Tíminn - 30.03.1943, Page 1

Tíminn - 30.03.1943, Page 1
RIT£iTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. PORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGKPPANDI: \ PRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITST JÓRASKRIPSTOFUR: ( EDDUHÚSI. Llndargötu 9A. í Símar 2353 Og 4373. ( AFGREIÐSLA, INNHEIMTA : OG AUGLÝSIN GASKRIFSTOPA: ; EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. ( Síml 2323. J PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. ) Símar 3948 og 3720. 27. árg. Rcykjavík, þriðjudagiim 30. marz 1943 37. blatS Slæm tíðindi: Fískverðið lækkar í Bretlandi Stjórn Félags ísl botnvörp- unga barst síðastl. laugardag tilkynning frá brezka matvæla- ráðuneytinu þess efnis, að há- marksverð á fiski yrði lækkað í Bretlandi einhvern næstu daga. Hámarksverðið hefir verið 81 shillingar fyrir „kitt“ af öllum fiski, nema flatfiski, en muii verða 75 shillingar 10 pence fyrir „kitt“ af þorski og ýsa og 70 shillingar 10 pence fyrir „kitt“ af ufsa, karfa og löngu. Mikið af afla togaranna nú er ufsi. Þessi verðlækkun er það mik- il, að líklegt þykir, að útgerð lítilla fiskflutningaskipa okk- ar svari ekki kostnaði eftir að hún er gengin í gildi. Frá Viðskiptaráði: / Alagning vélsmíðj- anna lækkuð um Hermann Jónassons 33°| 0 Skrif Tímans um okur vél- smiðjanna hafa borið góðan ár- angur. Áður hefir verið skýrt frá lækkun álagningarinnar hjá Landsmiðjunni. Síðastl. laugar- dag tilkynnti viðskiptaráðið, að vélsmiðjum, skipasmíðastöðv- um, dráttarbrautum og bifreiða verkstæðum væri bannað að leggja meira en 40% á vinnu og efni, nema aðkeypta varahluti, sem leggja má á 50%. Álagninguna má aðeins leggja á verkamannavinnu, en t. d. ekk verkstjórn og skrifstofu- hald. Talið er að þetta lækki álagn- ingu þessara fyrirtækja um 35% frá því, sem hún hefir verið. í þessum efnum, eins og öðr- um, er varða hámarksálagningu og hámarksverð, skiptir raun- verulega eftirlitið mestu máli. Sérstaklega er mikilsvert, að þeir, sem verkin láta vinna, reyni að fylgjast sem bezt með því, að settum reglum sé fylgt. Rógur Gottfredssenanna um bændurna og landbúnaðinn Fimmtugur Þórður Kristleifsson, kennari og söngstjóri á Laugarvatni verður fimmtugur á morgun, 31. marz. Grein um Þórð mun birt- ast í næsta blaði Tímans. Húsbruni í Stykkis- hólmi Kona lézt af brnna- sárum. Síðastliðinn laugardagsmorgun kom eldur upp í svonefndu Jó- elshúsi í Stykkishólmi, og beið kona bana af brunasárum er hún hlaut. Á efri hæðinni bjuggu hjónin Jófríður Sigurðardóttir og Bjarni Sveinbjörnsson. Var Jó- fríður nýlega búin að vekja Bjarna, þegar hann heyrði neyðaróp hennar úr eldhúsinu. Brá hann fljótt við, en eldhúsið var samt orðið alelda, er hann kom þangað, og klæði Jófríðar loguðu mjög. Bjarna tókst að slökkva í þeim, en Jófríður hafði þá hlotið mikil brunasár. Slökkvistarf var þegar hafið og tókst fljótt að ráða niður- lögum eldsins. Skemmdir urðu þó miklar á efri hæð hússins. Jófríður var þegar flutt í spítalann og lézt þar nokkru síðar. Svo hörmulega var ástatt, að eigi var unnt að búa að sár- um hennar, því að héraðslækn- irinn var í læknisferð. Reynt var að fá lækni frá Reykjavík með flugvél, en það tókst ekki, því að engin flugvél var til taks. Jófriður lézt á sunnudaginn. Það hefir lengi ekki verið um annað meira talað en róginn og níðið, sem hann Gottfredsen hefir skrifað um íslenzka fiskimenn. Ég hefi varla heyrt almennari fordæmingu á nokkru verki. Menn ræða um, hvaða refsingu þessi afbrotamaður muni fá, og sýnist öllum á einn veg um það, að refsingin eigi að vera þung. Allir erum við á einu máli um þetta atriði, enda verður verknaðinum með engum hætti fundnar málsbætur. Englend- ingar hafa sett verðið á fiskinn, sem þeir kaupa af íslenzkum og enskum fiskimönnum, — við höfum ekki ráðið því. Það hefir verið hátt, en samhliða hafa hernaðarframkvæmdir hér á landi spennt dýrtíðina svo hátt, að þeir, sem til þekkja, munu ekki telja fiskimennina öfunds- verða af hlutskipti þeirra. Svo sem nú horfir, lítur helzt út fyrir að þessi gervi-gróði hverfi jafnskjótt og hann kom. Margir óttast líka, að þessi augnabliks- gróði, sem hér hefir kostað okk- ar fámennu þjóð æðimörg mannslíf, verði atvinnulífinu lítið happ. Þegar þannig horfir, virð- ast rógberar hafa komið ár sinni þannig fyrir borð f ensk- um hafnarbæjum, þar sem ís- lendingar selja afla sinn, að tekið er á móti þeim með ónot- um og aðkasti, er þeir koma þar í höfn eftir hættulega sjóferð. Það er ekkert undarlegt, þótt almenningur í þessu landi dæmi verknað rógberanna hart. II. íslenzkir bændur selja mikið af vörum sínum í bæjum og þorpum hér innan lands. Hitt selja þeir á erlendum markaði. Bændur hafa ekki frekar en fiskimennirnir ráðið þvi, hvaða stefnu dýrtíðin hefir tekið. En strax sumarið 1941 tjáðu þeir sig fylgjandi því, að verðlag og kaupgjald yrði stöðvað. Enn á ný studdu þeir tilraunir, sem til þess voru gerðar á haustþing- inu 1941 (þá var nýmjólk 75 aura lítrinn). Það stóð heldur ekki á þeim að styðja gerða- dómslögin. Sögu þessara mála þekkja nú allir. En þegar dýrtíðaraldan var látin flæða yfir landið á síðast- liðnu sumri, vegna aðgerða, sem mönnum eru í fersku minni, var það ekki aðeins eðli- legt, heldur óumflýjanlegt, að verð landbúnaðarvara fylgdist með öðrum hækkunum, miðað við aukinn framleiðslukostnað varanna. Um þau hlutföll má að sjálfsögðu deila meðan hag- fræðilegar skýrslur um fram- leiðslukostnað eru enn ófull- komnar. — Innanlandsverð á landbúnað- arvörum varð því æði hátt, og eðlilega miklu hærra en .hægt er að fá fyrir þann hluta var- anna, sem seldur er á erlendum markaði hjá þjóðum, sem hald- ið hafa dýrtíðinni í skefjum. Um áramótin var áætlað, að verðuppbætur, sem ríkissjóður þyrfti að greiða á landbúnaðar- afurðir 1941 og 1942, myndu nema um 25 miljónum króna. Nú er vitað, að upphæðin er ekki nærri svo há, og ekkert af þessu fé hefir enn verið greitt — þótt það verði að sjálfsögðu gert. Út af þessu hefir gripið um sig slíkur áróður í ýmsum blöð- um, og þá vitanlega um leið meðal almennings í bæjum gegn íslenzkum bændum, að ekki eru dæmi slíks. Ýmsir menn, sem telja verð landbúnaðarvara of hátt, hafa ritað um þetta mál af stillingu, og frá þeirra sjónarmiði með rökum. En lang mest gætir þess, að þessi skrif og þetta tal sé dómgreindarlaust og hver æpi framan í annan um „öl- musulýð", „styrkjastefnu", ,öl- mu^upólitík“ og annað þvi líkt. Það er og venjulega svo, að þegar faraldur af þessari teg- und grípur um sig, framkallar hann það lélegasta í mönn- um, hvort sem rógurinn er rek- inn í enskum hafnarbæjum af útlendingum um íslendinga eða hér á íslandi af íslendingum um íslenzka bændur. Menn, sem flosnað hafa upp frá búskap og aldrei gátu lifað í sveit af erfiði sinna handa, en stunda nú iðju- leysingjavinnu í bæ, skrifa nú hálf og heil víðlesin blöð um gróða bænda og um ölmusur til þeirra. Tónninn virðist æði svipaður og skilningurinn við- líka mikill og hjá Gottfredsen í greinum hans um íslenzka fiskimenn og íslendinga yfir- leitt. ra. Verðuppbætur þær, sem ríkið gr^iðir bændum vegna þess lága verðs, sem fæst á hinum erlenda markaði.samanborið við framleiðslukostnað, eiga vitan- lega ekkert skylt við styrki, eða ölmusu. — Þær .eru einn þátt- ur í þeirri jöfnun milli at- vinnuveganna, sem íslenzka rík- ið eins og flest önnur ríki hafa orðið að takast á hendur vegna þess mikla ósamræmis, sem styrjöldin hefir valdið á svo mörgum sviðum. Hér á landi hafa þessar fjárhæðir orðið að sama skapi óeðlilega háar, sem alda dýrtíðar hefir, auk utan- aðkomandi áhrifa, risið hærra hér en annars staðar, vegna innlendra mistaka. — Verðupp- bæturnar til landbúnaðarins eru því hér sem annars staðar greiddar í þágu alþjóðar til að koma 1 veg fyrir óbærilegt mis- rétti og til að viðhalda fram- leiðslu, sem líf þjóðarinnar byggist á. Til að sýna, hvernig faraldur eins og áróðurinn um uppbæt- urnar til landbúnaðarins getur blindað fólk, er gott að minnast ársins 1940. Þá viðurkenndu Bretar, að þeim bæri að greiða nokkrar verðuppbætur ( um 5 milj.) á íslenzkar framleiðslu- vörur, (aðallega landbúnaðar- vörur), sem ósanngjarnlega lágt verð fékkst fyrir, vegna hinna lokuðu markaða. — Þeir kölluðu þetta styrk. Við tókum þessu engan veginn vel. Vegna hinna lokuðu markaða og aukinnar dýrtíðar, sökum hernaðarins, töldum við okkur eiga rétt á þessari greiðslu sem skaðabótum. Og við neituðum að taka við því nema sem skaða- bótum. Um þetta hygg ég að allir íslendingar hafi þá verið sammála. Þegar fiskverðið hækkaði stórum og afkoman batnaði, neituðu Bretar að greiða þess- ar skaðabætur. Þeir töldu, að afkoman væri það góð almennt hjá þjóðinni, að við gætum sjálfir af eigin fé annazt þessa jöfnun milli atvinnuvegánna. Þetta voru þeirra endurteknu rök við samningaborðið. Síðan við urðum að taka að okkur þessa jöfnun, eða skaða- bótagreiðslur, hefir verið haf- inn sá söngur, sem menn hafá heyrt. — Nú er þessi greiðsla nefnd allt öðrum nöfnum, þótt vitanlega séu þetta, eins og áð- ur, fyrst og fremst skaðabætur, vegna tapaðra markaða. IV. Þessi illkynjaði áróður er svo jafnframt kominn inn á það svið, að telja eftir stylrk til jarðræktar, húsabóta í sveit og til kaupa á nýtísku landbúnað- arvélum. Stóriðjan (hér á landi aðal- lega stórútgerð og verzlun) hafa sogað til sín fólkið úr sveitun- um viða um lönd. Til þess að halda nauðsynlegu jafnvægi hafa þjóðfélögin greitt styrki til landbúnaðarins, honum til framfæris og örvunar. Árin fyrir strið fór þetta ört vax- andi. Má sem dæmi nefna Eng- land, Noreg, Bandaríkin, Þýzka- land. í flestum menningar- löndum er stórfé varið af al- mannafé í þessu augnamiði. Frá sumum ríkisstjórnum (Englandi) liggja þegar fyrir yfirlýsingar um, að þessar greiðslur verði stórauknar eft- ir styrjöldina frá því, sem áður var. Það er unnið að áætlununj um að veita rafmagni um sveit- irnar (England, Bandarikin) og það verk sumpart þegar hafið. Hér á landi hefir straumur- inn til kaupstaða verið örari en víðast annars staðar. Flest var ógert í sveitunum nokkuð fram á þessa öld. Hér er þörfin á framförum í sveitum meiri en í flestum þjóðlöndum. En hér á landi virðist á sama tíma haf- inn skipulagður áróður til að telja þessar greiðslur eftir og kalla þær alls konar ónöfnum. Þetta fólk ætti að horfa svo- lítið nær sér. Greiðir ekki ríkis- sjóður styrki til húsbygginga í kaupstöðum, til tryggingar- starfsemi (sem enn er aðallega fyrir kaupstaðina) svo miljón- um skiptir, til fæðingardeildar í Reykjavik, styrki til að flytja kaupstaðabörn í sveit, og farið hefir verið fram á styrki til að byggja yfir húsnæðislaust fólk. Ríkið er í ábyrgð fyrir hita- veituna í Reykjavík og er ár- lega að taka á sig ábyrgðir svo miljónatugum skiptir fyrir raf- veitur í kaupstöðum. Vitanlega eru þessar ábyrgðir ekki án á- hættu fyrir ríkissjóð, enda hef- ir hann stundum fengið að reyna það. Sjávarútvegurinn hefir feng- ið margvíslega opinbera styrki. Alveg nýlega hefir þingið sam- þykkt að veita tveggja milj.i kr. styrk til þeirra, sem láta smíða báta um þessar mundir. Þessi styrkur er veittur, þegar vel- gengni útgerðarinnar er mest, með þeirri röksemd, að nú sé svo dýrt að láta smíða báta. Meginstyrkina hefir þó útgerð- in fengið óbeint í hinum miklu bankatöpum, sem lent hafa á ríkinu. Þetta er hér ekki upptalið til þess að telja það eftir. Ekki er það heldur gert til að metast um það fyrir hverja sé meira gert, sveitir eða bæi, heldur til þess að þeim, sem aldrei virðast muna eftir öðru en styrkjun- um til landbúnaðarins, mætti verða það ljósara, af hve mikilli þröngsýni og ósanngirni þeir dæma. Þetta segi ég til þess fólks, sem einatt lítur á styrkveiting- ar út frá þröngu sérhagsmuna- sjónarmiði eftir því, hvort það er búsett í bæ eða sveit. • En sumir menn horfa til baka til þess gamla og góða tíma, þe£ar engir slikir styrkir voru veittir. Þetta fólk ætti að reyna að skilja það, að í nútímaþjóðfé- lögum eru greiðslur af almanna- fé til örvunar vissu framtaki eða til jöfnunar milli þegnanna óhjákvæmileg nauðsyn með þeirri þróun, sem þjóðfélögun- um hafa verið búin, og það eru alls engar líkur til, að þessar styrkveitingar fari minnkandi heldur alveg það gagnstæða, í hvaða formi sem þær kunna að verða inntar af höndum. Má þar meðal annars minna á til- lögur um stórauknar trygging- ar víða um lönd. En í sambandi við styrkveit- ingar til landbúnaðarins er bæði eðlilegt og sjálfsagt, að at- hugað sé, hvernig landbúnað- arframleiðslan verði bezt að- hæfð þörfum þjóðarinnar. Bún- aðarþing hefir skipað nefnd í þessu augnamiði og hafa bænd- ur með því sýnt, að þeir eru ekki aðeins fúsir til, heldur telja það aðkallandi nauðsyn, að þetta sé tekið til ítarlegrar rannsóknar. V. Það er nú talinn eðlilegur og nokkuð almennur réttur hvers manns í þessu þjóðfélagi, að geta tekið sér frí frá daglegu striti nokkra daga árlega, án skerðingar á launum. Embættismenn fá 14—30 daga, almennir skrifstofumenn 14 daga, fastráðnir verkamenn við iðnað og aðra fasta vinnu 12 daga. Á þessu þingi var svo sam- þykkt löggjöf, sem tryggir öll um verkamönnum orlof. Verka menn í lausri vinnu fá greidda 4 af hundraði til viðbótar kaup- inu til að nota sem orlofsfé. Þar sem 12 daga frí er um 4 af hundraði af vinnudögum árs- ins, verður þessi 4% kaup- hækkun yfir árið sama og 12 daga kaup. Verkamenn allir fá þvi greitt kaup meðan þeir eru í orlofi. Ríkið er lang stærsti vinnuveitandinn í landinu og kostar því þessi réttarbót handa verkmönnum ríkið nokkur hundruð þúsund krónur. Þess ari löggjöf var yfirleit vel tekið í Alþingi. Nú er það vitað, að það fólk, sem er einna mest ofþjakað af vinnu, er sveitafólkið, einkum íslenzku sveitakonurnar. Samhliða auknum sumarfrí um og ferðalögum erlendis eru einatt reist stór gistihús og dvalarstaðir. Hér er næstum engu slíku að heilsa. Það er þvi vitað, að í ferðalögum og fríum kaupstaðafólksins verður leit- að mjög á náðir« sveitaheimil- anna og eykur það enn annríki þeirra, sem auk þess að ann- ast framleiðsluna hafa tekið margt af börnum kaupstaðanna til dvalar um sumartímann. Maður skyldi þá ætla, að greiðlega hefði gengið að fá nokkurt framlag til kynnisferða sveitafólks þegar tillaga um það kom fram. En það var nú eitt- hvað annað. Áróðurinn virðist hafa starblindað menn, svo rækilega, að sanngirni kemst Scinnstn fréttir Marethlínan tekin Hörð loftárás á Berlín Herstjórn Bandamanna í Norður-Afríku tilkynnti á há- degi í gær, að áttundi herinn hefði tekið alla Marethlínuna og væri hinum flýjandi her- sveitum Rommels veitt eftirför. Montgomery virðist hafa hagað herstjórn sinni þannig, að fyrstu árásirnar voru gerðar nálægt ströndinni, en þegar Rommel hafði sent helztu skriðdreka- sveitir sínar þangað, var aðalá- rásin gerð á miðjum vígstöðv- unum af skriðdrekasveitum átt- unda hersins. Tókst þeim að brjótast gegnum varnarlínur Þjóðverja, án þess að þær gætu verulegt viðnám veitt. Brezki flugherinn gerði hörð- ustu loftárásina á Berlín, sem gerð hefir verið til þessa, síð- astliðna sunnudagsnótt. Var varpað niður um 900 smál. af sprengjum eða helmingi meira en Þjóðverjar hafa mest varp- að niður yfir London í einni á- rás. Árásin stóð aðeins í y2 klst. Þetta er sjötta loftárásin á Berlín í þessum mánuði en 59. árásin síðan styrjöldin hófst. f Rússlandi hafa engar telj- andi breytingar orðið á víg- stöðvunum seinustu dægur. Rússar munu þó aðeins hafa unnið á í Smolenskhéraðinu. Bátur frá Stöðvar- iirði talinn af Tveir inciin vorn á bátmim. Síðastl. föstudag fóru Guðni Eyj'ólfsson og Þórhallur Er- lendsson í róður frá Stöðvar- firði, á 2 j/2 smál. trillubáti, er Guðni átti. Síðan hefir ekkert til þeirra spurzt. Var bátsins leitað og tóku þátt í leitinni bæði flugvél og varðskipið Ægir, en urðu einskis vísari. Guðni Eyjólfsson var 35 ára, kvæntur og átti 7 börn í ómegð. Þórhallur var á líkum aldri, ókvæntur. Skemmtun Framsóknarmanna í Oddfellow- húsinu í kvöld byrjar með Framsóknar-vist kl. 8.45. Vegna húsnæðisskorts verður þetta sennilega seinasta skemmtisam- koma Framsóknarmanna á vetr- inum. Aðgöngumiðar fást á afgr. Tímans og er betra að tryggja sér þá sem allra fyrst og sækja þá ekki seinna en kl. 4 íjlag. — Menn eru minntir á, að koma stundvíslega, því að ekki er hægt að bæta þátttakendum við spilaborðin eftir að byrjað er að spila. alls ekki að. Sveitakonur og sveitabændur geta kostað og séð fyrir sínu sumarfríi sjálfir, eins og aðrir atvinnurekendur, segja þessir herrar. Á því virðist eng- inn skilningur, að bóndinn og bóndakonan verða, auk þess að kosta ferðalagið, að kaupa vinnukraft, ef fáanlegur er, 1 stað þeirrar vinnu, sem þau hverfa frá. Frh. á 4. s.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.