Tíminn - 30.03.1943, Qupperneq 4
148
TÍMEVIV, |»riðjodagiim 30. marz 1943
37. MatS
Ú R B ÆIVUW
Móðurmálssjóður
Björns Jónssonar.
Prentarinn, sem setti greinina um ís-
lenzka tungu og móðurmálssjóöinn,
kom að loknu verai í skriístoíu Tímans
með tillag í sjóðmn. Tleiri haía þegar
farið að dæmi hans.
Allmargar bækur
hafa komið út síðustu dága. Er þar
á meðal að nefna vandaða myndabók,
nýja og breytta útgáíu á „Island í
myndum", meö íslenzkum og enskum
textum og formála eftir Einar Magnús-
son menntaskólakennara, „Læriö að
matbúa'*, matreiðslubók eftir Helgu
Sigurðardóttur, forstöðukonu Hús-
mæðrakennaraskóla Islands, 2. útgáfa,
aukin og endurbætt, með ágripi aí
næringarefnafræði eftir dr. Júlíus
Sigurjónsson lækni, „Polk Tales“, þjóð-
sögur frá Islandi og íleiri löndum í
enskri þýðingu, allar gefnar út af Isa-
foldarpientsmiðju. — Á forlag Guð-
jóns O. Guðjónssonar hefir komið út
skáldsaga eítir W. Somerset Maugham,
„Hjónaband Bertu Ley.“ W. Somerset
Maugham er höfundur sjónleiksins
„Loginn helgi“, er sýndur var hér í
Reykjavík fyrir skömmu.
Samkór Reykjavíkur
heitir blandaður kór, sem nýlega
hefir verið stofnaður hér í bænum. Eru
í honum um 60 manns, þar af um 30
úr karlakórnum Ernir. Formaður þessa
nýja kórs er Gísli Guðmundsson toll-
vörður, en söngstjóri Jóhann Tryggva.
son.
Tveir menn slasast.
Slys varð í hitaveitunni síðastl. laug-
ardag, er stórt hjól biotnaði í steypu-
hrærivél. Tveir menn, Gísli Guðnason,
Miðtúni 2, og Ingvar Bjarnason, Berg-
staðastræti 17 B, urðu fyrir járnbrot-
um og varð að flytja þá í sjúkrahús.
Hlaut einkum Gisli mikii meiðsli.
Áfengisfalsanir.
Sakadómari hefir nýlega dæmt sjö
mknneskjur fyrir fölsun á áfengis-
beiðni. Pimm karlmenn hlutu 60 daga
fangelsi hver, skilorðsbundið, og voru
sviptir kosningarétti og kjörgengi.
Einn karlmaður hlaut 15 daga fangelsi,
skilorðsbundið, og var sviptur kosninga-
rétti og kjörgengi. Ein kona hlaut 10
daga varðhald, skilorðsbundið, og var
svipt kosningarétti og kjörgengi.
Þjófar dæmdir.
Sakadómari hefir nýlega dæmt fimm
menn fyrir ýmsa þjófnaði. Pimm
þeirra, sem áður höfðu verið dæmdir
fyrir þjófnaði, hlutu 8 og 6 mánaða
fangelsi, óskilorðsbundið. Hinir hlutu
90 daga, 40 daga og 30 daga fangelsi,
skilorðsbundið. Allir voru sviptir kosn-
ingarétti og kjörgengi.
Líkamsmeiðingar.
Sakadómari hefir dæmt mann einn,
Sigurð Jónsson að nafni, í 30 daga
fangelsi, óskilorðsbundið, fyrir að berja
vinnufélaga sinn til óbóta, og jafn-
framt gert honum að skyldu að greiða
kr. 2755 í skaðabætur. Sigurður hefir
áður hlotið refsingu fyrir sams konar
brot.
Dómur fyrir óvarkárni.
Sakadómari hefir nýlega kveðið upp
dóm í máli valdsstjórnarinnar gegn
Hannesi Sveinssyni. Málavextir eru
þeir, að Hannes ók veshefli á Hafnar-
fjarðarvegi. Smábörn héngu aftan i
heflinum og hættu því ekki, þótt
Hannes margbannaði þeim það. Þegar
hann ók heflinum aftur á bak, varð
eitfc barnið undir honum og beið við
það bana. Þar sem hann vissi, að börn-
in héngu aftan í heflinum, bar honum
að fullvissa sig um, að ekkert þeirra
væri þar enn. Hann er þvl talinn með-
valdur að slysi þessu og var dæmdur
í 300 króna sekt til ríkissjóðs.
Ný barnabók:
Sagan af Dimmalímm
ævintýri með myndum
eftir Guðmund Thor-
steinsson. Bókabúð KRON
gaf út.
Guðmundur Thorsteinsson
var gáfaður og afburða fjöl-
hæfur listamaður, en hann varð
aðeins 32 ára gamall. Hann
kunni m. a. manna bezt að segja
sögur, bæði fullorðnum og börn-
um. Þetta litla ævintýri skrif-
aði hann og teiknaði myndir í
handa systurdóttur sinni lítilli
á leiðinni frá Ítalíu til íslands.
Fráleitt hefir honum þá dott-
ið í hug, að það yrði prentað. En
nú er það komið út í fallegri út-
gáfu með mörgum ævintýra-
legum litmyndum, svo að aðrar
litlar stúlkur geti lesið um
Dimmalimm og svaninn hennar,
sem var reyndar kóngsson í á-
lögum. Er útgáfan og allur frá-
gangur bókarinnar óvanalega
vandaður. J. Ey.
Lesendur !
Vekið athygli kunningja yð-
ar á, að hverjum þeim mannl,
sem vill fylgjast vel með al-
mennum málum, er nauðsyn-
legt að lesa Tímann.
Rógur Gottíreds-
senanna
(Framh. af 1. síðu)
Flestir aðrir atvinnurekend-
ur þurfa þessa ekki. Það er líka
dálítið annað, að búa í þéttbýli,
geta verið í félagi um ferðalög,
eða beinlínis meðlimir í félagi,
sem annast skemmtiferðir, eða
búa í strjálbýli og taka sig það-
an upp í ferðalag. Margir bænd-
ur eru og þannig efnum búnir,
að þeir geta það ekki, eða gera
það ekki, nema til komi einhver
hvöt peningalega og á annan
hátt. Reynslan hefir sýnt þetta
og hún mun halda áfram að
sýna það, ef ekki verður að gert.
En ef það er rétt, sem jafnvel
flestir álíta, bæði hér og erlend-
is, að það sé nauðsyn að fólk
geti kastað frá sér áhyggjum og
daglegu striti nokkra daga ár-
lega og varið þeim tíma til að
sjá sig um, víkka sjóndeildar-
hringinn, safna þrótti og lífs-
gleði til aukinna starfa, — ef
þetta er rétt, og að það borgi
sig meira að segja fjárhagslega
fyrir þjóðfélagið — þá fullyrði
ég, að þessarar þressingar er
ekki sízt þörf fyrir bændur og
sveitakonur.
En það, sem menn annað
hvort ekki geta skilið eða vilja
ekki skilja, er þetta: Vegna
erfiðleika um samtök og félags-
skap í stjálbýlinu, vegna fá-
tæktar margra bænda, vegna
fólksleysis, vegna skydurækn-
innar við hið daglega strit,
vegna alls þessa verður það
aldrei svo, að kynnisferðir
sveitafólks verði almennar nema
að eitthvað verði gert, sem örv-
ar þær, hvetur og léttir undir.
Sá félagsskapur (búnaðarfélög-
in eða búnaðarsamböndin), sem
sæi um að koma af stað þessum
kynnisferðum, þarf að ráða yf-
ir nokkru fjármagni til þess að
greiða kostnað við undirbúning
og skipulag ferðanna og nokkuð
af ferðakostnaði, sérstaklega
þeirra, sem fjárhagur hamlar
að greiða kostnaðinn sjálfir.
Ferðalög hafa fleira til síns
ágætis en hér hefir þegar verið
greint. Sumir menn eru haldn-
ir þeirri villu, að telja þau lítils
virði. Forfeður okkar voru á
annarri skoðun, og saga þeirra
og reynsla staðfpstir, að skoð-
un þessi var rétt. Þaðan er kom-
ið máltækið „Heimskt er heima
alið barn“. Menn fara sjaldan
í ferðalag án þess að læra eitt-
hvað af því. Það er ekkert lítill
lærdómur, né lítil hvöt til fram-
taks, að sjá fegurð þessa lands,
sjá fyrirmyndarheimili, fyrir-
myndar búrekstur og vel gerðar
framkvæmdir á ýmsum sviðum
þjóðlífsins.
Að sumu leyti yrðu því kynn-
isferðir mikill skóli og bein hvöt
til framfara og framtaks. Mönn-
um leiðist að vera eftirbátar,
þegar þeir sjá framfarir og
myndarskap. Sjá, hvað aðrir
hafa komizt.
í frumvarpinu um kynnis-
ferðir, var fyrst gert ráð fyrir
nokkru framlagi úr ríkissjóði.
Nú hefir þessu verið breytt
þannig, að taka má y2 af
hundraði af verði landbúnaðar-
vara og stofna með því sjóði til
þess að styrkja og greiða fyrir
þessum kynnisferðum.
En þessu risu ýmsir bæjar-
menn gegn, telja þetta tekið úr
vasa neytendanna sem „skatt“
í ölmusur handa bændum.
Flestir, sem skoða þetta með
nokkurri dómgreind og sann-
girni, munu líta svo á, að þessi
i/2 af hundraði muni ekki auka
verðhækkun varanna til neyt-
enda, — að minnsta kosti ekki
til lengdar. —
En það virðist ekkert tjóa,
þótt á þetta sé bent.
Um það, hvort frumvarpið um
kynnisferðir, verður samþykkt
á þessu þingi eða það dregst
eitthvað-ennþá, skal engu spá.
En það virðist góðs viti fyrir
þetta mál, og hlýtur að vekja
nokkra athygli, að sá bóndi,
sem af minnstum skilningi og
af minnstri hógværð ritaði um
afurðasölulög bænda á sínum
tíma, löggjöf, sem bændur eru
nú næstum án undantekningar
fylgjandi, er fyrsti bóndinn til
að rita jafn fávíslega og af
sömu hvatvísi um kynnisferö-
irnar. —
Munið
að Framsóknarskemmtunin
er í kvöld í Oddfellowhúsinu.
Innilegustu þakkir til allra þeirra, er sýndu hjálp eða
hluttekning við jarðarför
Höskuldar Guðmundssonar
Ingólfsstræti 16.
VANDAMENN.
Tilkynning:
Athygli vélsmiðja, skipasmíðastöðva, dráttarbrauta
og viðgerðarverkstæða bifreiða skal hér með vakin á
því, að í Lögbirtingablaðinu, sem út kemur þriðjudag-
inn 30. þ. m., verða birtar tilkynningar varðandi á-
lagningu á efni og vinnu, sem fyrirtæki í þessum
greinum selja.
Reykjavík, 25. marz 1943.
Vcrðlagsstjóriim.
Tilkoð
óskast 1 vörubirgðir firmanna Perlubúðin, Sportvöru-
gerðin og Windsor Magasin fyrir 8. apríl n. k.
í skrifstofu lögmanns í Arnarhvoli geta menn
fengið að sjá skrá yfir vörurnar og skoðað þær eftir
samkomulagi.
Áskilinn er réttur til að hafna öllum tilboðum.
Skiptaráðandiuu í Heykjavík.
Lögtak.
Eftir kröfu útvarpsstjórans í Reykjavík og að
undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram
fyrir ógreiddum afnotagjöldum af útvarpi fyrir árið
1942, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar aug-
lýsingar.
Lögmaðurinn 1 Reykjavík 27. marz 1943.
Kr. Kristjánsson,
/ settur.
Vestiirðíngamótið
verður haldið í Hótel Borg fimmtudaginn 1. apríl og hefst
með borðhaldi kl. 19.30.
#
Aðgöngumiðar 1 dag (þriðjudag í Hótel Borg (suðurdyr) kl.
3—6.
Stjórnin.
Jörðiu Karlsá
r—■—> GAMLA bíó —- Major Rogers og 1 NÝJA BÍÓ o Ást
kappar hans. og afhrýðiscmi.
(Northwest Passage) (Appointment for Love).
SPENCER TRACY, CHARLES BOYER,
ROBERT YOUNG. MARGARET SULLIVAN.
Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9
Sýnd kl. 6.30 og 9. Sýning kl. 5:
Kl. 3V,—6/,. HESTRÆNINGJARNIR
ÆVINTÝRI Á SJÓ. með Cowboykappanum
(Mexican Spitfire at Sea). Johnny Mach Brown.
LEON ERROL, Börn .yngri en 12 ára fá
LAPE VELEZ. ekki aðgang.
— —
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR.
„Fagurt er á fjöllum”
Skoplelkur í 3 þáttum, staðfærður af
EMIL THORODDSEN.
Sýning í kvöld kl. 8.
Tilkynning
0
í sambandi við breytingar, sem nú um þessar mundir er verið
að gera á frámkvæmd verðlagscftirlitsins og miða að því að efla
það pg styrkja, vill Viðskiptaráðið geta þess, að það telur aðstoð
af hálfu neytenda nauðsynlega til þess að tryggt sé, að eftirlitið
beri fullan árangur, og óskar því eftir samvinnu við almenning
hér að lútandi. »
Neytendur eru sérstaklega hvattir til þess að veita þessum
atriðum athygli:
1. Hvort vörur, sem ákvæði um hámarksálagningu gilda
ekki um, eru seldar hærra verði en 13. febrúar síðastlið-
inn eða hærri greiðsla er tekin fyrir einhvers konar
verk, en slíkt er óleyfilegt án leyfis Viðskiptaráðsins.
2. Hvort verð vöru er hærra en auglýst hámarksverð.
3. Hvort sama vörutegund er seld misháu verði í tveim eða
fleiri verzlunum.
Ef menn telja brotið gegn gildandi reglum, er óskað eftir því,
að þeir komi í skrifstofu verðlagsstjóra eða til trúnaðarmanna
hans utan Reykjavíkur og skýri frá málavöxtum eða tilkynni
bréflega um málið. Ef. því verður við komið, er æskilegt að lögð séu
fram skilríki (nótur, verðmiðar, vörusýnishorn o. s. frv.). Gengur
skrifstofa verðlagsstjóra síðan tafarlaust úr skugga um, hvort um
brot er að ræða.
Landinu hefir verið skipt í eftirlitssvæði, og trúnaðarmenn
skipaðir eins og hér segir:
1. Reykjavík og aðrir verzlunarstaðir frá Borgarnesi að Vík
í Mýrdal. Eftirlit á þessu svæði annast skrifstofa verð-
lagsstjóra.
í Svarfaðardalshreppi, Eyjafjarðarsýslu, fæst til kaups og á-
búðar frá næstu fardögum. — Á jörðinni er stórt steinsteypt í-
búðarhús, raflýst, stór og góð útihús og véltækt tún.
Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður eða eigandi og
ábúandi jarðarinnar.
Baldvin Jóusson,
héraðsdómsmálflutningsmaður. Sími 4810.
UTBOÐ.
2. Breiðafjörður. Trúnaðarmaður á því svæði er Ólafur
Jónsson, aðsetur Stykkishólmur.
3. Vestfirðir, frá Bjargtöngum til Horns. Trúnaðarmaður á
því svæði er Sveinn Þórðarson, aðsetur ísafjörður. ^
4. Húnaflói og Skagafjörður. Trúnaðarmaður Jón Jónsson,
aðsetur Blönduós.
5. Akureyrarsvæði, frá Siglufirði til Raufarhafnar. Trún-
aðarmaður hefir aðsetur á Akureyri, og er það Jörundur
Oddsson.
Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í bygg-
ingu túrbínuhólks, þrýstivatnspípu o. fl. í aflstöðina við Ljósafoss.
Uppdrættir og útboðslýsing liggja frammi til sýnir í skrif-
stofu Rafmangsveitunnar (teikni^tofunni) frá þriðjudegi þ. 30.
marz e. h. og afhendist gegn 250 kr. skilatryggingu.
Tekið verður á móti tilboðum á sama stað til miðvikudags-
ins þ. 14. apríl kl. 11.30 f. hád. og verða þau þá lesin upp í viður-
vist bjóðenda, er þar kunna að vera mættir.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna
þeim öllum.
6. Austfirðir, frá Þórshöfn til Hornafjarðar. Trúnaðarmað-
ur er Axel Kristjánsson, aðsetur Eskifjörður.
7. Vestmannaeyjar. Trúnaðarmaður er Hermann Guðjóns-
son.
Reykjavík, 25. marz 1943.
V erdlagsst j órínn.
Raf ma gnsst j ór inn.
Eglll Signrgeirsson
hæstarétta ■'Aianutnlngsmaffur
Austurstræti 3 — Reykjavík
Anglýsið í Tímanum!
Innheímtumenn
Tímans
Scndið skilagrcin liið
allra fyrsta!
Gleymið ekkí að borga
T í m a n n.
T í M IIV IV cr víðlcsnasta auglýsingablaðið!