri skýrslu, sem honum er gefin, uf kröfueiganda. Mál þe-ssi þarf ekki að leggja fyrir sáttanefnd, en dórnari. leitar sjálf- ur sátta. Einnig bar dómara að yfirheyxa bæði aðila og vitni og Bð öðru leyti afla alira fáanlegra upplýsinga af sjálfsdáðum um málavöxtu eftir því, sem efni verða ti.l og þörf virðist á eftir öllum atvikum, sem koma fram í meðferð málsins. Þetta er mjög ólíkt meðferö venjulegra einka- máia, þvi að þax þurfa aðiljar sjálfir að útvega öll sönnunar- gögn og upplýsa málin, og engin heimild tii þess að kalia aðilja sjálfa fyrir rétt til þess að gefa' upplýsingar og greiða úr spurn- ingum. Aðferð einkalögreglumála ætti því einnig að veita meiri íryggingu fyrir réttlátum máis- úrsiitum, um ieið og málin ganga greiðlegar. Þessi meðferð kaup- ikröfumálanna ætti því, sérstak- dega í höndum góðra dómara, að leiða til þess, að réttlátari mála- lok fáist, og að málsmeðferðin verði einfaldari, greiðari og ö- dýrari. Væri ekki ósennilegt, að þetta gæti orðið upphaf og fyrir- boði nýrrar stefnu í íslenzkri rétí- arfarslöggjöf, en þar væri sannar- lega full þörf mikilla umskifta og breytinga. Einn af mentuðustu og fróðustu lagamönnum lands- ins, próf. Einar Arnórsson, hefir einnig í ritgerð í „Tímariti lög- fræðinga og hagfræðinga“ (II. ár, bls. 116—123) ritað grein, er hann nefnir „Nokkur orð um meðferð einkamála í héraði“, og hvatt til jþess, að meðferð einkalögreglu- mála yrði tekin upp við.einkamál alment eftir því, sem auðið væri. Virðist mér sú tillaga vel rök- studd og hefir margt til síns á- gætis. Nýju lögin um greiðslu verka- kaups öðlast giidi þegar í stað. Sennilega hafa lög þessi verið staðfest í ríkisráðinu 31. maí s. 1., og eru þau þá þegar gengin í gildi. Verkalýður landsins á þvi rétt á því þegar í sumar að notfæra sér lög þessi. Tel ég sjálfsagt, að iverkamenn færi sér í nyt þær litlu breytingar til bóta, sem fást í löggjöf landsins. St. J. St. Tízkan kring nm 1300. Drengjakollurinn á miðöldum. Ihaldið og afturhaldið er alt af eins; það dáist alt af að því, sem var, en hefir andstygð á því, sem yfir stendur. Eitt af því, sem afturhaldinu þykir ískyggilegast í fiari nútímans, eru stuttu pilsin og drengjakollurinn. Það þykir bera vott um siðgæðisvöntun. En svona hefir alt af farið um tízk- una frá alda öðii. Ef afturhalds- og siðgæðis-postularnir vildu líta rnn öxl, myndu þeir sjá, að hún- ingar fyrri tíðar manna voru lítið betri en búningar eftirkomend- anna nú á dögum. ítalska skáld- | ið Dante Alighier (1265—1321), sem ekki var neitt mildur í dóm- um um sína samtíð, dásamar það í kvæðum sínum, hve óbrotið líf forfeðra hans samtíðar var, en fárast yfir henni. Próf. Robert Da- vidsohn (Þjóðverji) segir frá því í hinni miklu Florenzsögu sinni, að forfeður Dantes hafi ekki ver- ið tildursminni en samtíð hans sjálfs. Og eins og haim lýsir tízkunni á tinrabilinu 1250—1350 eða um daga Dantes, hefir hún verið með alls konar hnykki og brögð, sem geta staðið tízkubrell- um vorra daga fullan snúning. 1 þá daga voru það engu síður karlar en konur, sem voru þræl- ar tízkunnar. Stjómarbönnum og kirkjubönnum var í þessu efni beitt jafnt á karla sem konur, og hjá báðum varð glýsgirnin löghlýðni og guðhræðslu yfir- sterkari. Það er á þessum ár- um, sem fyrst fer að brydda á alheimstízku, — tízku, sem gengur samtímis yfir öll menning- arlönd. Frönsk tízka var þá eins og enn einna áhrifamest, þó að þýzkar venjur næðu og mikilli út- breiðslu. Þá þótti kurteisi, að karlmenn væru í svo stuttum föt- um, sem unt var og svo að- skornum, að þeir áttu fult í fangi með að koma þeim að sér, en belti báru menn yfir um sig úr hrosshúð með dýrum sylgjum. Hatta báru menn úr silki, og voru þeir prýddir dýramyndum úr gulli eða silfri, — myndum af t. d. ijónum eða öpum. Lagðar voru og slíkar myndir á fötin, en það var bannað 1322. Sokkar og bræk- urvoru samfast fat (háleistar); var það úr leðri og oft sóli undir, og báru menn þá ekki aðra skó. Glysgirni kvenna sótti mikið í sig veðrið eftir miðja 13. öld. Kjólarnir voru svo flegnir, að hrollur fór um siðferðispostulana. Kjólarnir voru miklu flegnari þá en nú. Hins vegar voru pilsin skósíð og með löngum slóða; það var í Florenz bannað að hafa hann lengri en lV« m. Efnin urðu æ dýrari og skræpóttari; ýmist voru þau með tefling eða hálf- skift, — skarlatsrauð öðrum meg- in og svört hinum megin. Föt úr bláu silki voru sett gulum stjörnum, og myndir af heilum atburðum voru saumaðar og jafn- vel málaðar á fötin, en myndir þessar gerðu iistamenn. Einn siða- meistari þeirrar tíðar lýsir einu slíku fati svo, að það sé „út- býjað í blómum", en getur þess um leið, að það hafi kostað um 1000 kr. íslenzkar gullverðs. Búin voru fötin með gulli og gimstein- um, kögrum og. skinnum. Ermar voru alt að því skósíðar og því ýmist kallaðar „kýrtungur“ eða „asnaeym". Konur voru á háleist- um eins og karlmenn, og á rauð-- um eða gulum skóm úr leðri eða vefnaði. Um háralag kvenna skifti nokk- !uð í tvö horn. Um 1300 var kven- fólk flest berhöíðað og hengdi þá á sig fléttugervi og líkingu af hári úr hvítu og gulu silki, svo að náði niður í augu, en það brann siðavöndum mjög í aug- um. Opinberu kvenfólki var aft- ur á móti skipað að skera hár sitt eins og karlmenn, svo að þar hefir drengjakollurinn foma fyrirmynd, þó ekki sé hún virðu- leg á borgaralega vísu. Afleiðingin af þessari tilskipun varð þó nokk- uð önnur en til var ætlast. Karl- ar fóm yfirleitt að halda sig að þeim stuttkliptu, svo að þær, sem síðhærðar voru, þóttust afskiftar (Prh. á 4. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.