Tíminn - 08.04.1943, Qupperneq 4
164
TÍMINIV, fimmtntlagÍBin 8. apríl 1943
41. blað
Tillögur íjárhagsneíndar
fr r p m Tv.iT m
Sögufélagið
hefir nú sent ársbækur sínar fyrir
1942 út. Þær eru: Blanda VII, 3.
Landsyfirréttardómar og hæstaréttar-
dómar V, 4. Galdur og galdramál á ís-
landi, 3. hefti, og Skýrsla félagsstjórn-
ar. Læknatalið átti að fylgja með bók-
unum frá síðasta ári og af þvi stafaði
dráttur sá, sem varð á útlcomu bók-
anna að þessu sinni. Þó fór það svo,
að Læknatalið komst ekki með árbók-
um síðasta árs, og var það einkum
fyrir þá sök, að ritið varð miklu stærra
en í fyrstu var hugsað. Er fyrirhugað,
að Læknatallð verði tilbúið síðar á
árinu og verðl um 36 arkir að stærð,
prentað með smáu letri, með myndum
af flestum læknum og ýtarlegri nafna-
skrá. Mun það veiða sent með öðrum
ársbókum til félagsmanna í haust. Fé-
lagsmönnum er gefinn kostur á að fá
Læknatalið í bandi fyrir 12 kr. auka-
gjald, enda verði þeir búnir að til-‘
kynna ísafoldarprentsmiðju h.f. ósk
sína þar að lútandi 1. júní næstk.
Námskeið fyrir knattspyrnu-
dómara
stendur nú y'fir hér í bænum. Þátt-
takendur eru 14. í. S. í. heldur nám-
skeiðið. Kennari er Gunnar Axelson.
Leíkfélafifíð
, .Orðíð44
Á morgun verður „Orðið“ eftir
danska skáldið Kaj Munk sýnt í
Iðnó í fyrsta skipti. Er Lárus
Pálsson leikstjóri, en þýtt hefir
leikritið séra Sigurjón Guð-
jónsson, prestur að Saurbæ á
Hvalf j arðarströnd.
Er hér um að ræða mjög
merkan leilc, sem einkum
fjallar um afstöðu manna til
hins lifandi kristindóms.
Koma fram, í leiknum full-
trúar ýmissa sjónarmiða. Bor-
gen sveitarhöfðingi, sem er
Grundtvigsfnaður (leikinn af
Val Gíslasyni), Pétur skradd-
ari heimatrúboðsmaður (Jón
Aðils), Houen læknir skyn-
semistrúar (Haraldur Björns-
son), séra Bandbull (Brynjólf-
ur Jóhannesson) og Jóhannes
geðveiki (Lárus Pálsson), sem
túlkar skoðanir höfundar sjálfs.
Auk þeirra leikara, sem
nefndir hafa verið, leika í
„Orðinu" Gestur Fálsson, Arn-
dís Björnsdóttir, Helga Bryn-
jólfsdóttir (Jóhannessonar),
Anna Guðmundsdóttir, Gunn-
þórunn Halldórsdóttir, Klem-
ens Jónsson, Steingerður Guð-
mundsdóttir og Sigurveig Þór-
arinsdóttir.
„Orðið“ er eitt af fyrri leik-
ritum Kaj Munks, er fyrir al-
menningssjónir kom. Var það
fyrst sýnt í Betty Nansen-
leikhúsi I Höfn. Vakti það
mikla athygli og deilur, og stóð
þá fyrst styr um Munk, en oft
síðan. Er óhætt að hvetja fólk
eindregið til þess að sjá þenna
leik.
Kaj Munk er áður nokkuð
kunnur hér á landi, bæði af fá-
einum þýðingum og greinum
um hann, auk þess sem Poul
Reumert flutti „En Idealist“
eftir Munk í Gamla Bíó sum-
arið 1938.
Varnír Þjóðverja
í Noregí
New York. — Norska upplýs-
ingaskrifstofan skýrir frá því,
að Þjóðverjar séu að koma upp
gaddavírsgirðingum, skotgröf-
um, skriðdrekagildrum og vél-
byssuhreiðrum í smábæjum á
vesturströnd Noregs og er þetta
dulbúið eins og hús, fréttaskilti
og útihús. Heragi meðal þýzkra
hermanna er sagður slæmur, og
eru oft ryskingar og rifrildi
á meðal þeirra.
Frá ameríska blaðafulltrúan-
um).
Innheímtumenn
Tímans
Sendið skilagrein hið
allra fyrsla!
Lesendur!
Vekið athygll kunningja yð-
ar á, að hverjum þelm manni,
sem vill fylgjast vel með al-
mennum málum, er nauðsyn-
legt að lesa Timann.
(Framh. af 1. síðu)
ætlast til, að launþegar afsali
sér þessum hlunnindum, er
myndi þýða um 12% kaup-
lækkun í einn mánuð.
íftreiknmgur vísitölu
fyrir landbiinaðinn
Fjórða breytingartillaga
nefndarinnar er þessi:
„Skipa skal sex manna nefnd,
er finni grundvöll fyrir vísitölu
framleiðslukostnaðar landbún-
aðarafurða, er fara skal eftir
við ákvörðun verðs landbúnað-
arvara, og hlutfall milli verð-
lags landbúnaðarvara og kaup-
gjalds stéttarfélaga, er miðist
við það, að heildartekjur þeirra,
er vinna að landbúnaði, verði í
sem nánustu samræmi við tekj-
ur annarra vinnandi stétta.
Skal í því sambandi tekið tillit
til þess verðs, sem fæst fyrir
útfluttar landbúnaðarafurðir.
Nefndin skal skipuð hagstofu-
stjóra, og,sé hann formaður
nefndarinnar, forstöðumanni
búreikningaskrifstofu ríkisins,
tveim mönnum eftir tilnefningu
Búnaðarfélags íslands, einum
manni eftir tilnefningu Alþýðu-
sambands fslands og einum
manni tilnefndum af Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæjarfé-
laga.
Nú verða nefndarmenn
sammála um vísitölu fram-
leiðslukostnaðar landbúnaðar-
afurða og hlutfall milli verð-
lags á landbúnaðarafurðum og
kaupgjalds stéttarfélaga, og
skal. þá verð á landbúnaðar-
vörum ákveðið í samræmi þar
við, meðan núverandi ófriðar-
ástand helzt. Þó er ríkis-
stjórninni heimilt að ákveða
lægra verð á einstökum vöru-
tegundum gegn framlagi úr
ríkissjóði.
Nefndin skal ljúka störfum og
skila áliti til ríkisstjórnarinnar
fyrir 15. ágúst 1943“.
Fjárframlög til
vcrblækkmiar
Fimmta tillaga nefndarinnar
er sú, að þar til afurðaverðið
verður ákveðið samkvæmt vísi-
tölu, ef samkomulag áður-
greipdrar nefndar næst, en
annars til 15. sept., skuli ríkis-
stjórninni heimilt að lækka
mjólkurverðið og kjotverðið með
framlögum úr ríkissjóði, þann-
ig, að mjólkurverðið verði kr.
1.30 lítri og kjötverðið í heild-
sölu kr. 4.80 kg. Með því að veita
stjórninni þessa heimild til 15.
sept., ef samkomulag næst ekki
í nefndinni, er henni og Alþingi
gefinn mánaðarfrestur til nýrra
ráðstafana. Gert er ráð fyrir,
að kostnaður ríkisins af þess-
um verðlækkunum verði 3 milj.
kr. og tekst hann af verðlækk-
unnarskatti:
Um þessa tillögu segir í áliti:
„Ætlazt er til, að útsöluverð
mjólkur til neytenda verði kr.
1.30 á lítra, og er það fengið
þannig, að tekið er mjólkur-
verð 1939, sem var 40 aurar pr.
lítra, bætt við það 45% grunn-
verðshækkun og þar ofan á dýr-
tíðaruppbót miðað við vísitölu
230. En í tillögum nefndarinnar
er gert ráð fyrir, að stefnt verði
að því að koma verðlagsvísitölu
a. m. k. niður í 230 á sem
skemmstum tíma. Framleiðend-
ur skulu aftur fá fyrir mjólk-
ina núverandi verð, kr. 1.75 á
lítra, að frádreginni þeirri
hundraðstölu, sem kaup lækkar
um við lækkaða framfærslu-
vísitölu. Ef vísitala lækkar úr
262 í 230, kemur það þannig
út: Kauplækkun yrði 12.2%, og
12.2% af kr. 1.75 gerir kr. 0.21.
Mismuninn, ef lækkunarheim-
ildin er notuð til fulls, kr. 0.24,
á svo að greiða úr rikissjóði.
Um kjötverð er beitt sömu að-
ferð, og verður þó heildsöluveijð
á dilkakjöti kr. 4.80 pr. kg. Út-
söluverð yrði, með óbreyttri á-
lagningu, kr. 5.40, og greiðslan
úr ríkissjóði til viðbótar því,
sem stjórnin hefir þegar ákveð-
ið, kr. 1.00 pr. kg. Þessar heirn-
ildir falla úr gildi í síðasta lagi
15. sept., og verður ríkisstjórn
og Alþingi að gera nýja skipan
á um þessa hluti fyrir þann
tíma, ef samninganefndin hefir
ekki orðið sammála. Hér verður
að setja tímatakmörk, því að
ekki er, unnt að kaupa niður
verðlag nema um takmarkaðan
tima.
Ut af því, sem hér að framan
er sagt um að leggja til grund-
vallar við verðlagningu land-
búnaðarvara verð þeirra árið
1939 að viðbættri 45% grunn-
veröshækkun, vilja þeir Skúli
Guðmundsson og Ingólfur Jóns-
son taka iram, að þeir geta ekki
á það íallizt og viðurkenna ekki
þá útreikninga, þar sem þeir
telja óeðlilegt, að íramleiðend-
ur landbúnaðarvara fái minni
hækkun á aíuröaverðinu' en
sem nemur hækkun á kaup-
gjaldi verkamanna á sama
tima. Grunnkaupshækkun dag-
launamanna i 40 verkamanna-
félögum innan Alþýðusam-
bands íslands, þar með talin
Qll. fjölmennustu félögin, mun
vera að meðaltali um 65% sið-
an 1939. Er hér reiknuð sú
hækkun, sem orðið hefir á
tímakaupi í dagvinnu, en þar
að auki eiga verkamenn nú að
fá orlofsfé, samkvæmt nýjum
lögum, sem þeir munú ekki hafa
fengið árið 1939“.
Atviimutryggingar-
sjoður
Sjötta tillaga nefndarinnar
fjallar um heimild fyrir ríkis-
stjórnina að leggja 3 milj. kr. í
sjóð til tryggingar launþegum
gegn atvinnuleysi, er nefnist
atvinnutryggingarsjóður. Milli-
þinganefndin, sem nýlega var
kjörin til að athuga ýms at-
vinnumál, skal setja reglugerð
um hlutverk sjóðsins í samráði
við Alþýöusamband íslands.
Sjóðnum er ekki ætlað að
veita beina styrki, heldur verð-
ur honum varið til atvinnu-
framkvæmda. Mun hann eiga að
vera eins konar endurgjald fyr-
ir þá launalækkun, er laun-
þegar taka á sig, ef þeir fallast
á áðurgreinda vísitölulækkun í
einn mánuð.
í fjárhagsnefndinni, er
stendur að tillögum þessum,
eiga sæti: Skúli Guðmundsson,
Ásgeir Ásgeirsson, Einar Ol-
geirsson, Ingólfur Jónsson og
Jón Pálmason.
Ingimar Eydal
(Framh. af 1. síðu)
ureyri og stuðningsmaður blaðs-
ins alla stund frá því að blaðið
var stofnað fyrir aldarfjórð-
ungi. Ingimar Eydal hefir alla
þessa stund verið þátttakandi
í hinni margþættu framfara-
baráttu Eyfirðinga.
Ingmar Eydal hefir gengið
sömu þroskabraut eins og flest-
ir aðrir merkir samtíðarmenn
hans í Eyjafirði. Hann er fædd-
ur og uppalinn í hinum fagra
Eyjafjarðardal, gekk ungur í
Möðruvallaskóla og lauk þar
prófi með hárri einkun. Síðan
hélt hann áfram námi í Ðan-
mörku, reyndi að stofnsetja
héraðsskóla í Eyjafirði, en var
á undan tímanum og fékk of
lítinn stuðning frá mannfélag-
inu. Þá gerðist hann kennari
og skólastjóri á Akureyri, en gaf
megnið af hjáverkastundum
sínum i þágu samvinnuhreyf-
ingarinnar og Framsóknar-
flokksins.
Á yngri árum Ingimars Ey-
dals snerist landsmálabaráttan
að miklu leyti um sjálfstæðis-
málið. Ingimar Eydal var jafn-
an í fremstu röð og stefndi að
því sem Matthías Jochumsson
kallaði „fullræði“, eða fullkom-
ið sjálfstæði. En eftir að samið
var um skipulegan skilnaðar-
möguleika 1918, varð Ingimar
Eydal einn af forustumönnum
Framsóknarmanna. Honum
komu þar að góðu haldi fjöl-
þættir hæfileikar. Hann var
manna rökfastastur í ræðu og
riti. Pólitískar greinar hans
voru skýrar, málið snjallt,
mjúkt en þó myndríkt. Á póli-
tískum fundum á Akureyri og í
Eyjafirði var hann óviðjafnan-
legur baráttumaður. Hann var
fyrirferðarmikill maður,er hann
sté upp í ræðustól. En þó
stækkaði hann á ræðupallinum.
Enginn maður var sigursælli á
fundum norður þar en Ingimar
Eydal. Hann bar hærra en aðr-
ir menn. Röddin var djúp og
skýr. Hann var hógvær, en þó
djarfur, og gæddur þeirri lát-
lausu en léttu fyndni, sem ein-
Sigrún Blöndal
(Framh. af 2. slðu'•
erlend tungumál. Undruðust
þeir námgirni og þroska þess-
arar litlu heimasætu. Þessi
kona hefir, þrátt fyrir mikíð
annríki, verið sínemandi og sí-
vaxandi fram á þenna dag.
Langt er síðan að hún varð
þjóðkunn fyrir gáfur, menntun,
mannkosti og manndóm. Hún
er undarlega fjölhæf. Hún kann
vel sex tungumál, svo ekki sé
ofmikið sagt. Enginn veit, hvort
henni er auðveldara að kenna
íslenzkan vefnað, meðferð
mjólkur og sláturgerð, eða hitt,
að skýra heimsfræg, erlend
stórskáld. Þeir, sem hafa heyrt
hana flytja ræðu, t. d. við
skólasetningu og skólaslit á
Hallormsstað, vita ekki betur
en að hún standi þar jafnfætis
helztu ræðusnillingum þessa
lands.
Kunnugir menn heyra sér-
stakan hljóm í nafninu Sigrún
Blöndal eða Sigrún á Hall-
ormsstað, þann sama, sem í
nöfnunum Ásdís á Bjargi og
•Auður djúpúðga.
4. apríl 1943.
Páll Hermannsson.
4 víðavangt.
(Framh. af 1. slðu)
læknisins. Þykir og stéttar-
bræðrum hans lítill sómi að
slíkum félaga. — Nú er eftir að
sjá röggsemi heilbrigðisstjórn-
arinnar.
SIGURHÁTÍÐ JÓNS Á AKRI.
í bréfi frá Húnaþingi var ný-
lega minnzt á uppskeruhátíð
Jóns á Akri kosningadaginn í
haust og hlutdeild héraðslækn-
isins: „Það er nú orðið langt
síðan ég hefi verið á samkomu,
sem jafnaðist á við þesa sigur-
hátíð. Hér var hvarvetna komið
fyrir brjóstsykri, karamellum
og súkkulaði á áberandi stöðum.
Drykkjarföng voru meira afsíð-
is, og var það skiljanleg kur-
teisi, en nokkrir voru þeir að
lokum, sem farnir voru að bera
utan á sér höfðingslund veit-
andans.---------Eitt var það,
sem bar af venjulegri nærgætni
og gæti verið til fyrirmyndar.
Stuttu fyrir miðnætti kom
læknir á staðinn með nokkra
kjósendur af Blönduósi. Voru
það mikil þægindi að fá þarna
lækni á staðinn í stað þess að
þurfa að hringja neyðarhring-
ingar til Blönduóss, eins og
nokkuð hafði verið gert áður.
Gerði hann sér og mjög annt
um þá, sem vanmáttar kenndu,
Mátti að lokum segja, að hann
væri í faðmlögum við þá, sem
frekast þurftu hjúkrunar við
andlega eða líkamlega.
Aðalhöfðingi hátíðarinnar
sveif eins og góður engill yfir
öllu saman. En nokkuð sýnd-
ust vængjatökin vera orðin
þung og silaleg, og ekkert heyrð-
ist í tálknunum. — Þú sérð af
þessari litlu og góðlátlegu
mynd, hvort ekki hefir verið
gætt allrar flokkssæmdar eins
og hún hefir birzt í síldar-
mjölsúth-lutun og mörgu fleiru.
Má vera að það sé mitt illa inn-
ræti, sem hefir blásið mér því
í brjóst, að þetta þyrfti opin-
berrar rannsóknar við. Og með-
an það er ekki gert, smádofnar
og deyr út þessi þingræðís og
lýðræðistýra, sem nú blaktir á
skarinu.“
kennir marga Eyfirðinga. Mér
er enn í minni pólitískir fund-
ir 7—800 manns í hinum mikla
samkomusal á Akureyri, þar
sem hinir mörgu fundargestir
hlustuðu í djúpri þögn en með
heiitri eftirvæntingu á hvert
orð, sem féll af vörum ræðu-
mannsins^-
Nú er Ingimar Eydal sjötug-
ur. Hann er enn ritstjóri Dags.
Hann er enn einn af stjórnend-
um Kaupfélags Eyfirðinga.
Hann er enn öruggur skilnað-
armaður. Hann fylgist af alhug
með öllu umbótastarfi samtíð-
arinnar.
Samherjar Ingimars Eydals
og vinir hans hvarvetna á land-
inu munu senda honum hug-
heilar kveðjur, þakklæti fyrir
mörg og góð unnin störf, og
einlægar óskir um, að stundir
kvöldsins megi að öllu verða í
fullu samræmi við hina löngu
og gifturíku starfsdaga. J. J.
r------GAMLA BÍÓ-----
„N Ý MÁNINN“
(NEW MOON)
Aðalhlutverkin leika:
JEANETTE MACDONALD
Og
NELSON EDDY.
Sýnd kí. 7 og 9
Kl. 3%—6%.
LI’L ABNER
Amerísk skopmynd.
—-------wýja Btó -------
Sp ellvirk j ar nir
(THE SPOILERS)
Stórmynd gerð eftir sögu
Rex Beach’s. Aðalhlut-
verkin leika:
Marlene Dictrich,
John Wayne,
Randolph Scott,
Richard Barthelmess.
— Sýnd kl. 5, 7 og 9 —
Bönnuð fyrir börn yngri
en 16 ára.
L
LEIKFELAG REYKJAVIKUR
77
ORÐIÐ
cc
eftir KAJ MUNK.
Frnmsýning annað kvöltl kl. 8.
Frumsýningargestir eru beðnir að sækja aðgöngumiða sína
kl. 4—7 í dag.
ftóð atvinna.
Einn maður, vanur sveitavinnu, óskast nú þegar, helzt sem
ársmaður.
Árskaup kr. 8.000,00 auk fæðis, þjónustu og húsnæðis.
Upplýsingar í afgreiðslu Tímans.
Blautsápa
frá sápuverksfliiðjinuii Sjöíu er almennt við-
nrkennd fyrir gæði. Flestar húsmæður nota
Sjafnar-blautsápu
Lúðrasveít Reykja-
víkur leíkur iyrír
Bandaríkjamenn
Síðastliðinn sunnudag stofn-
aði Lúðrasveit Reykjavíkur til
kynningar milli sín og Lúðra-
sveitar frá Bandaríkjahernum.
Bauð hún yfirhershöfðingjan-
um, C. H. Bonesteel, og fylgdar-
liði hans, ásamt Jierlúðrasveit-
inni, til kaffidrykkju og hljóm-
leika í Golfskálanum í Öskju-
hlíð.
Lúðrasveit Reykjavíkur lék
þar nokkur lög undir stjórn
Karls Ó. Runólfssonar og einn-
ig söng Pétur Á. Jónsson óperu-
söngvari þrjú lög með undirleik
lúðrasveitarinnar.
Leikin voru aðallega íslenzk
þjóðlög og lög eftir íslenzk tón-
skáld.
Skýrt var fyrir gestunum,
hversu háttað er um Lúðra-
sveit Reykjavíkur, að þar er
ekki um atvinnuleikara né
skólalærða hljómlistarmenn að
ræða, heldur áhugamenn, sem
iðka hljómlistaræfingar aðeins
í frístundum, eins og tíðkast
hefir yfirleitt um hljómlistar-
iðkanir íslendinga til skamms
tíma, og gildir að miklu enn, að
það eru ekki launin eða hagn-
aðarvonin, sem knýr til starfa,
heldur innri þörf og þrá ein-
staklinganna.
Bæði leikur L. R. og söngur
Péturs Á. Jónssonar tókst mjög
prýðilega og létu gestirnir ó-
spart í ljós hrifningu sína, ekki
sízt, er Pétur söng með. Var
auðfundið á öllu, að þeim þótti
leikur L. R. framar öllum von-
um og mikið til Péturs koma
bæði sem persónu og söngvara.
Er enginn vafi á, að kynningar-
stund þessi var L. R. og íslend-
ingum til vegsauka. Auk am-
erísku gestanna voru þeir við-
staddir hljómleikana Valdemar
Björnsson, sjóðliðsforingi og
Dóri Hjálmarsson höfuðsmað-
ur.
Að loknum hljómleikunum
n:< i -Jfyíi j h h íxd
Fólk
sem þarf að komast
frá Rckjjavík ttl Pat-
reksfjarðar og ísa-
fjjarSSar, er heðið að
láta skrásetja sig í
skristofu vorri fyrir
hádcgi I dag.
ZVoregssöfnunin
(Framh. af 1. siðu)
félög hafa gefið eftirtaldar upp-
hæðir: Reykjavíkurbær kr.
100 þús., Hafnarfjarðarbær 20
þús., ísafjarðarkaupstaður 7
þús., Seyðisfjarðarkaupstaður 2
þús., Siglufjarðarkaupstaður 5
þúsund, Þingvallahreppur 1
þús., Vestur-Barðastrandar-
sýsla 1 þús., Presthólahreppur
1 þús. og Seltjarnarneshreppur
500 krónur. Þá gáfu alþingis-
menn 6340 krónur. Nokkur fé-
lög hafa gefið myndarlegar upp-
hæðir.
Alls er heildarsöfnunin hjá
Norræna félaginu nú komin
upp í 341 þús. kr. Siglufjarðar-
bær hefir ákveðið að gefa 5 þús.
kr. og Alþingi hefir veitt 350
þús. kr. til söfnunarinnar á
yfirstandandi ári. Samtals er
því söfnunin komin í tæpar 700
þús. kr. Á Akureyri er nokkur
upphæð, sem þar hefir safnazt,
en hefir ennþá ekki verið af-
hent Norræna félaginu hér og
er þvi ekki talin hér með.
flutti yfirhershöfðinginn snjalla
ræðu og þakkaði stjórnandan-
um, Karli Ó. Runólfssyni, Pétri
Á. Jónssyni og öðrum hlutað-
eigendum með fögrum orðum
og fullvissaði um, að slík kynn-
ingarstund sem þessi væri mik-
ils virði fyrir báðar þjóðirnar og
yki skilning og vinarhug þeirra
á milli. S. B.