Tíminn - 08.04.1943, Side 2

Tíminn - 08.04.1943, Side 2
162 TÍMINN, fimratndaginn 8. apríl 1943 41. blað ©íminn ' Fimmtudags8i apríl Hættulegur frestur Hér í blaðinu hefir því jafn- an verið haldið fram, að íýrsta skrefið, sem stiga þyrfti í dýr- tíðarmálinu, væri aukin þjóð- nýting striðsgróðans. Meðan allmargir menn léku sér að oí- fjár og gætu veitt sér allar hugsanlegar lystisemdir, myndi aldrei fást nægur skilningur láglaunafólks fyrir því, að það þyríti að færa nokkurar fórnir til lækkunar dýrtiðinni. Það, sem Alþingi bar að gera nú í þessum máium, var því framar öliu öðru aukin þjóð- nýting stórgróðans. Með siiku verki heíði þingið skapað sér siðferðilegan rétt til að krefjast fórna af öðrum. Allt bendir nú til þess, að þetta muni ekki gert á þessu þingi. Þeim skattaákvæðum, sem helzt mynúu ná til stór- gróðans, eignaaukaskattinum og afnámi varasjóðshlunnind- anna, virðist eiga að fresta. Viðreisnarskatturinn, sem sennilega mun ganga fram, nær ekki til stórgróðans, nema að takmörkuðu leyti. Með því að draga það á frest, rað stíga þetta byrjunarspor í dýrtíðarmálinu, tefur þmgið það, að unnt sé að skapa næg- an skilning láglaunamanna fyr- ir því, að þeir þurfi einnig að færa nokkrar fórnir. Með því að fresta þessum málum er stríðsgróðamönnun- um einnig gefið tækifæri til þess að koma fénu undan. Þeir fá margra mánaða athafna- frest. Það þarf ekki að taka það fram, að þessi úráttur málsins er Framsóknarmönnum mjög á móti skapi. En þeir hafa ekki nema 15 þingmenn af 52 þing- mönnum. Þess hefði mátt vænta, að tekizt gæti í þessu máli samvinna milli þeirra og verkalýðsflokkanna. Það hefir ekki orðið. Makk sumra verka- lýðsforkólfanna við stríðs- gróðavaldið hefir hindrað slíkt samstarf nú. Menn munu áreiðanlega skilja betur eftir að þetta er kunnugt þakkarávarpið, sem stríðsgróða- mennirnir sendu verkalýðs- flokkunum á dögunum í Mbl. fyrir að hafa ekki látið ginnast til fylgis við skoðanir Fram- sóknarmanna í skattamálun- um. En munu verkamennirnir senda leiðtogum sínum sam- hljóða þakkarávarp? Þ. Þ. Vínnubrögð stríðsgröðavaldsíns: „Gjafír < „Þegar þú gefur ölmusu, þá lát ekki blása í básúnu fyrir þér, eins og hræsn- ararnlr gjöra í samlíimdunum og á strætunum, til þess að þeir hljóti lof af mönnunum." Á síðustu árum hafa ýmsir menn orðið skyndilega ríkir. Auður þeirra hefir hlotið nafn- ið stríðsgróði. Margir hafa hald- ið því fram, með gildum rökum, að þarna sé um óvenjulegan gróða að ræða, sem eigi að verða almenningseign að mestu leyti. Enda er það svo, að til- viljunin ein hefir oft ráðið því, á hvaða fjörur honum hefir skotið. Alþjóð manna lítur áreiðan- lega þannig á, að stríðsgróðann beri að nota, til þess að skapa öryggi í fjárhags- og atvinnu- málum þjóðarinnar á næstu ár- um og gera ríkissjóði kleift að standa að miklum framkvæmd- um að stríðslokum. Þeir einir andmæla þessari skoðun, sem hafa hlotið gnægð stríðsgróða, vilja vernda sér- réttindi sín og hafa eðlisfar mannanna 1 samkunduhúsun- um, er vildu láta „blása í bá- súnu“ er þeir gerðu góðverk, til þess að „hljóta loí af mönnum“. Aukna skatta 1 neinni mynd mega þeir ekki heyra nefnda. hefir skapað í öllum þessum málum.“ Hér kemur eins greinilega fram og verða má, að Sósíalist- ar vilja leysa dýrtíðarmálin einhliða á kostnað bændanna, þ. e. með lækkun afurðaverðs- ins. Þeir telja liðsmönnum sín- um trú um, að bændur hafi sett það okurverð á afurðir sínar, að þeir eigi auðvelt með að lækka verðið. Staðreyndirnar sýna hins veg- ar, að verð landbúnaðarvar- anna hefir sízt hækkað meira hlutfallslega en kaupgjaldið. Öll lækkun afurðaverðsins, sem er meiri en lækkun kaupgjalds- ins, er bein skerðing á kjör- um bænda í samanburði við verkamenn. Með því að innræta verka- mönnum, að dýrtíðarmálið eigi að leysa á kostnað bændanna einna, er Þjóðviljinn að skapa aukið sundurlyndi og ágreining milli þessara stétta. Hann geng- ur sömu erinda stríðsgróða- valdsins og hann ásakar Stef- án Pétursson um: að spilla fyrir samvinnu og samstjórn hins vinnandi fólks. Þ. Þ. ;ru yður Allt, sem þeir miðla öðrum, þarf að opinberast fátækum svo hann sannfærist um hjarta- gæzku þeirra og göfuglyndi. Ýmsir nota þessa leið til auk- inna áhrifa og valdabaráttu. Oftast eru þeir vonlausir með að komast áfram fyrir andlega yfirburði ■ sína eða brennandi áhuga fyrir almenn- um velferðarmálum. Þetta er gamla rómverska aðferðin, að kenna alþýðunni að meta hvert mál eftir fégjöfum. Það er und- irrótin að hinu spilltasta stjórn- málalífi, sem hvarvetna hefir grafið undan lýðræðinu og boð- ið gróðabrallsmönnunum æðstu völdin á kostnað fólksins um langan eða skarfiman tíma. Þetta er nákvæmléga kenning Filip- usar konungs, að hver sú borg sé vinnándi, þar sem asni klyfj- aður gulli kemst inn um borgar- hliðið. Stríðsgróðamennirnir hér hafa alltaf barizt gegn aukn- um sköttum og krafizt að mega ráðstafa stríðsgróða sínum eft- ir eigin geðþótta, en ekki láta hann streyma í sameiginlega fjárhirzlu þjóðarinnar, án þess að „hljóta lof af mönnum.“ Enn er öllum í fersku mínni, er Ólafur Thors heimtaði á- framhaldandi skattfrelsi út- gerðarinnar, gegn því að út- gerðin gæfi sjómannaskóla. Þá hefir Kveldúlfur sýnt þá miklu „rausn“ í vetur að gefa 40 þús. kr. til fjögurra stofnana hér í bænum og hafa sum blöðin og ýmsir smalar hans hrópað hátt um veglyndi þeirra Jensenssona. Fyrirsagnir mátti lesa, eins og þessa: Fjórða stórgjöfin, sem Kveldúifur gefur. Eitt dagblaðanna skýrði frá því í haust, og var því ekki mót- mælt, að Kveldúlfur hefði gefið flestum bændum í tveimur hreppum á Snæfellsnesi 3—5 poka af síldarmjöli hverj'um fyrir kosningarnar. Kær kveðja frá Kveldúlfi fylgdi. Maður norður við Eyjafjörð, grandvar og greinagóður, skrif- aði nýlega kunningja sínum hér syðra þetta: „Hitt vil ég segja sem fréttir ekki ómerkilegar fyrir pólitískt fylgi hér um slóðir, að Kveldúlfur sendi öllum gift- um konum & Hjalteyri og nánasta ná- grenni að gjöf kr. 500,00 hverri, nú um s. 1. áramót. Þá gengur um það orð- rómur, að hann hafi gefið nokkrum karlmönnum á Hjalteyri stórfé, jafn- vel svo þúsundum skiptir, og lætur auk þessa byggja yfir þá menn, sem eru fastráðnir hjá honum. í jan. s. 1. er geínar“ svo dyggur Kveldúlfsþjónn sendur norður og stofnar Sjálfstæðisfélag; eru margir Hjalteyringar í því, en fáir úr sveitinni. Sést þarna strax sæmilegur árangur peninganna á s'álir þeirra, sem eiga tækisfærissannfæringu eða þá enga. En það verður ekki mikið sagt við því, þótt Kveldúlfur sýni höfðings- skap.“ Þá er kunnugt, hvernig stríðsgróðamaðurinn, þing- maður Barðstrendinga, hefir beitt hinum gulli klyfjaða asna fyrir sig. Nægir að vitna í hið fræga bréf hans frá 15. júlí s. 1. þar sem hann segir m. a.: „Þá vil ég leyfa mér að taka það fram, að ég hefi aðstöðu til þess að aðstoða ykkur á-ýmsan hátt um margt, sem ekki snertir þingmál, en ykkur gæti orðið til margs konar hagsbóta, svo sem-afgreiðsla alls konar viðskipta- mála o. m. fl. Er mér að sjálfsögðu ljúft að greiða úr öllum slíkum málum eftir megni, svo lengi sem ég fer með umboð ykkar.“ Þetta er sennilega gleggsta dæmið um taumlausa frekju stríðsgróðavaldsins, þar sem kjósendunum er tilkynnt, að þeir geti orðið aðnjótandi „margs konar hagsbóta ..... svo lengi, sem hann fer með umboð þeirra“. Jafnframt eru þetta eink- unnarorð allra þeirra manna, sem skapa sér völd í skjóli pen- inganna og eiga gengi sitt þeim að þakka. Margir bíða þess áreiðanlega með óþreyju, að Alþingi setji róttæk skattalög, til þess að tryggja fjárhagslegt öryggi þjóðarinnar og hindra mis- beitingu og óeðlilega eyðslu á skyndigróða einstakra manna hin síðustu ár. Framangreind dæmi sanna, að þess er full þörf. í atvinnu- lífi þjóðarinnar eftir stríðið verður ekki treyst á forsjón Kveldúlfsmanna eða annarra, sem stóðu á gjaldþrotsbarm- inum 1936—1940. Vandamál næstu ára verða ekki leyst af sérhagsmunamönnunum eða þeim, er hafa hugarfar mann- anna í samkunduhúsunum, sem mest var varað við fyrir 2 þús- und árum og æ síðan. Vanöa- málin verða aðeins leyst með sameinuðu átaki hins viunandi fólks, bænda, fiskimanna og verkamanna. Takist það ekki, þá heldur upplausnin og fjár- málaspillingin áfram. KAri. Viwwið ölullega fgrir Tímunn. Skúli Þffirleifsson: Fait er lofið Það hefir verið furðu hljótt nú upp á síðkastið um vegar- lagningu þá, sem hafizt var handa um fyrir fáum árum, og nefnd hefir verið Krýsuvíkur- vegur eða „syðri leið“. Er það þó alveg víst, að vegur þessi verður, þegar hann kemur, ein mesta samgöngubót, sem gerð hefir verið á þessu landi. Til Krýsuvíkurvegar hefir þó verið veitt fé á nokkrum síð- ustu fjárlögum, en þær fjár- veitingar hafa verið betur til þess fallnar að breiða yfir tóm- læti manna um málið heldur en að hrinda því nokkuð á leið, enda hefir ekki þótt taka því að nota það fé, sem fyrir hendi hefir verið. Krýsuvíkurvegur er fyrirhug- aður sem fær leið milli Reykja- víkur og Suðurlandsundirlend- isins, þegar aðrar leiðir lokast vegna snjóalaga. Þó furðulegt megi telja, hefir andmælum verið hreyf-t gegn því, að svo geti orðið. Að visu getur snjór lokað flestum leiðum á landi hér, jafnvel götunum í sjálfum höfuðstaðnum, en það má öll- um vera Ijóst, að lengur eru færir þeir vegir, sem liggja um láglendi og með ströndum fram heldur en þeir, sem liggja á heiðum uppi. Ég hefi á þessum vetri litið eftir því, hvort og hvernig snjó- ar hafa lagzt á fyrirhugað veg- arstæði Krýsuvíkurvegar (aust- anvert), og nú síðast 17. og 18. þ. m. fór ég ásamt tveim bænd- um héðan úr nágrenninu eftir vegarstæðinu allt frá Hrauni í Ölfusi til Herdísarvíkur, og mátti það þá teljast snjólaust. Dagana 16. og 17. þ. m. var öll umferð vestur yfir heiðar teppt af snjó. Hellisheiði hefir nú í samfleytt sex vikur verið ófær allri bifreiðaumferð. Leiðin um Þingvöll og Mosfellsheiði hefir verið illfær jafnlangan tíma og suma daga ófær með öllu, svo að ekki hefir verið hægt að flytja mjólk á Reykjavíkur- markað austan af Suðurlands- undirlendinu, þrátt fyrir ofur- kapp það, sem lagt er á þá flutninga. Hér sunnan lands verður snjókoman á þessum vetri þó vart talin nema élja- gangur einn hjá þvi, sem kom- ið hefir og komið getur. Það er því sjálfsögð og sanngjörn krafa, jafnt neytenda vestan heiðar sem framleiðenda aust- an hennar, svo og allra, sem vetrarferðum þurfa að halda uppi þessa leið, að hraðað sé lagningu Krýsuvíkurvegar svo sem frekast er unnt. Það munu ýmslr, sem lítið þekkja til, ætla að vel sé komið samgöngumálum Sunnlendinga, en slíkt er misskilningur hinn mesti. Enn eru þar heilar sveitir, sem lítið eru betur settar um samgöngur nú en fyrir fimmtíu til hundrað árum, og má þar sérstaklega tilnefna Selyog. Enn fremur hefir hið víðáttu- mesta láglendi landsins enga samgönguleið til síns bezta lendingarstaðar. Hvorttveggja það, sem ég nú hefi nefnt, kæmist i lag með lagningu Krýsuvíkurvegar. íslenzka þjóðin þarf að taka vel og röggsamlega á sam- göngumálum sínum bæði á sjó og landi, svo mjög sem lífsbar- átta hennar og afkoma öll er undir þeim komin. Þorlákshöfn, 19. marz 1943. Skúii Þorleifsson. Fundur verksljóra Aðalfundur Verkstjórasam- bands íslands var haldinn hér í Reykjavík hinn 28. marz. Forseti sambandsins, Jóhann Hjörleifsson, skýrði frá störf- um þess á liðnu starfsári. Gat hann þess fyrst, að bráðlega komi út blað verkstjóranna, „Verkstjórinn", og yrði það fullar 40 síður að lesmáli. Þá gat hann þess, að sam- kvæmt samþykkt síðasta aðal- fundar hefði stjórn sambands- ins fengið leyfi stjórnarráðs- ins til þess að hafa happdrætti til eflingar styrktarsjóði verk- stjóranna. Hreirín ágóði af happdrættinu hefði orðið hart- nær 6 þús. krónur. Ennfremur gat forseti þess, að fé hefði ver- ið veitt á fjárlögum til þess að hefja kennslu fyrlr verkstjóra, og væri svo ráð fyrir gex't að hún byrjaði á hausti komanda. Um fyrirkomulag kennslunnar væri ekki fullráðið enn. Hvað kaup verkstjóranna snertir, þá hefði það að miklu leyti verið samrýmt hinni al- mennu kauphækkun, sem orð- ið hefði á s. 1. sumri. Á fundinum gerðist það með- al annars, að stjórninni var fal- ið að skipa 3 menn til að endur- skoða lög sambandsins og færa þau til samræmis lögum ann- arra félagssambanda, með til- liti til sérstöðu verkstjóranna. Þá ’Tar stjórn sambandsins og fálið að beita sér fyrtr því, að samin yrði hentug „handbók" (Framli. á 2. siðu) Jón Helgason: Jóhann Magnús Bjarnason og rítsaín hans Bændavínátía Þjóð- víljans aíhjápuð Þjóðviljinn hefir réttilega á- vítað Alþýðublaðið fyrir að reyna að spilla sambúð verka- manna og bænda með sífelldu þvaðri um okurverð landbún- aðarvara. Jafnframt hefir blað- ið haldið því fram, að bæta þyrfti samvinnu þessara stétta. Það kemur þó fljótt í ljós, þegar Þjóðviljinn skrifar um dýrtíðarmálin, að hann heíir raunferulega sömu afstöðu til bænda og Alþýðublaðið, þótt hann reyni að breiða yfir hana klæði bændavináttunnar. f forustugrein Þjóðviljans 6. þ. m. segir á þessa leið: „Þá er um Iandbúnaðarvör- urnar og verðið á þeim. Það er vitaniegt, að á lækkun þess verðs verður minnkun dýrtíðar- innar fyrst og fremst að byggj- ast. Og það er bezt að segja hverja sögu eins og hún gengur: Það skortir i þinginu bæði vilja og vald til þess að lækka þær án framlags úr ríkissjóði .... Flokkurinn (þ. e. Sósíalistafl.) vill t. d. að verðlag landbúnað- arvara sé ákveðið með samningi við bændur um grunnverðið fyrir stríð, að viðbættri grunn- verðshækkun í hlutfalli við þá, er iaunþegar hafa fengið, og með sérstakri vísitölu fyrir landþúnaðinn. — Telur fiokk- urinn að þannig myndi koma fram all veruleg lækkun frá því handahófsverði, sem sett var á s. 1. hausti og mesta vitleysu I. Dag einn milli jóla og nýársl voru tvær nýjar bækur allt í einu komnar á sýniborðin í bókabúðum Reykjavíkurl Það var skáldsagan „í Rauðárdaln- um“, fyrri og síðari hluti II. bindis af Ritsafni Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar, þykkar bækur í gulbrúnum og blágrá- um kápum og eigi mjög stóru broti. Allir, sem vissu, að út- gáfa á ritum Jóh. Magnúsar Bjarnasonar var í vændum, höfðu beðið fyrstu bókanna með eftirvæntingu, og nú voru bær komnar á söluborðin, þótt ofurlítið síðbúnari yrðu til höf- uðstaðarins heldur en obbinn af bókum haustsins. Þetta var eins og dálitið Indíánasumar eftir að grózkumesta árstíð bókagerðarinnar var liðin. II-. Það er Bókaútgáfan Edda á Akureyri, sem hefir ráðizt í að gefa út rit Jóh. Magnúsar Bjarnasonar. Á þetta að verða heildarútgáfa, þar sem öllu verði samansafnað, er hann hefir ritað, bæði því, sem áður hefir verið prentað, og hinu, sem eigi hefir birzt til þessa. Þessi saga, sem nú er út kom- I in, „í Rauðárdalnum“, er með- I al þess, er eigi hefir áður kom- ! ið fyrir almenningssjónir i heilu lagi. En talsvert hrafl úr sögunni var á sínum tíma prentað í „Syrpu“ Ólafs Thor- geirssonar í Winnipeg. Alls mun ritsafnið eigi verða minna en 6—7 væn bindi, enda er Jóh. Magnús Bjarnason mik- ílvirkasti rithöfundur íslend- inga í Vesturheimi. Bækur hans, sem áður hafa komið út, eru sjö. Fyrst kom út „Kvæði“ 1 Winnipeg árið 1887 (þá var höfundurinn 21 árs), síðan „Sögur og kvæði“ í Winni- peg 1892, þá „Eiríkur Hansson“, prentaður í Kaupmannahöfn og á Akureyri árin 1899 og 1902— 1903, þá „Brazilíufararnir“, prentaðir í Winnipeg og Reykja- vík 1905 og 1908, „Vornætur á Elgsheiðum" í Reykjavík 1910, „Haustkvöld við hafið“ í Rvík 1928 og „Karl litli“, ævintýri, prentað í Reykjavík 1935. Flest- ar þessara bóka, og allar hinar eldri, hafa lengi verið ófáan- legar, en mjög úr sér gengin þau eintök, sem eru í einstakl- ingseign, því að bækur Jóh. Magnúsar Bjarnasonar hafa löngum verið mjög eftirsóttar til lesturs, ekki hvað sízt af unglingum. Hafa þær því slitn- að meir og farið fremur í súg- inn en aðrar bækur jafngamlar, sem meiri kyrrvist hafa hlotið í bókaskápum íslendinga. Er það því ekki að ófyrirsynju að þessi heildarútgáfa var hafin, og gott til þess að vita, að jafn ötulir bókaútgefendur, sem Eddumenn eru, skyldu takast það á hendur. Auðvitað var svo ráð fyrir ger't, að I. bindi ritsafnsins kæmi fyrst út, og yrðu í því öll ævintýri skáldsins. Hafa mörg þeirra eigi áður verið prentuð. En af óviðráðanlegum orsökum var ókleift að láta prenta þetta bindi síðastliðið haust, og var þá horfið að því ráði að láta II. bindið koma fyrst út, svo að þeir, sm biðu með óþreyju eftir ritsafninu, þyrftu eigi lengur að bíða en nauðsyn bæri til. í III. bindinu verða „Brazilíufararnir" og kemur það út næst, sennilega í sumar. í IV. bindinu verður líklega „Eiríkur Hansson", en „Vornætur á Elgsheiðum“ og fleira í því V. Koma þessi seinni bindi út hvert af öðru eins fljótt og ástæður leyfa, en I. bindið jafnskjótt og rætist úr þeim vandkvæðum, er á því eru að gengið verði frá því. III. Jóh. Magnús Bjarnason fæddist að Meðalnesi í Fellum 24. maí 1866, sonur Bjarna bónda Andréssonar af Hákonar- staðaætt og konu hans, Krist- bjargar Magnúsdóttur bónda á Birnufelli, Bessasonar bónda á Ormarsstöðum, Árnasonar ríka á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal. Er hann því kominn af traust- um og merkum bændaættum austan lands. Frá Meðalnesi fluttist Jóh. Magnús með for- eldrum sínum að Fljótsbakka í Eiðaþinghá, þar sem þau bjuggu um skeið, og síðan vestur um haf til Nýja Skotlands árið 1875. Árið 1882 fluttust þau vestur til Winnipeg. Þar dvaldi Jóh. Magnús í sjö ár og kvænt- ist þar jafnöldru sinni, Guð- rúnu Hjörleifsdóttur, bónda- dóttur úr Mýrdal, _ árið 1887. Haustið 1889 lá leið þeirra hjóna til Nýja íslands og gerðist Jóh. Magnús þar skólakennari í Ár- nesi við íslendingafljót. Fimm árum síðar fluttu þau enn bú- ferlum og setttust þá að í Geysisbyggð í Nýja íslandi og gerðust þar landnemar. Var Jóh. Magnús þó kennari þar jafnframt þau níu ár, er hann var í þeirri byggð. Lágu leiðir hans víða næstu áratugi, en fyrir nær réttum tuttugu ár- um tóku þau hjón sér bólfestu í Elfrps i Vatnabyggðum, smá- bæ skammt austan við Quill Lakes. Hafa þau síðan setið á friðstóli i miðju meginlandi hinnar óravíðu álfu, þar sem svo margir íslendingar hafa kjörið sér byggð, mitt á slétt- unni miklu. IV. Jóh. Magnús Bjarnason fór níu ára gamall af Fljótsdalshér- aði vestur um Atlantshaf. Síð- an hefir hann aldrei augum lit- ið ættbyggð sína né föðurland, nema í hillingum draumsins, þegar hugurinn hefir leitað heim yfir þúsund rasta haf. Og það mun hafa verið eigi sjald- an. Aðeins fá atvik mun hann geyma í minni frá bernsku sinni við Lagarfljót, eins og von er til, svo ungur sem hann kvaddi land, eins og til dæmis uppboðið á Fljótsbakka vorið áður en lagt var í vesturförina, þegar gamalkunnir gripir, lif- andi og dauðir, voru seldir hæstbjóðanda. En þrátt fyrir það munu þó fáir betri og sann- ari íslendingar vera en hann,,; eins og greinilega speglast í rit-''’ j um hans, lífi og hugsun. EkkiiÝi eru aðrir, sem láta sér annara um hag og sóma íslands og fs- lendinga, og óvíða kemur fram jafn fölskvalaus fögnuður yfir sérhverju því, er íslendingur megnar að gera sér til gagns og sæmdar, sem hjá honum. En lífsskoðun og lífstrú þessa manns er líka mótuð á þeim tíma og í því umhverfi, þar sem íslendingar þurftu vlrkilega að taka á því, sem þeir áttu til, til þess að halda til jafns við aðra í reipdrætti lífsins. Fjarri er mér þó að halda, að mannást Jóh. Magnúsar sé rlg- skorðuð við þjóðerni eða kyn- þáttu. Hann er stórum einlæg- ari mannvinur og meiri spek- ingur en svo. Hann er einmitt nógu mikill maður til þess að fóstra hina dýpstu Qg hreinustu ást til þjóðar sinnar, án þess að ala hana á óvild eða öfund 1 garð annarra þjóðerna. Sighvatur Þórðarson skáld varð fyrstur íslenzkra manna til þess að hefja merki þjóðlegs metnaðar I bókmenntum okkar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.